Lögberg - 13.12.1945, Side 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1945
3
Fréttabréf að heiman
Borgarfirði,
um veturnætur 1945.
Kæru landar vestan hafs!
Ennþá vil eg reyna að efna
' orð mín, því einhvern tíma mun
eg hafa heitið ykkur því, að
senda Lögbergi fréttabréf einu
sinni á ári. Verður það nú sem
fyr, að eg bind mig að mestu,
eða öllu leyti, við sveitafréttir
úr þessu eina héraði. En stjórn-
mál og stærri fréttir, sem blöðin
flytja héðan, læt eg liggja milli
hluta.
Um árferði á íslandi hefir mik-
ið verið bæði rætt og ritað, frá
því í fornöld og það ekki að á-
stæðulausu. Og ekki get eg
sneitt hjá þeim gamla vana, að
minnast á veðurfarið, eins og það
hefir verið í þessu bygðarlagi um
tvö síðastliðin missiri. Um vetr-
arharðindi hefir ekki verið að
tala, svo heitið geti, síðastliðin
tuttugu og fimm ár. Jarðbönn
og frosthrkur hafa ekki þekst hér
á því tímabili, nema þá aðeins
lítinn tíma í einu. Og enn var
það svo síðastliðinn vetur, að
mörg hross lifðu án teljandi hey-
fóðurs og gengu vel fram. Sauð-
fé gátu líka margir fóðrað á litl-
um heyjum; þeir, sem höfðu
gnægð síldarméls og góð beiti-
lönd. Um vanfóðrun eða fóður-
skort hefir ekki verið að tala hér
um sveitir síðan slíkur fóður-
bætir kom til sögunnar.
Jörð fór að gróa um sumarmál,
en litlu síðar hófust svalir norð-
anvindar, sem hnekktu þeim
gróðri að mestu og héldust þur-
viðri fram undir Jónsmessu.
Horfðist þá óvænlega á með
grasvöxt. Sláttur byrjaði því
ekki alment fyr en um miðjan
júlí, því fyr voru tún ekki sæmi-
lega sprottin. Úr því fór að auk-
ast gróður dag frá degi fyrir á-
hrif skins og skúra, sem urðu
stærri og þéttari eftir því sem
lengur leið. Flestum heppnað-
ist þó að ná í hlöður nokkrum
hluta töðunnar eða því sem bú-
ið var að þurka fyrir 25. júlí.
Eftir það mátti heita samfeld ó-
þurkatíð ,það sem eftir var af
heyskapartíma. Dag eftir dag og
viku eftir viku var logn og þoku-
úði en stórregn annað veifið.
Grasið var stöðugt að spretta og
það svo að töður urðu í mesta
lagi að vöxtum, en mikill meiri
hluti þeirra stórskemdur og
hrakinn. Um engjaheyskap var
lítið að tala þegar fáliðaðir
bændur urðu að glíma við alla
þá örðugleika, sem af þessari
ótíð leiddu. Ýmsir halda því
fram að þetta sé eitt hið mesta
óþurkasumar sem hafi komið
hér yfir Borgarfjörð í manna
minnum. Eg hallast að því að
svo sé, þótt mörg sumur muni
eg veðra verri. Og líka má segja
það þessu blessaða sumri til lofs
að grasvöxtur á túnum, varð að
lokum með allra bezta móti.
Veðráttan hélst að rnestu óbreytt
frá því sem hún var um slátt-
inn, vætur og hlýviðri og það
svo að tún eru ennþá skrúðgræn
yfir að líta. í sambandi við
þessa veðurlýsingu vil eg geta
þess að tíðin var því hagstæðari
eftir því sem norðar dróg. Þing-
eyingar telja þetta eitt af yndis-
legustu sumrum sem þeir hafa
lifað.
Þrátt fyrir frábæra óþurka hér
um alt Suðurland mun fénaði
ekki fargað af heyjum í stórum
stíl nema þá helst lömbum.
Fóðurbætir og votheysgerð, sem
hér var óþekkt fyrir nokkrum
áratugum, er nú almennt notuð
með góðum árangri.
Hér um Borgarfjörð er árlega
varið stórfé í viðhald og fram-
lengingu akbrauta, enda eru nú
allar vörur fluttar á bílum til
bænda og það eins þótt þeir búi
innst til dala. Þar með eru kaup-
staðarferðir, í gömlum stíl, með
öllu gengnar úr gildi.
Sterkasti þátturinn í búnaði
þessa héraðs er nú nautgripa-
rækt. Stórir flutningabílar eru
stöðugt í gangi bæði vetur og
sumar, sem færa bændum allar
kaupstaðavörur og flytja sölu-
mjólk til kaupstaðanna Akra-
ness og Borgarness. Mjólkur-
samlag Borgfirðinga í Borgar-
nesi hefir náð miklu áliti fyrir
vöruvöndun. Er smjör og skyr
frá Borgarnesi eftirsótt vara í
Reykjavík, og það svo, að Borg-
arfjarðar skyr er nú talin þar
ein heilnæmasta ungbarnafæða.
Forstöðumaður samlagsins er
Sigurður Guðbrandsson frá
Hrafnkelsstöðum. Horfur eru nú
á því að eitthvað kreppist um
framboð mjólkur í vetur, af því
svæði þar sem töður hafa hrak-
ist mest í sumar. Hefir sú nýj-
ung verið tekin upp í Reykjavík,
að afhenda mjólk eftir skömt-
unarseðlum og byggist sú ráð-
stöfun að líkindum á grun um
mjólkurskort. Það er þó enn ó-
séð hvort svo muni verða. Næst-
um því hver maður, bæði við sjó
og í sveit lifir víð allsnægtir í
þessu landi, nú á dögum, og
margir hafa fullar hendur fjár,
enda ekki haldið fast í peninga,
bæði til þarfa og óþarfa.
Alstaðar á landi hér eru ný
mannvirki á prjónum, bæði við
sjó og í sveit. Hér í Borgarfirði
er það virkjun Andakílsárfossa
sem nú stendur yfir, sem verður
að líkindum tailð mesta fram-
faramál þessa héraðs. Þegar afl
þessara fossa tekur að færa hér-
aðsbúum ljós og líf, geta marg-
víslegar umbætur komið til sög-
unnar, áður óþektar.
Kvenfélög þessa héraðs hafa
beitt sér fyrir því á undanförn-
um árum, að húsmæðraskóli yrði
reistur í þessu héraði. Margar
konur hafa gengið vel fram í því
að afla peninga til stuðnings
þessu máli, bæði með samskot-
um og tillögum. Allir, sem hlut
áttu að máli vildu einróma
byggja skólann á einhverjum
þeim stað, þar sem gnægð jarð-
hita væri fyrir hendi, en um
marga slíka staði er að velja
beggja megin Hvítár. Varð sú
endalykt að skólinn stæði við
Veggjahver í landi Stafholts-
veggja og er nú verið að reisa
þar mikið hús fyrir húsmæðra-
skóla. Fram úr þes$u þurfa
Borgfirðingar ekki langt að fara
til þess að ná í alþýðumentun,
þar sem tveir skólar eru hér fyr-
ir, Bændaskólinn á Hvanneyri
og Héraðsskólinn í Reykholti.
Um báða þessa skóla sækja ár-
lega miklu fleiri en tök eru á að
veita aðgang. Skólar rísa nú upp
einn af öðrum víðsvegar í hér-
uðum þessa lands, sýnist því vel
búið í haginn fyrir komandi kyn-
slóðir í þeim efnum. Sumir hall-
ast þó að þeirri skoðun að and-
legur þroski aukist ekki að sama
skapi sem aðgangur til lærdóms
er auðfengnari. Byggist sú skoð-
un á reynslu þeirri, sem nú er
fengin af hinni löngu skólavist
kaupstaðabarna. Það mun samt
bezt fyrir þá, sem gamlir eru og
hafa aldrei í skóla komið, að
leggja ekki dóm á slíka hluti.
Beztu meðmæli eru það fyrir
Hvanneyrar- og Reykholtsskóla
hvað vel þeir eru sóttir. Á
Hvanneyri eru um sextíu nem-
endur, en í Reykholti um og yfir
eitt hundrað. Frá báðum þessum
skólum verður að vísa mörgum
árlega, sem leita þar eftir skóla-
vist. Á þessa skóla kemur fólk
úr flestum sýslum landsins og úr
þessu héraði flytur margt af
námsfólki austur, norður og suð-
ur til/ Reykjavíkur. Vegalengdir
standa nú orðið lítið í vegi.
Nú eru fengnir þeir möguleik-
ar til skyndiferða; ýmist fljúg-
andi eða altandi, að mikill fjöldi
landsmanna, sem lítið hafði far-
ið út fyrir takmörk sinnar eigin
sýslu, hefir nú getað skoðað ýmsa
merkustu staði þessa lands.
Eitt af nýmælum, sem gerðust
hér á þessu sumri var þegar eitt
hundrað og sjötíu þingeyskra
karla og kvenna fór samflota
hér um Borgarfjörð til Reykja-
víkur og austur um sveitir. öll-
um þessum flokki ásamt nokkr-
um Borgfirðingum, var boðið til
veizlu í Reykholti. Var það á
kostnað Búnaðarsambands Borg-
arfjarðar. Jón Hannesson í Deild-
artungu er formaður sambands-
ins og veitti þessu gestaboði for-
stöðu, ásamt Þóri Steinþórssyni
skólastjóra í Reykholti. Þingey-
ingar voru þá á norðurleið og
voru svo heppnir að sjá hér sól-
bjartan dag, þegar jörðin stóð í
sínum fegursta sumarskrúða.
Skemtu þeir með ræðuhöldum í
veislusalnum þar sem tvö hundr-
uð manns sátu undir borðum, og
þess í milli sungu þeir alkunn
ættjarðarljóð undir stjórn Sig-
fúsar Hallgrímssonar bónda frá
Vogum í Mývatnssveit. Var til
þess vitnað af söngfróðum Borg-
firðingum, sem á hlýddu, hvað
söngur Þingeyinga bar þeim gótt
vitni um raddfegurð og mikla
æfingu í listinni. Ýmsir þjóðkun-
ir menn voru í þessari för, má
þar nefna Sigurð Jónsson skáld
á Arnarvatni, Jón Sigurðsson
bónda á Yztafelli og þá bræður
Þorbergssyni Jón bónda á Laxa-
mýri og Hallgrím bónda á Hall-
dórsstöðum, ennfremur voru þar
þrír synir skáldsins þjóðkunna
Guðmundar Friðjónssonar á
Sandi, sem nú er ekki fyrir löngu
látinn. Þeir, sem áttu þess kost
að sjá og heyra Þingeyinga hér
í þetta sinn, þökkuðu þeim kom-
una og verða þeir nú nokkuð nær
okkur Borgfjrðingum eftix* en
áður.
Þessar kynnisferðir bænda
hófust hér fyrst 1910. Þá voru
hestarnir einu farartækin á landi
eins og verið hafði frá landnáms-
tíð. Síðan hefir slíkum kynnis-
ferðum verið haldið við í stærri
og smærri útgáfum, en það er
fyrst á síðustu árum eftir það
að bílar komu til sögunnar sem
konum gafst tækifæri til þess
að fylgja mönnum sínum. Þess
eru líka dæmi að kvenfélags-
konur fari í lengri og skemmri
ferðir án stuðnings bænda sinna.
Verða flestum slíkar ferðir mik-
il upplyfting í bili, frá hversdags-
legurn heimilisstörfum.
Landsímastöðvar eru orðna;*
margar í þessu bygðarlagi; skulu
hér nokkrar þeirra taldar:
Grund í Skorradal, Hestur,
Hvanneyri, Skarð í Lundar-
reykjadal, Varmilækur, Stóri-
Kroppur, Kleppjárnsreykir,
Reykholt, Deildartunga, Norð-
tunga, Síðumúli, Hjarðarholt,
Svignaskarð, Dalsmýri og Krók-
ur í Norðurdal. Við margar af
þessum landsímastöðvum eru
tengdir einkasímar frá fleiri og
færri bæjum, fjölgar þeim bæj-
um nú óðum og það svo að í
sumum sveitum geta menn þing-
að um sín einkamál í síma og
sparast mörg ómök á þann hátt.
Mestu máli skiftir þó sá mikli
munur frá því sem áður var,
þegar slys eða sjúkdóma bar að
höndum. Nú er auðvelt að síma
til læknis, hvort heldur er á nótt
eða degi, sem þá er reiðubúinn
að koma á sínum einkabíl, svo
framarlega sem hann er ekki
öðru að sinna. Tveir læknar eru
hér innan Skarðsheiðar, Eggert
Einarsson prests Pálssonar 1
Reykholti, og situr hann í Borg-
arnesi og Magnús Ágústsson
Helgasonar frá Birtingaholti, á
Kleppjárnsreykjum. Báðir eru
þeir atgjörvismenn og vinsælir
læknar. Sjúkdæma og dauða-
mein er engum unt að flýja, en
þess er þó vert að geta að lungna-
bólga, sem hér hefir lengi verið
einri af mannskæðustu sjúkdóm-
um, læknast nú oftast fljótt;
berklaveiki virðist hér í rénun
og sullaveiki orðin fágæt eða
næstum útdauð.
Þessu næst vil eg geta hér
um nokkur mannalát, sem orðið
hafa í þessu bygðarlagi frá því
eg ritaði ykkur síðast og til þessa
tíma.
Pétur Bjarnason á Grund í
Skorrdal varð bráðkvaddur, að
næturlagi, litlu fyrir jól, rúm-
lega fertugur að aldri. Kona hans
var Guðrún Davíðsdóttir frá
Arnbjargarlæk. Þau áttu fjögur
börn ung. Pétur var í flokki mæt-
ustu manna þessa héraðs, glæsi-
menni í sjón, vel að sér og hug-
ljúgur hverjum manni. Hann
var hreppstjóri Skorrdælinga og
hafði ýms trúnaðarmál með
höndum. Þótti öllum, sem var,
héraðsbrestur við hans sviplega
fráfall.
Guðmundur Jónsson bóndi í
Kletti í Reykholtsdal lézt í vet-
ur. Banamein hans var innvortis
krabbi. Hann dvaldi vestan hafs
um fimtán ára skeið og munu
einhverjir vestra kannast við
nafn hans. Litlu eftir að hann
kom heim giftist hann Hallfríði
Hannesdóttur frá Deildartungu.
Reistu þeir bú í Kletti, sem Hall-
fríður hafði tekið að erfðum eftir
föður sinn Hannes Magnússon
hreppstjóra í Deildartungu. Guð-
mundur beitti sér fyrir því, bæði
með kappi og forsjá, að bæta
þessa litlu en laglegu jörð, bæði
með húsabótum og túnauka. Þau
hjón voru barnlaus og gaf Guð-
mundur jörðina Klett eða and-
virði hennar með því skilyrði að
því yrði varið til byggingar
barnaskóla í Reykholtsdals-
hreppi. Eftir lát Guðmundar var
jörðin Klettur seld Hermanni
Jónassyni fyrverandi forsætis-
ráðherra fyrir áttatíu og tvö þús-
und krónur. Klett hefir nú Ein-
ar Sigmundsson frá Gröf í Reyk-
holtsdal tekið til ábúðar.
Um síðustu áramót lézt Eyj-
ólfur Gíslason, fyrrum bóndi, um
langt skeið á Hofsstöðum í Hálsa-
sveit, kominn að níræðu. Eyjólf-
ur var þriðji maður frá höfuð-
skáldi 18. aldar, Jóni Þorlákssyni
presti á bægisá og hneigð til
ljóðagerðar mun Eyjólfur hafa
sótt til þessa þjóðkunna langafa
síns; hann var-vel hagorður og
lét oft fjúka ljóð og stökur, en
kunni ekki vel að sigta kjarnann
frá hisminu.
Um Eyjólf skrifaði eg í blaðið
ísafold og birtist þar mynd af
honum. Kona hans var Valgerð-
ur Bjarnadóttir frá Skarðshömr-
um í Norðurárdal, áttu þau
fjölda barna, sem flest komust
til aldurs, en nú eru aðeins þrjú
á lífi: Steinunn, ekkja í Borgar-
nesi; Höskuldur, bóndi á Hofs-
stöðum í Hálsasveit og Haukur,
bóndi á Horni í Skorradal. Þess
skal getið, að Eyjólfur dó í Borg-
arnesi hjá Steinunni dóttur sinni,
sem annaðist hann í ellinni
hrumann og heilsubilaðan. Hann
var jarðsunginn í Reykholti.
Teitur Símonarson fyrrum
bóndi á Grímarsstöðum varð
bráðkvaddur í vor, þá kominn
til Guðmundar Jónssonar hrepp-
stjóra á Hvítárbakka. Teitur var
um langt skeið einn meðal snyrti-
legustu búhölda í Andakíls-
hreppi. Kona hans var Ragnheið-
ur dóttir Daniels Féldsted í
Hvítárósi, er hún fyrir löngu
látin. Þrír synir og ein dóttir
þeirra hjóna eru á lífi.
Björn Jóhannesson á Hóli í
Lundarreykjadal lézt í sumar,
áttræður. Kona hans var Stein-
unn Sigurðardóttir frá Efstabæ
í Skorradal, er hún enn á lífi.
Þau voru búendur á Hóli nærfelt
fimm tugi ára og á þeim sama
bæ ól Björn allan sinn aldur.
Hann var búhöldur ágætur,
gleðimaður og skemtinn svo að
af bar. Börn þeirra Hólshjóna
voru: Kristinn, spítala-yfirlækn-
ir í Reykjavík, Jón skrifstofu-
maður í Reykjavík, Jóhannes bíl-
stjóri á Hóli og Hildur húsfrú á
Akranesi.
Halldóra Jóelsdóttir ekkja eftir
Sigurð bónda á Krossi í Lundar-
reykjadal, Jónsson frá Rauðs-
gili, lézt í Reykjavík í sumar.
Þau hjón áttu fjögur mannvæn-
leg börn, sem öll eru flutt til
Reykjavíkur.
Að síðustu get eg hér að
nokkru konu, sem farin var að
búa hér í Reykholtsdal áður en
Vesturheimsferðir hófust héðan
eftir 1880. Það er Rósa Sigurð-
ardóttir, sem var kona Ivars Sig-
urðssonar bónda á Snældubeins-
stöðum. Rósa dó í Reykjavík 1.
sept. síðastliðinn. Þann dag átti
hún níutíu og þriggja ára af-
mæli og hélt sjón og minni til
síðustu stundar. Mörg síðustu
(Frh. á bls. 7)
Business and Professional Cards
DR. A. V. JOHNSON
DenHtt
•
»«• SOMER8BT BLDO
Thelephone 97 932
Home Telephone 202 SM
Talsími 95 826 Heimilis 53 893
Dr. K. J. Austmann
Sérfrœðingur i augna, eyma, nef
og kverka sjúkdómum.
704 McARTHUR BUILDING
Cor. Porage & Main
Stofutími 4.30 — 6.30
Laugardögum 2 -— 4
DR. ROBERT BLACK
S4rfr«81neur I Augna. Eyrna. nef
ok hAlssjúkdömum
416 Medical Arta Buildlng,
Graharn and Kennedy 8t.
Skrifstofusiml 93 851
Helmaslmi 42 154
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D
tslennkur lyfsaU
FAik getur pantaS meBul oc
anna8 me8 pðstl.
Fljöt affrreiBsla.
A. S. BARDAL
848 8HERBROOK ST
golur llkkistur og annast um «t-
farir Alfur ötbSnaBor sft beati
Bnnframur seíur hann aliakonar
minnlsvarSa ok lesatein&.
8krifstofu talstml 27 324
Heimllla talstml 26 444
HALDOR HALDORSON
byggin gameistari
23 Music and Art Bulldin*
Broadway and Hargrave
Winnipeg:, Canada
Phone 93 066
INSURE your proparty wlth
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Phones Bus. 23 377 Res 39 433
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON & CO.
Chartared Accountants
1101 McARTHUR BUILDING
WINNIPEG. CANADA
Phone 49 489
Radlo Sarvlce Spacialists
' ELECTRONIO
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
Tha most up-to-date Soimd
Xqulpment System.
1M OSBORNB 8T.. WINNIPEG
O. F. Jenaason, Prea. A Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block Simi 95 227
WHolaaala Distributors af
TRM8B AND TROZBN TIBR
MANITOBA FISHERIES
WINNIPttO, MAÍÍ.
T. Baroovitch. framhv.stj.
Verala f heildaðlu ra«6 nýjan og
froainn flak.
201 OWHNA ST.
Bkrlfatofustml 85 268
Hatmaatml 66 4(t
Hhagborg TJ
FUEL CO. n
Dial 21 331 NaFíí) 21 331
Argue Brothers Ltd.
Real Estate — Flnanclal —
and Insurance
Lombard Buildlng, Wlnnlpeg
J. DAVIDSON, Rep.
Phone 97 291
DR. A. BLONDAL
Physician A Burgeon
681 MEDICAL ARTS BLDQ
Stmi 93 996
Helmili: 108 Chataway
Simi 61 023
Dr. S. J. Johanneseon
215 RUBT STRHJEIT
(Belnt sutfur af Bhnnlng)
Talstml »0 ITT
•
VlStalatlml 8—( a. h.
Dr. E. JOHNSON
804 Eveline 8t. Salklrk
Office hrs. 2.30—8 P.M.
Phone offlce 26. Rea. 88«
Office Phone Rea. Hum
. 94 762 72 40»
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDO.
Offlca Houra: 4 p m.—4 pjsk.
and by appoíntœent
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknor
•
406 TORONTO QEN. TROBT8
BUILDINQ
< 'or -Portage Ave. o* Scuith 91
PHONE 9 6 952 WINNIPBO
Dr. J. A. Hillsman
SURGEON
308 Medical Arts Bldg.
PHONE 97 329
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 94 908
Office Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
Legstelnar
aera akara framttr
Crvals blfLgrýti
o« Manltoba marmarl
BkriflO eftir vertsbré
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 Spruce St. Stml 18 8*8
Wlnnipeg, Man.
J. J. SWANSON A OO.
LIMITED
808 AVENÚE BLDQ., WM.
•
Faatelgnasalar. Lelgja htta. #*-
vaga peningalttn og eldaábyrg*.
blfrei8flíbyrg8, o. a. frr.
Phone 97 688
ANDREWS. ANDREWi
THQRVALDSON AXD
EGGERTSON
USgfrœOingar
808 Bank ó? ííova ðbotl* HMi
Portage og OxíTy
Sfmi 88*91
Blóm stundvíslaga tigralóá
“ ROSERY in.
BtefnaB 118»
427 Portage Ave. Sfmt 87 4(8
Wlnntpag.
GUNDRY PYMBRE LTD.
•rtttoh Quallty — Flah NlMtog
(• VICTORIA BTREMT
Phone 98 211
vVlnnlpeg
Uanaoer, T. R. THORT 4 T »0010
V our patronaga wlU ha
ipprectated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J B. Paga, Managtng Dirao*st
Wboiesale Dlstrlbutora af
Fraeh and Froaen Ftah.
tll Chambera SL
Office Phone 26 328
Rea Phone 78 917.