Lögberg


Lögberg - 13.12.1945, Qupperneq 7

Lögberg - 13.12.1945, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1945 7 Yngstu lesendurnir Gunnbjörn sér Grænland Eftir að norrænu víkingarnir fundu ísland og byrjuðu að setj- ast þar að um 870, leituðu þeir ekki lengra vestur í mörg ár. Nú er Grænland ekki langt frá íslandi, en um það vissu þeir ekki. Þar sem styzt er á milli landanna, eru aðeins 180 mílur; það gat því ekki farið hjá því, að einhver, sem var að sigla með vesturströnd íslands myndi sjá Grænland. Bátarnir, sem forn-íslendingar ferðuðust á, voru fremur litlir, með einu ferhyrndu segli. Þeg- ar þessir bátar lentu í rokum, var hætt við því að þá ræki langt úr leið. í kringum árið 900 var maður nokkur, sem hét Gunnbjörn, að sigla bát sínum norður með vesturströnd íslands. Hann lenti í miklu óveðri og bátinn rak langt vestur í haf. Hann varð meir en lítið hissa, þegar hann sá land, því enginn vissi áður af neinu landi vestur af ís- landi. Ekki kannaði Gunnbjörn þetta land, en hann gaf því nafn og kallaði það Gunnbjarnarsker. Hann komst.aftur til Islands og sagði mönnum frá þessu landi, sem hann hefði séð. Mönnum þótti þetta merkilegar fréttir, en það var þó ekki fyr en mörgum árum seinna, að landið var kann- að, en það gerði hin mikla sjó- hetja og landkönnuður, Eiríkur rauði. OrSasajn. norrænir víkingar—norse vikings byr j uðu—began að setjast að—to settle að leita—to search styzt—the shortest distance aðeins—only einhver—someone forn—ancient að ferðast—to travel ferhyrnt segl—a square sail rok—storm að reka úr leið—to be driven off the course óveður—bad weather hissa—astonished að kanna—to explore merkilegar—important, notable fréttir—news sjóhetja—a great navigator landkönnuður—explorer. Upplýsingar óskast Ræðismannsskrifstofunni hef- ir borist bréf frá utanríkisráðu- neyti íslands, þar sem að beðið er um að útvega heimilisföng ættingja frú Kristínar Laxdal vegna arfs-útborgunar. Eftir- farandi erfingjar eru beðnir að gera svo vel, að tilkynna The Consulate of Iceland, 910 Pal- merston Avenue, Winnipeg, Can- ada, núverandi utanáskriftir sín- ar; en ef þeir eru búsettir í Bandaríkjunum, að tilkynna, The Consulate General of Iceland, 595 Madison Avenue, New York 22, N.Y., hvar þeir séu niður komnir: Guðrún Sigurðardóttir, Ame- ríku, Halldór Reykjalín, Nýja Is- landi, Canada, Margrét Reykjalín, Nýja Is- landi, Canada, Jón Reykjalín, Nýja Islandi, Canada, 'x Gunnlaugur Jakobsson, De- troit, U.S.A., Lárus Jakobsson, Detroit, U.S.A., Sigurveig Halldórsdóttir, Swan River, Canada Jón Jóhann Halldórsson, Swan River, Canada, Arnór Halldórsson, Swan River, Canada, Helga Halldórsdóttir, Swan River, Canada, Halldór Halldórsson, Swan River, Canada Jónas Halldórsson, Swan River, Canada, Þórunn Hallgrímsdóttir Borg- fjörð, Nýja íslandi, Canada, Kristinn Eggertsson, Boston, U.S.A., Margrét Árnadóttir, Ameríku, . Kristjana Gestsdóttir, Ame- ríku, Björg Auðunsdóttir, Ameríku, Olga Voss, Tacoma, Washing- ton, U.S.A. Með því að skiftaréttinum hef- ir ekki tekist að afla nánara heimilisfangs erfingjanna en að ofan greinir, er þess óskað, að erfingjarnir tilkynni heimilis- fang þeirra, svo að hægt verði að koma arfinum til skila. Rœðismannsskrifstofa íslands í Winnipeg. Skýrsla (Frh. af bls: 2) arinnar, og sagði, að minsta kosti $5,000.00 þyrfti með til að full- gera þessi áform. Hann taldi nauðsyn á, að gera við þakið á kirkjunni: gera við múrsteininn hér og þar setja nýja glugga- kistur þar sem að fúi var sestur að: endurbæta gólfin í turnun- um: smíða stiga upp úr kórher- berginu í herbergið fyrir ofan; leggja nýtt gólfteppi á kórgólfið; gera við miðstöðvarofninn; gera við orgelið, ef þess væri kostur, eða þá að kaupa nýtt orgel, og svo ýmislegt fleira sem var á- bótavánt. Var leitað til safnaðar- meðlima á fundinum með að hrinda þessari fjársöfnun af stað; undirtektir voru fremur góðar, og kom inn um $1,000.00 í lof- orðum þetta kveld. Nefndin á- lyktaði af þessum undirtektum að safnaðarfólkið væri hlynt þessu áformi, og byrjaði þá strax að hrinda í framkvæmd verkinm Því upphaflega fjár-takmarki hefir enn ekki verið náð, og bíða því ýms verk eftir ógerð; eru þau þessi: smíði á stiga úr kórher- berginu upp í herbergið fyrir ofan; lagning á nýju gólfi í kirkj- unni; koma fyrir varnarloku á saurrensluna svo að flæði ekki inn í kjallarann, þegar stórrign- ingar eiga sér stað: kaup á nýju orgeli, sem verður nauðsynlegt fyr eða síðar, vegna þess, að okk- ur er tjáð af sérfræðingum, að orgelið er svo mikið að ganga úr sér, að aðeins er tímaspursmál þangað til að nýtt orgel verður að vera sett inn. I viðbót við alt þetta, hefir nefndin nú þegar samþykt, að láta setja inn hita- veitu (heat unit), svipaða og er niðri í kjallaranum, í norðvestur hornið undir svölunum, sem við vonum að muni spara eitthvað af hitakostnaðinum. Þessi hitaveita mun halda hita í kirkjunni þeg- ar hún er ekki notuð, ennfrem- ur mun svo verða frá því geng- ið, að hægt verður að hita prest- herbergið án þess þó að hita alla kirkjuna. Fulltrúunum hefir tekist að fullgera mikið af því sem var upphaflega áformað, en hafa aðeins getað gert það vegna stuðnings og fjárframlaga safn- aðarmeðlima. Þessi stuðningur Verður að haída áfram ef að á að ljúka við það, sem enn er þörf á að gjöra. Safnaðarmeðlimir í herþjónustu. Síðastl. desember samþykti nefndin, að borga fyrir sendingu á mánaðarblaði Kirkjufélagsins, “The Parish Messenger”, til allra meðlima safnaðarins sem voru fjærverandi og í herþjónustu. Var þetta gjört til júnímánaðar loka. Fyrir rúmum mánuði síðan kaus nefndin þriggja manna nefnd til að sjá fyrir viðeigandi móttökusamkomu fyrir alla þá, sem hafa verið fjærverandi í herþjónustu. Er það ætlast til að nefnd þessi skipi forustu og vinni með félögum innan safn- aðarins, sem hafa slíkt áform í hyggju, svo að sameinaðir kraft- ar vinni að því að gera þessa móttöku sem virðulegasta, sem slík samkoma mun að sjálfsögðu krefjast. United Lutheran Church in America. Á síðasta ársfundi safnaðarins bar hr. S. O. Bjerring fram til- lögu þess efnis, að Fyrsti lút- erski söfnuður veitti $600.00 sem tillag sitt til United Lutheran Church in America. Þessari til- lögu var vísað til nefndarinnar til fyrirgreiðslu, án þess að fund- urinn tæki nokkra afstöðu gagn- vart henni. Nefndin tók þetta mál fyrir til ítarlegrar meðferð- ar og eftir nokkra fundi var sam- þykt, að borga $200.00 til U.L.C.A. sem árstillag. Nefndin var sam- mála um, að þessi upphæð væri það mesta sem söfnuðurinn gæti af hendi látið að sinni vegna ó- venjulegra útgjalda í sambandi við viðgerðir á kirkjunni. Guðsþjónustur 6. maí s.l. voru tileinkaðar Lutheran World Action, og fjárframlög, sem komu inn við þessar messur gengu til Lutheran World Action, og nam sú upphæð $84.40. Merkisatburður. Hið sextugasta og fyrsta þing kirkjufélagsins, sem haldið var h ér í kirkjunni í júní, verður minnistætt margra hluta vegna. Á þingi þessu var minst sextíu ára starfs félagsins á tilhlýðileg- an hátt; eins var aldarafmælis Dr. Jóns heitins Bjarnasonar sér- staklega minst. Á þessu kirkjuþingi voru venju fremur mættir glæsilegir kirkjuhöfðingjar, sem mun hafa sett sérkennilegan blæ á þetta þing. íslenzka ríkið og þjóð- kirkja Islands sýndu okkur þann heiður og vinarhug að senda prófessor Ásmund Guðmundsson sem fulltrúa. Hin göfuga persóna próf. Ásmundar og hin ljúfmann- lega framkoma hans, og þau mörgu erindi er hann flutti hér vestra, munu lengi geymast í hugum manna. Hinn nýkjörni forseti United Lutheran Church in America, Dr. Franklin C. Fry, sýndi okkur íslendingum þá sæmd, að heimsækja okkur á þessum eyktamörkum starfsemi okkar. Við munum lengi minn- ast glæsimensku og áhugasemi Dr. Rry, og einnig þess sóma, sem hann sýndi okkur með komu sinni hingað. Cand. theol. Pétur Sigurgeirsson dvaldi hér um slóðir sumarlangt, og var það þikil ánægja fyrir okkur, að hafa hann se mgest á kirkjuþinginu, og svo við tvær guðsþjónustur í júlí mánuði í sumarfríi séra Valdimars. Til merk|isatburð)a má telja prentun og útkomu bókar séra Valdimars J. Eylands, “Luth- erans in Canada.” Þessi bók hef- ir vakið mikla eftirtekt og hefir fengið sérstaklega góða dóma. Mér er persónulega kunnugt um, að Fyrsta lúterska söfnuði hefir aukist hróður út á við vegna þessarar útgáfu; einn maður hef- ir sagt, að kirkja Fyrsta lúterska safnaðar ætti að vera fyrirmynd hvað snertir fyrirkomulag á altari, orgeli, kórsætum og pré- dikunarstól. Bók þessi er rík að fróðleik, og ættu sem flestir að eignast hana, þó ekki væri fyrir annað en að kynnast sögu okkar sjálfra. Séra Valdimar á heiður skilið fyrir það mikla starf, sem hann setti í þetta verk, og hvern- ig hann hefir gengið frá því öllu saman. Þar sem að skýrsla þessi mun verða sú síðasta frá minni hendi sem skrifara, vil eg ekki láta hjá líða, að þakka fyrir þá tiltrú og samvinnu, sem eg hefi hlotið síðastliðin sjö ár. Mér hefir verið sönn ánægja að vinna fyrir söfn- uðinn. Fyrsti lúterski söfnuður á blómlega framtíð, og bið eg Guðs blessunar honum til handa. f. h. fulltrúanna, G. L. Johannson, (skrifari). Fréttabréf að heiman (Frh. af bls. 3) æfiárin var hún austur í Horna- firði hjá syni sínum Jóni ívars- syni kaupfélagsstjóra og um eitt skeið alþingismanni Skaftfell- inga, en er nú forstjóri í Reykja- vík. Annar sonur Rósu er Björn bóndi í Steðja í Flókadal, en dæt- ur hennar tvær, sem á lífi eru, fluttu til Vesturheims og með- fram þeirra vegna verð eg hér nokkuð fjölorður. Tvær af dætr- um Rósu eru fyrir löngu látnar, Guðrún kona Hallgríms í Bakka- gerði á Akranesi og Sigurbjörg kona Guðlaugs Hannessonar á Snældubeinsstöðum, þau hjón dóu í blóma lífsins frá stórum barnahóp, og er einn af þeim börnum hinn drengilegi atorku- maður Finnbogi bílstjóri í Borg- arnesi. Rósa lifði friðsæla elli í húsum Jóns sonar síns og konu hans. Ennfremur tók Jón þrjár systurdætur sínar kornungar og munaðarlausar og gengu þau hjón þeim í foreldrastað. Eru þær allar orðnar vel mentar frúr. Rósa var jarðsungin í Reykholti og fylgdu synir hennar ásamt skylduliði þeirra og fleiri vin- um. Rósa varð eins og fleiri sveitakonur hér á landi á þeim tímum að búa að þeirri einu mentun, sem heimilin, ásamt lífsreynslu, gátu veitt, en í eðli sínu var hún greind kona og gætin. Meðan eg var að skrifa þessar línur barst mér lát Jóns Guð- mundssonar bónda í Hofgörð- um. Hann var Hálssveitungur að kyni, sonur Guðmundar Sigurðs- sonar á Auðsstöðum í Hálsasveit og konu hans Steinunnar Þor- steinsdóttilr frá Hurðþrbaki í Reykholtsdal. Jón var atorku- maður og hlífði sér lítt. Kona hans var Sigríður Þorsteinsdótt- ir frá Hofsstöðum, Árnasonar. Sigríður á tvö systkini í Vestur- heimi. Eins og þetta yfirlit frétta bar með sér, er það ónákvæmt, þar sem ekki er tilfærður aldur manna eða dánardægur, en tím- ans vegna hefi eg ekki ástæður til þess. Meiri ástæða væri líka til þess að skrá hér nöfn ýmsra þeirra Borgfirðinga, sem enn eru á lífi og hafa ýmsum störf- um að gegna fyrir sveit og sýslu. Nú sem stendur eru færri prestar í Borgarfjarðarhéraði en dæmi eru til að hafi áður verið. I Mýrasýslu eru nú talin þrjú prestssetur, Stafholt, Borg og Staðarhraun, en aðeins einn þjónandi prestur, Bergur Björns- son prests Jónssonar á Miklabæ. í Blönduhlíð. Kona hans er Guð- björg Sigríður Pálsdótfh- Ein- arssonar frá Hvassahrauni. Borgar og Staðarhrauns presta- köll munu nú óveitt. Fjögur prestaköll eru enn þá talin í Borgarfjarðarsýslu og eitt þeirra óveitt, Hestur í Andakíls- hreppi. 1 Reykholti er séra Ein- ar Guðnason, Hrútfirðingur að kyni. Kona hans er Anna Bjarnadóttir fiskifræðings Sæ- mundssonar. I Saurbæ séra Sig- urjón Guðjónsson Fljótshlíðing- ur. Kona hans er Sigríður Þór- arinsdóttir listmálara í Reykja- vík, Þorlákssonar. Á Akranesi er séra Þorsteinn Briem prófast- ur sonur Ólafs Briem alþingis- manns á Álfgeirsvöllum í Skaga- firði. Kona hans er Oktavía Pétursdóttir, Guðjóhnsen á Vopnafirði. Sýslumaður í Mýra og Borgar- fjarðarsýslu er Jón Steingríms- son Jónssonar frá Gautlöndum Sigurðssonar. Alþingismaður Mýrsýslinga er og hefir lengi verið Bjarni bóndi á Reykjum í Mosfellssveit, Ás- geirsson frá Knarrarnesi. Pétur Ottesen á Ytlra-Hólmi þingmað- ur Borgfirðinga hefir haldið þingsæti samfleytt í tuttugu og níu ár. Hreppstjórar eru í Mýrasýslu, Torfi Magnússon í Hvammi í Hvítársíðu, sonur Magnúsar Er- iingssonar frá Kirkjubóli, Davíð Þorsteinsson á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Kristján Björnsson á Steinum í Stafholtstungum. Sverrir Gíslason prests Einars- sonar í Hvammi í Norðurárdal. Guðmundur Jónsson á Vor- bjarmavöllum í Borgarhreppi. Hallgrímifr Níelsson á Gríms- stöðum í Álftaneshreppi. Her- vald Björnsson Hrútfirðingur í Borgarnesi. Hreppstjóri Hraun- hreppinga, Pétur Þórðarson í Hjörtsey, lézt á þessu ári og átti hann að fylgja tölu þeirra látnu hér að framan. Hann var á tíma- bili þingmaður Mýramanna og vel metinn. Hreppstjórar í Borgarfjarðar- sýslu, Þorsteinn Þorsteinsson á Húsafelli í Hálsasveit, Jóhannes Erlendsson á Sturlureykjum í Rfeykholtsdal, Guðmundur Jóns- son á Hvítárbakka í Andakíl, Þorsteinn Guðmundsson á Skápastöðum í Lundarreykja- dal, Kristján Guðmundsson á Indriðastöðum í Skorradal, sett- ur í stað Péturs heitins á Grund, Júlíus Bjarnason Sigurðssonar á Hömrum í Reykholtsdal, bónda á Leirá í Leirár- og Melasveit, Jón Pétursson á Draghálsi á Hval- fjarðarströnd, Sigurður Sigurðs- son í Lambhaga í Skilamanna- hreppi, Pétur Ottesen í Ytra- Hólmi, Innra-Akraneshreppi og Ytri-Akrasneshr. er nú lögreglu- stjóri Þórhallur Sæmundsson Eyfirðingur í stað hreppstjóra sem áður var. Um stórstígar og hraðvaxandi framfarir á hinum forna Skipaskaga, mætti rita langt mál, en út í það get eg ekki lagt. Það væri fróðlegt að skrifa hér nöfn allra helztu forvígismanna þessa héraðs, en eg verð að nema hér staðar um þau efni. Megin þorri ungra bænda er nú svo vel mentaður að geta haft með hönd- um sveitareikninga, en oftast eru valdir til þess menn, sem nokk- uð er í spunnið og í sumum hreppum þessa héraðs eru flest sveitamál á herðum eins og sama mannsins. Ekki hófust Ameríkuferðir héðan úr Borgarfirði, svo heitið gæti, fyr en 1882 og að mestu var þeim lokið um aldamót 1900, en á því tímabili telst mér svo til að úr Reykholtssókn einni hafi far- ið yfir eitt hundrað manns. Hefir það því verið allstór hópur, sem alt þetta hérað var svift af fólki; flestu í broddi lífsins. Stöku maður hélt uppi bréfaskiftum, eftir það að vestur kom, við ætt- menn sín og vini hér heima. Eru mörg slík bréf stórfróðleg. Eink- um eru það ferðasögurnar frá því að lagt var upp héðan, þar til ^omið var til hins fyrirheitna lands, er sýna þann regin mun samanborið við það sem nú er. Allra merkilegustu bréfin, sem eg hefi kómist yfir um þau efni, eru frá Þórði Árnasyni, föður hins frábæra íslendings Hjartar Þórðarsonar raffræðingsins og hugvitsmannsins næstum heims- fræga. Eftir lát Hjartar var hans að vísu getið bæði í vestanblöð- um og hér heima, en það eina var minst á uppruna hans að hann hefði verið Hrútfirðingur. Þessu vildi eg mótmæla og skrif- aði eg dálítinn þátt um foreldra Hjartar og systkini þeirra. Sýndi eg þar með fullum rökum, að hann var Borgfirðingur, Reyk- dælingur í móðurætt en Hvítsíð- ingur í föðurætt. Þekti eg af eigin sjón þrjá föðurbræður hans og flest hans móðursystkini. Meðal föðurbræðra Hjartar var Árni bóndi í Hvammi í Hvítár- síðu. Voru þeir bræðrasynir Hjörtur og Sveinn Árnason fyrrum bóndi í Kletti í Reyk- holtsdal. Meðal barna Sveins er frú Gróa kona Sveins Pálma- sonar í Winnipeg. Annan föður- bróðir Hjartar var Erlingur bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Af börnum hans eru nú tvö á lífi, Nikhildur á Hallkelsstöðum og Jón á Kollslæk. Móðursyst- kini Hjartar fóru flest til Ame- ríku og er margt nafnkennt fólk frá þeim komið. Daniel Jónsson dannebrogsmaður á Fróðastöð- um var aldavinur Þórðar Árna- sonar og beggja þeirra hjóna. Daniel skrifar fáort en greinilegt æfisögubrot eftir Þórð og hefi eg það nú fyrir mér með rithönd Daniels og set eg það hér orð- rétt: í‘Þórður Árnason var fæddur á Bjarmastöðum í Hvítársíðu, þar bjuggu þá foreldrar hans árni Guðmundsson og Helga Bjarnadóttir. Þórður var sinna mörgu systkina fremstur, bæði gáfaður og hagur. Bjó fyrst með móður sinni, giftist 1847 Guð- rúnu Grímsdóttur Steinólfsson- ar á Grímsstöðum. Bjó svo á mestum hluta Bjarnastaða í 14 ár, velmegandi. Flutti þaðan frá ekkju séra Gísla Gíslasonar á Gilsbakka, Helgu Jónsdóttur 1861, að Stað í Hrútafirði. Bjó þar 10 ár, fékk ekki að vera þar lengur. Fór þá að Skeggjastöð- um í Miðfirði, eitt ár, féll þar illa, uxu bágindi. Flutti þaðan að Dalgeirsstöðum í Miðfirði; var þaðan bygt út. Flutti svo til Ameríku með konu og 6 börnum vorið 1873. Skrifaði ferðasögu sína til kunningja síns í Hvítár- síðunni frá Reykjavík til Mil- waukee í Ameríku, sem endar 24. júlí 1873, en deyði 30 sept. sama ár.” Þessi ferðasaga sem Daníel minnist hér á, er nú í mínum höndum í afriti eftir Daníel, á- samt bréfum frá Guðrúnu ekkju Þórðar, sem hún skrifaði vini sínum og frænda Daníel á Fróða- stöðum. Ferðasögu Þórðar Árna- sonar hefi eg afritað og afhent hana Ólafi B. Björnssyni rit- stjóra Akraness, ásamt ágripi af frændatali Hjartar Þórðarsonar. Þessi bréf, sem eru nú orðin sjö- tíu og tveggja ára gömul eru ó- missandi, væri æfisaga Hjartar Þórðarsonar skráð, en nú er því máske lokið þótt eg viti ekki um það. En eg vona samt að ferða- saga Þórðar komist í hendur rit- stjóra Lögbergs og Heimskringlu áður langt um líður og að þeim verði fengur í því að birta hana meðal annars til þess að sýna hvað þessi fátæki sveitabóndi hafði frábæra athyglisgáfu og nam alt, sem fyrir augun bar. Við lát Þórðar Árnasonar stóð Guðrún ekkja hans eftir örsnauð með barnahóp, og má lesa það af bréfum hennar hvað giftu- samlega henni gekk að komast yfir allar þær torfærur, sem urðu á vegi hennar fyrstu árin. Með tilstyrk barna sinna var hún orðin það megandi að geta rétt systkinum sínum hjálparhendur, sem fluttu vestur um haf 1882, og sum þeirra nokkru síðar, börn- um hlaðin og öreigar, eins og hún hafði áður verið. Enginn vissi þá að meðal þessa fátæka frændaliðs væru að vaxa upp afburðamenn. Meðal þeirra var hinn nafnfrægi íslendingur Hjörtur Þórðarson Borgfirðing- ur. Að svo mæltu verður þessu bréfi lokið með bróðurkveðjum til ykkar allra og kærri þökk fyrir öll vinahót vestan yfir haf- ið. Óska eg svo öllum árs og friðar. Ykkar með vinsemd, Kristleifur Þorsteinsson. Borgið LÖGBERG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.