Lögberg - 07.03.1946, Síða 2

Lögberg - 07.03.1946, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MARZ, 1946 RÆÐA flutt við setningu 27. árs- þings Þjóðræknisfélagsins. Eftir DR. RICHARD BECK (Framh. frá síðasta blaði) Útbreiðslumál í þeim málum má fyrst geta þess, að forseti hefir af hálfu stjórnarnefndarinnar staðið í bréfasambandi við Prófessor Tryggva J. Oleson, sem nú er kennari í sagnfræði við fylkis- háskólann í British Columbia, viðvíkjandi stofnun þjóðræknis- deildar í Vancouver. Bréf frá honum rétt nýkomið flytur þá góðu frétt, að íslenzku félögin “Ísafold” og “Ingólfur,” þar í borg, hafi sameinast og sam- þykkt að gerast sambandsdeild í þjóðræknisfélaginu. Er oss þetta að vonum mikið ánægju- efni og bjóðum hina nýju deild hjartanlega velkomna í félagið. Jafnframt því, sem vér óskum henni langra og blessunarríkra starfsdaga, vil eg í félagsins nafni þakka Prófessor Oleson ötula forgöngu í þesu máli og öllum þeim vinum félags vors og styrktarmönnum, sem studdu hann að starfi, en meðal þeirra var fyrv. forseti félags vors og umboðsmaður þess á vestur- ströndinni, séra Albert E. Kristj- ánsson. Nefnist hið nýja félag “Strönd- in” og er stjórnarnefnd þess skipuð eftirfarandi mönnum: Forseti, Prófessor Tryggvi J. Oleson; vara-forseti, Óðinn Thor- steinsson Thornton; skrifari, Ste- fán Kristjánsson; vara-skrifari, Einar Haralds; féhirðir, Óskar Hávarðarson (Howardson); var- féhirðir, Sam Samson, og skjala- vörður, Stefán Árnason. Undirbúningi að deildarstofn- un að Lundar var einning haldið áfram, og vann ritari, séra Hall- dór E. Johnson, sérstaklega að því, með aðstoð ýmsra annara góðra manna norður þar. Hafði útbreiðsluferð þangað með deildarstofnun í huga verið á- kveðin síðastliðið haust, og kom forseti norður til Winnipeg sér- staklega til þess að taka þátt í þeirri ferð, ásamt með skjala- verði, Ólafi Pétursson, og Berg- þór Emil Johnson, fyrv. ritara félagsins, er góðfúslega höfðu lánað bíl til ferðarinnar og lof- ast til að taka þátt í henni; einnig var í ráði, að vara-forseti, séra Valdimar J. Eylands, yrði með í förinni. Vegna rigninga og ó- færra vega, varð þó að hverfa frá þeirri ferð að því sinni. Voru það oss öllum, sem þar áttum hlut að máli, mikil vonbrigði, að þannig skyldi fara. Bíður það hlutverk því næstu stjórnar- nefndar, að byggja á þeim grund- velli, sem þegar hefir la’gður ver- ið að deildarstofnun á Lundar, og er ekki í neinum vafa um, að það geti tekist, því að margt er ágætra íslendinga á þeim slóðum sem bera í brjósti ræktar- hug til ættlands síns og eru menn ingarerfðir vorar hugstæðar. En í þjóðræknisstarfsemi vorri sannast eftirminniuega hið forn- kveðna, að það er hvorki minni vandi né ómikilvægara að gæta fengins fjár en afla þess. Því er það grundvallaratriði í út- breiðslustarfinu að halda sem nánustu og fjölþættustu sam- bandi við hinar eldri deildir fél- agsins, jafnhliða stofnun nýrra deilda. Að viðhaldi þess sam- bands hefir einnig verið unnið með ýmsum hætti á árinu af hálfu stjórnarnefndarinnar. Vara-forseti heimsótti deild- ina í Árborg og flutti erindi á Laugardagaskóla samkomu henn- ar. Hann hefir einnig flutt kveðj- ur félagsins við ýms tækifæri, svo sem á Islendingadeginum að Gimli. Ritari heimsótti deildar- fólk í Saskatchewan, er hann dvaldi á þeim slóðum um tíma í haust. Geta má þess í því sam- bandi, að fjármálaritari er for- seti deildarinnar “Frón,” og vara- fjármálaritari, séra Egill H. Fafnis, var forseti deildarinnar í Argyle þangað til hann flutti úr byggðinni síðastliðið haust. Forseti hefir á árinu heimsótt deildarfólk í Mikley og Norður- Dakota og flutt erindi á sam- komum í þeim byggðarlögum; einnig flutti hann ræður á íslend- ingadegi sambandsdeildarinnar “Vísis” í Chicago. o^ á opinberri samkomu deildarinnar “Frón,” er síðar mun getið; ennfremur á 70 ára afmælishátíð íslenzku byggðanna í Minnesota og á árs- samkomu íslendingafélagsins í Fargo, og flutti að sjálfsögðu á báðum þeim stöðum kveðjur frá félaginu; það hefir hann einnig gert víðar á samkomum. iheðal annars á 60 ára minningarhátíð Hins Evang.-Lúterska kirkjufél- ags, er haldin var í Winnipeg. Áuk þess sendi hann mörgum íslendingadögum, sér í lagi þeim er deildir félagsins stóðu að, og öðrum samkomum íslenzkum, bréflegar kveðjur félagsins. For- seti hefir einnig haldið áfram landkynningarstarfi sínu í þágu íslands og íslendinga með ræð- um og erindum á ensku máli um íslenzk efni, og með greinum og ritdómum um sömu efni í amer- ískum og canadiskum tímarit- um. Meðal annars hefir hann nýlokið við yfirlit yfir íslenzkar bókmenntir að fornu og nýju, sem út kemur bráðlega í New York í yfirgripsmiklu safnriti um heimsbókmenntir. Mun þá hið helzta talið af við- leitni stjórnarnefndarinnar að útbreiðslumálum, en sjálfar hafa deildirnar unnið með mörgum hætti að sameiginlegum áhuga- málum vorum, viðhaldi íslenzks máls og menningarerfða, eins og ljóst mun verða af skýrslum þeirra; mun það og koma á dag- inn, að deildirnar halda yfirleitt furðu vel í horfinu og eru sumar hverjar mjög vel starfandi, en öðrum háir liðsskortur vegna stöðugrar fækkunar hinnar eldri kynslóðar vorrar eða brottflutn- ings fólks vors í aðrar byggðir. En þó félagið hafi óneitanlega fært út kvíarnar á síðari árum, og standi nú orðið víða fótum í íslenzkum byggðalögum og borg- um þar sem íslendingar eru bú- settir, ber því að ná til enn fleira fólks vors. Markið er, að félagið verði í vaxandi skilningi alls- herjarfélag Islendinga í landi hér; ekkert minna megum vér sætta oss við. Er því stöðug þörf markvissrar, öflugrar og sí- vakandi útbreiðslu - starfsemi, bæði með tilliti til stofnunar nýrra deilda, t.d. í byggðunum umhverfis Manitobavatn, og aukning einstakra félagsmanna sem víðast um álfuna, jafnhliða því sem hinar eldri deildir eru studdar í starfi sínu. Sannleik- urinn er sá, að félagið þyrfti í rauninni að vera því umkomið að hafa í sinni þjónustu útbreiðsl- ustjóra, sem eingöngu helgaði starf sitt þeim málum, að minnsta kosti einhvern tíma ársins; þá nauðsyn ber að hafa í huga í sambandi við framtíðarstarfið. Frœðslumál. Félagið hefir, sem áður, staðið að Laugardagsskóla í íslenzku í Winnipeg, og hefir aðsókn að honum verið sæmileg, en ætti þó allra hluta vegna að vera stórum betri, því að skólinn á nú sem fyrri ágætum kennurum á að skipa, en þeir hafa verið þessir: Ólafur Pálsson (framað áramótum); Mrs. Ingibjörg Jóns- son (síðan um áramót); John Butler; Mrs. Fred Bjarnason; og Skúli Böðvarsson. Miss Jó- dís Sigurðsson æfir nemendur í framsögn og Mrs. Kristín John- son kennir söng, en Miss Elín Eylands annast undirspilið. Ásmundnr P. Jóhannsson, fyrrv. féhirðir félagsins, hefir nú sem áður borið hag skólans mjög fyrir brjósti, en í skóla- nefnd af hálfu stjórnarnefndar hafa verið vara-forseti, féhirðir, Grettir L. Jóhannsson ræðis- maður, og Bergþór Emil John- son. Á félag vort mikla þakkar- skuld að gjalda þeim öllum, sem hlynt hafa að starfi skólans, og þá sérstaklega kennurum hans, sem vinna verk sitt af mikilli fórnfýsi og áhuga á því nyt- semdarstarfi, sem hér er um að ræða, íslenzkufræðslu barna og unglinga. Þá hefir félagið aftur í ár átt samvinnu við “Icelandic Cana- dian Club” um námsskeið það í íslenzkum fræðum, sem hafið var í fyrra, og hefir góður hópur nemenda notfært sér það; fyrir- lestrar á ensku, um íslenzkar bókmenntir og menningu hafa eins og í fyrra verið haldnir í sambandi við námsskeiðið. Mrs. Hólmfríður Daníelsson, forseti “Icelandic Canadian Club,” hgfir eins og áður verið forstöðukona námsskeiðsins og formaður und- irbúningsnefndar, en í henni eiga sæti af hálfu þjóðræknisfél- agsins vara-forseti þess og Miss Vala Jónasson kennslukona. Samkvæmt fyrirmælum síð- asta þjóðræknisþings skipaði for- seti fimm manna milliþinganefnd í fræðslumálum, og er Mrs. Ingi- björg Jónsson formaður hennar. En sökum þess, að sumir þeir, sem skipaðir voru í nefndina, sáu sér. eigi fært að taka sæti í henni, og tilnefna varð aðra síðar á árinu, varð starf nefndarinnar minna en ella; hún hefir þó ráð- stafað útsendingu kennslubóka til deilda og svarað fyrirspurn- um frá þeim um skólamál. Hefir milliþinganefnd þessi unnið mik- ið, þarft og þakkarvert verk á undanförnum árum, meðal ann- ars með útvegun hentugra skóla- bóka frá Islandi, en með því var stórt spor stigið í fræðslumálum, og einnig með því að skipuleggja kennslustarfið; skyldi það starf metíð að verðleikum, en Mrs. Jónsson hefir öll árin skipað for- manns-sessinn í nefndinni og bor- ið þau mál sérstaklega fyrir brjósti. Ýmsar af deildum félagsins hafa að nýju haldið uppi kennslu í íslenzku, og mun þess nánar get- ið í skýrslum þeirra; einkum hefir Laugardagsskóli deildar- innar að Gimli staðið með mikl- um blóma, að því er mér er tjáð. í sumum öðrum deild- um hefir hinsvegar reynzt örðugleikum bundið, eða jafnvel ókleyft, að fá íslenzkukennara, og má ekki við svo búið standa. Þingið í fyrra lagði ríflegri fjár- styrk til fræðslumálanna en nokkru sinni áður, og er sjálf- sagt, að félagið styðji þau mál fjárhagslega, eftir því sem nauð- syn ber til. En það er eigi nóg að leggja fram fé deildunum til styrktar í fræðslumálum, ef framkvæmdir verða engar í þá átt vegna kennaraleysis. Á því verður með einhverjum hætti að ráða bót, og væri úrlausnin, ef til vill, sú, að félagið réði og aunaði, í samráði og samvinnu við hlutaðeigandi deildir, far- kennara í íslenzku, er ferðaðist um milli þeirra til þess að hafa umsjón með kennslunni og ann- ast hana, eftir því sem þörf kref- ur og ástæður leyfa. Eg vík þessari hugmynd til væntanlegr- ar þingnefndar í fræðslumálum. Það eitt er víst, að allt kapp verður að leggja á það af hálfu þingsins og stjórnarnefndarinnar, að sem flestar deildir geti starf- rækt laugardagsskóla í íslenzku og að þeir verði sem bezt sóttir, en vitanlega verður það verk sérstaklega að hvíla á herðum deildanna sjálfra, enda er þar um að ræða hið ágætasta og verð- ugasta verkefni þeirra. Undanfarið hefir allmikið ver- ið rætt um stofnun kennarastók í íslenzkum fræðum við háskól- ann í Manitoba, og fékk málið nýjan byr í seglin við hina höfð- inglegu gjöf Ásmundar P. Jó- hannssonar, byggingameistara, síðastliðið sumar. Hér er um tímabært og mikilvægt þjóð- ræknismál að ræða, enda hafði þjóðræknisfélagið það á starfs- skrá sinni árum saman; stjórnar- nefnd félagsins ræddi það einnig á fundi sínum nú í haust, tjáði sig með opinberri yfirlýsingu fúsa til samvinnu við aðra hlutaðeig- endur og reiðubúna til að leggja það fyrir þetta þjóðræknisþing. Með tilliti til þeirrar samþykktar stjórnarnefndarinnar, og minn- ugur þess, að félagið telur sér öll þau mál viðkomandi, er varða viðhald íslenzkrar tungu og menningarverðmæta í landi hér, vil eg leggja það til, að þetta mál verði tekið upp á dagskrá þings- ins. í sambandi við fræðslumálin þykir mér einnig fara vel á því að geta þess, sem eg raunar hefi vikið að á öðrum stað, að æfifél- agi vor, dr. Helgi P. Breim, aðal- ræðismaður Islands í New'York, hefir sýnt félaginu þá miklu vin- semd að gefa bókasafni félagsins og bókasöfnum deilda þess, hverju um sig, eintak af hinni fögru og vel sömdu bók sinni, “lceland. and the Icelanders,” einmitt með það fyrir augum, að hin yngri kynslóð vor hefði með þeim hætti sem mest not af henni. Fyrir þessa ágætu og kærkomnu gjöf þakka eg inni- lega í nafni félagsins. Samvinnumál við ísland. Þau hafa að óvenjulega miklu leyti verið fólgin í því af vorri hálfu að taka á móti góðum og kærkomnum gestum heiman um haf, og verður þeirra heimsókna getið ítarlega í frásögn um sam- komuhöld þau, er félagið hefir staðið að; en óþarft er að fjól- yrða um það, hve koma slíkra gesta treystir böndin við ætt- jörðina. Með það í huga, má oss vera það sérstakt fagnaðarefni, að á þessu þingi, eins og undanfarið, eigum vér því láni að fagna að hafa vor á meðal ágæta fulltrúa íslands, þar sem eru þau góð- kunnu merkishjón Ingólfur Gíslason læknir og frú Oddný Vigfússdóttir. Býð eg þau í nafni félagsins hjartanlega vel- komin, og vona að þeim verði dvölin eins ánægjuleg og eg veit að koma þeirra verður oss. En eftir hádegið í dag flytur Ing- ólfur læknir kveðjur ríkisstjórn- ar íslands og heimaþjóðarinnar; einnig verður hann aðalræðu- maður á “Fróns”-mótinu annað kvöld. Þá er oss það mikið ánægju- efni, að staddur er hér á þing- inu félagsbróðir vor, herra Niels G. Johnson, dómsmálaróðherra í Norður-Dakota, og bið eg hann innilega velkominn í hópinn. Hann ávarpar þingið nokkrum kveðjuorðum eftir hádegið, en annars er hann sérstaklega hing- að kominn sem gestur “Icelandic Canadian Club” og flytur aðal- ræðuna á samkomu þess félags- skapar. Að því er varðar samvinnuna við Island, er það annars sérstak- lega eitt mál, og það harla mik- ilvægt, sem eg vil ræða stuttlega. Nokkru eftir þjóðræknisþingið í fyrra barst stjórnarnefndinni bréf frá þeim Valtý Stefánssyni ritstjóra,' formanni Menntamála- ráðs íslands, og Boga Ólafssyni yfirkennara, forseta hins íslenzka þjóðvinafélags, er fjallaði um það, hver nauðsyij, bæri til að safna vestan hafs íslenzkum verðmætum sögulegs og menn- ijngarlegs gildis, áður en það yrði um seinan, svo sem sendi- oréfasöfnum heiman af Islandi, skrifuðum fróðleik, óskráðum minningum, sem merkar mega teljast, þjóðsögum og öðrum jjóðlegum fróðleik, kveðskap, íslenzkum þjóðlögum og tilbrigð- um alþýðumáls, sem vera mætti að lifðu hér vestra, en gleymd væru á íslandi. Einnig var það tekið fram, að Menntamálráð og Djóðvinafélagið væru fús á að bera kostnað af söfnununni, enda yrði árangur hennar gerður tilkvæmur þeim stofnunum. Snnfremur töldu bréfritendur æskilegt, að dr. Stefán Einarsson prófessor tæki þetta að sér að einhverju eða öllu leyti. Stjórnarnefndin svaraði þessu bréfi á þá leið, að hún vildi gjarnan notfæra sér þetta ágæta tilboð og eiga samstarf um þetta nauðsynjamál við umrædd félög eftir því, sem unnt væri. Jafn- framt skýrði hún frá viðleitni þjóðræknisfélagsins og milli- þinganefnda þess, um slíka söfn- un á undanförnum árum, en taldi sig einnig sammála því, að æskilegt væri að njóta aðstoðar dr. Stefáns í þesu máli, sérstak- lega varðandi þá hlið söfnunar- innar, sem snertir íslenzka tungu vestan hafs. Þá er hann var á ferð hér síðastliðið sumar, átti forseti tal við hann um málið, og er hann fús til að verða þar að liði eftir ástæðum. Samkvæmt síðara bréfi frá formanni Menntamálaráðs og forseta Þjóðvinafélagsins, hefi eg sent þeim fyllri upplýsingar um söfnunarstarfsemi félags vors í þessa átt, og endurtóku þeir í nefndu bréfi fúsleika stofnana sinna til þess að veita þjóðrækn- isfélaginu stuðning í máli þessu. Vil eg mælast til þess, að tekið verði til sérstakrar athugunar. hér á þinginu í sambandi við væntanlega skýrslu frá milli- þinganefnd í málinu, með hverj- um hætti félagið getur notfært sér sem best og söfnununni til mestrar eflingar hið rausnarlega tilboð Menntamálaráðs og Þjóð- vinafélagsins, meðal annars það, hvort senda ætti sérstakan mann um íslenzku byggðirnar hér vestra í söfnunar erindum. I því sambandi myndi, að því er snertir valrðveizlu sögulegra gagna, svo sem handrita, heppi- legt að taka til greina bendingar dr. Helga P. Briem, í viðtali hans um þessi mál við vestur-íslenzku vikublöðin síðastliðið sumar. Undir samvinnumálum við ís- land þykir mér einnig hlýða að geta þess, að mér hafa nýlega borist fyrirspurnir um styrk þann til íslendinga vestan hafs til náms í íslenzkum fræðum við háskóla íslands, sem Alþingi samþykkti að veita úr ríkissjóði fyrir nokkrum árum síðan, og vakin hefir verið athygli á oftar en einu sinni í blöðum vorum. Eigi að síður vil eg á ný minna fólk á styrk þennan, en hann er ætlaður manni eða konu af ís- lenzkum ættum í Canada eða Bandaríkjunum, sem lokið hefir stúdentsprófi þar. Umsóknir um styrkinn sendist til stjórnar- nefndar þjóðræknisfélagsins, en oss ætti að vera það metnaðar- mél, að einhver úr vorum hópi færi sér í nyt tækifæri það, sem hér býðst til náms í íslenzkum fræðum og dvalar á íslandi. Þá hefir stjórnarnefndin þegar tekið til athugunar með hverj- um hætti hún geti stuðlað að því, að sem flestir íslendingar á þessum slóðum fái tækifæri til að hlusta á Karlakór Reykjavík- ur, er hann kemur í söngför til Vesturheims næsta haust, og er gjaldkeri félagsins, Grettir L. Jóhannsson ræðismaður, að vinna að því máli. Loks vil eg geta þess, að for- sei sendi biskupi íslands, dr. Sig- urgeir Sigurðssyni, og presta- stefnunni, sem og herra Bene- dikt G. Waage, forseta íþrótta- sambands íslands og íþróttamóti þess, kveðjur félagsins og þakkir fyrir auðsýndan góðhug í þess garð, og bárust hlý svarskeyti frá báðum þeim aðilum. Enn- fremur talaði forseti á hljóm- plötu ávarp frá félaginu í til- efni af fyrsta afmæli lýðveldisins 17. júní og áramótakveðju, er íslenzka ríkisútvarpið víðvarp- aði. Félagsbróðir vor og velunnari, dr. Árni Helgason ræðismaður, flutti einnig kveðjur frá félag- inu á aðalfundi Þjóðræknisfél- agsins á íslandi, á ferð sinni þar fyrra hluta þessa vetrar, og bar með þeim hætti og öðrum kveðj- uflutningi sínum vinaboð milli íslendinga yfir hafið. Þá veit eg, að hinir mörgu vinir Birgis Halldórssonar söngvara innan félags vors, hafa fagnað yfir hin- um ágætu viðtökum, sem hann átti að fagna á söngför sinni til íslands, er var honum og oss löndum h^tns í landi hér til sóma. Samsæti og samkomuhöld. I samvinnu við íslenzku fylkis- þingmennina í Manitoba og for- stöðunefndina á Gimli átti félag- ið hlut að móttöku Landstjóra Canada, Jarlsins af Athlone, og Alice prinsessu, er þau heim- sóttu landnám íslendinga 26. apríl s.l., en landstjórinn er, sem kunnugt er, heiðursverndari fél- agsins. Þátttökuna af hálfu þess önnuðust, vara-forseti, gjaldkeri og skjalavörður, en forseti sendi landstjóranum bréflega kveðju og þakkaði honum í félagsins nafni fyrir þann sóma, sem hann hafði sýnt því og Islendingum, er hann gerðist verndari þess. ívar Guðmundsson, fréttarit- stjóri “Morgunblaðsins”, hélt í júní á vegum félagsins fyrirlest- ur um Island, sem var ágætlega rómaður. Var Þórhildur frú hans með í förinni, og þóttu þau á- gætir gestir. Stýrði vara-forseti fyrirlestrar-samkomy þessari í fjarveru forseta. Síðar á árinu bar aðra sérstaklega kærkomna gesti að garði, þar sem voru þau hjónin dr. Ófeigur J. Ófeigsson og frú Ragnhildur, en hann hefir undanfarið átt sæti í stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins á ís- landi og reynst oss íslendingum vestan hafs mikill vinur og at- hafnasamur í vora þágu. efndi stjórnarnefnd félags vors til fjöl- sótts kaffi-samsætis í heiðurs- skyni við þau hjónin, og ávarp- aði vara-forseti þau fyrir vora hönd. Þá átti félagið nokkurn hlut í að fagna Ásmundi Guð- mundssyni prófessor, er oss reyndist mikill aufúsugestur; flutti forseti honum kveðju fé- lagsins á fyrirlestrar-samkomu hans að Mountain, en vara-forseti ávarpaði hann af hálfu þess í kveðjusamsæti, sem lúterska kirkjufélagið hélt honum í Win- nipeg. Þá þykir mér sjálfsagt að geta annara góðra gesta heiman af íslandi, sem heimsóttu bygðir vorar á síðastliðnu ári, en það voru þeir Pétur Sigurgeirsson guðfræði kandidat, Guðmundur Daníelsson rithöfundur og Guð- mundur Hjarlmarsson banka- maður; að vísu voru þeir eigi á vegum félagsins, en fluttu erindi og ávörp á samkomum deilda þess. “Icelandic Canadian Club” bauð félaginu þáttöku í sam- sæti, sem sá félagsskapur stofn- aði til í heiðursskyni við pró- fessor Thorberg Thorvaldson og frú hans í tilefni af því, að Mani- toba háskóli hafði sæmt hann heiðursdoktors-nafnbót í vísind- um; var það boð þakklátlega þegið og flutti ritari þar ávarp fyrir hönd félagsins en bréfleg kveðja var lesin frá forseta. I samvinnu við íslendingadags- nefndina á Hnausum tók félagið einnig þátt í samsæti til heiðurs dr. Stefáni Einarssyni, er forseti stjórnaði. Þá stóð félagið að sam- sæti í tilefni af 70 ára afmæli Ásmundar P. Jóhannsson bygg- ingarmeistara, þess mannsins, sem lengst hefir átt sæti í stjórn- arnefnd þess; hafði forseti sam- komustjórn með höndum, en vara-forseti hélt aðalræðuna fyr- ir minni heiðursgestsins. Síðast en eigi sízt skal þess getið, að deildin “Frón” og Þjóð- ræknisfélagið efndu í sameiningu til fjölmenns og virðulegs hátíða- halds í tilefni af aldarártíð Jónasar Hallgrímssonar skálds, sem þótti vel takast. Útgáfumál. Þaú hafa á árinu verið fjöl- þættari en áður. Ber þar fyrst að nefna tímarit félagsins, en Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri hefir með höndum ritstjórn þess eins og að undanförnu, og hefir hann margsýnt það, að vænta

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.