Lögberg - 07.03.1946, Síða 6

Lögberg - 07.03.1946, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. MARZ, 1946 1 JACKUELINE eftir MADAME THERISE BENTZON “Eg hef ekki haft tækifæri til þess. Mín gamla Modest er mjög veik og bið- ur mig að koma til sín. Eg gæti aldrei fyrirgefið mér ef eg færi ekki.” “Hvað, Modest? svo veik? Er hún svo hættulega veik? Hvað er að heyra þetta! En þú kemur aftur?” “Ef eg get. En eg verð að fara héð- an strax í fyrramálið.” “Eg banna þér að fara!” sagði M. de Talbrun. Jackueline hallaði sér að honum, og sagði í lágum en ákveðnum róm: “Ef þú gerir nokkra tilraun til að hindra mig, þá sver eg það, að eg skal segja alla söguna um þig.” Hún fór ekki vitund frá Giselle ailt kvöldið, og er hún fór að sofa lokaði hún vandlega svefnherbergi sínu, og setti slagbrand fyrir hurðina, eins og hún vissi af viltum hundi eða morðingja í húsinu. Giselle kom snemma morguninn eftir inn til hennar. “Er það satt sem þú sagðir mér í gærkvöld, Jackueline? Er Modest veik? Ertu viss um að þú hafir ekki haft neina ástæðu til að klaga undan ein- hverjum hér?” Svo, eftir andartak, sagði hún: “Æ, góða mín, hvað það er erfitt að gera gott, jafnvel þeim sem maður elskar heitast.” “Eg skii þig ekki,” sagði Jackueline. “Það hafa allir verið góðir við mig hér.” Þær kysstust að skilnaði mjög inni- lega, en kveðja Talbruns var snubbótt og köld. Jackueline hafði eignast dauð- legan óvin. Hin veglega höll, með turnum og skrauti, og hinum græna listigarði sem hún stóð í, hvarf nú sjónum hennar eins og draumur. “Eg skal aldrei koma hingað aftur — aldréi aftur,” hugsaði Jackueline. Henni fanst eins og henni hefði alstaðar verið úthýst. Sem snögg- vast kom henni til hugar að leita sér hælis á Lizorolles, sem var ekki mjög langt frá járnbrautarstöðinni, og segja Madame d’Argy frá efiðleikum sínum, og leita ráða hennar; en falskt stór- læti hindraði hana frá að gera það; sama falska stórlætið sem hafði valdið því að hán skrifaði kuldalegt svar. gegn innilegu samhygðar bréfi sem Fred hafði skrifað henni, er hann frétti um lát föður hennar. XV. Kafli. Sviksamleg góðvild Sú reynzla sem Jackueline hafði gengið í gegnum, miðaði hvorki að styrkja hana né göfga*sál hennar. Hún fann nú til þess í fyrsta sinn að einstæð- ingsskapur hennar og fátækt, • gerði hana berskjaldaða gegn smán og móðg- un, því hverju öðru nafni gat hún nefnt hinæ svívirðilegu árás M. de Talbruns, sem hafði lítilsvirt hana í augum sjálf- rar sín? Hvaða rétt hafði hann til að ætla að nota hana sem leikfang sitt? Sómatilfinning hennar og kveneðli gerði fulla uppreisn gegn honum. Það hafði sært tilfinningu hennar svo mikið að hún grét mest alla leiðina til Parisar. Þegar hún kom þangað var ekkert sem bauð henni huggun né skemtunar. Það er vanalega lítið um dýrðir í Paris í Ágústmánuði. Jafnvel sá litli hópur sem hún hafði þar til að kenna músik, var nú dreifður víðsvegar í sumar fríinu. Hennar eina athvarf var að leita til Modest. Modest gamla hafði aldrei ver- ið veik, en var nú farin að líða fyrir elli sakir, varð afar glöð að geta tekið á móti sinni kæru Jackueline, í litla her- bergið sitt, lengst uppundir þaki, þar sem hún, þrátt fyrir elli hrumleik sinn lifði rólegu lífi á því sem hún hafði spar- að saman. Jackueline settist við hlið- ina á henni þar sem hún var að sauma. Modest gamla huggaði hana með því að segja henni hjúkrunar kvenna sögur, og dæmisögu frá löngu liðinni tíð. Hún sagði Jackueline um ættingja hennar, hún þekkti sögu forfeðra hennar frá því fyrsta; en hvar sem sagan byrjaði, þá lauk henni æfinlega með: “Bara ef veslings pabbi þinn hefði ekki spilað út öllum peningunum þínum!” Og Jackueline svaraði ávalt því sama: “Hann var alveg frjáls að því að gera hvað hann vildi við það sc; honum tilheyrði.” “Sem honum tilheyrði! Já, en hvað tilheyrði þér? Og hvernig stendur á því að stjúpa þín virðist hafa allt sem hún þarf? Hví skifta ekki einhverjir í fjölskyldunni sér af því? Þú, litla uppá- haldið mitt skulir þurfa að vinna fyrir þér. Það er alveg nóg til að gera útaf við mig!” “Ba! Modest, það er verra til.en vera fátæk.” “Getur skeð að svo sé,” svaraði gamla hjúkrunarkonan, efablandin, “en þegar fátæktin bætist ofaná aðra erfið- leika, verður erfiðara að bera það; því ef þú hefur nóga peninga, þá geturðu borið hvað helzt sem er annað, og þú hefðir haft nóga peninga, eftir allt, ef þú hefðir gifst Monsieur Fred.” Þegar Modest nefndi Fred, bað Jackueline hana að hætta talinu, og sagði, mjög ákveðin: “Eg ætla mér aldrei að giftast.” Modest svaraði þessu þannig: “Þetta er enþá einn af dutlungunum þínum. Jafnvel hinn versti eiginmaður er þó altaf betri en enginn; eg veit það, þó eg hafi aldrei gifst,” “Það er þess vegna að þú segir þessa vitleysu, mín kæra, elskulega Modest! Þú veizt ekkert um það.” Einn dag eftir hún hafði heimsótt einu vinkonuna sem hún hélt hún ætti— en nú var hún búin að kæla vináttuna við Giselle—sá hún er hún gekk í þungu skapi eftir strætinu sem lá upp að klaustrinu, vagn á strætinu, og hurð- inni lokið upp, og einhver af farþegun- um kalla til hennar, og kona kom útúr vagninum og þaut til hennar með mikl- um fagnaðarlátum. “Madame Stahlberg!” “Elsku Jackueline! Hversu mér þykir vænt um að sjá þig!” Og þar sem engir voru á strætinu, faðmaði hún Jac- kueline að sér með miklum vinalátum. “Eg hef altaf verið að hugsa um þig nú síðastliðna mánuði, elskan mín— mér hefur fundist hver mánuður eins og ár, eins og heil öld! Hvar hefurðu verið allan þennan tíma?” x Jackueline hafði enga vissu fyrir því, að þær Odinska systur hafi hafi nokkurntíma munað eftir að hún væri einusinni til, en svo gað það verið að einhverju leyti henni sjálfri að kenna, eða öllu heldur Giselle að kenna, sem hafði látið hana lofa sér því, að hafa eins lítil kynni og hún mögulega gæti við slíkar persónur. Það var eins og hún fyndi til yðrunar útaf því, þegar hún maétti svo mikilli alúð og fögnuði hjá Madame Strahlberg,- Hafði hún ekki verið huglaus og vanþakklát? Er ekki stundum fólk, sem mikið er slúðrað um, eins gott og það sem heldur virð- ingu sinni óskertri í félagslífinu, svo sem eins og M. de Talbrun? Henni virt- ist hvert sem hún færi, þá ætti hún altaf eitthvað á hættu. Vantraust á mönn- unum, sem er afleiðing erfiðra lífskjara og vonbrigða, var nú farið að gera vart við sig í huga Jackueline. “O, fyrirgefðu mér!” sagði hún vandræðalega. “Fyrirgefa þér hvað, þér, fallega elskan mín?” spurði Madame Strahl- berg, svo sakleysisleg og undrandi. Hún hafði tamið sér þá ágætu venju, að látast ekki veita því neina eftii’tekc þegar fólk skágekk hana, að nokkru leyti vegna þess að hún hafði svo mörg járn í eldinum, að hún fékkst ekki um slíka smámuni, og að öðru leiti af því að hún hafði orðið fyrir allmörg- um móðgunum af því tagi, var hún ekki orðin mjög tilfinninganæm. “Madame d’Avrigny sagði mér að þú værir inní klaustrinu. Þú ert þó lík- lega ekki að hugsa um að verða nunna? Það væri hörmulegt. Nei, eg er viss um að þú vilt lifa sem skynsöm kona, sem er frjáls og sjálfstæð. Það er betra; en það var fremur óeðlilegt að byrja lífið með því að fara í klaustur. Oh, eg skil almennings álitið!” Og hún gretti sig o/urlítið til að láta í ljósi fyrirlitningu sína á almenningsálitinu. “Það bórgar sig ekki að leita álits annara—Hþað er gagnslaust, því máttu trúa. Þeim mun meir sem vér leggjum í sölurnar fyrir almenningsálitið, þeim mun meir krefst það af manni. Það er orðið langt síðan eg lét mér standa á sama um það. En hvað mér þykir vænt um að heyra, að þú ætlar ekki að fela þitt elskulega andlit inní klaustri. Þú lítur út fallegri en nokkru sinni áður, en heldur fölleit, ef til vill—hugsar of mikið um kringumstæður þínar. Colette verður svo ósköp glöð að sjá þig, því þú verður að koma heim með mér. Eg fer heim með þig úr því eg var var svo heppin að finna þig, hvort þú vilt eða ekki. Við skulum syngja saman, bara við báðar, eins og við gerðum áður — þú veizt, okkar elskulegu uppáhalds lög; og þá finnurðu þig sjálfa aftur. Oh, list — það er ekkert sem jafnast á við list í þesum heimi, litla elskan mín!” Jackueline tók þessu boði fegins- lega, án frekari umhugsunar, glöð yfir þessu óvænta tækifæri til að létta af sér sorg og áhyggjum. Vagninum var nú snúið inn í þann hluta borgarinnar, þar sem öll stræti höfðu landfræðileg nöfn, og leit út sem þessi hluti borgar- innar væri sérstaklega ætlaður fyrir verustað allra þjóða heims. Vagninn nam staðar í Rue de Napels, fyrir fram- an hús sem bar mikið á, en sem sjá mátti, á því að utan, að þar mundi ekk- ert heldra fólk búa. Það var ljósrautt fóður undir hekluðum. gardínum fyrir gluggunum, og þykkir búskar af græn- um vafningsvið, sem héngu niður frá svölunum, eins 'Og til að vekja athygli þeirra sem fram hjá færu. Madame Strahlberg, með sínu yfirlætiálega göng- ulagi, sem kom mörgum til að stansa og horfa á hana er hún gekk fram hjá, fór strax uppá loft er hún kom heim. Hún studdi fingrinum á rafmagns dyr- bjöllu, og inni fóru þrír íitlir hundar að gelta, og er hurðin var opnuð ýtti hún Jackueline á undan sér inn, og kallaði: “Colette! Mamma! Sjáðu, sjáðu hverja eg hef komið með til þín!” Undireins var opnuð hurð á hliðar herbergi, og Colette kom hlaupandi og faðmaði Jac- kueline með kossum ag allslags vin- áttulátum. Jackueline var nú stödd á þeim tímamótum þegar maður er algjörlega á valdi tilviljananna, þegar hjarta sem hefir verið beygt af sorg, alt í einu end- urlífgast, gleðst og mildast undir áhrif- um sólargeislanna. Það kornu tár í augu hennar, og hún sagði, klökk í máli: “Vinir mínir — mínir kæru vinir!” “Já, vinir þínir, hvað svo sem fyrir kemur, nú og æfinlega,” sagði Colette með miklum fjáleik, þó hún hefði varla munað eftir Jackueline í átján. mánuði, þá samt sem áður er Colette sá hana hélt hún að sér hefði altaf þótt vænt um hana. “Hvað þú hefur liðið, vesæl- ingur! Við verðum að gera þig káta aftur, hvað svo sem það kostar. Það er skylda okkar. Hvað það var heppi- legt að þú komst í dag—” Systir hennar gaf henni merki um að segja ekki meira. Þær fóru með Jackueline inn í stór- an samkvæmissal, rykugan og ósóp- aðan, og með engar blæjur fyrir glugg- unum, og breitt yfir alla húsmuni, eins og þeir, sem í húsinu bjuggu, væru þegar að fara útá land til sumardvalar. Madame Strahlberg var þó sízt að hugsa um að fara burt úr París. Annað, sem var dálítið skrítið var, að ný vaxkerti voru í öllum ljósastikum, og öllu var tilhagað eins og það ætti að sýna þar leik, og rétt hjá píanóinu var leikpallur, sem var aðskilin frá salnum með for- tjaldi. Colette settist á stól í fremstu röð- inni og sagði: “Eg er áhorfendurnir— eg er öll eyru.” Systir hennar skýrði þetta út fyrir Jackueline, svo hún spyrði einkis frekar um það, og sagði: “Við höfum uppá síðkastið verið að hafa ofurlitlar sumar-kvöldskemtanir, og þú sérð að þetta eru eftirstöðvar af því.” Hún fór að píanóinu og bað Jackueline að syngja með sér einn uppáhalds tví- sönginn þeirra, og Jackueline, sem nú var meir lík sjálfri sér, var viljug til þess. Þær héldu áfram að syngja einn sönginn eftir annan, frá hinum auðveldustu til þeirra erfiðustu, frá vísindalegri tón- list til aðeins aðeins óljósra loftbylgja. “Já, þú þarft að æfa þig ofurlítið, en það er bara að strjúka rykið af. Röddin þín er fegurri en áður—mjúk eins og guðvefur.” Madame Strahlberg lézt öfunda hana af hennar fögru og mildu rödd, og talaði kæruleysislega um sína sönghæfileika, sem hún sagði að væri aðeins lærð list. “Það er skömm að þú skulir þurfa að eyöa tímanum í að kenna, og eiga slíka söngrödd, sem þú átt!” sagði hún; “Þú ert ekki með öllum mjalla, góða mín. Það er synd- samlegt af þér að setja þitt ljós undir mæliker! Mér þykir leitt að draga úr áhuga þínum, en það er ekki þín köllun að vera kennari. Leiksviðið er þitt pláss —Mon Dieu! Því ekki? Þú sérð La- Rochette í kvöld; hún er persóna sem getur gefið þér góð ráð. Eg vildi bara að hún heyrði þig syngja!” “En mín góða vinkona, eg get ekki verið svo lengi,” sagði Jackueline, því þessi óvæntu orð, “Leiksviðið er þitt pláss,” hringdu í eyrum hennar, komu hjartanu til að slá örara, og gerðu mis- sýningar fyrir augum hennar. “Þær búast við mér til kvöldverðar heima.” “í klaustrinu? Eg bið fyrirgefn- ingar, en eg skal sjá um það. Þekkirðu mig ekki? Eg missi sjaldan úr klóm mér happadrátt, ef hann er nokkurs virði. Það er þegar búið að senda hrað- skeyti, með þinni afsökun. Hraðskeytið er bara til þess að þær búist ekki við þér.” Jackueline var ekki ánægð með þetta, og var að reyna til að komast burtu, en vissi varla hvað húú var að segja, hrædd og æst, en að öðru leytinu ánægð með þetta. Colette hélt áfram og sagði: “Ó, eg er svo glöð að þú komst í dag; nú geturðu séð bendingaleik! Mig dreymdi, var það ekki skrítið, ein- mitt í nótt, að þú værir að leika þann leik með okkur. Hvernig getur maður annað en trúað á drauma? Eg er svo berdreymin—en hvernig ert þú?” “Bendingaleikur?” endurtók Jac- kueline, alveg rugluð, “en eg hélt að þið systurnar væruð bara einar.” “Hvernig ættum við að geta haft nokkuð sem héti samkoma í ágúst mán- uði?” sagði Madame Strahlberg, og tók fram í fyrir henni, “Það væri ómögulegt, það eru ekki einusinni fjórir kettir í Paris. Nei, nei, við skulum ekki hafa neina. Það getur skeð að fáeinir vinir okkar komi inn—ferðafólk í ferðabún- ingi, ekkert sem þú þarft að óttast. Þessi bendingaleikur sem Colette er að tala um, er bara fyrirsláttur um það, að þið fáið að heyra Monsieur Szamara.” Og hver var Szamara? Jackueline komst brátt að því, að hann var Ungverji, skyldur Kossuth, hinn mesti fiðlu-leikari þeirra tíma, sem hafði unnið sér meira álit og aðdáun meðal þessara kvenna en Pólverjinn, því þær virtust hafa með öllu gleymt honum, hann hafði verið svo ósiðlegur. “En þú veist,” sagði Jackueline, á- hyggjufull, “að eg verð að vera komin heim áður en klukkan er tíu.” “Ha, Hó! Það er eins og Cinder- ella,” sagði Madame Strahlberg hlæj- andi. “Ætla, að þegar klukkan slær tíu, að allir keyrsluvagnar hverfi af stræt- unum í Paris ? Það er hægt að fá keyr- sluvagn fyrir þig hvenær sem er.” ‘En það er föst regla: eg verð að vera komin inn fyrir klukkan tíu,” end- urtók Jackueline. “Virkilega? Madame Seville segir að það sé mjög auðvelt að komast af við þessar nunnur.” “Hvað? Þekkir þú Madame Se- ville, sem var í klaustrinu veturinn sem leið?” “Já, hún er gömul vinkona okkar, elskuleg kona. Þú færð að sjá hana hérna í kvöld. Hún er nú búin að fá skilnað við manninn sinn—.” “Það er ekki tilfellið,” sagði Col- ette, “Hún fékk ekki skilnaðinn, en það gerir ekkert til. Hún var orðin breytt á manninum sínum. Komdu, segðu ‘já,’ Jackueline — fallega, elskan mín,— ‘já’—þú verður hjá okkur. Þú gerir það fyrir okkur! Ó, þú ert svo elskuleg!” Þær borðuðu viðhafnarlausan kvöldverð, og afsökuðu það með því, að matreiðslumaðurinn hefði verið rekinn úr vistinni þá um morguninn fyrir ó- svífni, en strax eftir að þær voru búnar að borða, komu margir drengir frá vissu matsöluhúsi, með flautaðan rjóma, kalda drykki, ávexti, sætindi og kampa- vín — meir en þörf hefði verið á fyrir fjölda manns. Þær sögðu að prinsinn hefði sent þeim þetta. Hvaða prins? Þegar Jackueline var að spyrja nánar útí þetta, kom herramaður inn í stof- una, sem var svo dulbúinn að ómögu- legt hefði verið að geta sér til um aldur hans, með svarta hákollu, litað skegg og rósrauðar kinnar. Hann hafði gler fyrir öðru auganu. Hann var skreyttur nokkrum orðum, sem báru vott um tign hans og stöðu. Hann hneigði sig að her- mannasið, og kysti með mikilli viðhöfn og aðdáun á hendur systranna, og nefndi þær tignarnöfnum, hvort heldur þær áttu þau eða ekki. Sökum hins út- lenda málblæ hans, var eins ómögulegt að ákveða hverrar þjóðar hann væri, eins og að geta til um aldur hans. Tveir eða þrír aðrir herramenn komu inn, allir útflúraðir með hernaðarlegum tignar merkjum. Colette sagði Jackue- line í hljóði, hvað þeir hétu, en nöfn þeirra voru of erfið fyrir hana til að hafa þau eftir, og hvað þá að muna.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.