Lögberg - 07.03.1946, Side 7

Lögberg - 07.03.1946, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGLw N 7. MARZ, 1946 7 Frá Vancouver, B.C. Febr. 19. 1946. Tíðarfarið hér síðan um ára- mótin hefur verið óvanalega kalt og votviðrasamt. Tvisvar kom hér dálítill snjór, en var allur horfinn næsta dag, hér á ströndinni nálægt sjónum, en þegar kemur frá ströndinni sem liggur upp til 4'jallanna er meiri snjór, sem oft heptir mikið alla umferð. Úr þessu getum við átt von um betra veðurfar, sólskin og hlýindi og þá fer öll náttúran á kreik og tekur til starfa ti að klæða og prýða öll umhverfi í sinn vanalega fagurgræna og blómumskreytta sumarskrúða. Nóttina milli þess 14 og 15 febrúar varð hér vart við jarð- skjálfta, svo fólk stökk uppúr rúmum og út með mestu and- fælum. I sumum stórbygging- unum komu sprungur á veggji. Bæði í Vancóuver og Victoria skulfu hús og diskar og leirtau skrallaði í hillunum, og var það sem hræddi svo marga. Varð- maðurinn á Lions Ga'te brúnni, sem er lengsta hengibrú í breska veldinu, 5,900 fet á lengd, fór að hreifast, en þetta var aðeins í nokkrar sekúndur. Ekki hefur heyrst að þetta hafi valdið neinum skaða hér um slóðir. Eins og ouglýst hafði verið, var haldinn fjölmennur fundur til að ræða um íslenzka elli- heimilis málið í Vancouver þann 17. janúar. Forset\ nefnd- arinnar, Mr. Karl Frederickson, stjórnaði fundi, og Mr. Magnús Elíasson var skrifari. Skýrði forseti frá starfsemi nefndar- innar, sem ekki var margþætt, því lítið hafði verið gjört af nefndarinnar hálfu. Það helsta sem kom fram á þessum fundi var bréf frá Betel nefndinni, sem forsetinn las upp. Var þar til- boð frá Betel um fjárveiting til elliheimilisins í Vancouver upp- til $10,000.00 Var þetta tilboð bundið ýmsum skilmálum, sem ekki þóttu vera nógu skýrt tek- ið til greina, svo eftir nokkrar umræður var þetta bréf lagt á hilluna í bráðina, og nefndinni falið á hendur að fá frekari upp- lýsingar frá Betel nefndinni við- víkjandi skilmálum sem þeir settu í sambandi við þeirra fjárveiting til fyrirtækisins. All- ir voru þessu fyrirtæki hlyntir, og könnuðust við að það væri nauðisynlegt og okkar stærsta velferðarmál, að koma á fót Is- lenzku elliheimili hé í Vancou- ver. Nokkrir létu þá skoðun í ljósi að það mundi verða affara bezt að þessi stofnun gæti verið óháð öllum öðrum félagskap, og stæði á sínum eigin fótum. Með því fyrirkomulagi mundi stofn- unin fá almennara fylgi írá fólkinu yfirleitt. Engin föst á- kvörðun var tekin því viðvíkj- andi. Féhirðir nefndarinnar skýrði frá því að nú væru í sjóði um $700.00, en í áreiðanlegum loforðum sem ekki væri búið að afhenda sér, mundi mega telja svo til að þar væri um eða yfir $1,000.00. Þá var samþykt að forseta fyrir elliheimilis nefndina skuli kjósa árlega. Nefndarmenn skulu vera sex, og skuli tveir vora kosnir til 3. ára, tveir til tveggja ára, og tveir til eins árs. Kosningar féllu þannig: Forseti var kosinn Karl Fred- erickson.. Dr. P. B. Guttorms- son og G. F. Gíslason, til þriggja ara. H. J. Halldórson og Mrs. Archie Orr, til tveggja ára. L. H. Thorlackson og M. Elíasson fú eins árs. Líka var samþykt að öll ís- ^onzku félögin í Vancouver gætu kosið einn frá sínum félagskap Sern ætti sæti í elliheimilis nefndinni. f^essir hafa verið kosnir: Frá Ingólfi, Stefán Eymund- s°n; Isafold, O. W. Johnson; frá ^venfélaginu Sólskin, Mrs. J. Thorson. ^yrir þetta ár eru embættis- ^enn elliheimilis nefndarinnar: Karl Frederickson, forseti; Mrs. Archie Orr, skrifari; og Dr. P. B. Guttormson, féhirðir. Allir gjöra sér góðar vonir um, að hin nýa nefnd taki til starfa, og sýni meiri framkvæmdir í þessu máli, en raun varð á síðastliðið ár. Kvenfélagið “Sólskin” hélt ársfund sinn nýlega og voru þessar konur kosnar í stjórnar- nefnd fyrir þetta ár: Mrs. Karl Frederi'ckson, for- seti; Mrs. Davis, skrifari, og Mrs. J. Thorson, féhirðir. Á ársfundi sem Islenzki Lút. erski söfnuðurinn hélt. voru þessir embættismenn kosnir fyr- ir þetta ár: G. F. Gíslason, forseti; Dr. Marteinsson, skrifari og B. Thor- lacius, féhirðir. Þann 31. jan. hafði félagið Isa- fold tombólu og dans og stutt prógram. Stýrði forsetinn, M. Elíasson, samkomunni og flutti alllangt ávarp. Páll Bjarnason, skáld, flutti langt og kjarnyrt kvæði, sem efalaust verður birt í íslenzku blöðunum. Það er oft- ast athyglisvert sem kemur úr þeirri átt. Mrs. Grace Mclnnis sem hefur átt sæti í fylkisþing- inu í British Columbia undan- farin ár, en tapaði kosningu í seinustu kosningum, hélt langa og snjalla ræðu, er hún alkunn- ur ræðuskörungur og hefur tek- ið mikin« þátt í allri starfsemi C. C. F.. Eins og kunnugt er, þá er hún dóttir J. S. Woods- worth, sem stofnaði þann stjórn- málaflokk, og þess vegna er Mrs. Mclnnis oft nefnd “The Crown Princess of the C. C. F.” Var þessi samkoma vel sótt, og hreinn ágóði var $294.00 og á það alt að ganga í sjóð gamalmenna heimilisins í Vancouver. Prof. T. J. Oleson, kennari í sögu við The University of Brit- ish Columbia, hefur verið að vinna að því í vetur ásamt verki sínu við háskólann, að þýða á ensku fræðirit eftir Dr. Jón Dúason um landkönnun og landnám íslendinga í Vestur- heimi. Er það stórt verk í þrem bindum sem er að koma út heima á íslandi. Mr. Gunnlaugur Hólm frá Árborg, Man., hefur verið hér á ferð til að sjá sig um vestra. Hann hefur selt búslóð sína þar eystra og ætlar að setjast hér að. Honum leizt vel á sig hér, og er nú farinn til baka,- að sækja fjölskyldu sína. Mr. Hólm sagð- ist strax hafa tekið eftir því, hvað aldraða fólkið hér vestra væri helsugott og frísklegt, meira en æt-ti sér stað fyrir aust- an fjöllin. Þetta er enginn hug- arburður, því svo margir að austan hafa strax tekið eftir því, og haft orð á því. Eer þetta eitt af því sem mælir svo mikið með elliheimilinu hér vestra. Mr. og Mrs. Sveinn Kristján- son frá Elfros, Sask., hafa verið hér á ferðinni sér til skemtunar. Þessi tími ársins er ekki v-el val- inn til þess að geta ^éð hér vest- ur ströndina, eins og þegar hún lítur bezt út á sumrin, en það er samt mikill munur á því, sem fólk á að venjast fyrir austan fjöllin, um vetrar tímann. Hér er alt grænt og frostlaust þó komið sé fram í miðjan febrúar. Mrs. Kristjánson er systir Laura G. Salverson, hinnar alkunnu Is- lenzku skáldkonu. Stofnfundur íslenzku samein- uðu félaganna “ísafold og Ing- ólfur” var haldinn 18. febrúar. Lög fyrir hið nýja félag voru rædd og samkykt. Nafn félags- ins er “Ströndin.” Embættis- menn voru kosnir og féllu kosn- ihgar þannig: Forseti. Prof. T. J. Oleson; varaforseti, Óðinn Thorsteinsson; skrifari, Stefán B. Kristjánsson, vara-skrifari, Einar Haralds; féhirðir, Óskar Hávarðsson; fara-féhirðir, Sam T. Samson; skjalavörður, Stefán Yrnason; yfirskoðiunarmenn: Mrs. O. W. Johnson og M. Elías- son. Bókasafnsnefnd: Einar Haralds, S. Guðmundsson og Miss Gerða Chrisopherson. Fund- ir verða haldnir mánaðarlega, Frá bókamarkaðinum Bækur og rit vestan um haf I öllu bókaflóðinu hér heima hættir oss við að gefa útgáfustarf- semi landa vorra vestan hafs minni gaum en skyldi, og er það illa farið, því að á engan hátt gætum vér betur styrkt vasklega baráttu þeirra fyrir þjóðerni og tungu, en að kaupa bækur þeirra og blöð og lesa. Að sjálf- sögðu er útgáfa íslenzkra bóka og blaða í Vesturheimi miklum örðugleikum háð, því að meðal þjóðbrotsins þar týna þeir óðum tölunni sem yndi hafa af lestri íslenzkra bókmennta. Auk þess er dreifingin svo mikil, að erfitt er að halda slíkum bókum til markaðar þar, til þess að út- gáfan geti borið sig. Hins vegar ætti það ekki að vera áhugalaust fyrir oss, að fylgjast með því,sem þar er hugsað og starfað meðal ættbræðra vorra, því að enn eiga þeir ýmsa ágæta rithöfunda, skáld og vísindamenn, er skrifa á íslenzka tungu. Vikublöðin Heimskringla og Lögberg eru nú bæði farin að nálgast sextíu ára aldurinn og koma stöðugt út og hafa duglegum og gáfuðum mönnum á að skipa við ritstjórn. Eru þau jafnan fréttafróð og fjölskrúðug að efni, og hafa ver- ið ómetanlegur þáttur í viðhaldi þjóðernisins og veitt ótæpan fróðleik um stefnur og strauma andlegs lífs, og um almennan gang mála hér heima. Er það vel farið, að blöð þessi njóta nú nokkurs styrks af íslenzka ríkinu, til að létta undir með útgáfu þeirra. Hér verður getið nokkurra bóka og rita, er mér hafa nýlega borizt í hendur. * Hunangsflugur, nefnist ný ljóðabók eftir Guittorm J. Gutt- ormsson, skáld í Nýja-íslandi, gefin út af Columbia Press Ltd., Winnipeg, 1944. Eru þetta ljóð sem höfunurinn hefir ort síðan seinásta ljóðabók hans: Gaman og alvara, kom út 1930, ekki mjög mikil að vöxtum, en þeim þriðja mánudag í hverjum mán- uði. Bókasafni Ingólfs verður haldið við eins og áður, og aukið við það eftir föngum. Þetta nýja félag er þjóðrænkisfélag og er það ærið verkefni fyrir hendi, því sú starfsemi hefur verið van- rækt hér alt of lengi.—Betra er seint en aldrei.—Allir þjóðrækn- issinnaðir menn og konur óska þessum nýja félagsskap góðs gengis. Tvær aldraðar persónur hafa látist hér síðan um áramótin. Þann 16.. janúar lézt að heimili sínu hér í borginni Miss Frið- rika Baldwin 93 ára. Hún var fædd á íslandi, en flutti ung- lingur til Canada 1874 með for- eldrum sínum, Baldvini Helga- syni og konu hans, sem settust fyrst að í Ontario, og voru bú- sett um nokkur ár. Friðriku sál. lifa þrír bræður, Tryggvi, bú- settur í Oregon ríki, í Banda- ríkjunum, Ólafur í Alberta, og A. V. H. Baldwin í Campbell River, B. C.Er Mr. Baldwin víst einn af elstum íslendingum hér vestra, 95 ára, er hann til heim- ilis hér í Vancouver í vetur. Jarðarförin fór fram frá Sim- mons & McBride útfarstofunni. Prestur Christ Church Cathedral kirkjunnar þjónustaði við úför- ina. 10. febrúar lézt að heimili sínu, Guðmundur Sigurðson, 81 ára. Var hann búinn að vera heilsuveill um langt skeið, að mestu leyti við rúmið. Hann lifa tvær dætur og tveir synir, Mrs. Peorge Jackson í Vancouver og Lily hjúkrunarkona, sem hefur með mestu dygð og alúð annast utn föður sinn í veikindum hans. Synir hins látna eru George í Surrey, og Harold í Vancouver. Hann var jarðsunginn af séra Haraldi Sigmar 12. feb. S. Guðmundson. mun betri að gæðum. Guttorm- ur er eit.t af frumlegustu og ein- kennilegustu ljóðskáldum ís- lendinga, tröllaukinn að anda og efni, djúpvitur og hárhvass í ádeilu, er hann sveiflar sinni bitru andans skálm yfir ávirðing- um samtíðar sinnar. Gamans hans er venjulega grátt. háð hans logandi og kynngimagnað, en undirstraumur tilfinninganna heitur og sterkur. Ekki verða ellimörk séð á þessum ljóðum, þó að höfundurinn fari að nálg- ast sjötugsaldurinn, og eru þau öll af hinum sama málmi steypt og fyrri kvæði hans, hvert öðru snjallara. Set eg hér til bragð- bætis niðurlagið af kvæði hans um Júdas frá Kariot: Þú skilaðir aftur því eina, sem fékkst í arð þinn af Júdasarkoss, og festir ei kaupin í framtíð, en gekkst þig frá því, sem öðrum er hnoss; af svikurum öllum hins saklausa blóðs varst sjálfsagt, þótt níði þeir þig, sá eini, með samvizku glæpa- manns góðs, sem gekk út og hengdi sig. Guttormur mun ávalt skipa merkilegan sess í íslenzkum bók- menntum. Hann er einn af þeim kynlegu kvistum, sem er ramís- lenzkur að eðli, en hefir hlotið óvenjulegt víðskyggni af að vera gróðursettur í framandi mold. * Soffanias Thorkelsson, iðju- höldur í Winnipeg, sendir frá sér Ferðahugleiðingar, tvö mikil bindi, myndum skreytt. Soffani- as er Svarfdælingur að ætt, fædd- ur í Ytri-Másstöðum og alinn upp þar á Hofsá í sömu sveit.— Varð hann snemma að berjast harðri lífsbaráttu, er hann gerð- ist fyrirvinna á erfiðu heimili foreldra sinna um fermingarald- ur, þegar faðir hans missti sjón- ina, og mun hann aldrei hafa dregið af kröftum sínum fyrr eða síðar um ævina.. Um tvítugs- aldur flutti hann til Ameríku, árið 1898, og brauzt þar áfram með harðfylgi miklu og dugnaði, unz hann kom upp arðvænleg- um stóriðjurekstri og gerðist vel fjáreigandi. Þá snéri hann sér að íslenzkum félagsmálum með sama dugnaði, og var m. a. um tíma forseti Þjóðræknisdeildar- innar Frón í Winnipeg, og hefir hann aflað sér góðs álits og vin- sælda meðal landa vestra. Eitt af því, sem hann hefir átt góðan og mikinn hlut að, er að hafizt var handa um samningu og útgáfu á Sögu Islendinga í Vesturheimi, sem Þorsteinn Þ. Þorstéinsson, skáld, hefir ritað, og komin eru út tvö bindi af. Fór Soffonias til íslands vorið 1940 og dvaldi hér lengi sumars, meðal annars til að sjá um útkomu fyrsta bindisins, og fjallar bók hans um þessa ferð, og það, sem fyrir augu bar hér heima. Lýsir ferðasaga Soffa- niasar einlægri ást hans á landi og þjóð og tryggð við ættar- stöðvarnar, og jafnframt lýsir hún höfundinum, sem einörðum og drenglyndum skapfestu- manni, sem ávallt hefir fulla hreinskilni til að segja það, er honum býr í brjósti og benda á það, er honum þykir aðfinnslu- vert. Eru athugasemdir hans þó yfirleitt bornar fram með mikl- um góðvilja og margar hinar at- hyglisverðustu, þó að sums stað- ar kenni nokkurs misskilnings, svo sem við er að búast við fljóta yfirsýn. Auðséð er, að höfundur- inn hefir gert sér meira far um að kynnast landi og þjóð, en títt er um ferðalanga, og hefir hann aflað sér furðu mikillar þekking- ar um hag þjóðarinnar og menn- ingu í heild. Frásögnin er yfir- leitt fjörug og skemmtileg. Er Soffanias Thorkelsson góður sonur ættjarðar sinnar, og mun hann vita það manna bezt, að hið harða uppeldi, er hann hlaut hér heima, reydist honum, eins og mörgum, býsna haldkvæmt I fararefni í hinu framandi landi. Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1945, er enn sem fyr stórmerki- legt heimildarrit fyrir alla þá, sem fylgjast vilja með lífi og örlögum landa vorra vestra. hefi eg séð rit þetta 1 bokverzl- unum hér heima, og skil eg þó ekki í öðru, en að margir vildu kaupa það, ef það væri hér ó boðstólum. Að þessu sinni flytur Almanakið margar greinar eftir ritstjórann, dir. Richard Beck, meðal annars um lýðveldishátíð- inaá íslandi og heimsókn for- seta og biskups vestur um haf. Um þessi efni hefir dr. Beck einnig ritað ýtarlegri greinar í Tímarit Þjóðræknisfélagsins og í Nordmanns Forbundet, norskt mánaðarrit, sem gefið er út í New York. Auk þess skrifar rit- stjórinn grein um Jón Friðfinns- son, tónskáld, yfirlit yfir helztu viðburði meðal Islendinga í Vesturheimi 1944 og hina venju- legu árstíðaskrá yfir mannalát á því ári, og fylgja stundum stutt æviágrip. Ágætur fræðimaður, próf. Stefán Einarson, John Hopkins University, Baltimore, Maryland, skrifar um Breiðdæli fyrir vestan haf. Enn eru þarna greinar eftir Kristján Ólafsson og G. J. Oleson, allar hinar læsi- legustu. Almanakið er ómiss- andi handbók fyrir alla þá, er ís- lenzkri mannfræði unna og hefir þar verið haldið til haga miklum fróðleik, sem jafnan mun verða undirstaða að sögu Vestur-ís- lendinga. * Brautin. Rit um andleg mál og skoðanafrelsi, nefnist ársrit hins Sameinaða kirkjufélags ís- lendinga í Norður Ameríku, sem nýlega er farið að gefa út. Hefir mér borist anpar árgangur rits þessa í hendur, myndarlega út- gefinn. Aðalritstjórinn er séra Halldór E. Johnson, víðlesinn maður og áhugasamur. Ritið er yfirleitt læsilegt, kemur víða við og er hressileg^ skrifað. Ekki er ritsstjórinn myrkur í máli um það sem honum þykir miður fara, er mjög á móti öllu “argvítugu afturhaldi” í trúarefnum, bölv- anlega við pápiskuna og lítið betur við lútersku kirkjuna. — Mikið firra þykir honum það, að kristin trú hafi lagt betri skerf til menningarinnar en heiðnin, og telur, að “martröð kirkju- vígðrar bókstafstrúar” hafi næst- um verið búin að aleyða and- legu lífi á íslandi. Margt fleira segir hann skemtilegt. Yfirleitt þykja honum við, félagar hans, hér heima á íslandi, heldur þunnir í roðinu, og ekki rista djúpt í “vísindalegum frjálstrú- arstefnum.” Sú hætta sýnist mér vofa yfir ritstjóranum, eins og mörgum þeim, sem steypa sér geyst út í frjálslyndið, að hann missi brátt sjónar á því, að nokk- ur verulegur munur sé á trúmái- um og stjórnmálum, og kunni þá svo að fara, að honum þyki fullt svo góður boðskapur Stal- ins sem meistarans frá Nazaret. Ágæt grein er í ritinu eftir dr. Stefán Einarsson um afleiðingar siðaskiptanna, og margvíslegan fróðleik er þar að finna um fé- lagsmál vestra. Benfamín Kristjánsson. —Dagur, 18. Jan. “Nýtt er mér þetta,” kvað karl einn, “að mér sé borin óráð- vendni til handanna. Það var, ef eg man rétt, einu sinni í fyrra, tvisvar árinu áður, þris- var hitt árið, einusinni enn, og svo núna: — og nýtt er mér þetta.” Svertingi, sem var um það bil að hefja keppni í hnefaleik missti allt í einu kjarkinn, er hann kom upp í “hringinn”. Þetta verður allt í lagi, Sam sagði þjálfari hans. Segðu bara við sjálfan þig, að þú ætlir að lúberja hann. Það þýðir ekki, eg veit hvað er eg lyginn, svaraði Sam dauflega. Dánarfregn Ásgeir Tryggvi Jónasson and- aðist að heimili sínu í Selkirkbæ, þann 17. febrúar árdegis. Hann hafði þjáðst mikið og verið rúm- liggjandi hina síðustu mánuði. Hann var fæddur 10. okt. 1859, að Skútustöðum við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu; mun hafa alist upp þar í grend. Hann kvæntist Margréti Kristjóns- dóttir, sem lifir mann sinn, nú háöldruð. Þau fluttu til Vestur- heims 1894, og settust að í Ar- gyle bygð, en fluttu þaðan til Selkirk eftir fá ár. Þar í bæ bjuggu þau í 48 ár. Ásgeir Tryggvi gekk hér í þjónustu Winnipeg-Selkirk and Lake Win- nipeg Railæay, vann um hríð að járnbrautar viðhaldi (section gang), síðar var hann þar verk- stjóri, og um mörg ár yfirmaður (roadmaster). Hann var að "kunnugra dómi mikill þrekmað- ur, fjörmaður, söngvinn og söngelskur, og lífsglaður. Þau hjónin mistu sum börn sín á Is- landi, í fyrstu brensku. Stefán sonur þeirra féll í hinu fyrra heimsstríði. Jónas sonur þeirra dó 1937. Af bömum þeirra eru álífi, Mrs. Fríða Lyons, Selkirk, og Ólafur, í Winnipeg. Barna- börn eru 9 að tölu, en barna- barnabörn einnig 9 eftirskilin. Útförin fór fram frá Lútersku kirkjunni þann 20. febrúar. “Fagna þú sál mín lífsins kyrra kvöldi, kemur upp fegri sól, er þessi er mnnin.” S. Ólafsson. Arinbjörn hét maður er búið hafði á Valdalæk á Vatnsnesi baslbúnaði. Hann átti þar eina kú, og varð <5Tt heýiaus nanaa henni. Kona hans hét Björg. Þá er Arnbjörn var löngu hættur búnaði sínum á Valdalæk, ein- kum af því, hóersu hann hefði heyjað. “Eg átti,” sagði hann, “átján rima stiga, og var svo hátt töðuheyið, að þegar eg stóð í hæsta haftinu og hún Bjargála mín stóð á öxlunum á mér og teigði sig, þá náð i hún upp undir kolltorfuna.” 4* Mamma, var litli bróðir send- ur til okkar frá himnum? Já, barnið mitt. ,Þeir vilja auðvitað hafa alt kyrt og rólegt þarna uppi. EATON’S STÓRA, NÝJA VOR OG SUMAR VERÐSKRÁ FYRIR 1946 HEFIR VERIÐ PÓSTUÐ Kf þér hafið ekki fengiíi ein- tak, skuluð þér skrifa til Winnipeg eftir þvt. ^T. EATON WINNiPEG CANADA EATON'S

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.