Lögberg - 20.06.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21374
A Complete
Cleaning-
Institution
PHONE 21374
VöVVtC'
. ;T^T
T au’’í&erer A Con iplete
Cleftwlng
Institntion
\\vun'
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ, 1946
NÚMER 25
• •
ALLAR GOTUR STEFNA TIL HNAUSA A LAUGARDAGINN
FJALLKONAN Á HNAUSUM
/
Mrs. W. S. Eyjólfsson
t
fatasöfnun
Síðastliðinn mánudag hófst um
land alt fatasöfnun handa þjáðu
■og klæðlausu fólki í hinum ýmsu
löndum Norðurálfunnar og Asíu;
þar er ekki einasta um þúsundir
að ræða, heldur miljónir manna,
'kvenna og barna, sem naumast
eiga spjör utan á sig; hér er því
um víðtækt mannúðarmál að
raeða, sem enginn má láta af-
skiftalaust.
Canada stendur framarlega í
fylkingu á vettvangi mannúðar-
málanna, og hefir æfinlega gert;
uú á hún ekki að standa einungis
framarlega, heldur fremst.
Allan þann fatnað, gamlan og
nýjan, sem þegnar þessa lands
geta með nokkrum hætti verið
án, ber að senda sem allra fyrst
til næstu viðtökustöðvar, því
málið þolir enga bið.
Setjið yður í spor hinna klæð-
lausu olnbogabarna, skiljið til-
finningar þeirra og komið til liðs
við þau!
VERKFALLI AFSTÝRT
Síðastliðinn föstudag lánað-
181 að afstýra yfirvofandi sjó-
manna og uppskipunarmanna
verkfalli í Bandaríkjunum, er
stöðvað mundi hafa, ef til hefði
komið, því nær allar verzlunar
siglingar þjóðarinnar; fengu
hlutaðeigandi verkamenn all
nflegar kjarabætur; nemur kaup
hækkun þeirra því nær fimmtíu
dollurum á mánuði, auk þess
sem vinnutími þeirra á dag var
styttur til muna.
AFSKAPLECUR
H VIRFILBILUR
Klukkan 9 á mánudagskvöld-
ið (seini tíminn), útvarpaði
CKLW stöðin í bænum Windsor
í Qntaxiofyliki, þeim fregnum
að afskaplegur hvirfilbylur hefði
þá geisað yfir vesturhluta bæj-
arins og orsakað stórkostlegt
mann- og eignatjón; fregnunum
um atburð þenna var útvarpað
við kertaljós, með því, að raf-
lagnir bæjarins fóru að segja
mátti alveg úr skorðum; bænda
býli í grendinni jöfnuðust við
jörðu, og að því eð síðast frétt-
ist létu að minsta kosti 30 manns
lífið af völdum þessa náttúru-
hamfará; nokkrir af þeim, sem
týndu lífi voru amerískir gestir
frá Detroit, Mich.
Windsor er í suðvestur hluta
Ontariofylkis, milli Lake Erie
og Lake St. Clair.
Þetta er í fyrsta sinn svo vitað
sé, að hvirfilbyls hafi vart orðið
í Windsorbæ og grend; í áminst-
um hamförum lét kona ein, Mrs.
Jones, lífið ásamt 9 börnum sín-
um; var heimilisfaðirinn fjær-
verandi við vinnu, er ógnir þess-
ar bar að höndum.
FYRIRHUGUÐ KAUP
Samgöngumálaráðherra sam-
bandsstjórnar, Mr. Chevrier,
hefir lagt fram í þinginu frum-
varp til laga, er að því lýtur, að
Canadian National járnbrautar-
félagið kaupi af Manitoba Rail-
way Company járnbrautarálmur
fyrir 7 miljónir dollara; þetta
eru álmurnar sem liggja til Win-
nipeg frá Emerson, Brandon og
Portage la Prairie; félagið hefir
haft línur þessar á leigu, en hygst
að spara með kaupum þeirra 90
þúsund dollara á ári.
FORSÆTISRÁÐHERRA
KOMINN HEIM
Mr. King kom heim úr Bret-
landsför sinni í lok fyrri viku;
dvaldi hann þriggja vikna tíma
í London og átti þar samtal við
brezk stjórnarvöld og forustu-
menn hinna ýmsu samveldis-
þjóða varðandi sameiginleg hags-
munamál og viðhorfið á vett-
vangi alþjóðamála.
Síðastliðinn mánudag skýrði
Mr. King þingheimi að nokkru
frá för sinni og árangri hennar;
lét hann hið bezta yfir viðtökun-
um í London og framsóknará-
'huga brezkra stjórnmálamanna;
á hinn bóginn kvaðst hann síður
en svo ganga þess dulinn, að við-
horfið í ýmsum Norðurálfuríkj-
unum væri alt annað en glæsi-
legt, og færi sumsstaðar versn-
andi fremur en hitt; nokkurrar
viðreisnar yrði þó vart í Holl-
andi, Belgíu og Danmörku, en í
Ungverjalandi, Frakklandi, Aust-
urríki og þó einkum víða í
Þýzkalandi, ríkti hið ægilegasta
eymdarástand, þar sem fólk bein-
línis horfðist í augu við hallæri.
Allir foringjar þingflokkanna
buðu Mr. King innilega velkom-
inn heim.
ÍTALÍA LÝST LÝÐVELDI
Nýle^a afstaðnar þingkosning-
ar á ítalíu hafa nú skýrt og á-
kveðið leitt það í ljós, að lýð-
veldissinnar urðu í nokkrum
meirihluta, og hefir nú því þann-
ig skipast til, að lýðveldi hefir
formlega verið komið á fót; ekki
gekk þetta þó altsaman af hljóða-
laust, því vítt um land sló í blóð-
uga bardaga milli lýðveldis sinna
annars vegar og konungs sinna
hins vegar; mest kvað þó að götu
bardögum í Naples, þar sem 12
manns biðu bana, en milli 50 og
60 voru fluttir á sjúkrahús. Frá-
farandi konungur undi illa úr-
slitum kosninganna, og bar yfir-
kjörstjórn það á brýn, að hún
hefði á ólöglegan hátt opnað at-
kvæðakassa og framið fleiri lög-
leysur; þó varð engu um þokað
í þessu efni, og hefir konungur
þar af leiðandi orðið að hypja
sig á brott; leitaði hann skjóls
í Portugal, en þar var fjölskylda
hans áður niðurkomin.
Við stjórnarforustu á ítalíu
hefir tekið gamall stjórnmála-
maður, Aleide De Gaspery, sem
talinn er hlynntur stefnu jafnað-
armanna.
FLOKKSÞING
I fyrri viku héldu stjórnmála-
samtök íhaldsmanna hér í fylk-
inu flokksþing, þar sem mættir
voru erindrekar úr öllum kjör-
dæmum fylkisins; gerðist þar
fátt, er í frásögur sé færandi
nema ef vera skyldi það, að fá-
menn klíka vildi losna við Hon.
Erric Willis sem flokksforingja
vegna þess að hann væri ráð-
'herra í samvinnustjórn Garson’s.
Klíka þessi komst ekki upp með
neitt, og heldur því Mr. Willis
flokksforustunni eftir sem áð-
ur, enda mun flokkurinn naum-
ast eiga hæfari manni á að skipa.
RÁÐHERRAFUNDUR
Um þessar mundir stendur
yfir í París einn utanríkisráð-
herrafundurinn enn; hófst hann
á mánudaginn, og er vonandi að
honum ljúki eigi á sama veg og
hinum fyrri samskonar fundum,
sem haldnir hafa verið með það
fyrir augum, að búa undir vænt-
anlegt friðarþing.
Erindrekar Rússa á fundi þess-
um eru sagðir að vera vitund
ójálli en venja hefir verið til;
meðal annars eru þeir nú ekki
eins andvígir og áður, að stiórn-
arfyrirkomulag Austurríkis verði
tekið til íhugunar; ennfremur ed
það látið í veðri vaka að þeir
séu nú tilleiðanlegir til þess, að
ræða uppkast aðxfriðarsamning-
um við Rúmeníu og ítalíu. Mælt
er að skaðabótakrafa Rússa á
hendur ítölum, nemi hundrað
miljónum dollara til þess að
byrja með; hvort þeir fá henni
framgengt er annað mál, þar sem
iðnaður og framleiðslutæki
ítölsku þjóðarinnar liggja í rúst-
um.
HORFUR BATNA
Vegna nýlegra hellirigninga
hafa uppskeruhorfur í Manitoba
fylki breyzt mjög til hins betra;
var kominn uggur nokkur í
bændur vegna langvarandi
þurka; á stöku stað í fylkinu
skemdust akrar talsvert vegna
næturfrosts.
Yfir höfuð verður ekki annað
sagt, en vel horfist til um allan
jarðargróður í vesturfylkjunum.
ÞARFNAST ENGRAR
AÐSTOÐAR
Endurskipulagningar ráðherra
sambandsstjórnarinnar, Mr.
Howe hefir lýst yfir því, að Can-
ada eigi nóga sérfræðinga, sem
geti búið til atomsprengjur ef
til slíks kynni að koma, sem litl-
ar líkur eru á; það sé því síður
en svo, að Canada þurfi að leita
til Bandaríkjanna í slíkum efn-
um.
RÓSTUSAMT
Það er nú í sjálfu sér engin ný-
lunda þótt róstusamt sé í Land-
inu Helga, en þó mun það mega
til tíðinda telja, að síðastliðinn
laugardag hneptu brezk hemað-
arvöld í varðhald íbúa heils Gyð-
ingahverfis vegna yfirgangs og
illinda í garð Araba.
ÞINGMAÐUR
FUNDINN SEKUR
Mr. Fred Rose, Labor-Progres-
sive sambandsþingmaður fyrir
Montreal-Cartier kjördæmið hef-
ir verið fundinn sekur af kvið-
dómi fyrir það, að hafa veitt
rússneskum stjórnar- og hern-
aðarvöldum óleyfilegar upplýs-
ingar varðandi canadisk hemað-
arleg leyndarmál; kviðdómur-
inn komst að áminstri niðurstöðu
eftir einungis hálftima íhugun;
hámarksrefsing við broti af þess-
ari tegund er sjö ára fangavist;
dómur í málinu hefir enn eigi
verið kveðinn upp; hvort verj-
endur áfrýja dómnum er enn eigi
vitað.
GESTUR
Theu Rev. R. R. Belter, D.D.
Þessi virðulegi prestur og
kirkjuhöfðingi, sem er og forseti
The Warfburg Synod, einnar af
bræðra-synodum okkar í United
Lutheran Church, verður full-
trúi aðalkirkjunnar og gestur
klrkjufélagsins á þingi þess í
Minneota, Minn.. 27. júní n.k.
Erindi sitt mun hann flytja á
föstudagskvöldið 28. júní. Vér
fögnum hinum ágæta gesti.
RÁÐHERRA í
HEIMSÓKN
Matvælaráðh. brezku stjórn-
arinnar, John Strachey, er stadd-
ur hér í landi þessa dagana til
þess 'að ráðgast við canadisk
stjórnarvöld um möguleika á
því, að fá handa Bretum auknar
vistabirgðir héðan; eftir stutta
dvöl í Ottawa, vitjar Mr.
Strachey á fund Bandaríkja-
stjórnar.
Forseti búnaðarsamtaka
Mynd þessi er af hinum ötula
og framtakssama forseta land-
búnaðar- og samvinnusamtak-
anna í Manitoba, Mr. C. E. Wood.
SPÁNARMÁLIN
Á fundi öryggisráðs samein-
uðu þjóðanna í New York á
mánudaginn var, komu Spánar-
málin, eða réttara sagt einræðis-
stjórn Francos hershöfðingja til
alvarlegrar umræðu; erindrekar
Breta voru ófúsir á að rjúfa þeg-
ar viðskifta- og sendiherrasam-
bönd við Franco, og vildu að
minsta kosti slá slíkum fram-
kvæmdum á frest þangað til í
haust; þessu undu málsvarar
Ástralíu, Frakklands og Rúss-
lands illa, einkum þó sendifull-
trúar hinnar áströlsku þjóðar, er
töldu það gagnstætt öllum lýð-
ræðisreglum, að halda hlífiskildi
yfir núverandi stjórn á Spáni,
sem væri í raunninni hin argasta
Nazistastjóm.
llllll!!llllllllll!!llllllllllllllllllll!lllllllllllillllllllllll!lllllllll!llllllll!lllllllllll!lllllllllllll!lllllllll!lllllll!lllll!lllillllllilll!!IIIHilllllllllllllllllllllllll!IIIIIIIIIIIUIIIIIIIIII!lllll!!l!llllllllt)lll!IIUIII!lllll!lllllllllllllHI
Hllllllllll!lllllllllllllllllllllllllll!llllllllllll!il!l!llllllll!lll!lllllllllinill!lll!lllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllll!lllllll!llllllll!ll!l1lllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllll!!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!l!ll!llil
KVLÐJA TIL ISLANDS
(Flutt á tslendingadegi að Mountain, N Dakota, 17, júní, 1946)
Öll börn þín, ættjörð, blessa þennan dag,
er bjartir rættust þínir frelsisdraumar;
í huguni vorum hljómar gleðilag
og heitir til þín renna ástarstraumar.
Hvort heyrir þú ei hlýjan nið frá sænum?
Þar hjartaslög vor óma í ljúfum blænum.
Þín tigna mynd, vor móðir hugumkær,
í morgunljóma rís á þessum degi,
því bjarmi frelsis björtum roða slær
á bláf jöll þín og glitrar yfir legi.
Þar brenna eldar þjóðarvors og vona
í vökudraumum trúrra dætra og sona.
Þinn sigurdag vér signum, ættarland,
þín saga skín oss dáðarík við augum;
vér finnum treystast bræðralagsins band
og byltast orku nýrrar straum í taugum.
í sálum logar frelsisandinn forni
og fram oss knýr til starfs á þjóðlífsmorgni.
Þinn frelsisdag, vort fagra móðurland,
vér fléttum krans úr minninganna rósum,
og hnýtum um hann bróðurþelsins band,
við blik af þinni sól og norðurljósum.
Þeim sveig vér krýnum þig með þökk og lotning
á þinni sigurhátíð, Fjalladrotning.
RICHARD BECK.
l!IIUIIIIIIIIIIillllllllllllHII!IIIIIIIIIIIIIIIIIH!lllll!!lllinillllll!l!HI!lllll!!!!l!!ll!llll!linilin!HIIIIII!lll!ll!lllill!iil!rMlli!illi!ill!!l!l!llll!lilllllllllll!ll!i!llij|||i,l!!iiii!l!lll!ill!!ll!llllllll!li<l!
........................................................................................................................................................................HIHIIUI..........HIIIIIIIIHIilllllHIIIIIIHHIIII!