Lögberg - 20.06.1946, Page 5

Lögberg - 20.06.1946, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ, 1946 5 Ali LSAMAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON EF ÞO VÆRIR í ÞEIRRA SPORUM Setjum svo, að þú ættir ekkert nema stagbætta larfa til þess að klæðast í. Mikið yrðir þú þakk- lát :þeim, sem sendi þér snyrti- legan kjól og hlýja kápu; þér myndi finnast birta yfir deginum og þér myndi aukast kjarkur til þess að mæta erfiðleikunum sem að þér steðjuðu. Og ef maðurinn þinn ætti enga skó hefði engin ráð til að útvega sér skó og yrði að vefja fætur sínar druslum og ganga sárfættur til vinnu dag eftir dag, myndir þú ekki fagna því innilega ef einhver væri svo góðviljaður að senda honum par af skóm, jafnvel skóm, sem not- aðir hafa verið af öðrum? Og ef þú hefðir ekki nokkur ráð með það að að hylja nekt litlu barn- anna þinna og þau grétu um nætur af kulda vegna þess að þú ættir ekki nóg af rúmfötum, myndir þú ekki biðja guð að blessa það góða fólk, sem sendi þeim föt til að klæðast í og á- breiður á rúm þeirra, til þess að verja þau gegn kvölum kuld- ans? Ef þú værir í svona kringum- stæðum, myndir þú áreiðanlega verða því fólki óumræðilega þakklát, sem rétti þér hjálpar- hendi í neyð þinni. Þúsundir og miljónir fata- snauðra manna, kvenna og barna í Evrópu og Asíu löndunum mæna hingað vonaraugum til okkar, sem búum í löndum alls- nægtanna. Við megum ekki bregðast þessu þjáða fólki. Ef við værum í þeirra sporum, hvernig myndi okkur verða við ef enginn vildi hjálpa okkur? “Alt sem þér viljið að menn- irnir gjöri yður, það skuluð þið þeim gjöra.” Þann 17. þessa mánaðar hófst allsherjar fatasöfnun um alt landið, fyrir þetta bágstadda fólk. Við erum ekki beðin um ný föt, né föt sem við þörfnumst sjálf. Við erum beðin að leita vandlega í öllum okkar fata- skápum og kistum og gefa öll þau föt, sem við getum án verið. Fötin verða að vera hrein og bætt, ef þess þarf. Ef þú hefir ekki tíma til að bæta þau, festu þá bæturnar við þau. Þörf er á öllum tegundum fata; vetrar og súmarfata; ung- barna, barna, kvenna og karl- manna fata. Þú munt áreiðan- lega geta sent eitthvað af þessu. Þetta vantar: Kjóla, kápur, draktir, buxur, skó, skóhlífar, sokka, peysur, nærföt, ábreiður, koddaver, lín- lök; efni sem hægt er að sauma úr; efni til að bæta með; band til að prjóna úr; hnappa, tölur, nálar og tvinna. Ef þú gefur eitthvað, sem er samstætt, t. d. skó, sokka, nátt- föt, skaltu binda það vandlega saman. Stakur skór kemur eng- um að notum. Leyfilegt er að festa miða með nafni og heimilisfangi gefand- ans, á hlutinn, sem gefinn er. Þannig getur þú, ef þig langar til, komist í persónulegt sam- band við það fólk, sem nýtur gjöfulsemi þinnar. Munum það að þúsundir nianna, sérstaklega konur og i>örn, munu deyja á komandi vetri, ef þeim verða ekki send Mý föt. Sumstaðar í Evrópu er’ ómögulegt að kaupa föt, hvað sem í boði er; þangað er því ekki til nokkurs gagns að senda pen- >ngagjafir. Barnaföt eru og ó- fáanleg i mörgum löndum. Björgum börnunum, konunum — þessu bágstadda fólki, með því að senda því verjur gegn kuld- anum. * RÁÐ TIL ÞESS AÐ SPARA SNÚNINGA (Aðsent) 1. Hengdu minnisblöð og blý- ant á vegginn í eldhúsinu og skrifaðu á þau það sem þig vant- ar. Ef þú gerir þetta að vana, þá sparar þú þér margar auka ferðir í verzlanirnar. Einnig er gott ráð að skrifa niður á morgn- ana allt það sem þú þarft að koma í verk á hverjum degi. 2. Hafðu þurkur, wax og öll fægingar áhöld í körfu og berðu hana með þér úr einu herbergi í annað, þegar þú hreinsar gólfin, húsgögnin og gluggana. + FRÚ ROOSEVELT HEFIR ORÐIÐ Þær eiru óneitanlega dálítið skrítnar sumar spurningarnar, sem lagðar eru fyrir frú Roose- velt. Hérna eru nokkrar : — Er það skóðún yðar, að unga fólkið nú á dögum sé verra en það var fyrir tíu eða tuttugu árum ? — Eg er nú komin yfir sex- tugt og 'hefi oft og mörgum sinn- um heyrt ungu fólki hallmælt. Eg hygg, að heimurinn fari batn- andi — og fólkið líka, og eg dáist vissulega að unga fólkinu í dag. — Viljið þér gera svo vel að segja mér, hvort þér trúið á ást við fyrstu sýn? Þekkið þér nokk- ur dæmi þess? — Nei, eg þekki þess engin dæmi, og eg hefi ekki hugmynd um, hvort eg trúi á ást við fyrstu sýn eða ekki. — Stundum eru spumingarnar líka skynsamlegar, eins og t. d. þessi hér: — Ef þér berið banda- rískar konur saman við karl- mennina, hver haldið þér þá að sé aðalgalli iþeirra sem einstaklinga — og einnig þeirra, er vinna að félagsmálum eða opinberum störfum? — Haldið þér að kon- urnar skari fram úr karlmönn- unum? — Eg hygg, að konur, sem starfa að félagsmálum. séu oft á tíðum tilfinningarnæmari og láti smámuni meira á sig fá en karl- menn. Sömu sögu er að segja um þær konur, sem gegna opin- berum störfum. Þær eiga erf- iðara með það en karlmennirn- ir, að þola gagnrýni og það er mjög auðvelt að telja úr þeim kjarkinn. Sem einstaklingar eru konur vitanlega jafn ólíkar og karl- mennirnir. Það eru samt sem áður marg- ar konur sem eiga það sameigin- legt, að þær skortir sjálfstraust, þegar þær taka að sér eitthvert starf utan þess þröngva sviðs, sem þeim hefir verið markað um aldaraðir. Og það vill jafn- vel brenna við að þær konur sem aðeins starfa á heimilum sínum þoli jafn illa hvers konar gagnrýni og þær er vinna út á við. Eg hygg, að konur séu oft glöggari mannþekkjarar en karl- menn. Þær eru nákvæmari og vandvirkari í störfum sínum. Þær eru reiðubúnar til þess að fórna meiru fyrir þann málstað, sem þær trúa á. Og loks er það skoðun mín, að þær tali oft á tíðum minna og vinni meira en karlmennirnir. Morgunblaðið. Ferming á Lundar Á hvítasunnu, vorið 1898, ár- inu áður en eg vígðist til prests, flutti eg fyrstu guðsþjónustu mína í Álftavatnsbygð, eins og þá var talað. Nú er hún helzt nefnd Lundar-bygð. Fyrsta heimilið, sem eg kyntist þar um slóðir, var ‘ heimili Mr. og Mrs. Halldórs Halldórssonar. Þar var að mér fanst miðstöð þessa mann félags. Til þeirra átti eg margar komur og ávalt góðar. Frá þess- ari fyrstu guðsþjónustu minni voru nú liðin 48 ár, aftur var eg þar á hvítasunnu, 9. þ. m. Að eg var þar á þessari síð- ustu hvítasunnu, atvikaðist þann- ig, að ejnn safnaðarfulltrúanna í íslenzka lúterska söfnuðinum á Lundar, Mrs. Daniel J. Lindal, fann mig að máli í síðastliðnum marz mánuðu, og tjáði mér vandræði safnaðarins; þar sem þeir hefðu engan prest en að minsta kosti nokkurn hóp ung- menna, sem þyrfti að búa undir fermingu. Mæltist hann til að eg hlypi undir bagga og veitti þessu fólki einhverja hjálp fram yfir fermingu á hvítasunnu. Eg hafði annað verk að vinna og mátti trauðla missa tíma frá því verki, en mér fanst þarna svo brýn þörf, að eg treysti mér ekki til að neita þessari beiðni með Öllu. Það varð því að samn- ingi, að eg veitti þeim nokkra, takmarkaða þjónustu. Starf mitt hófst þar með barnaspurn- ingum laugardaginn 16. marz, og guðsþjónustu næsta dag. Eg var þar 6 sunnudaga, spurði börnin, þegar eg kom, bæði á laugardögum og sunnudögum, flutti alls 8 guðsþjónustur, tvær þeirra kvöldguðsþjónustur á ensku, var á Lundar alla vikuna á undan hvítasunnu og hafði fermingarflokkinn á hverjum degi. Það varð að samkomulagi, þeg- ar í upphafi að tvær konur, þær Miss Kristjana Fjeldsted og Mrs. Ingibjörg Daníelson, tækju að sér uppfræðslu fermingarflokks- ins þá laugardaga sem eg ekki væri þar. Það starf hepnaðist með ágætum. Samvinna þeirra við mig var hin allra ákjósan- legasta, enda voru þær þeirri kenslu prýðis vel vaxnar. Eg fékk skýrslu af hverjum ein- asta fundi, sem þær héldu með flokknum, og eg sendi flokknum ofurlítið ávarp i hvert sinn sem eg var þar ekki. Þessir unglingar drógu mig að sér, sálir þeirra virtust opnar fyrir góðum áhrifum, og hjá þeim virtist ríkja alvara, ein- lægni og lotning. Mér varð því fljótt hlytt til þeirra. Mér fanst þau vilja læra að þekkja hinn eina sanna Guð og þann sem sendi Jesúm Krist, og eg þráði að við kennarar þeirra mættum verða verkfæri í Drottins hendi til þess að sú þekking kæmist inn í sálarlíf þeirra. Á þeim grundvelli hvíldi starf okkar. Á Lundar er safnaðarkven- félag sem nefnir sig Björk. Það bygði sér dálítið fundarhús fyr- ir vestan kirkjuna og er húsið einnig nefnt Björk. Þar kom fermingarflokkurinn ætíð sam- an. Áður en eg hóf þetta starf, hafði eg, mörg ár, alls ekki kom- ið til Lundar, þó eg ætti margar jkamur þanlgað á ifyrri álrum. Þegar eg kom þangað í marz- .mánuði, var eg nærri forviða að sjá, hvað bærinn hafði stækkað. Af kunnugum mönnum var mér sagt, að þar væru nú áreiðan- lega 600 manns og ef til yill 800. Ef til vill er þetta ágizkun, en þar er margt manna, og meiri hluti þess fólks er íslenzkt. Það virðist nokkurn veginn víst, að þar er nægilegur fólksfjöldi til þess að bærinn fengi löggilding og sérstaka stjórn; en margir þar vilja víst fremur tilheyra sveitinni. Umbætur eru þai* töluverðar: reglulega útlögð stræti, gangstéttir úr tré og steypu, og sæmilegar akbrautir. Þar eru tvær kirkjur: lútersk og sambands kirkja, stór skóli og stórt samkomuhús. Mig skort- ir þekkingu til að segja greini- lega frá atvinnu manna, iðnaði, verzlunum, pósthúsi, símastöð, bakarastofnun, og mörgu fleira. Elzta stofnunin af því tagi er smjörgjörðarhúsið, sem getið hefir sér mikið álit víðsvegar. Bæjarfólk hefir rafmagnsljós sem framleidd eru með vélum í bænum. Prentstofnun er þar einnig, sem gefur út blað er nefnist Interlake Municipal Ob- server. Læknir er í bænum á- gætur: Dr. Guðmundur Paul- son. Leikfélag er þar einnig starfandi, sem sýnt hefir sjón leiki bæði þar og víðar. Ágætur félagsskapur er þar einnig, sem vinnur að “Youth Training.” Á samkomu þess, meðan eg dvaldi þar, var sýnt verk stúlkna, saumaskapur og prjónles, ásamt smíðum drengja. Þar fór fram söngur, ræður, og líkamsæfingar drengja og stúlkna. Miss Sigríður Johnson hefir heimili sitt á Lundar og vinnur trúboðsstarf fyrir Sjöunda Dags Aðventista, ágæt kona og ein- læg, sem rekur starf sitt með miklum dugnaði, gefur meðal annars út blaðið “Stjörnuna.” Ýmsir prestar hafa þjónað lúterska söfnuðinum á Lundar, má þar nefna séra Hjört J. Leo og séra Adam Thorgrímson, af- burðamenn að gáfum og mælsku. Síðan þeirra misti við, hefir prestþjónusta verið slitrótt. Samt heldur söfnuðurinn áfram að starfa. Sunnudagaskóli er þar í góðu ásigkomulagi, og stýrir Miss Kristjana Féldsted honum. Safnaðarnefndina skipa nú Walt- er Breckman, forseti; Miss Kristj- ana Fjeldsted, skrifari; . Miss Kristín Fjeldsted, féhirðir; Dan- íel J. Líndal og Jón A. Björnson. í síðustu tíð hefir staðið yfir all- mikil breyting á kirkjunni: kirkjan öll klædd að innan með ágætu veggfóðri; kór með til- vonandi altari; pallur þar fyrir framan fyrir söngflokk, prédik- unarstól og skírnarfont. Þegar viðeigandi altari er komið á sinn stað og fallegri málningu lokið, verður þetta stórkostleg endur- bót á kirkjunni. Hún verður fallegri, hlýrri, og meiri not af söngflokknum, vegna þess að hann er nær söfnuðinum en áð- ur. Mr. Felix Sigurdson, skóla- stjórinn á Lundar, er organisti safnaðarins. Mr. Jón A. Bjöms- son hefir manna mest unnið að þessari breyting á kirkjunni, og á hann mikið þakklæti skilið fyrir verk sitt. Hvítasunnudagurinn rann upp “skír og fagur.” Viðbúnaður var eftir föngum, kirkjan gjörð hrein, söngflokkur æfður. Áður en guðsþjónustan hófst var hvert einasta sæti skipað, og nokkur hópur fólks stóð. Mr. Breckman hringdi kirkjuklukkunni, kl. 2 síðdegis, organistinn hóf organ- slátt, söngflokkurinn gekk inn kirkjugólfið og á eftir honum presturinn og fermingarflokk- urinn, 25 unglingar að tölu; söng- flokkurinn söng “Dýrð sé Guði í upphæðum,” og guðsþjónustan hélt áfram með yenjulegum hætti eftir guðsþjónustuformi kirkjufélagsins, þangað til pist- ill dagsins hafði verið lesinn, en á undan pistlinum söng söng- flokkurinn kórsöng eftir S. K. Hall. Guðsþjónustan eftir þetta fór fram á ensku, því þannig höfðu fermingarbörnin verið uppfrædd. Aðeins fá barnanna hefðu getað lært á íslenzku, flest kunnu mjög lítið í móðurmáli voru, og sum voru alls ekki ís- lenzk. Búist var við því að guðs- þjónustan yrði afar löng, því þar átti að fara fram, auk hins vanalega, ferming hins stóya hóps, skírn og altarisganga. Þess vegna var óhjákvæmilegt, að pré- dikun yrði mjög stutt. Eg flutti samt tvær ræður: aðra á íslenzku til safnaðarins, hina á ensku til fermingarflokksins, en hvor fyrir sig stóð ekki yfir nema 6 mínút- ur. Sú breyting varð á þessari tilhögun, að skírnin fór ekki fram fyr en að guðsþjónustunni lokinni Fermingin er játning um lif- andi trú á mannkyns Frelsarann. Það var haft hugfast í öllum undirbúningi og athöfninni sjálfri, sem var í samræmi við það sem venjulega tíðkast í lút- ersku kirkjunni. Eitt atriði var þar í viðbót við hið venjulega. Öll fermingarbörnin voru látin snúa sér að söfnuðinum meðan hvert fyrir sig bar fram í heyr- anda hljóði hugljúfustu ritning- argrein sína. Annað óvanalegt skeði við þessa fermingar hátíð. Mæður fermingarbarnanna höfðu tekið sig saman um það að bjóða öllum sem til guðsþjónustunnar komu, til kaffiveizlu í stóra samkomu- húsinu, sem er skamt frá kirkj- unni, að guðsþjónustunni okinni. Ágætar veitingar voru þar fram- bornar. Þetta var yndislega fall- eg hugmynd og alt prýðilega af hendi leyst. Mr. Breckman tal- aði þar nokkur vel viðeigandi orð til fólksins, Miss Fjeldsted til fermingarbarnanna, og eg nokkur orð til foreldranna. Nöfnin á fermingarbörnunum eru þessi: Jóhanna Marlene Magnússon Lilja Ólafson Ást Kristín Björnson Anna Sigríður Thorgilsson Jóna Erickson Ára Jónasína Elsie Loftson Sigríður Arndís Goodman Evelyn Sigríður Stinson Doris Eileen Johnson Juno Louanna Helga Magnússon Nancy Ann Sveinrún Einarson Kaye Ellen Sigríður Eirickson Shirley Ellen June Roberts Beverly Joan Ann Roberts Vilhelm Steinn Johnson Kristján Matthías Johnson Douglas Lloyd Oliver Reginald Anderson Kári Númi Vigfússon Jóhann Bessi Vigfússon John Kenneth Einarson Melvin Sigfús Hurdal Clifford Leslie Wallace Eirickson Ernest Gordon Olafson Gardar Norman Howardson Þann tíma, sem eg starfaði á Lundar, auk prédikana og spurn- inga, leitaðist eg við að koma á heimili manna og kynnast fólk- inu eftir því sem tími vanst. Eft- ir því sem mér fanst sjálfum, kom eg á mörg heimili. Þó eg sé enginn skemtimaður, hefi eg un- un af þessu starfi. Hitti eg þar fólk sem eg þekti áður, fólk úr mínum átthögum á Islandi, fólk sem eg þekti fyrir löngu, en vissi ekki að væri á Lundar, fyr en eg komst að því, þar. Lítið kristi- legt gildi hafa þessar heimsóknir víst haft, og fjölda heimila auðn- aðist mér ekki að koma á, en eg fann velvild og gæði alstaðar. Einni konu veitti eg móttöku inn í samfélag lúterskrar kirkju úr hinni Rómversku. Blessun Guðs hvíli yfir því fagra spori. Ekki man eg til þess, að eg hafi nokkuru sinni áður, á jafn- löngum tíma framkvæmt jafn margar skírnir eins og raun varð á í þetta sinn á Lundar. Var það mér mikið gleðiefni. Dyr virt- ust opnast hvað eftir annað. Guð var áreiðanlega með í verkinu. Það var dásamlegt, meðal annars, að sjá vaxna drengi taka á móti skírninni með fögnuði. Lundar- menn ræktu vel skírnarsakra- mentið; en hið sama verður ekki sagt um altarissakramentið. Mér finst, að foreldrar, sem eiga tvö börn ættu að elska þau bæði jafnt. Jesús Kristur stofnaði kirkjuna með orði sínu, líkama og blóði. Hann gaf henni tvö sakramenti. Fólk á Lundar var mér undur gott. Þau hjónin, Mí. og Mrs. D. J. Líndal hýstu mig og fæddu allan þennan tíma, algjörlega endurgjaldslaust. Söfnuðinum fórst vel við mig með borgun. Foreldrar fermingarbarnanna vottuðu mér þakklæti, með frá- bæru örlæti, og hið sama verður sagt um alla þá sem eg vann prestsverk fyrir. Öllu þessu fólki er eg af hjarta þakklátur og bið eg Guð að launa þeim öllum og blessa þau. Á Lundar og í íslenzka bygð- arlaginu þar umhverfis er mik- ill verkahringur fyrir ungan, á- hugasaman prest. Akramir eru þar hvítir til uppskeru, en verka- mennirnir of fáir. Þarna er þörfin brýn og sár, en tækifærið dásamlegt. Ó, að herra uppsker- unnar vildi senda okkur verka- menn. Ungi maður, ef þú lest þessi orð mín, viltu ekki bjóða fram þig og verk þitt, í víngarði Drottins? Rúnólfur Marteinsson. Innköllunarmenn LÖG8ERGS Amaranth, Man............. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak..............B. S. Thorvarðson Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man..................... M. Einarsson Baldur, Man.................... O. Anderson Bellingham, Wash...........Árni Símonarson Blaine, Wash. ............ Árni Símonarson Cavalier, N. Dak. ....... B. S. Thorvarðson Cypress River, Man............. O. Anderson Churchbridge, Sask .....S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. ........... Páll B. Olafson Gerald, Sask.................... C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glehboro, Man ................ O. Anderson Hallson, N. Dak. .......... Páll B. Olafson Hnausa, Man............. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man................ O. N. Kárdal Langruth, Man............ John Valdimarson Leslie, Sask.................. Jón Ólafsson Lundar, Man. ................. Dan. Lindal Mountain, N. Dak............ Páll B. Olafson Point Roberts, Wash........... S. J. Mýrdal Riverton, Man.......... K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. ............... J. J. Middal Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. ........... J. Kr. Johnson Vancouver, B.C................F. O. Lyngdal Víðir, Man.........,... K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man.......... Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man........... O. N. Kárdal

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.