Lögberg - 16.10.1947, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER, 1947.
TIL TUNGLSINS EFTIR TUTTUGU AR
Það er langl síðan farið var að
tala um ferðalög til tunglsins og
á aðrar stjörnur. H. G. Wells
spáði um slík ferðalög fyrir
fjörutíu árum — og margt ótrú-
legt, sem hann hefir spáð, er nú
komið fram. Og vísindamenn-
irnir segja, að fræðilega sé ekk-
ert því til fyrirstöðu að hægt sé
að ferðast úl í himingeiminn,
síðan atóm orkan og radar komu
til sögunnar. í þessari grein seg-
ir frá áliti fransk-rússneska vís-
indamannsins Alexandre Anan-
oíf á máli þessu.
Astronoutik er nýtt orð í vís-
indamálinu og er útlatg: vís-
indaleg fræði um siglingar milli
stjarna. Þessi fræðigrein er iðk-
uð í stofnun í París, sem heitir
löngu nafni: “Section Astron-
autique de l’Association des
Aéro-Clubs Universitaires e t
Scolares de Frnace”. Og þessi
deild er stofnuð af Alexandre
Ananoff og verkefni hennar er
eingöngu það, að starfa að und-
irbúningi ferða til tunglsins og
annara stjarna. Ananoff er fædd-
ur í Prússlandi, en uppalin í
París, hann er stjörnufræðingur
að námi og hefir lagt stund á
rakettugerð í mörg ár. Doktors-
próf hefir hann tekið í stjörnu-
fræði.
Ananoff er rúmlega fertugur.
En síðan 1927 hefir hann unnið
að því, að gera mögulegt að
komast til tunglsins. Hann vann
að rannsókjnum sínum öðrum
þræði í Þýzkalandi til ársins ’31,
því að á þeim árum voru Þjóð-
verjar komnir lengra í rakettu-
gerð en allar aðrar þjóðir, og á
þeim rannsóknum byggist leyni-
vopn þeirra V-1 og V-2.
“Það verður að vera alþjóðleg
stofnun, sem hrindir þessu máli
í framkvæmd,” segir Ananoff.
“Ef bestu teiknimenn, stærð-
fræðingar og vísindamenn í
heimi leggja saman, þá geta þeir
búið til rakettu er kemst til
tunglsins, eftir nokkur ár. Það
er tvent, sem hefir gerbreytt
viðhorfinu í þessu máli og gert
það ómögulega mögulegt. Ann-
að er atóm-orka Bandaríkja-
manna og hitt radar Engiend-
inga. Bandaríkin, Frakkland og
Þýzkaland eiga bestu rakettu-
smiðina. Og duglegustu Þjóð-
verjamir í þessum greinum eru
nú í Ameríku og vinna fyrir
Bandaríkjamenn. Spurningin er
sú, hvort reynsla þeirra í sam-
bandi við hina endurbættu V-2
sprengju á að koma vísinda-
mönnum allra þjóða að gagni
eða hvort hún á að verða hern-
aðarleyndarmál, eins og því mið-
ur virðast horfur á. En við
hérna í Frakklandi vinnum af
kappi að tilraunum með rakettur
á “Institut Astxondmiqiuef’ og
smíðum rakettumótora sjláfir.
Það hefir lengi verið unnið að
rakettugerð í ýmsum löndum,
en skriður komst eiginlega ekki
á það mál fyr en með V-1 og
V-2. í V-2 Þjóðverja sem fram-
haldstilraunir Bandaríkjamanna
byggjast á nú, var orkugjafinn
9 smálestir af fljótandi súrefni
og nokkuð af alkoholi. Þessar 9
smálestir nægðu ekki nema til
60 sekúndna brenslu, en gat lyft
1 smálest af sprengjuefni og
hulstri rakettunnar og vélaum-
búnaði, 12 smálestum alls, upp í
120 kílómetra hæð. Hversu full-
komin sem þessi raketta verður
gerð, þá verður hún alta óhæf
til að komast á henni til tungls-
ins. en með atóm-orku verður
hægt að senda rakettu til tungls-
ins, Mars og Venusar og láta
hana koma aftur. En það mál
er ekki leyst ennþá.
Ennþó vandasamara atriði var
það, hvernig ætti að stýra rak-
ettunni. En svo kom radar til
sögunnar, og þar með er ráðið
fram úr þeim vanda. Með radar
er hægt að stýra rakettu til
tunglsins og á þann blett á tungl-
inu sem áskað er. En í fyrstu til-
raunaferðinni er ekki áformað að
lenda, hvorki með mannlausri
rakettu né með rakettu sem
stjórnað er af áhöfninni, heldur
stendur til að fljúga kringum
tunglið, kvikmynda það og gera
allskonar mælingar með sér-
stökum tækjum, sem rakettan
verður útbúin með. Fyrsta
tunglrakeítan getur verið til-
tölulega einföld, því að henni
verður stjórnað frá jörðinni með
radar. Það er að segja þangað
til hún kemur á móts við tungl-
ið. En undir eins og rakettan
sveigir í boga til þess að fara
bak við tunglið verka ekki rad-
ar-áhrifin á hana, vegna þess að
þau fara beina línu eins og ljósið
og þessvegna gætir þeirra ekki
á nokkru svæði. Þetta atriði
skapar vanda, sem ekki hefir ver
ið ráðið fram úr, en líklegt er að
stjórna megi rakettunni með
sjálfvirku tæki þennna spöl, sem
rakettan fer bak við tunglið.
Þessa 384,000 kílómetra, sem
> > i. >
% • , ' * U
'V» v
RIGNING eða
‘T>7r*
SÖLSKIN AVALT I
GÓÐU GILDI
Hvernig, sem viðrar, og hvað, sem í
móli blæs, finnið þér til öryggis ef þér
eigið í fórum yðar fúlgu af CANADA
SAVINGS veðbréfum. Þau eru ávalt
seljanleg og pefa af sér fulla vexti. Þér
getið keypt alt að $1.000 en ekki þar yfir — fyrir
peninga út í hönd eða gegn afborgunum. Notið
yður þelta tækifærL Kaupið CANADA SAV-
INGS veðbréf.
Til sölu 14. oklóber í bönkum, fésýslufélög-
um eða hjá atvinnufyrirtæki yðar gegn reglu-
bundnum afborgunum.
1 \ \>^
ÞÉR IÐRIST EKKI EFTIR AÐ SPARA
Canada
ScutincjA'
Bonds
SECOND SERIES
eru milli tunglsins og jarðar-
innar, á rakettan að komast á 3
tímum 27 mínútixm. Fjarlægðin
er óveruleg í samanburði við
þær fjarlægðir, sem rakettan
þarf að komast til annara
stjarna, er síðar verða heim-
sóttar. Og enn einfaldara mál
er það, að senda rakettu beint
til tunglsins. Það verður meira
að segja hægt að taka myndir af
rakettunni á leiðinni frá jörð-
inni því að ef magnesíum er
komið fyrir í rakettubroddinum
þá gefur það svo skarpt ljós, að
það sézt í kíkirum frá jörðinni.
En það er miklu mikilsverðara
að senda rakettu kringum
tunglið en beint þangað. Á sjö
tímum verðru hægt að fara
fyrstu ferðnia kringum þennan
nágranna jarðarinnar. En rak-
ettan má ekki koma nær tungl-
inu en í 26,000 km. fjarlægð, því
að aðdráttarafl tunglsins fer að
verka á hana í 38,000 km. fjar-
lægð.
Spðan verður rakettan látin
fyrir einn mann, en það er ekki
víst að fyrsta tunglrakettan
landa á tunglinu. í V-2 var rúm
verði jafn rennileg í laginu og
þýzka eldflaugin var.
Það verður vitanlega margt að
athuga í sambandi við að senda
menn til tunglsins. Mat, and-
rúmsloft og “kafarabúning”
verða þeir að hafa með sér. Erf-
iðast verður að tempra hraðann
við lendinguna, því að rakettan
fer með 219,600 kílómetra hraða
á klukkustund þegar hún er kom-
ni út fyrir aðdiráttaraflssvæði
jarðarinnar, 7 sekúndum eftir að
hún er farin af stað — 3660 kíló-
metra á mínútu eða 61 km. á sek-
úndu! Þessum hraða heldur hún
þangað til hún er komin um það
bil hálfa leið, 188,000 kílómetra,
en þá verður byrjað að draga úr
hraðanum. Það er hægt að
tempra ganghraða mótora, og
Ananoff trúir því, að atóm-mót-
orar verði komnir í notkun eftir
nokkur ár.
Til fimm daga dvalar á tungl-
inu þurfa tveir menn nokkur
þúsund lítra af súrefni, og það
er vandalaust að ráða fram úr
því. Líka er auðvelt að hita upp
stýrishúsið, sem er efst í rakett-
unni. Annar helmingurinn af
yfirborðinu verður svartur, en
hnin með gljáandi króm-húð, og
með því að snúa viðeigandi lit að
sólinni verður hægt að tempra
hitann. Nálægt jörðinni er gert
ráð fyrir 09 kuldastigum og svo
fellur hitinn niður í mínus 273
stig. Með glerstrendingum og
holspeglum má nota sólarljósið
til upphitunar, en rafmagnshit-
un verður líka að vera í klefan-
um til að nota þegar rakettan
kemur í skugga frá reikistörn-
um eða halastjörnum. Berg-
málsmælar og radar geta að stað-
aldri sagt til um fjarlægðina frá
tunglinu, jörðinni og reiki-
stjörnunum.
Lendingin á tunglinu verður
ýmsum erfiðleikum bundin, en
Ananoff telur þá ekki óyfirstíg-
anlega. Eftir fyrstu ferðina
kringum tunglið hafa menn feng-
ið ljósmyndir af þeirri hlið
tunglsins, sem frá jörðinni snýr,
og það kann að vera að þar séu
betri lendingarstaðir en þeim
megin sem að okkur snýr. Ann-
ars á að öðru jöfnu að vera
miklu auðveldara að lenda á
tunglinu en jörðinni, því að alt
er sex sinnum léttara þar. Báðu-
megin á rakettunni verða sér-
stakir mótorar til að draga úr
ferðinni, en með vængjum og
stýri re ómögulegt að hamla í
lofttómu rúmi.
Þegar mennirnir koma út úr
rakettunni verða þeir að vera
viðbúnir því, að hitinn sé hundr-
að stig frá sólinni en tvö hundr- •
uð kuldastig þeim megin sem
sólin skín ekki á þá. Þessi 300
stiga munur er í rauninni erf-
iðasta atriðið við að lenda á
tunglinu, og þessvegna verða
mennirnir að vera í upphituðum
og kældum kafarabúningi.
Þegar gestirnir hafa verið sól-
arhring á tunglinu og svipast um
V. ZILLIACUSS
Heimalands söngsins-—þúsund
vatna landið
Vilhelm Zilliacus er lektor við
háskólann í Stokkhólmi og kenn
ir þar finnsku. Hefir hann dvalið
hér á landi í röskan mánuð, á
vegum finnska útvarpsins, sem
fréttaritari þess, og farið víða
um og marga hitt að máli. Zillia-
cus er vel lærður maður,- m. a.
í íslenzkum fræðum, og ekki
spillir það, þó glöggt sé gests
augað. Samkvæmt beiðni rit-
stjórnar Vísis hefir Zilliacus
ritað fyrir blaðið eftirfarandi
grein um finnska fornmenningu.
Ekki er að undra, þótt ísland
sé úti um heim, en þó einkum
á Norðurlöndum, kallað “Sögu-
eyjan”. Forna sagnaritunin hefir
orðið einskonar tákn fyrir land-
ið og leiðarvísir fyrir útlendinga,
svo sem Hekla eða Geysir. Þetta
er ofur eðlilegt, og auðvelt er
að finna önnur lönd, sem nýtt
nafn hafa hlotið, sem miðast við
sérkenni þeirra: Noregur er
fjallalandið, Danmörk land
beykiskóganna og Svíþjóð hins
gullna meðalvegar. Vafi getur
leikið á hvort nöfn sem þessi
reynist ekki villandi í mati á
landi og þjóð. Hefir fiskurinn
ekki t. d. meiri þýðingu en
Geysir, og beinir nafnið “Sögu-
eyjan” huganum ekki langt aft-
ur í aldir, svo að menn gleyma
unga framsækna lýðveldinu
dagsins í dag.
Finnland hefir einnig fengið
sín viðurnefni. Allir þekkja “þús
und vatna landið“ sem er rangt
að því leyti, að vötnin rhá telja
í tugþúsundum, — eða “skóg-
anna ríki” eða “heimaland söngs
ins”. öll eru nöfn þessi við eng-
an tíma bundin og “rómantísks”
eðlis, og ekki gefa þau nokkra vís
bendingu um þróun þá, sem orð-
ið hefir í landinu á síðari árum.
Öll samanlögð gefa þessi heiti
fagra og ef til vill fegraða mynd
af landinu: blá vötn umvafin
grænku víðlendra skóga.
En hvað um sönginn? — Setur
hann svo svip sinn á þjóðina, að
hann geti talizt tákn hennar ut-
an landamæranna? Nei, — tæp-
ast í dag, en svo var það löngu
áður en nafn Finnlands þekkist
úti um heim. Einmitt á þessu
sviði liggur líkingin milli ís-
og safnað sýnishornum af stein-
um og öðru, fara þeir um borð
aftur. Á nokkrum mínútum eru
þeir komnir út úr tunglskugg-
anum, sem hindrar radar-sam-
bandið við jörðina, og í síðasta
lagi eftir fjóra tíma lendir
stjörnurakettan á Matto Grosso
í Brasilíu eða einhversstaðar á
Indlandi, þar sem 5000 blaða-
menn bíða þeirra til þess að fá
viðtal. Það verður að velja
lendingarstaðinn eins nærri mið
jarðarbaug og unt er, því að þar
hreyfist jörðin hraðast, um það
bil 465 metra á sekúndu.
----Annars telur Ananoff að
ferðin til tunglsins sé ekki nema
byrjun, sem verði til þess að
farið verði að heimsækja aðrar
stjörnur í himingeimnum. Til
Venusar eru 56 miljón kílómetr-
ar og til Mars 78 miljónir. Það
er sérstaklega Mars, sem “an-
stroautarnir’! hafa hug á að
heimsækja undir eins og hægt
er, því að þar eru fjöll og dalir,
sléttur, jurtagróður og andrúms-
loft — og kanske lifandi verur
líka! Fið vitum nú þegar að á
Mars er bæði sumar og vetur og
að jurtagróðurinn skiftir lit, eins
og hann gerir á jörðinni. Meðal-
árshitinn er 2 kuldagráður, mest-
ur kuldi og hiti 20 stig. Loft-
þyngdin svarar til þess, sem er í
24 kilómetra hæð yfir jörðinni,
svo að ef maður vill ganga um á
Mars verður maður að klæðast
hinum þægileguistu háloftsfötP
um, sem ameríkönsku flugmenn-
irnir eru farnir að nota í ferða-
lögum sínum.—Fálkinn.
lenzkra og finnskra þjóðhátta.
Það, sem sland öðlaðist í sögun-
um, — hinu ritaða orði, — öðl-
uðumst við í söngnum.
Kunnugt er að finnski forn-
kveðskapurinn, sem kveðinn var
fyrir meira en þúsund árum,
varðveittist frá öld ti laldar, allt
fram á miðja 18. öld, án þess að
ein ljóðlína væri skrifuð til að
styðjast við. Alkunnugt er einn-
ig, að á þeim ca. 150 árum, sem
menn hafa fengist við söfnun
þessara ljóða frá vörum þjóðar-
innar, — meira eða minna kerfis-
þundið, — hefir sá árangur náðst
í magni og gæðum, sem er langt
vonum framar. Þegar í upphafi
var skráð safn hetjúsöngva, sem
Elías Lönnrot gaf út undir heit-
inu “Kalevala”, og sem orðið
hafa þjóðkvæði Finnlands. ís-
lendingar kunna að undrast,
hvernig slíkur kveðskapur hefir
getað lifað á vörum þjóðarinnar
og staðizt allar umbyltingar í
sögu, sem hefir að geyma mörg
erfið ár. — Hvað hefir gefið
þjóðháttunum — traditionen —
þvílíka lífsseigju?
Skýringin liggur ekki í því að
söngvarnir hafi borizt frá frum-
heimkynnum sínum í suðvestur
Finnlandi, til “verndarsvæð-
anna” í austri. Skýringuna er
einnig að finna í söngvunum
sjálfum. Of langt mál yrði að
skýra eðli söngvanna, og fyrir
því skal aðeins frá því sagt, sem
vitað er um hinn nafnlausa hóp,
sem varðveitt hefir söngvana.
Fyrst skal þess getið, að bæði
menn og konur hafa ort og sung
ið saman finnsku þjóðvísurnar.
Maðurinn kvað venjulega hetju-
söngvana, seyðþrungin og sögu-
leg ljóð, en konan átti ljóðræna
hlutann, vöggusöngva, brúð-
kaupsljóð og annað slíkt. Undir-
leikurinn, sem leikinn var á
strengjahljóðfæri, “kantelen”,
önnuðust menn einvörðungu.
Talið var að fornfinnsku rúna
skáldin væru öðrum mönnum
vitrari, en vizka var vald á þeim
tímum, — vald, sem menn virtu.
Skáldið var höfðingi ættar sinn-
ar og naut mikils álits. Einkenn-
andi er að í “Kalevala” er aðeins
einu sinni getið um einvígi, þar
sem sverð kváðu upp blóðdóm-
inn. En er tvær aðalhetjurnar
mætast á þröngum stíg, og hvor
ugur þeirra vill víkja, útkljá þar
deiluna með því að kveðast á.
Vainamöinen, spámaðurinn
mikli, birtir andstæðingi sínum
í ljóðum vísdóm sinn um dulin
fræði, en hann sekkur dýpra og
dýpra í iður jarðar. Þegar
Vainamöninen, svo sem getið er
í öðru ljóði, sezt niður, leikur á
kantele og syngur, þá safnast
að honum dýr merkurinnar í
friði og andagt. Með söng sínum
hemur hann náttúruöflin og jafn
vel stjörnur himinsins. — Þetta
verður skiljanlegt m. a. vegna
þess, að talið var að skáldið
þekkti “upphafsorð” hlutanna
í umhverfi þeirra, en þetta orð
veitti honum ótakmarkað vald.
Með því læknaði hann sjúkdóma
og neyð, en dularmáttur þess
olli fjöndum hans miska.
En. hvernig öðlaðist skáldið
vizku söngva sinna? Oft svarar
það því sjálft: Það segist hafa
lært, sem lítill drengur, söngv-
ana af föður sínum, er hann söng
þá á löngum vetrarvökum, en
stundum lætur hann drýginda-
lega yfir sér, eða skýtur sér hjá
því að segjast hafa lært á því að
hlusta á þyt vindsins í trjánum,
gjálfur bylgjanna við sjávar-
sandinn, hafi tínt vizkuna meðal
skógarblómanna eða öðlazt hana
í hunangssafa, er það gekk um
landið í æsku sinni. Lykillinn að
leyndardómnum náttúrunnar
hefir það fengið frá henni
sjálfri. En vizkan deyr ekki. Þess
(Framh. á bls. 7)