Lögberg


Lögberg - 16.10.1947, Qupperneq 3

Lögberg - 16.10.1947, Qupperneq 3
LÓGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER, 1947. 3 Heimsókn í alfinskar bygðir Fihsku bændurnir eru dugleg- ir menn og fylgjasi vel með iím- anum. — Bókakosiur finskra sveilaheimila er mikill og góður, en helzla aðalsmerki bændanna er þó hin frábæra gesirisni þeirra. Laugardaginn 2. ágúst í sum- ar lagði eg af stað frá Helsing- fors ásamt Maj-Lis Holmberg, sem er ýmsum íslendingum að góðu kunn, móðursystur henn- ar, frú Vesa o gungfrú Vesa, dóttur frúarinnar. Ferðinni var heitið inn í alfinskar bygðir í Tavastland, sem er hérað góðan spöl norðan við Helsingfors. Við fórum með lest frá Hels- ingfors til borgarinnar Tavest- hus eða Hameenlinna eins og hún heitir á finsku. Á j árnbrautarstöðinni í Tav- asthus tók á móti okkur Jussi Vesa, maður frúarinnar, eg átti eftir að komast að raun um að Jussi er gagnmentaður mann- kostamður og á eg honum marg- ar ánægjustundir að þakka. Alt þetta fólk mælti á sænska tungu, þótt aðeins Maj-Lis hefði sænsku sem móðurmál. Jussi talaði reiprennandi finsku og rúss- nesku, en fleytti sér auk þess á sænsku, þýzku, ensku og frönsku. Frá j árnbrautarstöðinni héld- um við til bezta matsöluhúss borgarinnar. Á leiðinni þangað tókst mér með aðstoð Jussa að kaupa finskan vindil, þótt eg hefði ekki skömtunarseðla. Eg gerði margar tilraunir til þess að kveikja í vindlinum en þær voru allar árangurslausar, það brakaði dálítið í öðrum endan- um á kauða en reyk fékk eg eng- an. Eg gafst loks upp við þessa reykingartilraun og vafði vindl- inum innan í pappír, geymi eg hann enn eins og hvern annan menjagrip. Meðan við snæddum á mat- söluhúsinu komst eg að raun um, að bæði Jussi og kona hans kunnu vel að meta enskar síga- rettur, þótt þau eins og aðrir Finnar væru ófús að taka við þeim. Að máltíðinni lokinni var ferðinni heitið til bóndabæjar sem heitir Kyla-Pavolabær, hann er í Vuolimienniþorpi og Hattulasveit. Á þeim bæ býr frændfólk samferðafólks míns og ætlaði Maj-Lis að gefa mér kost á að sjá húsakynni og heimilis- brag á finskum bóndabæ. Við áttum að fara með áætl- unarbíl til Kyla-Pavolabæjar hvað við líka gerðum. Ferðalag- ið ar þó allóvenjulegt. Bíllinn var knúður viðarkolum og því engan veginn loftgott inni. Svo lágt var undir loftið að maður varð að standa í keng en öll sæti voru fyrir löngu uppseld. Þeim sem eru vanir að ferðast í amer- ískum lúxusbílum hefði sjálf- sagt ekki þótt þessi farkostur góður, en um annað var ekki að velja. Við hröðuðum okkur inn og stóðum hálfbognir í viðar- kolalofti. Ekki var hætta á því að við dyttum, því þrengslin voru svo mikil, að við gátum naumast hreyft minsta fingur hvað þá meira. Þegar við vorum komin góðan spöl út fyrir borgina hækkaði hagur strympu, því þá fengum við að standa aftan á innan um mjólkurbrúsa og annan varning, sem bílstjórinn var að smáskila bændunum, rétt eins og gerist til sveita heima. Bíllinn var þann- ig bæði áætlunarbíll og mjólkur- bíll. Á pallinum leið okkur á- gætlega og nutum við útsýnis yfir ána og skóga þar sem klett- ar gægðust upp úr jarðveginum hér og þar. Á Kyla-Pavolabæ Um hádegisbil komum við að Kyla-Pavolabæ, en þar býr Hugo Kuivalahti ásamt konu sinni og börnum. Bærinn er 145 ára gam- all og það sem strax vekur eftir- tekt mína er hversu hreint og fágað alt er, og komst eg síðar að raun um að hreinlæti er þjóð- areinkenni Finna. Við komum fyrst inn í litla forstofu með 4 gluggum. í hverj- um glugga stóðu litfögur blóm. Fram með endilöngum langvegg er grænmálaður bekkur en borð á miðju gólfi. Úr forstofunni gengum við inn í litla stofu með borði og 4 stól- um, sófum, skáp, klukku, síma, útvarpi, fatahengi og ofni úr tígulsteini. í þessari stofu situr fólk að vetrarlagi ef gesti ber að garði. Ljósmetið er steinolíu- lampi á flestum bóndabæjum. Hugu Kuivalahti og kona hans fóru með okkur gegnum þessa stofu og inn í beztu stofu húss- ins. Þar var mjög rúmgott, stof- an 7x7 m., og húsgögnin bæði falleg og vönduð. Glæsileg heimaunnin teppi prýddu vegg- ina. Á miðju gólfi voru borð og 6 stólar, úti við veggina voru tveir djúpir stólar, einn ruggu- stóll, orgel, skenkur, stór bók- hylla og óvenjulega smekkleg kista. Þegar eg forvitnaðist um kistuna var mér sagt, að slíkar kistur gengju í arf frá móður til dóttur . Þegar heimasæturn- ar giftast fá þær kistuna og í henni er að öllum jafnaði ein bók, þurkur, borðdúkar, heima- ofin sængurver og koddaver. — Þetta er venjulegur heiman- mundur finskra stúlkna. Á einum vegg stofunnar var stór mynd af ungum manni og innrammaður teksti á finsku undirritaður af Mannerheim marskálki, sem féll í stríðinu og tekstinn var tilkynning um fall hans og hljóðaði svo. — Það er skylda mín að til- kynna yður, að Lauri Armar Kuivalahti er fallinn í barátt- unni fyrir fósturjörð og frelsi, og fyrir alt það sem er okkur heilagt og dýrmætt. Eg sam- hryggist yður af heilum hug en verð að hugga yður með því, að þið hafið fengið að gefa Finn- landi yðar dýrmætustu fórn. — Hinn almáttugi og náðugi guð styrki yður. Mannerheim. Okkur var borið ekta kaffi og margs konar heimabakaðar kök- ur. Húsbóndi og húsfreyja sátu til borðs með okkur en ekki börnin 3, einn sonur og tvær dætur. Húsbóndinn var ræðinn og skemtilegur og spurði mig margs um íslenzka bændur. Leysti eg úr spurningum hans eftir beztu getu en Maj-Lis Holmberg þýddi alt sem við sögðum þar eð eg kann ekkert í finnsku og Hugu Kuivalahti ekki stakt orð í sænsku. Þegar við vorum komin að molakaffinu bauð eg öllum hópnum enskar sigarettur. Hugu þáði sigarettu með þökkum og sömuleiðis Jussi Vesa en kona hans sem er rúmlega fertug hjúkrunarkona hafnaði boðinu. Mér kom þetta mjög á óvart því á matsöluhúsinu hafði frú Vesa reykt af hjartans lyst. Skýring- in á þessu merkilega fyrirbrigði kom von bráðar. Húsfreyjan þurfti að bregða sér í burtu og kveikti frú Vesa þá óðara í rettu. Jussi sagði mér að húsfreyjunni félli ekki við kvenfólk sem reykti og vildu “telpumar”, þ. e. frú Vesa og Maj-Lis ekki angra hana veð slíku háttalagi. Meðan Jussi tjáði mér þetta heyrðum við fótatak hinnar fimtugu hús- freyju. Frú Vesa slökti í sigar- ettunni í mesta snatri og setti upp í sig piparköku til þess að eyða reykjarlyktinni. Eg stríddi oft frú Vesa á þessu síðar og sagði henni að á íslandi mættu fertugar telpur reykja þegar þeim sýndist. Dagstofan og eldhúsið er á flestum finskum bæjum sama húsið en á Kyla-Pavola var þil á milli. í dagstofunni var eitt borð, 3 bekkir, 2 skápar og dív- an. í eldhúsinu finsk eldvél, bekkir og skápar. Útihúsin I “Ladogarden” sem er kall- aður fjár- og hesthús á mynd- inni er einnig geymsla og hey og kvistaloft. Á síðastliðnu ári voru búnir til 40.000 kvistir eða vendir á þessum bæ og sendir sundhöllinni í Helsingfors en í sambandi við þá sundhöll er finsk baðstofa. Hugu er snill- ingur í að búa til kvisti enda hlaut hann þá viðurkenningu í fyrra, að kvistirnir hans voru sendir á sýningu í París þar sem finsk baðstofa var til sýnis. Hver Bæjarstjórnar kosningar Miðvikudag 22. okt. — 9 f. h. til 8 e. h. Kjósið fulltrúa sem vinna fyrir YÐUR en ekki pólitískan flokk! Kjósið þessa hæfu frambjóðendur: 2. KJÖRDEILD í bæjarráð BLACK ST. JOHN í skólaráð BECK CRIERIE Merkið 1 og 2 í þeirri röð, er þér æskið. Njóta meðmæla frá CIVIC ELECTION COMMITTEE Curry Bldg. — Símar 93642-96064 Leitið þangað upplýsinga kvistur eða vöndur er 50—60 cm. á lengd. 1 geymslunni stendur kirkju- sleðinn húsbændanna. í honum eru sæti handa tveimur rauk ökumannsins. Finsk kerra og ýms búsáhöld eru þar einnig. í hesthúsinu er 2 hestar og 1 fol- ald, í fjósinu 6 kýr, 2 kvígur og 1 naut. Fyrir stríð átti Hugo 12 mjólkurkýr en hann hefir orðið að fækka þeim eins og aðrir finskir bændur. Á kotbæjum eru aðeins 1—2 hestar og fá kot- ungarnir lánaða hesta hverjir hjá öðrum. í bása kúnna var sett stráalag svo þær lægju ekki á hörðu. Aft- ast í flórnum var rist, sem hland ið rann niður um ofan í safn- gryfju en við enda flórsins var gat sem mykjunni var mokað út um í safnhúsið. Hugo hafði sjálf- ur fundið upp þennan útbúnað og þekkist hann ekki annars staðar í Finnlandi. Bæði safn- gryfjan og safnhúsið eru undir fjósinu, sem er bygt á smáhæð. Safngryjan er hærri en botn safnhússins og liggur renna úr botni hennar út í safnhúsið, þangað inn má aka kerru og setja slöngu beint úr safngryfjurenn- unni í lagartunnuna. Á þennan hátt sparast alt erfiði við að dæla. Safngryjan er tæmd þeg- ar lögurinn er 7 mánaða og hann þyntur með 2-3 vatns. Alt þetta sýndi sonur Hugo mér en Maj-Lis þýddi allar frá- sagnir hans. Að síðustu fórum við inn í helgidóm sv.eitarinnar, bæna- húsið, sem stóð rétt við bæinn. f þessu bænahúsi, sem rúmar 150 —200 manns er messað einu sinni í mánuði. Næsta kirkja er 30 km. í burtu og sækir fólkið því mest guðsþjónustur í bæna- húsinu. Þetta litla hús er ekki íburðarmikið, altarið er minna en í íslenzkri sveitakirkju en altaristaflan er mjög falleg enda gerð af frægum listamanni. — Framan við altarið er lítill skem- ill klæddur flaueli, sem prestur- inn leggur hnén á meðan hann biðst fyrir, gráturnar eru sömu- leiðis klæddar flaueli. Orgelið er finskt. Er eg hafði séð öll húsakynni hafði ég orð á því við Maj-Lis, að þetta sveitaheimili væri sennilega langt ofan við meðal- lag, hún kvað svo vera og mætti helzt líkja því við myndarlegt hreppsstjórabú heima. Jörðin er hundrað hektarar, þar af eru 11% hektari akrar og er þar ræktað rúgur, hveiti, bygg, hafrar, kartöflur, sykurrófur, jarðarber o. fl. Sá hluti jarð- arinnar sem ekki er akrar er að mestu skógi vaxinn. Brúttótekjur af rekstri jarðar innar eru 800,000 miljón mörk, eða 40—50 þús. ísl. kr. Verði upp- skeran ekki meiri en svo að alt korn þurfi að afhenda ríkinu nema brúttátekjurnar ekki nema 5—600 þús. mörkum. 1 næstu grein mun eg segja nánar frá ferðinni um þetta al- finska hérað. Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni. —Tíminn, 10. sept. Business and Professional Cards Frakki var á feðalagi í London. Dag nokkurn var hann keyrður um koll á götunni. Þegar hann var staðinn upp, sagði hann við lögreglumanninn, sem hafði hjálpað honum á fætur: “Parlez vous Francaise?” “Nei, það var sjö manna Chev- rolet”, svaraði lögregluþjónninn. Kvikmyndahús eitt í París hef- ir fundið ágætt ráð til þess að fá kvenfólk til þess að taka oían hattana á meðan á sýningu stend- ur. Áður en sýning hefst kemur eftirfarandi auglýsing á sýningar tjaldið: “Til þess að valda eldri konum ekki óþægindi, leyfa eig endur kvikmyndahússins að þær setji með hattana á höfðinu.” Nokkrum sekúndum síðar bregst það ekki að allir hattar horfnir. H. J. STEFANSSON Life, Accident and HcaUh Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOingur í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 tll 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Bérfrœöingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 93 851 Heimasíml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenxkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pösU. Fijðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um tlt- farir. Allur útbflnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimilis talslml 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Phyaician and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PCINCE// MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, hösgögn úr smœrrl Ibúðum, og hflsmuni af öllu tæl. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountanta 1101 McARTHUR BUILDING Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Radlo Servlce Speclaliats ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG O. F. Jonasson, Prea. Sc Man. IMr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.atj. Verzla 1 heildsölu með nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Helma 56 462 u HAGBORG U n FUEL CO. n • Dial 21 331 21 331 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. v ViBtalstimi 3—5 efUr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Rea. 280 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 962 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlceknlr For Appointments Phone #4 #08 Office Hours 9—8 404 TORONTO GEN. TRU8TB BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 556 For Quick Relia'ble Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgO. bifreiCaábyrgB, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrceöinaar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreciated C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Dlreotor Wholesale Distributors of Frjeh and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.