Lögberg - 16.10.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.10.1947, Blaðsíða 4
4 - LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER, 1947. --------lostjers--------------------- Oeflð öt hvem flmtuda* a/ THZ COLUMBIA PRESS, LÍMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlít rltatjórana: EDITOR LÖGBERQ 196 Sargent Ave., Winnlpeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 uxn árið—Borgist fyrirfram The •‘Lögbergr" la prlnted and publlshed by The Columbia Preaa, Llmlted, 895 Saxgent Averue, Wlnnlpeg, Manltoba, CanaAa. Authorized aa.S-xjond Clasa Mail, Poat Office Dept., Ottawa. PHONE 11 194 Oafsakanlegt afskiptaleysi í Winnipegborg, eins og reyndar svo víða annars staðar, gegnir það furðu, hve fátt menn láta sér um kosninga- réttinn og kjörseðilinn, er kalla má réttilega fjöregg lýðræðisins; við kosningar til bæjarstjórnar hefir það oftar en einu sinni borið við. að innan við helmingur kjósenda legði á sig það ómak, að koma á kjörstað og greiða atkvæði; þegar kosið er um borgarstjóra verður jafnaðarlegast nokkuru meira líf í skákinni, þó mjög skorti oft, einnig þá, á þá kjörsókn, sem verða ætti; en þegar frá líður, og að maður nú ekki tali um ef eitthvað fer aflaga, eða sýn- ist gera þa$, eru þeir háværastir og hafa flest á hornum sér, er í raun og veru eru óábyrgir gagnvart rekstri bæjarmála, með því að þeir, vegna óaf- sakanlegs afskiptaleysis, töldu það ekki á sig leggjandi, að rölta til kjör- staðarins og gegna með því sjálfsagðri borgaraskyldu; það, sem nú hefir sagt verið með hliðsjón af afskiptaleysi borgaranna varðandi kosningar til bæja- og héraðsstjórna, má því miður einnig heimfæra upp á kosningar til fylkis- og sambandsþings. Lýðræðinu hér, sem annarsstaðar, er fundið eitt og annað til foráttu; stundum með nokkrum rétti, en stund- um líka alveg út í hött; margar þjóðir, sem lítið hafa af lýðræði að segja, myndu mikið vilja til þess vinna að öðlast það persónufrelsi, þau mannrétt indi sem það býr yfir; lýðræðið er árangur af þúsund ára lífsreynslu mannanna með það markmið fyrir augum, að skapa að svo miklu leyti sem auðið má verða, jöfnuð kjara og lífs- hamingju; fram að þessu er ekki vitað um neitt annað stjórnarfarslegt hags- munakerfi, er líklegra sé til alþjóða farsældar; og þeir, sem á þróunar- magn lýðræðisins í einlægni trúa, mega aldrei neitt það ógert látið, er orðið geti því til fulltingis. Borið saman við stórborgir stórþjóðanna, er Winnipeg í raun- inni smábær; vingjarnlegur og fallegur bær; í bæjarfélaginu hafa skipzt á um völd ýmsir stjórnmála- flokkar; þrátt fyrir flokksnöfnin, hefir bæjarfélagið þróast jafnt og þétt í heil brigða átt; í þessu er fólgin mikilvæg sönnun fyrir frjómagni lýðræðisins. Um mörg undanfarin ár hafa flestar, ef ekki allar stéttir bæjarfélagsins átt fulltrúa í bæjarráði; íhaldsmenn, fram- sóknarmemi, jafnaðarmenn og kom- múnistar; ekkert af þessu sýnist hafa komið að sök; að minsta kosti er það víst, að á síðastliðnum fjórum árum hefir aldrei ríkt í bæjarfélaginu fegurri sameiningarandi en einmitt nú. Það skal jafnframt fúslega viðurkent, að Winnipeg nýtur nú og hefir notið síð- astl. tvö kjörtímabil forystu hins mesta og sanngjarnasta drengskaparmanns, þar sem núverandi borgarstjóri Garnet Coulter á i hlut; um það eru allir flokk ar í bæjarstjórnfnni gersamlega sam- mála. Hinir og þessir skilningssljóir eða grunnhyggnir menn, sem þykjast bera örlög mannkynsins á herðum sér, lítt læsir og með öllu ópennafærir, bölsót- ast yfir því, hve treglega gangi til um samkomulag á þingi sameinuðu þjóð- anna í New York; slíka feikna á- reynslu hefðu þeir sennilega vel getað sparað sér, og lagt á sig ofurlítið ómak til þess að koma auga á, hvernig fjar- skyld þjóðerni og fjarskyldar skoðanir, gæti unnið saman í sátt og samlyndi í Winnipeg; Veröldin öll, er og verður alþjóðavettvangur, þar sem barist verð ur milli vizku og fávizku, drengskapar og ódrengskapar, hreinskilni og hræsni, þar sem jákvæðu öflin í bar- áttunni fyrir réttvísi og drengskap á þessari jörð, ganga sigrandi af hólmi, en vantraustinu á lífið sjálft verður sökkt á fertugu dýpi. í því næst öllum stéttum í þessu landi situr Skotinn, þó fámennur sé, við völd; séu menn af hans kynstofni í vali fyrir tignar- og ábyrgðarstöður, fylkir hann um þá liði, og berst fyrir því af ráði og dáð að þeir nái settu takmarki, og hann brosir í kamp þegar við ná- náfrændur hans, berumst á banaspjót og töpum. Erum við íslendingar, svo heillum horfnir, að við sættum okkur við ættlerans hlut, og séum altaf að tapa? Lögberg, í tíð núverandi ritstjóra, veitir engum manni, þótt af íslenzku bergi sé brotinn, fulltingi fyrir það eitt að hann sé íslendingur, en blaðinu er jafn umhugað um það að halda á lofti nafni íslendingsins og láta það ekki falla í gleymsku fyrir vanrækslu og leti; af þessari ástæðu finnur Lögberg *það skyldu sína að styðja að endurkosn ingu Victors B. Andersonar í bæjar- stjórn og séra Philips M. Péturssonar í skólaráð; þetta er ekki gert af því að Lögberg sjái altaf auga til auga við þessa tvo menn, en miklu fremur af því að þeir, hvor um sig hafa sýnt og sann að í sínum verkahring, að þeir séu stöðu sinni vaxnir, og hafi með því auk ið á sæmd Canadísku þjóðarinnar og hins íslenzka kynstofns. í annari kjördeild leitar endurkosn- ingar í þriðja sinn, maður, sem unnið hefir sér hvarvetna traust sakir sam- vizkusemi og drengskapar; sá maður er Jack St. John, maður enn á unga aldri, góðviljaður, hreinskilinn, er hefir sýnt í athöfnum sínum í bæjarstjórn, að heill bæjarfélagsins sé langt um mikilvægari en hagsmunir einstakra stétta. í annari kjördeild leitar einnig endurkosningar Mr. Black, sem átti sæti í skólaráði í fjögur ár, og síðast- liðinn sex ár í bæjarstjórn við vaxandi vinsældir; hann hefir reynst tillögu- góður maður og þarfur maður í öllu því, er mannúðarmálum laut. Það er óþarfi að mæla með Adam Beck, því af margra ára reynslu hans í skólaráði ætti kosning hans að vera sjálfsögð; jafnframt því vill Lögberg benda á að Mr. McCrieire einn af kunnustu forystumönnum í fé- lagi póstþjóna og stjórnarstarfsmanna í landinu, gefur í fyrsta sinn kost á sér í skólaráð fyrir aðra kjördeild. í lýðræðislandi, þar sem borgararnir konur og menn, njóta atkvæðisréttar í öllum opinberum málum jafnt, ætti hver og einn að hafa það á tilfinning- unni, að það sé skortur á þegnskap að sitja heima og neyta ekki kosningar- réttar síns. Tvenn fjáraukalög, sem mikið velt- ur á að nái fram að ganga, verða lögð undir úrskurð kjósenda; lúta þau að stofnun Technical-Vocational skóla og húsabygginga vegna væntanlegra, reglubundinna landbúnaðarsýninga í borginni; er í báðum þessum tilfellum um mikilvæg menningaratriði að ræða, er kjósendur mega eigi láta undir höf- uð leggjast, að veita fulltingi. Áminstar bæjarstjórnarkosningar fara fram á miðvikudaginn þann 22. þ. m., og verða kjörstaðir venju sam- kvæmt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 8 að kvöldi. ♦ ♦ ♦ Þeir vitru sögðu: H. L. Mencken: “Það er jafn óhugs- andi að lifa hér í heimi algerlega hleypidómalaust eins og að vera í hel- víti án þess að svitna”. Robert Burton: “í hergagnabúrinu í Venezíu standa þessi orð letruð: Ham- ingjusöm er sú borg, sem hugsar um styrjöld á friðartímum”. Vendell Phillips: “Ekkert er mátt- ugra en mannlegir hleypidómar”. Dio Chrysostomos: “Þeir, sem eru bezt undir það búnir að heyja stríð, eru færastir um að lifa í friði”. George Washington: “Meginskilyrðið fyrir því, að þjóð fái lifað í friði, er, að hún sé við því búin að fara í stríð”. Oliver Cromwell: “Herskip er bezti sendiherra, sem til er”. Aubrey Thomas de Vere: “Sá tími mun nálgast, er þeir, sem hvorki þora að berjast fyrir guð né það, sem rétt er, munu berjast fyrir málefni friðarins”. Farquhar: “Það er vissast að semja frið með brugðið sverð í hendi”. George Herbert: “Friður, sem sam- inn er við afvopnaða þjóð, mun reyn- ast veikur”. Samuel Johnson: “Við kaupum fram tíðina fyrir afrek líðandi stundar”. Samtíðin. Hið umdeilda land íran Hér birtist grein um íran, sem verið hefir eitt af þrætueplum stórveldanna um; áratugi vegna legu sinnar og olíulinda. — f greininni er gerð stutt grein fyr- ir atvinnuvegum og stjórnmála- viðhorfinu í landinu, og er hún þýdd úr norska tímaritinu “Verd en í dag”. íran er um það bil 1.6 milljón ferkílómetrar að flatarmáli eða nærri því fimm sinnurn stærra en Noregur. Áreiðanlegar heim- ildir um fólksfjölda eru ekki fyr- ir hendi. Venjulega er hann tal- inn 15—18 milljónir. Ef til vill eru 3 milljónir íbúanna hirðingj- ar, aðeins rúmur helmingur eru Persar, að aðrir eru Aserbaid- sjanar, Tyrkir, Armenar, Kurd- ar, Arabar, Gyðingar og Afganar. Um það bil 80 prós. íbúanna lifa á gróðri jarðarinnar. Léns- skipulag er í landinu, og flestir bændur eru leiguliðar, sem verða að greiða háar upphæðir í fríðu til lénsherranna. Stór svæði landsins eru fjöll og auðnir, og á ræktanlegum svæðum er óhjá- kvæmilegt að hafa stórar vatns- veitur. Vinnubrögð við landbún- aðinn eru frumstæð og þar af leið andi er afraksturinn yfir höfuð lítill. Ræktað er hveiti, hrísgrjón tóbak, te, ópíum og baðmull. Ull og skinn eru arðvænlegur út- flutningur, en persnesk teppi og önnur vefnaðarvara er hæsti útflutningsliðurinn næst olíu. Einnig eru í Iran miklar auð lindír í jörðu, en þær eru mjög lítið unnar. Eru þar kol, járn, kopar, blý, nikkel og mangan, en fyrst á undan förnum árum var hafist handa um mælingar á þessum námasvæðum. Vegna hernaðarlegrar legu sinnar og mikilla olíulinda hefir Iran lengi verið einn af brenni- deplunum í stórveldapólitíkinni. Um aldamótin gerði Rússland tilraun til að ná yfirráðum suð- ur að Persaflóa, en Englending- ar komu í veg fyrir það. — Þeir höfðu búið rambyggilega um sig í suðurhluta landsins, til þess að tryggja sér leið austur til Ind- lands. Varð að samkomulagi milli stórveldanna, er frá leið, að Suður-lran skyldi vera brezkt áhrifasvæði en Norður-lran rússneskt. Itök Breta í olíulind- unuiu áttu upphaf á þessum tíma. Þegar árið 1904 komst brezka olíufélagið Anglo-Iranian Oil Co. yfir einkaleyfi á olíuvinnslu í Suður-lran. Óx framleiðslan ört. Árið 1912 nam hún aðeins 40 þúsund tonnum, og 1930 var hún komin upp í 6 millj. tonna, en ár- ið 1946 náði olíuframleiðsla fé- lagsins 20 millj. tonVia. Eins og sakir standa vinnur ekkert annað félag olíu í íran. Eftir byltinguna í Rússlandi afsöluðu Rússar sér öllum efna- hagslegum réttindum, sem rúss neska keisaradæmið hafði náð í Norður-íran, og um stundarsak- ir voru Bretar nærri einráðir í landinu. Árið 1925 var konungin- um steypt af stóli með stjórn- lagarofi og nýi stjórnarinn, Riza konungur, leitaðist við að reka framfarastefnu í líkingu við Kemal Ataturk í Tyrklandi. — Járnbrautir voru lagðar og vegir iðnaðurinn. var studdur og stjórn arkerfið í landinu bætt. — Við stjórn Riza konungs vann landið á ný stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt, og áhrif Breta voru mjög að ráði takmörkuð. Eigi að síð- ur var Iran áfram lénsríki með konunginn sem alvald og stærsta lénsherra. Landið fékk stjórnar- lög og þing — Majlis — árið 1906, en þingið mátti sín mjög íítils. 1 síðari heimsstyrjöldinni lék stjórn Irans mjög tveim skjöld- um, og voru áhrif Þjóðverja í landinu mikil. Haustið 1941 réð- ust rússneskir og brezkir herir inn í landið, og undir lok styrjald arinnar voru miklar birgðir flutt ar til Rússa yfir Iran og varð að bæta vegi og járnbrautir. — Riza konungur varð að segja af sér, en sonur hans, er settist í hásæt- ið á eftir honum, hefir ekki per- sónulega verið svo mikils megn- andi sem faðir hans. Herir bandamanna hurfu úr landinu í byrjun ársins 1946. — Samt var rússneskur her nyrzt í landinu, í Aserbaidjan, fram á sumar. Varð hann fyrst á braut, er samkomulag náðist milli Sovét ríkjanna annars vegar og Bret- lands og Bandaríkjanna hins- vegar. Olíusamningurinn kvað á um það, að stofna skyldi rússneskt íranskt olíufélag, er vinna ætti olíulindirnar á stórum svæðum í Norður-íran, og Rússar skyldu í 25 ár hafa 51 af hundraði af hlutunum í félaginu og ennig af framleiðslunni. Þó átti íranska þingið fyrst að staðfesta samning inn, og nýjar kosningar til þings ins fóru ekki fram fyrr en í jan- úar 1947. Meðan Rússar höfðu hersetu í landinu, var stofnuð óháð stjórn í Aserbaidjan, og í henni áttu sæti fulltrúar róttæka Tudeh- flokksins. Stjórn þessi átti í ein- lægum erjum við írönsku ríkis- stjórnina og endirinn varð sá, að herir stjórnarinnar réðust inn í Aserbaidjan í desember í fyrra og buguðu sjálfstæðishreyfing- una með vopnavaldi. Um svipað leyti var rússnesk-sinnuðum mönnum vikið úr stjórn írans og tók nú stjórnin að hallast á sveif með Bretlandi og Bandaríkjun- um. Bandarískir herforingjar tóku að sér að endurskipuleggja herinn og sérfræðingar í olíu- vinnslu frá Bandaríkjunum hófu að kortleggja olíusvæðin. Fjár- hagslegrar aðstoðar naut Iran enn fremur frá Bandaríkjunum. Greinilegt er, að sterk öfl í ír- an vilja reyna að losna við olíu- samninginn við Sovétríkin, og ekki er víst að þing Iran fallist á samninginn í upphaflegu formi, þar eð í því er tryggur íhaldssamur meirihluti og senni lega fjandsamlegur Rússum. — íran er orðið eitt þeirra svæða, þar sem hagsmunir Rússa og Bandaríkjamanna togast á, og olíulindirnar eru þrætueplið. Alþbl. Framtíðarheimili nýgiftu hjónanna verður í Winnipeg. Lögberg flytur þeim hugheilar árnaðaróskir. OUINTONS "DOUBLE-ACTION” SanitoneCleaning! for— TopcoatS Ladies' & Men's SUITS and DRESSES PHONE 42361 NURSINC SCRVICES CARC OF THC ACCD AND HANDICAPPED Everybody Benefits - Everybody Gives OF GREATER WINNIPEG FRISH Alft CAMPS Líknarsamlagið táknar sameinaða krafta allra borgara Winnipegbæjar, að leggja til þær fjárhæðir er hinar 28 Red Feather líknarstofnanir reiða sig á. Það er í gegnum þá miðstöð sem þú getur hjálpað þeim sem eru hjálparþurfi. Hvernig peningar þínir eru notaðir: Til varðveislu og eftirlits með börnum 35.9% Til heilsusamlegs eftirlits með uppvax andi drengjum og stúlkum ........... 19.3% Heimilisaðstoð og eftirlit með ölldruðu fðlki á heilsuhælum ................ 12.3% Til heimahjúkrunar, hinir blindu, og krabba rannsóknar stofnunar, end- urgjaldslaus læknaskoðun á börnum og almenn sjúkrahæli ............... 20.5% Til endurgjalds loforða er tapast 1 sambandi við dauðsföll eða burt- flutning .,........................... 2.9% Til starfrækslu Council of Social Agencies og miðstöð sjálfboða, og einnig kenslu sjálfboða .............. 3.6% Starfræksla yfir árið .................. 5.5% 100% Látum oss mæta skyldum vorum. Síðastliðið ár lögðu eftirtaldar borg- ir fram fé er nam á hvert höfuð: Calgary ........ $2,75 Montreal ....... $2,51 Toronto ........ $2,01 Vancouver....... $1,47 Winnipeg ....... $1,40 Við VERÐUM að gera betur árið 1947 OAY NUASniO Gefið einu sinni til allra 28 Red Feather Stofnanna CHILOUN S AID FAMILY VUREAU

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.