Lögberg - 16.10.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.10.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER, 1947. 5 AHUGAMAL LVENINA Ritstjóri: Rakettuflugvél á reynsluflugi Einn dagur úr æfi fiughetjunnar “SLICK GOODLIN” Ný tegund af loðskinnskápum Þótt við í Manitoba höfum notið óvenju margra góðviðris- daga fyrir þennan tíma árs, hver dagurinn af öðrum hafi heilsað með sólskini og sumarblíðu, þá er nú orðið svo áliðið, að bú- ast má við að veturinn gangi í garð með frosti og fönn áður en langt um líður. Þá er um að gera að vera reiðubúinn að taka hraustlega á móti honum og láta hann ekki á sig bíta. Þeir, sem kunna að hafa efni á að klæða sig gegn kuldanum, þurfa ekki að kvíða vetrinum fremur en öðrum árstíðum. Það hressir og stælir lökaman að vera sem mest úti, hversu kalt, sem blæs. En öllum, sem búa við það vetrarríki sem hér er, er nauð- syn að eiga hlýja kápu, þótt hægt sé að fá hlýjar kápur úr klæði, jafnast þær ekki á við loðskinnskápur. Margar konur reyna því að eignast loðkápur, en loðkápur eru afar dýrar, séu þær úr þeim skinnum, sem tal- in eru fallegust og fínust, eins og til dæmis seal, persneskum skinnum, beaver og mink. Það er ekki á allra færi að kaupa sér kápur af þessari tegund. En hinar ódýrari loðkápur, sem búnar eru til úr lélegri skinn- um og afklippum af hinum betri skinnum, endast illa og verða snjáðar eftir 3—4 ár, séu þær mikið brúkaðir. Þótt kona hafi efni á því að kaupa sér eina af hinum dýru kápum, er hún ekki laus við útgjöld í sam- bandi við hana. — Flestar senda þessar kápur í geymslu á vorin til þess að forða þeim frá mel- flugunum, og því dýrari sem kápan er, því hærra geymslu- gjald verður að greiða; þar að auki eru allar viðgerðir og breytingar á sniði, á svona káp- um rándýrar. Það hlýtur því að vera konum fagnaðarefni að nú er búið að finna upp aðferð til að framleiða fallegar, sterk- ar og tiltölulega ódýrar loð- kápur. ÚR LAMBASKINNI - í MINKASKINN Fyrir ári síðan sýndi hið þekkta tízkuhús “SAKS” í New York í sýningargluggum sínum nokkurar undurfagrar loðkáp- ur. Vöktu þær svo mikla athygli að lögreglan þurfti að tvístra mannfjöldanum, sem þyrutist að til þess að skoða þær. Skinnin í þessum loðkápum voru fegurri en loðdýraveiðar- ar hafa nokkru sinni dreymt um að hreppa í veiðiferðum sínum. Og ennþá glæsilegri en þau skinn, er loðdýraræktunarfólk hefir getað selt á markað eftir margra ára erfiði og kostgæfni. En það sem mesta undrun vakti var það, að þessar fögru, silki- mjúku loðkápur, sem taka fram dýrmætustu silfurrefaskinnum, eru búnar til úr lambaskinnum, sem búið er að breyta með kem iskum aðferðum. Þeir, sem gert hafa tilraun- irnar með lambaskinnin, eru að vona að jafnmikil eftirspurn verði eftir þesskonar loðkápum og verið hefir eftir “nylon”- sokkunum. Verði svo, er það ætlun þeirra að fara að fram- leiða kápurnar í stórum stíl. Nú þegar og þrátt fyrir það, að framleiðslan er mjög takmörk- uð, selja hin voldugu tízkuhús í New York þessar fögruí glæsi- legu loðkápur fyrir 160 dollara stykkið. En víst er, að þær verða ennþá ódýrari þegar eftirspurn in eykst og fólk fer að skilja INGIBJÖRG JÓNSSON það að þessar kápur eru ekki lé- legar eftirlíkingar, heldur sterk ari og betri, en kápur þær, sem við höfum þekkt hingað til úr dýrindis skinnum. Maður sá, sem breytt hefir lambskinni í grávöru og minka- skinn er efnafræðingur að nafni Dr. J. B. Calva og hefir hann unnið að þessum rannsóknum í 15 ár á efnarannsóknarstofu sinni í Minneapolis. Með sérstökum kemiskum aðferðum breytir Calva ullinni á lambskinninu, svo að hún lík- ist fíngerðasta hári. Þegar lamb skinnið er búið að liggja í hin- um ýmsu efnablöndum, er það þvegið vandlega, svo ekkert sé eftir af þeim. Því næst er það sett í heita þurrkvél. Svo er það klippt í til þess gerðum vélum, svo hárin verði jöfn og er hægt að ráða lengd þeirra, eftir því hvaða loðskinnategund á að gera úr lambskinninu. Þegar þessu er lokið, tekur sérfræðing ur við skinnunum. Fyrst setur hann þau í vél, sem ber þau eða burstar og kemur þá hinn fagri gljái á þau. Stundum er þessi aðferð endurtekin mörgum sinn um, unz sérfræðingurinn er á- nægður með skinnið. Að lokum eru svo skinnin lituð. — Þau taka hvaða liti sem er og er það eitt það skemmtilegasta við þess ar flíkur. Það er óneitanlega á- nægjuleg tilhugsun, að geta eignast loðkápu, fallega, ódýra og vera ekki tilneydd að hafa hana í þessum fáu, leiðigjömu litum sem hingað til hafa verið fáanlegir. En hvernig geta þessar nýju loðkápur verið betri. en kápur úr “ekta” skinnum? Þær eru fyrst og fremst sterkari — því sem næst óslítandi — 10 sinn- um sterkari en “bifurinn”, sem er sterkasta skinn, sem við þekkjum. Ung stúlka sem var svo heppin að fá eina “reynslu- kápu” gefins, er búin að nota hana í 5 ár. Kápan hefir aldrei verið hreinsuð eða gert við hana, en lítur samt út fyrir að vera spáný. Calva-loðkápurnar fá að vera í friði fyrir melflugunni. Þær þola úrhellisrigningu — maður hristir þær bara vel, og hengir svo til þerris. Það er líka hægt að endur- bæta og styrkja refaskinn með Calva-aðferðum. Það má renn- bleyta, ruðla saman, troða á og óhreinka refaskinn, sem Calva er búinn að hafa til meðferðar, en þegar búið er að sápuþvo það og þurrka, er það sem nýtt. Dr. Calva getur breytt lamb- skinni í hvaða skinn sem er — mink, gráverk, hermelín, ref — silfur og platínu, — bifur og persnesk skinn. Eftirlíkingarnar eru svo vel gerðar, að reyndir skinnakaupmenn geta ekki í fljótu bragði séð, hvort um ekta skinn eða stælingu er að ræða. En aumingja skinnakaupmenn- imir eru þeir einu sem ekki eru hrifnir af þessari uppfinningu Dr. Calva. Hver er sú kona sem greiða vill mörg hundruð doll- ara fyrir ekta minkaskinns- kápu, ef hún getur eignast minkalambskinnskápu, sem er betri og' endingabetri og ódýrari um leið? ♦ Theodor Roosevelt varð fyrst- ur allra forseta Bandaríkjanna til þess að fara undir yfirborð sjávar í kafbát. ♦ Stærsti gullmoli, sem fundizt hefir, fannst í hjólfari árið 1896. Molinn, sem kallaður var “Wel come stranger” vóg 157% únsur. Rakettuflugvélin er um þess- ar mundir óskasteinn flugtækn- innar, Ameríkumenn hyggjast bráðlega munu komast á slíku um farartækjum í 80.000 feta hæð og ná næstum því þreföld- um hraða hljóðsins. Einn, tveir og þrír — og ..... Allt í einu steypist ljósrauð, trýnislöng flugvél niður frá “móðurflugvél” sinni, svartri flugvél af B-29 gerð. Hún hrap- ar 1.000 fet. Blossi leitrar snöggt, vélin tekur viðbragð og innan stundar hverfur hún í himinblámann yfir Muroc Army Air Bace í Kaliforniu. Þetta er fyrsta rakettuflugvél- in í Ameríku, og hún á að flytja menn rösklega helmingi hraðar en áður þekkist og næstum því helmingi hærra — 80.000 fet. — Að einu leyti er rakettuflug- vélin frúbrugðin þrýstiloftsflug- vélinni, sem verður aðeins knú- inn áram í lofti með súrefni. — Vélar rakettuflugvélarinnar geta gengið í lofttómu rúmi og utan gufuhvolfsins gætu hreyflarnir því náð nægum snúningshraða. Hins ber þó að gæta, að í loft- tóminu utan gufuhvolfsins yrðu stjórntæki flugvélarinnar að sjálfssögðu óvirk, og flug því eigi mögulegt þar ytra. Þegar rakettuflugvélin var reynd vestur við Kyrrahaf, var fenginn 23 ára gamall piltur, Chalmers Goodlin, eða “Slick”, eins og hann er daglega kallað- ur, til þess að vera flugmaður Hann tók boðinu fegins hendi, enda þótt allir gætnari vinir hans reyndu að telja hann af þeirri fífldirfsku að stjórna slíku “hugarsmíði”, sem vafa- laust yrði hverjum manni að tjóni. En “Slick” trúði á getu vís indanna og framþróun flugtækn- innar. Margir spáðu því, að ekki einungis flugmaðurinn mundi bíða bana, heldur mundi líka flugvélin eyðileggjast, þegar hún lenti á samþjöppuðum og krömdum loftatómum, sem mundu verða veggir á vegi henn ar, strax og hún hefir náð 660 mílna — ca. 1200 km. — hraða á klst. eða jafnhratt og hljóðið fer, og 40.000 feta hæð. Það var því ekki að furða, þó að flugstjórn rakettuflugvélar- innar, sem “Slick“ var falin, væri kölluð “hættulegasta verk í heimi”. Og það þarf járnkarl til þess að takast slíkt dirfskuverk á hendur. “Slick“ var líka járn- karl. Hann var aðeins 16 ára, þegar hann flaug fyrstu einset- unni sinni, og síðan komu marg- ar flugferðir á eftir. Frístundun um heima hjá foreldrum sínum, eyddi hann ætíð í flugvéla- grúski. En nú skulum við fylgja ‘Slick’ Goodlin frá heimili sínu New Alexandria í Pennsylvaníu alla leið til Los Angeles, og taka þráð inn upp að morgni hins merka dags, reynsludags rakettuflug- vélarinnar. “Slick” vaknaði um rismál, bjó sig og lagði af stað kl. 7 f. h. til Muroc. Leiðin er 150 km. löng og það tekur hann tvo tíma að komast á áfangastaðinn. Hinn hraði akstur örvar hugsana gang hans, og löngu liðnar stund ir leiftra yfir hugskotssjónum hans. Hann hugsar um fyrri af- komu útflutningsfyrirtækisins í New York, sem hann var vara- formaður fyrir. — Bókin sem hann er að skrifa, samningurinn við kvikmyndafélag, “helicop- ter”-þankar og margt fleira verð ur að hugsanahringiðu. Hættu- stundir í lífi hans blandast hring iðunni. Tvívegis hafði hann orð ið að stökkva í fallhlíf úr log- andi flugvél. I annað skiptið hafði hann lent í hálfgerðu eggja grjóti og meiðst svo á baki, að hann ber þess enn menjar. Hann var einhver ynsgti flugliðsfor- inginn í kanadiska flughernum í styrjöldinni, en síðan gekk hann í sjóher Bandaríkjanna og náði þar einnig liðsforingjatign. “Slick” nálgaðist nú Muroc bækistöðvarnar. Rétt áður en hann ekur inn um hliðið verður honum á að minnast Jack Wool- mans, sem áður hafði gert allar hættulegar flugtilraunir í Muroc. Hann lét lífið í flugvél, sem hrap aði í Ontario-vatnið, “Slick” veg ur nú áhættuna af fluginu, og hann finnur til óljóss kvíða, en ævintýrahneigðin verður samt þyngri á metaskálunum, enda viðurkennir hann fyrir sjálfum sér, að tilbreytingalaus fagvinna mundi fyrr drepa hann úr leið- indum en rakettuflugvél tortíma honum. Fyrsta verk “Slick“, þegar hann kf/.nur til Muroc, er að at- huga stjórntæki vélarinnar og byggingu. Síðan fær hanh sér há degisverð. Hann borðar ósköpin öll af kjöti og kartöflum og hirð ir hvergi um aðvaranir mat- bræðra sinna, sem ráða honum frá að borða mikið af mat, sem breytist mjög í loft. Það kveða þeir vera óráðlegt, áður en hald- ið er til háloftsflugs. Á meðan eru 8177 pund af vín anda og fljótandi súrefni sett á rakettuflugvélina. Þegar “Slick” kemur út á flugvöllinn, sem hef ir verið hreinsaður til fyrir flug ið, sér hann að rakettuflugvélin hefir verið fest við kvið svartr- ar flugvélar af B-29 gerð. Það er móðurflugvélin sem á að hefja rakettuflugvélina á loft. Rakettu flugvélin er trýnismjó, eins og fyrr segir, og það er gert til þess að atómin í loftinu verði síður að farartálma. Flugvélin er líka hin rammbyggðasta að öllu leyti Þetta gerir “Slick” hughraustari. Súrefnistækin eru líka sérstak- lega góð, og þá ekki síður flug- búningurinn sem er vandlega búinn þrýstivörnum, sannkallað Winnipeg þarfnast Technical Vocationai skóla Peter Taraska Formaður skólaráðsins í Winnipeg. Sem formaður skólaráðsins í Winnipeg og fyrir hönd þess, hvet ég kjósendur í borginni til þess að greiða atkvæði með fjáraukalögunum varðandi stofn un Technical-Vocational skóla í Winnipeg við kosningarnar þann 22. október. Þessi fyrir- hugaði skóli, veitir tækifæri til hagkvæmrar mentunar, sem að notum kemur í daglega lífinu. Tíu “Families of Crafts” deildir verða stofnaðar, er veita nemendum kenslu í undirbún- ingi þeirrar lífsstöðu, er þeir kjósa sér. Framkvæmdastjórnir og verkalýðssamtölc vinna í ein- ingu að framkvæmdum þessa nauðsynjamáls. ur háloftsbúningur. Og svo ber “Slick” líka verndargrip í háls- keðju. Hann er nefnilega ofur- lítið hjátrúarfullur undir niðri, þótt hann vilji ekki láta á því bera. Hann gengur að flugvél- inni og klappar rúðunni ofan á trjónunni. Hann vill vera örugg- ur um að hún sé vel sett í. Glerið í rúðunni hefir mjög hátt bræðslumark, því að núnings- mótstaða loftisins við hraða rak- ettuflugvélar er svo mikil, að venjulegt flugvélagler mundi hitna upp yfir bræðslumark. — Kælivélum er komið fyrir í flug mannsklefanum, svo að flugmað urinn stikni ekki lofandi. Nú stígur “Slick” varlega upp í flugmannssætið, sest á fallhlíf- ina í slíkum stellingum sem bif- reiðastjóri, er hefir tekið burt framsætið í bílnum, og sest á gólfið. B-29 hefir sig nú á loft, og meðan hún hækkar flugið, býr “Slick” vel að dyrunum á rakettuflugvélinni. — Hann set- ur á sig allskonar grímur og pípur, súrefnisgrímu, vatnsefn- issgopípu o. fl. Innan í súrefnis- grímunni eru sendi- og móttöku tæki, og stendur hann því í stöð ugu sambandi við turninn á flug vellinum og einnig B-29. Vatns- efnispípan er mjög þarflegt tæki. Hún eyðir gufunni, sem leggur frá vitum flugmannsins, svo að móða sest ekki á rúðurn- ar. Þegar komið er í 27.000 feta hæð, á B-29 að sleppa rakettu- flugvélinni. Flugmaðurinn telur 10 sekúndur — 9 sekúndur — 8 sekúndur ....... og “Slick” er við- búinn að “leggja í loft”. — Einn tveir, þrír og .... Rakettuflug- vélin hrapar 1000 fet. Hún stígur svo aftur 1.000 fet í einu við- bragði. “Slick” þarf að gera margt í einu, og hreyfingar hans verða vélrænar og óafvitandi. — Lýsing hans á þessu eftir á var þessi: “Þegar ég set “cylindr- ana“ í samband, hvern á fætur öðrum — þeir eru 4. samtals — finn ég ekki verulega hraðaaukn ingu. Hún er þó fyrir hendi, en mjúk og þægileg. Milli gargsins í móttökutækinu er dauðaþögn í klefanum. Vélin lætur ekki til sín heyra. Eg heyri hjarta mitt slá, nei, það er hugarburður. — Líklega er það vélin, sem tifar eins og klukka. Þessi óhugnan- lega þögn finnst mér eins og forboði dauðans”. Nú fer að bresta meira í véí- inni. “Slick” fær hnykki í rass- inu. Vélin er farin að erfiða. “Eg varð að átta mig á hraðanum undir eins. Hann nálgaðist hraða hljóðsins, og ég óttaðist mótstöðu loftatómanna. Eg minkkaði hrað ann, enda var ekki ætlast til meira af mér í fyrstu tilraun. Fyrst átti að miða aðeins að því að ná sem mestri hæð með um það bil 6 mílna hraða á mínútu”. Innan skamms hófst ferðin niður á við, og var hún miklu erf iðari en ferðin upp á við. “Slick” sagði að það væri vængjunum um að kenna, enda hefði bygging in verið miðuð við mikinn hraða en ekki svif, sem þó -er nauðsyn legt, ef lending á að takast vel. Hann sagði líka eftirTendinguna að það væri erfiðara að lenda rakettuflugvélinni xS—1 heldur en nauðlenda mörgum öðrum flugvélum. “Eg áttaði mig ekki fyrr en ég var allt í einu kominn niður á völlinn. Það var ekkert mjúk viðkoma. Og hálfvegis fannst mér, að ekki væri ég allur kominn til jarðar, heldur svifi hluti af líkama mínum og sál uppi í háloftunum”. Þannig fór méð fyrstu tilraun “Slick” Goodlins til að fljúga rakettuflugvél. Ennþá bíða hans vafalaust fleiri slík ævintýri, en drauma hans ber þó alla út á eitt. Hann ætlar að kanna Amazon- fljótið frá upptökum til ósa í “helicopter”-flugvél. — Goodlin er sem sagt eirðarlaus, ævintýra gjarn og hraustur strákur, sem ekkert hræðist, eða næstum því ekkert. Tæknivísindin munu líka þarfnast margra slíkra manna. Fálkinn. Heimili fyrir fólkið, ekki fyrir gróðabrallsmenn KOSNINGAR Á MIÐVIKUDAG 22. OKTÓBER Til bæjarfullrúa: McNEIL, i John 1 O: 3 3 C -t 7T ‘5: -t CL (D í Skólaráð: CHUNN, 1 Margaret 1 Vegna barna og foreldra BIRT AÐ TILSTUÐLAN LABOR ELECTION COMMITTEE 607 Main Sireet Sími 98985 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.