Lögberg


Lögberg - 16.10.1947, Qupperneq 7

Lögberg - 16.10.1947, Qupperneq 7
LÖGBERG, EIMTUDAGINN 16. OKTÓBER, 1947. ÁRNI ÓLA: Gamlar minningar frá Hafnarfirði Það var seinasta hundadaginn 1 sumar, rétt eftir að hin mikla skömtun hafði skollið á. Fyrir nokkrum dögum hafði eitthvert æði gripið Reykvíkinga. Þúsund um saman höfðu þeir ætt búð úr búð og rifist um þær vörur, sem þar voru á boðstólum og rifið þær út. Skófatnaður, vefn- aðarvara, kaffi, smávörur, skart- gripir og ótal margt annað hafði verið svo eftirsótt að það var engu líkara en að hér hefði ver- ið algjör skortur á þessum vör- um í mörg ár. Og til þess að stöðva þetta æði, varð að fyrir- skipa skömmtun í stórum stíl. Þetta er nýr þáttur í vezlunar- sögu Reykvíkinga. Og nú var komin kyrrð á í þeim búðum, sem fyrir hörðustu áhlaupunum höfðu orðið. Hundadagarnir kvöddu eins og þeim var samboðið, með sunn an stórviðri og úrhellis rigningu Gangandi fólk á götum Reykja- víkur reyndi að hlaupa úr einu húsaskjóli í annað. Kápur og pils flöksuðust með smellum í storminum og hattar fuku. Bíla- þröng var á öllum vegum, því að allir þeir mörgu sem bíla eiga, fóru á þeim milli húsa, til þess að hrekjast ekki í veðrinu. Stræt isvagnarnir voru svo þétt skip- aðir sem framast var hægt í þá að troða. Og mörg hundruð stöðvarbílar voru á þönum með fólk, sem var að fara í búðir til þess að leita að einhverju til að kaupa, einhverju sem ekki væri skammtað en betra væri að hafa heima hjá sér þegar... Já, þegar hvað? Eg streittist gegn veðrinu upp í bæ, á nokkurs konar flótta frá þessu öllu saman, ótíðinni, brun- andi bílum og fólki, sem var á þönum til að kaupa eitthvað. — Eg ætlaði að reyna að skreppa svo sem 70 ár aftur í tímann, hverfa til lítils og friðsæls fiski- þorps þar sem alt var með öðr- um svip. Eg fór upp á Njálsgötu 31 A Þar á heima Pétur Jónsson, fyrr um kaupmaður, einn af elztu verzlunarmönnum hér á landi og einn af stofnendum Verzlunar mannafélags Reykjavíkur. Hann er nú rúmlega 85 ára að aldri. Pétur er fæddur í Hafnarfirði árið 1862 og var þar þangað til 1897. Þá fluttist hann til Reykja- víkur og hefir dvalist hér síðan, lengst af við verzlunar- og skrif- stofustörf. Seinustu 15 árin hefir hann verið blindur, og ekkert getað gert, en heilsan þó að öðru leyti sæmileg. Er það þungt fyr- ir mann, sem hefir verið sívinn- andi alla ævi að sitja svo lengi í myrkrinu og halda að sér hönd- um. Pétur ber þetta mótlæti þó vel og er glaður og reifur heima að sækja. Erindi mitt til hans var að spyrja um verzlunarháttu í Hafnarfirði um það leyti er hann byrjaði verzlunarstörf, en síðan eru nú 73 ár, því að 12 ára gam- all réðist hann til Knudtzons verzlunar þar og var hjá henni í 23 ár. Sagðist honum frá á þessa leið: — Hafnarfjörður var þá ólíkur því, sem hann er nú. Þá voru ekki nema örfá timburhús þar. Flest híbýlin voru torfbæir. Eng ar götur voru til, aðeins stígar og slóðar og lá aðalstígurinn eft- ir sjávarkambinum fyrir fjarðar botninum og þar var göngubrú á læknum, hin eina sem til var. Fólkið var fátt, ég held varla fleira en 2—300 og aðalatvinnu- vegurinn var sjósókn. Þó var ræktað nokkuð af garðávöxtum og höfðu menn talsverðan stuðn ing af því. Fimm verzlanir voru þá í Hafn arfirði, þrjár fyrir norðan læk og tvær fyrir sunnan. Fyrir norðan læk voru verzlanir Jes Th. Christensen, H. A. Linnet og P. C. Kundtzon, en fyrir sunnan læk var verzlun Þorsteins Eg- ilsson og Flensborgarverzlun. Verzlunarstjóri í Flensborg var Þorfinnur Jónatansson, en verzl unarstjórar hjá Kundazon voru þeir C. Zimsen fyrst og Gunn- laugur Briem síðar. Þeir voru húsbændur mínir og það voru góðir húsbændur. Knudtzonsverzlun var lang stærst og átti Knudtzon svo að segja allan Hafnarfjörð. Hann átti allar lóðir utan frá Fiska- kletti og suður að læk og hann átti Hamarskotslandið, og þar voru margir bæir. Seinna keypti hann svo Flensborgareignina. — Margir voru þá leiguliðar hans. En ekki var hann harður á lóða- gjaldinu. Hinir kaupmennirnir sátu á hans landi og borguðu 10 —20 kr. í lóðagjald á ári. En kot bændurnir greiddu 2.67 kr. á ári í lóðagjald, allir jafnt þó að lóð- irnar væru nokkuð misstórar. Ekki man ég fyrir víst hvað Knudtzonverzlun greiddi hátt útsvar, en mig minnir að það væri 800—1000 krónur, og þótti víst mikið í þá daga. Verzlunarhæltir Þegar ég kom til Knudtzon var verzlunin í ævagömlu hús- skrífli. — Krambúðin var í norðurenda en tvö skrifstofu- herbergi í suðurstafni og sneru gluggar fram að gangstígnum. Innar af búðinni voru tvö geymsluherbergi, annað fyrir álnavöru, en hitt fyrir kaffi, syk ur og fleira. Á loftinu var geymd þungavara, kornmatur, en á há- lofti var ullin geymd, og þar var. hún sekkjuð til útflutnings. Það var gert á þann hátt að ámusekk ur var látinn hánga niður úr gati á loftinu. 1 hann var svo ullin látin, en fullorðinn karl- maður stóð í ámusekknum og tróð ullina með fótunum til þess að sem mest færi í sekkina og þeir yrðu “úttroðnir” og harðir. Auk þessa húss átti verzlunin nokkur geymsluhús fyrir kol, salt og fisk. Þá átti hún og brauð gerðarhús og hét bakarinn C. E. S. Proppé, faðir hinna alkunnu Proppébræðra. Eg býst við að verzlunarmenn nú á dögum mundu ekki vilja sætta sig við þau kjör, sem við áttum þá að sæta, hvorki um lengd vinnutímans né aðbúnað. Venja var að opna búðina á hverjum morgni kl. 8, nema á lestum á vorin, þá var alltaf opn að kl. 6. Og svo urðum við að vinna til kl. 8 á kvöldin og stund um lengur. Ekki áttum við held- ur víst að hafa hvíld á sunnudög um, því að altaf gat eitthvað að borið svo að við yrðum að vinna við afgreiðslu, að minnsta kosti á vertíðinni, þegar bátar komu að sækja salt, því að þeir komu jafnt um helgar sem aðra daga og þá hefði það þótt skrítið ef þeir hefðu ekki fengið af- greiðslu. Enginn ofn var í gömlu búð- inni og var manni oft kalt þar á vetrum þegar hvast var og frost, því að hún var orðin svo gisin að alltaf næddi í gegnum hana. Enginn lampi var heldur í henni, og þess vegna var henni alltaf lokað þegar dimmt var orðið, að ekki sást til að afgreiða. En þótt búðinni væri lokað þýddi það ekki að starfsdagur okkar væri á enda. Það var öðru nær. — Þá settumst við inn í skrifstofu að skrifa reikninga. Þar var líka kalt og ekki annað ljós en kerta- Ijós, því að olíulampar þekktust þá ekki. Sátu tveir menn við sama borð, hvor á móti öðrum, með eitt kertaljós á milli sín, og skrifuðu reikninga eins og af tók margar klukkustundir á hverju kvöldi. Menn munu fara nærri um það að birtan var slæm, og ég hygg að það hafi ekki farið vel með sjónina að þurfa að rýna svo mikið í miklum kulda. Hitt man ég vel hvað okkur brá við þegar við fengum fyrsta steinolíulampann, en það mun hafa verið um 1880. Reynt var að hafa eins fáa menn vi ðverzlunina og unt var, og þess vegna urðu búðar- mennirnir að vinna öll skrif- stofuverkin. Og á þeim dögum voru þau erfiðari en nú. Þá voru ekki ritvélar, ekki fjölritarar, ekki reiknivélar og yfirleitt ekk- ert af þeim áhöldum er nú þykja nauðsynleg í hverri skrifstofu. Okkar áhöld voru blekbytta, pennastöng og reglustrika. Þá var lítið um peninga og all- ir voru “í reikning” eins og það var kallað, og borguðu úttekt sína með vinnu eða vörum. Það voru því bæði margir og langir reikningar sem við þurftum að skrifa. Og það var metnaðarmál að þeir væri tilbúnir um áramót. En svo þurfti skrifstofan í Kaupmannahöfn að fá afrit af öllum bókum, vöruupptalningu, og yfirleitt allar upplýsingar rekstrinum viðvíkjandi og þetta varð að vera tilbúið í marz. Við höfðum því nóg að gera og vor- um oft þreyttir. En mikil viðbrigði voru það þegar gamla búðin var rifin og nýtt hús byggt á grunni hennar. Viðurinn í það kom tilsniðinn frá Danmörku, og var Jakob Sveinsson snikkari í Reykjavík yfirsmiður. í þessu nýja húsi voru kolaofnar bæði í skrifstofu og búð, og einolíulampar alls staðar. Eg man að okkur fanst sem við hefðum himinn höndum tekið að koma í nýja húsið. — Þetta hús stendur enn og er nú í því verzlun F. Hansen. Ibúðar hús verzlunarstjórans stendur einnig og eru þar nú skrifstofur. Þeir, sem sóllu verzlun í Hafnarfirði Á þessum árum sóttu Suður- nesjamenn verzlun til Hafnar- fjarðar, ennfremur Álftnesingar Garðahreppsmenn og bændur austan yfir fjall, einkum úr Ár- nessýslu. Á Vatnsleysuströnd og í Vog- um var mikil útgerð þá og afl- aðist oft vel. Bændur verkuðu fiskinn sjálfir og var eitthvert af skipum Knudtzons verzlunar sent á hverju ári þangað suður með vörur og til að sækja fisk- inn. Verzlunin átti þá mörg seglskip, sem hún hafði í förum landa á milli. Þau komu með venjuleegar kaupmannavörur á vorin frá Kaupmannahöfn. Voru þau þá stundum gerð út á fisk- veiðar um tíma, 4—6 vikur. — Stærri skipin voru send til Eng- lands að sækja kol og salt, og seinna með fiskinn til Spánar. Þetta breyttist þó er fram í sótti; seglskipunum fækkaði og gufu- skip voru fengin til að fara Sján arferðirnar. En minni seglskipin voru send með ullina til Kaup- manftahafnar. Um kjötútflutning var ekki að ræða, því að sauðfjár eign manna í nágrenni Hafnar- fjarðar var ekki meiri en svo, að menn höfðu aðeins kjöt í bú sitt og handa Hafnfirðingum. Bændur, sem komu lestaferð- ir austan yfir fjall, höfðu aldrei langa viðdvöl í Hafnarfirði. Þeir komu venjulega eldsnemma á morgnanna, fengu krakka til að gæta hesta sinna og fóru svo aft- ur að kvöldi inn í Fossvog, upp í Móelluvötn eða eitthvað annað þar sem betri hagar voru en í Hafnarfirði. En þeir aðkomu- menn, sem gistu í Hafnarfirði, holuðu sér niður hjá kunningj- um sínum, því að þá var ekkert gistihús þar. En veitingastofur voru tvær. Hafði aðra þeirra danskur maður Clausen að nafni, en hina Böðvar Böðvarsson. Afkoma fólksins Eftir því sem ég þekkti til lifði fólk sæmilegu lífi á þeim árum, en þó var nóg um barlóm út af illu tíðarfari og slæmri verzlun og dýrtíð. Sérstaklega kvörtuðu menn um hátt vöruverð. Og þótt það þætti ekki hátt nú á dögum, verð •ur að gæta þess, að kaupgjald var þá lægra þá en nú. Það mundi hafa verið talinn stór- geggjaður maður, sem hefði spáð því á þeim árum að dag- laun manna mundu fara upp í 100 krónur. Eg byrjaði með 50 króna árskaupi hjá verzluninni, en svo smáhækkaði kaupið í 100 200, 300 kr. á ári, og var eftir 20 ár komið upp í 1200 krónur á ári. Það þótti veltikaup, og ég stór- tekjumaður að fá 100 kr. á mán- uði, enda munu sárfáir verzlun- armenn hafa verið svo vel laun- aðir. Og þó var þetta háa mán- aðarkaup ekki jafn hátt og dag- kaup sumra er nú með eftir- vinnu. Sjómenn fengu þá 50—60 krón ur á vertíðinni, daglaun karl- manna í landi voru 2 krónur og kvenna 1 kr., en svo fengu menn uppbót á það, svokallaða ávísana miða, karlmaður 25 aura og kona 20 aura, fyrir hvern heilan vinnu dag. Þessi uppbót nam talsverðu hjá þeim sem áttu langan vinnu- tíma. Bændur fengu þá 60—65 aura fyrir ullarpundið. Bezta kjöt var selt á 22—24 aura pundið, og nið ur í 18 aura það lakara. Slátur úr fullorðnum sauðum með garn mör kostuðu 1.50 kr., en 1 krónu úr ám og veturgömlu. Verð á saltfiski var mismunandi, 35— 60 kr. skippundið. Verð á helstu útlendum vörum minnir mig að hafa verið þetta: Kaffi 60—65 aura, Kandís 30 aura og hvítasykur nokkru ódýr ari, grjón 12—13 aura — allt miðað við pund — og tunnan af rúgi 17—18 krónur. Húsaleigan var þá líka önnur en nú, gott gott herbergi með húsgögnum mátti fá fyrir 4 krónur á mán- uði. Eitt af því sem Hafnfirðingar græddu á var upsaveiði. Á hverj um vetri fylltist fjörðurinn af smáupsa og var honum mokað upp með ádrætti. Var veiðin stundum svo mikil að bátar komu úr öllum áttum að sækja upsa til matar, ofan úr Kjós og Kjalarnesi, af Akranesi og sunn an með sjó. En austan úr sveitum komu heilar lestir, svo að ekki Heimalands söngsins-þúsund vatna landið (Frh. af bls. 2) vegna snýr skáldið sér í mörgum söngvunum beinlínis til ungu kynslóðarinnar, sem feta á síð- ar í fótspor þess. Skáldin gengu þar ekki bónleið ir til búðar. En tímans tönn eyð- ir öllu. Ágætustu ljóðin fæddu ekki af sér önnur ágætari, — kveðskapnum hnignaði og sam- hengið varð torræðara. Er áhugi vaknaði um miðja síðustu öld, sýndi það sig, áð þeir, sem fóru um landið og söfnuðu þjóðkvæð- unum, urðu aðallega að snúa sér til aldraðra kvenna, sem enn vaðveittu vísdóm þeirra. Við söngleika mikla, sem haldnir voru fyrir nokkrum árum, voru konurnar einnig fulltrúar hins forna tíma. Það var fagurt, en jafnframt bar þetta nokkurn svip af fágæti — kuriositet. — Þegar menn íerðast nú á dögum um íslenzka þjóðvegi, rekast þeir á staði, þar sem lifað er og hrærst í íslenzkum fornbók- menntum. Svo er ekki í Finn- landi og hefir ef til vill aldrei verið. En hitt er sönnu nær, að er við ferðumst um finnsku sveitina, — segjum á fögru sum- arkveldi, — finnst okkur sterk- lega, að við ferðumst um “heima land söngsins”. Vísir. Sumarið 1937 hófu íbúarnir á eyjunni Roanoke, út af strönd- um Norður-Karolínu, að sýna leikrit, er nefndist “Týnda ný- lendan.” Leikrit þetta var skrif- að fyrir þá um enska nýlendu- búa, sem hurfu á dularfullan hátt skömmu 'eftir að þeir sett- » ust að á eynni 1587. Leikurinn tókst svo vel, að hann hefir síð- an verið sýndur árlega nema frá 1942 til 1945. Á þeim sex sumrum, sem hann hefir verið sýndur, hafa 500.000 manns eytt 4.000.000 dollurum á þess- ari litlu eyju, sem aðeins 1000 ibúar byggja. Lifðu þeir aðal- lega á fiskveiðum áður. stóð á því að koma upsanum út. Annairs var talsvetrð útgerð í Hafnarfirði, bæði á opnum bát- um og þilskipum. Kaupmennirn- ir áttu þilskip og höfðu fiskþurk- un hver hjá sér. Opnu bátarnir fóru venjulega suður í Garð á vertíðinni, reru þar nokkra róðra og fluttu svo aflann heim. Knudtzon hætti að verzla í Hafnarfirði árið 1897. Hafði hann þá selt síra Þórarni Böðvarssyni Flensborgareignina áður, með því skilyrði, “að þar yrði aldrei verzlað”. Síra Þórarinn hafði áður fest kaup á Hvaleyri og ætlaði að stofna þar æskulýðs- skóla, en þegar til kom þótti það of langt frá bænum. Þess vegna keypti hann nú Flensborgareign ina, og þannig vildi það til, að skólinn sem þau hjónin stofnuðu til minningar um Böðvar son sinn, hlaut nafnið “Flensborgar skóli”. Verzlunin og verzlunarhúsin, ásamt öllum lóðunum frá Fiski- kletti og inn að læk, var selt ensku félagi, sem Jón Vídalín var fyrir. Mun það hafa hugsað sér að reka þar útgerð. En lítið varð úr því og urðu nokkrum sinnum eigendaskipti að eign- inn,i þangað til Hafnarfjarðar- bær keypti hana. Félagslíf og skemmtanir Á mælikvarða nútímans mun lífið í Hafnarfirði hafa verið heldur dauflegt á uppvaxtar- og þroskaárum mínum. En fólkið fann ekki til þess. Það hafði ekki öðru vanist og taldi tímanum bet ur varið til annars en skemtana. Þó var þar söngfélag og dans- klúbbar, en fæstir þóttust hafa tíma til að sinna þeim. Margir áttu reiðhesta, og var ég einn af þeim. Kom það þá fyrir á sumr- in, að skroppið var á hestbak og þá venjulega farið til Reykja- víkur. Annars verð ég að segja það að þótt ég ætti hest og hefði gaman að koma á hestbak, þá þóttist ég helst aldrei hafa tíma til þess. Þá þektist ekki sumar- frí og orlofsferðir. Annars verð ég að geta þess að kvenfólkið í Hafnarfirði efndi til skemtana einn sunnudag á hverju sumri. Var þá farið upp í hraunbolla skamt fyrir ofan bæinn, og fékk þessi hraunbolli nafnið Kaffigjóta, því að kon- urnar höfðu alltaf með sér kaffi og hituðu það þar. Þarna safn- aðist saman fólk af flestum heim ilum, og þóttu þetta ágætar skemmtiferðir í þá daga, enda kunnu menn betur þá en nú að meta slíka smá tilbreytingu og var þarna oft glatt á hjalla um- hverfis kaffieldana. Hélst þessi siður lengi og töldu sumir þetta mesta hátíðardag ársins. Þennan skemtistað hefði Hafnfirðingar gjarna mátt varðveita, til minn- ingar um forfeður sína. En sein- ast þegar ég frétti af Kaffigjótu þá voru komnir þar hænsnakof- ar, og má vera að gjótan sé nú horfin með öllu. Nýja tímanum er svo gjarnt að slétta yfir og afmá stóðir fyrri kynslóða. Þjóðhátíðin 1874 Eg man vel eftir þjóðhátíðinni 1874 þegar Kristján konungur IX. kom hingað. Þá var ég 12 ára að aldri. Eg fór á Þjóðhátíðina ásamt fleira fólki, og vorum við gangandi. Þá þótti ekki mikið að ganga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þjóðhátíðin var haldin á Öskjuhlíðinni svo sem kunnugt er. Hafði verið rutt ptórt svæði þar. Fjöldi fólks var kominn þangað á undan okkur og stóð svo þétt þar, að við gátum lítið séð eða heyrt af því sem fram fór. Veður var mjög óhagstætt, norðan hvassviðri og skóf upp lausa moldina á hæðinni þar sem rutt hafði verið svo að þarna mátti kallast ólíft. Svo átti að skjóta af fallbyssu þarna, til þess að setja nokkurs konar smiðs- högg á hátíðina, en það gekk svo slysalega að sprenging varð og stórslösuðust þeir, sem voru við fallbyssuna. Sló þá óhug á alt fólkið og varð ekki meira úr há- tíðahöldunum. Menn tóku að hverfa á brott, og við snerum heim á leið og fanst ekki mikið til um þennan mannfagnað. Lesbók. ENDURKJÓSIÐ 22. OKTÓBER JACK ST. JOii\ fyrir 3ja bæjarráðsmanns kjörtímabil í 2. kjördeild STEFNUSKRARATRIÐI FYRIR 3ja KJÖRTÍMABIL: 1. Umbætur leikvalla í grendinni fyrir börn 2. Gagnger rannsókn samgöngumála í Winnipeg 3. Víðsýn þróun iðnaðarins 4. Almennar umbætur í borginni ÓHAÐUR MAÐUR, SEM VINNUR ÖLLUM BORGURUM f HAG MERKIÐ KJÖRSEÐILINN ÞANNIG ) ST. JCMI\. J VCK 806 Banning St. — Druggist. STYDJIÐ ALLA C. E. C. FRAMBJÓÐENDUR

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.