Lögberg - 18.12.1947, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. DESEMBER, 1947
Fréttabréf úr Borgarfirði hinum
meiri um sumarlok 1947
Kæri ritstjóri!
Bestu þakkir íyrir sendibréf
og aðrar vinarkveðjur að vestan.
Enn á ný fer ég að svipast um
eftir því sem gerst hefir í þessu
héraði frá því ég sendi ykkur
mitt síðasta bréf. Er það að von-
um, að af miklu sé að taka eftir
heilt ár. Verður það nokkuð af
handahófi, hvað mér tekst að
færa í letur af því sem skeð hef-
ir, en eitt er víst, að margt verð-
ur ósagt af því, sem einn og ann-
ar langar til að vita. Þar sem ég
bý í víðáttumiklu landbúnaðar-
héraði, verður naumast gengið
fram hjá því, að minnast á ár-
ferðið, sem öll afkoma fólksins
byggist á, er í sveitum býr. Því
miður er ekki hægt að syngja
blessaða landinu okkar lof fyrir
það, að tíðarfarið hafi leikið í
lyndi á síðastliðnu sumri. Haust-
ið 1946 var með fádæmum gott,
og heíta mátti að sama tíð héld-
ist til miðsvetrar. I byrjun febrú
ar var ég spurður að því, af öldr
uðum bónda, sem var ný fluttur
í þetta hérað, hvort ég myndi
nokkurn vetur svo góðann, sem
þann er þá var að líða. Eg sagðist
muna einn vetur betri, eftir hið
ægilega harða mislingasumar
1882. Næstu daga eftir það að við
vorum að hrósa veðurblíðinni,
dreif víða hér um Borgarfjörð,
eitt hið mesta fánnfergi; auð
jörð var að morgni, en að kveldi
sama dags, tók snjórinn í kvið
á hestum. Er það mesta snjókoma
sem ég hefi séð á einum degi. —
Það sem gerði þennan mikla
snjó svo minnilegan, var það, aó
hann lá næstum óhreyfður til
vetrarloka, og líka það, að hann
tók aðeins yfir þetta hérað. Fyr-
ir þau hagbönn, er stöfuðu af
þessum mikla snjó, gengu hey
víða til þurðar, þótt engir bænd-
ur kæmust í heyhrak, svo heitið
gæti. Gróður kom líka með, eða
litlu eftir sumarsól, svo öllu
reiddi vel af, hvað fóðrun búpen
ings snerti. En svo kom sumarið,
sem mátti heita hið sólarlausa.
Viku eftir viku og mánuð eftir
mánuð gat ekki talist að sól skini
í heiði. Snjólaus þokuviðri eða
þá dembi-skúrir skiftust á í sí-
fellu. Grasið þaut upp bæði um
tún og úthaga. Ekki stóð heldur
á því að losa þetta mikla gras.
Túnin eru nú öll að meira og
minna leyti, slétt og víðast flæmi
stór, svo mikill heyfengur sýnd-
ist blasa við bændum. En þegar
til átti að taka mátti heita að all-
ar bjargir væru bannaðarvegna
óþurkanna. Samt fór það eftir
staðháttum; í ýmsum dölum
þessa héraðs lyftist þokan lítið
eitt frá, annað veifið, svo menn
gátu vísað úr heyjum og með
harðfylgi bjargað þeim í hlöðu.
En þeir, er í lágsveitum bjuggu,
urðu harðara úti. Eiga margir
alla sína töðu bæði hrakta og
illa þurra. Ekki koma þó fregnir
um það að hey hafi brunnið í
hlöðum. Um heygarða er nú ekki
lengur talað, þeir eru ekki til í
sinni gömlu mynd.
Ekki hefir ein báran verið stök
með heyskapinn á þessu sumrí.
Auk þess sem hey hafa hrakist,
hafa þau flætt í sjó á sumum
stöðum og líka fokið í ofsarok-
um, sem skullu yfir aftur og aft-
ur, þegar á sumarið leið. — Um
engjaheyskap hefir óvíða verið
að ræða, töðufenginn láta flestir
nægja, enda hefði hann á þessu
sumri orðið óvenju góður í skap
legri tíð. — Norður- og austur-
land hafa ljómað frá vori til
hausts í þeirri sumarsælu, svo
að slík hefir vart áður þekkst, en
Suðurland undirlagt af langvar-
andi óþurrk, sem hefir nú breytst
í stórfelldan rosa og hrakviðri.
Við Borgfirðingar megum vel
við una meðan ekki mæta stærri
áföll en eitt óþurrkasumar. Harð
ara hafa þeir orðið úti sem búa
í Árnessýslu og Rangárvallasýsl-
um. Þar hefir óþurrkurinn ver-
ið ennþá tilfinnanlegri, svo þeg-
ar öll spjöllin bætast þar ofan á,
sem Heklugosið hefir valdið, sýn
ist munurinn mikill. Þó lifir fólk
þar í beztu von um að úr muni
rætast og aftur grói yfir þáu
spjöll, sem þar hafa orðið. En víst
er um það að Heklugosið má telj
ast stærsti viðburðurinn hér á
landi á þessu ári. — Aftur á móti
má Snorra-hátíðin í Reykholti
teljast stærsti viðburðurinn hér
í Borgarfirði. — Vesturheims-
blöðin hafa nú birt lýsingu af
þeirri samkomu, sem er einstæð
í þeirri sögu Reykholts. Áður var
það brúðkaupsveizla Eggerts Ól-
afssonar, sem gnæfði helzt í
minningu þess staðar. Þar hafa
líka bæði fyrr og síðar, nafn-
kenndir prestar gert garðinn
frægann.
Nú er skólinn þar, að nokkru
leyti, búinn að setja rismeiri
svip á staðinn en áður var. Og
nú síðast er það myndastytta
Snorra sem meðal annars vekur
athygli. Ógleymanleg verður
Snorra-hátíðin öllum þeim, sem
voru í Reykholti þann dag. Var
það eitt fyrir sig merkilegt, að
allan hátíðisdaginn var logn og
blíða og nokkurt sólfar síðari
hluta dagsins. Þetta var eini
sunnudagurinn á öllu sumrinu
sem hægt var að hrósa fyrir
veðurblíðu. Engum manni kom
þó til hugar að þurka hey þann
dag, en nokkur þerrir stóð næstu
tvo daga, sem líka voru þeir
einu sem héldust þurrir frá
morgni til kvölds, allt til sláttu-
loka.
Andakílsárvirkjunin er stærsta
og dýrasta mannvirkið, sem ráð-
ist hefir verið í hér enn sem kom
ið er. Er henni að líkindum senn
lokið. Verður það Akraness og
Borgarness, sem fyrst njóta lífs-
þæginda af því fyrirtæki, en
ekki verður látið þar við sitja,
eitthvað verður gert í því máli
fyrir sveitirnar, þótt ýmsum
þyki máske biðin löng.
Þrír skólar eru nú starfræktir
í héraðinu, bændaskólinn á
Hvaanneyri, Kvennaskólinn hjá
Veggjahver í Stafholtstungum,
og héraðsskólinn í Reykholti. —
Ekki munu þeir bíða lengi úr
þessu eftir öllum þeim þægind-
um, sem þessi mikla rafvirkjun
getur skapað. — Árlega eru allir
þessir skólar fullskipaðir, eink-
um Reykholts-skólinn, er aldrei
getur íullnægt umsóknum þeim,
sem honum berast. Þar eru um
og yfir eitt hundrað nemendur
þessa síðustu vetur. Þorgils Guð-
mundsson frá Valdastöðum í
Kjós, sem búinn er að vera þar
sund- og leikfimiskennari í sext-
án ár, eða frá því skólinn var
reistur, hefir nú sagt upp stöðu
sinni og flutt til Reykjavíkur, en
við henni tekur Jón, sonur Þóris
skólastjóra. Á Hvanneyri er orð-
in sú breyting að Runólfur
Sveinsson skólastjóri hefir sleppt
stöðu sinni þar og flutt að Gunn
arsholti í Rangárvallasýslu og
tekið þar við sandgræðslu. Run-
ólfur er Skaftfellingur að kyni,
bróðursonur Gísla Sveinssonar
sendiherra, en kona Runólfs er
Valgerður Halldórsdóttir, fyrrv.
skólastjóra á Hvanneyri. Guð-
mundur -Jónsson frá Torfalæk í
Húnavatnssýslu, sem lengi hefir
verið kennari á Hvanneyri, er nú
tekinn þar við skólastjórn. Guð-
mundur er systursonur Guð-
mundar heitins Björnssonar
landlæknis og talinn mikill
námsmaðúr sem fleiri þeir
frændur.
Mæðiveikin er nú víða búin að
leggja sauðfjáreignina því nær í
rústir og eru menn vonlausir um
að henni Knni með öðru en út-
rýmingu hins sýkta fjár, og er
nú þegar byrjað á því norðan-
lands. Að öðru leyti hafa verið
hér mestu veltiár og allur lýð-
ur með fullar hendur fjár, því
verklaun eru hér úr hófi fram.
Fyrir nokkrum dögum var mað-
ur að setja upp ljósastöð, hér á
næsta bæ. Fyrir tíu stunda
vinnu tók hann, auk fæðis, 170
krónur. Þetta er aðeins eitt
dæmi af ótal mörgum sem bend-
ir til þess í hvaða öfgar allt kaup
gjald er nú komið. Við, sem nú
UIESTERIl EnGRBVinG BUREflU
SO CHRRLOTTE ST. Ul inniPEG
W B T Ul ORK PHOTOCRR.PHV
PHOTOERCRRVinC R1RTS STERE
GLEÐILEG JÓL
-- og gott og auðnuríkt nýár
Þess óskum við innilega öllum
vorum íslenzku vinum. V.ér höf-
um orðið þeirra forréttinda að-
njótandi að eiga viðskifti við
íslenzka fiskimenn yfir lengsta
. tímabil í sögu Manitoba-fylkis.
Þökk fyrir drenglund alla og
vinsemd.
Jlrmstrong h Qimli
FisKeries Limited.
J. M. DAVIS, forstjóri
««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««<c««««<e«««««««««tc««««!e!cte'eie<e(e!eic«««««ietcte«« ,
Jfrom ...
iKJ€W€L
FOOD STORCS
f
/*
*
1
fl
1
r,
1
8>««««*««««««««««««*«««««*"C«*««««*««*««««««**«««**,*,*,*II
Jóla- og nýárskveðjur frá
framkvæmdarstjórn og
starfsfólki
Main St. at Bannatyne Winnipeg
I
ÍÍ»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>)3«»»»»»»»»»»»»>)»»»»»»»»»»»»»^!,®í*
8»«***«*«««««««*«««««««««««*«««««««««««««««««*«1*,*,*,*<*,*2
I 9
1
I
I
I
I
f
f
V
i
¥
1
K
1
9
1
s
i
¥
,1
I
LANGR ILL’S
Funeral Home
Eg óska íslendingum nær og fjær gleðilegra
jóla og góðs og gæfuríks nýárs.
W.
F. LANGRILL
Licensed Embalmer
AMBULANCE SERVICE
1
345 EVELINE STREET
SELKIRK, MAN.
ffi************************************®)®)***)®)8)812)8)*9****
»«**«***«««««««**«««**««««*««««««««««««**«*««**«*,*,*«J
9
9
I
|
¥
i
i
i
1
i
f
|
i
i
i
i
i
f
I
&
¥
l
K
¥
$»»»»»»»»a)X»»»»»»»»S)»»>i»»»»»»»»»><»»»»»»»><»»»»»»»»»»s
INNILEGAR JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR
frá
THE
JACK ST. JOHN
DRUG STORE
Ein vingjarnlegasta lyfjabúðin
894 Sargent Avenue
(Við Lipton St.)
Sími 33110
utstanding Contributions
o Canadian Homebakers
FIVE ROSES
FLOUR
í I
*?tnetó
ytfll Pufywie
Foods baked with FIVE ROSES FLOUR retain their
original flavor and freshness for days. FIVE ROSES
FLOUR . . . the favorite of Canadian Homebakers
from generatíon to generation.
IIVIROSES C00K BOOK
S? t/eude (f&txó G&otúuj
191 pages containing over 800 tested recipes, meat charts,
cooking methods—every homebaker’s introduction to the
best in Canadian Cooking.
IAKE OF THi WOODS MIIIIMG COMPANYITD.
KEEWATIN
MEOfCINE HAT
VANCOUVER
Innilegar jóla og nýárskveðjur til vorra mörgu
vina og viðskiptavina víðsvegar um landið