Lögberg - 08.04.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.04.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 8. APRIL, 1948 Kristín Sigfúsdóllir: FeÖginin í Miklagarði Síra Hallgrímur Einarsson Thorlacius var þjónandi prestur í Miklagarði í Eyjafirði 60 ár — 1786—1846. — Hefir hann því á- valt verið kenndur við þann stað. Margir munu kannast við hann af sögum þeim, sem um hann hafa verið sagðar og skráð ar. Flestar þessar sögur munu vera sannar — sumar líklega dá- lítið ýktar — því að þannig gengu þær manna á milli nokkru fyrir síðustu aldamót, sagðar af því fólki, sem mundi vel eftir síra Hallgrími og hafði verið í sókn- um hans. öllu þessu fólki var fremur hlýtt til hans, og það hélt því fram, að nokkuð hefði verið í hann spunnið á margan hátt, þótt hann væri stundum undar- legur í framkomu. Hann var barnslega einlægur og opinskár, þegar hann talaði um sína eigin galla, en aldrei strangur í dóm- um um aðra. Og aldrei kom hann fram með hörku og ofstæki við söfnuð sinn eins og sumum klerkum hætti við á þeim tím- irm. Það var almenn trú, að síra Hallgrímur væri dulskyggn og sæi óorðna atburði. — Fannst mönnum sem honum kæmi fátt á óvart. Höfðu margir tekið eftir því, að orð, sem íiann lét falla eins og ósjálfrátt, reyndust oft sönn spásögn. En væri hann spurður, hvernig hann hefði feng ið þessa vitnéskju, eyddi hann því jafnan og gaf engin ákveðin svör. Víst er um það, að nokkrir afkomendur síra Hallgríms hafa verið gæddir ýmsum dulrænum hæfileikum. Skal hér sögð ein forspá síra Hallgríms. Það var nokkru eftir aldamót- in 1800. Þá þjónaði hann að Hól- um í Eyjafirði ásamt Mikla- garði. 1 Hólum bjó þá Gunnar Jónsson, sem sumir kölluðu Hólaskáld. Hann hafði legið veik ur mikinn hluta vetrar svo þungt haldinn, að honum var varla hugað líf. Um vorið fór hann að hressast, og einn sól- skinsdag skreiddist hann á fætur og lét styðja sig út í hlaðbrekk- una. Þar lagðist hann niður í grasið og naut vorblíðunnar. Þetta var messudagur í Hól- um, og fólkið var að koma til kirkjunnar. Þá bjó í Leyningi bóndi sá, er Bjarni hét, rúmlega miðaldra maður, hraustur að sjá. Hann tók Gunnar tali og settist við hlið hans. Eftir litla stund kemur síra HaHgrímur til þeirra og varpar á þá kveðju. Svo horfir hann þegjandi á þá og segir síðan: — “Nú lízt mér vel á þig, Gunnar minn — og betur en þig, Bjarni minn”. Eftir það snýr hann sér snögglega frá þeim og gengur burt án þess að segja meira. — Töluðu þeir bændurnir eitthvað um það, að einkennilegur maður væri síra Hallgrímur. Þarna lá Gunnar folur og máttvana, en Bjarni sællegur og útitekinn og kenndi sér ekki nokkurs meins. En upp frá þessum degi fór Gunnari dagbatnandi. Lifði hann lengi eftir þetta, þó að hann næði sér aldrei til fulls. Aftur á móti lifði Bjarni í Leyningi að- eins fáa daga. Hann dó úr bráðri lungnabólgu. Næsta embættisverk sr. Hall- gríms í Hólum var að jarðsyngja hann. Sr. Hallgrímur missti konu sína, Ólöfu Hallgrímsdóttur, 1815. Bjó hann eftir það með gam alli ráðskonu, þar til Elín dóttir hans náði þeim aldri, að hún var talin fyrir búi með föður sínum. 1 Miklagarði var mikill auður á þeirra tíma mælikvarða. Þar var margt fólk í heimili, og þang að komu margir þurfamenn að leita sér hjálpar, þegar hart var í ári. Var margt af vinnufólkinu gamalt og hafði unnið þarna ára tugum saman. Einkum var talað um það, hvað vinnukonurnar hefðu flestar verið gamlar og ó- fríðar, og hafði prestur sagt, að hann vildi hafa þær svo, hann væri hneigður til kvenna, en vildi lifa hreinu lífi. Síra Hallgrímur þótti búmað- ur mikill, sagði hann fyrir verk- um á heimilinu og vann oft sjálf ur. Hann var svo framsýnn með veðurfar, að hann náði heyjum sínum oft vel verkuðum, þegar armarra hey hröktust. Hann birgði heimilið svo vel að mat, að með fádæmum þótti. Á hverju hausti var slátrað 40 fullorðnum sauðum á einum degi, og var sagt, að kerlingarnar hefðu átt fullt í fangi með að koma þessu í mat, áður en það skemmdist. Var því jafnan af nógu að taka, þegar snauða menn bar að garði, enda hafði hann oft beðið Elínu dóttur sína, sem var mjög góð- gerðasöm, að gefa, en láta sig ekki vita um það, svo að hann spillti því ekki með úrtölum sín- um. Sagt var, að Elín hefði mjög forðast að gera föður sínum á móti skapi og gripið til ýmissa ráða til þess að sætta hann við, þegar honum þótti mikið eyðast á heimilinu. Einhverju sinni var hún búin að bræða mikið af tólg í potti og ætlaði að steikja þar brauð. Kemur þá síra Hallgrím- ur og lítur í pottinn. Varð hOn- um hverft víð og segir hálfstygg ur: “Ósköp eyðir þú miklu af feit metinu, barn”. Elín leit brosandi til koau, sem hjá henni stóð, og sagði með hægð: “Það er nú vatn undir, faðir minn”. “Nú, jæja”, segir þá gamli maðurinn og rölti burt ánægðari. Oft hafði síra Hallgrímur sagt, að ágirndin hefði strítt á sig alla æfi, en að hann hefði barizt á móti henni af öllum sín- um kröftum. Á þeim tímum voru þeir fáu, sem peninga áttu, síhræddir um, að þeim yrði stolið og geymdu þá í ramlæstum hirzlum, leyni- hólfum eða undir sængum sín- um. Það var sagt, að síra Hall- grímur hefði látið peninga sína til og frá í bænum, jafnvel í veggjarholur. Sýnir það, að hann hefir ekki verið tortrygg- inn maður. Einhverju sinni kom til hans fátækur bóndi og bar sig aum- lega.' Sagðist hann vera búinn að missa einu kúna sína. Prestur hugsar sig um, en segir síðan, að hann skuli finna bónda, sem átti heima í sömu sókn. Var bóndi sá efnaður og talinn rausnarlegur, þegar því var að skipta. “Komdu svo til mín og láttu mig vita, hvað hann gerir”, segir prestur. Eftir nokkra stund kemur sami maður aftur og gerir boð fyrir sr. Hallgrím. “Nú, nú. Hvernig gekk það?” segir prestur. Bóndi sýnir honum peninga, sem hinn hafði gefið honum, var sagt, að það hefði verið hálft kýrverð. “Jæja, ekki þó meira”, segir prestur. Síðan gengur hann inn eftir bæjardyrunum og tínir út úr veggjarholu jafnmik- ið af peningum. Var þá kýrskað- inn bættur að fullu. Síra Hallgrímur lét sér annt um gamalmenni, sem á heimili hans voru, og eitt sinn bauð hann til sín hröktum og heilsu- lausum embættisbróður sínum, Sveini Jónssyni, sem síðast var prestur í Grímsey. Dvaldi hann í Miklagarði það, sem hann átti ólifað. Það var sagt, að Hallgrímur yngri, sem síðar varð prófastur á Hrafnagili, hefði í æsku verið fjörmikill og dálítið hrekkjóttur við þá, sem honum voru ekki að skapi. Vandaði prestur um þetta við son sinn, en það vildi oft sækja í sama horfið. Einhverju sinni er gamall ölmusumaður gisti í Miklagarði, lét strákur laxersalt í mat hans, svo að karlinn varð friðlaus á eftir. Hló Hallgrímur yngri að því, svo að lítið bar á. Prestur komst að þessu, en ræddi ekki um við son sinn. — Daginn eftir lét hann sama lyf í mat drengsins, og fór þá á sömu leið fyrir honum og gamla mann inum áður. Síra Hallgrímur gaf honum gætur, og þegar leið á daginn, segir hann kátbrosandi: “Þú ert fölur í dag, Hallgrím- ur. Og svo ertu alltaf á rápi”. Ekki var þess getið, að Hall- grímur yngri hefði svarað neinu. Mun hann hafa grunað, hvernig á lasieikanum stóð og líklega orðið þessi hirting minnisstæðari en flenging eða ávítur. Gömul kona sagði frá því, þeg- ar hún var fyrst við Miklagarðs kirkju. Þá var hún barn innan við fermingu. Foreldrar hennar voru nýflutt í sóknina. Þegar messan var á enda, komu öll böm in fram á kirkjugólfið og röðuðu sér inn og fram með sætunum. Þar stóðu þau, meðan presturinn var að spyrja þau. Konan sagðist hafa orðið ósköp hrædd um, að hún gæti ekki svarað neinu, af því að hún var þarna öllu ókunn ug. Hún þorði ekki upp að líta, en reyndi að fylgjast með spúrn- ingum og svörum hinna barn- anna. Þá er hönd lögð á höfuð henni, og hún hrekkur við og lítur á prestinn. Hann brosir, og augu hans eru mild og góð: “Hvað heitir þú, litla stúlka?” Því gat hún svarað og eins hvers dóttir hún væri og hve gömul. Þá strauk hann aftur yfir höfuð hennar og sagði: “Þú ert skýr stúlka og getur einhvern tíma svarað fyrir þig”. Þar með var þeirri yfirheyrslu lokið. — Eftir það sagðist konan aldrei hafa kviðið fyrir því að fara fram á kirkjugólfið. Böm síra Hallgríms voru fjög ur. Synir hans báðir þóttu merk- ir prestar á sinni tíð. Síra Einár Thorlacius, sem lengst var prestur í Saurþæ í Eyjafirði, var kallaður ágætur ræðuntaður og lærður vel. — Á vetrum kenndi hann á heimili sínu mörgum sveinum, sem síð- ar urðu embættismenn. Þar á meðal var Pétur Pétursson síðar biskup. Síra Hallgrímur Thorlacius á Hrafnagili var lengi prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Hann þótti nærfærinn við sjúklinga, og var oft leitað ráða til hans í veik indum eða ef slys bar að hönd- um. Sumum fannst. hann ein- rænn í háttum, og mynduðust sagnir um það, að hann stæði í sambandi við huldufólk, sem sagt var að byggi í landareign Hrafnagils, og hefði hann skírt barn fyrir það. Sesselja dóttir síra Hallgríms í Miklagarði var fyrri kona síra Jörgens Kröyer, sem um nokk- urt skeið var aðstoðarprestur tengdaföður síns og þjónaði Kólum í Eyjafirði. Hann þótti glæsilegur maður, og þeir, sem mundu eftir honum, kváðust aldrei hafa heyrt svo fagra og mikla söngrödd sem hans. — Sesselja var hæglát kona og hlé- dræg. Kom hún sjaldan á manna- mót. — Hugðu menn, að það væri vegna þess, að mað- ur hennar var enginn hófsmað- ur við víndrykkju. Hún varð ekki gömul kona. Elín mun hafa verið yngst af börnum séra Hallgríms. Hún var alltaf ógift heima í föðurgarði, og talin fyrir búi með föður sínum. Þó mun heimilisstjórnin hafa ver ið meira í annarra höndum, því að Elín var jafnan veikbyggð og engin bústangskona. Hæfileikar hennar voru á öðru sviði. Undir eins í æsku lét hún sér mjög annt um alla, sem veikir voru, og vildi hjúkra þeim. Og sjúkl- ingarnir sóttust eftir því að hafa hana hjá sér. Þeim fannst sér líða betur, þegar hún var hjá þeim. Ung fór Élín að stunda ljós- móðurstörf. Henni fór það svo vel úr hendi, að allir dáðust að. Þær konur, sem notið h ö f ð u hjálpar hennar, sögðust enga ljósmóður vilja aðra en hana. Á þeim tímum voru það ekki fáar konur, sem dóu af barnsförum, ef eitthvað bar út af. Yfirsetu- konur voru oft ólærðar að mestu. Læknishjálp langsótt og léleg stundum og aðbúnaður og þrifn- aður í lakasta lagi víðast hvar. Margar þungaðar konur gengu því með dauðans ©tta í hjarta sínu og réðu d r a u m a fyrir skammlífi sínu eða barnsins. Og þessi geigur var svo mikill, að margt gamalt fólk, sem mundi þessa tíma, lofaði guð hástöfum í hvert skipti, sem það frétti, að maður væri í heiminn borinn og öllu liði vel. En í höndum Elínar í Mikla- garði dó engin kona og ekkert barn, og þó var hún ljósmóðir meiri hluta þeirra barna, sem fæddust í Eyjafirði, meðan hún gegndi því starfi. Konurnar elskuðu hana og báru f u 111 traust til hennar. Margar sögðu, að þær hefðu ekk- ert fundið til þjáninganna, þegar Elín stóð við rúm þeirra og fór um þær líknandi höndum. Brátt mynduðust sagnir um það, að hún ætti lausnarstein. Á annan hátt gátu menn ekki skilið svo frábæra heppni. En þó var öll- um ráðgáta, hvernig hún héfði getað komizt yfir þann kjörgrip. Hver var líklegur til þess að klífa í ófær gljúfurgil eða hengi- flug hæstu fjalla til þess að ná í þetta fjöregg arnarmóðurinnar, sem hún geymdi og varði í sínu eigin hreiðri? Þennan kjörgrip höfðu nærkonur 1 i ð i n n a kynslóða þráð að eignast, hann, sem gerði hverri konu létt að fæða, ef hún hélt á honum í lófa sínum. Aðeins örfáum óskabörn um hamingjunnar var gefið það að f i n n a þessa steina. Aldrei komu þeir fram við arfaskipti. Enginn vissi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. 1 æsku þekkti eg gamla konu, sem um nokkurt skeið æfinnar hafði verið í nágrenni Mikla- garðs. Hún var minnug og talaði oft um feðginin í Miklagarði, einkum Elínu sem var ljósmóðir tveggja barna hennar. Minntist hún Elínar jafnan með lotningu og þakklæti. Jafnframt talaði hún um það, að aumt væri til þess að vita, að engin kona ætti nú lausnarsteinninn. Þegar ein- hver efaðist um það að lausnarsteinninn væri til, þá sagði hún, að hann gæti eins ver- ið til og óskasteinninn og hulins- h j álmssteinninn. Við því var ekkert að segja. Hún var barn síns tíma. Hún var þá spurð að því, hvort hún hefði séð lausnarsteininn hjá Elínu. Nei, engin kona hafði fengið að sjá hann, svo að hún vissi til. Þær hefðu þó fundið það kon- urnar, ef Elín hefði lagt stein- inn í lófa þeirra? “Það er ekki víst, að þær hafi þurft að halda á steininum. Hún hefir máske haldið sjálf á hon- um,” sagði gamla konan. Hún sagðist hafa sagt við Elínu, að sér fyndist þrautirnar hverfa undan höndum hennar, og það segðu svo margir. Þá hafði Elín svarað brosandi og hógvær: “Eg veit það. Mér hefir verið sagt það, að hendur mínar geti dregið úr þrautum. En eg má gæta þess, að það verði ekki svo mikið, að það trufli sóttina.” Þetta var sú eina setning, sem konan hafði etfir Elínu, enda hafði hún vferið fáorð og hljóðlát í framkomu. Elín var sögð fríð kona og sér- staklega viðmótsgóð við alla. Hún var svo hörundsbjört, að orð var á gert. Gjöful þótti hún og góðgerðasöm. Aldrei tók hún eyri hjá konum þeim, sem hún sat yfir. Þar að auki gaf hún öll- Selveiðar í Norðurhöfum færa Norðmönnum mikil verðmæti Veiðisvæðið er norðan við Jan Mayen, nær íslandi en Noregi. —í þessari grein segir kunnur Norðmaður frá selveiðunum, und irbúningnum í Noregi og dvöl- inni í fshafinu Selveiðar í íshafinu eru enn í dag ævintýri fyrir fullhuga. Stór skip og aflmiklar vélar hafa að vísu minnkað áhættuna, en samt týnast skip á ári hverju, “skrúfuð niður” af miskunnar-' lausum og viðsjálum ísnum. 1 æsku þótti mér ekkert lesefni skemmtilegra en það, sem fjall- aði um líf og starf selveiðimann anna, hættur þær og erfiðleika, sem hvarvetna mæta þeim í norðlægum höfum. Eg bar þrá í brjósti — þrá, sem varð nærri því að hugsýki — að fá að ferðast um ísilagðar breiður norðurhafa, sem einn af hinum harðfengu selveiðimönnum. Árin liðu, og loksins kom að um fátækum konum prjónaðan þelbandskjól handa hverju barni, sem hún tók á móti. Sagt var, að hún hefði jafnan ung- barnskjól á prjónum. Séra Hallgrímur u n n i mjög dóttur sinni og kallaði hana oft hvítu liljuna sína. Hann sagði oft, að hún væri betri og hreinni en flestri aðrir. Fannst engum það ofmæft. Oft hafði hann sagt við Elínu, þegar hún bjó sig að heiman til ljósmóðurstarfa: “Taktu aldrei borgun fyrir þetta starf, Elín mín. Á meðan blessast þér það.” El(n varð ekki gömul. Alla æfi hafði hún verið fremur heilsu- tæp. Starf hennar heimtaði ínikla áreynslu, vökur og ferða- lög. Svo tók hún langvinna brjóstveiki, sem dró hana til dauða á miðjum aldri. Síðustu mánuðina lá hún rúmföst. Síra Hallgrímur mun fljótt hafa vit- að, að hverju dró. Hann ráfaði út og inn, staðnæmdist við rúm hennar og spurði hvernig hvítu iiljunni sinni liði. Þegar hún hafði reynt að fullvissa hann um, að sér liði vel, hvarflaði hann burt og kom svo aftur innan stundar. ♦ Öll sveitin harmaði Elínu. Mörgum áratugum síðar minnt- ust þær hennar með Virðingu og þakklæti, konurnar, sem hún hafði rétt fórnfúsa hjálparhönd. Enginn mun þó hafa saknað hennar meira en faðir hennar. Hann lifði nokkur ár eftir dauða Elínar og hélt í prestembættið af sljóum vana. Kraftarnir voru á þrotum. Starfsdagurinn orðinn langur. Tuttugu ára lauk hann námi við Hólaskóla, þrjú ár var hann í biskupsþjónustu þar, og þrjú ár aðstoðarprestur föður síns. Tuttugu og sex ára kom hann að Miklagarði. Flesta, sem þá voru fulltíða í sóknum hans? hafði hann vígt til moldar. Þrír ættliðir voru skírnarbörn hans enda ávarpaði hann söfnuð sinn oft, “börnin mSri’. Þótt hann hefði aðstoðarprest, eins og áður er sagt, reyndi hann í lengstu lög að messa heima í Mikla- garði. Hann skrifaði sjaldan eða aldrei ræður á síðustu árum, og í vanmætti ellinnar gleymdi hann oft því, er hann ætlaði að segja, og fleiri mistök urðu á embættisverkum hans. — Sumir héldu því á lofti, sér og öðrum til gamans. Samt sem áður mun engum þeirra hafa komið til hug ar að láta hann á sér skilja, að hann væri orðinn óhæfur þjónn kirkjunnar. Hann var alltaf gamli prestur- inn þeirra, sem lagt hafði bless- andi hönd á höfuð þeirra allra. Ef til vill hafði hann skilið þá betur en þeir hann, þegar hann vantaði orð til tjáningar hugsun um sínum. Síra Hallgrímur andaðist 1846, 86 ára gamall. Stígandi. því, á s. 1. vori, er 31 skip lagði út frá Noregi til Vestur-lshafs- ins, átti ég rúm á vélskipinu “Polhavet”. Vestur-íshafið kalla Norð- menn hin selauðugu hafsvæði norðan við Jan Mayen, sem liggur í milli Islands og Sval- barða. Þar er það, sem selirn ir skríða upp á ísinn til þess að gjóta og þar er það, sem þeir eru drepnir hundruðum saman til þess að fá hin dýrmætu skinn kópanna og spikið af fullorðnu dýrunum. Átján skip af þessum flota lögðu upp frá heimahöfn okkar, Álasundi, en 13 frá Tromsö. Norður á bóginn í marz Þegar í byrjun marzmánaðar er undirbúningurinn hafinn í Álasundi. Vetrarsvipur er ennþá mikill á þessum litla bæ. Snjór féll enn annað slagið. 1 marz er stundum mesta snjóatíðin. En sólin fikaði sig sífellt hærra og hærra upp á himinhvolfið og geislar hennar flytja með sér nýjan kraft og nýtt þrek til náttúrunnar og mannanna. Undirbnúingsstarfið náði til yztu afkima hafnarinnar. Síldar vertíðinni var að ljúka og áhug- inn fyrir veiðiskapnum hvarf frá silfurfiskinum til selsins, frá síldveiði mönnunum til mann- anna og skipanna, sem voru að undirbúa langa ferð til Ishafsins. Skipshafnir unnu daglangt við að eftirlíta skipin og ganga frá birgðum og veiðarfærum. Ferðin á selamiðin tekur um það bil sex vikur, en vistir til þriggja mánaða þurfa að vera um borð til öryggis, ef skipið skyldi festast í hinu viðsjála ís- reki. — Og svo rann hinn mikli dag- ur upp. Skipið mjakaðist út úr höfninni. Ekki vorum við fyrr komnir út fyrir hafnargarðinn, með stefnu á eyðieyjuna Jan Mayen, en skipstjórinn skipaði að draga segl að hún, frekar til þess þó að gera skipið stöðugra í rásinni en til þess að flýta ferð inni. Skipið var smíðað með ís- hafsferðir fyrir augum, íhvolft eins og skál, til þess að það verði sig betur í ísnum, og það bar þess merki í rúmsjó, því að það stökkst og veltist meira en nokk- ur fleyta, sem ég hefi nokkru sinni stigið fæti á. En viðirnir voru traustir og höfðu staðið af sér 30 ára slit. Nýi tíminn hafði gefið skipinu ’ rafmagnsljós og nýja vél, en viðirnir voru þeir sömu. Hraðinn var 9 mílur á vöku. Eins og svo mörg önnur selveiðiskip, var “Polhavet” byggt úr eik, með seigu yfirlagi til þess að standast hin grimmúð- legu átök hins járnharða ísreks. Skipstjórinn þóttist sjá storm í uppsiglingu og lét rifa segl. — Þau voru frosin, og virtust berj ast hatramlega gegn tilraunum skipverja til þess að rífa þau. — Hinn þrautreyndi og harðfengi skipstjóri okkar var Johan Vart- dal, 44 ára, einn af færustu is- hafsleiðsögumönnum Noregs. — Skipshöfnin var 16 menn, þar af 11 raunverulegir selveiðimenn. Tveir skipsmanna voru synir skipstjórnas og fleiri voru skyld menni um borð. Allt voru þetta ungir menn, á aldrinum 17—30 ára. 1 samfylgd með okkur var annað skip, “Kvitungen”, og var skipstjórinn þar náfrændi Vart- dals. — Veðursiöðin að Jan Mayen Illvíg norðaustanáttin tafði ferðir okkar. Það var látlaus norðaustangarri alla vikuna, sem (Frh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.