Lögberg - 21.10.1948, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. OKTÓBER, 1948
--------Hogberg--------------------
Q«Ö8 öt hvern Omtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrtft ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG
Ó9b Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as-Socond Class Mail,
Post Oífice Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Merkur hljómlistarviðburður
Naumast verða skiftar skoðanir
um það, að með hljómleikum sínum í
Playhouse síðastliðið fimtudagskvöld,
hafi Agnes Helga Sigurðson sett met í
hljómlistarsögu Winnipegborgar því
svo var tóntúlkun hennar sjálfstæð
sviphrein og virðuleg; hvergi á einum
einasta stað í hennar vandasömu og
umfangsmiklu viðfangsefnum kendi
hiks eða efa, alsstaðar örugg fótfesta
þroskaðs skilnings hvort heldur rödd
þrumuguðsins átti í hlut, eða um blíð-
streymi hinnar mildustu melódíu
var að ræða; þannig túlka þeir einir,
sem vald hafa og finna sig heima í
helgidómi sannrar listar.
Þó Agnes Helga Sigurðson sé ung,
er hún enginn nýgræðingur á vettvangi
listarinnar; hljómlistar unnendur í
þessari borg, minnast enn ljóslega
píanóhljómleika hennar fyrir þremur
árum og þeirra lofsamlegu dóma er hún
þá hlaut; að þessu sinni stendur þó alt
öðru vísi á, því svo stór risaskref hefir
Agnes Helga stigið á braut þroskans,
að aðdáun hlýtur hvarvetna að vekja;
hún kom, sá og sigraði.
Ummæli tveggja dagblaðanna í
þessari borg um nýafstaðna hljómleika
Agnesar Helgu, birtast orðréttir á öðr-
um stað hér í blaðinu, en með því geta
lesendur gengið úr skugga um, hvað
sagt var, óhlutdregt og hleypidóma-
laust.
Það er ekki á hverjum degi, að lista
menn fá jafn lofsamlega dóma og
Agnes Helga nú hefir fengið, því list-
dómarar hér í borg hafa ekki ávalt haft
orð á sér fyrir örlæti, þó oft hafi að vísu
fallið hlý orð af vörum þeirra í garð ís-
lenzkra listamanna.
Tækni Agnesar Helgu, er orðin
slík, að hreinustu aðdáun vekur, þó hitt
verði enn eftirminnilegra hve hjarta-
hitinn skírmótar og svipmerkir túlkun
hinna margbrotnu viðfangsefna.
í New York stundaði Agnes Helga
nám í píanóleik hjá heimsfrægum
kennurum svo sem Olgu Samaroff og
Emmu Boynet við slíkum árangri, sem
þegar er kunnur orðinn; Það hefir kom-
ið sér vel hve þróttmikil Agnes Helga er
því áreynsla hennar við nám sitt hefir
ekki verið neitt smáræðis átak, þar sem
saman fór brennandi áhugi og sjald-
gæfur viljakraftur; — hjörtu Jpeirra
manna og kvenna, sem eigi hrærðust
til hrifningar við áminsta hljómleika
Agnesar Helgu, hljóta að hafa verið úr
skrítnum steini; vonandi hafa þau þó
eigi verið mörg.
Yfir hljómleikum Agnesar Helgu
hvíldi norræn tign, eins og yfir henni
sjálfri.
Nú er það næst á dagskrá, ef alt
gengur að óskum að Agnes Helga freisti
gæfunnar með hljómleikum í Town
Hall í New York þann 15. janúar næst-
komandi; að henni þar sem annarstað-
ar takist vel til verður eigi efað; hitt
verða menn þó að hafa í huga að slíkt
hefir mikinn kostnað í för með sér, sem
hún af eigin ramleika ræður ekki við
eins og sakir standa. l>ess vegna veltur
nú mikið á, að íslendingar bregðist vel
við og leggi skjótt fram það fé, sem upp
á vantar og riðið getur herzlumuninn.
Agnes Helga hefir þegar orpið fögr
um bjarma á íslenzkt þjóðerni, og end-
ist henni heilsa og líf, bendir margt til
þess, að hún eigi eftir að stækka mjög
andlegt landnám íslendinga og flytja
hróður þeirra eins vítt og vorgeislar ná.
Fimmtugsafmæli
GUÐMUNDAR G. HAGALÍN
rithöfundar
Eftir prófessor RICHARD BECK
Guðmundur G. Hagalín rithöfundur
á 11 i fimmtugsafmæli síðastliðinn
sunnudag, þ. 10. október. Vafalaust
hefir þeirra merku tímamóta ævi hans
verið getið að verðugu.heima á ættjörð-
inni, þar sem hann er einn af höfuð-
skáldum þjóðarinnar, og að auk vina-
margur víða um land, ekki síst á Vest-
fjörðum. Hann á einnig ítök í hugum
marga landa sinna hérna megin hafsins,
sem lesið hafa fleiri eða færri af bókum
hans , skáldsögum og smásagnasöfn-
um. T. d. mun Kristrúp í Hamravík, með
þeirri góðu og gömlu konu, sem þar er
söguhetjan, eiga sína aðdáendur vest-
ur hér, og fer það að vonum, jafn heil-
steypt og rammíslenzk og hún er, án
þess að lítið sé gert úr hennar sérstæða
vestfirzka svip, hugsunarhætti og mál-
fari. Einnig hafa vestur-íslnzkum blöð-
fari. Einnig hafa vestur-íslezkir lesend-
ur kynst fjölda af blaðagreinum og
ritgerðum Hagalíns í íslenzkum blöð-
slíkra ritsmíða hans endurprentuðum
í vestur-íslenzku vikublöðunum. Er það
því eigi nema maklegur þakkarvottur af
hálfu okkar Vestmanna í hans garð, að
að fimmtugsafmælis hans sé að ein-
hverju getið í blöðum okkar. En stiklað
verður hér aðeins á stærstu steinum í
þáttamargri og athafnasamri ævi Haga-
líns og rithöfundarferli hans, bæði
rúmsins vegna, og þá eig-i síður vegna
hins, að dr. Stefán Einarsson hefir gert
því efni ágæt skil í ítarlegri og vandaðri
ritgerð í síðasta árgangi Tímarits Þjóð-
ræknisfélagsins.
I.
Guðmundur Gíslason Hagalín er
Vestfirðingur í húð og hár, kominn af
merkum ættum vestur þar, og rennur
bæði sjómanna- og bændablóð í æðum,
því að faðir hans og feður höfðu verið
bæði bændur og skipstjórar mann fram
af manni, en í móðurætt á hann til stór-
bænda að telja. Hann er fæddur 10.
október 1898 í Lokinhömrum í Arnar-
firði, sonur Gísla Kristjánssonar bónda
og skipstjóra og konu hans Guðnýjar
Guðmundsdóttur Hagalín, er bjuggu þar
við rausn og höfðingsskap um langt
skeið, fluttust síðan í Haukadal í Dýrá-
firði, en hafa nú síðari árin verið búsett
í Reykjavík. Bæði eru þau hjón bók-
hneigð, hafa átt bókakost góðan, og
heimili þeirra jafnan verið með miklum
menningarbrag. Hagalín ólst því upp í
heilnæmu andrúmslofti, enda hneigðist
hugur hans snemma til lesturs og náms,
jafnhliða því sem hin þjóðlegu fræði
tóku huga hans föstum tökum, en þjóð-
trúin, í ýmsum myndum, hefir fram á
þennan dag lifað góðu lífi á Vestfjörð-
um, eins og víðar annarsstaðar á ís-
landi.
Hagalín lauk gagnfræðiprófi vorið
1917 og settist þá um haustið í fjórða
bekk menntaskólans í Reykjavík, en
hvarf frá námi haustið 1918, enda var
hann þá farin að gefa sig við blaða-
mennsku og varð ritstjóri Frétta, að
Guðmundi skáldi Guðmundssyni látn-
um, seint í nóvember það haust. En jafn-
framt náminu á vetrum, hafði hann á
sumrum verið við sjómennsku bæði á
þilskipum og vélbátum, enda bera sögur
hans því órækan vottinn, hve gagn-
kunnugur hann er sjóferðum og sjó-
mönnum, athafnalífi þeirra, hugsunar-
hætti og orðavali. Má því segja, að hann
hafi bæði dregið margan vænan drátt-
inn úr sjó í bókstaflegri og bókmennta-
legri merkingu, verið fiskinn vel á báð-
um sviðum. En fyrst vikið hefir verið
að skólagöngu Hagalíns er og skylt að
geta þess að hann er maður víðlesinn
mjög í bókmenntum og fagurfræðum.
Árin 1919—1923, frá hausti til
hausts, var Hagalín ritstjóri blaðanna
Austurland og Austanfari á Seyðisfirði,
við góðan orðstír. Ekki fór hann heldur
þangað erindisleysu að öðru leyti, því
að austur þar kynntist han og kvæntist
hinni ágætu konu sinni Kristínu Jóns-
dóttur alþingismanns frá Hvanná. Get-
ur sá, er þetta ritað, af eigin reynd borið
um það, hve gott er að njóta gistivináttu
þeirra hjóna, þar sem glaðværð, alúð og
höfðingsskapur ' haldast fagurlega í
hendur. Þau hjón eiga tvö einkar manrt-
vænleg börn, Hrafn og Sigríði.
Eftir ársdvöl í Reykjavík við ýms
störf lagði Hagalín leið sína til Noregs
haustið 1924 og dvaldi þar í þrjú ár;
ferðaðist han víðsvegar um landið og
flutti sæg of fyrirlestrum um ísland ís-
lenzka menningu og innti með þeim
(Frh. á bls. 3)
AHUGAAiÁL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
íslenzkar stúlkur á braut listarinnar
Þegar minst er á einhverja þjóð, dettur fólki venjulega í hug
afburðamenn þeirrar þjóðar og því fleiri sem þeir eru, því meiri
virðing er borin fyrir menningu þjóðarinnar í heild, þannig varpar
Leo Tolstoy ljóma yfir þjóð sína. Frægð Beethovens dregur úr
niðurlæginu þýsku þjóðarinnar í huga fólksins. Ekki er svo minst
á pólsku þjóðina að ekki sé munað eftir hinum mikla pianó snillingi
og stjórnmálamanni Paderewski. Nafn Snorra Sturlusonar hefir
borið bókmenta frægð íslendinga víða um heim. Og þannig mætti
lengi telja.
íslendingar bæði vestánhafs og
austan, eru ekki í lítilli skuld
við hinn fræga landkönnuð, Vil-
hjálm Stefánsson. Orðstýr hans
hefir hafið íslenzku þjóðina og
hvern einstakling hennar til
hærri virðingu í áliti alþjóða.
Það er hverjum manni styrkur
að eiga ætt sína að rekja til góðra
manna; eins er það ómetanlegur
styrkur að teljast til þeirrar
þjóðar eða þjóðarbrots, sem náð
hefir háu menningar stígi og
sífelt stefnir að auknum frama.
Fyrir þessa ástæðu er flestir
þannig gerðir, að þeir vilja ekki
einungis reyna að koma fram
þjóð sinni til sóma í eigin líferni,
heldur styðja og styrkja alla þá
af sínum þjóðflokki er með hæfi-
leikum sínum eru líklegir þess
að skara fram úr á einhverju
sviði.
Á hljómlistarsviðinu eigum
við Vestur-íslendingar þrjár
stúlkur, sem þegar hafa sýnt að
þær eru miklum tónlistar hæfi-
leikum gæddar, þær frænkurnar
Agnes og Snjólaug Sigurdson óg
fíolinleikarinn, Pearl Palmason.
Og fer vel á því að Vestur-íslend-
ingar hafa styrkt þær allar að
nokkru til náms, og hefir sá
styrkur verið marg endurgoldin,
með þeim orðstýr, sem þessar
stúlkur hafa getið sér og um leið
þjóðerni sínu.
Miss Pálmason hélt nýlega
hljómleika í Town Hall, New
York og fékk góða dóma, eftir
því sem um er að ræða, hjá þess-
um yfir dómstóli í hljómlistar-
heiminum. Sem kunnugt er kalla
ekki gagnrýnendur þar alt ömmu
sína; Þeir hika ekki við að dæma
hart, jafnvel heimsfræga lista-
menn, þegar heildar niðurstaða
dóma þeirra er, að þeir hylli
(acclaim) listamanninn, eins og
átti sér stað í þetta skipti, þá má
listamaðurinn sannarlega vel við
una og sigri hrósa.— Það er
mesta heimska fyrir vankunn-
andi að ætla sér þá dul að fara að
bera í bætifláka fyrir listamann-
inn þó þessir sérfræðingar í mus-
ík hafi fundið að hinu og öðru,
þess gerist ekki þörf og lista-
manninum er engin greiði gjörð-
ur með því. Hann býst við að-
finslum, lærir af þeim og stækk-
ar við þær. Einskært og hugsun-
arlaust lof er einskisvirði. —
Pearl Palmason hefir þegar skap-
að sér nafn og á sennilega mikla
framtíð fyrir höndum sem fíolín
leikari.
Manni hlýnaði um hjartaræt-
ur þegar maður kom inn í Play-
house síðastliðinn fimtudag til
að hlýða á hljómleika Agnesar
Helgu Sigurdson, og sá, svo að
segja hvert sæti skipað í þessu
stóra samkomuhúsi. Þarna voru
hundruð íslenzkra andlita, sem
maður kannaðist við, ljómandi af
eftirvænting og duldri gleði yfir
því að hér kom fram fyrir al-
menning í borginni ,pianósnill-
ingur af þeirra þjóðflokki. Þarna
voru líka hundruð annara þjóða
‘fólks. “Eg hefi ekkert vit á pianó-
leik” sagði rhaður við mig, dag-
inn fyrir hljómleikana,” “En ég
ætla að fara samt, þessi stúlka
er íslenzk og hefir lagt mikið á
sig til þess að fullkomna sig í
list sinni, hún verður okkur ís-
lendingum sennilega til mikils
sóma.” Aðsóknin þetta kveld var
líka íslendingum til sóma að því
leyti að hún sýndi, að þeir kunna
að meta listamenn sína. Þeir urðu
heldur ekki fyrir vonbrygðum
og vísast hér til hinna lofsamlegu
ummæla um hljómleikana.
Sama kveld hélt Snjólaug Sig-
urdson pianó hljómleika í New
York; væntalega berast blöðun-
um bráðlega fréttir af þeim, en
ekki er að efa að hún hefir ekki
látið sitt eftir liggja að gera
garðinn frægan, því hún hefir
einnig getið sér mikin orðstýr
fyrir snilli í pianoleik.
Allar þessar stúlkur eiga að
makleikum djúp ítök hjörtum
Vestur-lslendinga. vonandi verð-
ur aldrei neinn til þess að spilla
þeirri hjartahlýju, sem þær hafa
áunnið sér. Slíkt er auðvelt með
vanhugsuðum samanjöfnuði —
með því að lofa eina til að lasta
aðra. Það má aldrei eiga sér stað.
Þessar þrjár stúlkur eru miklar
listakonur, hver á sinn hátt, og
íslendingar hrósa happi að eiga
þær allar.
SEND YOUR
FALL CLEANING
AND LAUNDRY
NOW
FOR FAST SERVICE
Use Pertb’s Carry and
Save Store or
Phone 37 261
PERTH’S
For Sound
Progressive Business Administration
RE-ELECT
ERNIE HALLONQUIST
AS YOUR ALDERMAN IN WARD 2
Experienced — Energetic — Independent
CHAIRMAN
Improvements Committee 4 years
Property Committee 5 years
Traffic Board
Member Finance Committee 5 years — Zoning Board 4 years
On Wednesday, October 27 VOTE:
{
HALLONQUIST, ERNEST
Polls open 9. a.m. Close 8 p.m.
Endorted by the Civic Election Committee
For A Better Winnipeg -- Vote C«C*F*
FOR ALDERMEN
WARD 2
r
FOR MAYOR
HOWARD McKELVEY
FOR SCHOOL TRUSTEES
WARD 2
ANDREW ROBERTSON
GORDON FINES
DONOVAN SWAILES 1
JAMES McISAAC
Vote Number 1 for Swailes for Mayor. Mark your Aldermanic
and School Board Ballots 1 and 2 in the Order of Your Choice.
Election Day, WEDNESDAY, October 27 FOR information, call ccf headquarters
polls open 9 a.m. to 8 P.M. Phone 22 879 or 75 922