Lögberg


Lögberg - 18.11.1948, Qupperneq 1

Lögberg - 18.11.1948, Qupperneq 1
PHONE 21 374 * A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 • i A A \&*T IjCiW a Complele Cleaning Instilution 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 18. NÓVEIVÍBER, 1948 NÚMER 47 Kveðja frá þjóðræknisfélaginu til Guttorms J. Guttormssonar skálds Herra forseti, háttvirti heiðursgestur, konur og men: Stjórnarnefnd þjóðræknisfélags Islendinga í vesturheimi fól mér á hendur, sem forseta félagsins, að bera Guttormi skáldi Guttormssyni á þessari sjötugs afmælis hátíð hans, sína hugljúf- ustu kveðju og óskir um margar og fagrar og andagiftaríkar lífs- stimdir enn áður en húmar að og kvöldar á æfidegi hans Þjóðræknisfélagið telur það sér sérstakt gleði og ánægjuefni að mega taka þátt í þessu hátíðahaldi og að votta hinu fremsta nú- lifandi skáldi okkar vestur ís- lendinga sitt hjartans þakklæti fyrir margar hrifningafullar gleði stundir, sem hann hefir veitt okkur með alvöruþrungn- um ljóðum, gaman kvæðum og skemtisögum. Og helzt af öllu er það gleðiefni fyrir vestur íslend- inga að mega f a g n a þessu ágæta skáldi því hann er ein- stakur í sinni röð að því leyti að hann er hið eina innfædda skáld Vestur Íslendinga, sem gefið hef- ur út kvaeðabækur og önnur rit á islenzkri tungu. Fyrir það á hann mikinn heiður skilið og sér- staka viðurkenningu okkar Vest- ur Íslendinga. Það er heiður fyr- ir alla hérlenda fædda íslendinga að geta talið hann í þeirra hóp, því með því njóta þeir í fyllra mæli ^ndurskins af þeim ljóma frægðar og upphefðar, sem hann hefur hlotið sem einn af þeim, sem Vestur Islendingur . Guttormur var eins og menn vita. heiðraður af stjórninni á íslandi og með því bættist hann í röð stórskálda Íslendinga aust- an hafs og vestan. Hann ferðað- ist heim til Islands eftir tilhlut- un stjórnarinnar þar og fór mestu frægðarför. Hann varð sjálfum sér og vestur íslending- um til mikils heiðurs og sóma. Nú þykir mér eins og öðrum, bæði sjálfs mín vegna og fyrir hönd þjóðræknisfélagsins, vænt- um þetta tækifæri til að vera hér og mega hylla skáldkonung vorn, að þakka honum söng hans, hin fögru og hrífandi ljóð, kýmnis kvæðin öll og skop sög- urnar, sem hann heíur svo oft skemt okkur með. Eg óska hon- um allra heilla á afmælisdegin- um, á sjötugsafmælinu, og vona að allir æfidagar hans, sem eftir eru og sem vonandi verða marg- ir, verði allir heiðbjartir og skír- ir og að rökkvi seint á æfidegi hans. Það er af eigingirni sagt en einnig af velvild og kær- leika til hans, að við viljum að hann syngi og yrki og kveði í mörg ár enn og að við megum oft koma saman og skemta okkur saman og hlægja saman af ánægju og gleði við að mega vera með honum og hlusta á hann eða tala við hann. Lif heill, Guttorm- ur! Þú ert og hefur lengi verið mesta þjóðarprýði! Philip M. Petursson, forseti. ---------------V_ Inngangsorð S. V. Sigurðssonar í afmælissamsæti Guttorms skáld6 It is my pleasant duty to wel- come all of you who have by your presence and your co- operation made this gathering possible, also do I wish to thank the many friends, near and far that have taken part but time and distance would not allow to be here to-day, but are with us here in Spirit. I trust no one will take it amiss if at this point I say a few words to our guest of Honor from the people of Riverton. You know that when you say RIVERTON it means different things to diff- erent peopl.e If you say Riverton to any of the men in the air force who used to fly over this section whlie in training, they will say, “The Town with the red roofs.” If you say Riverton to the busin- ess men of this Province they will say “Fish”. If you say River- ton to the men working on the railroad they will say “End of Steel”. If you say Riverton to any person familiar with literature they will say, “River- ton, yes, that is where Guttorm- ur J. Guttormsson lives.” We his fellow travellers and neighbors are proud of the lustre which his reputation as a poet has given to this district, but when we think of him we are much moire likely to thirík of him as a friend and neighbor than as 'a well known poet. There was once a writer, noted for his brilliant and witty con- versation, and one dáy a friend of his, asked him why he wasted these remarks in conversation when he could write them into essays and articles and be paid handsomely for his work. The writer replies, “I do it to water the dusty Highways of Life”. This is what Guttormur J. Guttormsson has done for us in Riverton. He has through the many years of his life in this town, brightened a conversation with a quip, entertained a social gathering with a story, and ap- peared on many programs. He has spoken in prose and verse at affairs given by local organiza- tions, at weddings and every kind of anniversary and gather-’ ing, and has always given gladly og his wit, his gift of poetry, his kindliness and friendship. For us in Riverton he has been one of those who helped us to see that the goal of life shall not be obscured by the dust of the Highway. I could not open this gather- ing without first, in the name of the people of this cemmunity thank you, Mr. Guttormsson, for the honors you brought to your birth place, and for the years of friendship and neighborliness. We have a big program here today and I will do my utmost to rush it through as fast as is reasonably possible when we have as big a subject as we have today. ♦ Kæru heiðursgestir:- Guttormur J. Guttormsson skáld, frú Jens- ina og börn. Mér er það mikið fagnaðarefni að mega bjóða velkominn þenn- an stóra hóp af vinum, sem hér er, samankominn á þessari miklu hátíð Nýja íslands, sem helguð er skáldinu og bóndanum á Víðivöll um, við Islendingafljót, konu hans og börnum, í tilefni af sjö- tugsafmæli skáldsins. Eg man eftir Guttormi síðan eg var lítill drengur, og við höfum lengi verið nágrannar, góðiir nágrannar og kunningjar, held eg mér sé óhætt ) að segja. Guttormur skáld hefur með ljóðum sínum, fyndni og snjöllu málfari verið um langt skeið réttnefndur gleðigjafi í bygðum Nýja íslands, þó áhrif hans hafi vitaskuld náð miklu lengra, því á íslandi hefir hann hlotið mikla og margháttaða viðurkenningu, og nú síðast með vandaðri heild- arútgáfu af ljóðum hans: Hér í Nýja íslandi finst okkur Guttorm ur alveg ómisandi þegar eitthvað mikið stendur til: Nú í dag er hann sjálfur sjötugur — sjötug- ur að árum, en ekki að á sýnd. Eg gríp þetta tækifæri, fyrir hönd fjölskyldu minar, og mín að óska Guttormi skáldi, konu hans og börnum, blessunar í bráð og lengd, og þakka þeim ógleyman- legar samverustundir. FRÉTTIR FRÁ BETEL Guttormur J. Guttormsson skáld 70 ára hyltur með afar fjölmennu samsæti síðastliðinn sunnudag í samkomu- húsi Rivertonbæjar, og var þá um daginn sæmdur af forseta fslands stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu meðstjörnu. I fornri tíð var svo ummælt, að allar götur stefndu til Róm; á sunnudaginn var gerðist það æfintýri meðal íslenzka mannfélagsins vestanhafs, að allar götur stefndu til Riverton við íslend- ingafljót, því þann dag átti hetjuskáldið og bóndinn á Víðivöllum þar í grendinni, Guttormur J. Guttormsson, sjötíu ára afmæli; og með það fyrir augum, að hylla hið sérstæða alvöru og kímni skáld, var stofnað til þessa virðulega mannfagnað ar, sem lengi verður 1 minnum hafður vegna skör- ungsskapar og glæsibrags, en slíkt auðkennir jafnan þau hóf, er fólkið í Nýja íslandi beitir sér fyrir. Hér verður engin tilraun til þess gerð, að lýsa Guttormi J. Guttormssyni sem skáldi, eins og ætti heldur ekki við í stuttri og sundurlausri fréttagrein; skáld- skapar hans var fagurlega og röggsamlega minst í ræðunni, sem Dr. Richard Beck flutti á sunnudaginn; ritstjóri þessa blaðs, sem viðstaddur var mann- fagnaðinn, hefir jafnan dáð ljóð Guttorms, karlmenskuna, kímn- ina. kaldhæðnina og rímskrautið. sem sett hefir á þau sérstæðan og litbrigðaríkan svip; hann þakk- ar ljóðin og væntir þess að fá meira að heyra. Samsætið hófst laust fyir kl. 3 e.h. áminstan sunnudag og var- hin mikla samkomuhöll þá svo að segja fullskipuð; er skáldið ásamt sifjaliði sínu kom inn úr dyrum, risu allir á fætur og hyltu skáldbóndann með löngu og dynjandi lófataki; þá tóku heið- ursgestir sæti við háborð, en samkvæmisstjóri, S. V. Sigurð- son, bað hinn mikla mannsöfnuð að syngja þjóðsöngva Canada og íslands; fórst S. V. eins og vinir hans jafnan kalla hann, stjóm hinnar löngu skemtiskrár hið bezta úr hendi. SKIPT UM FORSÆTISRÁÐHERRA Rt. Hon. Louis St. Laurent Síðastliðinn mánudag gerðist þau stórtíðindi á vettvangi stjórnarmálanna í þessu landi, að Mr. King lét af stjórn- arforustunni eftir að hafa gengt forsætisráðherraembætti í freklega tuttugu og eitt ár við vaxandi orðstír og vinsældir; þann sama dag tók við stjórnarforustu leiðtogi Liberalflokksins, Mr. St. Laurent, mikilhæfur áhrifa- maður. Eins og fyr var frá sagt, flutti Dr. Beck aðalræðuna fyrir minni Guttorms sem rithöfunds og skálds, en fyrir minni hans sem einstaklings og samferðamanns í Rivertonbygðarlagi, mælti Dr. S. O. Thompson. Miss Bonny Sigurðson, mintist frú Jensínu, konu skáldsins, en frú Hólfríð- ur Danielson, las upp nokkur brot úr ljóðum hins stjötuga og bráðspriklandi afmælisbarns; auk þess tóku til máls séra Eyjólfur J. Melan, Vigfús Gutt- ormsson, Páll S. Pálsson og séra Philip M. Petursson, er flutti kveðju frá þjóðræknisfélaginu; þá laugaðist og skáldið í sjald- gæfu steypibaði aðsendra og heimaunnina ljóða, og voru það víst ekki færri en ellefu skáld, er þar áttu hlut að máli, sé engu hér gleymt, og má þar til telja Dr. S. E. Björnsson, G. O. Einars- son, Davíð Bjömson, Ragnar Stefánson, Dr. Sig. Júl. Jóhann- esson, Þórð Th. Christie, Lúðvík Kristjánsson, Böðvar Jakobson, Jakob J. Norrnan, F. P. Sigurðs- son og Einar P. Jónsson. Johannes Pálsson fiðlukennari, lék á hljóðfæri sitt með aðstoð systur sinnar frú Lilju Martin; tvísöng sungu þær mæðgurnar frú Lilja Thorvaldson og Evelyn Thorvaldson, öllum til ósegjan- legrar ánægju, en við hljóðfærið var Miss Toohehy frá Winnipeg, en einsöngva sungu þær frú Sigríður Sigureirsson frá Gimli, ungfr Geraldine Björnson og ungfrú Evelyn Thorvaldson, og var eitt um það að segja, áð söngvurum var fagnað hið þezta. Guttormi skáldi var afhentur sjóður nokkur frá aðdáendum víðsvegar að auk þess sem honum voru fengar minjagjafir og frú Jensínu fögur hálsfesti; ógrynni af bréfum og kveðjuskeytum bárust skáldinu, þar á meðal frá ríkisstjórn Islands, þjóðræknis- félagi íslands, félagi Vestur ís- Guttormur J. Guttormsson lendinga í Reykjavík og profess- or Watson Kirkonnell. Þau Guttormur skáld og frú þökkuðu hvort um sig þá sæmd er þeim væri sýnd með samsæt- inu og gjöfunum og kváðust geyma mundu slíkt 1 þakklátri minningu til daganna enda; veit- inga voru hinar ríkmannlegustu og báru vott um þann rausnar- blæ, er jafnan auðkennir fram- 1 e i ð s 1 u hinna aðsópsmiklu kvenna í Norður-Nýja Islandi, og vitaskuld einnig annara kvenna hinna íslenzku nýbygða vestanhafs. Ur borg og bygð I vísunni til Ófeigs læknis i síðasta Lögbergi, stendur seinast í fjórðu hendingu fjórðu vísu: Winnipeg, en á að vera Reykjavík eins og rímið bendir til. DÁNARFREGN Páll Eirikson ísfeld, ættaður úr Mjóafirði í Suðurmúlasýslu, lést að Johnson Memorial Hospital á Gimli þann 4. okt. síðastliðinn 83 ára að aldri; hann stundaði lengi búskap, en átti heima síð- ustu árin að 76 Park Street, Win- nipeg Beach. Kona Páls, Anna Guðrún Pálsdóttir, ættuð af Norðurlandi lézt árið 1928. Páll kom til Canada fyrir hálfri öld og settist fyrst að á Gimli. Fimm börn þeiirra hjóna eru dáin, en á lífi eru sex synir, Óli, Einar, Eyjólfur, Sigfús og Gestur, allir búsettir að Winnipeg Beach, og Eric að Amaranth; einnig eru á líf þrjár dætur Mrs. J. Matchett og Mrs. J. Neil í Winnipeg og Mrs. H. Mayor í Dauphin; tvær systur lifa bróður sinn, Gorva og Mrs. Arason í Flin Flon, einnig þrír albræður, Einar í Langruth, John á Gimli og Andrew á Win- nipeg Beach, og hálfbróðir, Óli Thorsteinsson að Husavick, Man. Barnabörnin eru 45 og tvö barna barnaböm. Útför Páls fór fram frá kirkju Víðinessafnaðar í Húsavick þann 7. október að viðstöddu fjöl- menni. Séra Sigurður Ólafsson, jarðsöng. Argyle prestakall: Sunnudaginn 21. nóvember— síðasta sunnudag eftir Trínitatis. Ef það væri einhver, sem er að missa trúna á það að kraftaverk komi enn fyrir, eða að bænir vorar séu heyrðar, þá ætti þessi saga að styrkja hvern slíkan í trúnni. Slagharpan (Piano), er Dr. og Mrs. Brandson gáfu Betel fyrir mörgum árum, var farin að gefa sig og orðin næstum óhæf til áframhaldandi afnota. Um þetta var kvartað hvað eftir annað; en vegna þess hvað fjárhagur stofn- unarinnar var þröngur, eða vegna algengrar vanrækslu, voru engar ráðstafanir gerðar til að bæta úr þessu. Loksins, fyrir þremur eða fjór- um vikum var ráðist í að kaupa nýtt piano. En það var ekki fyr en Ásdís Hinriksson, fyrrum ráðs kona Betels, bauðst til að leggja til $100.00. En þessi upphæð átti að koma úr “prjóna sjóðnum”. Þessi sjóður er samansafn centa er gömlu konurnar á heimilinu fá fyrir sokka, hanska o.s.f. er þær prjóna. Asdís er leiðtogi iðn- flokks þessa. Nú var Mrs. Brandson, forseti nefndarinnar, falið að skoða sig um í stórbúðum Winnipeg borg- ar, og finna hentugt, notað piano, því ekki var unt að kaupa nýtt. Hún var komin langt með kaup- in, þegar hún frétti að splunkur mýtt piano, af nýustu tegund, væri komið til Betel, sem gjöf frá ungum hjónum í Winnipeg, er gáfu það í minningu um for- eldra sína, er dáin eru fyrir mörgum árum. Það er ekki örðugt að skilja hvað þetta kom sér vel, sérstak- lega þegar tekin er til greina nú- verandi dýtríð, og þeir fjárhags- legu örðugleikar sem Betel á nú við að stríða. Hjónin er gáfu þessa stóru og virðulegu gjöf eru John og Louise Jónasson að 1321 Downipg Street, Winnipeg. En gjöfin er í minningu um hinn vinsæla og velkunna hljómlistarmann Dav- íð J. Jónasson og konu hans Kristvilínu Jónasson. En Davíð var einn af hinum mörgu hjálp- sömu vinum Betels. Nefndin þakkar innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og biður Guð að blessa gefendurna. Þessi atburður sannar, einusinni enn, að Betel á djúp ítök í hjörtum íslendinga. Íslendingar þrá af alhug að íslenzkum gamalmenn- um, hvar sem þau búa, megi líða sem allra bezt. J. J. Swanson Brú___________ kl. 2 e.h. Glenboro ..... kl. 7 e.h. Allir velkomnir séra Eric H. Sigmar •♦■ Sjötíu ára afmælis Fyrstu lút- ersku kirkju verður minnst með hátíðaguðsþjónuslum á sunnu- daginn 28. nóv. Árdegis guðs- þjónustunni, kl. 11 verður út- varpað frá stöðinni CBW. Við kvöldmessuna prédikar Dr. Rúnólfur Marteinsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.