Lögberg - 18.11.1948, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. NÓVEMBER, 1948
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h. — Sunnu-
dagaskóli kl. 12:15 e. h. — Allir
æfinlega velkomnir.
Arborg-Riveríon presíakall:
21. nóvember—Geysir, messa
og ársfundur kl. 2 e.h. Arborg,
íslenzk messa kl. 8 e.h.
LiftaKÍgt? Allskonar gigt? Gigtar-
verkir? Sárir ganglimir, herfiar og
axlir? ViS þessu takiS hinar nýju
“Golden HP2 TABLETS”, og fáiS var-
andi bata viS gigt og liðagigt. — 40—
»1.00, 100—$2.50.
Maga öþægindi? óttast aS borSa?
Súrt meltingarleysi ? Vind-uppþemb-
ingi? BrjöstsviSa? Óhollum súrum
maga. TakiS hinar nýju öviSjafnan-
legu "GOLÐEN STOMACH TAB-
LETS” og fáiS varanlega hjálp viS
þessum maga kvillum. — 55—$1.00,
120—$2.00. 360—$5.00.
MENN! Skortir eSlilegt fjör? Þyk-
ist gömul? TaugaveikluS? Þróttlaus?
ÚttauguS? NjótiS lifsins til fulls! —
TakiS "GOLDEN WHEAT GERM
OIL CAPSULES”. Styrkir og endur-
nærir alt líftaugakerfiS fyrir fólki, sem
afsegir aS eldaet fyrir timann. 100-
$2.00, 300—$5.00.
Þesni lyf fást í ölluin lyfJabúSum
eSa meS pósti beint frá
GOLDEN DRUGS
St. Mary’s at Hargrave
WINNIPEG, MAN.
(one block south from Bus Depot)
“Jól koma
aðeins
einu sinni
, , • **
a an . . .
. . . og um að
gera að hugsa
um þau snemma
Langauðveldast e r a ð
ráðgast við EATON'S
verðskrá, þar sem ágæt-
ustu birgðir af Canadísk-
um vörum eru taldar
fram og syndar í mynd-
um til hægðarauka fyrir
þá, sem vilja verzla
snemma.
Búðarafgreiðsla er einn-
ig viðbúin að flýta fyrir
verzlun um jólaleytið. En
v e g n a fullkomnustu
ánægju, er rétt að panta
vörumar strax.
'T.EATON C?,-o
WINNIPaa CANAOA
EATONS
28. nóvember—Hnausa, messa
og ársfundur kl. 2 e.h. Riverton,
íslenzk messa og ársfundur kl. 8
e.h. B. A. Bjarnason
-t-
Gimil prestákall:
21. nóvember—Messa að Húsa-
vick, kl. 2 e.h. messa að Gimli,
kl. 7 e.h.
Skúli Sigurgeirson
S0FFÍA LINDAL
(Frh. af bls. 3)
burði, sem öðru, var hún vönd
að virðingu sinni og aldrei sást
hún nema hreinlega og vel til
fara hvort heldur það var við
heimilisstörf eða á mannamót-
um.
Soffía var skapmikil, opinská
og einörð í tali og fasi og kallaði
ekki alla vini sína, en trygglynd
og vinföst var hún með afbrigð-
um og mun aldrei hafa gleymt
nokkru því, sem henni var vel
gert. Hún var höfðingi í lund,
gestrisin og greiðug og taldi
aldrei neitt eftir sem hún gat
fyrir aðra gert.
Eflaust hefði það orðið flest-
um konum meira en nóg æfi-
starf að koma sextán börnum á
legg, en það gerði Soffía heitin
með sóma en vanst auk þess tími
til þess að taka drjúgan þátt í
ýmsum félagsmálum sveitar
sinnar. Hún starfaði í mörg ár í
Women’s Institute, var lengi for-
seti kvennfélagsinu Björk og um
skeið forseti lúterska safnaðar-
ins á Lundar.
tí rúmlega hálfa öld stóð Soff
-ía Lindal í röð fremstu kvenna
í sínu byggðarlagi enda mun
hennar lengi minst með virð-
ingu af öllum sem nokkuð þektu
til hennar en með söknuði og
þakklæti af þeim, sem henni
voru næstir og mest áttu henni
upp að unna. Það er orða sann-
ast að lífið fylli jafnan þau skörð
sem dauðin veldur en vel getur
það dregist að Lundarbyggð
eignist hennar líka að mann-
kostum, dugnaði og skörungs-
skap.
Heimir Thorgrímson
KOBRINSKY CLINIC
216 Kennedy Sireet
WINNIPEG
SOLOMON KOBRINSKY, M.D. - Matemity and. Diseases of Women
LOUIS KOBRINSKY, M.D., F.R.C.S., (Edin.) - General Surgery
SIDNEY KOBRINSKY, M.D. - Intemal Medicine
M. TUBBER KOBRINSKY, M.D., Ch. M. - Physician and Surgeon
SAM KOBRINSKY, M.D. - - Physician and Surgeon
BELLA KOWALSON, M.D. - - Physician and Surgeon
Telephone 96 391
if no answer, call
Doctors' Directory. 72 152
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON „SKÁLD sjötugur
(Frh. af bls. 3)
vegar léttir og mjúkstígir. Honum eru fornir íslenzkir
bragarhættir jafn tiltækir og nýrri bragarhættir af
erlendum uppruna.
Söm er fjölbreytnin í málfari skáldsins, þar mætist
einnig gamalt og nýtt; sést þar gleggst, hversu djúpt
hann herir drukkið af lindum íslenzkra fræða, sögu og
skáldskapar, þó að hann hafi einnig nærzt við brjóst
enskra og annara erlendra bókmennta, en hitt er þó
aðdáunarverðara, hversu mál hans er íslenzkt, kjarn-
mikið og fjölskrúðugt.
Guttormur sameinar það afburðavel að vera hvort
tveggja í senn, ágætur Candamaður og rammur íslend-
ingur, og hann skilur það manna bezt, hve mikill and-
legur gróði er í því fólginn að vera hluthafi í menningu
tveggja ?þjóða. Það lýsir sér eftirminnilega í kvæðinu
“Landa milli,”, sem hans flutti hérna á íslendingadegi
að Hnausum fyrir fáum árum síðan og hringhent er
að bragarhætti:
“Það er seimur sem er hnoss,
svona í geimi pöndum,
blessað heima-athvarf oss
eiga í tveimur löndum.
Okkur gæðum miðla mild,
mörgum þræði í sögur,
líkt og mæður, löndin skyld,
lofsverð, bæði fögur.
Oss í villum aldrei sást
yfir snilli beggja.
Skal því hylli, skyldu og ást
*. skipt á milli beggja.
“Pjórðungi bregður til fósturs”. í skáldskap hans
renna straumarnir frá hinu landfræðilega og menning-
arlega umhverfi hans í Canada og áhrifin frá íslenzkum
bókmenntum og menningarerfðum saman á mjög
merkilegan hátt. Yrkisefni hans eru oft ramm-canadisk,
gripin beint út úr daglega lífinu umhverfis hann, en
þau eru færð í frábærlega íslenzkan málbúning, bæði
um þragarhætti og orðalag, þó að skáldið fari oft eigin
götur í þeim efnum, smíði algerlga nýja ljóðahætti, og
noti orðin í óvenjulegum samböndum til þess að túlka
nýjar hugsanir.
Hann skiptir einnig, eins og þegar hefir verið sýnt,
drengilega ljósi og skugga milli fæðingarlands síns,
Canada, og ættarlandsins, íslands í kvæðum sínum, hef-
ir hyllt bæði í einlægum og fögrum lofgerðarljóðum. Og
eigi kulnaði sú heita glóð ræktarsemi, sem skáldið ber
í brjósti til ættjarðarinnar, við að kynnast henni og átt-
högum sínum í söguríkri heimsókninni þangað fyrir
áratug síðann, í boði ríkisstjórnar og þjóðar, enda var
honum að verðleikum fagnað þar með ágætum og varð
þar vinsæll mjög. “Allt hefir komið mér betur fyrir sjón-
ir heldur en mig dreymdi um, “sagði hann í blaðaviðtali
að skilnaði. Og sú aukna aðdáun á landi og þjóð hefir
fundið sér framrás í íslandskvæðum hans síðan. En
áður hafði skáldið í kvæðinu “íslendingafljót” túlkað
á snilldarlegan og skáldlegan hátt samband íslendinga
austan hafs og vestan; bjarkirnar sitt hvorum megin
við fljótið eru honum táknmynd þess bróðurlega hand-
taks sem hann, og aðrir þjóðræknir menn vestan hafs
og austan, vilja, að brúi hafið milli þjóðbrotsins vestan
hafs og stofnþjóðarinnar heima fyrir. í kvæðislok ber
skáldið fram þessa faguryrtu ósk:
“Bakka sína bjarkir þessar prýði,
ból þeirra’ enginn telgi í nýja smíði,
enginn særi rót né raski grunni,
renni að þeim vatn úr lífsins brunni.
Andi þeirra ilmi loftið blandi,
áfram renni fljót, en bakkar standi,
sterkar greinar haldist fast í hendur,
handabandi saman tengi strendur!
Hafi skáldið heill mælt, og megi þessar ljóðlínur
hans verða að áhrínsorðum, hið íslenzka handaband
halda áfram að spanna hið breiða haf í bráð og lengd!
Guttormur hefir sjálfur sagt, að norræni andinn
í íslenzkum bókmenntum hafi heillað hug sinn mest,
með öðrum orðum karlmennskan og þrótturinn. Það er
einnig í fullu samræmi við skapgerð hans og lífsskoðun,
eins og sjá má næg merki í kvæðum hans. í einu tæki-
færiskvæða sinna segir hann þessi merkilegu orð um
vizku þess hugrekkis, sem horfist djarft í augu við næð-
inga lífsins:
“—Ef undan maður hörfar, hætt er við,
að hjartað næði kuldinn inn um bakið.”
En “öllum hafiís verri er hjartans ís”, sagði annað
íslenzkt merkiskáld og heilhuga karlmenni.
Um kvæði Guttorms leikur heiður blær norrænnar
hreystilundar, þau eru með öllu laus við víl og sjálfs-
aumkun, enda þótt fjarri fari, að ævi skáldsins hafa
verið rósum stráður vegur. Hann hefir eigi aðeins borið
gæfu til þess að láta örðugleikana ekki smækka sig,
heldur hefir hann tekið þá þeim glímutökum, að þeir
hafa orðið honum vængir til flugs á andlegri þroska-
braut hans. Ófyrirgefanleg gleymska væri það einnig,
að geta þess ekki jafnframt, að hann hefir eigi staðið
einn í stríði, jafn ágætur förunautur Qg hún Jensína
hefir reynst honum. Og nú myndar mannvænlegur
barnahópurinn og þeirra venzlalið 'trausta skjaldborg
um þau hjónin, þegar degi hallar.
í einu kvæða sinna hefir Guttormur túlkað skoðun
sína á andans afrekum manna og verkum þeirra
almennt í þessum orðum:
“Ef andans aðalsmerki
er ekki á mannsins verki,
það fellur eða fer.
Er maður að því meiri,
sem minna er úr leiri
og meiri andinn er.
En mesta vaxtarmerki
á mannsins bezta verki
er sjón í sálargeim,
vor hugur hennar gluggi:
— allt hlutrænt bara skuggi
af andans háa heim.”
Þó að kvæði hans, sem annara skálda, séu hvergi
nærri öll jafn þung á metum að gæðum og gildi, ætla
eg, að fjölda mörg þeirra, mælist harla vel, sé lagður
á þau ofangreindur mælikvarði sjálfs hans, bæði um
lífsgildi og listgildi. Hitt er þó enn meira um vert, að
jafnframt því sem hann hefir borið merki íslenzks
manndóms og atgervis fram til nýrra sigra á hinum
vestræna vettvangi, hefir hann numið íslénzkum bók-
menntum nýtt land með yrkisefnum sínum, frumlegri
túlkun þeirra og sérstæðum ljóðbúningi.
Af góðum og gildum ástæðum hylla landar hans,
beggja megin hafsins, hann þessvegna við sjötugs-
áfangann. Sný eg svo upp á hann eigin orðum hans
um Klettafjallaskáldið:
“Hann lifi lengi
við ljóðastrengi.”
Já, haltu áfram að knýja hörpu þína, Guttormur
skáld að Víðavöllum. Tónar hennar eru þeim þáttum
slugnir, að þeir eiga víst bergmál í hugum ljóðelskra
landa, því að þeir þekkja ættarmótið við Egil og Snorra.
Ihe Swan Manufacturing Co.
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
Helmlli 912 Jessie Ave.
281 James St. Phone 22 641
Minniat
BCTEL
í erfðaskrám yðar
JOHN J. ARKLIE
Optometrist and Optician
(Eyes Examined)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
Phone 21101 ESTIMATES
FREE
j. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
632 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
STÚKURNAR HEKLA OG SKULD 60 ARA
Áfanga þessa í síarfi stúknanna verður minst með samkomu
í GOOD TEMPLARS HÚSINU
MÁNUDAGIN 22. NÓVEMBER, 1948
Byrjar kl. 8:00 e.h.
1. Til skemtunar verður
Ávarp forseta ................A. S. Bardal
Ræður ...Dr. Richard Beck og Dr. R. Marteinsson.
2. Söngur og hljómleikar
Piano Solo Sigrid Bardal
Samsöngur .............Mrs. V. Thorwaldson,
og dóttir hennar Evelyn.
Guitar solo ................*..Njáll Bardal
Violin solo ....................Allan Beck
3. Hreyfimyndir sýndar
4. Kaffi
SAMKOMAN ER ÓKEYPIS !
íslendingar ungir og gamlir boðnir og velkomnir!
K(c>ctetcte<e!s«e<cte(et6«<e<e<e>c!e>eic(etcteie!€ie«te«tctetcie«teictcicteietctc!eieic<c«ic«c«
Œílbaltn jólagjöf!
Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um
jólin; það eru ekki ávalt dýrustu gjáfirnar, sem veita hina
dýpstu og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær
tákna, og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og
menningarlegu sjónarmiði er.— Lögberg hefir um sextíu ára
skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr-
ar tungu í þessu land, heilbrigðum þjóðræknislegum metn-
aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara-
legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita
óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa.— Jólagjafa-
ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg
og senda það vinum bæði hér og á íslandi.^
FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ:
THE ('OIil .MBI V PRESS IiIMITKI)
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Sendið Lögberg vinsamlegast til:
Nafn ...........................................
Aritun .........................................
Hér með fylgja $3.00 ársgjald íyrir blaðið
Nafn gcfamla
Arltun