Lögberg - 24.02.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.02.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. FEBRÚAR, 1949 Ávarp forseta þjóðræknisfélagsins (Frh. af bls. 3) ----------------- hélt tvær samkomur minnis- varðasjóðnum til styrktar. Þjóð- ræknisfélagið lagði einnig eitt- hvað af mörkum í sjóðin, eins og fjárhagsskýrsla félagsins sýnir. Útbreiðslumál Að útbreiðslumálum hafa margir unnið á síðasta ári og með þeim fremstu var séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum, hinn kærkomni gestur, sem hér var staddur í fjarveru séra Valdi- mars J. Eylands á íslandi. Séra Eiríkur ferðaðist um flestar ís- lenzkar bygðir og flutti ræður á flestum stöðum. Ég var honum samferða á einni ferð til Selkirk á samkomu deildarinnar þar — “Brúin”. Einnig í þeirri ferð var Mrs. Hólmfríður Danielson, sem flutti einnig ræðu, Mrs. Rósa Hermannson Vernon, söngkon- an góðkunna og Mrs. fsfeld sem spilaði undir. — Við höfðum meðferðis nokkrar hreyfimyndir og var það kvöld hið skemtileg-- asta. Ferða og funda séra Eiríks er minst í skýrslum sumra deilda sem seinna verða lesnar. Mrs. Danielson gerði sér nokkrar ferðir norður til Gimli og Riv- erton s .1. vor í þjóðrækniserind- um og einnig, s. 1. sumar ferðað- ist hún vestur á strönd til Van- cauver og Blaine og heimsótti fslendinga og deildir þar. Eins og í mörg undanfarandi ár hefir Dr .Richard Beck flutt erindi og gert ferðir í þágu Þjóðrækn- ísfélagsins. í ferð hans vestur til Vatnabygða til að taka þátt í afhjúpunarathöfn minn- isvarða J. Magnúsar Bjarna- son, flutti hann kveðjur félags- ms á samkomu í Wynyard. og íslendingadegi í Churchbridge, bar sem hann var aðalræðumað- ur; deildir félagsins á umrædd- um stöðum stóðu að þeim sam- komum. Hann hefir einnig á ár- inu flutt ræður um íslenzk efni á íslenzku víða annarsstaðar meða) fslendinga, svo sem í Fargo, að Moúntain, í Riverton og Winni- peg, og eins og að undanförnu ræður og erindi um þau efni á ensku á ýmsum stöðum, bæði í N. Dakota og Minnesota. Má í því sambandi geta þess, að hann flutti nýlega 400. ræðu sína eða erindi um íslenzk efni síðan hann hóf þá landkynningarstarf- semi fyrir aldarfjórðungi síðan en milli 40 og 50 af þeim voru fluttar í fslandsferð hans lýð- veldishátíðarsumarið. Þá hefir dr. Beck á árinu ritað bæði grein- ar og ritdóma varðandi ísland og :slenzkar bókmentir í ameríku og canadisk blöð og tímarit; í árs- ritið Norræn jól, málgagn Nor- ræna félagsins á íslandi, ritaði hann einnig ítarlega grein um “Þjóðræknisstarfsemi íslendinga í Vesturheimi”, og er í rauninni 'firlit yfir sögu og starf Þjóð- W ræknisfélagsins frá byrjun í til- efni af 30 ára afmæli þess. Sem forseti félagsins hefir að- al starfsemi mín verið hér íWpg. nema að það mætti nefnast út- breiðslumál þær ferðir sem eg hefi gert út um íslenzku bygð- irnar í prests og kirkju erind- um. Samt hefi eg ferðast til Riv- erton, Lundar, Gimli og Selkirk' í þágu félagsins. Og í sumar, flutti eg kveðju frá Þjóðræknis- félaginu á íslendingadeginum á Gimli annan ágúst. Skýrslur frá deildum sýna flestar að þær eru vel lifándi þrátt fyrir örðugleika af ýmsu tægi, en áhuginn er vel vakandi fyrir málum vorum. Samsæti Þessi liður mætti koma undir liðnum næstum á undan, út- breiðslumál, en nokkur samsæti hafa verið haldin á árinu, sem ber að minnast, bæði þeirra sem Þjóðræknisfélagið hefir staðið fyrir og önnur, sem það hefir tekið þátt í. Síðast liðinn júlí- mánuði, hélt nefndin, undir nafni Þjóðræknisfélagsins, séra Eiríki Brynjólfssyni mót á Royal Alexandra Hotel, áður en hann lagði af stað heim aftur. Það er ekki oft að kvenrithöfundar frá íslandi koma í heimsókn hingað, en hér var á ferð s. 1. sumar, frú Elinborg Lárusdóttir. Hún ferð- aðist um nokkrar íslenzkar bygð- ir, flutti erindi á samkomum og á báðum kirkjuþingum. Áður en hún fór héðan var nefndarmönn- um og fáeinum öðrum boðið saman í miðdegisverð með henni í Hudson’s Bay félags veitinga- sal. — Síðast liðið sumar var Dr. Sigurði J. Jóhannessyni haldið samsæti af Lundarbúum, í tilefni af afmæli hans, og var eg þar staddur sem forseti fél- agsins og las þar upp stutt ávarp. Fjórtánda nóvember, í haust, héldu Riverton-búar og aðrir í nærliggjandi bygðum og víðar, skáldinu Guttormi Guttorms- syni samsæti á sjötugs afmæli hans. Og þangað fór eg með kveðju frá Þjóðræknisfélaginu. Var sú athöfn hin viðhafnamesta enda var mannfjöldi mikill þar kominn saman. Síðasta samsætið sem Þjóð- ræknisfélagið hefir tekið þátt í, er samsætið sem Dr. Vilhjálmi Stefánssyni, landkönnuðinum heimsfræga og konu hans var haldið fyrir viku síðan, er þau voru hér á ferð. Kenslustóls- nefndin stóð fyrir samsætinu og stofnendur stólsins. Húspláss var takmarkað svo að ekki kom- ust eins margir að eins og vildu og þótti nefndinni mikið fyrir því, en réði samt ekki yfir þeim hlutum og varð að taka þeim eins og þeir voru. Önnur samsæti eða fagnaðar- mót tók félagið ekki beinan eða óbeinan þátt í á árinu. Samvinnumál við tsland Fyrverandi forseti, séra Valdi- mar J. Eylands, með dvöl sinni á íslandi, alllengi sem forseti fél- agsins var fulltrúi félagsins á íslandi í heilt ár, og hefir gert mikið á þeim tíma til að vera eins og milligöngumaður okkar við fsland. Og hér, meðal vor, var séra Eiríkur Brynjólfsson, fulltrúi fslands, hinn ágætasti “Good Will Ambassador” eins og komist er að orði. Nú er hann á íslandi, og ekki væri óviðeig- andi að senda honum vinarkveðju af þessu þingi. Enn sendist Tímaritið til íslands. Bréfa- skifti hafa einnig verið. Og nú á þessu þingi mætir sendiherra fslands til Bandaríkjanna og Canada, herra Thor Thors, fyrir hönd fslands stjórnar. Það er • oss mikill heiður og sönn ánægja að hann skyldi taka tíma frá sín- um miklu og erfiðu störfum til að sitja þing vort. f tilefni af komu hans, viðeigandi væri að senda skeyti til stjórnarinnar á íslandi, og einnig, ef til vill, Þjóðræknisfélags íslands. Eg vona að tillaga í þá áttina komi upp seinna á þinginu. Önnur mál Samkvæmt lögum félagsins, er sagt að lagabreyting megi gera með því að sá sem eftir breyting- um óskar, gjöri stjórninni aðvart, að minsta kosti þremur mánuð- um fyrir ársþing. Það hefir ver- ið gert í sambandi við árstillag- ið, og vill tillögumaður, hr. Árni Eggertson hækka tillagið, sam- kvæmt þeirri skýrslu, sem ráð er gert fyrir að hann beri fram seinna á þinginu. Einnig í sambandi við lög fél- agsins, var milliþinganefnd sett á þinginu í fyrra til að fara í gegnum alla fundargjöminga félagsins ðg taka saman allar lagabreytingar, sem gerðar hafa verið til þess að megi gefa út lög félagsins eins og þau nú standa í prentuðu formi. Það eru nú orð- in 19 ár síðan að lög félagsins voru gefin út í prentuðu formi og nokkrar breytingar hafa orð- ið á þeim á þeim tíma. f nefnd- inni voru Próf. Tryggvi Óleson, vara-forseti, Frú Ingibjörg John- son og Ragnar Stefánsson. Ekki verður hægt að segja að Þjóðræknisfélagið hafi lítið eða ómerkilegt starf með höndum. Hér er margt að taka til íhugun- ar og margt og mikið verk að vinna. Látum oss því nú, er vér tökum til starfa, að ásetja oss að vinna að úrlausn allra mála vora, með elju og alúð, með það eitt fyrir augum, hvað oss er til sóma sem félagi og þjóðar- broti voru hér yfirleitt til sæmd- ar. Svo segi eg þetta þrítugasta ársþing Þjóðræknisfélags fs- lendinga í Vesturheimi sett, og bið þigheim að taka til starfa. Philip M. Pétursson Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Sjóntaugar þínar eru ekki eins vel þjálfaðar eins og mínar,” svaraði lækn- irinn. “Hvað sérðu?” spurði Ben. “Dýrslegt negra andlit. Höfuðmynd- in stór og svört kemur skýrt út. Efri partur andlitsins er óskýr eins og að þoku slæða sé yfir því — en kjálkabörð- in stór, og þykkar varir, er skýrt. Guð minn góður — jú — það er Gus!” Camerson læknir spratt á fætur í æstri geðshræring. Ben horfði lengi í sjónaukann en sá ekkert. “Ég er hræddur um að þessi mynd sé aðeins hugboð, faðir hjá þér, en ekki í augum móðurinnar,” sagði Ben. “Það er mögulegt.” Sagði læknirinn, ' “Samt trúi ég því ekki.” “Mér hefir dottið sami óþokkinn í hug, og reyndi að siga sporhundum á hann, en hverra hluta vegna gátu þeir ekki rakið slóðina hans. Ég hafði hann grunaðann frá byrjun, en sérstaklega, síðan að ég frétti að hann fór til Colum- bía, með eimlestinni snemma í morgun í einhverjum ímynduðum embættis- erindum.” “Þá fer ég ekki vilt,” sagði læknirinn ákveðinn. “Gerðu nú eins og ég segji þér. Komstu að hvenær hann kemur til baka, taktu hann fastann, bittu hann og settu í hann ginkefli og farðu með hann á leynisamkomustaðinn okkar, og láttu mig svo vita.” Tveim dögum síðar, eða seinni part annars dagsins, útfaradagsins, fékk Ben símskeyti frá vagnstjóra járnbrautar- lestarinnar sem Gus ferðaðist með, að hann væri á lestinni sem kæmi til Pied- mont klukkan níu. Biöðin höfðu talað mikið um slysið, og fjöldi manns kom til að fylgja mæðg- unum til grafar, og til virðingar við minning skáldsins eiginmans og föður þeirra iátnu. Öllum verzlunarhúsum í Fiedmont var lokað og allir hvítir menn, og konur í bænum fylgdu þeim til grafar. Þegar að mannfjoldmn var kominn til bæjarins veitti enginn tólf mönnum sem nðu sitt í hverja áttina út úr bæn- um eftirtekt. Þessir menn komu allir saman hjá lítilli flaggstöð, sem var á landi McAllisters, sem var fjórar mílur frá Piedmnt, þar sem tveir menn í létti vagni biðu þeirra. Þessir tveir menn, sem voru miklir á velli og utanhéraðs- menn, stigu niður úr vagnmum sem þeir sátu í og gengu meðfram járnbrautmm í áttma til járnbrautarstoðvannnar, sem var þrjár mílur í burtu til samtals við lestarstjórann. Hmir sem komu saman í skóginum fóru af balý, sprettu söðlum sínum af hestunum og innan úr samanbrotinni ábreióu sem þeir notuðu fyrir undirtekk tóku þeir hvíta dularbúninga, fyrir sjáifa sig og hesta sína. Það tók engan tima að steypa þessum búningi yfir hestana sem festur var undir kverkina yfir brjóstið og undir taglið og voru svo sóðl- arnir aftur lagðir á hestana. Búniningur mannanna var líkur, síðar og viðar kápur með hettu, og skósíðar, um miðj- an búninginn var rautt blti og við það héngu tvær skammbyssur, sem faldar höfðu verið í vösunum. Á brjósti mann- anna, var rauður hringblettur, með hvítum krossi í. Sama merkið var á brjósti hestanna, en á bógum þeirra stafirnir K. K. K. Hver maðu hafði hvíta húfu á höfðinu og í hana var fest hvítt slör sem náði niður á herðar. Undir skygninu á húfunni var op fyrir augun og neðar fyrir munninn. Framan á húf- um tveggja mannanna var rauð mynd af hauk, sem var stöðumerki. Upp úr höfðum allra mannanna, reis átján þuml unga teinn, sem haldið var í stað með vírnringjum, sem voru innaní húfunum. Þesir dularbúningar bæði fyrir menn og hesta voru búnir til úr heimaunnu efni mjög ódýru. Það var mjög þægilegt að brjóta þá saman inn í ábreiðuna og það fór svo lítið fyrir þeim, undir söðlinum að eingin veitti þeim eftirtekt. Það tók minna en tvær mínútur, að spretta af söðlinum, setja einkenningsbúninginn á sinn stað og stíga á bak. Þegar eimpípa járnbrautarlestar- innar blés röðuðu þessir menn og hestar sér í tvöfalda fylking að hermanna sið og biðu skipunar. Tunglskin var glatt og skein á þögula menn og hesta, í hinum einkennilega búningi, sem eiginn hafði séð síðan á krossferða tímabih miðald- anna. Járnbrautarlestin nálgaðist flag- stöðina, sem var mann og ljóslaus. Lest- arstjórinn kom inn í vagninn þar sem Gus var laut að honum og sagði: “Ég hefi fengið skeyti frá bæjarfógetanum þar sem hann biður mig að vara þig um að fara af lestinni á íánastöðinni, og skjótast svo inn í bæjinn án þess að mikið beri á. Það er heill hópur sem bíður eftir þér á aðalvagnastöðinni og þeim er alvara.” Gus fór að skjálfa og hvíslaði: “í guðanna bænum láttu mig þá fara af lestinni hérna.” % Mennirnir tveir sem á lestina á næstu vagnstöð fyrir vestan Piedmont komu á næstu vagnstöð fyrir vestan Piedmont fóru út á undan Gus, og þegar hann kom út þá gripu þeir hann og feldu til jarðar. Lestarstjórinn gaf vélstjóranum merki um að halda áfram og lestin hélt áfram með vaxandi hraða. Það tók ekki meira en mínútu að binda og ginkefla Gus. Annar mann- anna, blés í hljóðpípu tvisvar. Því var svarað og innan stundar hyrðist hófa- tak og fjórir hvítklæddir ættarvinir komu á staðinn og umkringdu þá sem þar voru . Annar ókunni maðurinn sneri sér að hinum ný aðkomnu mönnunum— mannsins með rauða hauksmerkið, heilsaði og sagði: “Hér er maðurinn, Nætur-haukur.” “Við þökkum herrar mínir,” var svarið “Þið látið okkur vita ef við get- um orðið ykkur að liði.” Ókunnu mennirnir stigu upp í vagn sinn og hurfu í áttina til Norður Caro- lína. Ættmennirnir bundu fyrir augun á Negranum, settu hann á bak hesti, bundu vandlega á honum fæturnar, og handleggi hans fyrir aftan bakið og festu bandið í hring sem var í söðlinum. Nætur haukurinn blés í hljóðpípu sína fjórum sinnum, og hinir félagar hans komu til hans. Aftur blés hann í hljóðpípuna, og þeir snéru allir við, eins og þaulæfðir hermenn, skipuðu sér í raðir, þrír hlið við hhð, og lögðu á stað í áttina til Pied- mont og Negrinn bundinn og ginkeflað- ur, í miðri hvítu og rauðu fyikingunni. XI Kapítuli ELD KROSSINN Ættmennirnir fóru með fangann framhjá Redmont, og stönsuðu ekki fyr en í skóginum við ána. Nætur haukurinn gaf skipanir um að, þeir skyldu ríða í einni röð eftir slóðanum meðfram ánni, og eftir fáar mínútur viru þeir komnir gegnt Lovers Leap, þar sem þeir mættu yfirmanni sínum sem beið eftir þeim. Varðmenn voru settir við báða enda á einstíginu, og einn var á berginu fyrir ofan. Gus var leiddur í gegn um þröngar og krókóttar heillisdyr og inn í hellir sem hafði verið samkomustaður “Den” fé- laganna frá Piedmont, frá því það félag var myndað. Hellirinn var áttatíu fet á hæð. Kertaljós logaði á bergstöhunum meðfram hliðum hellisins. í miðjum hellinum á steini sem fallið hafði úr berginu upp yfir sat “Grand Syclops Den” félagsins, og fundar stjóri Pied- mont deildarinnar og var embættisein- kenni hans rauðrönd um spíruna sem stóð uppúr húfu hans. í kringum hann stóðu um tuttugu félagsbræður hans allir í dularbúningum. Einn á meðal þeirra hafði um sig gulleitt belti, með gullkögri og bar á brjósti gulan hring með tveimur krossum í, sem gáfu til kynna, að þar var aðalræðismaður ríkis- ins.* * Nöjn þau sem koma fyrir í þessum kapítula söguþessarar, eiga flest ekkert tdk í íslenzku máli, og þó á þau mætti hnoða íslenzkum um- búðum kýs ég heldur að láta þau halda sínum búningi með eftirfarandi skýringum. 1. Invisible Empire — Suðurríkin öll. 2. Grand Wizard. — Aðal leiðtogi. Þegar sagan gerist var það N. B. Forest. 3. Realm — Hvert ríki útaf fyrir sig. 4. Grand Dragon. — Yfirmaðurinn í hverju ríki. Syclops-inn stóð á fætur og sagði: “Vill ‘Grand Turk’ gjöra svo vel og leiða hinn ákærða afsíðis um stund og fá hann í hendur ‘Grand Sentinels’ við dyrnar, þangað til að áhann verður kall- að.” Embættismaðurinn fór í burtu með Gus, og Syclops-inn hélt áfram “þessi ráðstefna byrjar með bæn, sem prestur- inn flytur.” Maður sem bar hvítari klæði, en aðr- ir sem viðstaddir voru kraup niður á hellis gólfið í hátíðlegri alvöru, og rödd séra Hugh McAlpin, þrungin af tilfinn- ingu og viðkvæmni barst um hellirinn. 5. Dominion. — Sveitasamband. 6. Grand Titan. — Yfirmaður sveita sam- bandanna. 7. Province. — Hver sveit útaf fyrir sig. 8. Grand Giant. — Yfirmaður í hverri sveit. 9. Den. — Smærri félög. 10. Grand Syclops. — Yfirmenn þeirra fé- laga. ^ Nöfn annara embættismanna í þessu félagi— Klu Klux Klan. Genii, Hydras, Furies, Goblins, Night Hawks, Magi, Monks. J.J.B. “Guð og herra feðra vorra, eins og á liðnum árum, að börn þín flúðu frá á- nauð og fundu hæli í holum jarðar, þar til að sól réttlætisins reis að nýju, þann- ig er ástatt fyrir mönnum þeim sem hér eru samankomnir í kveld. í stríði okkar ivð myrkra öfl þau sem lífi voru ógna gef sálum vorum stöðuglyndi til að halda sér föstum við þig og höndum vorum styrk Píslarvottanna af okkar kynstofni sem glaðir gengu mót dauða. Vertu mis- kunsamur þeim sem bágt eiga- þeim sem við ervið kjör eiga að búa, þeim saklausu og þeim vonarlausu, og varð- veit oss frá árásm svörtu pyágunnar. í landi sólar, fegurðar og kærleika, sitja konur vorar í fangelsi óttans og hætt- unnar, á meðan að heiðingjar stika um heimalönd sín óhultir og óhræddir, í þessu fagra Kristna sunnlenska landi, dyrfast systur, eiginkonur og dætur okkar ekki að ganga um götur, eftir að húmar að, né stíga af alfara vegi um hádegi dags. Ótti rökkursins vex við dimuna, og hugprýðin hræðist boðber- ann rauða sem morguninn opinberar. Fyrirgefðu oss vorar skuldir — þær eru margar — en fel ekki þína ásjónu fyrir okkur, Ó Guð því þú ert vort athvarf!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.