Lögberg - 30.06.1949, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGLNN, 30. JÚNÍ 1949
3
ÁIHJG4MÁL
IWENNA
*
Rilsljóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
TUTTUGASTA OG FIMMTA ÁRSÞING
Bandalags Lúterskra kvenna í Mikley 14.—17. júní 1949
Eftir Lilju M. Guttormsson.
Síðdegis mánudaginn þann 13. júní s.l., mættist hópur af kon-
um, 35 að tölu, frá Winnipeg, Selkirk, Gimli, Argyle, Langruth
og Lundar, við bryggjuna í Selkirk og fóru þar um borð í skemmti
ferðabótinn, S. S. Keenora. Ferðinni var heitið til Hecla í Mikley,
þar sem þær ætluðu að sitja ársþing Bandalags Lúterskra kvenna.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
flestar af okkur höfðu nokkurn-
tíma siglt og óskuðum við þess
að veðráttan yrði hagstæð. Veð-
urgyðjan uppfyllti óskina —
hún brosti blítt og stillti vind-
ana sem rugguðu bátnum ró-
lega, er hann leið eftir vatninu.
Það var glatt á hjalla á bátnum
— það var sungið og leikið á
hljóðfæri og það var spilað á
spil. Margar af okkur sátum á
efra þilfarinu og nutum fegurð-
ar náttúrunnar — við sáum sól-
ina setjast í logandi litum, sem
endurspegluðust í vatninu; við
sáum fölann mánann rísa upp úr
vatninu með símun vana róm-
antíska svip á brá; við sáum
norðurljósin blika og leiftra um
himinhvolfið. Hvílíkar lit- og
hreyfimyndir í raunveruleik
náttúrunnar!
Loks eygðum við rautt ljós í
norðri, og okkur var sagt að það
væri ljósviti Mikleyjar. Við
þessa fregn mátti heita að allir
farþegar úr okkar hóp, færu nú
útá þilfar til þess að sjá eyjuna
nálgast, eyjuna sem flestar af
okkur litum nú í fyrsta skipti.
S. S. Keenora, undir stjórn Cap-
tain Hákonson, lenti, við stigum
í land, en hann sneri við og hélt
leiðar sinnar til Norway Hóuse.
Eins og geta má nærri, tóku
eyjarbúar tveim höndum á móti
okkur og skiptu okkur niður á
heimilin. Á þriðjudaginn bætt-
ust við í hópinn konur frá Ár-
borg, Víðir, Riverton, Geysir og
Árnes, sem komu með póstbátn-
um frá Riverton. Það var ekkert
látið ógjört til þess að okkur liði
sem bezt. Hinar indælustu mál-
tíðir og kaffiveitingar voru fram
reiddar í samkomuhúsinu þessa
fjóra daga, sem þingið stóð yfir.
Konumar voru fáar og unnu
mikið, en þær gerðu það með
svo glöðu geði að það var eins
og að þær hefðu hina mestu á-
nægju af því að mega veita okk-
ur! Þær mega vera vissar um
það að við fundum hlýjuna og
velviljann sem streymdi frá
þeim og að við mátum gestrisni
þeirra mikils. Mrs. Anna Jones,
skrifari kvenfélagsins Úndína í
Mikley bauð fulltrúa og gesti
velkomna og afhenti forseta
Bandalagsins, Mrs. I. J. ólafs-
son blómavönd.
Guðþjónusta var haldin kl. 2
e. h., 14. júní í kirkju Mikleyjar-
safnaðar. Séra Skúli Sigurgeirs-
son prédikaði og söngflokkur
byggðarinar leiddi sönginn und
ir forustu organistans, Mrs.
Kristínar Jefferson. Kirkjan var
skrýdd blómum frá Mrs. Perry,
Winnipeg, sem var fædd og upp-
alin í Mikley, og dúkur var á
altarinu, sem var heklaður af
Mrs. Jefferson.
Forseti Bandalagsins, Mrs.
Ingibjörg J. Ólafsson, setti þing
ið að guðþjónustunni lokinni.
Sex starfsfundir og þrír skemti-
fundir voru haldnir, allir í kirkj
unni.
Þingið var mjög fjölmennt —
það sóttu 29 fulltrúar frá 14
kvenfélögum, 1 einstaklingsmeð
limur, 13 meðlimir stjórnar-
nefndar og annara nefnda, 43
alls. Tvær af þeim voru prests-
konur, þær Mrs. I. J. Ólafsson
og Mrs. S. Sigurgeirsson. (Nöfn
allra þessara fulltrúa voru birt í
síðasta blaði.
Itarlegar skýrslur embættis-
manna voru lagðar fyrir þingið
og samþykktar, en þær voru:
Skýrsla forseta, Mrs. I. J. Ólafs-
son; skrifara, Miss L. Guttorms-
son; féhirðis; Mrs. Rósu Jóhanns
son; forseta Sunrise Qamp
nefndarinnar, Mrs. S. O. Bjerr-
ing; skrifara þeirrar nefndar,
Mrs. Fjólu Gray, og féhirðis,
Mrs. önnu Magnússon; ráðs-
konu Árdísar, Mrs. J. S. Gillies.
Síðan voru lesnar skýrslur frá
19 kvenfélögum, en 20 alls til-
heyra Bandalaginu, telja þau í
kringum 750 meðlimi. Eins og
að vanda báru skýrslur þessar
vott um brennandi áhuga og
miklar framkvæmdir fyrir krist
indóms- og líknarstörfum út um
byggðirnar.
Hin margvíslegu málefni
þingsins voru rædd með áhuga
og víðsýni — þau voru íhuguð
á allar hliðar og svo afgreidd á
heppilegan hátt. Endurskoðuð
grundvallarlög Bandalagsins
voru lögð fyrir þingið, rædd og
samþykkt. Ársritið „Árdís“ var
álitið fullnægjandi, og var því
ákveðið að gefa það út með
sama hætti og áður hvað tungu-
mál snerti. Hin nýja ráðskona
ritsins, Mrs. J. S. Gillies, hefir
sýnt mikinn dugnað við útgáfu
og útbreiðslu þess.
Einnig var ákveðið að breyta
ekki um tungumál á þingum
Bandalagsins, nema að því leyti
að skrifa fundargerðirnar á
ensku, þó að fundarstjórn fari
fram á íslenzku. Konum er leyft
að taka þátt í umræðum á hvoru
málinu sem er, en eftirtektar-
vert er það að alltaf fara vax-
andi með ári hverju, umræður
og einnig skýrslur á enska mál-
inu.
Það var samþy.kkt í einu
hljóði að heiðra minningu Guð-
rúnar heitinnar Johnson, fyrr-
um forseta Bandalagsins og ráðs
konu Árdísar í fjölda mörg ár,
með því að hengja upp biblíu-
Heimsækið á ný ættland yðar
Iflll Rfláf CONSTELLATION
IIH §/ U F\ L SPIEDBIRD
Farið frá Montreal eða New
York. Fljót ferð! I! Farbréf í
einu lagi!!! Þægileg fararsam
bönd í London með British
Europian Airways. Far til
baka ábyrgst.
1000 Routes Upplýsingar og farbréíakaup hjá
around
the World
BOAC:
fertiaumboðsmanni yCar; eða hjá ^
BOAC. Ticket Office, Laurentien ^
Hotel, Montreal, Tel. LA. 4212; eða
11 King St., Toronto, Tel. AD. 4323. <
...over fhe Atlaniic...and across the World
SPEEDBIRD SERVICE
BRITISH OVERSEAS AIRWAYS CORPORATION
mynd og látúnplötu með við-
eigandi áletrun í minningarskál
ann í Sunrise Camp. Nefnd var
falin framkvæmd í þessu.
Hannyrðasýning var ufn hönd
höfð í samkomuhúsinu. Þar gaf
að líta margvíslega handavinnu
eftir konur, og jafnvel karl-
menn, úr hinum ýmsu byggðar-
lögum. Það var sýndur útsaum-
ur eftir Dr. J. E. Scribner á
Gimli og ullarvinna eftir Cpt.
Sorensen í Langruth. Þar var
einnig til sýnis skrautrit eftir
ungan listhneygðan mann í Mikl
ey, Wilhelm Helgason. Á skraut
ritinu voru þessi orð: — „24. Af-
mæli Bandalags Lúterskra
Kvenna“. Þetta var snildarlega
vel gjört og ber vott um list-
ræna hæfileika. Það var gjörður
góður rómur að öllum munun-
um sem sýndir voru og sérstak-
lega að nafnaábreiðu með út-
saumuðum nöfnum þeirra, er
þingið sóttu í júní 1948, sem var
búin til af Mrs. Guðrúnu Erlend
son, Arborg og gefin til Sunrise
Camp. Á miðri ábreiðunni var
mynd af Sunrise Camp, máluð
af Miss Josephine Olafsson,
Selkirk.
Mrs. Margrét Bárdal frá
Winnipeg, flutti fróðlegt erindi
um starf Manitoba Temperance
Alliance, og var hún svo endur-
kosin fulltrúi Bandalagsins í
stjórnarnefnd M. T. A. Mrs Bár-
dal hefir starfað mikið og vel í
þágu bindindismálsins og hefir
túlkað þýðingu þess á Banda
lagsþingum og kirkjuþingum.
Þingið greiddi $25.00 í sjóð þess
félagsskapar.
Mrs. Elizabeth (Bonnie)
Bjarnarson frá Langruth gaf
skýrslu yfir starf sunnudaga
skólanefndarinnar norður með
Manitobavatni. Mrs. Bjarnarson
ásamt Mrs. S. Sigurgeirsson,
Mrs. Önnu Skaptason, Mrs. H.
B. Henrickson og Mrs. I. J. Ólafs
son, hefir gjört nokkrar ferðir
þangað norður á s.l. tveimur ár-
um og lukkast að stofna Sunnu
dagaskóla sem fer fram í nokkr
um alþýðuskólum þar. Bandalag
ið lagði til nokkrar bækur til
starfsins.
Sunrise Campnefndin undir
forustu Mr. S. O. Bjerring, hefir
séð um umbætur á byggingunni.
Minningarskálinn var klæddur
innan, bókaskápur lagaður, verk
færaskýli byggt, hliði komið fyr
ir, tennis court og volley ball
útbúnaður settur upp og grund-
in sléttuð. Einnig var rafmagns-
eldavél keypt. Bókasafnið er að
aukast, en rúm er fyrir margar
bækur enn, sérstaklega þær sem
eru hæfar fyrir börn og ung-
linga. Starfræksla sumarbúð-
anna gekk vel í sumar, 150 börn
og unglingar sóttu campinn, og
margir góðir leiðtogar höfðu
eftirlit með þeim og veittu leið-
sögn í kristindóms- og leiðtoga-
starfi, og það endurgjaldslaust.
Einnig var gefin mest öll vinnan
í eldhúsinu.
í „Children’s Trust Fund“ eru
nú í sjóði $378.23. Ef einhver
veit um börn sem þurfa styrktar
með til þess að sækja Sunrise
Camp, skal hanníilkynna nefnd
inni nöfn þeirra. Hér er tíma-
tafla yfir starfið í sumar: 1.—3.
júlí, Sunnudagaskólakennara-
mót; 4.—13. júlí, námskeið í
kristilegri fræðslu og leiðtoga-
starfi, fyrir unglinga yfir ferm-
ingaraldur; 14.—21. júlí, drengir
og stúlkur, 6—10 ára; 22.—30.
júlí, drengir 11—13 ára; 2.—10.
ágúst, stúlkur 11—13 ára; 11.
ágúst þangað til campurinn lok-
ast, fullorðnir. Verðið er einn
dalur á dag fyrir börn, og tveir
dalir á dag fyrir fullorðna.
Framhald
Minnisvarði afhjúpaður að Mountain
Sunnudaginn þann 19. maí s.l„
var heiður himinn og hlýr sunn
anblær, foldin íklædd iðja-
grænu sumarskrúði, og verður
því ekki annað sagt, en að sum-
ardýrðin tæki höndum saman
við dætur frumherjanna frá
Mountain og Gardar, ásamt
fjölda gesta víðsvegar að, er
söfnuðust saman á Mountain
hjá hinni fyrstu lútersku kirkju,
sem reist var í Ameríku, til að
afhjúpa minnisvarða, sem reist-
ur var þar á staðnum til minn-
ingar um hina íslenzku frum-
herja.
Athöfnin hófst með því, að
gengið var í kirkju þar sem
prestur Víkursafnaðar flutti
stutta, en hugljúfa ræðu; minn
ist hann þar fagurlega festu og
þreks frumherjanna, en að því
loknu tóku dætur þeirra við
stjórn.
Fundarstjórinn, Mrs. A Crist
opher frá Pembina mælti nokk-
ur vel valin orð og bað alla að
syngja Star Spangled Banner.
Mrs. Freeman Einarsson bauð
gesti velkomna og mintist hins
mikla og göfuga ævistarfs frum
herjanna. Mrs. Haraldur Ólafs-
son rakti sögu minnisvarðahug-
myndarinnar unz fullnaðartak-
markinu nú hefði verið náð; var
frásögn hennar bæði Ijós og
skemmtileg. Minnisvarðinn er
stórgrýtissteinn á tveggja
tröppu steyptum feldi; framan á
steininum er sléttur flötur, sem
í er .greypt:
„Largest Icelandic Settlement
in the United States. Pembina,
Hallson, Akra 1878. Moutain,
Gardar 1879. Erected by the
Pembina County Pioneer Daugh
ters on the site of the first Ice-
landic Lutheran Church in
America 1884“.
Margir byggðarmenn lögðu
fúslega hönd á plóginn við það
að koma verkinu í framkvæmd
og gera minnisvarðann sem veg-
legastan. Mrs. Ólafsson bar
fram þakkir fyrir hönd félags-
ins og þakkaði öllum vel unnin
störf um leið og hún afhenti Hr.
Karli Hanssyni heiðursskírteini,
skrautritað af Þóru Halldórsson,
fyrir umsjón hans með verkinu;
þakkaði Karl gjöfina með hlýj-
um og viðeigandi orðum.
Séra Egill H. Fáfnis fþitti
frumherjadlætrunum innilegar
hamingjuóskir frá vararæðis-
manni íslands í Grand Forks,
Dr. Richard Beck; að því búnu
skemmti séra Egill með einsöng.
Forseti North Dakota Feder-
ation of Woman’s Clubs, Mrs.
Clark Brown frá Cavalier bar
fram heillaóskir fyrir hönd síns
félagsskapar og hvatti jafn-
framt dætur frumherjanna til
þess að hefjast handa og senda
áskorun til þjóðþingsins í Was-
hington um að myndastyttu
Leifs Eiríkssonar, sem Island
gaf Bandaríkjunum, yrði sem
allra fyrst komið fyrir á þeim
stað við Potomac-ána, sem hon-
um var fyrirhugaður. Mrs. Sym
ington, varaforseti Pembina
County Pioneer Daughters,
flutti kveðjur frá því félagi.
Miss Kristbjörg Kristjánsson
fór fögrum orðum um líf og
starf frumherjanna og lagði á
það ríka áherzlu hve mikinn
menningarlegan skerf þeir
hefðu látið samtíð og framtíð í
té.
Síðan var gengið úr kirkju og
til minnisvarðans, með Miss
Laugu Geir, er bar Bandaríkja-
fánann í brodi fylkingar; er að
minnisvarðanum kom flutti séra
Egill stutta, en fagra tölu, en
því næst afhjúpaði Miss Krist-
björg Kristjánsson minnisvarð-
ann, og svo sungu allir „Ame-
rica“, en með því lauk athöfn-
inni.
Dætur frumherjanna buðu öll
um viðstöddum til rausnarlegra
veitinga í fundarsal kirkjunnar.
Sérstök ánægja var það byggð-
arfólki, að hitta þarna Mrs.
Hans Thorgrímsson, ekkju hins
fyrsta prests Víkursafnaðar, á-
samt syni þeirra Dr. G. G. Thor-
grímsson. Frá Morden sóttu á-
minnsta samkomu Mr. og Mrs.
Th. J. Gíslason og Mrs. Pálína
Sigurðson; þessar konur eru
systur, bróðurdætur séra Páls
Thorlákssonar, sem réttilega hef
ir verið nefndur faðir íslenzku
byggðanna í Pembinahéraði.
Business and Professional Cards
SELKiRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháíar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeining, ný
uppfynding, sparar eldivið,
heldur hita.
KELLT SVEINSSON
Simi 54 358.
187 Sutherland Ave., Winnápeg.
s. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrister, Solicitor. etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
Alao
123
TENTH ST.
BRANDON
447 Portage Ave, Ph, 926 885
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
506 SOMERSET BUILDINC
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
ílrosfroi
jewellers
Talsími 925 826 Heimllis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOingur i augna, eyrna, nef
og kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutimi: 2.00 U1 6.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
SérfrceOingur i augna, eyrna,
nef og hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofuslmi 923 851
Heimasíml 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islentskur lytsali
Fðlk getur pantaC meOul og
annaO meO pösU.
Fijöt afgreiOsla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK STREET
Selur likkistur og annast um tlt-
farir. Allur fltbúnaOur sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarOa og legsteina.
Skrifstofu tal8imi 27 324
Heimills talsimi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
SL Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phome 926 441
Phone 927 025
H. J. H. Palmason. C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
305 Confederation Life Bldg.
Winnipeg Manitoba
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barristers - Solicitors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
627 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 Í88
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST,
Viötalstfmi 3—6 eftir hádegi
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Offioe hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offlce 26 — Res. 230
Office Phone Res Phone
924 762 ' 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDQ.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO QEN. TRUST8
BUILDINO
Cor. Portage Ave. og Smlth 8t.
Phone 926 952 WINNIFEO
I
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 924 808
Office Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRU8T8
BUILDING
283 PORTAOE AVE.
Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
808 AVENUE BLDQ WPQ.
Fasteignasalar. Ledgja hfls. Ot-
vega peningalán og eldsá.byrgO.
bifreiöaábýrgö, o. s. frv.
Phone 927 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœOingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BQ.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quotity Fish Netting
58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ
Phone 98 211
Uanager T. R. THORVA.LDSON
Your patronage will be appreciated
C A N A D I A N FISH í
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAQE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frash
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC LABS,
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
592 ERIN St. WINNIPEG
-------------------------■
G. F. Jonasson, Prea. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slml 925 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH