Lögberg - 01.12.1949, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. DESEMBER, 1949
Vín vill aftur vera Vín
Austurrísk blaðakona, Rosa Krotoschinski, lýsir í grein
þeirri, sem hér birtist, Vín ejtir styrjöldina. Borgin er í
niðurníðslu, en lijir enn í endurminningunni um góða,
gamla daga og vonar, að hún verði ajtur það,
sem hún áður var.
Vínaborg virðist við fyrstu sýn vera jafn illa útleikin og borgir
Suður-Þýzkalands. Við járnbrautarstöðina er enn svipað um að
litast og í stríðslok fyrir meira en fjórum árum. Skyldu þá aðrir
borgarhlutar hinnar vegsömuðu borgar lista og tónlistar ekki einn-
ig vera í rústum?
Frásagnir styrkja þennan
grun. 42% af húsum borgarinnar
voru eyðilögð eða stórskemmd í
52 loftárásum og götubardögum,
sem stóðu yfir í 10 daga, og
byggingar, er námu 33 milljón-
um rúmmetra, voru jafnaðar við
jörðu.
En Vínarborg er þó ekki rúst-
ir einar. Járnbrautarstöðin er
nefnilega menningarvenjum
Vínarbúa allsendis óviðkom-
andi. Svo hversdagslegt og ó-
rómantískt verk sem endurbygg-
ing járnbrautarstöðvar vekur
bersýnilega ekki áhuga hjá nein-
um. Það er að vísu býsna óþægi-
legt, að biðsalurinn skuli vera
í rústum og skýlið fallið niður,
—en það orkar ekki á fegurðar-
skynjun þeirra. Öðru máli gegn-
ir um hinar fögru og gömlu stór-
byggingar, sem skemmdust eða
eyðilögðust í stríðinu.
Loftárásirnar voru Vínarbú-
um þungbærari en 7 ára hernám
Þjóðverja, stríð og skortur. 1
þeim eyðilögðust meðal annars
ríkisóperan, Burgleikhúsið, há-
skólinn, furstahallirnar Harach,
Palffy og Schuwarzenberg, lista
safnið og hallirnar Belvedere og
Schönbrunn — og Stefánskirkj-
an.
um tíma að furðu gegnir, en hús-
næðisskorturinn er hörmulegur.
124 íbúðir af hverjum 1000 eyði-
lögðust gersamlega, en endur-
bygging þeirra gengur mjög
seint. Fyrstu þrjú árin eftir
stríðslok mátti heita að engin
íbúðarhús væru byggð, en nokk-
ur skriður komst á með Marsh-
allhjálpinni 1948. Borgin sjálf
hefur engin tök á því, að koma
upp þeim byggingum, sem ætl-
að var. Fyrir þær sakir hefur
einkaframtakinu verið sleppt
lausu við byggingarframkvæmd
ir og leyft eins konar húsaleigU'
okur. Þau hús, sem byggð eru af
einkaframtaki, eru undanþegin
eftirliti á leigukjörum, en það
hefur annars tryggt Vínarbúum
tiltölulega lága húsaleigu. Getur
því sá, sem hefur ráð á því að
leggja á borðið 30—40 þúsund
schillinga, fengíð mjög vandaða
íbúð. Slíkar byggingarfram-
kvæmdir koma að sjálfsögðu
embættismönnum, mennta-
mönnum og verkamönnum að
litlu gagni, þar eð þeir hafa ekki
nema 600 schillinga í laun til
jafnaðar á mánuði.
Vín á aftur að verða Vín
Stefánskirkjan var tákn allrar
borgarinnar, svo mjög í háveg-
um höfð, að hún var nefnd gælu-
nafni. S. S.-mennirnir vissu
gerla, hvað þeir voru að gera,
er þeir vörpuðu eldsprengjum á
hana í hefndarskyni á undan-
haldinu fyrir Rússum nokkru
fyrir stríðslok. Kirkjan stór-
skemmdist sjálf, en skrauthýsin
við Stefánstorgið brunnu til
kaldra kola.
Það er Vínarbúum líkt, að
byrja fyrst af öllu á því að end-
urreisa fornar byggingar. Lögð
er megináherzla á, að byggja upp
þau hús, sem eru frá því um
aldamót eða eldri, og engum
ferðamanni, sem röltir um aðal-
hverfi borgarinnar getur vaxið
í augum þau merki loftárásanna,
sem enn eru eftir. Skörðin í rað-
ir skrauthýsanna, hafa annað
hvort verið fyllt eða þau eru hul-
in með skreyttum timburþiljum.
En rústirnar eru enn í úthverf-
unum.
Húsnœðisleysi og
húsaleiguokur
Þótt borgarbúar hafi naumast
<il hnífs og skeiðar, laun séu
mjög lág og þeir verði að sæta
afarkostum við vörukaup á lög-
legum svörtum markaði, leggja
þeir af fúsum og frjálsum vilja
fram fé til að endurbyggja
Stefánskirkjuna. Mosaikgólf eru
lögð í Schönbrunnhöllina, óper-
an er endurbyggð á svo skömm-
Allsnœgtir og örbirgð
Vínarborg er fátækasta auð-
borg Evrópu. Verzlunargróðinn
er, vegna hins löglega svarta
markaðar geisilega mikill
Kunnustu verzlanir í París og
New York taka í engu fram
verzlunum í Kartnerstrasse.
Allt, sem hugurinn girnist, er
þar að finna — fyrirmyndar-
kjóla, dýrmæta loðfeldi, nylon-
sokka, vandaðar leðurvörur,
miklar birgðir af súkklaði, raf-
magns heimilisvélar og alls kon-
ar matvæli.
Það er mannmergð á götum
Vínarborgar ,en ekki ber mest
á Vínarbúum sjálfum. Hermenn
fjögurra hernámsvelda og mis-
lit flóttamannahjörð frá Austur-
Evrópu setur á borgina kynleg-
an alþjóðasvip, sem styrkir með
sérstökum hætti þann grun, að
sá tími sé liðinn, er Vín var mið-
stöð menningarinnar í Suður-
og Austur-Evrópu. Hinir vísu
segja, að þá hafi sú menningar-
miðstöð liðið undir lok, er borg-
in varð höfuðborg smáríkis og
austurrísk-ungverska keisara-
dæmið var liðað í sundur. Vín er
tveggja milljóna borg og full-
þung byrði fyrir iðnaðarland,
sem ekki hefur fleiri en 6 millj-
ónir íbúa. Nú er öldin þar önn-
ur. Vín hefur verið skilin frá
Ungverja landi, en þaðan var
áður straumur tónlistarmanna
til hennar. Nazistar ofsóttu og
útrýmdu að mestu Gyðingum í
borginni og þeirra áhrif á menn-
ingarlífið er á þrotum. Þeir fáu
Gyðingar, sem lifðu ofsóknirnar
af, kæra sig ekki um að vera þar
lengur, þeir flytja til ísrael. Og
Gyðingahatrið er ekki enn horf-
ið í Austurríki. Þjóðin er ekki
eftir sjö ára nazistaáróður hin
sama og hún var.
Pólitískt smygl
hernámsveldanna
En þrátt fyrir allt reynir Vín
aftur að verða Vín. Ef látin er
í ljós undrun yfir því, hvernig ó-
breyttur Vínarbúi getur dregið
fram lífið, er því svarað til, að
verra hafi það þó verið fyrir
einu eða tveimur árum. Verðlag
á svörtum markaði hefur lækk-
að og hið setta verð hækkað.
Þetta jafnast, segir Vínarbúinn.
Ríkisstjórnin reynir árangurs-
laust að koma svarta markaðs-
orkrinu fyrir kattarnef. Gráa
markaðinn hafa menn reynt að
þola í lengstu lög, því að yfir
hann hafa hernámsyfirvöldin
lagt blessun sína. Bandaríkja-
menn og Rússar kosta kapps að
ausa vörum á löglega, svarta
markaðinn. Hvað eftir annað
hefur komizt upp um fjárplógs-
fyrirtæki, sem kalla sig samtök
til að hjálpa bágstöddum, til
þess að geta með þeim hætti,
fengið ókjörin öll af gjafaböggl-
um án tollgreiðslu inn í landið
en síðan eru vörurnar seldar á
„gráum markaði.“ Er það ástæð-
an til þess, að danskar niður-
suðuvörur og sænskt súkklaði
er til sölu í verzlnum borgarinn-
ar með óheyrilegu verði.
Þá blómgast hinn eiginlegi
svarti markaður einnig næsta
vel. Á hverju götuhorni standa
stríðsöryrkjar og selja ameríska
vindlinga og á hótelum spyr
þjóninn ofur rólegur, hvort
gesturinn vilji heldur löglega
eða ólöglega fengna vindlinga.
Við slíkri verzlun liggur hálfs
árs fangelsisvist og 500,000
schillinga sekt að auki; en sá
lagstafur mun aðeins vera til á
pappírnum. Betl er mjög áber-
andi á götunum, en samt reynir
Vín verða Vín.
Viðfelldnir eins og áður
Vín er herjuð, fátæk og her-
numin. En fátækt, einangrun og
óvissa um framtíðina hefur ekki
getað bægt anda lista og mennta
frá. Hinn sami andi, sem hafði
Vínarbúa á valdi sínu á velsæld-
ar- og frægðarárunum um alda
mótin, er enn þá við líði. En
Vínarbúinn á ekki lengur að
fagna nýjum og endurnærandi
áhrifum, hann lætur sér menn-
ingararfinn og fornar venjur
nægja og leitar sér einkum hugs
völunar í því að hlýða á óper-
ettur. Listsýningar og hljómleik-
eru jafnmargar og stjörnurnar á
dimmbláum kvöldhimninum yf-
ir Vín. Á kaffihúsunum fæst
bezta kaffi í víðri veröld og
hægt er að sitja þar klukku-
stundum saman við borð og lesa
tugi dagblaða, meðan þjónninn
ber aftur og aftur á borðið glas
af vatni. Hin víðfræga stima-
mýkt Vínarbúa er óbreytt. Dyra
vörðurinn á hótelinu spyr á
hverjum morgni, hvernig hin
„gnadige frau“ hafi sofið. Þótt
ekki sé keypt nema ein túba af
tannkremi, fylgir skari búðar-
þjóna viðskiptavininum fram að
dyrum og hrópar hver í kapp
við annan: „Kærar þakkir, kær-
ar þakkir, kusse die hand, gna-
dige frau.“ Ellefu ára hernám,
stríð og einangrun * hefur ekki
getað gert viðmót Vínarbúans
hrjúft.
Wien, wein, Nur du allein
Óbreyttur borgari, sem er 1
alla staði heiðarlegur, getur ekki
veitt sér þann munað að sækja
mörg veitingahús og nætur-
klúbba. Hann á fullt í fangi með
að borga matarskammtinn, þótt
ærið naumur sé. En hann kemur
á Grinzing. Þar situr hann í smá
görðum Neuringen í hjarta borg
arinnar og nýtur síns skerfs af
vínuppskeru ársins. Hann vill
heldur verða af heitum mat í
nokkra daga en láta hann sér
úr greipum ganga.
Hljómsveitin gengur á milli
borðanna og töfrar fram Vín
Straussanna. Wien, Wien, nur
du allein, þrátt fyir rústir, tóma
pyngju og fjórar hernámsþjóð-
ir. Ofan við Grinzing er Kahlen-
berg. Þaðan er fögur útsýn yfir
ljósadýrðina í borginni og Dóná.
Þaðan sýnist Vín vera Vín fornr
ar frægðar og lista.
Niðri í Veuringen er Vínarbú-
inn, klæddur Tyrolarfötum og
raular með hljómsveitinni. I
kvöld hugsar enginn um það, að
Vín sé innilokuð, að rússneska
hernámssvæðið liggi eins og
járnhringur utan um borgina.—
Við erum þreyttir á hernáminu,
framtíðin er í óvissu, en hví að
vera að hugsa um slíkt í kvöld,
úr því að hljómsveitin leikur og
vínuppskeran hefur verið góð?
Alþbl. 29. okt.
Krabbameinsfélagið hefir mörg áform á
prjónunum í baráttunni gegn krabbameini
í jélaginu eru nú um 500 meðlimir
Fjárskortur háir þó starjseminni mjög
í Krabbameinsfél. Reykjavíkur eru nú um fimm hundruð með-
limir og hafa tekjur félagsins verið nær 40 þúsund krónur frá
stofnun þess.
í gær átti Vísir tal við Alfreð Gíslason, lækni, en hann, frk; Sig-
ríður J. Magnússon og Gísli Sigurbjörnsson, forstj., skipa fram-
kvæmdanefnd félgsins. Fara hér á eftir þær upplýsingar, sem
hann lét Vísi í té.
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TrainingImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21804
695 SARGENT AVE., WINNIPEG
Merkilegt ritsafn skráð af Vestur-Islendingum
Fyrsta bindið, Þjóðsögur og sagnir, er komiö út jyrir nokkru
Nýlega er komið út á vegum Nerðra fyrsta bindi af einu merki-
legasta ritsafni, sem komið hefir út á íslenzku. Ritsafn þetta nefn-
ist: AÐ VESTAN. Þar verður safnað í eina heild öllu því bezta,
sem Islendingar í Vesturheimi hafa skrifað af þjóðsögum, ferða-
minningum, sjálfsævisögum, þáttum frá landnámi vestra o. fl. o. fl.
Ætlast er til, að ritsafn þetta verði alls 16 bindi.
Fyrsta bindið, sem nýlega er
komið út, nefnist: Þjóðsögur og
sagnir. Árni Bjarnason hefir safn
að sögunum og séð um útgáfuna.
Sögurnar hafa allar áður birzt í
vestur-íslenzku blöðunum eða
tímaritum, en eru flestar skráð-
ar af mönnum, sem hafa verið
fluttir vestur um haf. Sýna þær
vel, að Vestur-íslendingar varð-
veita ræktarsemina við íslenzk-
an fróðleik og sagnagerð, þótt
þeir eigi búsetu í öðru landi.
Margar eru sagnirnar, sem þeir
hafa skráð, hinar merkustu og
því þakkarvert, að þeim hefir
verið haldið frá gleymsku.
Annað bindi í þessu fyrirhug-
aða ritsafni verður einnig helg-
að þjóðsögunum.
Efni annara binda ritsafnsins
verður, sem hér segir: Sagna-
þættir (tvö bindi), ferðasögur
vesturfara (tvö bindi), minning-
ar frá íslandi (tvö bindi), þættir
úr lífi landnemanna (tvö bindi),
ævisögur fjögur (bindi) og al-
Jjýðukveðskapur tvö (bindi).
Sést á þessu efnisyfirliti, að hér
verður um hið merkilegasta og
fjölþættasta ritsafn að ræða, sem
verður verulegur fengur fyrir
íslendinga beggja vegna hafsins.
Söfnun efnisins í ritsafn þetta
er vel á veg komið og hefir Árni
Bjarnason annast það verk. Hin
mörgu handrit, sem hann hefir
aflað, bera þess vitni, að Vestur-
Islendingar hafa öllu meira sint
ritstörfum í tómstundum sínum
en landar þeirra heima. Senni-
lega hefir þetta verk stytt mörg
um þeirra stuhdirnar, þegar
heimþráin hefir lagst á þá, og
þeim þá orðið hugarhægð að því
að skrá endurminningar sínar og
annara á pappírinn. Með því
hafa þeir lagt drjúan skerf og
þakkarverðan til sögu þjóðar
sinnar. Hin alþýðlega sagnritun
og verðmætin, sem hún bjargar
frá glötun, hafa verið og munu
verða einir merkustu hornstein-
ar íslenzkrar menningar.
Aðeins lítið brot af því, sem
Vestur-íslendingar hafa skráð
um framannefnt efni, mun kom
ast í ritsafn þetta og verður því
aðeins valið það, sem bezt þykir
og sérstæðast. En svo margvís-
leg voru ævintýri vesturfaranna
að fjölbreytnina mun ekki
skorta.
Norðri á þakkir skildar fyir
að hafa ráðist í útgáfu ritsafns
þessa og nær það vafalaust
þeirri hylli almennings, sem það
verðskuldar.
TÍMINN, 28. sept.
I vetur mun Krabbameinsfé-
lagið gangast fyrir almennri
fræðslu um krabbameinssjúk-
dóm á byrjunarstigi. Verður
fræðslu hagað þannig, að flutt
verða mánaðarlega erindi um
það í útvarpið. Ennfremur mun
fræðslu um sjúkdóminn verða
bætt við kennslugreinar á nám-
skeiðum í hjálp í viðlögum, sem
haldi eru á vegum Rauða Kross-
ins og Slysavarnafélags Islands.
Þá eru fyrirhuguð sérstök fræð-
slukvöld fyrir lafekna um krabba
mein.
Síðar í vetur verður svo hald-
ið námskeið um krabbameins-
greiningu fyrir hjúkrunarkon-
ur, ljósmæður og nema í þeim
fögum. Fræðsla um krabbamein
er mikill þáttur í starfsemi fé-
lagsins. Ennfremur má geta þess,
að nú fer fram athugun á því,
hvort ekki sé hægt að gera ís-
lenzka fræðslukvikmynd um
krabbamein, en annars á félagið
slíka kvikmynd í pöntun frá
Bandaríkjunum.
Merki jélagsins.
Krabbameinsfélagið efndi til
samkeppni meðal listamanna
bæjarins um merki fyrir félagið.
Allmargir tóku þátt í þeirri sam-
keppni og var valið merki eftir
Stefán Jónsson, teiknara. Birtist
mynd af því hér.
Rannsóknarstöð
Félagið hefir í undirbúningi
að koma upp sérstakri rannsókn
arstöð fyrir grunsamlega krabba
meinssjúklinga. Þegar rannsókn
arstöð þessi er komin á laggirn-
ar, munu læknar geta vísað til
hennar. Slík stofnun hefir mikla
þýðingu í baráttunni gegn
krabbameininu.
Þá hefir félagið í undirbúningi
að styrkja fjárhagslega efnalitla
krabbameinssjúklinga, er þurfa
að fara til útlanda til séraðgerða,
sem eigi er hægt að framkvæma
hér á landi.
Skrásetningarstöð
I Danmörku er starfandi
krabbameinsfélag og hefir það
sett á laggirnar sérstaka skrá-
setningarstöð fyrir krabbameins
félag og hefir það sett á laggirn-
ar sérstaka skrásetningarstöð
fyrir krabbameinssjúklinga. — I
þeirri stöð er öllum upplýsing-
um um sjúklinga safnað saman
og nákvæmlega fylgzt með
genlækningatæki. Aðeins eitt
slíkt tæki er til á landinu og
fullnægir það ekki þörfinni. En
vegna húsnæðisleysis hefir ekki
verið unnt að kaupa nýtt tæki
til landsins.
Erlendis, þar sem krabba-
meinsfélög eru starfandi, tíðkast
mjög mikið, að þeim séu færðar
minningargjafir um þá, sem lát-
izt hafa úr krabbameini. — Enn-
fremur hafa margir ánafnað
þeim gjafir í arfleiðsluskrám sin
um o. fl. Hefir þetta orðið til að
efla félögin fjárhagslega og um
leið hæf til þess að gegna hlut-
verki sínu.
Það er þess vegna mjög áríð-
andi, að fólk skilji nauðsynina á
því, að hér starfi öflugt félag,
sem berst gegn krabbameini.
Vísir, 28. okt.
GAMAN 0G
ALVARA
Virðingin kyssir á hendina,
vináttan á kinnina, föðurum-
hyggjan á ennið, ástin á munn-
inn, þrællyndið á fótinn. Móður
umhyggjan og ástaræðið kyssir
allt.
☆
hverjum einum. Slík stöð er
mjög þýðingarmikil í sambandi
við rannsóknir á krabbameini,
t.d. hvort sjúkdómurinn sé ætt-
gengur, hjá hvaða stéttum mest
ber á honum o. s. frv. Hér á landi
er byrjað á slíkri skrásetningu
og er farið eftir sömu fyrirmynd
og Danir, en þeir hafa getið sér
gott orð fyrir ötula baráttu gegn
krabbameini.
Fjárskortur háir starfseminni
Hér hefir verið minnzt á sitt
af hverju, sem þýðingu hefir í
baráttunni við krabbameinið. En
fjárskortur háir starfsemi
Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur, enda þótt margir hafi
fært því góðar gjafir,
sem hafa komið sér vel. En
til þess, að félagið nái tilgangi
sínum, verður almenningur í
landinu að efla það og styðja
á allan hátt. Félagið er stofnað
með almenningsheill fyrir aug-
um og vinnur fyrir alþjóð.
Stækkun röntgendeildar
Það er sérstakt áþugamál
Krabbameinsfél., að húsnæði
röntgendeildar Landsspítalans
verði stækkað frá því sem nú er.
Mundu þá skapast möguleikar á
því, að fá sjúkrarúm fyrir rúm-
liggjandi geislasjúklinga og enn-
fremur herbergi fyrir nýtt rönt-
Lærdómur gerir menn hroka-
fulla, en vizkan gerir menn auð-
mjúka.
Dauðinn er sá eini, sem gerir
fullkominn jöfnuð á öllu.
Onkel Ezec
☆
Ef þú elskar lífið, þá máttu
ekki eyða nokkurri stund til ó-
nýtis. Lífið er aðeins fáeinar
stuttar stundir. Franklín
☆
Letin er móðir leiðindanna og
amma fátæktarinnar. Dagur let-
ingjans er löng andvökunótt.
Wezor
Q
Fátækli'nginn vantar margt, en
þann ágjarna allt.
☆
Svefninn er vopnahlé í barátt
unni fyrir tilverunni. ,
☆
Það er hægara að grípa álinn,
en halda honum. Þannig fer með
margar þær ákvarðanir er menn
gera. *
Ekkjan: — Tilfinnanlegt var
það fyrir mig að missa manninn
við járnbrautarslysið, en þó fár
ast ég ekki svo mjög yfir því, af
því að hann hafði keypt háa lífs-
ábyrgð áður.
Konan: — Ekki held ég að
það vanti, að karlinn minn hafi
keypt nógu háa lífsábyrgð, en
til hvers er það, þótt hann ferð-
ist daglega með járnbrautarlest
inni. — Já, það hefir gengið
svona fyrir mér um daga, ég
hefi aldrei verið eins fésæl og
þú. *
Þrír menn sátu og voru að
skeggræða um ýmislegt, segir
þá einn þeirra: „Ef djöfullinn
kæmi og vildi taka einhvern
okkar, hvern haldið þið að hann
tæki þá?“
„Mig sjálfsagt11, sagði Páll.
„Því heldurðu það“, segja hinir.
„Jú“, segir Páll, „af því hann
veit, að ykkur getur hann fengið
hvenær sem hann vill“.
☆
Reikningsfróður maður þykist
hafa reiknað, að karlmennirnir
hefðu getað byggt þær járn-
brautir og brýr, sem til eru í
heiminum, á þeim tíma, sem þeir
hafa eytt til að ganga á eftir
beim meyjum, sem þeir hafa ver
íð ástfangnir af og ekki þorað
að biðja fyrr en ef til vill seint
og síðar.
AKIANES