Lögberg - 02.03.1950, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. MARZ, 1950
Merkilegt menningarfyrirtæki
á 10 ára afmæíi
Útgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
hefir gefið út rúmlega 700 þúsund. eintaka
Fréttir frá Lundar, Manitoba
(Framhald frá fyrri viku)
Um þessar mundir á sameigin-
leg bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins 10 ára af-
mæli, en tillaga um samstarfið
var samþykkt á fundi Mennta-
málaráðs og stjórnar Hins ís-
lenzka þjóðvinafélags þann 9.
janúar 1940.
53 félagsbœkur
Á þeim 10 árum, sem liðin eru,
hefur Menningarsjóður og Þjóð-
vinafélagið gefið út 65 rit. Er
þá talin með ljósprentun tveggja
rita og ein sérprentun. Hefur
sameinginlegt upplag þessara
rita allra verið 709,445 eintök
eftir því, sem næst verður kom-
ist. Af þessum ritum eru 53 fé-
lagbækur, og hafa félagsmenn
fengið þær fyrir samtals 200 kr.
gjald. Sameiginlegur blaðsíðu-
fjöldi þessara 53 félagsbóka er
9560.
Um 12,000 félagsmanna
Af þessu stutta yfirliti verð-
ur séð, hve útgáfustarfsemi þessi
hefur verið mikil og þá um leið
ódýr þeim, sem hennar hafa not-
ið. En meginástæða þess, hve
bækur útgáfunnar eru við vægu
verði, er hinn geysistóri kaup-
endahópur. — Telur hann nú um
12,000.
Með útgáfu þessara rita var
sem flestum íslendingum kleift
að skapa eigið heimilisbókasafn
og hefur æ verið stefnt að því
marki fyrst og fremst.
Fortíð og framtíð
Þá þykir hlýða að gefa stutt
yfirlit yfir helstu ritin, sem út-
gáfan hefur látið prenta og þau
rit þá jafnframt, sem í ráði er að
komi út á vegum hennar fyrr
eða síðar.
Hjá útgáfunni kom 3 bóka-
flokkar út um þessar mundir:
„íslensk úrvalsrit“, „Úrvalssög-
ur Menningarsjóðs“ og „Lönd og
lýðir“. — Þá koma hin gomlu
ársrit, Andvari og almanak
Þjóðvinafélagsins, út ár hvert.
Erlend skáldrit hefur útgáfan
og gefið út og er Anna Karenina,
eftir skáldjöfurinn Tolstoi, vafa-
laus vinsælaust þeirra allra.
Hingað til hefur verið gengið
fram hjá útgáfu „spennandi
reyfara“, þótt sumir félags-
manna hafi verið hennar fýs-
andi. Mun ekki verða horfið að
því ráði að sinni.
Þá hefur útgáfan gefið út forn-
rit og eru þegar komin 5 bindi
þeirra. Ýmis fræðirit hafa komið
út svo sem um mannslík^mann,
stjórnmálasaga og um heim-
styrjöldina síðari.
Saga íslendinga er að koma út.
Eru þegar komin út 3 stór bindi
af 10.
Mikill fengur var að útgáfu hinn
ar frægu Hómersþýðinga Svein-
bjarnar Egilssonar, sem voru
orðnar mjög fágætar.
Nýir bókaflokkar
í undirbúningi er nú útgáfa
bóka um listir. Verður reynt að
hafa bækur þessar bæði alþýð-
legar og fræðandi. Til skýringar
efninu verða svo margar mynd-
ir. Hafa þegar verið ráðnir 2
menn til að semja bækur í þess-
um flokki. Mun Haraldur
Björnsson rita bók um leiklist
og Páll ísólfsson um hljómlist.
Kemur a.m.k. önnur þessara
bóka út á þessu ári.
Vert er að geta þess, að
Menntamálaráð hefur fyrir
nokkru ráðið Jón Jóhannesson
til að semja allsherjar lýsingu
íslenskra sögustaða. Mun staða
lýsing þessi ná til ársins 1874. í
henni yrði notaður allur sá fróð-
leikur, sem fram hefur komið
um þetta efni, síðan Kaaland
samdi lýsingu sína. Tvímæla-
laust verður þessi lýsing til þess
fallin að tengja þjóðina og þá
ekki síst æskuna við land sitt og
sögu, stuðla þann veg að því, að
þjóðin verði gömul í landi sínu.
Mbl. 8. jan.
„Lífið er dýrf".
..Lífið er dýri". \
Eftir Williard Motley.
Prenísmiðja Auslurlands.
Þetta er stór og viðvaningslega
skrifuð bók, en rituð af mikilli
alvöru og áhuga fyrir því, sem
hún fjallar um. Sagt er frá líf-
inu í skuggahverfum amerískra
stórborga og aðal persónan er
drengur af ítölskum uppruna.
Mikki er hann kallaður, — upp-
runalega allra bezti strákur, en
spillist furðu fljótt er hann tólf
ára gamall flyzt með foreldrum
sínum í skuggahverfin. Orsaka-
keðja þeirrar þróunar er dável
smíðuð, en samt ekki sannfær-
andi. Og svo er um fleira í þess-
ari alvarlegu og vel meintu á-
deilu. Höf. byggir vel og veit
hvað hann er að gera, máttar-
viðirnir eru rétt reistir, en hleð-
ur of miklu utan á þá. Ytri frá-
gangurinn, fínni smíðin, er oft
bannsett klambur. „Man merkt’
die Absicht und wird verstimt!"
Áhugamál höf. liggur of mjög í
ytra borði sögunnar og nær því
ekki tilgangi sínum sem skyldi.
Það er vandasamt að hrista sam-
an áróður og skáldskap, eins
þótt áróðurinn eigi að þjóna
hinu göfugasta málefni! Þetta
tvennt samlagast álíka vel og
vatn og lýsi! En til eru þó að-
ferðir til að hrista saman hvoru-
tveggj u þessi andstæðu efni —
og þá fyrst nær blandan tilgangi
sínum!
Með þessum fyrirvara skal síð
an fúslega játað, að bókin er vel
þess virði að hún sé lesin, bæði
vegna skáldskapargildis og þess
erindis sem áróðursefni hennar
á til allra hugsandi manna. Og
þeir, sem leita „spennandi“ bóka
munu engan veginn verða fyrir
vonbrigðum af lestrinum. Þá
munu efalaust hinar hispurs-
lausu lýsingar á samdætti kynj-
anna auka sölu þessarar sögu,
enda þótt þær virðist fremur
byggðar á teóritískri þekkingu
en sálfræðilegum skilningi!
Hámarki sínu nær bókin í
köflunum, sem gerast í réttar-
salnum. Þeir eru forkunnar vel
gerðir.
Theodór Árnason hefir gert
þýðinguna, sem er nokkuð stir%
en að öðru leyti sæmileg.
Mbl. 31. jan.
Við förum beint yfir strætið
frá Dan og Chummy og að
gamla smjörgerðarhúsinu. Það
stendur þar og er lítið breytt frá
því ég sá það fyrst árið 1930.
Joe Breckman er eigandi ’þess
og stjórnandi. Margir hafa unn-
ið þar, komið og farið, en Grím-
ur Sigurðsson er þar enn smjör-
gerðarmaður.
Bill Olson byrjaði bakari á
Lundar árið 1930. Hann hefir
búið ljómandi vel um sig. Haft
marga menn við vinnu og haft
mikið að gjöra. Guðjón Johnson
hefir unnið þar frá því fyrsta.
Skautahringurinn var færður
þaðan sem hann áður var, við
gamla samkomuhúsið, og á hprn
ið suðvestur af bakaríinu. Hann
er miklu stærri og betri en áður.
Ég kom þar eitt kvöld þegar ver-
ið var að leika Hockey, og þekti
engan á skautum, en í áhorfenda
hópnum stóðu: Chummy Sig-
urdson, Slivers og Walter Breck
man,Jonny og Bill Halldórsson
og Grímur Sigurdsón. Ég gekk
til Chummy og spurði því þeir
spiluðu ekki. Hann sagði að þeir
væru orðnir og gamlir. Þetta
voru skautagarparnir fyrir fjór-
tán árum síðan. Ég held að yngri
drengirnir verði betri en gömlu
kapparnir okkar. Það vantar
ekki áhugann.
Jonny Halldórsson, sonur Jó-
hanns heit. og Kristínar Hall-
dórssonar hefir verzlun rétt vest
ur af Skautahringnum. Jonny
er giftur Ruth dóttur Mr. og
Mrs. J. Baily, sem áður var rak-
ari hér. — Það hefir verið byggt
mikið af íbúðarhúsum það sem
eftir er á strætinu vestur úr. Við
skulum koma að sumum þeirra
seinna.
Gamli barnaskólinn brann fyr
ir rúmum tveim árum síðan.
Nú er búið að byggja aftur á
sama stað reisulegt steinhús,
vandað að öllu leyti. Frá húsi
Dan Líndals og alveg suður þar
sem gamla sláturhúsið var áður,
hefir verið byggt nýtt hverfi —
falleg hús beggja megin við
brautina. Einnig hefir verið
byggt mikið suður af næsta
stræti fyrir vestan og víða ann-
ars staðar í bænum.
Gamla samkomuhúsið var rif-
ið og annað byggt á sömu lóð-
inni langsum með gangstét'tinni
norður og suður. Húsið er mesta
bæjarprýði og bænum og bygð-
inni til sóma. Sements gangstétt
ir hafa verið lagðar víða, svo
má maður ekki gleyma að
„hydróið" hefir verið leitt inn
í bæinn og allt er nú uppljómað.
Fyrir tuttugu árum síðar var
ég á leið til Lundar og hafði al-
drei farið þangað áður og var
því öllu ókunnugur. Mér var
sagt til vegar með þeim orðum
að enginn vandi væri að rata,
það er bara að halda sig á hesta-
brautinni og svo eru merkja-
staurar hér og þar. Það rigndi
mikið svo allar brautir urðu
eins. Ég tafðist og lenti í myrkri.
Á einu gatnamóti, einhversstað-
ar á leiðinni, fór ég að leita að
merkjastaur. Ég fann einn brot-
inn, niður í skurði, og á honum
stóð með stórum stöfum, Lund-
ar, og örin benti, já, eiginlega í
allar áttir, eftir því hvernig ég
sneri mér með staurinn í fang-
inu. Ég var því engu nær hvert
ég ætti að fara, til hægri eða
vinstri. Það var ómögulegt að
finna merki þess hvar staurinn
hefði verið. Ég tók því brautina,
sem bezt lá fyrir og hélt áfram.
Það var komið langt fram á nótt.
kl. þrjú kom ég til Lundar.
Hótelið var lokað og mér þótti
leitt að vekja nokkurn, til að
spyrja til vegar. Ég keyrði um
bæinn og sá ljós í einu húsi og
þar barði ég að dyrum. Þetta var
heimili Jakobínu og Guðmund-
ar heit. Breckmans. Jakobína
kveikti Ijós, að mig minnir, til
að hagræða einhverjum, sem
var veikur þá stundina. Þetta
Ijós var nægilegt til að vísa mér
til þeirra, sem ég átti að fara til
og dvelja hjá í lengri tíma, af
og til eftir þetta. Þegar ég kom
nú aftur til Lundar, rétt fyrir
síðustu jól fanst mér eðlilegt að
Guðlaugur sonur þeirra Jakob-
ínu og Guðmundar skildi mæta
mér á stöðinni og að ég drykki
fyrsta kaffibollann í gamla hús-
inu hjá ungu hjónunum. Guð-
laugur giftist Katrínu Tómas-
son frá Morden, Man. þau eiga
tvo drengi.
Ég var daglegur gestur í viku-
tíma hjá hjónunum, Ingibjörgu
og Leo Daníelssyni. Ingibjörg og
Katrín kona Guðlaugs Breck-
mans eru systur. Þau eiga tvær
stúlkur og einn dreng. Leo er
sonur Hergeirs og Kristjönu
heit. Daníelssonar, sem lengi
bjuggu við Otto, Man. Leo á
marga vörubíla og flytur vörur
milli Winnipeg og Lundar. Her-
geir er hjá syni sínum og tengda
dóttur og hefir verið það síðan
Kristjana heitin dó árið 1943.
Hergeir er við góða heilsu og
hress í anda. Þeir, sem lesið hafa
bækur séra Árna Þórarinssonar
verða þó að kannast við að gott
fólk hefir komið frá Snæfells-
nesi, því að völ er á vandaðri
mönnum en Hergeir og bræðr-
um hans.
Nú kem ég að því heimili, sem
er dvalarstaður minn um þessar
mundir á Lundar. Gjörið svo vel
og komið inn til Mrs. Kristínar
Pálssonar, ekkju Hjartar heit.
Pálssonar. Hér þarf ég ekkert
að ættfræða, allir, sem verið
hafa um stund á Lundar þekkja
Kristínu. Heimili þeirra hjóna
var lengi í þjóðbraut, og gest-
kvæmt allt árið í kring. Vinir og
kunningjar komu hingað úr öll-
um áttum. Hér er gott að vera.
Bjarni Loftsson og kona hans
Þórunn, hafa flutt inn í bæinn
og eiga fallegt heimili í norð-
vesturhluta bæjarins. Þórunn
hefir ekki verið hraust upp á
síðkastið og nokkuð við læknis-
hendi. Bjarni segist vera orðinn
gamall ber sig þó vel. Þau mistu
næst yngsta drenginn sinn í
flughernum. Hinir drengirnir
eru heima, en stúlkurnar allar
komnar í burtu. Það er alltaf
gott að koma til Mr. og Mrs.
Loftsson.
Ólafur og Margrét Magnús-
son, sem lerigi bjuggu á Hay-
lands eiga nú heima skamt vest-
ur af Mr. og Mrs. Loftsson. Þau
hafa flutt með sér á nýja heim-
ilið allan myndarbraginn, sem
var á gamla heimilinu á Hay-
lands. Þau eru frísk og þeim líð-
ur vel. Kvöldstundin líður fljótt
þegar komið er til Norðfjarðar.
Torfi, Bjarni og Lúðvík Torfa
synir hafa flutt sig úr suðvestur
hluta bæjarins og í norður hverf
ið. Þeir hafa mjólkurbú, dug-
legir eins og þeir hafa alltaf ver-
ið og una glaðir við sitt. Lúð-
vík hefir verið veikur en er nú
á góðum batavegi.
Hjörtur Hjartarson frá Bluff
og kona hans Rósa (Jónasson)
systir Mrs. Leo Daníelsson og
Mrs. G. Breckman, eiga heima
rétt við Lundar. Þau eiga tvö
börn, stúlku og dreng. Hjörtur
hefir nú stórt mjólkurbú. Allir,
sem þekkja þau vita hvað greið-
vikin þau eru. Við notuðum okk
ur þetta um hátíðarnar þegar
organistinn okkar tók sér jóla-
okkur. Það var oft spilað og
frí. Mrs. Hjartarson spilaði fyrir
sungið á Jónasson heimilinu í
Morden og kannske ekki síður
á heimili Hjartar þegar Ólafur
var heima. „Ljúfur ómur loftið
klýfur“. Við heyrum það enn.
Það er nú að bera í bakkafull-
an lækinn að skrifa um þau
hjónin Vigfús og Vilborgu Gutt
ormsson. Þau koma nær alls-
staðar við sögu bygðarinar. Þeim
var haldið mikið samsæti í fyrra
í tilefni af fimmtíu ára giftingar
afmæli þeirra. Þar vottuðu
bygðarmenn hjónunum þakk-
læti sitt fyrir góða kynningu og
samstarf. Það fór eins og fyrri
daginn. Ég var ekki búinn að
vera hér nema einn dag þegar ég
leitaði til Vigfúsar um hjálp.
Það lítur út sem við munum
vinna saman í lengri tíma enn-
þá. Ég les í hljóði „Óskin mín“
eftir Vigfús og vil beina þessari
gullfallegu vísu til þeirra hjón-
anna:
Beztu óskir instu kenda
ykkur flytji lítill bragur:
Verði lífið, lífs að enda,
ljúfur fagur sólskinsdagur.
Guðrún og Ágúst Eyjólfsson
komu hingað 1^02 og eru því
gamlir bygðarbúar. Þau eru
flutt inn í bæinn, keyptu gamla
húsið hans Valda heitins Reyk-
dals og hafa búið fallega um
sig. Guðrún flaug heim til fs-
lands fyrir þremur árum síðan
og kann frá mörgu að segja úr
átthögunum, maður verður bara
að koma aftur og aftur og hver
heimsóknin er annari betri. Þau
eru bæði frísk óg líður vel.
Við megum til að fara yfir
strætið til Arndórs og Ásmund-
ar Goodman. Það var með þeim
fyrstu heimilum, sem ég kom til
á Lundar. Ásmundur hefir verið
mikið veikur en er nú búinn að
ná góðri heilsu og er að fiska í
vetur. Arndór er með föður sín-
um. Arndís er heima hjá móður
sinni um þessar mundir. Jón
Björnsson, tengdabróðir Ás-
mundar, hefir verið mikið veik-
ur fyrri partinn í vetur og á
spítala af og til í Winnipeg, en
þess á milli hefir hann verið hjá
tengdabróður sínum. Jón er að
hressast og farinn að vinna. Hér
freistast maður til að skrifa
nokkuð um atgerfi Ásmundar
og föður hans Sveins Guðmunds
sonar, og framkvæmdir þeirra á
frumbyggjaárunum. Hugurinn
hvarlar til þessara gömlu vina
okkar, tengdasona og tengda-
dætra. Það er erfitt að draga
sér merkjalínu. Ég kveð þetta
heimili í hljóði og þakka fyrir
dýrmætar endurminningar.
Að koma til Margrétar og
Daníels Líndals er næstum eins
og að koma heim, að koma að
Stórmerkilegur fornleifafund-
ur í bænum Shaddippur,
skammt frá Bagdad í Iraq, getur
leitt til þess, að saga vísindanna,
og þar með mannsandans, ger-
breytist. Það hefur til dæmis
komið í Ijós, er rannsakaðar voru
leirtöflur, sem munu hafa verið
,,skólabækur“ meðal Sumera, að
hið fræga lögmál Pythagorasar í
stærðfræðinni hefur ekki aðeins
verið þekkt, heldur einnigJœnnt
skólabörnum um að bil 2000 ár-
um fyrir Krist, eða 1500 árum
fyrir tíð Pythagorasar, er talinn
hefur verið höfundur stærð-
fræðireglunnar, sem við hann er
kennd.
Frá þessu segir í fréttaskeyti
til blaðsins „New York Times“
frá Bagdad. Hefur fornminja-
vörður Iraqríkis, dr. Nail alAsil,
beðið stofnanir í Bandaríkjunum
um sérfræðilega aðstoð við rann-
sókn á þeim töflum, sem fund-
izt hafa, en alls hafa fundizt um
2300 leirtöflur. Er það ærið starf
að þýða þær allar og vega og
meta það efni, sem á þeim finnst.
Flestar töflurnar fundust í
bænum Shadippur, sem nú er
kallaður Tel Harmel. Hafa forn-
leifafræðingar ekki veitt þessum
litla bæ mikla athygli fyrr en nú,
en bærinn er skammt frá Bag-
óvörum í kaffi, er bágt að átta
sig á, hvort gesturinn kom með
húsbóndann eða húsbóndinn
með gestinn. Það er alltaf fræð-
andi og hressandi að heimsækja
Dana og Margréti. Þau eru frísk
og má bærinn njóta þessara
merkishjóna vel og lengi.
Við verðum að bregða okkur
lengst suðvestur í bæinn á heim
ili Ragnheiðar og Ágústar Magn-
ússonar. Ég kom þangað seinni
hluta kvölds á kaldasta degi
vetrarins að mér fanst, en við
gleymdum kuldanum fljótt. Á-
gúst er orðinn 86 ára gamall.
Hann hefir barist við heilsuleysi
seinustu árin með sömu hug-
prýði og einkent hefir allt hans
starf. Það hefir oft verið leitað
til Ragnheiðar og Ágústar og al-
drei til einskis. Um daginn
þurfti þjóðræknisdeildin hér, að
fá nokkuð mörg afrit af íslenzk-
um söngvum, leitað var til Á-
gústar af gömlum vana. Hann
vélritaði fyrir okkur mörg ein-
tök, af alveg sérstakri vand-
virkni. Ágúst er hress í anda og
ber sig eins hetjulega og ungur
væri. Við höfðum yndæla kvöld
stund hjá gömlum og merkum
hjónum.
Við höldum nú beint í norður
á anað stræti frá Ágústi, og kom
um við á heimili Sigþrúðar og
Ólafs Magnússonar. Þau eru.
bæði á líkum aldri um 84 ára
gömul. Þau fluttu frá Silver Bay
til Lundar árið 1940, byggðu sér
snoturt lítið hús í suðvestur
hverfinu. Þau hafa ekki lagt ár-
ar í bát þótt farið sé að líða á
kvöldið og Sigþrúður hafi verið
blind í sjö ár, og Ólafur við
slæma heilsu. Það er allt svo
undur fallegt í kringum þau, en
sjálf eru þau mesta prýðin. Við
beygjum höfuðið með lotningu
fyrir fallegri elli.
(Framhald)
dad. Nú er hins vegar búið að
grafa þennan bæ upp, og hafa
verið í honum rúmlega 500 hús,
fjögur musteri og borgarmúr
umhverfis, allt að fjögurra feta
þykkur.
Mikið af töflum þeim, sem
fundizt hafa í Shadippur, eru
kennslutöflur eða „skólabækur“.
Er því talið líklegt, að nákvæm
rannsókn muni gefa yfirlit yfir
þekkingu Sumera um það bil
2000 árum fyrir Krist, og getur
þetta leitt til gerbreytinga á
sögu mannsandans.
Ein taflan, sem er mjög skýr
og hefur þegar verið lesin, er
með stærðfræðidæmum, og sýn-
ir, að Sumerar hafa þekkt Pyth-
agorasarreglur, sem hingað til
hefur verið talið að Grikkir hafi
fyrstir manna fundið rúmlega
1500 árum síðar. Auk þess mun
hinn mikli fjöldi af töflum, sem
fundizt hafa, veita margs konar
upplýsingar um þekkingu Sum-
era og sögulega viðburði. Ame-
rískar stofnanir hafa undanfarin
ár sent leiðangra til rannsókna í
Iraq og fleiri nágrannalöndum,
og meðal þeirra vísindamanna,
sem hafa staðið fremst í rann-
sóknunum, er Daninn dr. Thor-
kil Jakobsen. Alþbl. 7. febr.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVÍK
eatonia FINE FUR
FELTS
It’s easy to see why so many
m a n y discriminating m e n
wear an Eatonia—just feel the
fine fur felt and check on the
many s m a r t new Spring
styles! Snap brim and off-the-
face models in shades of: grey,
blue, brown and beige. Sizes
6% to 7%. jC A
Each D «UU
Nerís Hat Section,
The Hargrave Shops For Men, Main Floor.
<?T. EATON
Þekktu Sumerar kenningu
Pythagorasar 2000 f. Kr.P