Lögberg - 29.06.1950, Page 2

Lögberg - 29.06.1950, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JÚNI, 1950 Þáttur íslendingo í listsýningunni í Helsingfors SUNNUDAGINN 23. APRÍL lauk norrænu listýsingunni í Helsingfors. Hún hafði þá staðið í mánuð. Á þeim tíma höfðu um 16.000 manna komið til að skoða hana. Má það teljast mikil að- sókn. Af þeim sýningardeildum er mesta athygli vöktu, má telja íslensku deildina. Hin stóra mynd Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, sem danska ríkið keypti, var ein af uppáhalds- myndum sýningargesta. Með því að þetta er í fyrsta skifti að Islendingar taka þátt í listsýningu í Finnlandi, hefi ég snúið mér til ýmissa máls- metandi manna í Helsingfors og beðið þá að skýra Lesbók Morg- unblaðsins frá áliti sínu á ís- lensku sýningardeildinni og ís- lenskrri list. Þeim ber að vísu ekki saman. En þeir svöruðu blátt áfram og í einlægni, og má því skoða umsagnir þeirra sem prófstein þess, hvernig var litið á íslensku sýninguna frá hinum ólíkustu sjónarmiðum í Finn- landi, og íslenska list, eins og hún birtist þar. Jafnframt má finna í þeim ýmislegt, sem menn hefði gott af að hugleiða. Þeir, sem ég átti tal við, voru þessir. Listvefarinn Eva Anttila, sem Islendingum er kunn, síðan hún heimsótti ísland 1947 og þekkir vel íslenska list fram yf- ir það, sem á sýningunni mátti sjá; listamaðurinn og rithöfund- urinn Áke Laurén, sem telja má fulltrúa hinna eldri listamanna; Tove Riska mag., sem er listdóm- ari og fulltrúi hinna yngri lista- manna (hann var leiðbeindandi sýningargesta), og að lokum ís- lenski aðalræðismaðurinn í Finnlandi, Erik Juuranto. Hann keypti einhverja fallegustu ís- lensku myndina á sýningunni. „Listamennirnir hafa tileinkað sér hina nýju stefnu“. Eve Anttila sagði: Sýning norræna listamanna- sambandsins hefir verið einn af aðalviðburðunum í listasögu Helsingfors. 1 fyrsta skifti gafst borgarbúum nú kostur á að kynnast íslenskri list. 1 íslands- ferð minni 1947 undraðist ég hvað nýar listastefnur, t.d. „abstrakt“ list, áttu mikil ítök í Islendingum. 1 formála sýning- arskrárinnar segja íslendingar líka sjálfir, að nýum listastefn- um frá meginlandinu hafi ætíð verið tekið opnum örmum á ís- landi. Það er ósköp eðlilegt að al- menningur hér varð fyrst og fremst hrifinn af þeim málurum, er sýndu íslenskar landslags- myndir, eins og Guðmundi Ein- arssyni, Kjarval, Magnúsi Árna- syni og jafnvel Finni Jónssyni. Nýu stefnunar voru aftur túlk- aðar í hinum abströktu og skrautlegu formum Snorra Arin- bjarnar, „barnaherbergismál- verkum“ Kristjáns Davíðssonar, hinum dökku útlínum Valtýs Péturssonar og hinum litauðgu og „geometrisku“ verkum þeirra Þorvaldar Skúlasonar og Nínu Tryggvadóttur. Sverrir Haralds- son hefir lært mikið af spánska málaranum da Silva. En Gunn- laugur Scheveing nálgast hina ströngu raunsæisstefnu. Á meðal höggmyndanna veitir maður einkum athygli nokkrum vel gerðum mannamyndum eftir Guðmund Einarsson, Gunnfríði Jónsdóttur og Sigurjón Ólafsson. Mynd Ásmundar Sveinssonar „Eikin“ er sennilega í ætt við verk Englendingsins Moore’s. Skínandi fagurt verður hið rauð- leita og sjálflýsandi líparít í myndinni Maður og kona eftir Tove Ólafsson. 1 hinni gráu konumynd hennar eru einnig sterkar og mjúkar línur. íslenska sýningin minti mann á freskómyndir. Hinir sterku lit- ir blossa blátt áfram á veggjun- um. Listamennirnir hafa tileink- að sér hinar nýu stefnur með á- fergju og áhrifa frá Bracque gætir mjög. Það er máske þessi áfergi í nýjungar, sem spáir vakningu nýrrar og þróttmikill- ar listar, því innan um má greina ósvikið íslenskt skaplyndi. Hin ágæta íslenska svartlist hefði mátt koma betur fram á sýningunni. Myndir Barböru Árnason eru að vísu mjög lag- legar. En þær eru of enskar. Leifturmyndir þeirra Þorvaldar Skúlasonar og Gunnlaugs Schevings úr Njálssögu og hinar meistaralegu teikningar Kjar- vals mundu hafa sýnt þessa ís- lensku listgrein í réttu ljósi. Ennfremur saknaði ég landlags- mynda Gunnlaugs Blöndals. „Ætti að vera einlœgari gagn- vart sjálfri sér.“ Áka Laurén sagði: Að mínu áliti hefir íslenska nefndin, sem valdi listaverk á sýninguna, gert sig seka um hin sömu afglöp og samskonar nefndir í hinum norrænu lönd- unum, sem sé að velja aðeins „sýningarmyndir“, sem ekki gefa rétta hugmynd um það, á hvaða stigi listin stendur í hver- ju landi. Þau áhrif, sem ég varð fyrir af þeirri deild sýningarinn- ar, sem átti að sýna unga ís- lenska'list, eru sitt á hvað. Eg hafði búist við því að sjá þar ein- hvern skyldleika með hinni sjálfstæðu list Norðmanna, t.d. í ætt við hina merku list Henrik Sörensens. En í þess stað virðast hinir ungu íslensku listamenn vera óðfúsir að elta hinar öfga- fylstu tískustefnur meginlands- ins en það á ekki við þá að mín- um dómi. íslénska listin, sem enn er á bernskuskeiði, ætti að vera einlægari gagnvart sjálfri sér. „Hefir þrætt erlenda vegi“. Tove Riska sagði: Það hefir sannarlega verið gaman að kynnast hinni norrænu list, eins og hún er í dag, og vekja athygli almennings á henni. Vér höfum verið hræði- lega einangraðir um langt skeið, og það er margt og mikið í út- lendri list, sem er nýtt og athygl- isvert fyrir oss. Einhvern vott af skyldleika hafa sýningargestir þótst finna hjá hinum íslensku listamönnum. Eg á þar við al- menningsálitið, sem finnur að íslendingar hafa náð lengst í höggmyndalistinni eins og Finn- ar. En ég leyfi mér að segja að íslensk málaralist er oss yfir- leitt framandi. Hún hefir þrætt erlenda vegu, sem vér höfum ekki lagt út á, og virðist ekki hafa náð takmarki enn. Auð- skildastar verða hinar innilegu og fínu myndir Sigurður Sig- urðssonar, sem eru eins og þær væri danskar, en einnig róman- tík Guðmundar Einarssonar og hinar einföldu en þó um leið stórbrotnu myndir Schevings, sem hafa hrifið menn. En höggmyndirnar? Það dylst ekki að Island hefir orðið fyrir áhrifum frá Englandi, sem vér höfum ekki orðið* fyrir. Þess vegna á almenningur bágt með að átta sig á hátískunni, eins og hún kemur til dæmis fram í „Fæðing“ eftir Ásmund Sveins- son. En hinn fagri steinstíll Tove Ólafsson er í ætt við oss. Dreng- urinn hennar Gunnfríðar Jóns- dóttur virðist oss fallegur og góður. „Móðir jörð“ Ásmundar er stílhrein og „Eikin“ er líka fögur. Og svo eru myndir Sigur- jóns Ólafssonar, sem túlka hin ólíkustu náttúru viðhorf. Máske dettur oss í hug vor eigin mynd- höggvari, Váinö Aaltonen, sem komst að raun um það, eftir í- trekaðar tilraunir, að kubikis- minn gat aðeins orðið til skreyt- ingar í höndum hans. Yfirleitt var höggmyndasafnið ágætt. Al- menningi hraus í fyrstu hugur við nýabruminu á henni. En það er þó hægt að fá hann til að skilja, ef maður leggur sig fram. Ótvíræður skyldleiki er með Finnum og Islendingum, hvort sem það stafar nú af því, að þjóðirnar eru báðar óreyndar og máske að sumu leyti frumstæð- ar, en lentu báðar óforvarandi andspænis hinni öfgafullu ný- tísku evrópeiskrar listar. Eða máske liggur skyldleikinn í því, að báðar þjóiðr hafa dálæti á h öggmyndalistinni ? „Þykir vænt um að íslendingar skyldu taka þátt í sýningunni“. Erik Juuranto sagði: Með mikilli eftirvæntingu og tilhlökkun beið ég þess að nor- ræna listsýningin væri opnuð í Helsingfors, því að þetta var í fyrsta skifti síðan mér hlonaðist sá heiður að vera fulltrúi Islands í Finnlandi, að finnska þjóðin átti þess kost að kynnast ís- lenskri málaralist og högg- myndalist. Eg vissi líka að lista- menn og listunnendur í Finn- landi biðu þess með eftirvænt- ingu að kynnast hlutdeild ís- lendinga í sýningunni. Og þegar sama daginn og sýningin var cpnuð, sá maður að mikill áhugi var fyrir íslensku deildinni. Meðal íslensku myndanna voru margar mjög athyglisverð- ar. Og þótt ég verði að játa, að mér fanst alt of mikið kveða að hinni „abströktu“ list, þá var þó sýningin eftir öllu að dæma yfir- leitt svo, að hún sýndi hvar ís- lensk list stendur. Mörgum sinnum fleiri mál- verk hefðu selst á sýningunni, ef þar hefði verið meira af land- lagsmyndum eins og þeim er þeir Gunnlaugur Scheving og Pétur Sigurðsson sýndu. Jafn- vel mannamyndir og kyrðar- myndir líkt og þær er Sigurður Sigurðsson sýndi, hefðu selst, því að finnskir listunnendur hefðu gjarna viljað bæta íslensk- um listaverkum í söfn sín. En „abstrkt“ myndir þýðir ekki að bjóða Finnum, og mér er sagt að Islendingar vilji ekki heldur kaupa þær. Eg get ekki annað en dáðst að þeim íslenskum málur- um, sem mála myndir, sem ekki er hægt að selja. Höggmyndirnir hafa fengið góða dóma, bæði í mín eyru og eins í gagnrýni blaðanna. Þar er talað um heiðarlega viðleitini íslensku listamannanna á þessu sviði. Að lokum vil ég lýsa yfir því, að mér þykir mjög vænt um að íslendingar skyldu taka þátt í þessari sýningu. Þar sást menn- ing Islands nú á dögum, en þekk- ingu á henni þyrfti að útbreiða í stærri stíl víða um lönd, jafnvel í Finnlandi, svo að menn sjái að ísland hefir ekki aðeins fornsög- urnar sér til ágætis, heldur ríkir þar fjölskrúðug hámenning. Þeir Guðmundur Einarsson og Sigurjón Ólafsson sem sáu um sýninguna, hafa aflað sér marg- ra vina og aðdáenda hér í landi, bæði sem menn og listskap- endur. —Lesb. Mbl. Kveðja: Sigurjón Friðjónsson, skáld að Litlu-Laugum 1 dag er til grafar borinn að Einarsstöðum í Reyk- jadal Sigurjón Friðjóns- son bóndi og skáld og fyrrum alþingismaður að Liltu-Laugum í Reyk- jadal. Hann er í dag kvaddur hinztu kveðju af ætt liði sínu og vinum. f/VADDUR ER BÓNDINN, er **■ stundaði jarðyrkju og fjár- rækt á smáu ábýli í réttan belming aldar, með þeirri natni og forsjálni, sem brjóst vitrum og búmenntum manni einum er ætlandi; með þeirri sjálfsafneit- un og harðdrægni gagnvart sjálfum sér, sem drýgst hefir orðið og löngum nauðsynlegust, erjendum þessa harðbýla og mis- veðrótta lands. Kvaddur er framfaramaður- inn, sem var frá æskuárum virk- ur þátttakandi í umbótamálum héraðs síns; félagsmálum og bókmenntum, mannrækt og bú- rækt. Kvaddur er foryrstumaðurinn um málefni hreppsfélags síns og kaupfélags. Sá maður, sem oftast var til leitað um forsjá og úr- ræði innan sveitar í málum al- mennings um margra áratuga skeið, sakir trúrar vitsmuna og grandvarleika. Sá maður, er um skeið var einn af stjórnendum þess félagsskapar, er á var átrún- aður mestur þar innan héraðs. -- Kaupfélags Þingeyinga. Kvaddur er gæfumaðurinn, er eignaðist, ól upp og kom til manns heilum tug óvenjulega vel gerðra barna. Kvaddur er hugsjónamaður- inn, er aldrei gekk á hönd stein- runnum afturhaldsöflum, frá því hann í öndverður skipaði sér í flokk þar, sem hann var fæddur til; í sveit þeirra er kröfðust frjálsræðis í viðskipta- og athafnalífi, því þeir vissu, að styrkasti grundvöllurinn fyrir stjórnar farslegu frelsi, var reynd og prófun þess ágætis er athafna frjálsræði almennings- samtaka hlaut að skapa þeim til handa. Kvatt er skáldið. Skáldið er kvatt, sem ort hefir í tvo manns- aldra bundið mál, ljóðrænna og kliðhreinna en flestir samtíðar- menn. Og skáldið kveður nú að síð- ustu með einu ljóðaerindi sínu frá löngu liðnu vori: „Með söknuði“ og þrá rétti“ ég spyrjandi hönd mína’ á hafið. En hljóð eru svör þín — sem und- irspil gróandi kvœða. Eitt tár er mér gefið í litaskraut vordýrðar vafið og varmi, er yljar þau sánn, er þrálátast blæða. í Fögruhlíð glitrar hinn vaxandi vornœturúði. í vornæturkyrrð leggjast Skjálf- anda blikandi álar. En kveðju ber geisli úr kvöldroð- ans purpura skrúði og konunglegt bros, nið’r í djúp minnar leitandi sálar.“ Þetta er ort þegar skáldið var ungt. — Enn er ljóðið ungt með nýju vori í Fögruhlíð og geisla- bliki um Skjálfanda, þegar silf- urhærður öldungur leggst til hvíldar í mold sveitar sinnar. —Indriði Indriðason —Tíminn, 1. júní „Stefnir" — nýtf- tímarit S.U.S. Nýkimið er á bókamarkað tímaritið „Stefnir“, undir rit- stjórn Magnúsar lögfræðings Jónssonar og Sigurðar alþm. Bjarnasonar, en útgefandi er Samband ungra Sjálfstæðis- manna. óhætt er að segja, að hið nýja tímarit hefji göngu sína með miklum myndarskap. Efnið er fjölbreytt og frágangur allur smekklegur. Þess skal getið, áð- ur en legra er haldið, að einu sinni hélt próf. Magnús Jónsson, form. Fjárhagsráðs, úti tímariti um þjóðfélagsmál, er bar sama nafn. Ef dæma má eftir þessu hefti, virðist „Stefnir" ekki ætla að kafna undir nafni. Stefnir hefst á ávarpi frá stjórn SUS, en auk þess ritar Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hvatningarorð í byrjun ritsins. Stefnir hefst á bálkinum Inn- lend stjórnmál, er Sigurður Bjarnason ritar, þá kemur Er- lent stjórnmálayfirlit, eftir Geir Hallgrímsson, þá Hvað er sann- leikur, eftir Magnús Jónsson, Fögur er hlíðin (um landbúnað- armál), eftir Árna G. Eylands, Félagslíf og fólksflutningar, eft- ir Sigurð Bjarnason, íslenzkir kaupstaðir, eftir B. Tryggvason og Helga S., Frjáls verzlun, eftir Birgi Kjaran, þá kemur erlend smásaga, er nefnist Næturgist- ing og ennfremur greinin Hug- leiðingar um heimsendi, eftir A. M. Low, þá greinin Utanfarir íslenzkra íþróttamanna, eftir Þorbjörn Guðmundsson og loks Sambandstíðindi. VÍSIR, 11. maí Fjölbreytt tilraunastarfsemi og stórbúskapur fyrirhugaður Hreindýrum fer mjög fjölgandi á Austurlandi Samtal við Jónas Pétursson tilraunastjóra JÓNAS PÉTURSSON tilraun* stjóri á Skriðuklaustri va.- staddur hér í bænum fyrir helg- ina, og notaði þá tíðindamaður blaðsins tækifærið til þess að fá hjá honum upplýsingar um til- raunastarfsemi þá, sem hann veitir forstöðu, og þá um leið til að spyrja hann almæltra tíð- inda af Fljótsdalshéraði. Höfuðnauðsyn að undirbyggja starfsemina vel. Undirbúningur að tilrauna- starfseminni var hafinn á Hafur- sá, og var Jónas Pétursson ráð- inn til að veita henni forstöðu vorið 1947. Er hér um að ræða tilraunir varðandi allar tegundir jarðyrkju, grasrækt, garðrækt og kornyrkju, svo og áburðartil- raunir. Flest hefur þetta enn verið á undirbúningsstigi, og veldur þvi hvort tveggja, að svo stutt er síðan hafist var handa um framkvæmdir og enn fremur ófullnægjandi húsakostur á Haf- ursá. En þegar hafa verið fram- kvæmdar áburðartilraunir og tilraunir í grasrækt. „Eg tel“, segir Jónas, „að legg- ja beri aðaláhersluna á að undir- byggja starfsemina vel, heldur en byrja við ófullnægjandi skil- yrði“. Tilraunastöðin flutt að Skriðuklaustri. Síðastliðið vor var svo til- raunastöðin flutt að Skriðu- klaustri, en Gunnar Gunnarsson skáld gaf, sem kunnugt er, rík- inu jörð sína, og varð það að samkomulagi milli ríkisstjórnar- innar og Tilraunaráðs jarðrækt- ar að flytja stöðina þangað frá Hafursá. Þetta er gert með það fyrir augum, að á Skriðuklaustri verði jafnhliða tilraunastarf- seminni rekinn stórbúskapur og fyrirmyndarbúskapur, enda er Skriðuklaustúr mun betri bú- jörð, ein af bestu jörðum lands- ins og sérstkalega vel fallin til sauðfjárræktar. Jörðin er afar vel húuð, og er íbúðarhúsið að sama skapi fallegt og vandað. Fjórar tilraunastöðvar fyrir jarðrækt eru nú í landinu, ein í hverjum landsfjórðungi, á Akur- eyri, Sámsstöðum, Reykhólum og Skriðuklaustri, og hefur Skriðuklaustur mest búskapar- skilyrði þessara jarða. Tíðarfar erfitt í uppsveitum. — Hvernig hefur tíðarfar verið á Héraði í vetur? — 1 uppsveitum má telja, að það hafi verið með erfiðara móti, einkum á Jökuldal. Aftur á móti hefur verið snjóléttara á úthér- aði. Heybirgðir hafa verið með minna móti vegna harðindanna s. 1. vor, og framan af var hey- skapartíð heldur slæm, einkum á úthéraði. Nær alger gaddur var upp til fjalla í vetur, og kom fjöldi hreindýra niður á Hérað og Hróarstungu, Hjaltastaða- þinghá og jafnvel suður um Breiðdal, og er þetta talið stafa bæði af því hve hart var í ári og eins af því, að stofninum sé að fjölga. Eftirlistmaður hrein- dýrahjarðarinnar á þessum slóð- um, Friðrik Stefánssoná Hóli í Fljótsdal, giskar á að dýrin muni nú vera ca. 14—1500. Á þorra gerði stórfelldar rign- ingar um ofanvert Fljótsdals- hérað, og olli þetta votviðri stór- felldum vegaspjöllum. Sam- kvæmt regnmælingum á Hall- ormsstað var úrkomumagnið rösklega 300 mm. á 10 sólar- hringum. Bættar flugsamgöngur mikil nauðsyn fyrir Héraðsbúa. — Hver eru helstu áhugamál bænda þar austur frá? — Eg vil þar fyrst minnast á samgöngumálin. Héraðið er þannig sett, að engin skipgeng höfn er til, og til Reyðarfjarðar, sem er aðal höfnin og hlýtur að verða það, er yfir fjallveg að fara, sem að vísu er ekki hár, en oft mjög snjósæll. Tel ég, að hvergi sé meiri nauðsyn á flug- samgöngum en veginn rétt met- in með því að við Fljótsdalshér- að og þá sérstaklega að vetrin- um, en þróun þessara mála hef- ur verið öfug síðari árin, þar sem flugsamgöngur við Hérað féllu alveg niður s. 1. sumar á sama tíma, sem Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslur voru teknar inn í flugsamgöngu- kerfi landsins. Eg tel það eitt mesta nauðsynjamál Héraðsbúa, segir Jónas, að komið sé á örugg- um flugsamgöngum þangað. Rafmagnsþörfin. Þá er það mjög mikið áhuga- mál Héarðsbúa sem annarra að fá rfamagn. Þetta mál, svo og önnur framfaramál héraðsins, var rætt á bændanæmskeiði, sem haldið var á Egilsstöðum síðast í mars. Flestum er nú að verða ljóst, að ein stórvirkjun er ekki líkleg til að leysa rafmagnþörf- ina vegna kostnaðar við að leiða rafmagnið inn á hin einstöku býli, en nú stendur til að athuga á sem flestum heimilum, hvort ekki sé hægt að fullnægja' raf- magnþörfinni með litlum vatns- aflsstöðvum. Aðrar framkvœmdir. A síðari árum hafa verið fengnar nokkrar stórvirkar landbúnaðarvélar þarna austur. Ennþá er þó ekki nema ein skurðgrafa á Héraði, en önnur er væntanleg í sumar, enda er hér fyrir hendi mikið verkefni í framræslu og jarðrækt. Gert er ráð fyrir, að rjómabú taki til starfa á Egilsstöðum, en hingað til hefur enginn mjólkurmarkað- ur né mjólkurvinnsla verið á Héraði, en afkoma bænda bygg- ist að mestu leyti á sauðfjárrækt og svo mun enn verða, einkum á Fljótsdal og Jökuldal. Eitt helsta áhugamál manna á Fljóts- dal nú er að fá brú á Jökulsá í Fljótsdal enda er það mjög nauðsynleg og brýn samgöngu- bót, og er þess að vænta, að þessi frmakvæmd geti komist í kring á næstunni. —Mbl. 5. maí Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraimngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.