Lögberg - 29.06.1950, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JÚNI, 1950
iögíKtg
Oeflt! öt hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
686 SARQENT AVENUE, WINNIPEO, MANITOBA
Utanáakrift ritatfóran*:
EDITOR LÖGBERO, 686 8ARGENT AVENUE, WINNIPEQ, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “I.ögberg" is printed and publiehed by The Columbia Preee Ltd.
69 5 Sargent Avenue, Winnipeg. Manltoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Mikil tíðindi og ill
Mannkynið, eða að minsta kosti sá hluti þess, er
arin friði og þráir frið, vaknaði við vondan draum síð-
astliðinn sunnudagsmorgun, en þá höfðu þau ömurlegu
tíðindi gerst, að fylkingar Norður-Kóreubúa, gráar fyr-
ir járnum, réðust inn í Suður-Kóreulýðveldið og hófu
með því fyrirvaralaust árásarstríð, með landvinninga
fyrir augum; að því er fyrstu fregnir af þessu furðulega
og óvænta leifturstríði herma, voru sveitir innrásar-
herjanna brynjaðar nýtízku herbúnaði; þær höfðu næg-
an flugvélakost, ásamt fjölda skriðdreka. Norður-Kórea
er í rauninni eitt af leppríkjum Rússa, og þaðan munu
íbúarnir hafa fengið megnið af hergögnum sínum; inn-
rásin var hafin að fyrirmynd Hitlers, sunnudagur val-
inn til hermdarverkanna, sem vafalaust verða leyst af
hendi í nafni rússneskra mannréttinda!
Það vantar svo sem ekki, að Rússinn sé fagurmáll
um frið, og jafnvel vor á meðal í þessu fagra og gróður-
sæla landi, eru á ferð auðsveipir skósveinar hans og
játningabræður, sem vinna nótt sem nýtan dag að út-
breiðslu hins rússneska fagnaðarerindis; samtök þeirra
ganga undir ýmissum nöfnum, þó kunnust séu hin svo-
kölluðu friðarráð eða Peace Councils, sem læðast inn í
kirkjubyggingar með boðskap sinn, eigi þau eigi ann-
ars úrkosta, þar sem blindni og hatur fallast í faðma.
Hið unga, Suður-Kóreulýðveldi, öðlaðist í rauninni
sjálfstæðan tilverurétt fyrir atbeina vestrænna þjóða,
og þá einkum Bandaríkjaþjóðarinnar, er veitt hefir því
ríflega f járhagslega aðstoð, auk tæknilegra leiðbeininga
\dð skipulagningu megin atvinnuvega landsins; þetta
unga lýðveldi vildi mega búa að sínu í friði og þroskast
í samræmi við sinn eigin sjálfsákvörðunarrétt; en
þetta mátti ekki lengi svo til ganga; hin loðna rúss-
neska ásælnisloppa seildist um öxl eins og hún gerði,
er í hlut áttu hin umkomulitlu Ehjrópuríki til að hremma
bráðina og hlakkast yfir á eftir, og þetta á alt að vera
gert í þjónustu mannréttinda og friðar!
Jafnskjótt og hljóðbært varð um áminst tíðindi í
Kóreu, settist öryggisráð sameinuðu þjóðanna á rök-
stóla að Lake Success í New Yorkríkinu með það fyrir
augum, að taka þær ákvarðanir, er nauðsynlegar teld-
ist til lausnar hinum nýja vanda; eins og vitað er, eiga
Rússar sæti í öryggisráðinu, og eru þar kunnastir að
því, að beita synjunarvaldi sínu ef þeir koma á fund
eða þá að þverneita að koma til viðtals; hið fyrsta skref
öryggisráðsins, að Rússum unadanskildum, var fólgið
í því, að skora á innrásarherjina, að kveðja herfylking-
ar sínar heim, hvernig svo sem við því kann að verða
snúist; og má þess vænta, að áður en langt um líður
komi undirtektirnar í ljós. En hvernig svo sem hjólið
snýst, og hversu sem Kóreustríðið kann að hafa alvar-
legar afleiðingar, verður sú staðreynd eigi umflúin, að
Rússar verði taldir ábyrgir fyrir þessum óvinafagnaði
og súpi af því seyðið í almenningsálitinu vítt um heim.
Vandað og fróðlegt tímarit
Lögbergi hefir fyrir skömmu borist í hendur tíma-
ritið Eimreiðin, janúar-marzheftið 1950, og enn sem fyr,
verða naumast deildar meiningar um það, að áminst
tímarit sé eitt hið jafnvandaðasta slíkra rita, sem gefin
eru út á íslandi; ritstjórinn, hr. Sveinn Sigurðsson, rit-
ar látlaust og fagurt mál, og hann er jafnframt manna
lagnastur á það, að viða að sér hollu og fjölbreyttu
efni; sjálfur er hann víðskygn hugsuður, er látið getur
skoðanir sínar um menn og málefni óhikað í ljós án
þess að grípa til þeirra stóryrða, jafnvel fúkyrða, sem
illu heilli auðkennir marga þá, er nú rita á íslandi, eink-
um þó, er um stjórnmál ræðir. Sveinn ritstjóri hefir
fylgt þeirri reglu að strika yfir stóru orðin þó hann segi
þjóð sinni réttilega til syndanna, jafnvel flestum núlif-
andi mönnum fremur.
Áminst Eimreiðarhefti hefst með snjöllu kvæði um
stórskáldið Guðmund Kamban, er eins og menn muna
var myrtur í Kaupmannahöfn; kvæðið er eftir Rósu B.
Blöndals og er síðasta erindið á þessa leið:
Syrgja þig íslands börn, er sannleik unna,
syrgja þau hjörtu, er skil á réttu kunna.
Minningar vefa voð um hvflu þína.
„Vítt sé ég land og fagurt“ um þig skína.
Ehi slíkt var heiti einnar þeirra bóka, er Guð-
mundur Kamban skildi eftir sig.
„Þrjú atriði úr hálfrar aldar íslandssögu“ eftir rit-
stjórann, er íhyglisverð ritgerð og mótuð þeim sann-
færingarhita, er jafnan einkennir ritsmíðar hans
í niðurlagi greinar sinnar um baráttu illra og góðra
afla, kemst höfundur svo að orði:
„Baráttan gegn hinu illa er margþætt. Ljóssins
englar verða að beita öflum sínum á mörgum vígstöðv-
um. Þau öfl eru eins áþreifanleg og atómorkan. Og und-
ir sigri þeirra er það komið, jafnt hér á landi sem ann-
ars staðar hvort tuttugasta öldin á að verða áfram að-
eins öld hraða og hreyfiorku í heimi efnisins, eins og
svo mjög hefir einkent fyrri hélming hennar, eða öld
andlegrar orku réttlætis og fegurðar. Sigur þeirra afla
er sigur lífsins yfir dauðanum.
Ragnarökkur tveggja heimsstyrjalda fyrra helm-
REPLICAS OF CROWN JEWELS TO BE SHOWN
The replicas of the Crown Jewels which are to be
shown at the International Trade Fair at Toronto,
Canada, are the result of over 15 years’ work by Mr.
Charles Elston, an antique dealer of Stockton-on-Tees,
who has spent many years studying the originals in
the Tower of London. The relicas are exact in size.
shape, weight and colour. This picture shows a young
girl admiring the King’s Orb. On the table are, left to
right, St. Edward’s Crown, The Imperial Crown of State
and the Imperial Crown of India, (these involve 11,000
stones). In front can be seen the Royal Sceptre, the
Jewelled Sword of State, the Archbishop’s Cross and
the Altar Cross.
Hekla Club í Minneapolis
25
ara
Fyrir tuttugu og fimm árum
síðan komu 18 íslenzkar konur
saman á heimili hinna góðu
hjóna, Salínu og Sveins Magnús
sonar, með þá skrítnu flugu í
höfðinu að stofna hér íslenzkt
kvenfélag eða klúbb — og á þess-
ari stundu fæddist Hekla klúbb-
urinn. Ári síðar héldu þær sam-
komu -- svona mest sín á milli,
og var þar einn karlmaður —
sem seinna flúði til íslands.
Létu konurnar þetta lítið á sig
fá, en sáu um það á næstu sam-
komu að karlarnir yrðu þar líka,
og hefir þá ekki vantað þar síð-
an, enda eru þessar samkomur
klúbbsins, ásamt útisamkomu á
sumrin, eina tækifærið sem okk-
ur íslendingum hefir boðizt, til
að koma saman og takast í hend-
ur. Og væru þessar samkomur
eina verk klúbbsins væri það
þess vert að geta hans á silfur-
afmælinu, því svo mikil og góð
áhrif hafa þessar samkomur haft
á okkur landana hér.
En íslenzkar konur hafa gert
meira; þær hafa sýnt mannúð af
hæsta tagi; hjálpuðu atvinnu-
lausum löndum á kreppuárun-
um; huggað og hresst þá sjúku,
með heimsóknum og blómum, og
hefir þetta gengið svo langt að
jafnvel enginn niðja okkar hinna
eldri hefir farið á sjúkrahús í
einn dag eða tvo, að ekki hafi
blómvöndurinn frá Hekla Club
verið á litla borðinu við rúmið
hans. Og blómvöndurinn er
undrameðal. Ég veit það — ég
hefi reynt það!
Af 45 meðlimum klúbbsins
voru 44 í afmælisveizlunni, sem
haldin var á einu bezta hóteli
bæjarins þ. 10 þ. m. Veit ég að
fjölskyldur í hinum stóru bræðra
borgum, Mineapolis og St. Paul.
En það voru hinir amerísku eig-
inmenn íslenzku kvennanna, sem
aldrei létu sig vanta á samkomur
okkar, og svo er enn, og mega
þeir því teljast með okkur lönd-
unum í öllum félagsskap okkar,
konum til hróss.
Á samkomum okkar voru
vanalega um 200 manns; margir
komu árlega frá Minnotabyggð-
inni — heil vagnhlöss! En þetta
hefir þó farið minkandi á seinni
árum, af eðlilegum ástæðum.
Hafi íslenzk mynd verið í boði,
hefir fólkið stundum komið alla
leið frá Duluth, eins og t. d. þeg-
ar Árni Helgason sýndi mynd
árið 1936, en þá voru um 280
manns, og mátti segja, að þá
hafi verið þröngt fyrir dyrum.
Hefir það stundum hjálpað að
Winnipegblöðin hafi getið sam-
komunnar, sérstaklega mynd-
anna, en þá hafa blöðin verið
látin vita, þó í flestum tilfellum
hafi það aðeins verið Lögberg,
sem hafi haft svo mikla þjóð-
rækni að bera að taka á sig
slíkan krók. Fyrsta íslenzka
hreyfimyndin hér var sýnd af
séra Sveinbirni Ólafssyni, sem
þá var í Chicago að læra til
prests. Fékk klúbburinn lánað
leikhús og var það hálf fullt.
Fyrir tveimur árum sýndi Dr.
Oliver Olafson myndir af dýra-
veiðum sínum í Afríku ,og var
það fróðleg mynd. Mun hann
vera á förum þangað aftur, svo
við góðri skemtun má búast á
næstu samkomu. Samt er hóp-
urinn að minka árlega, og ein
ástæðan er sú, að vandræði eru
það var fríður hópur íslenzk^ tfeð húspláss, sérstaklega á laug-
kvenna, því ekki taka þær neitt aróaeskvöldum os hafa nokkrar
baksæti fyrir öðrum konum
hér. Myndin sýnir þrjár af
stofnendum klúbbsins, sem nú
eru eftir hér, og núverandi for-
seta. Nöfnin segja líka til sín,
en það einkennilega er — og þó
kannske ekki svo einkennilegt,
að aðeins 14 konur af þessum 45
eru giftar Islendingum, eða
ekkjur íslenzkra manna. Það eru
nefnilega aðeins 14 al-íslenzkar
Tdagskvöldum og hafa nokkrar
seinustu samkomur verið haldn-
ar á International Institute í St.
Paul, sem er löng bæjarleið fyrir
hið eldra fólk.
Megi svo konurnar og klúbbur-
inn lengi lifa, og vona ég að þeii
dagar, sem þær leggja sig fram
til viðhalds félagslífi okkar hinna
fáu landa hér, dragist ekki frá
æviskeiði þeirra.
G. T. Athelstan
Viðburðaríku þingi lokið
ings aldarinnar snýst þá í birtu þeirra heima, sem völv-
an segir sólu fegri, hvar „munu dyggvar dróttir byggva
ok of aldurdaga yndis njóta“.
En sá er dýrasti draumur vor mannanna í dag, eins
og á öllum öldum öðrum“.
Þá prýðir og hefti þetta snildarlega samin smá-
saga, ÁST, eftir Þóri Bergson (Þorsteinn Jónsson),
sem er einn allra snjallasti smásagnahöfundur íslenzku
þjóðarinnar, þeirra, er nú lifa.
Vitaskuld er margt annað fémætt að finna innan
vébanda áminsts heftis en það, sem nú hefir nefnt ver-
ið, þó eigi verði hér talið að sinni.
F'yrir okkur, sem hér búum, er það í rauninni há-
tíð, að lesa góð tímarit og góðar bækur frá íslandi, þó
ekki væri nema vegna íslenzkunnar sjálfrar, því ekki
sakar það okkur að verða endrum og eins svolítillar
hjartastyrkingar aðnjótandi í meðferð hins íslenzka
máls.
Alþingi var slitið í gær
Alþingi var slitið kl. 5 síð-
degis í gær. Við það tækifæri
flutti Jón Pálmason, forseti
sameinaðs þings ræðu og
gerði grein fyrir störfum
þingsins, sem er 69 löggjaf-
arþing.
Þingið stóð í 185 daga og
samþykkti 62 lög og 17
þingsályktanir. S a m t a 1 s
hafði það til meðferðar 176
mál og var tala þingskjala
821. Steingrímur Steinþórs-
son forsætisráðherra sleit
síðan þinginu samkvæmt
umboði frá handhöfum for-
setavalds í fjarvistum for-
seta íslands. Minntust þing-
menn síðan forseta Islands
og fósturjarðarinnar með
ferföldu húrrahrópi. Var síð-
an gengið af þingi.
Þingdeildir Ijúka störfum.
Efri deild lauk störfum sínum
kl. hálfþrjú. Þakkaði forseti
deildarinnar, Bernharð Stefáns-
son, góða samvinnu og árnaði
þeim heilla. Haraldur Guðmunds
son flutti forseta árnaðaróskir
þingdeildarmanna og risu þeir
úr sætum í virðingarskyni. I
Neðri deild lauk síðasta fundin-
um kl. 3.30. Forseti deildarinnar,
Sigurður Bjarnason, þakkaði
Þingmönnum gott samstarf og
árnaði þeim heilla, en Einar Ol-
geirsson flutti forseta þakkir fyr-
ir réttsýna fundarstjórn og ósk-
aði honum heilla. Bað hann þing
menn rísa úr sætum sínum í
virðingarskyni. Var svo gert.
Ræða forseta sameinaðs
þings.
I sameinuðu Alþingi óskaði
forseti, Jón Pálmason, þingmönn
um og starfsliði þingsins gleði-
legs sumars og utanbæjarþing-
mönnum góðrar heimferðar og
heimkomu, en Einar Olgeirsson
flutti forseta árnaðaróskir þing-
manna. Risu þingmenn úr sæt-
um til virðingar við forseta.
Forseti sameinaðs þings komst
þannig að orði í ræðu sinni við
þinglausnir:
ÞAÐ ALÞING sem nú er að
ljúka störfum hefir staðið 185
daga og er því meðal lengstu
DÍnga sem haldin hafa verið. Af
skýrslu þeirri, sem ég hefi hér
.esið, má sjá tölu þeirra mála,
sem þingið hefir haft til með-
ferðar, en þar er í rauninni lítið
sagt um afrek þingsins og að-
stöðu til starfa. Hvorttveggja
hefir verið mjög ólíkt því sem
áður hefir gerst.
Að nýloknum kosningum.
Þegar þingið kom saman að
nýloknum almennum kosning-
um, hafði þáverandi ríkisstjórn
sagt af sér, en starfaði til bráða-
birgða. Enginn líklegur meiri-
hluti til og mjög óvænlegar horf-
ur um myndun þingræðislegrar
meirihluta stjórnar. Allur fjár-
lagur í öngþveiti og í stuttu máli
vandræðahorfur með alla eðli-
ega þingstarfsemi. Afleiðingin
hefir orðið sú, að mikill meiri-
hluti þingtímans hefir farið í
stjórnarsamninga og deilur milli
ólíkra flokka. — Það er líka í
fyrsta sinn nú í sögu Alþingis,
að þrjár ríkisstjórnir starfa á
sama þingi og fjalli um sömu
fjárlögin og önnur þau vandamál
sem fyrir eru. Þetta hefir sett
sinn svip á þetta þing og valdið
miklu um lengd þess. En undir-
rótin liggur dýpra og henni má
ekki leyna. Hún er sú, að starf
Alþingis gengur nú mest út á
það, að ráða fram úr vandræð-
um, fjárhagslega atvinnulega og
pólitískt. Hvernig stendur á
þessu, spyr maður mann og
klögumálin ganga á víxl. -- Sann-
leikurinn er sá, að á undan-
gengnu góðæra tímabili hafa
kröfur um framkvæmdir og lífs-
þægindi gengið úr hófi fram.
Kröfur stéttafélaga, bæjarfélaga,
héraða og pólitískra flokka. öll-
um þessum kröfum hefir verið
stefnt á einn stað, fyrst og fremst
til Alþingis, rétt eins og það ráði
yfir ótæmandi auðsuppsprettum
og óendanlegum úrræðum.
Þar hlaut því hringurinn fyrst
að bresta og hann var brotinn
þegar þetta þing kom saman,
vegna skulda og rekstrarhalla.
Af því of mikið hafði verið und-
an látið og meiru sint en rétt var
af öllum kröfunum.
Þegar svo er komið, er og held-
ur ekki um neitt annað en neyð-
arkosti að velja. Sömu kröfum,
sömu greiðslum, sömu skulda-
söfnun er þó ekki hægt til lengd-
ar að halda áfram. Á þessu þingi
hafa staðið deilur um það, hver
af mismunandi neyðarkostum
væri skárstur. — 1 því efni hefir
meirihlutinn tekið sína ákvörð-
un í bili og verður hér ekkert um
það rætt, hvort hún er sú eina
rétta eða ekki.
Hitt verð ég að segja öllum
flokkum, öllum stéttum og öllu
landsfólki, að þegar auðsældar
tímabil liðinna ára er liðið, þá
getur enginn vænst þess, að allt
sé áfram í sömu skorðum.
Bœtt aðstaða.
Allir verða að taka afleiðing-
um verka sinna í mismunandi
mæli. En þó þetta sé svo, þá er
þó þjóðin betur búin nú, að tækj-
um, byggingum, samgöngum og
þekkingu en nokkru sinni fyrr.
Henni á því að geta liðið vel,
ef hún kann að nota sér aðstöð-
una. Þar skiptir mestu að at-
vinnuvegirnir geti gengið og
fólkið haft atvinnu. Þar næst ár-
ferði til sjávar og sveita og
markaður fyrir afurðir. Á hinu
lifir engin þjóð og sízt við ís-
lendingar að eyða of mikilli orku
í flokka- og stéttabaráttu, meira
og minna ófrjóa, óþarfa og jafn-
vel fávíslega. Það er það sem nú
og áður hefir skapað Alþingi
mesta örðugleika og gert því svo
illa fært að ráða fljótt og vask-
lega fram úr þeim verkefnum,
sem til þess hafa komið.
Nauðsyn skilnings.
Alls þessa vegna vil ég við
þessi þingslit óska þess, að allir
aðilar taki með skilningi þeirri
viðleitni sem þetta þing hefir
sýnt til úrræða. Að stéttir og
flokkar, þjóðin öll, leitist við að
nota bjargræðistímann, sumarið,
sem bezt og í sem mestum friði.
Reyni að njóta á sem hagfeldast-
an hátt, þeirra náttúrugæða sem
okkar frjóa og fagra land hefir
að bjóða. Deilurnar um mismun-
andi sjónarmið og mismunandi
skoðanir verða í aðalatriðum að
bíða haustsins og næsta vetrar.
Þá kann margt að liggja ljósara
fyrir og verða auðveldara til úr-
lausnar en nú er. Ég vil svo óska
öllum áheyrendum nær og fjær,
þjóðinni allri, hamingju og frið-
ar á þessu nýbyrjaða sumri og
framvegis.
Þakka samstarfið.
Háttvirtum alþingismönnum,
hæstv. ríkisstjórn og öllu starfs-
fólki Alþingis þakka ég vinsam-
lega samvinnu við mig sem for-
seta. Ég óska ykkur gleði og far-
sældar á þessu nýbyrjaða sumri,
bæði atvinnulega og persónu-
lega. Utanbæjar þingmönnum
óska ég góðrar heimferðar og á-
nægjulegrar heimkomu. Hitt-
umst allir heilir á hausti kom-
anda, þegar næsta þing hefst.
Mbl. 18. maí
Hundrað óra í dag
1 dag er 100 ára Anna Sigríður
Jónsdóttir Naustum við Akur-
eyri. Hún er fædd að Hesjuvöll-
um í Kræklingahlíð og hefir
fótavist. Sjónin er sæmileg
heyrnin farin að bila.
—Tíminn, 27. maí
Minnist
BCTCL
í erfðaskrám ySar