Lögberg - 29.06.1950, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JÚNÍ, 1950
Engin Grænlands-
útgerð íslendinga
í sumar
Að þessu sinni mun ekki
verða um neinar veiðar
að ræða við Grœnland.
á vegum íslenzkra út-
gerðarmanna eða félaga.
IIEFIR VÍSIR fengið þessar
þessar upplýsingar hjá áreið-
anlegum heimildum. Ennfremur
var blaðinu skýrt frá því, að
íslenzku skipin, sem fóru á
Grænlandsmið í fyrrasumar
hafi verið alltof seint á ferðinni
til þess að geta notað sér vertíð-
artímann þar til fulls. Ef vel á að
vera, verða skipin að leggja af
stað síðari hluta maímánaðar
eða til dæmis um þetta leyti.
Loks sagði heimildarmaður
Vísis að ekki væri ósennilegt,
að íslenzk skip færu á Græn-
Hndsmið á næsta vor.
En þótt íslenzkir útvegsmenn
sendi ekkert skip til þessara
veiða í sumar, verða þó íslend-
ingar á þessum miðum. Hér hafa
nefnilega að undanförnu legið
tvö skip — Sören Petter frá Dan-
mörku og Vestervik frá Færeyj-
um sem ætlunin hefir verið að
i'áða íslendinga á. Mun ætlunin
hafa verið að fá tólf menn á hið
fyrrnefnda en fjóra á hitt.
Or borg og bygð
Malreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunk-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar-
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða hfeimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði, send
ist:
Mrs. H. Halldórson
1014 Dominion Street
Mrs. L. S. Gibson
4 Wakefield Apts.
eða til The Columbia Press Lid.,
695 Sargent Ave. Winnipeg
☆
Hr. Gísli Jónsson ritstjóri kom
heim á laugardagskvöldið var
eftir mánaðardvöl hjá börnum
sínum, frú Bergþóru Robson í
Montreal og Helga jarðfræðingi,
sem er prófessor við Ruthger
College í New Jerseyríkinu.
☆
Hr. Jón Sigurdson bygginga-
meistari frá Los Vegas I Nevada
ríkinu, ásamt frú, Peggy, fara
frá New York 5. júlí n.k. flug-
leiðis til íslands. Eftir dvöl sína
á íslandi hafa þau í hyggju að
ferðast um ýms lönd Norður-
álfunnar, t. d. til París á Frakk-
landi, en frúin er af frönskum
ættum, en fædd og mentuð í
Cleveland, Ohio. Jón Sigurdson
er fæddur á Breiðabólstað á
Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu —
en hefir dvalið 40 ár vestan hafs.
☆
Um síðastliðna helgi kom
hingað til borgarinnar Ólafur
Gíslason, námsmaður frá Reykja
vík. Hann stundar nám á flug-
skóla í Calgary, Alberta. Ólafur
hefir nú lokið fyrsta námsári
sínu og er nú í tveggja mánaða
fríi og mun dvelja þann tíma hjá
frændfólki sínu á Steep Rock.
☆
Mr. Stanley Samson, M.A.
verksmiðjueigandi í Edmonton,
kom til borgarinnar um síðustu
helgi í heimsókn til foreídra
sinna, þeirra Mr. og Mrs. J. J.
Samson og systkina.
☆
Þau dapurlegu tíðindi hafa
borist hingað, að Halldór M.
Swan verksmiðjueigandi, sem
lagði af stað í skemtiför til ís-
lands þann 11. maí síðastliðinn
ásamt Eggertson fjölskyldunni,
hefði sætt all alvarlegu veikinda
kasti og lægi á sjúkrahúsi á
Akureyri. Halldór er góður
drengur og vinsæll svo sem hann
á kyn til; hann er vinmargur
hér vestra, og óska vinir hans
honum skjóts endurbata og
heillar heimkomu vestur.
☆
í bréfi til ritstjóra Lögbergs
frá hr. Oddi H. Oddsyni bygg-
ingameistara í Chicago, er þess
getið, að þeir bræður, Kjartan
og Eiríkur Vigfússynir, sem bú-
settir eru þar í borginni séu ný-
lagðir af stað í sex vikna heim-
sókn til íslands.
☆
Frú Kristjana Hofteig, sem
var ein í hópi kirkjuþingserin-
dreka frá íslenzku bygðarlögun-
um í Minnesota, bað Lögberg að
flytja vinum sínum í Riverton-,
þar sem kirkjuþingið var haldið,
ástúðar þakkir fyrir ógleyman-
legar viðtökur; sérstaklega þakk
ar hún fyrir sína hönd og stall-
systur sinnar, frú Karólínu Han-
son, Mrs. Stefán Sigurðson,
rausn hennar og alúð,en þær
Brúðkaup í
Seattle, Wash.
í kyrru og blíðu veðri, að
kvöldi þess 15. júní, fór fram
gifting í ísl. lút. kirkjunni í
Seattle, Washington. Brúðhjón-
in voru þau Sigurður H. Eiríks-
son (Kristjánssonar, kaupnianns
á Akureyri) og Auður Ingvars-
dóttir (Pálmasonar, skipstjóra í
Reykjavík). Hjónavígsluna fram
kvæmdi Dr. Haraldur Sigmar á
íslenzku en kona hans söng ís-
lenzkan brúðkaupssálm. Við-
staddir voru nokkrir vinir ungu
hjónanna. — Þar á meðal fjórir
námsmenn að heiman: Pálmi
Ingvarsson, Einar Jóhannsson,
Árni Ólafsson og Tómas Tómas-
son. Pálmi, bróðir brúðarinnar,
leiddi hana inn að altari, og að-
stoðaði. — Allir komust í ís-
lenzka stemning, þegar frú Sig-
mar spilaði og söng Ó, guð vors
lands, á eftir — og tóku undir. —
17. júní var líka í nánd!
E i n 1 æ g a r hamingjuóskir
fylgdu þessum fríðu og aðlað-
andi brúðhjónum á braut. Heim-
ili 'þeirra verður í Napa, Cali-
fornia, þar sem Sigurður hefir
verið búsettur undanfarið — og
er við skrifstofustörf hjá verzl-
unarfyrirtæki.
Brúðurin kom til Ameríku í
maí s.l. og dvaldi hér í borg-
inni hjá Mr. og Mrs. M. Sullivan.
Mrs. Sullivan er Emily dóttir A.
S. Bardal í Wpg.
Það var líkast „Jónsmessu-
draum“ þegar þau kvöddu —
hann svo öruggur og brosandi
— hún með gullbjarta hárið og
fangið fullt af American Beauty
rósum. — Fagrar erfðir og fagr-
ar vonir. — Guð blessi framtíð
þeirra.
Seattle, 24. júní, 1950.
Vinsamlegast,
Jakobína Johnson
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 776 Victor Street. Sími
29017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h.
☆
— Argyle Preslakall —
Sunnudaginn 2. júlí
Baldur kl. 11 f. h.
(íslenzk messa)
Brú kl. 2 e. h.
(Ferming — ensk messa).
Glenboro kl. 7 e. h.
(íslenzk messa).
Séra Eric H. Sigmar
nutu gistivináttu hennar um
þingtímann.
☆
Mr. P. O. Einarsson kaupmað-
ur á Oak Point, var staddur í
borginni seinnipart fyrri viku.
Stakk sér fró borði
og bjargaði
félaga sínum
Hlýtur afreksverðlaunin í dag
Adólf Magnússon stýrimaður
á vélbátum Mugg frá Vestmanna
eyjum, verður sá, er hlýtur í dag
verðlaun fyrir frækilegasta
björgunarafrek' ársins, en það er
venja að veita slík verðlaun á
sjómannadaginn ár hvert.
Vélbáturinn Muggur var 4.
október síðast liðinn að veiðum
10 sjómílur suður af Grindavík,
og var verið að draga inn rek
net. Vildi þá svo til, að mat-
sveinninn, Árni Pálsson féll fyr-
ir borð. Var reynt að ná til hans
með krókstjaka og línu, en er
það tókst ekki, varpaði Adólf
sér fyrir borð og bjargaði þann-
ig manninum.
Afreksverðlaunin eru bikar,
sem Félag íslenzkra botnvörpu-
skipaeigenda gefur.
Embæffismenn
kirkjufélagsins
Á nýafstöðnu ársþingi hins
evangeliska lúterska kirkjufé-
lags íslendinga í Vesturheimi,
sem haldið var í Riverton, voru
eftirgreindir menn kosnir í em-
bætti:
Séra Egill H. Fáfnis, forseti
Séra Valdimar J. Eylands, vara-
forseti
Séra B. A. Bjarnason, skrifari
Njáll Bardal, féhirðir.
F r amkvæmdanef nd:
Séra E. H. Fáfnis
Séra B. A. Bjarnason
Njáll Bardal
Séra Sigurður Ólafsson
O. S. Bjerring
Árni Jóhannson
Séra Eric H. Sigmar.
Trúboðsnefnd:
Trúboðsnefnd:
Séra Valdimar J. Eylands,
Dr. R. Marteinsson,
J. J. Bíldfell,
J. E. Pétursson,
Séra Bjarni A. Bjarnason.
Frú Sigríður Þormar, sem
dvalið hefir nálega ævilangt hér
um slóðir, fór suður til Moun-
tain, N. Dak. á föstudaginn var
og dvelst þar eitthvað um viku-
tíma; þaðan fer hún svo austur
til New York, og ráðgerði að
sigla til íslands í lok næstkom-
andi ágústmánaðar. Lögberg
árnar henni góðs brautargengis.
Herbergi til leigu að 639Vfe
Langside Street.
—Vísir, 27. maí
ORUSTAN Á HÁLOGALANDI
gamanleikur í 3 þáttum
verður sýndur af leikflokk Geysir-byggðar
Riverton, föstudaginn 30. júní
Árborg, miðvikudaginn 5. júlí
Gimli. föstudaginn 7. júlí
Leiksýningar byrja stundvíslega kl. 9 e. h. — Inn-
gangur fyrir fullorðna 75c. og börn innan 14 ára 30c.
„NÚTÍMALEIKUR Á NÚTÍMA MÁLI“
Kaupið
þennan
stóra
25c
PAKKA
AF
VINDL-
INGA
TÓBAKI
vegna
gæða
II.
LOTS of
HOT WATER
IN THE
GENERAL ELECTRIC
Aulomalic Storage Tank
Water Heater
$129.50
Tank guaranteed for 10 years.
ON TERMS
piumbíng and wiring $13.00 down — $2.33 monthly
extra if required.
• Dependable Thermostatic control for accurately maintained
constant temperature.
• Steel-encased, efficient “Fiberglas” Insulation.
• Magnesium protected, heavy galvanized steel tank.
• G-E Calrod Immersion type heating units.
• Cold water inlet at the top of tank for easy installation.
CITY HYDRO
Portage and Kennedy Phone 848 131
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVIK
Get Set NOW With Cool Clothes!
AU-Wool 'J'vafiicaU.
Tops for Comfort ond Appcoronce!
Make that cool decision now—and change to crisp, smart
clothes and enjoy the Summer’s Heat! Cool wool, nature’s
insulation against old Sol’s blazing rays, is used in the
tailoring of these fine “Tropicals”. Single and double
breasted styles in models for men and young men.
Fittings for regulars, talls, shorts and stouts. Cool, plain
shades of brown, blue-grey or blue. Sizes collectively 36
to 46. Thrifty men will acclaim
this low price as a first-rate value. ^ . 5
Two-piece suit ... & w
Men’s Clothing Section,
The Hargrave Shops For Men, Main Floor.
T. EATON
WINNIPEG CANADA
MAKE ACCIP6NTSRARE?
Akandi og gangandi . . . gcfið þið unnið að því að gera
MANITOBA LAUST VIÐ SLYS MEÐ IÐKUN
GÆTNI - VARÚÐAR OG KURTEISI!
Gætið hraðans,
láiið öryggis vegna eigi
fara yfir það hámark,
sem leyfilegl er. Farið
nákvæmlega eflir um-
ferðareglum. Akið var-
lega framhjá skólum og
börnum, sem kunna að
vera á veginum. Akið
örugglega og þér verðið
langlííari.
Skygnisí iil beggja
hliða áður en þér akið yfir
stræti. Sé um umferðarljós að
ræða, þá fylgið þeim nákvæm
lega. Varist að stíga út úr bíl
milli bíla á bílasiæðinu. Og
munið að ganga vinstra meg-
in á akveginum, og þá sjáið
þér betur til þeirra bíla, sem
eru að koma.
WALIÍI MC
mm
:í
YOUR NCXT M9STAKC .. .
MAV
BE YOUR LAST !
This message published in the pubiic interest by the
SAFETV DIVISION, TAXATION BRANCH, PROVÍNCE OF MANITOBA