Lögberg - 14.09.1950, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. SEPTEMBER, 1950
Minningarhátíð Jóns biskups Arasonar að Hólum:
Kirkjuturninn á að minna ísl.
á skyldurnar við ættjörðina
Hólar aftur bústaður kirkjulegra leiðtoga. —
Þátlaskipti í sögu staðarins á ný.
Baðaður í sólskini breiddi Skagafjörður faðminn móti gestum
sínum og heimamönnum síðastliðinn sunnudag, er haldið var
„heim til Hóla“ eins og Skagfirðingar orða það. Minningarhátíð
Jóns biskups Arasonar fór fram að Hólum þann dag með miklum
glæsibrag, enda var í hvívetna vandað hið bezta til samkomunnar.
Það er jafnan vel þegið þegar ------------------
upp styttir eftir langvarandi
rigningu á miðjum slætti. Slíkir
dagar eru heilladagar í íslenzkri
sveit. Þannig var það í Skaga-
firði síðastliðinn sunnudag, dag-
inn sem minningarhátíð Jóns
biskups Arasonar fór fram að
Hólum. Hafi góðir vættir ein-
hvern tíma vakað yfir hinu fagra
héraði hafa þær gert það þenn-
an dag og mörgum af þeim
hundruðum Skagfirðinga, sem
riðu heim til Hóla í sólskininu
um hið fagra hérað, fannst eins
og guðleg forsjá, hefði séð þeim
fyrir þessu veðri á hátíðlegri
stund.
Sumum finnst það kannske
hjátrú, en mörgum fannst andi
hins stórbrotna mikilmennis
svifi yfir Héraðsvötnunum og
hinum fögru byggðum þennan
dag. Og engin hjátrú er það að
ætla, að fyrir bænarstað hins
bænheita biskups hafi Skaga-
fjörður tjaldað sínu fegursta
skarti á þessum tyllidegi.
Riðið heim til Hóla.
Frá því snemma morguns lá
straumurinn til Hóla, úr öllum
greiðfærum áttum. Heim til
Hóla héldu Skagfirðingar hundr
uðum saman hvaðanæfa af land-
inu, og margir gestir gistu hér-
aðið þennan dag. Óvenjulegur
fjöldi hesta var á ferð á öllum
götum heim til Hóla, og svo til
stanzlaus straumur hinna nýju
vélfláka brunuðu yfir brýr stór
fljótanna, sem þróttmiklir gæð-
ingar hafa brúað í þúsund ár.
En Skagafjörður er þrátt fyrir
bílaöldina enn í dag hesta- og
og hestamannahérað. Það ber
honum líka að vera.
Hólar í viðhafnarbúningi.
Heima á Hólum stendur mikið
til. Þetta glæsilega höfuðból,
sem ber vott um óvenjulega
snyrtimennsku og reglusemi, er
þó jafnvel venju fremur við
hafnarbúið í dag.
Heim að Hólum liggur langur
og beinn vegur. Síðasti áfangi
leiðarinnar verður mönnum eft-
irminnilegur, því á heimleiðinni
með Hóla fyrir framan sig hafa
menn tíma til að komast í snert-
ingu við söguna, sem lifir í hug-
um fólksins í landinu og verður
bráðlifandi á heimreiðinni til
Hóla.
Við veginn heifn að staðnum,
eru tvö viðhafnarhlið með nokk-
uð löngu millibili. Þau eru ó-
venjuleg og smekkleg. Yfir hlið-
ið við brúna er strengdur dúkur,
þar sem á er letrað! 400 ára
minningarhátíð Jóns biskups
Arasonar. En á það, sem nær er
staðnum, er letrað! Velkomin
heim lil Hóla. Hlýleg kveðja til
þeirra, sem gista Hólastað þenn-
an viðhafnardag.
Vegvísirinn upp úr
fánaborginni.
Heima á staðnum er mikil
fánaborg. En ofar öllu gnæfir þó
minningarturninn, sem á ókomn
um öldum á að bera kynslóðum
vitni um afrek Jóns biskups
Arasonar og sona hans. Hann er
tákn þess fórnarvilja og þeirrar
trúmennsku sem íslenzka þjóð-
in þarf nú mest á að halda. Hann
vísar þjóðinni heim að Hólum og
leiðina til að vera góður íslend-
ingur.
Klukkur fornrar kirkju
iringja.
Þegar klukkur frægustu kirkj
unnar á Islandi, dómkirkjunnar
á Hólum, hringdu inn hátíðina,
nákvæmlega klukkan hálftvö,
var orðið mannmargt undir
kirkjuveggjunum. Klukkna-
hljómurinn bergmálaði vel um
staðinn, og meðan á honum stóð
fannst mönnum, að Hólar væru
aftur orðnir miðstöð kristninn-
ar og kirkjunnar í Norðurlandi.
Ef til vill hefir það verið fyrir-
boði þeirrar óvæntu frétta, er
forsætisráðherrann færði mönn-
um síðar um daginn.
Þegar tónar kirkjuklukkunn-
ar dóu út var samkomugestum
tilkynnt, að allir ættu að ganga
í skrúðgöngu til kirkju, frá
gamla bænum. Söfnuðust sam-
komugestir því þar saman. Síð-
an var lagt af stað í kirkjugöng-
una þaðan. Fór hún vel og skipu
lega fram og var hin hátíðleg-
asta.
Fremstir gengu biskup lands-
ins, Sigurgeir Sigurðsson, og for
sætisráðherra, Steingrímur
Steinþórsson, sem jafnframt er
þingmaður Skagfirðinga, eins og
kunnugt er. Næstir gengu vígslu
biskuparnir tveir, séra Bjarni
Jónsson, að sunnan og séra Jón-
as Rafnar að norðan. Þar næst
komu í göngunni þrjátíu hempu-
klæddir prestar, þá Bjarni Bene-
diktsson, utanríkisráðherra, og
sendiherra Norðmanna á íslandi,
Thorsten Anderson-Rysst. Var
mönnum mikið fagnaðarefni að
sjá hann heima að Hólum við
þetta tækifæri. Ánægjulegt að
fulltrúar þeirrar þjóðar, sem Is-
lendingar elska mest og virða
og eru enda skyldastir, skyldi
taka þátt í hátíð þjóðarinnar
þennan dag.
Þá komu svo Hólamenn og
loks almennir hátíðargestir,
sem skiptu þúsundum.
Minnismerkið 27 metra
hár turn.
Guðsþjónusta í Hólakirkju
hófst með praeludium. Þá las
séra Bjarni Björnsson bæn í kór-
dyrum. Sigurgeir Sigurðsson
biskup þjónaði fyrir altari, séra
Guðbrandur Björnsson prófast-
ur las afhendingarbréf turns-
ins.
Rakti hann all-ýtarlega til-
drög þess að þetta mikla mann-
virki var reist. Kom fyrst fram
tillaga á sýslunefndarfundi í
Skagafjarðarsýslu árið 1938 um
það að reisa Jóni biskuþi Ara-
syni minnisvarða á 400 ára dán-
arafmæli hans 1950.
Fjársins var síðan aflað með
framlögum og merkjasölu, en
Sigurður Guðmundsson húsa-
meistari teiknaði turninn. Bygg-
ingarframkvæmdir hófust 1948
og er nú nýlega lokið yið að full-
gera bygginguna. Turninn er úr
steinsteypu 27 metra hár, og er
tengdur kirkjunni með lágum
steinvegg, svipuðum þeim sem
er umhverfis kirkjugarðinn.
Turninn stendur 10 metra frá
kirkjunni.
Prófasturinn lauk máli sínu
með að afhenda turninn. Hóla-
dómkirkju að gjöf og biskupi
Islands til varðveizlu.
Þeirra verður minnzt
meðan íslenzk hjörtu slá.
Biskup íslands, Sigurgeir Sig-
urðsson, flutti því næst ræðu.
Hann ræddi um Jón Arason
biskup og syni hans. Lagði á-
herzlu á heilindi þeirra og trú-
mennsku við trú sína og þjóð.
„Lífsfórn þeirra er einn áhrifa-
mesti atburður sögunnar og mun
svo verða meðan íslenzk hjörtu
slá“, mælti biskup.
Séra Jónas Rafnar vígslu-
biskup flutti því næst prédikun.
Hann ræddi einnig um Jón Ara-
son og syni hans. Ræddi hann
sérstaklega um það, hve afstaða
Jóns biskups var ákveðin gegn
erlenda valdinu. Taldi hann lík-
legt, að Jón hefði órað fyrir því,
er átti eftir að ske, þegar sjálf-
stæði íslenzkrar kirkju var brot-
ið á bak aftur af erlendu valdi.
Vígslubiskupinn lagði áherzlu á
það, að íslenzk kirkja í kaþólsk-
um sið og sjálfstæði landsins út
á við hefðu verið samtvinnað,
því íslenzka kirkjan hefði aldrei
komist undir hið gífurlega vald
páfans, eins og kaþólskar kirkj-
ur annarra þjóða.
Að lokinni prédikun þjónaði
séra Bjarni Jónsson vígslubisk-
up fyrir altari.
Góður söngkór.
Á milli ræðna og altarisþjón-
ustu í kirkjunni söng kirkjukór
Sauðárkróks sálma og þjóðsöng-
inn í lok kirkjuathafnarinnar
Var söngur kórsins framúrskar-
andi góður. Mátti ekki á milli
sjá, hvor aðilinn leysti verk sitt
betur af hendi, stjórnandinn Ey-
þór Stefánsson, sem stjórnaði
kórnum af mikilli tækni og
næmleik, eða söngfólkið, sem
fylgdi söngstjóra sínum svo vel
og nákvæmlega, að fá dæmi
munu vera.
Vígsla iurnsins.
Þegar kirkjuathöfninni var
lokið, héldu kirkjugestirnir út
að turni. Fóru biskuparnir, sem
allir voru í fullum skrúða, fyrir
að dyrum turnsins, en hinir
hempuklæddu prestar komu á
eftir. Mikill fólksfjöldi var allt-
af í kringum kirkjuna og fylgd-
ist með því sem fram fór í gegn-
um gjallarhorn, er komið hafði
verið fyrir utan á kirkjuveggn-
um turnmegin.
Athöfnin við turninn var stutt,
og gengu biskuparnir allir spöl-
korn frá turninum og vígðu
hann.
Lúðrasveit Akureyrar undir
stjórn Jakobs Tryggvasonar lék
milli atriða og síðan á útisam-
komunni. Leysti hún einnig hlut
verk sitt vel af hendi.
Erindi Magnúsar
prófessors.
Magnús Jónsson prófessor
flutti síðan í kirkju langt er-
indi um Jón biskup Arason og
samtíð hans. Var erindi hans
fróðlegt og skemmtilegt. Rakti
hann hina viðburðaríku sögu
Jóns í stórum dráttum og kom
fram með ýmsar skemmtilegar
og nýstárlegar tilgátur í sam-
bandi við þjóðsögur þær, er lif-
að hafa á vörum alþýðunnar í
landinu um Jón biskup Arason,
einn stórbrotnasta mann, sem
fæðst hefir á íslandi. Prófessor-
inn benti á hina hörðu baráttu
er biskupinn átti við Dani. Var
það ekki einungis kirkjuhöfð-
inginn, sem þar var að verki,
heldur líka og miklu fremur
íslendingurinn.
Ræða forsætisráðherra.
Þessu næst hófst útisamkoma
við kirkjuna. Flutti þar fyrstur
ræðu Steingrímur Steinþórsson
forsætisráðherra. Hann sagðist
ekki ætla að rekja sögu Jóns
Arasonar meira en gert hefði
verið þá um daginn. Hann væri
hetja í hugum allra íslendinga
dæmdur af erlendum mönnum
gegn íslenzkum lögum, og hetju-
dáð hans ætti að vera þjóðinni
ævarandi hvatning.
Forsætisráðherra rakti síðan
sögu Hóla og skýrði frá því
hvernig þeir hefðu orðið and-
legt höfuðból og höfuðstaður
Norðlendinga, en hrakað síðan
og komizt í hina mestu niður-
lægingu nokkru fyrir síðustu
aldamót.
Tvö þúsund manns í Borgar-
virki á sunnudaginn var
Hátíðleg athöfn á hinum þúsund
ára gömlu skálarústum
Um tvö þúsund manns voru
í Borgarvirki á sunnudag-
inn, er þar fór fram vígslu-
hátíð í tilefni af því, að
endurreistar höfðu verið
þær hleðslur þessa forna
mannvirkis, er gengið höfðu
úr skorðum. Var veður gott,
en gengu þó skúraleiðingar
sitt á hvað með fjöllunum
í kring.
Fyrir helgina hafði veður ver-
ið kalt og suddasamt — sífelld
norðanátt með þokubrælu og
kalsa. Var enn slíkt veður
nyrðra á laugardagskvöldið, er
fyrstu samkomugestirnir komu
að virkinu. Leituðu margir, er
höfðu ætlað að gista þar í tjöld-
um til Blönduóss eða Reykja-
Dánarfregn
Mrs. Kristín Hafliðadóttir Jó-
hannsson andaðist að heimili
Jóhönnu dóttur sinnar og tengda
sonar síns Kristinns Walterson í
Geralton, Ont., þann 29. ágúst,
árdegis, 95 ára og 7 mánaða að
aldri. Hún var fædd 25. jan. 1855
að Kothóli í Álftaneshreppi í
Mýrasýslu. Foreldrar hennar
voru Hafliði Sigurðsson og Guð-
rún Halldórsdóttir. Hún fóstrað-
ist upp á Grímsstöðum í Mýra-
sýslu hjá Níelsi bónda Eyjólfs-
syni og konu hans Sigríði Sveins
dóttur og dvaldi þar unz hún var
23 ára að aldri. Vestur um haf
fluttist hún fyrir 60 árum síðan.
Hún giftist Jóhanni Jóhanns-
syni, sem nú er látin fyrir rúm-
um 7 árum síðan. Einkabarn
hennar er Jóhanna, Mrs. Krist-
inn Walterson, í Geralton, Ont.
Hjá dóttur sinni og manni henn-
ar dvaldi hún síðustu 7 æviárin
og naut fágætrar umönnunar af
þeirra hálfu, og á heimili þeirra
andaðist hún, sem fyr er getið.
Kristín var þrekmikil íslenzk
kona, er var helgum skyldum
lífsins trú, og ávann sér hylli
og tiltrú samferðarfólks síns.
Þar til fyrir nokkrum mánuð-
um síðan naut hún sæmilegrar
heilsu, og bar háan aldur sinn
óvenjulega vel. Dóttir hennar og
tengdasonur, ásamt sumum
börnum þeirra, fluttu lík henn-
ar til Selkirk til greftrunar, en
þar hafði hún lengi átt heima.
Var hún kvödd í Langrills út-
fararstofu þann 31. ágúst, og
lögð til hinztu hvíldar í grafreit
Lúterska safnaðarins. Auk dótt-
ur hennar og manns hennar
syrgja hana 6 barnabörn og 6
barnabarnabörn, auk frændfólks
og margra vina frá hjáliðnum
árum.
S. Ólafsson
Höfuðból í nýjum sið.
Þá hefðu Skagfirðingar tekið
í taumana og endurreist Hóla
og aðrir hefðu brátt komið til
hjálpar. Hann sagði síðan frá
því, hvernig Hólar hefðu aftur
orðið að höfuðbóli ræktunar og
búvísinda og gat um hið mikils-
verða brautryðjendastarf Jósefs
Björnssonar.
Ráðherra bar samkomunni
kveðjur Hermanns Jónassonar,
kirkjumálaráðherra, sem ætlaði
að vera á Hólum, en kom því
ekki við sökum þess, að hann
situr nú þing Evrópuráðsins í
Strassbourg.
. Steingrímur Steinþórsson
lýsti yfir því í ræðu sinni, að
ráðuneytið hefði ákveðið, að
endurreisn Hóla skyldi haldið
áfram og Hólar á ný verða
aðsetursstaður prestvígðra
manna. Sagði hann samkomu-
gestum þær góðu fréttir, að
sóknarprestur myndi fram
vegis búa að Hólum og myndi
presturinn flytja frá Vatns
leysu til Hóla við fyrstu hent-
ugleika. — Dundi við ákaft
lófaklapp er ráðherra hafði
þetta mælt.
Forsætisráðherrann lauk máli
sínu með því að þakka Skag-
firðingum fyrir ræktarsemina
við Hólastað.
Að lokinni ræðu forsætisráð-
herra flutti Sigurður Sigurðsson
sýslumaður minni Skagafjarðar,
en auk þess voru ávörp og upp-
lestur áður en samkomunni
lauk.
—TIMINN, 15. ágúst
skóla. En snemma á sunnudags-
morguninn lygndi og hélzt gott
veður allan daginn.
Meginhluti samkomugestanna
var eins og að líkur lætur úr
Húnavatnssýslum, en einnig
kom fjöldi fólks úr Reykjavík,
og allmargt manna var úr Borg-
arfirði og fáeinir úr Dölum og
víðar að.
Hálíðasvæðið.
Eins og kunnugt er, er Borg-
arvirki klettaborg mikil milli
Vesturhópsvatns, Víðidalsár og
Hóps. Er dálítil skeifumynduð
hvilft sunnan í borgina, eru í
henni fornar skálarústir frá
þeim tímum, er virkið hefir ver-
ið gert. Hafði ræðustóll verið
reistur undir klettaþilinu, er
myndar skeifuna, rétt ofan við
skálarústirnar. En samkomu-
gestirnir sátu á víð um hvilft-
ina á steinum, stöllum og gras-
tóm.
Samkoman seit
Samkoman hófst með því, að
Lúðrasveit Reykjavíkur undir
stjórn Karls O. Runólfssonar
tónskálds lék nokkur lög. Síðan
setti Halldór Sigurðsson frá
Þverá, er einnig stýrði dag-
skránni, hátíðina með stuttri
ræðu. Lúðrasveitin lék einnig á
milli ræðna, og meðal þess, sem
hún lék, var nýtt lag eftir Karl
O. Runólfsson við kvæði Páls
læknis Kolka, Húnabyggð.
Minjar frá landnámsöld
Þegar samkoman hafði verið
sett, flutti Friðrik Ásmundsson
Brekkan rithöfundur ræðu.
Ræddi hann um minjar þær frá
fornri tíð, er þarna gætu að líta,
sagnir þær, sem tengdar væru
við Borgarvirki, og getgátur, er
fram hefðu komið um uppruna
þess. Taldi hann líklegast, að
það hefði verið reist þegar á
landnámsöld til landvarnar, ef
víkinga bæri að af sjó, líkt og
siður var fyrr í Noregi. Þótti
honum sennilegt, að virkið hefði
verið sameign þeirra, er byggðu
nálægar sveitir, einkum Vest-
hóp og Víðidal.
Ræða formanns Húnvetninga-
félagsins
Þá tók til máls Hannes Jóns-
son, formaður Húnvetningafé-
lagsins. Þakkaði hann þeim
mönnum, er átt hafa hlut að
því, að Borgarvirki var endur-
reist, og óskaði þess, að það
mætti standa enn um aldir í
sinni upphaflegu mynd sem ó-
brotgjarn minnisvarði um íbúa
héraðsins á fyrri öldum. Fól
hann það héraðsbúum í hendur
til varðveizlu.
Ræða Nordals
Næsti ræðumaður var Sigurð-
ur Nordal prófessor.
Hann hóf mál sitt á því, að
mönnum væri gjarnt til þess að
draga það fram, er þeir gætu
fundið sínu héraði til ágætis. Ég
er Húnvetningur, sagði hann, og
mér þykir vænna um Húna-
vatnssýslu en önnur héruð. Og
mig langar til þess að lofa þetta
hérað dálítið fyrst ég er hingað
kominn.
Hann sagði, að Húnavatns-
þing flíkaði að vísu ekki ágæti
sínu svo mjög. Nefndi hann til
dæmis Vatnsdalinn, er fæstir
langferðamenn, er færu um hér-
aðið, fengju rétta hugmynd um.
Síðan gat hann nafnkenndra
staða: Breiðabólstaðar, þar sem
Vígslóði var skráður Víðidals-
tungu, þar sem bjó Jón Há-
konarson, er lét skrá Flateyjar-
bók og Vatnshyrnu Þingeyra,
þar sem fyrrum var munka-
klaustur og menntasetur, Gríms-
tungu og Haukagils, þar sem
Hallfreður vandræðaskáld, er
Ólafur konungur helgi leyfði ein
um manna að flytja sér drótt-
kvæði með heiðnum háttum,
fæddist og óx á legg, og Hofs á
Skagaströnd, en þaðan kom hinn
mikli þjóðsagnasafnari Jón
Árnason. Um Þingeyrar gat
Nordal þess, að rit Snorra
Sturlusonar og Njála hefðu al-
drei orðið til, ef Þingeyrarmunk
ar hefðu ekki verið búnir að
ryðja brautina með sagnalist
sinni.
Þá sagði Nordal frá því, að
einu sinni hefði hann komið
norður með fimm enska háskóla
pilta. Það var undrunarsvipur
á fólkinu, er hann staðnæmdist
í Miðfirðinum. En hvað var ekki
að sjá? Hér er Melur, hér bjó
Kormákur. Hér er Bjarg, þar
sem Grettir ólst upp. Hér eru
Reykir, hér bjó Skeggi. Hvar á
Islandi ætti fremur að staðnæm-
ast en í Húnaþingi, þar sem einn
sjötti hluti allra Islendingasagna
gerist, sagði Nordal.
Að síðustu vék Nordal að því,
að Húnvetningar hefðu löngum
þótt miklir einstaklingshyggju-
menn. Þeir hefðu þótt góðir fyr-
ir sinn hatt. Hann sagðist vona,
að þeir yrðu það áfram. En þeir
yrðu líka að kunna að skipa sér
saman og hugsa sér þetta hér
að sem eina heild. Sér leiddist
alltaf að fara yfir Gljúfurá, er
klyfi það í tvær sýslur.
Ávörp og kvæði
Þegar Nordal hafði lokið ræðu
sinni, fluttu kvæði Skúli Guð-
mundsson alþingismaður, séra
Sigurður Norland og Björn G.
Björnsson á Hvammstanga, en
Baldur Pálmason las kvæði eft-
ir Kristínu Björnsdóttur frá
Gauksmýri. Ávarp flutti Guð-
brandur Isberg sýslumaður og
Ragnar Jónasson flutti kveðju
frá Húnvetningafélaginu á
Siglufirði. Karlakór úr Vestur-
Húnavatnssýslu söng undir
stjórn séra Jóhanns Briem a
Melstað.
Um kvöldið var síðan dansað
á pálli, er gerður hafði verið
niðri í hallanum suðvestur und-
ir virkinu.
TÍMINN, 26. júlí
Kaupið
þennan
stóra
25c
PAKKA
AF
VINDL-
INGA
TÓBAKI
vegna
gæða
OGOFW'.t