Lögberg - 22.03.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374
u^e
CVca^eT
ndereTS
lA^n y'O'P- *** A Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21 374
A U«^e
n««(lí2ssss^
* ST *
A Complete
Cleaning
fnstitutior
64. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 22. MARZ, 1951
NÚMER 12
Gullbrúðkaupsafmæli
Þann 1. apríl næstkomandi
eiga þau mætu og góðkunnu
hjón Jakob og Dagbjört Vopn-
fjörð í Blaine, Washington, 50
ára hjúskaparafmæli. 1 tilefni af
þessum merkistímamótum í ævi
þeirra, efna börn þeirra hjóna
til mannfagnaðar („open house“)
á heimili þeirra á sjálfan gull-
brúðkaupsdaginn, og bjóða
þangað öllum ættmennum
þeirra og vinum, sem eiga þess
kost að sækja þau heim þann
dag.
Jakob Vopnfjörð, er, eins og
nafnið bendir til, Austfirðingur
að ætt og uppruna. Hann er
einnig atorkumaður svo sem
hann á kyn til, hygginn vel og
hagsýnn, fastur í lund og frænd-
rækinn, eins og greinarhöfund-
ur getur borið um af eigin raun.
Jakob fluttist vestur um haf
til Canada aldamótaárið og sett-
ist að í Víðinesbyggðinni (Húsa-
vík) í Nýja-íslandi. Þar í byggð
voru þau Dagbjört gift af séra
Rúnólfi Marteinsson þ. 1. apríl
1901. En þriggja ára að aldri
hafði Dagbjört komið vestur um
haf með foreldrum sínum, Elíasi
og Ólöfu Kernested, árið 1881
eða um það leyti. Nam Elías
land við Húsavík og nefndi bæ
sinn Laufás. Dagbjört er prýðis-
vel gefin myndarkona og bók-
hneigð langt fram yfir það, sem
almennt gerist.
Þau Jakob og Dagbjört bjuggu
um skeið á Gimli, en fluttu síð-
an til Winnipeg árið 1909 eða
um það bil. Keypti Jakob þar
uijólkurbú, sem hann rak með
miklum dugnaði þangað til
stuttu áður en þau fluttu vest-
ur að hafi fyrir rúmum tuttugu
árum, og hafa þau lengstum átt
heima í Blaine.
Þau Jakob og Dagbjört hafa
eignast sex mannvænleg börn,
°g eru þau þessi: Axel, kennari
1 Winnipeg; Ása (Mrs. Jónas
Thorsteinsson, Point Roberts,
Washington; Davíð, Victoria,
B.C.; Victor (dó í húsbruna
1922); Ólöf (Mrs. Ben Salter),
Bellingham, Washington; og
Walter, Point Roberts.
Gestrisin eru þau Jakob og
Dagbjört og skemmtileg heim
að sækja, félagslynd og hafa
tekið góðan þátt í íslenzkum fé-
lagsskap, bæði kirkju- og þjóð-
ræknismálum; eru þau og vin-
söel að sama skapi. Vafalaust
munu því margir úr hópi þeirra
og nágranna leggja leið sína
heim til þeirra gullbrúðkaups-
daginn og votta þeim með þeim
hætti þakklæti, virðingu sína og
vinarhug. En frændur og vinir
í fjarlægð munu einnig minnast
þeirra með hlýjum kveðjum og
óskum. Sá frændi gullbrúðgum-
ans, sem þessar línur ritar, tek'
ur eindregið í sama streng, og
árnar þeim hjónum, með þakk-
látum huga, framhaldandi gæfu
og gengis í sem ríkustum mæli
og sem lengstra lífdaga.
Richard Beck
Yfir 60.000 manns í
Reykjavík 1. des. s.l.
Þar af 56.037 bæjarbúar
Eins og menn muna fór alls-
herjar manntal fram hér á
landi 1. des. síðastliðinn.
Hljómleikahátíðin mikla og
háskólastóllinn
Mælist- illa fyrir
Sú ráðstöfun sambandsstjórn-
ar, sparnaðarráðstöfun, að því
er látið er í veðri vaka, að bera
út bréf í borgum þessa lands
aðeins einu sinni á dag, mælist
vægast sagt, fremur illa fyrir,
eigi aðeins meðal almennings,
heldur og meðal bréfberanna
sjálfra, er kröftuglega mótmæla
þessari nýju ráðabreytni; og víst
er um það, að tiltæki þetta veld-
ur margs konar óþægindum í
viðskiptalífinu.
Engar niðurstöðutölur liggja
fyrir enn, nema að því er Reykja
vík snertir. Er ekki enn farið
að vinna úr skýrslunum utan af
landi, en að vinna úr manntals-
skýrslunum öllum er mikið
verk.
Fyrir liggur þó bráðabirgða-
niðurstaða manntalsins í Reykja
vík, en tekið skal fram, að eftir-
farandi tölur geta breytzt eitt-
hvað, er farið verður að vinna
úr skýrslunum. Mun það þó vart
skakka miklu.
í bænum reyndust vera 1. des-
ember síðastliðinn 60.106 manns,
þar af fjarverandi — en taldir
með — 3.223, og hér staddir, en
eiga lögheimili annars staðar,
4069. Voru því þeir, sem töldust
bæjarbúar 56.037.
Við manntalið 1949 voru í
bænum 56.502 manns að með-
töldum 1800, sem áttu lögheimili
annars staðar, eða 54.107 sem
töldust bæjarbúar.
—VÍSIR, 10. febr.
Umfangsmikið
verkfall
í borginni Barcelona á Spáni
hefir staðið yfir undanfarandi
hálfa aðra viku verkfall, hið
lang umfangsmesta í sögu
s p æ n s k u þjóðarinnar síðan
Franco lagði undir sig landið,
sællar minningar. Um þrjú
hundruð þúsundir manna tóku
þátt í verkfallinu, sem byggt var
a kröfu um hækkað kaup vegna
hinnar sívaxandi dýrtíðar. —
Franco einvaldsherra svaraði
hröfum verkfallsmanna með
því„ að senda til Barcelona her-
hð mikið bæði frá Madrid og
ýmissum öðrum borgum, til að
sýna verkamönnum í tvo heim-
ana.
Hafnarbætur yið
Winnipegvatn
Að því er ráða má af nýlegri
fjárhagsáætlun sambandsstjórn'
ar til opinberra mannvirkja á
næsta fjárhagsári, nemur fjár-
veiting til hafnarbóta að Hnaus-
um $28.000, en í Mikley $26.000.
Þá er og áætluð $65.000 fjárveit-
ing til Gimli til aðgerða við
bryggjur og öryggis gegn þeirri
hættu, sem af hækkun Winni-
pegvatni getur stafað.
Löngu áður en málið um
stofnun kenslustóls í íslenzkri
tungu og íslenzkum bókmentum
við Manitobaháskólann komst á
þann rekspöl, sem nú er raun á,
höfðu íslendingar átt því láni
að fagna, að eiga sér vinveitta
áhrifamenn í forsæti stofnunar-
innar, er kynt höfðu sér gildi ís-
lenzkrar bókménningar og tekið
við hana ástfóstri; nægir í því
efni, að vitna í þá Dr. Smith og
Dr. Trueman, er báðir höfðu
heitið framgangi málsins lið-
sinni; og nú hafa þeir eigi alls
fyrir löngu eignast enn einn góð-
an hauk í horni, þar sem núver-
andi forseti, Dr. Gillson á í hlut,
mikill menningarfrömuður og
glöggskygn á norræn menning-
arverðmæti; það er þar af leið
andi öllum unnendum íslenzkr-
ar menningar óblandið fagnað
arefni, að hann nú verði maður
inn, er beri fram til sigurs okk-
ar mesta menningarmál, en eins
og þegar hefir verið skýrt frá,
gerir hann yfirlýsingu varðandi
framvindu málsins á Markan—
Sigurdson hljómleikahátíðinni
sem fram fer í Playhouse
Theatre hér í borg á föstudags-
kvöldið þann 30. yfirstandandi
Vistfólki ó Grund
boðið í
Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhússtjóri bauð vist-
fólki elli- og hjúkrunarheimilis-
ins Grundar í Þjóðleikhúsið á
laugardagskvöldið til þess að
sjá Nýársnóttina. Þekktust um
fimmtíu vistmenn þetta boð og
höfðu þeir hina mestu ánægju
af leikhúsförinni. Meðal þeirra
var t. d. ein kona, sem ekki
hafði séð Nýársnóttina í 42 ár,
en fæstir höfðu nokkru sinni
komið í Þjóðleikhúsi(5.
Tíminn hefir verið beðinn að
flytja Þjóðleikhúsinu þakkir
fyrir boðið og starfsfólki þess
fyrir einstaka lipurð við hina
öldruðu gesti. TÍMINN, 8. febr.
Lýðræðisherjirnir leysa Seoul
úr ónauð
Afskoplegir
blindbyljir
í vikunni, sem leið, geisuðu
yfir Vesturlandið einir þeir hat-
ramlegustu blindbyljir, er sög-
Ur fara af, bæði vegna vindhæð
ar °g fannkyngis. British Col-
umbia fór ekki varhluta af þess-
um hamförum náttúruaflanna,
þó mest kvæði af fárviðrinu í
Alberta og Saskatchewan, þar,
sem níu manns urðu úti; járn-
rautarlestir flestar hverjar,
v°iu langt á eftir áætlun og
ugsamgöngur urðu mjög á
rmgulreið. Manitoba hefir slopp
i furðu vel við hina fáránlegu
riðarbylji, þótt það hafi að vísu
e ki blásið blíðlega um kinn síð-
ustu þrjá eða fjóra daga.
Sérstæður maður
lótinn
Síðastliðinn laugardag lézt hér
í borginni Dr. H. M. Speechly,
84 ára að aldri, gagnmerkur
maður og sérstæður um margt;
hann var fæddur á Indlandi 1.
nóvember 1866, en hlaut aðal-
mentun sína á Englandi, lauk
þar læknaprófi og stundaði
lækningar að Parkgate í ná-
munda við Birkenhead, en flutt-
ist til Canada árið 1901. Hann
var maður óvenju fjölhæfur, tók
mikinn þátt í opinberum mál
um, kirkjumálum og listfræði
legri starfsemi; hann annaðist
lengi um líkskoðun fyrir hönd
Manitobastjórnar, og varð þjóð
kunnur maður vegna herferða
sinna gegn mývarginum.
Þann 15. þ. m., gerðust þau
tíðindi á vettvangi Kóreustríðs-
ins, að fylkingar sameinuðu
þjóðanna náðu Seoul, hinni
fornu höfuðborg Suður-Kóreu á
vald sitt; höfðu liðssveitir
Kommúnista að mestu flúið úr
borginni, að undanskildum til-
tölulega fáum skáeruliðum, er
enn voru þar á sveimi. Seoul
taldi áður en innrásin hófst, um
hálfa aðra miljón íbúa, en nú
voru þar eftir einungis eitthvað
um tvö hundruð þúsundir, flest
börn og gamalmenni; er borgin
nú ekki nema svipur hjá sjón
og í raun og veru öll flakandi í
sárum; fögnuður mikill fylti
hugi hinna aðþrengdu borgar-
búa,er það varð þeim ljóst, að
það væru lýðræðisherjirnir, sem
komnir væru til að leysa þá úr
ánauð.
Á mið-vestur vígstöðvunum
hefir herjum hinna sameinuðu
þjóða miðað svo ört áfram, að
þeir eru nú í ýmissum tilfellum
aðeins liðugar átta mílur sunn-
an við 38. breiddarbaug.
MacArthur yfirhershöfðingi
flaug til vígstöðvanna í lok fyrri
viku og kvaðst fyllilega ánægð-
ur með viðhorfið eins og því nú
væri háttað.
Óúnægja vegna
uppbótargreiðslu
Sambandsstjórn hefir ákveðið
að verja 65 miljónum dollara til
uppbótargreiðslu bændum til
handa vegna þess hve verð það
er þeir fengu fyrir hveiti sam-
kvæmt hveitisamningunum við
Breta var laðgra en verðið
heimsmarkaðinum; þetta nem-
ur líklega 8 centum á mæli;
hveitisamlögin telja þessa upp
bót óhæfilega lága, og margir
bændur eru ekki sem ánægðast-
ir með niðurstöðuna, þó að litl-
ar líkur séu á að nokkru verði
um þokað um ráðstöfun stjórn
arinnar í þessu efni.
Foringjar stjórnarandstöðunn-
ar á þingi úthúða Mr. Gardiner
og krefjast þess að hann láti af
ráðherradómi.
DR. A. H. S. GILLSON
mánaðar, og þangað stefna þeir
íslendingar, sem vettlingi geta
valdið.
Að rannsökuðu máli, kom
öllum, sem forgöngu höfðu um
framkvæmdir varðandi stofnun
kenslustólsins saman um það,
að til þess að tryggja í framtíð
allri tilveru stofnunarinnar,
mætti stofnfé eigi minna vera
en tvö hundruð þúsundir doll-
ara; og með þeim einbeitta á-
setningi var hafist handa fyrir
liðugum þremur árum um nauð-
synlega fjársöfnun unz yfir
lyki; framkvæmdanefnd var sett
á fót, skipuð Dr. P. H. T. Thor-
lakson, formanni, ungfrú Mar-
gréti Pétursson, sem skrifara,
W. J. Lindal dómara, G. L. Jó-
hannssyni ræðismanni, Dr. L. A.
Sigurðssyni og A. G. Eggerts-
syni, K.C.
Til fulltingis við þessa nefnd
komu svo fimm íslenzk félög,
Þjóðræknisfélagið, The Ice-
landic Canadian Club, Jóns Sig-
urðssonar-félagið, íslendinga-
dagsnefndin og félag íslenzkra
Góðtemplara; öll hafa þessi fé-
lög lagt fram þúsund dollara
eða meira, og slíkt hið sama
hafa allir meðlimir fram-
kvæmdanetndarinnar gert; þeir
hafa ennfremur ferðast um
bygðir íslendinga beggja megin
landamæranna, og greitt sjálfir
allan ferðakostnað úr sínum
vasa; með þessu hefir fram-
kvæmdanefndin skapað fagurt
fordæmi og eftirbreytnisvert.
Þingkosningar
í Ástralíu
Forsætisráðherrann í Ástra-
líu, Mr. Menzies, hefir rofið þing
og nýjar kosningar verið fyrir-
skipaðar þann 17. apríl næst-
komandi. Mr. Menzies hefir veitt
forustu tveggja flokka stjórn,
sem naut meirihlutastuðnings í
neðri málstofunni, en skorti bol-
magn í þeirri efri.
Mr. Menzies vill gera komm-
únistaflokkinn í Ástralíu út-
lægan að lögum, og um það at-
riði er víst talið að kosninga-
hríðin að mestu leyti snúist.
Merkur blaða-
maður lótinn
Síðastliðinn sunnudag lézt í
Vancouver eftir langvarandi
vanheilsu, Mr. W. L. MacTavish,
um eitt skeið ritstjóri dagblaðs-
ins Winnipeg Tribune, sextugur
að aldri; hann var hið mesta
prúðmenni í umgengni og þótti
hinn hæfasti blaðamaður.
Tillagan um handritamálið
samþykkt á Alþingi
Samþykkt var í sameinuðu
þingi í gær þingsályktunartil-
lagan um handritamálið, sem
fjallar um það, að Alþingi lýsi
yfir því, að um leið og handritin
íslenzku fáist afhent frá Dan-
mörku, muni íslenzka ríkið reisa
byggingu yfir þau eða búa þeim
húsnæði á annan hátt þar sem
tryggð verði örugg geymsla
þeirra.
—Alþbl. 14. febr.
Mætur maður
lótinn
í lok fyrri viku lézt af hjarta-
bilun í New York, Mr. Riddell,
varanlegur erindreki hjá sam-
einuðu þjóðunum fyrir Canada
hönd; hann var fæddur í Win-
nipeg, útskrifaður af háskóla
Manitobafylkis og aðeins 42 ára,
er dauða hans bar að.
Mr. Riddell var vaxandi mað-
ur á vettvangi hinnar canadísku
untanríkisþjónustu.
Fjórhagsóætlun
lögð fram
Þann 13. þ. m„ lagði fjármála-
ráðherrann, Mr. Abbott, fram í
sambandsþinginu fjárhagsáætl-
un sína fyrir 1951—1952, og bar
hún það með sér, að útgjöldin
á þessu tímabili nemi hálfri
fjórðu biljón dollara; líklegt
þykir, að um þær mundir, er
fjáraukalögin komi fyrir al-
menningssjónir, muni öll út-
gjöld nálgast fjórar biljónir
dollara.
Langstærsti útgjaldaliðurinn,
eða biljón dollara, er ætlaður
flughernum, næst kemur svo
landher og floti.
Ekki verður það umflúið, að
skattar hljóti allmjög að hækka
svo unt verði að standa straum
af þessari geisilegu útgjalda-
hækkun, en við því er ekkert
að segja, því nauðsyn brýtur
lög; þingflokkarnir eru allir á
einu máli um það, að auknar
fjárveitingar til hervarna, séu
með öllu óhjákvæmilegar eins
og viðhorfið nú sé á vettvangi
heimsmálanna.
Fjárlagafrumvarp sitt leggur
Mr. Abbott ekki fram í þingi fyr
en eftir páska.
Nefnd skilar áliti
Sú hin konunglega rannsókn-
arnefnd, sem setið hefir á rök-
stólum síðastliðin tvö ár í því
augnamiði, að gerkynna sér og
kveða á um framgjöld með
járnbrautum landsins, h e f i r
nú skilað áliti sínu og hafa
hefir nú skilað áliti sínu og hafa
niðurstöður nefndarinnar verið
lagðar fram í sambandsþinginu;
formaður nefndarinnar var Hon.
W. F. A. Turgeon, fyrrum dóm
ari; hinn mikilhæfasti maður.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu, að nauðsyn bæri til, að
jafnað yrði úr ýmissum misfell-
um, sem við hefðu gengist um
all-langt skeið, og framkvæmd-
ar hefðu verið á kostnað vissra
landshluta um leið og öðrum
hefði verið ívilnað; venjulegast
fór svo, að Vesturfylkin yrðu
að bera þyngstu byrðina ef til
misréttis kom, og svipaða sögu
hefðu Strandfylkin tíðum að
segja; úr þessu verður nú bætt.
CroÓ s Nest Pass ákvæðin um
flutningsverð á hveiti standa ó-
breytt, þrátt fyrir það þótt mjög
væri að því unnið af hálfu járn-
brautarfélaga, að fá þau numin
úr gildi; felst í þessu enginn
smáræðis sigur fyrir bændur í
Vesturlandinu.
Séra Egill H. Fáfnis
Sæmdur
riddarakrossi
Fálkaorðunnar
íslenzki vararæðismaðurinn í
Grand Forks, N. Dakota, gerir
kunnugt, samkvæmt tilkynn-
ingu frá sendiráði íslands í
Washington, D.C., að Forseti ís-
lands hafi hinn 24. janúar síð-
astliðinn sæmt séra Egil H.
Fáfnis, sóknarprest að Moun-
tain, N. Dakota, og Forseta hins
evang.-lúterska kirkjufélags ís-
lendinga í Vesturheimi, riddara-
krossi hinnar íslenzku Fálka-
orðu. Fer afhending orðunnar
fram opinberlega síðar.
Séra Egill H. Fáfnis er Mý-
vetningur að ætt, fæddur árið
1898, en fluttist vestur um haf
1921. Prestvígðist 1930 og var um
langt skeið prestur íslenzku
byggðanna í Argyle, Manitoba,
en síðustu árin prestur í ís-
lenzku byggðunum í N. Dakota
Hann hefir árum saman verið
forustu maður í Kirkjufélagi
sínu, í samfleytt átta ár ritari
þess, og undanfarin fjögur ár
forseti. Auk þess hefir hann
tekið margvíslegan þátt í störf-
um þess með öðrum hætti. Hann
hefir einnig látið sig skipta önn-
ur íslenzk félagsmál, svo sem
þjóðræknismálin, og bæði átt
sæti í stjórnarnefnd Þjóðrækn-
isfélagsins og verið forseti Norð-
ur-Dakota deildar þess.
Er það fyrir forystu hans og
víðtæka þátttöku í vestur-
íslenzkum félagsmálum, að For-
seti íslands hefir sæmt hann of-
angreindu heiðursmerki.