Lögberg - 23.08.1951, Síða 2

Lögberg - 23.08.1951, Síða 2
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. ÁGÚST, 1951 Hijóðskraf ausian við járnijaldið: Þar sem skopið er eina vopnið STAÐURINN: Skólastofa í Budapest. „Geturðu komið með dæmi um aukasetningu?" spyr kennslukonan Janos litla. „Kisa okkar eignaðist tíu kettlinga, sem allir eru góðir komúnistar," svarar strákur. Kennslukonan er mjög ánægð með skilning hans, bæði á málfræði og stjórnmálum og skorar á hann að standa sig nú eins vel, þegar skólaeftirlitsmaður stjórnarinnar kemur í hina árlegu eftirlitsför í skólann.___________________________________. Seinna: Eftirlitsmaðurinn er kominn. Full eftirvæntingar spyr kennslukonan Janos litla sömu spurningar og áður. Hann svarar: „Kisa okkar eignaðist tíu kettlinga, og þeir eru allir góðir vesturdemokratar.“ — Kennslu- kona verður bæði hissa og hrædd. „En Janos; þetta sagðir þú ekki í vikunni sem leið. Þá voru allir kettlingarnir þínir góðir kommúnistar." „Já,“ sag- ði Janos litli; „en nú eru þeir ekki lengur blindir.“ Slíkar sögur ganga stöðugt manna á milli á bak við járn- tjaldið, og þeir, sem segja þær, vita, að það getur kostað þá hegn ingarvinnu og fangabúðir. Þeg- ar fólkið býr við harðstjórn og kúgun grípur það til þess einasta vopns, sem það hefur: pólitísks spotts. í Prag spyrja menn hvern annan: „Hefurðu heyrt söguna um kommúnistanjósnarana tvo? Það var þannig, að tveir komm- únistar komu labbandi niður Valclaske Nameste og voru mjög fýlulegir á svipinn, eftir að hafa eytt heilum degi í að fram- kvæma skipun frá Kreml. „Hvernig heldur þú að okkar elskaða landi farnist undir stjórn kommúnista?" spyr annar. „Eg held alveg það sama og þú,“ svar ar hinn. „Nú, fyrst þannig liggur í því, félagi, neyðist ég til þess að kæra þig fyrir leynilögregl- unni.“ Ef háðið gegn stjórninni er nógu stingandi, gengur sagan frá manni til manns og lætur ekki stöðvast, þrátt fyrir mis- munandi tungumál, og dreifir fræi grínsins og háðsins landa á milli. Og hversu harðúðug og tillitslaus sem stjórnin er, getur hún aldrei kæft háð andstæðing- anna. . Það er einmitt leynilögreglan, sem oft verður skotskífa fyrir þessu neðanjarðarspotti. Það er til dæmis sagt um hinn óláns- sama Rúmena, sem kom þramm- andi eftir götunni og blótaði upp hátt með sjálfum sér: „Þessir bölvuðu, gerspilltu, duglausu mútuþegar, sem enn lausum hala.“ Þá er lögð þung hönd á öxl hans. „Komdu með mér,“ segir lögregluþjónn. „Eg tek yð- ur fastan fyrir sviksamleg og sví virðileg ummæli um stjórnina". „Stjórnina verður mann aumingj anum að orði. „Eg hef ekki nefnt stjórnina einu orði“. „Vissulega ekki“ játar lögregluþjónninn. „En þér gáfuð mjög hæfandi lýsingar á stjórnarmeðlimun- um. Þegar nokkrir fornleifafræð- ingar fundu ævigamla múmíu í Ungverjalandi kom skfpun frá Moskvu: „Reynið að sýna fram á og sanna að þetta séu leyfar af Djengis Khan. Svona fundur færir sovétvísindunum mikinn heiður:“ Það leið ekki á löngu þangað til fornleyfastofnun Ung verjalands tilkynnti að þetta væri í raun og veru jarðneskar leifar Djengis Khan. „Hvernig fenguð þið sönnur á því?“ spurðu valdhafarnir undrandi. „Það var nú auðvelt. Við létum málið í hendur leynilögreglunnar og múmían gaf fullkomna játn- ingu“. Tilhneiging hinna nýbökuðu kommúnistaforingja til að upp- hefja sjálfa sig með valdi því, sem Kreml hefur lánað þeim, er vel þegið efni í skopsögur handa almenningi í leppríkjunum. Þannig gengur sagan um yfir- mann póstþjónustunnar, er fékk duglega ráðningu vegna þess, að frímerki með mynd af einræðis- herranum Vulko Tjervenkov, sem Rússar komu til valda í Búlgaríu, náðu ekki neinni út- breiðslu. Póstmeistarinn gaf þá skýringu, að frímerkin vildu ekki festast nógu vel á bréfin. Þá tók Tjervenkov frímerki, sleikti það og þrýsti því á ums- lag. „Sjáðu; frímerkið festist al- veg prýðilega. Hvers vegna eru þau ekki notuð?“ „Jæja, félagi,“ sagði póstmeist arinn. „Það er eins gott að þú fáir að vita sannleikann. Fólkið spýtir nefnilega öfugu megin á frímerkið.“ Jafnvel þó að Júgóslavía og Rússland séu ekki hinir elskuleg ustu vinir, þýðir það ekki það, að Títóstjórnin sé neitt betri en Stalinstjórnin. Fyrir nokkru voru sex menn dæmdir til langr- ar fangelsisvistar fyrir „and- stöðu“ við stjórnina, og var þeim m. a. gefið að sök, að þeir hefðu sagt skopsögur um hana. Sumar skopsögurnar, sem verða þess valdandi að óvarkár- ir Júgóslavar lenda í' hendur lögreglunnar, láta í Ijós þá von, sem fjöldi fólks handan við járn- tjaldið elur í brjpsti sér: að Bandaríkin muni hjálpa fólkinu að velta af sér oki kommúnis- manns. Ein sagan er um óham- ingjusaman Jugoslava, sem er orðinn þreyttur á lífinu. Hann gat samt ekki komizt yfir neitt reipi til þess að hengja sig í, né heldur átti hann næga peninga til þess að kaupa sér eitur eða nógu beittan hníf, sem dygði til þess að ljúka verkinu. í örvænt- ingu sinni tók hann það til bragðs að fara til hallar Titos og hrópa hástöfum: „Niður með Tito! Drepist Tito, kúgari þjóð- arinnar.“ Lífvörðurinn kom þjót andi; en í stað þess að skjóta mannræfilinn, föðmuðu þeir hann að sér og hrópuðu í gleði sinni: „Félagi; eru Ameríkan- arnir komnir?“ Jafnvel Stalin sjálfur kemst ekki undan skopinu bak við járn tjaldið. Eftirfarandi saga sýnir á kaldhæðnislegan máta hinar mismunandi skoðanir á líkams- stærð föður Stalins. Rússi nokkur gaf Stalin í af- mælisgjöf afar dýrmætt efni í föt. Klæðskeri Stalins segir hon- um, að efnið sé aðeins nóg í ein- ar buxur. Þá sendir Stalin efnið til klæðskera í Warsjá. Hann segir að efnið sé nóg í ein föt. En Stalin er ekki ánægður með það og sendir efnir til klæðskera í London. Hann sendir Stalin þau boð, að efnið sé nóg í jakka, vesti og tvennar buxur. Stalin verður forviða á þessum ólíku svörum klæðaskeranna og spyr Englendinginn hvernig á þessu standi. „Þessu er auðvelt að svara,“ segir Englendingur- inn. „Því fjarlægari sem menn eru Moskvu, þeim mun minni eruð þér“. Ófrelsaðar sálir í Rússlandi leggja sig daglega í hættu á Síb- eríudvöl fyrir að útbreiða slík- ar sögur, sem eiga illa við áróð- ursmyndina af Rússlandi sem paradís verkalýðsins. Venjuleg kveðja í Moskvu er: „Hvernig liður þér?“ og venjulega svarið er: „Þökk, mikið betur“. Það er að segja miklu betur en á morg- un. Og svo er það sagan um mann- inn frá manntalsskrifstofunni, sem spurði gráhærðan borgar- búa hve gamall hann væri. „Eg er 35 ára,“ svarar karl. Kommún istinn lætur vantrú sína í ljós. „Jæja, ef ég tel aldur minn ná- kvæmlega, er ég 65 ára, segir karlinn; „en ég get ekki sagt að ég hafi lifað síðustu 30 árin.“ Þrátt fyrir allt þetta flóð af skopsögum og virðingarleysi við stjórnarvöldin, er ekki rétt að álykta að bylting standi fyrir dyrum; en þær eru samt sem áð- ur einkennandi fyrir ríkjandi hugarástand meðal milljónanna á bak við þann gervimúr sam- hyggjunnar, sem hampað er framan í alþýðuna með útvarps- áróðri og glanzmyndum stjórn- arinnar af Rússlandi. í öllu sínu yfirborðssakleysi er hin pólitíska skopsaga tjáning fjöldans á hinu raunverulega hugarfari hans og leyndum von- um, sem fólkið þorir ekki að láta í ljós á annan hátt. Eftirfarandi saga, sem komið hefur mögum til að hlæja beiskum hlátri, tal- ar greinilega sínu máli. Þegar tíminn er kominn mun lokasvar þessarar skopsögu hljóma af vör um milljónanna. Bandarískur og rússneskur her maður stóðu vörð við landamær- inn í Austur-Þýzkalandi. Banda- ríkjamaðurinn lítur á úr sitt. „Eftir 15 mínútur verð ég leyst- ur af verðinum“ segir hann. „Guði sé lof“. „Eftir 15. mínútur verð ég líka leystur af“ segir Rússin, „Stalin sé lof.“ Bandaríkjamaðurinn verÖur hissa. „Þetta var skrítilega kom- ist að orði. Hvað myndir þú seg- ja ef Stalin væri dauður?“ „Guði sé lof“ svarar Rússinn. —Alþbl. Toast to Canada Delivered at Gimli, Manitoba, August 6th BY W. M. BENIDICKSON, M.P. for Kenora-^talny River I know that the proposal of the toast to Canada has never been a peremtory formality in this assembly. It always is a tribute that wells up from the deepest feeling and most signif- icant experience. I wish I had the sensitivity to capture and Minningarorð Sveinn Árnason Skaptfeld, andaðist á Elliheimilinu Betel, á Gimli, 6. maí s.l. Hann var fædd- ur að Hofi í öræfum í Austur- Skaftafellssýslu 6. okt. 1859, son- ur Árna Þórarinssonar og konu hans Steinunnar Oddsdóttur. Hann ólst upp í æskuhéraði sínu, en flutti ungþroska til Vest- mannaeyja, en þaðan til Djúpa- vogs í Suður-Múlasýslu. Þar kvæntist hann í sept. 1884 Elínu Katrínu Jónsdóttur, þaðan ætt- aðri. Þau bjuggu á Djúpavogi. Stundaði hann þar aðallega smíðar. Hann flutti vestur um haf um aldamót, en fjölskylda hans kom vestur árið 1903. Þau dvöldu í Winnipeg í tvö ár, en. námu svo land í grend við Hay- land, P.O. við Lake Manitoba, bjuggu þar til ársins 1919, en fluttu þá til Selkirkbæjar. Elín Katrín kona Sveins and- aðist þar 18. júní, 1942. Dvaldi Sveinn með Steinunni dóttur sinni unz að hann fór til Betel 15. júní 1948 — og þar andaðist hann sunnudagsmorguninn 6. maí. Börn þeirra hjóna eru: Mrs. Jóhanna Elízabet Goodman, Selkirk; Thora, Mrs. Sigurgeir J. Austmann, Selkirk; Steindór, bóndi í Hofsnesi, öræfum; Krist- björg, kona Haraldar Sigurðs- son, Selkirk; Sigríður, dó 21 árs, ógift; Oddgeir, dó barn að aldri; Emma Sigurbjörg, gift Jóni Thorlaciusi Ashern, Man.; Jón- ína, kennslukona, Hudson, Man.; Steinunn, búsett í Selkirk; Einar, Westbourau, Man., kvænt ur Ruth Davie. 19 barnabörn og 32 barnabarnabörn hins látna eru á lífi. Ein aldurhnigin systir hins látna er á lífi, búsett á Lundar. Meðal látinna systkina hans var Sigríður Johnsen í Vest- mannaeyjum, móðir Gísla John- sen stórkaupmanns og systkina hans. Lengst ævinnar mun Sveinn hafa stundað smíðastörf, einnig að nokkru þau árin, er hann stundaði búskap. — Um 9 ára bil var hann alblindur, var það honum þung raun, svo óslökkv- andi var fræðslulöngun hans og lestrarfýsn, en jafnvel þótt blindur væri fylgdist hann furðu vel með flestu sem var að ger- ast — því hann átti virkan og lifandi áhuga fyrir öllu því, sem fram fór í samtíð hans. Við lát hinna öldruðu er sem bresti strengir er tengja oss við liðna tíð. Við burtför Sveins minnumst við þess hversu ó- venjulega íslenzkur maður hann var að upplagi og allri skapgerð. Segja mætti að hann lifði og hrærðist í sögnum og sögum þjóðar vorrar; einkum voru hon- um fornsögur þjóðar vorrar hug- umkærar, — virtist hann kunna margar þeirra utanbókar; — en hann átti einnig all-glöggan skilning á framvindu á allri sögu þjóðarinnar — þótt fjarri ætt- landinu dveldi hann síðustu 50 ár ævinnar og oft við takmark- aðan bókakost. Þorsti hans eftir fræðslu var óvenjulegur, sér í lagi um vísindaleg efni, sérstak- lega hafði hann mikla unun af stjörnufræði og eðlisfræði. Hygg ég að fyrir alþýðumann undir hans kringumstæðum, hafi hann er aldrei gekk á skóla, aflað sér fræðslu á þeim sviðum, sem fá- gæt megi teljast. Mikið yndi hafði hann af að ræða um þau mál, og sartnfærð- ist um alvizku Guðs er öllu stjórnar. — Sérstklega dáði hann Björn Gunnlaugsson og kenningar hans í „Njálu“. Unni hann þeirri bók flestum öðrum bókum fremur, og lögð var hún í kistu hans að marg ítrekuðum fyrirmælum hans. Ég hygg, að Sveinn hafi átt tök á hinni hreinustu íslenzku, : er ég hefi heyrt mælta um mína ! daga með þeim gullaldarblæ, er j hvergi skeikaði, er birtist sér í 1 lagi, er hann sagði sögur eða , ryfjaði upp fornaldarsögurnar, ' sem hann oft gerði, er athugulir áheyrendur fengust, en jafnan var honum unun aðra að fræða. Minni hans var alveg óvenju- lega staðbundið og trygt; hygg ég, að hann hafi haft það, sem enskan nefnir „Photographic Memory“. Þótt hann sæti all- lengi í dimmunni, voru hugðar- efnin ærið nóg, og fór hann víða í hugsun sinni, og átti sér mörg undralönd hugarins, er honum var unun í að dvelja og um að hugsa. Hann átti fast mótaðar skoðanir á flestum málum — og lét lítt að breyta um skoðanir fyrir fortölur annara. Hann hafði unun af orðasennum og kappræðum, því lund hans var víkingslund, stórbrotin og ó- vægin, ef því var að skipta, hver sem í hlut átti — var aldrei já- bróðir annara fyrir kurteisis- sakir einar. Þótt hann sæti í dimmunni um mörg hin síðari ár var að jafn- aði bjart í huga hans. Hann fann glögg og óræk vitni um nálægð Guðs með sér, og var sannfærð- ur um það að oft hefðu sér birzt dýrðlegar sýnir. í vissunni um nálægð Guðs, taldi hann sig hafa sigrað allan ótta. Þung fjölskylduábyrgð hafði Sveini og hinni ágætu konu hans á herðar fallið, og oft mun út- koman á fyrri árum tvísýn verið hafa. Sameiginlega sigruðu þau og áttu gleði og umbun í mann- vænlegum og góðum börnum og afkomendum. Mun Sveinn ávalt hafa leitást við að vera skyldum lífs síns trúr — og bar byrðar þess umyrðalaust og með karl- mannshug. Eftir lát konu sinnar dvaldi Sveinn áfram á heimili sínu í umsjón Steinunnar dóttur sinn- ar, er annaðist um hann af mik- illi nákvæmni, oft undir örðug- um kringumstæðum — naut hann þá einnig hjálpar og at- beina dætra sinna, er í grend bjuggu. Seint og snemma bar hann ástvinaliðið sitt í huga, og var ant um alt skyldlið sitt. Útför hans fór fram í kirkju Selkirk safnaðar þann 10. maí, að fjölmennu liði ástvina og af- komenda viðstöddu og mörgu fólki öðru. — Sá er þessar línur ritar flutti kveðjumál og jós moldu. S. Ólafsson the ability to transmit adequate- ly your sentiments. Settlers of various racial strains are coming to realize that aloofness and isolation are incompatible with the swiftly maturing concept of Canadian- ism. In this natural evolution, present-day Icelandic Canadians have played their full part whether their civic duties ap- peared to them in war or in peace. It is not the spirit of these times to glorify nationality or to compute the blessings of nation- ality but I propose to take the old fashioned view to-day and rejoice a little in the circum- stances and the time of our birth. We 'are sometimes criticized for differing with our American friends in that we often refer to nationality with a hyphen and so say French-Canadian, Icelandic-Canadian, Ukrainian- Canadian etc. I am sure that you will* agree however that this does not mean that we are folk, who should see a psychologist because of split personalities. One can be a good Canadian and yet be keenly interested in all matters having reference to our racial origin. So, unanimous- ly we are grateful to the leaders of “The Icelandic National Day” for their important part in help- ing to preserve the culture and traditions of our race by organ- izing these picnics. They are appropriately held in Manitoba, —the centre of Icelandic influ- ence in North America and at Gimli which has been called the cradle of our race in the New World. Here so much more than in Winnipeg or elsewhere, we are able to remember that Canada was not created by super wis- dom at a top level. It was made by the axes, plows, hammers, and sails of men of weathered face, and eye wrinkled by summer sun and winter blizzard. These, transformed an empty and desolate appearing land in- to one of the powerful nations of the earth. In saluting Canada do we not all ask where else have the first pioneers, builders, businessmen, statesmen confronted such chal- lenging combinations of obstacle and prize, problem and oppor- tunity? In what land have the determined and the confident overcome such insurmountable odds to accomplish so much? It has been truly said that Canada is characterized by the achievement of successive im- possibilities. Notwithstanding the hardships few need regret the decision to form here the colony of New Iceland which has enabled suc- ceeding generations to prosper and fulfill the evisioned aspir- ations of the earliest settlers who are very much in our minds on an occasion such as this. Was not their choice of this land éxceedingly fortunate? In the period of more than three quarters of a century since the first landing of Icelandic sett- lers, how many constitutions have been sent into oblivion by the tides of war or the angry protests of revolution? Empires have vanished and states have been blugeoned into servitude. Yet Canada has grown vibrant and more united, with the pass- age of years. Our constitution may have only youthful strength as time is measured by states and particularly as it might be measured by the descendents of Icelanders who will recall that “the Althing” — “the Grand- mother of Parliaments” — was founded more than 1,000 years ago and who recall Lord Tweedsmuir’s words in this very community, “when Britain 1,000 years ago, was a jumble of tribes who never ventured be- yond their borders, men of Ice- land had landed on American soil and had been voyaging as far east as Constantinople.” But if young, the Canadian constitu- tion gives us comforting confid- ence of the stability of our in- heritance from it of freedoms of worship, opinion and press. Canada is a nation of im- migrants. StratOm after stratum of probably more than fifty natioh- alities has settled down, mingl- ed, married and merged to a homogenous Canadian whole. But the world’s yougest nation has been so busy opening the land, so occupied in the endless experiment of governing op- posites, and molding contradic- tions into a single organism, that we take too little time out to celebrate Canadian achieve- ments. We have always had a better country than we hnew and a better life for the average man than the life of almost any land on earth. But because we have lived beside a big and glittering neighbor we have seldom properly understood the satis- factions of our Canadian life. We hardly believed that we could build something here that was unique and ours alone — a new thing and not an imita- tion. We now possess something tougher than ever imagined — the will to be a Canadian. We know now it was this thing that hurled back invaders in 1775 and 1812 — which bred the revolutions of 1837 — from which was born the Statute of Westminster — which rejected again and ^gain the easy solu- tion of joining a larger nation. And what age of Canada’s his- tory ever afforded so challeng- ing, so exciting a prospect as the present? Prime Minister St. Laurent’s 1949 election campaign is re- membered best for the phrase— “It’s great to be a Canadian”. If I had a theme for my talk to-day it would be — “There is no luckier young man in the whole world to-day than a Can- adian”. The medieval French in their pride and joy of country used to have a saying that if God had Conlinued on Page 7 Greið leið að senda PENINGA YFIR HAFIÐ CANADIAN PACIFIC EXPRESS tif útlanda Er þér viljið senda pen- inga til ættingja eða vina handan hafs þá skuluð þér fara á næstu Canad- ian Pacific skrifstofu — greiða upphæðina, sem þér ætlið að senda að við- bættum afgreiðslukostn- aði, og fáið kvittun. Can- adian Pacific setur sig strax í samband við um- boðsmann sinn erlendis. Viðtakandi fær greidda peningan um leið og hann leggur fram persónuleg skilríki um að hann sé réttur aðilji. Er þér næst þurfið að senda peninga, skilríki um að hann sé þá notið þessa öruggu aðferð. GoAtaAiðM, Quifcc

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.