Lögberg - 20.03.1952, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 20. MARZ, 1952
3
Séra Carl J. Olson, B.Á. B.D.
Séra Carl J. Olson, B.A., B.D.
boða samtíð sinni íagnaðarerindi
Jesú. —
Hann var dáður af möfgu
safnaðarfólki sínu hvar sem
hann var þjónandi prestur, elsk-
aður af ungu fólki er hann upp-
fræddi og fermdi. Mjög ákveðn-
ar skoðanir hafði hann á hverju
máli er hann lét sig skipta og
fús til baráttu í þarfir þess, án
alls tillits til afleiðinga slíkrar
varnar fyrir sjálfan hann eða
framtíð hans.
Þótt fæddur væri hann og
uppalinn hér vestra, bar hann
djúpa ást í brjósti til ættlands
síns og erfða þeirra, er íslend-
ingum hafa í hlut fallið; hann
unni íslenzku máli, g'ætti ,orð-
gnóttar hans þar litlu miður en
í meðferð enskrar tungu.
Á þessu vori voru 40 ár liðin
frá prestvígslu hans. Hafði hann
átt margbreytilega reynslu sem
prestur safnaða, í sveitum, bæj-
um og borgum. Þótti það ganga
stórvirki næst, aö á tæpri 5 ára
dvöl hans í Seattle, var byggð
stór og vönduð kirkja undir leið-
sögn hans, þrátt fyrir það, þótt
fjárkreppa mikil væri þá ríkj-
andi.
Starf hans í Columbus, í stækk
andi bæ, fór stöðugt vaxandi;
inntu þau hjónin þar af hendi
mikið starf, undir örðugum
kringumstæðum. Það sýnir til-
trú þá, er séra Carl naut meðal
starfsbræðra sinna, að er hann
lézt var hann forseti Lúterska
prestafélagsins í „Mid“-Nebraska
ríki, (8 Counties), en einnig for-
seti Almenna prestafélagsins i
heimabæ sínum og umhverfi,
Hann háði langt og þungt
sjúkdómsstríð er leiddi til dauða
hans, er bar að höndum 10. sept.
árdegis; mætti hann sjúkdóms-
stríði sínu og dauða með karl-
mennsku og ró. Deyjandi maður
boðaði hann gleðiboðskapinn,
sem hann unni, á hverjum helg-
um degi. Síðustu messugjörð
flutti hann af veikum mætti,
sunnudaginn 1. júlí. Umtalsefni
hans var: Jesús Kristur, vinur-
inn sem að aldrei bregst. — Við
hlið hans í hinu síðasta stríði,
sem og í öllu starfi síðari ára,
stófr eiginkona hans og létti
byrði hans að því leyti sem hún
var megnug til — og lagði fram
ítrustu krafta sína. — Kveðju-
athöfn fór fram í Columbus
miðvikudaginn, 12. sept. undir
stjórn forseta í híebraska Synod,
en ýmsir prestar aðrir voru þátt-
takendur.
Útför hans fór fram frá út-
fararstofunni í Selkirk og Lút-
ersku kirkjunni 15. sept. Hann
var jarðsunginn af sóknarprest-
inum þar; einnig talaði Dr. Rún-
ólfur Marteinsson, en Miss Ingi-
björg Bjarnason söng einsöngva.
Jarðsett var í grafreit Selkirk-
safnaðar.
S. Ólafsson
Hundrað ára afmæli Brailles
Business and Professional Cards
PHONE 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6—652 HOME ST.
ViCtalstími 3—5 eftir hádeKi
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot_ vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiðaábyrgð o. s. frv. Pbone 927 538
SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. - Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230
V Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291
1 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
HAGBORG FUEl/^ ^|f PHONE 2I3SI i
Office Phone Res. Phone
924 762 726 115
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl. Wlnnipeg
PHONE 924 624
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insnlated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Wlnnlpeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
51 First Avenue
Ný útfararstofa meS þeim full-
komnasta útbúnaði, sem völ er
á, annast virfiulega um útfarir,
selur líkkistur, minnisvarBa og
legsteina.^
Alan Couch, Funeral Direclor
Phone—Business 32
Residence 59
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
50(5 SOMERSET BU1L.DING
Telephone 97 932
Home Telephonpe 202 398
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef
og hdlssjúkdémum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 923 815
Heimasími 403 794
Branch
Store at
123
TENTH ST.
BRAND0N
447 Portage Ave. Ph. 926 885
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nfíttinn
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appredated
Minnist
Hann var fæddur í grend við
Minneotabæ \ Minnesotaríki,
sonur landnámshjónanna Jónas-
ar Olsonar og Katrínar konu
hans; voru foreldrar hans ættuð
úr Eyjafjarðarsýslu og af Aust-
urlandi. Hann ólst upp með
þeim, fékk undirbúningsmentun
sína í Minneota, gekk því næst
á Gustavus Adolphus menta-
skólann í St. Peter, Minn. og
útskrifaðist þaðan árið 1908. Þar
ávann hann sér orðstír fyrir ó-
venjulega málsnild og glæsi-
mensku á ræðupalli í mælsku-
samkepni. .Hann stundaði því
næst nám við lúterska presta-
skólann í Chicago og útskrifað-
ist þaðan árið 1911 og var vígður
samsumars til prests í kirkju-
félagi voru.
Árið 1937 var honum veitt
Bachelor of Divinity nafnbót frá
prestaskólanum í Chicago.
Að lokinni vígslu þjónaði hann
um hríð sem trúboðsprestur i
kirkjufélagi voru á ýmsum
stöðum — og á þeim árum stofn-
aði hann 9 söfnuði.
Hann var sóknarprestur á
Gimli og í Wynyard, Sask.; um
hríð starfaði hann í þjónustu
Jóns Bjarnasonar skóla, og milli
bilsþjónustu innti hann af hendi
í Selkirksöfnuði. Um hríð þjón-
aði hann í Methodista-kirkjunni
í Saskatchewanfylki. Einnig
starfaði hann í þjónustu London
Life lífsábyrgðarfélagsins. Um
mörg síðari ár var hann þjón-
andi prestur í söfnuðum United
Lutheran Church in America: í
Seattle, Washington; Foam Lake,
Sask.; Fiin Flon, Man.; og í
Stamford og Columbus í Ne-
braska-ríki í Bandaríkjunum.
Árið 1913 kvæntist hann Ólöfu
Sveinfríði Sveinsson frá Gimli,
hún andaðist 31. des. 1925. —
Þann 4. ágúst 1942 kvæntist
hann Ástu Laufey Johnson frá
Selkirk, er syrgir hann ásamt
fjórum börnum af fyrra hjóna-
bandi Þau eru: Katrin Margaret,
Registererd Xray Technician at
Grace Hospital, Winnipeg; Ingi-
björg Lillian, Mrs. A. Lane,
Ottawa, (Registered Nurse
graduating from the Winnipeg
General Hospital and has
Bachelor of Arts Degree from
McGill University, Montreal);
Carl Jónas, employed by Moores
Business Forms Western Ltd.;
Gísli Robert, Bachelor of Arts
froiji McGill University, Mon-
treal — in employment of
National Film Board, Ottawa.
Einnig tvö barnabörn, Cheryl
Gene Olson og William Lane; og
einn bróður O. G. Olson, Hen-
ing, Minn.
Séra Carl var alla ævi heitur
og ákveðinn trúmaður; ljós trú-
arinnar hafði göfug kristin
móðir tendrað honum í brjósti;
var trúin á Guð og handleiðslu
hans honum jafnan ljós á leið í
breytilegri ævireynslu hans,
jafnt í einstæðingsskap lífsins
og sorgum þess sem á björtum
dögum, er alt lék í lyndi; jafnt
í breytilegum kjörum og óvissu
lífs og aðkasti þess og dómum —
sem prestar ekki síður en aðrir
menn verða að þola. Öllu því er
lífið að honum rétti, mætti hann
með hugprýði þess manns er
Guði treystir — og veit að dóm-
ar hans einir hafa varanlegt
gildi.
Séra Carl var um margt ó-
venjulegur maður; ávalt hress
og glaður í viðmóti, hinn glæsi-
legasti í háttum og framkomu.
Til daganna enda réði áhugi og
bjartsýni lögum og lofum í huga
hans. Vér sem áttum óslitin og
náin kynni af honum um mörg
hjáliðin ár söknum vinar í stað
þar sem hann er nú genginn
grafarveg — autt sæti í hópi
vina er eftirskilið við burtför
hans.
Það var alkunnugt vor á með-
al að séra Carl var óvenjulega
mælskur og áhrifamikill kenni-
maður; evangelískur í anda og
kenningu, hjartahlýr prestur, er
taldi það jafnan æðstu gleði að
Louis Brailles hét frakknesk-
ur maður, fæddur í Parísarborg.
Hann fann upp blindralétrið,
eins og það er nú, sem svo mörgu
blindu fólki hefir stytt stundir.
Þessa manns er minst í dag (10.
marz) í ritstjórnargrein í blaðinu
„Winnipeg Free Press“.
Greinin birtist hér í íslenzkri
jýðingu:
„Louis Braille var aðeins
priggja ára gamall þegar hann
varð fyrir slysi í verksmiðju
föður síns og misti sjónina. Faðir
hans var aktýgjasmiður í litlum
bæ, sem Couporay heitir, ör-
skamt frá Parísarborg. Pilturinn
var fremur bráðþroska, en ekki
hraustur. Hann var mjög hneigð-
ur fyrir hljómfræði, lærði
snemma að leika á slaghörpu.
fíólín og fleiri hljóðfæri. Hann
varð einn hinna allra frægustu
organleikara í Parísarborg.
Hann var aðeins 17 ára þegar
hann var kjörinn aðstoðar yfir-
kennari við blindra skólann í
París. í þeim skóla var það kent
að lesa með þreifingu. En það
voru aðeins þeir allra beztu nem-
endanna, sem gátu lært að lesa
það upphleypta rómverska let-
ur, sem þá var notað.
Braille varð óþolinmóður við
það. Honum fanst það seinlegt
að fást við þetta stóra dúkletur;
hann æfði því stöðugt nákvæm-
ari þreifingu til þess að komast
að fljótari aðferð fyrir blinda
fólkið, svo það gæti komist í
samband við bóktnentir og vís-
indi.
Loksins kom sú frétt að kaf-
teinn Charles Barbier hefði
fundið upp aðferð til þess að
skrifa næturskrift með merkj-
um í staðinn fyrir stafi.
Þetta gaf hugmynd Brailles
byr undir báða vængi. Kafteinn
Barbier notaði aktýgjasmiðs al
við þessa nýju skrift. Það var
einmitt þetta verkfæri, sem
blindaði Bi'aille. Hann tók sig nú
til og skrifaði fyrstu línuna með
stungum. Þessi aðferð hefir nú
verið viðurkend í heila öld, og
er hún kend við hann og kölluð
Braille skrift.
Brailles stafrófið saman stend-
ur af upphleyptutn punktum,
sem ráða má á 43 vegu. Þessari
uppfynding var lítill gaumur
gefinn í fyrstu. Sálfræðingar og
prófessorar viðurkendu hana
ekki; þeim fanst hún lítils virði,
þó sumir þeirra rannsökuðu
hana eftjf beztu nákvæmni.
En Braille sjálfur vissi nú
hversu mikils virði þessi upp-
fynding var. Hann gafst ekki
upp þrátt fyrir alls konar von-
brigði. Og eftir tíu ára óþreyt-
andi starf og stríð tókst honum
að koma svo ár sinni fyrir borð
að hann gat fengið samning um
það að þessi kennsluaðferð hans
yrði prentuð í bókarformi.
Nú var Björninn unninn, en
það var ekki fyr en árið sem
hann dó, að hann fengi fulla
vissu fyrir því að lífsstarf hans
bæri nokkurn árangur. Þá lá
hann fyrir dauðanum og var 43
ára að aldri þegar hann lézt úr
tæringu.
Andstæðingar hans höfðu far-
ið viltir vegar. Hinn blindi hafði
leitt þá blindu — og leitt þá inn
í bjartari og betri heim.
Næsta júní, hundrað árum
eftir dauða hans hafa samlandar
hans ákveðið að flytja leifar
hans til Parísarborgar og leggja
hann þar til hinztu hvíldar á
meðal annara þjóðhetja.
Ef til vill getur enginn skilið
það til fulls, nema sá, sem sjálf-
ur hefir verið blindur, hvílíkur
missir það er að missa sjónina.
En það er óhætt að fullyrða að
enginn maður hefir komist nær
því en Louis Braille, að svara
grátbæn Glosters:
„í lifanda lífi’ ef ég mætti
líta í snertingu þig,
þá fyndist mér aftur ég ætti
þau augu, sem blessuðu mig.“
Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi
Mesta hitamál
Aiþingis varð að
lögum í gær
Umræðum um mesta hita-
mál, sem Alþingi fjallaði
um, lauk í gær á síðasta
fundi neðri deildar. Var það
frv. um skipun prestakalla.
Um ekkert mál hafa staðið
meiri og harðari deilur á þessu
þingi. Löngu fyrir jól var frum-
varpið lagt fyrir efri deild, en
það hafði verið samið af sér-
stakri milliþinganefnd. Efri
deild gerði allmiklar breyting-
ar á frumvarpinu og eftir all-
mikið þóf, var því vísaðftil neðri
deildar rétt fyrir jól. Tók hún
svo málið fyrir eftir áramót og
fór þá svo, að hún felldi úr frum-
varpinu svo til allar þær breyt-
ingar, sem efri deild hafði sam-
þykkt. Varð því frumvarpið að
fara aftur til efri deildar til
einnar umræðu. Voru þar enn
gerðar breytingar á því, en þó
ekki stórvægilegar.
Samkvæmt þingsköpum þurfti
frumvarpið því að Jiara aftur til
neðri deildar til einnar umræðu
iar. Á síðasta fundi deildarinn-
ar, sem haldinn var í gær, fór
svo þessi umræða fram, en eng-
ar breytingar voru þá gerðar og
frumvarpið þannig samþykkt
sem lög frá Alþingi.
Frumvarpið eins og það var
samþykkt endanlega, er lítið
breytt frá því, sem milliþinga-
nefndin lagði til.
Verða því prestaköll 116 utan
Reykjavíkur en í Reykjavík eiga
prestar að vera svo margir, að
sem næst 5000 manns komi á
hvern prest að meðaltali.
Prófastsdæmi verði 21.
Það nýmæli er í þessum lög-
um, að nokkrir prestar í fámenn
um prestaköllum skuli jafnframt
prestsstörfum skyldir til að
gegna kennarastörfum í sínu
prestakalli, enda fullnægi þeir
ákvæðum laga um menntun
kfennara. Þeir prestar, sem einn-
ig eru kennsluskyldir, eru
sóknarprestarnir á Skeggja-
stöðum, Hofi í Öræfum, Breiða-
bólsstað á Skógarströnd, Sauð-
lauksdal, Hrafnseyri, Árnesi,
Hvammi í Laxárdal, Grímsey,
Tjörn á Vatnsnesi, Staðarhrauni
og Raufarhöfn.
i —Mbl., 25. jan.
Dánarfregn
Þann átjándu janúar síðast-
liðinn andaðist að heimili sinn
í Brown-héraði suður af Morden.
Man., Magnús G. Johnson, 57 ára
að aldri.
Móðir hans er Herdís Ingi-
mundardóttir Guðmundssonar
smiðs í Bessatungum í Saurbæ
í Dalasýslu og fyrri konu hans
Þóru Ormsdóttur, ættuð úr
Breiðafjarðardölum. Móðir Her-
dísar var Guðný Guðnadóttir, og
móðir Guðnýjar, Guðrún Finns-
dóttir, af göfugri ætt í Breiða-
fjarðareyjum.
Faðir Magnúsar var Guðjón
Johnson Jóhannessonar og Guð-
rúnar Magnúsdóttur frá Bræðra
brekku í Bitru í Strandasýslu.
Ekkja Magnúsar sál. er Martha
Henrietta Holo, af norskum ætt-
um í Brown-bygðinni. Þau hjón
eignuðust engin börn.
Magnús ólst upp hjá móður
sinni í Brown og var fyrirvinna
á heimilinu þar sem hún var
ekkja, nema þann tíma sem
hann var í heræfingum í Winni-
peg árið 1918.
Magnús og kona hans bjuggu
á því landi, sem hann hafði
sjálfur rutt af skógi, allan þeirra
búskap, þar til hans æfiloka.
Magnús lætur eftir sig ekkju
sína Mörthu Henriettu Johnson
í Brown; móður sína, Herdísi,
Johnson á Lundar, og tvær
systur, Mrs. Jónínu Ingibjörgu
Vinterton og Mrs. Henriettu
Elinborgu Asperig, báðar bú-
settar í Flin Flon, Man. Þriðja
systirin var Guðrún Margrét, er
dó í æsku.
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Oíflce Hour*: 4 pjn. - 6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur líkkiatur og annast um út-
farir. Allur útbúnaSur sá bezti.
Stofnað 1894 Simi 27 324
Phone 25 996 700 Notre Dune Ave.
Opposite Maternlty Pavlllion.
General Hospital.
Nell’s Flower Shop
Weddlng Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Deslgns, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 27 482
Office 933 587 Res. 444 S89
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bldg.
384 Main Street
WINNIPEG CANADA
-SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykh4far. öruggasta eldsvörn,
og 4valt hreinir. Hitaelningar-
rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi-
viB, heldur hita fr4 a8 rjúka út
metS reyknum.—SkrifiS, slmiC til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Simar: 33 744 — 34 431
DR. H. W. TWEED
Tannlœknir
508 TORONTO GENERAL TRUSTS
BUTLDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNTPEG
í erfðaskrám yðar.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPIG CLINIC
St. Mary's and Vaughan. Wlnnlpeg
PHONE 928 441
PHONE 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered AceonntanU
505 Confederation Llfe Bldg.
WTNNIPEG MANITOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barrislers - Solicitors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson
500 Canadlan Bank of Commeree
Chambers
Wlnnlpeg, Man. Phone 023 561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limit^d
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK, Simi 925 227
Rovatzos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Our Specialties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlss 1. Chrlstle, Proprietress
Formerly wtth Roblnson & Co.
I