Lögberg - 20.03.1952, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.03.1952, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. MARZ, 1952 Langt f Burtu frá HEiMSKU MANNANNA Eftir THOMAS Hx\RDY J. J. BÍLDFELL þýddi Bathsheba. hikaði við, eins og að hún ætlaði að neita að svara spurningunni, en freistingin til að segja já, þegar að það líka var á valdi hennar, var ómótstæðileg, og með því að halda á lofti meyjarlegum hreinleik sínum, þrátt fyrir þykkju hennar út af því að vera opinber- lega kölluð gömul. „Já maður gerði það einu sinni“, sagði hún með myndugleika þeirra, sem reynsluna hafa og myndin af Gabríel Oak reis upp í huga hennar. „Það hefir hlotið að vera indælt!“ sagði Liddy með fast ákveðna mynd í huga sér. „Og þú vildir hann ekki?“ „Hann var ekki alveg nógu góður handa mér“. „Hve undur sælt það er, að geta fyrirlitið, þegar flestar okkar eru glaðar yfir að geta sagt: „Þakka þér fyrir!“ Mér finnst að ég heyri það. Nei, herra — ég er of góð handa þér, eða kysstu á mér fótinn, herra; munnur- inn á mér er gerður fyrir varir, sem eitthvað er varið í. Þótti þér vænt um hann, ungfrú?“ „Ó, nei, en mér féll' hann þó dável í geð“. „Gjörir þér það enn?“ „Vissulega ekki. — Hvaða fótatak er það, sem að ég heyri?“ Liddy leit út um bakgluggann á herberg- inu og út í garðinn á bak við, þar sem fyrstu skuggar næturinn voru að breiðast yfir. Hlykkj- ótt lest manna voru á leiðinni að bakdyrum hússins. Heil halarófa af einstaklingum hver á eftir öðrum komu með hinum fullkomnasta jafnvægisásetningi, líkt og einkennileg skepna sem kölluð er Chain Salpo, og er sjálfslæð í öllu öðru en því, að viljaþrek hennar er sam- eiginlega háð allri fjölskyldunni. Sumir þessir menn voru1 eins og að þeir áttu að sér að vera í snjóhvítum sloppum úr striga frá Rússlandi, aðrir í hvítbrúnum druslum, sem allslags myndir voru saumaðar , ofnar í, eða gerðar á bak, brjóst og ermar. Tvær eða þrjár konur með klossa á fótunum ráku lestina. „Pílagrímarnir eru komnir,“ sagði Liddy með nefið fast við gluggann. „Gott og vel. Mary Ann, farðu ofan og haltú þeim í eldhúsinu þangað til að ég er tilbúin, og komdu svo með þá inn í móttöku- salinn.“ « X. KAPÍTULI Eftir hálfan klukkutima konj Bathsheba upp á búin ofan í móttökusalinn og Liddy á eítir henm, og sáu þær að mennirnir voru þeg- ar þar komnir og sestir á lága bekki og í önnur sæti sem voru í þeim enda salsins, sem fjær var dyrunum, er Bathsheba kom inn um. Hún settista niður við borð, opnaði tímabók, sem hún kom með, lagði strigapoka með peningum í hjá sér á borðxð og helti nokkrum peningum úr honum á borðið. Liddy tók sér pláss við hliðina á henni og fór að sauma, leit upp við og við eins og sá, sem veit að hann nýtur sér- stakra hlunninda, tók upp pening af borðinu fyrir íraman sig aðeins til að dáðst að honum sem listaverki, en forðaðist að láta á sér sjá að hún hefði löngun til að eignast hann. „Áður en ég byr^a, menn,“ sagði Bath- sheba, „þarf ég að minnast á tvent. Það fyrra er, að ég hefi látið umsjónarmanninn fara fyrir þjófnað, og að ég hefi ásett mér að ráða engan umsjónarmann, heldur taka að mér umsjónina að ölluleyti sjálf.“ Mennirnir urðu heldur en ekki hissa. „Hitt atriðið er í sambandi við Fanny. Haf- ið þið nokkuð heyrt um hana?“ „Ekkert, ungfrú.“ „Hafið þið gjört nokkuð?“ „Ég hitti Boldwood bónda“, sagðx Jakob Smallbury, „og ég fór með honum og mönnum hans tveimur og könnuðum við New Mill-poll- inn en fundum ekkert.“ „Nýi fjármaðurinn fór til Buck Head og Yalbury, hélt kannske að hún hefði farið þang- að, en það hafði enginn séð hana“, sagði Laban Tall. „Fór William Smallbury til Casterbridge?“ „Já, ungfrú, en hann er ekki kominn til baka enn. Hann lofaði að vera kominn aftur fyrir kl. sex.“ „Klukkuna vantar fimmtán mínútur í sex nú“, sagði Bathsheba, eftir að hafa litið á úr sitt. „Ég á von á að hann komi bráðlega. Jæja, þá“, sagði hún og opnaði bókina. „Joseph Poor- grass, ert þú hér?“ „Já, herra — Madama meina ég“, sagði persónan, sem hún ávarpaði, „það er mitt per- sónulega nafn.“ „Hvað ert þú?“ „Ekkert í mínum eigin augum. í augum annara — já, ég vil sem minnst um það tala, þó að almenningsálitið sé ekki þögult.“ „Við hvað vinnurðu hér á búgarðmum?“ „Ég er við flutninga allt árið, og um sán- ingartímaftn skýt ég hrafna og spörfugla, og hjálpa til við svínaslátrunina, herra.“ „Hvað hefurðu mikið kaup?“ „Níu og níu pence, og ósvikið hálft penny í stað þess, sem að svikið var, herra — ég meina Madama.“ „Það er rétt. Hérna eru tíu shillings í við- bót, frá mér, nýja eigandanum.“ Bathsheba roðnaði lítillega út af að sýna gjafmildi sína á þennan hátt opinberlega, og Henry Fray, sem hafði þokað sér nærri stólnum, sem hún sat á, hleypti brúnum og rétti upp fingurnar til að láta í ljósi undrun sína. „Hvað skulda ég þér mikið — þú þarna í horninu — hvað heiturðu?" hélt Bathsheba áfram. „Mathew Moon, Madama,“ sagði einkenni- legur og krangalegur maður, sem að fötin héngu utan á og höfðu lítið að hylja, sem vert er um að fást, og gekk fram. „Sagðurðu Mathew Mark? Talaðu — þér er það óhætt — ég skal ekkert gjöra þér“, sagði unga bústýran. „Mathew Moon, ungfrú“, sagði Henry Fray rétt fyrir aftan stól ungfrúarinnar, þangað sem að hann hafði mjakað sér. „Mathew Moon“, endurtók Bathsheba og leit í bókina. „Tíu og tvö og hálft penny eru hér skrifuð niður handa þér, sé ég er.“ „Já, ungfrú“, sagði Mathew í málróm, sem líktist skrjáfi í þurrum trjálaufum, sem að vindur feykir. • * „Hérna er það og tíu skildingar umfram. Sá næsti, Andrew Randel, þú ert nýr maður, heyri ég. Því fórst þú í burtu úr vistinni, sem að þú varst í síðast?“ „Fr-fr-fyr-fyrir-gefðu, frú; fr-fr-fyr-fyrir- gefðu . . . .“ „Hann stamar svo mikið; að hann getur ekki komið út xir sér orði“, sagði Henry Fray lágt; „og þeir ráku hann vegna þess, að í það eina skipti, sem að hann gat komið orði út úr sér, þá sagði hann, að hann ætti sál sína sjálfur og aðra slíka óhæfu við húsbónda sinn. Hann getur blótað eins hressilega og aðrir, en hann getur ekki talað alment mál þó að líf hans væri í veði.“ „Taktu við kaupi þínu, Andrew Randel, þú getur komist yfir að þakka mér fyrir það á nokkrum dögum. Temperance Miller. — Ó, það eru tveir, Soberness — hvorttveggja konúr, á ég von á.“ „Já, ungfrú, við erum hérna, trúi ég“, sögðu þær báðar í einu og báðar skrækhljóða. „Hvað hafið þið verið að gjöra?“ „Hjálpa til við þreskivélina, snúið heybönd, hottað á hanana og hænurnar úr sáðlendunum, plantað snemmsáðum blómum og hlúð upp að Tþomsons Wonderfid kartöflum með hlújárni.“ „Já — svo er það. Eru þær sæmilegar verk- konur?“ spurði hún Henry Fray lágt. „Ó, ungfrú — spurði mig ekki að þessu! Iðjusamar konur og eins eldrauðar eins og nokkrar tvær konur nokkurn tíma hafa getað verið“, stundi Henry upp í hálfum hljóðum. „Sestu niður!“ „Hver, ungfrú?“ „Sestu niður!“ Joseph Poorgrass, sem stóð út í horni, fór að tvístíga órólegur og vissi ekki hver ósköpin ætluðu úr þessu að verða, þegar að hann heyrði þessi ákvæðisorð Bathshebu, og sá Henry lalla sneypulegan ut í horn. „Sá næsti. — Laban Tall, þú heldur áfram að vinna fyrir mig?“ „Fyrir þig eða hvern annan, sem að borgar mér vel“, sagði ungi nýgifti maðurinn. „Satt — maður verður að lifa!‘ ‘sagði kona í bakparti salsins, sem var nýkomin inn á klossum, sem glumdi mikið í. „Ég er lögleg kona hans!“ hélt þessi kvenrödd áfram, sem meira var í af siðhefð en hljómfegurð. Þessi kona sagðist vera tuttugu og fimm ára, en leit út fyrir að vera þrjátíu, gat flotið sem þrjátíu og fimm, en var fjörutíu. Hún var kona, sem aldrei sýndi ástarhót opinberlega, eins og sum- um nýgiftum persónum er títt að gjöra, vegna þess að hún átti þau ekki til að sýna. „Það er svo, Laban“, sagði Bathsheba. „Vilt þú vera áfram?“ „Já, hann verður áfram, ungfrú“, sagði hin sama skrækhljóða rödd eiginkonunnar. „Jæja — ég býst við að hann geti svarað fyrir sig sjálfur.“ MÓ, herra minn, nei, ungfrú! Hann er ein- feldnis vesalingur. Ekki sem allra verstur, en uppburðalaus og einfaldur“, sagði konan hans. „Hæ, hæ, hæ!“ sagði nýgifti maðurinn hlæjandi með hörmulegri tilraun til að láta sér þetta vel líka, því að hann var eins ómótstæði- lega geðgóður eins og pólitískt þingmannsefni er undir hinum grimmustu árásum á fundum sínum. Nöfn þeirra, sem eftir- voru, voru kölluð fram á sams konar hátt. „Nú held ég, að ég sé búin að ljúka mér af við ykkur“, sagði Bathsheba og lét aftur bókina og strauk hárlokk frá enninu á sér, sem hafði losnað. „Er William Smallbury kominn?“ „Nei, ungfrú.“ „Nýi fjárhirðirinn þarf að fá mann sér til aðstoðar“, sagði Henry Fray og var að reyna að sýna myndugleika með því að mjaka sér aftur í áttina til Bathshebu. Ó, — þarf hann þess. Hver ætti það að vera?“ „Cain Ball er ágætis unglingur“, sagði Henry, „og Oak fjárhirðir kærir sig ekkert um, þó að hann sé ungur“, bætti hann við og leit. brosandi til fjárhirðisins, sem var rétt ný- kominn inn og stóð fram við dyrastafinn og krosslagði hendurnar á brjóstinu. „Nei, ég hefi ekkert á móti því“, sagði Gabríel. „Hvernig fékk Cain þetta nafn?“ spurði Bathsheba. „Ó, það stendur svo á því, ungfrú, að vesal- ingurinn hún móðir hans, sem ekki var vel að sér í ritningunni, varð það á þegar að hann var skírður, að gefa honum þetta nafn, því að hún stóð í þeirri meiningu, að það hefði verið Abel sem að drap Cain, svo að hún nefndi hann Cain, en meinti auðvitað Abel. Presturinn lag- færði þetta, en það var of seint, því þetta hafði borist út um sveitina og enginn kostur á að losast við Cains-nafnið. Það var slæmt fyrir drenginn.“ „Það er frekar óheppilegt.“ „Já. Við reyndum að bæta úr þessu eftir föngum með því að kalla drenginn Cainey, Vesalings móðirin, sem var ekkja, grét úr sér augun, eða því sem næst út af þessu. Foreldrar hennar voru hundheiðnir og létu hana hvorki fara til kirkju né á skóla, og sýnir það bezt, hvernig syndir foreldranna verða að böli barn- anna.“ s Herra Fray teygði dálítið úr sér, með nauð- synlegum þunglyndissvip, þegar að persónan, sem að óhamingjan hefir hent í það eð hitt skxptið tilheyrir ekki manns eigin fjölskyldu. „Jæja þá, Cainey Ball, þú verður aðstoðar- fjárhirðir. Og þú skilur skylduverk þín? — Ég meina þig, Gabríel Oak.“ „Já, mæta vel, þakka þér fyrir, ungfrú Everdene“, svaraði Oak fjárhirðir frá dyra- stafnum, sem að hann stóð við. „Ef að ég geri það ekki, þá leita ég mér upplýsinga.“ Gabríel furðaði sig á hve kaldsinnuð að hún gat verið. Það gat sannarlega enginn, sem að ekkert þekti til þeirra, merkt að Gabríel og þessi myndar- lega kona, sem að hann stóð frammi fyrir, hefðu áður sézt. En máske að látbragð hennar hafi stafað frá hinni mannfélagslegu upphefð, sem falin er í því að flytja úr kotbæ í stórhýsi — af litlum landbletti á stóra bú- jörð. Slíkt er ekki óalgengt hjá heldra fólki. Hin síðari tíma skáld segja okkur, að eftir að Júpíter og fjölskylda hans flutti úr þröngum bústað af gnípu á Olympiu og upp í hinn víð- áttumikla himingeim, að þá hafi yfirlæti hans vaxið í samræmi við upphefðina. Það heyrðist fótatak í ganginum, þungt og seintekið, frekar en fjörlegt. Allir. „Hér kemur Bill Smallbury frá Cesterbridge.“ „Hvað er að frétta?“ spurði Bathsheba, þeg- ar William kom þrammandi inn á mitt gólfið, tók vasaklút upp úr vasa sínum og þurkaði sér um ennið. „Ég hefði verið kominn fyr, ungfrú, ef það hefði ekki verið fyrir veðrið“, hann stappaði niður fótunum og tóku menn þá eftir að þeir voru alsnjóugir. „Þú komst þó loksins“, sagði Henry Fray. „Jæja, hvað er um Fanny?“ spurði Bath- sheba. „Já, ungfrú, í stuttu máli, þá strauk hún með hermanni“, sagði William. Nei, ekki hún Fanny, sem var svo ráðsett." „Ég skal segja þér alla söguna. Þegar að ég kom til Casterbridge, þá sögðu þeir þar að ellefta „Dragoon Guards“ herdeildin væri farin þaðan og að ný herdeild væri komin í staðinn. Ellefta herdeildin fór í vikunni sem leið til Melchester og þaðan áfram. Skipunin kom frá stjórninni eins og þjófur á nóttu, eins og búast mátti við frá henni, og nærri áður en ellefta herdeildin vissi af var hún komin af stað. Þeir fóru hér fram hjá.“ Gabríel hlustaði á þetta með áhuga. „Ég sá þá fara“, sagði hann. „Já“, hélt William áfram. „Þeir hoppuðu eftir götunni hér og hljómsveit þeirra lék: „The Girl I Left Behind Me“, svo hrífandi, að áhorf- endunum vöknaði um augu, sem voru með fram göt’unni, og á meðal þeirra voru þeir, sem halda sig á veitingahúsunum og konur sem ekkert nafn bera.“ „En þeir eru ekki að fara í stríð?“ „Nei, ungfrú, en þeir eru að taka pláss þeirra, sem máske gjöra það, sem er nokkurn vegxnn það sama. Svo að ég sagði við sjálfan mig, kærasti Fanny hefir verið á meðal þeirra og hún hefir farið á eftir honum. Það, ungfrú, er sannleikurinn.“ „Veistu hvað hann heitir?“ „Nei, ungfrú, það vissi enginn. Ég held að hann sé eitthvað meira, en algengur liðsmaður." ' Gabríel var hugsandi, en sa|fði ekkert, því að hann var ekki viss í sinni sök. „Jæja, við fréttum líklega ekki meira í kveld“, sagði Bathsheba. „En það er betra fyr- ir einhvern ykkar að fara og segja Boldwood bónda frá hvernig sakir standa.“ Svo stóð hún á fætur, en áður en að hún fór, ávarpaði hún mennina með viðeigandi tign, sem að sorgar- búningur hennar léði meiri hógværð, en í orð- úm hennar fó^Lst: „Takið eftir! Nú hafið þxg konu til yfir- umsjónar í staðinn fyrir mann. Ég veit ekki enn yfir hvaða styrk eða hæfileikum að ég bý til bústjórnar, en ég skal gjöra mitt bezta, og ef að þið þjónið mér vel, þá skal ég reynast ykkur á sama hátt. Láti engmn svikari á meðal ykkar (ef hann annars er til, sem að ég vona að ekki sé) sér til hugar koma, að ég, sökum þess að ég er kona, beri ekki skyn á það sem vel er gjört og illa.“ Allir: „Nei, ungfrú.“ „Ágætlega að orði komist“, sagði Liddy. „Ég verð komin á fætur áður en þið vaknið; og verð komin út á akur áður en þið eruð klædd og ég verð búin að borða morgunmat áður en þið eruð komin til vinnu. í stuttu máli; ég skal gjöra ykkur öll hissa.“ Allir: „Já, ungfrú.“ „Og svo, góða nótt!“ Allir: Góða nótt!“ Svo stóð þessi grannvaxni valdhafi upp frá borðinu, og það skrjáfaði í stráunum, sem voru á gólfinu, þegar svarti silkikjóllinn hennar sópaði þeim með sér. Liddy, sem var dálítið upp með sér og ekki alveg frí við að apa eftir hætti og hreyfingar húsmóður sinnar, fór á eftir henni og dyrunum var lokað. XI. KAPÍTULI Ekkert gat verið eyðilegra né ömurlegra en umhverfi soldátaþorpsins, sem var margar mílur fyrir norðan Weatherbury, og að ekkert einkenndi nema myrkrið þetta sama snjókomu kveld. Sorgin getur heimsótt þá léttlyndustu og glaðværustu án þess að vekja mikið ósamræmi, þegar að ástin verður að eftirþrá, vonin dvínar og verður að kvíða og trúfestin að von hjá í- myndunarríku fólki; þegar að endurminning- arnar eða minnisþrótturinn vekur ekki lengur saknaðartilfinningu út af metnaðartækifærum, sem að buðust en fóru fram hjá ónotuð, og á- huginn hvetur ekki lengur til athafna. Sjónarsviðið var gata, sem að almenning- ur tróð. Vinstra megin við hana var áin og á bak við hana hár veggur. Hægra megin var landspilda, sem var bæði graslendi og heiði og náði upp að öldóttu og víðáttumiklu hálendi. Breyting árstíðanna er ekki eins áberandi á slíku svæði eins og hún er í skóglendunum. Samt er hún eins ljós eftirtektarsamri persónu; mismunurinn er sá, að einkenni hennar eru ekki eins áberandi og algeng eins og hin vel þekta breyting þegar trén fara að skjóta frjó- öngum, eða þegar að laufin fara að falla. Marg- ar þeirra eru ekki eins hægfara og sígandi, * eins og við erum líklegir til að ímynda okkur, þegar við virðum heiðina og auðnina fyrir okk- ur. Veturinn er að leggjast yfir landið hér í kring með skýrum merkjum, á meðal þeirra hefði mátt sjá burthvarf snákanna, umbreyt- ingu burknanna, uppfylling pollanna, komu þokubakkanna, frosthéluna, samdrátt svepp- anna, og svo snjóþekjuna. Fullnaðartakmarki alls þessa hafði verið náð þetta kveld á heið- inni, og í fyrsta sinni á árstíðinni þá voru hin- ar óreglulegu myndir hennar án einkenna minntu á ekkert annað en það, að hún var tak- mörk einhvers annars lægsta lags snjókyngj- unnar sem niður dreif. Frá þessu óreglulega snjófalli fékk heiðin og graslendið auka ábreiðu, aðeins til þess að sýnast naktari í svipinn. Hin þungbúnu ský grúfðu ótrúlega lágt og það var eins og þau mynduðu þak á dimmum hellis- skúta, sem væri smátt og smátt að síga niður; og manni kom ósjálfrátt í hug, að sjórinn sem fyllti himingeiminn og þakti jörðina mundi ná saman og útiloka allt loft.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.