Lögberg - 27.03.1952, Síða 1

Lögberg - 27.03.1952, Síða 1
65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 27. MARZ, 1952 PHONE 21374 u<"«e ctea^eT* Lffu,Tl * A Complele Cleaning Instiiuíion NÚMER 13 Hvirfilbyljir yalda og eignatjóni í Um síðustu helgi gerðu af- spyrnu hvirfilbyljir gífurlegt mann- og eignatjón í Suðurríkj- um Bandaríkjanna, er mest ,kvað að 1 Arkansas, Tennessee, Missouri, Missisippi, Kentucy og Alabama. Fullnaðarskýrslur um mann- og eignatjón eru enn eigi við hendi þó nú sé vitað, að á þriðja hundrað manns hafi týnt lífi; yfir ellefu hundr- uð manns hafa sætt margháttuð- um meiðslum, en að minsta kosti tíu þúsundir standa uppi ráð- þrota án skýlis yfir höfuðið; um þúsund heimili eru jöfnuð við jörðu og álíka mörg heimili meira og minna skemd; fram að þessu hefir reynst ókleyft, að meta eignatjón, og er stjórnin í Washington nú að reyna að komast að fastri niðurstöðu um tjónið með það fyrir augum, að bæta það upp að svo miklu leyti, sem frekast má auðið verða. Rauði Kross Bandaríkjanna vinnur að bjargráðastarfsemi Fjörugur umræðufundur Þjóðræknisdeildin Frón efndi til umræðufundar í Goodtempl- arahúsinu síðastliðið mánudags- kvöld í tilefni af ræðu, sem Björn Jónsson læknir í Baldur flutti á ársfundi deildarinnar í öndverðum desembermánuði síðastliðnum þar sem hann bar fram <*ými.-'-?t ihyglisverðar uppástungur varðandi útbreiðslu þekkingar á íslenzkum bók- mentum hér í álfu með aukinni þýðingastarfsemi, er honum fanst að Vestur-íslendingar ætti að hefjast handa um, þótt sitt- hvað annað hefði ræða hans einnig til brunns að bera, sem skoðanir skiptast um. Aðalræðumenn fundarins voru þeir séra Valdimar J. Eylands, Finnbogi prófessor Guðmunds- son og Björn læknir Jónsson; er þar skemst frá að segja, að ræður þeirra voru stórfræðandi og skemtilega fluttar; til máls tóku einnig Einar P. Jónsson, Tryggvi J. Oleson prófessor og J. J. Bíldfell. Fundurinn samþykkti í einu hljóði uppástungu frá Birni lækni, er að því laut, að Frón kysi þriggja manna nefnd er leita skyldi samvinnu við Þjóð- ræknisfélagið og Icelandic Can- adian Club með áminsta þýð- ingastarfsemi fyrir augum og hrinda henni af stokkum; í nefndina voru kosnir séra Valdi- mar J. Eylands, Finnbogi pró- fessor Guðmundsson og Heimir Thorgrímsson. Fundurinn var ágætlega sótt- ur. Forsæti skipaði frú Ingibjörg Jónsson. Viðsjór í Brazilíu Vegna tilrauna rauðliða til að sprengja upp vopnabirgðir í Natal, hefir sterkur hervörður verið sendur þangað og á þús- und mílna strandlengju, er eigi þykir örugt um; var vélbyssum víða komið fyrir fram með ströndum landsins svo hægt yrði að bæla niður hvers konar spell- virkja-aðgerðir, sem að höndum kynni að bera; altaf eru rauð- liðar samir við sig hvar, sem þeir eru í sveit settir. gífurlegu mann- Bandaríkjunum nótt sem nýtan dag og Rauði Krossinn í Canada hefir boðið fram aðstoð sína hvenær, sem þurfa þyki. Fylkissfrjórar fó bætt kjör í fjárhagsáætlun sambands- stjórnar er ráðgerð $86.000 fjár- hæð, er varið skal til kjarabóta fylkisstjórum í Canada; teljast þessar uppbætur til ferðakostn- aðar og risnufjár. Laun fylkisstjóra nema frá átta til tíu þúsundum á ári. Nýtt pósthús í uppsiglingu Nú þykir sýnt, að síðla næsta sumars eða á öndverðu komanda hausti, verði hafist handa um byggingu hins nýja pósthúss í Winnipeg, sem gert er ráð fyrir að kosta muni um sjö miljónir dollara; húsið verður átta hæð- ir, hið vandaðasta um alt og full- nægir að öllu leyti kröfum nú- tímans; var þess fyrir löngu þörf að til framkvæmda kæmi í þessu mikla nauðsynjamáli, því gamlá pósthúsið, þótt á sin- um tíma þætti fögur og fullkom- in bygging, var orðið langt of lít- ið til að fullnægja hinni sívax- andi póstafgreiðslu. Við byggingu hins nýja póst- húss skapast að sjálfsögðu all- mikil atvir>/ia. í, borginni, og mun heldur ekki af veita, að ráðin verði bót á þeirri atvinnu- deyfð, sem hér ríkir um þessar mundir. Sætir þungum ókúrum Fylkisstjórnin í Manitoba hef- ir sætt þungum ákúrum af hálfu verkalýðssamtakanna í Winni- peg vegna þess ískyggilega at- vinpuleysis, sem skapast hefir hjá sláturfélögunum og í kjöt- iðnaðinum; er aðflutningsbanni stjórnarinnar á sláturgripum inn í fylkið um kent hvernig kom- ið sé. Stjórnin hefir enn eigi létt banninu af þótt líklegt þyki að til þess komi áður en langt um líður. Nú hefir verið leyft að flytja lömb, kjöt og svín inn í fylkið. Krefst jafnari aðgangs að mentun Mr. R. R. Knight, C.C.F.-sam- bandsþingmaður fyrir Saska- toon, hefir farið fram á það í þingi, að stjórnin beiti sér fyrir um, að veita fylkjunum nokkurn fjárstyrk með það fyrir augum, að öll börn fái jafnan aðgang að mentun án tillits til fjárhags- legra ástæðna; nokkrar umræð- ur urðu um tillöguna, en ákvarð- anir ekki teknar er síðast frétt- ist. Mr. Knight hefir árum saman gefið sig við skólakenslu og jafnan reynst áhugasamur um mentamál. Fjórveitingar til hafnarbóta í fjárhagsáætlun þeirri, sem Mr. Abbott lagði fram í sam- bandsþinginu í fyrri viku, eru eftirgreindar fjárhæðir ákveðn- ar til hafnarbóta við Winnipeg- vatn: Gimli, $11.000, Gull Har- bour, $23.000, Hecla, $9.000 og Hnausa, $10.000. Urtgur og gjörfulegur athafnamaður Fró sendiróði íslands í Washington Arni Eggerison, Jr. Maður sá, sem hér um getur, Arni Eggertson Jr., er fæddur 26. september árið 1921. Foreldr- ar hans eru hin valinkunnu hjón, þau Arni Eggertson, Q.C., og frú Maja Laxdal Eggertson, sem um langt skeið voru búsett í bænum Wynyard í Saskat- chewan-fylki, en nú eiga heima í Winnipeg, og þar vestra naut Arni Jr. barnaskólamentunar; Síðastliðinn fimtudag lagði D. C. Abbott fjármálaráðherra fram í sambandsþinginu fjár- hagsáætlun sína fyrir næsta fjárhagsár og ber hún með sér geisimikla hækkun útgjalda; gert er ráð fyrir að útgjöld á aðalfjárlögunum nemi hátt á fjórðu biljón dollara, en af þeirri upphæð eru tvær biljónir ætl- aðar til hervarna; síðar á þingi verða svo aukafjárlög lögð fram, en hve há sú upphæð verður er vitanlega enn á huldu. Mr. Abbott gaf ótvírætt í skyn, að svo gæti farið, að útgjöldin. kæmist upp i fimm biljónir áður en næsta fjárhagsári lýkur þann, 31. marz 1953. Meðal þeirra útgjaldaliða, sem fjáraukalögin fela í sér, verður allmikil fjárhæð, er varið verð- ur til skaðabóta þeim bændum í Saskatchewan, sem urðu að farga bústofni sínum vegna gin og klaufnaveikinnar. Að minsta kosti sextíu milj- ónum dollara verður varið til landbúnaðarmálanna og er það drjúgum meiri upphæð en sú í fyrra. ísland hlýfur mikla sæmd Frá því var á sínum tíma sagt hér í blaðinu, að ísland hefði verið meðal þeirra fimm þjóða, er kosnar voru á síðasta ársþingi sameinuðu þjóðanna í París og það hlutverk skyldi hafa með höndum, að kynna sér aðstæður að því, hvort takast mætti að láta fram fara leyni- lega atkvæðagreiðslu um sam- eining Þýzkalands, sem nú er klofið í tvent. hann stundaði árlangt Science- nám við United College; tveggja ára nám við Manitobaháskóla, og eins árs nám við háskólann í Alberta; um sex mánaða skeið stundaði Arni flugnám við flug- skóla K. Jóhannessonar hér í borg, en gekk í flugherinn 1941 og lauk flugstjóraprófi á Prince Edward Island. Að lokinni styrjöld tók Arni sér fyrir hendur, að nema út- fararstjórastörf, og vann að því í eitt ár í Dauphin; hálft þriðja ár starfaði hann hjá Clark- Leatherdale útfararstjórum í Winnipeg og um ársskeið í Regina; nú hefir hann keypt B u 11 m o r e útfararstofuna í Dauphin, sem er ein hinna allra fullkomnustu stofnana slíkrar tegundar í fylkinu og hefir tekið að sér forustu hennar. Arni er frábærlega vinsæll maður eins og hann á kyn til og dugnaður hans að sama skapi. Bullmore útfararstofan rúmar freklega 150 manns í sæti. Árið 1943 kvæntist Arni og gekk að eiga ungfrú Pearl Irwin, glæsilega ágætiskonu. Mikið fagnaðarefni verður það að sjálfsögðu íslendingum hvar, sem þeir eru í sveit settir, að nú hefir íslendingur, Kristján Al- bertsson rithöfundur, verið kjör- inn formaður áminstrar nefnd- ar. Kristján Albertsson er fæddur á Akranesi 9. júlí 1897, sonur Alberts Þórðarsonar síðar banka bókara í Reykjavík og Stefaníu Sigríðar Kristjánsdóttur frá Hraunhöfn á Snæfellsnesi; hann lauk stúdentsprófi við Menta- skóla Reykjavíkur 1917 og ári síðar heimspekiprófi við Kaup- mannahafnarháskóla. Kristján hefir gefið sig mikið að ritstörf- um og er tungumálagarpur hinn mesti; hann hefir langvistum dvalið erlendis og gefið sig við kenslustörfum í Þýzkalandi og víðar; nú er hann búsettur í Frakklandi. Hæztu fjárlög í sögu fylkisins Hinn nýi fylkisféhirðir Mani- tobastjórnarinnar, Ron Turner. hefir nú lagt fram fjárlaga- frumvarp sitt fyrir næsta fjár- hagsár, það hæsta, sem um get- ur í sögu fylkisins, en áætluð út- gjöld nema 49 miljónum dollara; til vegabóta eru áætlaðar 13 miljónir og þar í innifalinn sá skerfur, sem fylkinu ber að greiða vegna alþjóðarbílvegar- ins, Trans Canada Highway. Fjárhagur fylkisins stendur á traustum grunni, og býr fylkið enn að viturlegri forsjá Stuarts S. Garson frá þeim tíma, er hann var forsætisráðherra og fylkis- féhirðir. 21. marz 1952 (Tilkynning. sem herra Ólafur Thors aivinnumálaráðherra gaf úi hinn 19. þ. m. um víkkun íslenzkrar landhelgi) Það er kunnara en frá þurfi að segja að afkoma Islendinga byggist mjög á fiskveiðum þeirra umhverfis land sitt. Kem- ur það greinilegast fram í þeirri staðreynd, að 95% af útflutn- ingi Jandsmanna eru sjávaraf- urðir. Hins vegar eru innflutn- ingsþarfir landsmanna hlutfalls- lega miklar og afkoma lands- manna verður af þeim sökum enn háðari útflutningnum. Það eru fiskveiðarnar sem gera land- ið byggilegt, og Islendingar hafa því með vaxandi ugg fylgzt með síaukinni ofveiði og þverrandi aflafeng á fiskimiðunum um- hverfis landið. Hinn 22. apríl 1950 var gefin út reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norður- landi á grundvelli laga nr. 44 frá 5. apríl 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins, þar sem ráðherra er heim- ilað að setja reglur, er gilda skuli á fiskimiðum landgrunns- ins. Síðan hafa verið í athugun frekari ráðstafanir til að forða- fiskimiðunum umhverfis landið frá þeirri tortímingu, sem þeim hefir lengi verið búin. Var í dag gefin út reglugerð, sem kemur í stað reglugerðar- innar frá 1950. Heitir hún reglu- gérð um verndun fiskimiða um- hverfis ísland. Efni hennar er það, að dregin er grunnlína um- hverfis landið frá ystu annesj- um, eyjum og skerjum og þvert yfir mynni flóa og fjarða, en síðan sjálf markalínan 4 mílur utar á þessu svæði. Eru bannað- ar allar botnvörpu- og drag- nótaveiðar, jafnt íslendingum sem útlendingum, og útlending- Fyrirlestraferð Ráðgert er, að Finnbogi pró- fessor Guðmundsson hefji I næsta mánuði ferðir sínar um helztu íslendingabyggðir og flytji þar erindi. Mun hann fyrst tala í Baldur sunnudaginn 6. apríl, kl. 4 eftir hádegi, en þar næst í Glenboro mánudags- kvöldið 7. apríl kl. 8. Talar hann bæði á íslenzku og ensku. Er þess að vænta, að sem flestir sæki samkomur þessar, jafnt ungir sem gamlir. Nánar auglýst síðar. um einnig hvers konar aðrar veiðar. Þá segir einnig að at- vinnumálaráðuneytið geti tak- markað fjölda veiðiskipa og há- marksafla hvers einstaks skips, ef það telur að um ofveiði verði ella að ræða, og að sækja verði um leyfi til sumarsíldveiða fyrir Norðurlandi eins og verið hefir. Loks eru sett refsiákvæði í samræmi við bráðabirgðalög um það efni. Reglugerðin er gefin út samkvæmt landgrunnslögun- um frá 1948 og gengur hún í gildi 15. maí, 1952. Útvarp frá Fyrsfru lútersku kirkju Á Pálmasunnudaginn, 6. apríl n.k., verður morgunguðsþjónust- unni frá Fyrstu lútersku kirkju útvarpað frá stöðinni C K Y í Winnipeg. Útvarpið stendúr yfir frá kl. 11—12 á hádegi. Aukning eanadíska flotans Að því er nýjustu fregnir frá Ottawa herma, er ráðgert, að canadíski flotinn telji að minsta kosti hundrað skip árið 1954. Skip þessi verða að sjálfsögðu af ýmissum stærðum og gerðum og eru fyrst og fremst ætluð til strandvarna þótt verkefni þeirra verði ekki einskorðað við slíkt. Flotamálaforingi Norður-At- lantshafsbandalagsins, admíráll Lynde D. McCormick, var staddur í Ottawa í fyrri viku og átti þar viðræður við for- sætisráðherrann og yfirmenn hins canadíska flota varðandi varnaðarráðstafanir og mun fullkomin eining hafa ríkt milli þeirra allra, er að málum stóðu. Á fundi, sem American Women’s Club hélt í University Women’s Club House á miðviku- daginn flutti Mrs. Sofia Wathne erindi um handiðnað og hlut- verk hans nú á dögum. Hún sýndi fram á, að þótt vélamenn- ingin hefði gert handiðnaðinn óþarfan á margan hátt, væri hann samt ennþá mikils virði; hann fullnægði sköpunarþrá einstaklingsins, æfði auga, hönd og hugsun í að vinna saman, auk þess væri sannað að hand- iðnaður hefði læknandi áhrif á þá, sem þjást af taugaveiklun og vöðvaóstyrk. — Ræðukonan rakti og sögu vefnaðarins, sem er elzti handiðnaðurinn. LEYS MIG Leys mig guð frá lúa og ellivanda ljá mér vængi þá er hugar fló má ég fljúga fugl til Islands stranda flytja kvæði bleikri sinutó. Lát mig baða væng í þýðum vindum vorið boða hlíð og brekkukinn strjúka hláku hjarn af hvítum tindum hella yl í fagra dalinn minn. Ei vil ég í himni þínum hýrast hörpu slá í þinni englasveit Ættjörð geymir alt sem manni er dýrast óskir, vonir, þrár og fyrirheit. Páll Guðmundsson Einar próíastur Slurlaugsson, fimiugur Hinn 21. þ. m., átti Einar prófastur Sturlaugsson á Patreks- firði fimtugsafmæli, en hann er sá maðurinn, er sæmdi háskóla Manitobafylkis hinni miklu og afar verðmætu gjöf íslenzkra blaða og tímarita, sem áður hefir verið skýrt frá; 1 tílefni af afmælinu sendu þeir Dr. Gillson háskólaforseti, Finnbogi prófessor Guðmundsson og Dr. P. H. T. Thorlakson afmælisbarninu símleiðis heillaóskaskeyti. — Lögberg flytur Einari prófasti innilegar hamingjuóskir vegna afmælisins. Fjárhagsáæf-luri sambandsstjórnar lögð fram í þingi

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.