Lögberg - 27.03.1952, Síða 2

Lögberg - 27.03.1952, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. MARZ, 1952 P. V. G. KOLKA: LÍF og HEILSA 2. UMHORF 30 ÁRÁ „Sjáarinn með sorg og kvíða" Reiðmennirnir fjórir, sem lýst er í 6. kapítula Opinberunar- bökarinnar, hafa orðið skáldum og listamönnum yrkisefni: Kúg- unin á hvítum gæðingi, Hernað- urinn á dreyrrauðum fáki, Sulturinn á svörtum jálki og drepsóttin á helbleikum hesti, Durer gerði af þeim sína fræg- ustu mynd, Ibánez nefndi eftir þeim þekktustu sögu sína, sem var kvikmynduð og sýnd um víða veröld, og Gerok orti um þá hið mikla kvæði, sem Matt- hías okkar þýddi af stórfeng- legri snilld. Á hálfnaðri 20. öld heyrum við dunurnar af jörm- unreið þeirra að baki — eða er það framundan? Hver mun réttum telja tölum töpuð líf í feigðardölum lostin, marin, kramin kvölum? Þá, er kúgun þrúðug eyddi, þá, er hjörinn lífi sneyddi, þá, er fár og drepsótt deyddi. En þú, jafnskjótt foldin frjóa, flýtir þér á ný að gróa, eftir skúri engi gróa. Náttúran leitar jafnvægis og hörmungar styrjaldanna hafa beinlínis kennt okkur margvís- leg ráð til verndar lífi og heilsu. í slóð heimsstyrjaldarinnar fyrri Í5'lgdi skæðasta drepsótt síðari alda, spænska veikin, sem deyddi milljónir eða öllu heldur milljónatugi manna, og síðan fór hungurvofan helför sína um Mið-Evrópu. Hvarvetna gat að ^ h'ta langsoltin börn, skinin og föl eða úttútnuð af hungurlopa og skyrbjúgi, hálfblinduð af hornhimnumeyru eða með aðra hörgulsjúkdóma. Þessi lönd urðu skyndilega stórkostlegasti rannsóknarvettvangur læknis- fræðinnar, þar sem tilraunadýr- in voru ekki naggrísir og mýs, heldur lifandi fólk, einkum börn. — Manneldisfræðin og þó einkum sá hluti hennar, sem fjallar um fjörefni eða vítamín, varð skyndilega eitt af helztu viðfangsefnum vísindanna, en um aldamótin má segja, að hún hafi staðið á miðaldastigi. í líf- eðlisfræðinni, sem við lásum í mína tíð, var í örfáum línum á það minnst, að í sumum fæðu- tegundum væru einhver óþekkt efni, vítamín, sem mönnum væru nauðsynleg til þrifa. Sjálft orðið vítamín varð ekki til fyrr en 1912 og þótt fyrstu rannsókn- ir á beriberi og skyrbjúgi væru gerðar fyrir aldamótin, þá ein- blíndu menn á þá skýringu, að þeir sjúkdómar stöfuðu af eitrun en ekki vaneldi. Skortur og hall- æri stríðsáranna beindi þessum rannsóknum inn á nýja braut. Um áramótin 1922—23, þegar ég var kandidat í New York, hlýddi ég á fyrirlestur, sem einn af þekktustu vísindamönnum Bandaríkjanna í þessari grein flutti gestkomandi að tilhlutun Læknaakademíunnar þar. Sagði hann, að svo liti út, sem lýsi væri því betra sem það væri þrárra, dekkra og daunverra. Svo langt voru menn þá frá því að þekkja fjörefnin hrein, en nú er tala þeirra ekki aðeins orðin legio, heldur er efnasamsetning flestra þeirra þekkt og mörg þeirra búin til í lyfjaverk- smiðjum. Ný landnám Árið 1922 tókst ungum og ó- þekktum kanadiskum lækni, Banting, að vinna insúlín úr briskirtli dýra, þótt allur útbún- aður og aðstæður hans við þær tilraunir væru hinar fátækleg- ustu. Með því fékkst lyf gegn sykursýki, sem víða er algengur sjúkdómur, og jók það mjög á- hugann fyrir þeim efnum, sem innrennsliskirtlar líkamans veita inn í blóðið og reyndar lífefna- fræði yfirleitt. — Meinafræðin; sem mannsöldrum saman hafði aðallega beinst að ytra útliti sjúkra vefja, hefir á síðustu ára- tugum stefnt að rannsókn á þeim röskunum, sem verða á efnasamsetningu líkamsvess- anna. Á miðöldunum -trúðu læknar því, að fjöldinn af mann- anna meinum stafaði af óholl- um vessum. Þeirri kenningu var síðan útskúfað af vísindun- um og skipaður sess í kerlinga- bókum, þar sem hún naut vin- sælda meðal alþýðu manna, allt fram yfir síðustu aldamót. Nú er vessafræðin orðin vísinda- grein á ný, eða öllu heldur í fyrsta sinn í sögu læknisfræð- innar. Læknisfræðin hefir um all- marga áratugi ekki aðeins rekið varnarstyrjöld gegn næmum sjúkdómum með allskonar sótt- vörnum, heldut og haldið uppi tangarsókn gegn þeim, annars vegar með alls konar ónæmisað- gerðum eða bólusetningum, á hinn bóginn með því að leita nýrra lyfja, sem megna að drepa afætur í líkamanum, án þess að granda honum sjálfum. Orðið afæta, sem fyrst var notað í þessari merkingu af Guðmundi Björnssyni, landlækni, táknar hvers konar kvikindi, sýkil eða vírus, sem lifir á eða innan lík- amans ,og er þýðing á erlenda orðinu parasit. Báðar þessar sóknaraðferðir voru þó reyndar og þekktar löngu áður en menn þekktu sýkla. Jenner, enskur læknir fann kúabólusetningunn gegn bólusótt skömmu fyrir 1800, og breiddist hún ört út, svo að t. d. létu mörg hundruð Húnvetningar bólusetja sig á árunum 1830—1850, þar á meðal tvær kerlingar, komnar yfir átt- rætt, sem sjá má af gamalli bólu- setningarbók, sem fannst hér fyrir fáum árum. Styrjaldirnar hafa aukið og útbreitt ónæmis- ‘aðgerðir að miklum mun, því eitt fyrsta skilyrðið til sigursæls hernaðar er að verja herina drep sóttum. Þess vegna eru hermenn bólusettir gegn fjölda sótta, sem hætta er á að geti gosið upp á vígvöllum. — Hér á landi má helzt vænta ónæmisaðgerða í stórum stíl við berklaveiki sem næstu sóknarlotu í árangursríkri baráttu heilbrigðisyfirvaldanna okkar gegn því þjóðarböli. Hin aðferðin, að lama afæt- una eða að reyna að sótthreinsa líkamann af henni með öllu, er í raun og veru miklu eldri, því að kvikasilfur hefir verið notað við sýfilis frá því á 15. öld og kínin við mýraköldu frá 1638, hvort tveggja með allgóðum ár- angri. Beggja megin aldamót- anna gerðu menn sér vonir um ýmis ný lyf, bæði við berklum og öðrum sjúkdómum, án þess að um verulegan árangur væri þar að ræða, nema þegar Ehrlich fann salvarsanið við sýfilis 1910. Það er fyrst á 4. tug þessarar aldar, sem stórir sigrar fóru að vinnast í þessu efni með tilkomu sulfalyfjanna og síðan með pen- sillini og öðrum myglulyfjum, sem hafa gerbreytt meðferð margra næmra sjúkdóma. Þær framfarir, sem orðið hafa í skurðlækningum síðustu 30 árin, eru mestmegnis að þakka stórkostlega bættri meðferð á losti (shock), sem minnkar mjög hættuna við skurðaðgerðir, og gerir mögulegar mjög tíma- frekar aðgerðir, sem ekki hefðu þolast áður. Heimsstyrjöldin síðari og Kóreu-styrjöldin hafa stuðlað mjög að bættum aðferð- um við alls konar áverka og slys. Þá er og farið að beita skurðaðgerðum við sumar teg- undir geðveiki með því að bora gat á hauskúpuna báðum megin yfir gagnaugunum, fara með spaða inn í heilann og slíta sund- ur taugabrautirnar til framheil- ans. Þá eru skurðaðgerðir á sjálfu hjartanu ekki orðnar mjög sjaldgæfar. Horfí fram Margar nýjungar í læknavís- indum hafa komið flatt upp á flesta, stundum jafnvel upphafs- mennina sjálfa, eins og pensil- línið, sem fannst af tilviljun Það er því hæpið að spá miklu ryn það, hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu. Þó er hægt að benda á nokkrar leiðir, sem munu verða reyndar, af því að stefnumiðin hafa þegar verið tekin. Rannsökuð munu verða á næstu árum mjög ýtarlega á- hrif ýmissa efna úr innrennslis- kirtlum, svo sem heiladingli og nýrnahettum, en úr þeim fást nú nýjustu undralyfin, ACTH (adrenocorticotropic hormone) og cortisone, sem virðast munu valda byltingu í meðferð liða- gigtar og ýmissa annarra sjúk- dóma, en eru enn framleidd í smáum stíl og afar dýr, enda ekki hættulaus. Þá hefir það sýnt sig, að efni, sem unnin eru úr eistum, draga úr vexti krabba meins í brjóstkirtli kvenna og á sama hátt halda efni frá eggja- stokkum nokkuð í skefjum krabbameini í blöðruhálskirtli karla, en ekki hefir enn verið gengið frá þeim rannsóknum. — Gerðar verða tilraunir með atómgeisla við krabbameini, annað hvort beinlínis eða með geislavirkum efnum, og lögð á- herzla á að finna nýjar leiðir til að þekkja krabbamein þegar í byrjun. Manneldisfræðin og einkum fjörefnafræðin hefir fram að þessu mest beinst að hörgul- sjúkdómum barna, en beinist nú meir og meir að þörfum gamals .fólks, sem fer víðast hvar hlut- fallslega fjölgandi vegna leng- ingar mannsævinnar. Nýjasta sérgreinin í Ameríku nú fæst við ellisjúkdóma (geriatrics). Lyfjaefnafræðin er nú stund- uð af miklu kappi og samkeppni af hinum geysistóru og full- komnu lyfjaverksmiðjum í Ame- ríku og víðar, sem hafa á að skipa hinum lærðustu sérfræð- ingum, og má búast við ýmsu merkilegu þaðan. Þar á meðal er eitt lyf, sem talið er að auki mjög námshæfileika barna og nú eru gerðar tilraunir með. Það væri ekki ónýtt, ef hægt væri að útrýma horngrýtis heimsk- unni með pillum eða stungu- lyfjum. „Andanum gefur hún síðasfa leikinn í lafli" Sálin átti ekki upp á pallborð- ið um aldamótin. Heimspeking- arnir afneituðu ódauðleika henn- ar og líkskurðarmennirnir gátu hvergi fundið hræið af henni, þótt þeir leituðu með smásjá um allan líkamann. Af því var sú ályktun dregin, að hún væri ekki til, enda héldu sumir frægir vís- indamenn fram kenningunni um „heilahland“, eða með öðr- um orðum því, að vitund og vilji, ást og hatur, hugsjónir og trú væru ekki annað en dálítið mis- munandi samsett efnablanda, sem heilinn gæfi frá sér á svip- aðan hátt og nýrun gefa frá sér þvag. Guðfræðingarnir dingluðu með, neituðu öllum kraftaverk- um og sópuðu hinu stórfenglega táknmyndasafni trúfræðinnar niður í ruslakörfuna. — Mót- mælendakirkjan varð sums stað ar eins flísalögð og hvítkölkuð matvörubúð, án lita og flúrs, þar sem hafður var á boðstólum and- legur dósamatur frá fínustu niðursuðuverksmiðjum þýzkra háskóla; vantandi þau vítamín, sem höfðu verið liður í andlegu fóðri mannsandans frá ómuna- tíð, hina myndrænu túlkun, sem nær til dulúðar mannsins eins og fagurt listaverk eða full- komið kvæði. Uppeldisfræðing- arnir vörpuðu einnig fyrir borð ýmsum þeim fornu dyggðum, sem tekið hafa manninn tugi þúsunda ára að tileinka sér og gera hann að starfhæfri frumu í stærri heild. Aldamótavísindin, þetta van- skapað'a afkvæmi framþróunar- kenningarinnar, fundu mörg efnafræðileg og eðlisfræðileg BJÖRN BUNA Frá Birni er því ncer alt stórmenni komiö á Islandi. —LANDNÁMA Fáir hafa Birni bunu búið erfiljóð til sanns. íslendingar eflaust munu, afkomendur vera hans. Hans var Grímur hersir faðir — hetja fræg á Noregs grund — er nær tylftar aldaraðir, átt nú hefir væran blund. Björn var alinn upp í Sogni — yndislegri héraðs bygð — þar, sem æskulífs í logni lifnar innsta þrá og dygð. Og er þrekið vóx og vizka, valdri skeið ’ann ýtti á haf. Áræðinn var — á ég gizka — afla frægð, sem honum gaf. Spáðu honum völvur vísar, virðingu og nægum seim. Hamingju og heilladísar hylli, ’ann vann og unni þeim. Gefur sagan glöggt til kynna — göfugur sá hersir var. Hefir fyrir mikið minna margur notið virðingar. Merkra bænda maki talinn, mikið átti og fagurt bú. Áhríns voru orð hans valin, áa sinna hélt ’ann trú. Reisulegt var heima á hlaði, húsin mjög af rammleik gerð. Noregs, þá og ný, byrjaði norræn framför undraverð. Ættfaðinnn, göfgi og góði, gagnlegt er að minnast þín. Víkingurinn frægi og fróði, frægðar ljóminn af þér skín. Þitt var ráð að leita landa, landnám hefja á hverri strönd, sýna dugnað hagleiks handa, helg og vernda ættarbönd. Ættmenn þínir ísland námu — eldi þar um farið var — undirlendið alt að Glámu, upp til jökla víðast hvar. Eignuðust þeir íslenzkt ríki, óðul góð og laga bönd. Enginn var þinn annar líki ættfaðir, á Noregs strönd. Sú var Bjarnar einka iðja, er hann tómstundanna naut — alla sína ungu niðja áminna, um að sigra í þraut. Og hann bað þá um að geyma, erfða sinna dýrsta þátt. „Norræn tunga á huliðs heima, haldið fast í þennan mátt.“ Þó að nú sé aldar andi annar, en á fornri tíð, flytjist þjóðir land úr landi, leiðist saman út í stríð, Björns er dæmi gilt hið góða — getur enginn þar um vélt. Ættin hans, á andans gróða, ávöxtunum þjóðin hélt. íslenzk tunga unun veitir öllum þeim sem hugsa rétt, hugarstríði, í huggun breytir, hollráð, allra manna stétt. Og er góðir menn vel muna, að meta hvað þeim göfga ber, þá er eins og Björn minn buna, bregði fyrir sjónir mér. Jón Magnússon Seattle, Wash. MeS eins atkvæðis meirihluta: Hafnarhóskóli ieggst gegn afhend- ingu handritanna En danska stjórnin boðar nú frumvarp um handritamálið á þingi. Danska ríkisstjórnin sendi á sínum tíma Kaupmanna- hafnarháskóla álit dönsku handritanefndarinnar til um sagnar, og samkvæmt frétt í gærkvöldi hefir háskóla- ráðið nú afgreitt málið fyrir sitt leyti. Það samþykkti með aðeins eins atkvæðis meirihluta tillögu, þar sem lagt er til, að engu af hand- ritunum verði skilað Islend- ingum! Þessi athugun Kaupmanna- hafnarháskóla hefir tekið lang- an tíma, og augljóst er af af- greiðslu háskólaráðsins, að þar hafa verið mjög skiptar skoðan- ir um, hvernig svara bæri dönsku ríkisstjórninni. Er þessi afstaða meirihluta háskólaráðs- ins í samræmi við vilja þeirra fulltrúa í handritanefndinni, sem skilningslausastir voru í garð íslendinga í þessu máli. Frumvarp boðað. Fleming Hvidberg, mennta- málaráðherra Dana, boðaði í gær, að danska ríkisstjórnin myndi innan skamms leggja fyr- ir ríkisþingið frumvarp varðandi handritamálið. Hins vegar gat menntamálaráðherrann þ e s s ekki, hvers efnis frumvarp þetta myndi verða. Virðist hins vegar af þessu mega vænta, að skriður komizt nú á handritamaftð, hVer svo sem úrslit þess verða. —A.B.; 29. febr. I San José í Kaliforníu stendur einkennilegt hús. Það rúmar 160 herbergi og telst því stórhýsi,— jafnvel í Ameríku. En það furðu- legasta við hús þetta er, að þar er mesti fjöldi af stigum, sem hvorki liggja á næstu hæð fyrir neðan né ofan, auk þess sem þar er að finna aragrúa ljósrofa og rafleiðsina, sem ekki eru í sam- bandi við neina rafveituþræði. Það var kona ein, frú Winchest- er, sem teiknaði stórhýsi þetta og sá um byggingu þess, en hún var með öllu ólærð í húsagerðarlist. Tók hús sér þetta fyrir hendur að lækna ráði, þar eð þeir töldu hættu á að hún sturlaðist, ef ekkert yrði til að dreifa harmi hennar, eftir að maður hennar hafði látizt af slysförum. Og hún hélt áfram þessari byggingar- starfsemi í 36 ár, eða þangað til hún andaðist frá öllu saman. lögmál, sem ekki er hægt að þverskallast gegn án þess að bíða tjón á líkamlegri heilsu sinni. Þau voru yfirleitt andvíg trúar- brögðunum, en kjarni þeirra er að halda fram andlegum lög- málum, sem maðurinn er háður, bæði sem einstaklingur og fé- lagsvera, og getur ekki brotið án þess að það leiði til ófarnaðar. Og til ófarnaðar leiddi þessi vís- indastefna, sem stærði sig af að vera frjálslynd. í stað fornra kirkjukenninga komu pólitísk trúarbrögð, steinrunnin í kreddu fastri efnishyggju, miskunnar- laus og djöfulleg í afneitun sinni á allri mannhelgi. í stað hins fyrirheitna frelsis hélt kúg- unin innreið sína, hrokafull og hnakkakert á sínum hvíta gæð- ingi, með pyntinguna að vopni og skelfinguna að uppeldistæki. Við höfum séð hér að framan, hvernig hallæri og hörgulsjúk- dómar í lok fyrir heimsstyrjald- ar beindi læknisfræðinni inn á r.ýjar og sigursælar brautir. Sú örlögum þrungna barátta, sem nú er háð eftir síðari styrjöld, um andleg og menningarleg verðmæti, á sennilega sinn þátt í þeirri stefnubreytingu, sem er að verða innan læknisfræðinnar og þótt hefði næsta ólíkleg fyrir 30 árum. Hin vísindalega lækn- isfræði einblíndi þá á líkamleg- an uppruna sjúkdómseinkenna. Nú er farið að rekja aðdraganda og einkenni sífelt fleiri sjúk- sjúkdóma til sálarlegra og and- legra orsaka. Þetta á ekki aðeins við um ýmsa taugasjúkdóma, heldur og oft og einatt um ýmsa sjúkdóma í hjarta og æðum, svo sem háan blóðþrýsting, melting- arsjúkdóma, einkum magasár, og jafnvel suma húðsjúkdóma. Það er farið að leggja á það ríka áherzlu að meðhöndla ekki að- eins hið sjúka líffæri, heldur og sál sjúJdingsins, byggja upp andlegt þrek hans og á það ekki hvað sízt heima við allar stórar skurðlæknisaðgerðir. Sálrænar lækningar eru nauðsynlegur þáttur í læknisstarfinu, en sá hefir að vísu verið háttur fram- úrskarandi lækna á öllum öld- um, hvort sem um hefir verið að ræða hörundsflúraðan töfra- mann í frumskógum Afríku, eða krúnurakaðan munk á miðöld- um eða háskólaprófessor á 20. öld. Þetta er svo umfangsmikið efni, að gera verður því skil í sérstökum þætti einhvern tíma síðar. Verður þar einnig minnst á kraftaverkalækningar, sem ýmsir læknar hafa viðurkennt, að eigi sér stað, t. d. hinn frægi Nóbelsverðlaunamaður Alexis Carrel. —Mbl. 20. jan.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.