Lögberg - 27.03.1952, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 27. MARZ, 1952
3
Söngför „Geysis"
landa verður 16
Karlakórinn Geysir fer söng-
för til Noregs, Svíþjóðar og Dan-
merkur nú í vor, í tilefni af 30
ára afmæli kórsins, og jafnlangri
söngstjórn Ingimundar Árnason-
ar. „Geysir“ hefur lengi haft hug
á utanför, en það er fyrst nú, sem
sá draumur verður að veruleika.
Förin var nýlega afráðin og er
skip ráðið til fararinnar, „Hekla“
Skipaútgerðar ríkisins. Auk kór-
félaganna og gesta þeirra, komast
90 Norðlendingar og Austfirðing-
ar með í förina. „Geysir“ og
Ferðaskrifstofa ríkisins leigja
skipið sameiginlega og hefst ferð
in hér á Akureyri 16. maí næstk.
Skemmliför sniðin fyrir
hentugleika strjálbýlisins.
Stjórn „Geysis“ skýrði frétta-
mönnum hér frá þesum málum
sl. mánudag og hafði Hermann
Stefánsson orð fyrir „Geysis“-
mönnum. Hann vakti athygli á
því, að karlakórinn Geysir er
arftaki Heklu gömlu, er fyrst ís-
lenzkra kóra fór í söngför til út-
landa, Noregsförina frægu 1905.
Enn starfar í „Geysi“ einn af
gömlu Heklungunum, Oddur
Kristjánsson frá Glæsibæ, og fer
hann í söngförina með „Geysi“
og e. t. v. verða fleiri Heklungar
í ferðinni, sem skemmtiferða-
menn.
Ferðiskrifstofa ríkisins og
„Geysir“ hafa í sameiningu leigt
strandferðaskipið Heklu til farar
innar. Er þar rúm fyrir 160 far-
þega, og þegar „Geysis“menn og
gestir þeirra eru frá taldir, verð-
ur hægt að selja 90 farmiða. Er
svo ákveðið, að Norðlendingar og
Austfirðingar sitji fyrir þessum
farmiðum og að þessi skemmti-
ferð verði miðuð við þeirra hent-
ugleika en ekki Sunnlendinga,
svo sem er í þeim skemmtiferð-
um, sem farnar eru á íslenzkum
skipum frá Reykjavík.
Hekla tekiu. Austfirðingana á
leið sinni hingað austur fyrir
land um miðjan maí, en siglir
héðan beint til Þrándheims, 16.
maí.
Norðlendingar og Austfirðing-
• ar hafa frest til mánaðamóta að
panta þessa farmiða, eftir það
verður afgangurinn, ef einhver
verður seldur í Reykjavík. En
víst má telja, að færri komizt
með héðan að norðan og austan
en vilja og mun þegar langt kom-
ið að selja þessa farmiða.
Verð farmiðanna fyrir alla
ferðina, fargjald, matur og gist-
ing og einhver smærri ferðalög
í landi, er frá kr. 3600.00 til 4450,
eftir því hvar í skipinu menn
velja sér klefa, en allt skipið
verður eitt farrými í ferðinni.
Tilhögun ferðarinnar.
Siglt verður frá Akureyri að
kvöldi 16. maí og komið til Þránd
heims 19. maí, og verður það
fyrsti konsert „Geysis.“ Norska
kórasambandið, Norges Lands-
sangerforbund, tekur á móti
„Geysi“ og undirbýr hljómleik-
ana og verður ritari sambandsins
Valter Aamodt, með í ferðinni
eftir að komið er til Noregs. Síð-
an verður haldið suður með Nor-
egsströndum og siglt innan sker-
jagarðs. Hinn 20. verður komið
til Molde og hinn 21. til Álasunds
—vinabæjar Akureyrar.
„Geysis“menn h a f a boðið
bæjaryfirvöldunum hér að taka
C0PENHAGEN
ll""1 ■ - - a—■
Bezta munntóbak
heimsins
dvalið fram til kvölds 31. maí, en
þá stigið á Heklu á ný og haldið
heim á leið með viðkomu í Þórs-
höfn í Færeyjum 3. júní og verð-
ur sungið þar, en síðan haldið
upp. til Austurlands, og s.vo til
Akureyrar, en ætlunin er að
koma heim aftur 5. júní.
Verðskulduð viðurkenning.
„Geysis“-menn eru bjartsýnir
að þessi ferði verði skemmti-
leg, enda sýnist ferðaáætlunin
og fyrirkomulagið allt benda til
þess. Kórinn nýtur nokkurs
stýrks frá bæ og ríki til söng-
ferðarinnar, og er það verð-
skulduð viðurkenning til kórsins
fyrir 30 ára merkilegt starf. Þó
leggur kórinn mest til málanna
sjálfur. Fyrir „Geysis“-félögvun
vakir ekki sízt að heiðra söng-
stjóra sinn, Ingimund Árnason,
fyrir frábæra söngstjórn og
mikið og óeigingjarnt starf í
þágu kórsins allt frá stofnun
hans. Um þessar mundir æfir
kórinn af kappi undir söngför-
ina. Á söngskránni verða aðal-
til lega íslenzk lög.
til Noregs o. fl.
maí fil 5. júní
Flateyjarbók þá hina miklu, er
bærinn gefur Álasundi, til flutn-
ings þangað, og afhenda hana,
en ekki hafði þetta verið ákveð-
ið á mánudaginn, að því er stjórn
in sagði.
Hinn 22. maí verður komið til
Bergan, 23. maí til Haugasunds.
Sá bær gaf Heklu fánann 1905, og
væri vel tilfallið að hann yrði
með í förinni. Til Stafangurs verð
ur komið 24. maí og síðan siglt
inn óslófjörð, líkl. með viðkomu,
en til ósló verður komið 25. maí.
Á öllum þesum stöðum heldur
„Geysir“ hljómleika, og í ósló
syngur kórinn auk þess í útvarp.
Alls staðar í Noregi, þar sem
því verður við komið, verður
ferðast eitthvað um í landi, bæir
og merkir staðir skoðaðir o. s.
frv. og hefur Ferðaskrifstofan
stjórn þeirra mála með höndum.
Til Svíþjóðar og Danmerkur.
Frá ósló verður siglt
Gautaborgar og komið þer 28.
maí.—Verður sungið þar á Lise-
berg. Göteborgs og Bohuslans
Sangerforbund tekur á móti kór
num og annast fyrirgreiðslu. Frá
Gautaborg verður haldið til Dan-
merkur, e. t. v. til Álaborgar og
sungið þar, þótt ekki sé endan-
lega ráðið, en til <Kaupmanna-
hafnar verður komið ekki síðar
en 30. maí, en ekki er líklegt að
þar verði konsert. 1 Höfn verður
Eini bóndi veraldarinnar, sem aðeins
sfundar fiðrildabúskap
Allir farmiðar seldir!
í gær voru allir farmiðarnir
með Heklu pantaðir, af Akur-
eyringum og Austfirðingum
aðallega. Komust miklu færri
að en vildu. Hefir þessi tilraun
að stofna til siglinga til útlanda
frá annarri höfn en Reykjavík
því gefið góða raun og sýnt, að
víðar er guð en í Görðum.
—DAGUR, 13. febr.
í litlu þorpi í Kent á Englandi
er lítið býli, sem aðeins hefir til
umráða fjórðung úr ekru lands.
Þar er stundaður búskapur, sem
mun vera einsdæmi í heiminum.
Þarna býr maður að nafni Hugh
L. Newman, oft nefndur fiðrilda-
maðurinn í Kent.
Við býli hans eru öll tré og
runnar þakin lirfum, því að
Newman elur upp fiðrildi í tug-
þúsunda tali. Inni í húsunum
eru glerker og glerhylki full af
fiðrildum af hinum margvísleg-
ustu tegundum og afbrigðum.
Viðskiptavinir þessa nýstárlega
bónda eru rannsóknarstofur,
skólar, söfn, tilraunastöðvar
landbúnaðarins, fiðrildasafnarar
og eigendur stórra búgarða.
Stærstu pöntunina hefir New-
man fengið frá nýsjálenzku
stjórninni, sem vildi fá sextíu
þúsund lirfur af sérstakri fiðr-
ildategund til þess að eyða ill-
gresi.
Öll þroskastig og afbrigði.
Á býli Newmans má sjá allt
æviskeið fiðrilda á einni klukku-
stund, því að fiðrildin eru þar á
öllum stigum lífs síns. Ævi
þeirra er frá hálfum mánuði upp
í tvö ár.
Litadýrð hinna ''fullvöxnu
fiðrilda er mikil og margbreyti-
leg, og vængir sumra eins stórir
og lófi manns. Sum afbrigði eíu
svo fágæt, að þau eru fimm
hundruð sinnum meira virði en
hinar algengari tegundir. Kven-
dýr eins afbrigðisins gefa frá sér
ilm, sem karldýrið finnur mílu
vegar.
Brautryðj andinn.
Það var faðir Newmans, sem
hóf þennan fiðrildabúskap fyrir
51 ári. Hann hafði verið skrifari
hjá tóbaksverzlun, en safnaði
fiðrildum í tómstundum sínum.
Hann seldi Rothschild lávarði
safn sitt fyrir meira fé en hann
fékk í árslaun hjá tóbaksverzl-
uninni. Og það varð til þess, að
hann hætti skrifarastörfum og
afréð að stofna fiðrildabú. Nú
á hann hlutdeild í búskap sonar
síns.
Einu sinni var Newman eldri
á fiðrildaveiðum í námunda við
geðveikraspítala í Suður-Eng-
landi. Hafði hann háf til þess að
veiða með fiðrildin. Fólk, sem
átti leið hjá, spurði, hvort hann
hefði týnt einhverju. Newman
sagðist vera að leita að „öndum.“
Að lítilli stundu komu gæzlu-
menn frá sjúkrahúsinu og
veiddu hann sjálfan í net, áður
en hann gat gert þeim grein
fyrir því, að „anda“ nefndi hann
sérstakt afbrigði fiðrilda.
Saga þessi gerðist 1898 og
birtist víða í blöðum á því ári.
Skipið „Mohawk“ var í sigl-
ingum til austurstrandar Ame-
ríku. Það hafði siglt úr höfn í
St. Thomas og var á heimleið
til Bretlands. Skipið hafði hreppt
ofviðri og sigldi nú með rifuðum
seglum í stórsjó, en þó var hið
versta um garð gengið. Skip-
stjórinn hét Benner. Hann hafði
haft langa varðstöðu meðan ó-
veðrið geisaði og ætlaði að leggj-
ast til svefns er leið að miðnætti.
Hann gaf stýrimanni fyrirskip-
un um að stýra í norður og kalla
á sig ef veðrið versnaði. Hann
lagði sig á legubekk í klefa sín-
um, en þegar klukkan sló tvö
varð hann var manns í herberg-
inu. Ljós logaði á lampa. Sá
hann manninn greinlega og tók
eftir því, að hann hafði grænan
sjóhatt á höfði. Heyrði hann að
maðucinn sagði: „Skipstjóri,
breyttu stefnunni og stýrðu til
suðvesturs.“ Skipstjóri gekk út
á dekk. Hann spurði stýrimann
hví hann hefði látið vekja sig.
Hinn sagðist engan hafa sent til
að vekja hann. Skipstjórinn hélt
að þetta hefði verið draumur og
lagði sig aftur til svefns. En
ekki leið á löngu, er hann var
aftur vakinn með sama hætti og
maðurinn með græna sjóhattinn
mælti hið sama og áður um leið
og hann hvarf út um stigadyrn-
ar. Skipstjórinn glaðvaknaði og
flýtti sér upp stigann á eftir
manninum en sá engan á þil-
fari nema stýrimanninn sem var
á vakt og fullyrti enn, að hann
hefði engan mann sent inn í her-
bergi skipstjórans.
Benner skipstjóri sneri nú
aftur til herbergis síns og þótti
mjög kynlegt sem fyrir hann
hafði borið. Og nú birtist mað-
urinn í þriðja sinni með sama
hætti og áður, sagði sömu orðin
um að stýra í suðvestur, en bætti
nú við þessum varnaðarorðum:
„Ef þú gerir þetta ekki nú, verð-
ur það of seint.“ Síðan hvarf
hann. Skipstjórinn þaut upp á
Hægt að fó skip
í Bretlandi í
stað Laxfoss
Ekki er enn svo langt komið
þessum athugunum, að neinar
ákvarðanir hafi verið teknar, en
lögð verður áherzla á að reyna
að leysa þetta vandamál hið
fyrsta.
M. a. mun þess kostur að fá
farþegaskip í Bretlandi, er get-
ur flutt upp undir 300 farþega.
Skip þetta er fáanlegt á hag-
stæðu verði, eða fyrir 1,2 millj.
kr. að sögn — eða svipaða upp-
hæð og Laxfoss var vátryggður
fyrir — og það murfbúið vélum,
sem hafa reynzt vel, en um kosti
og galla skipsins að öðru leyti
með tilliti til þess hlutverks,
sem það fengi hér, ef það yrði
keypt, verður ekki sagt að svo
stöddu.
Að því er Vísir hefir heyrt
munu engar vonir til þess, að
nýtt skip fengist smíðað í stað
Laxfoss á skemmri tíma en 2 ár-
um, og á þeim viðsjálu tímum,
sem nú eru, gæti margt orðið til
að tefja skipasmíði, og hnígur
allt að því, að heppilegast væri
eins og sakir standa, enda bráð
nauðsyn, að fá þegar í vor hent-
ugt skip til ferðanná-.
Bæjarstjórn Akraness hefir
samþykkt að fela bæjarráði, að
beita sér fyrir útvegun á skipi,
er fullnægði flutningaþörfinni
milli Akraness og Reykjavíkur,
og athuga skilyrði til samstarfs
við aðila í því efni. Væntanlega
verður um samstarf um lausn
þessa vandamáls að ræða, því
hún hlýtúr að byggjast á því, að
sama skip annist bæði Akraness-
og Borgarnessferðir, þar sem
annað yrði of kostnaðarsamt.
Slíkt er að minnsta kosti álit
manna, sém kunnugir eru þess-
um málum.
þilfar og gaf skipun um að stýra
í suðvestur. Yfirmenn skonnort-
unnar urðu mjög undrandi og
óánægðir og ræddu um nauðsyn
þess að taka skipstjórann og
loka hann inni, því að hann væri
auðsjáanlega ekki með öllum
mjalla. En skömmu eftir birt-
ingu kallaði varðmaðurinn í
mastrinu að einhver þústa væri
fram undan. Kom nú í ljós að
þetta var bátur og lágu í hon-
um fjórir menn. Einn af þeim
var með grænan sjóhatt. Menn-
irnir voru teknir um borð í
„Mohawk“. Reyndust þeir vera
af skipi, er farist hafði í óveðr-
inu og höfðu þeir verið í bátn-
um sex daga matarlausir á
hrakningi. Einn af þeim var
skipstjórinn. Hann hafði græna
sjóhattinn. Nokkrum dögum
síðar þegar hann var orðinn
hress og var að spjalla við
Benner skipstjóra spurði hann
hvort hann tæki mark á draum-
um. „Eftir að ég kom hingað,“
sagði hann, „hefi ég verið að
hugsa um að ég kannaðist ein-
kennilega vel við mig hér í skip-
stjóraklefanum. Ég hygg að ég
hafi komið hér áður. — Nóttina
áður en þið funduð okkur
dreymdi mig að ég kom hingað
og sagði þér að breyta stefnunni
til suðvesturs. Ég kom hingað
þrisvar og í þriðja skiptið breytt-
ir þú stefnunni og ég vaknaði
við það að „Mohawk“ var að
koma upp að. bátshliðinni.“ —
Benner skipst'óri staðfesti sög-
una og staðfesti að skipstjórinn
með græna sjóhattinn væri
sami maðurinn og sá er birtist
honum.
—VÍSIR
* ~
Kaupið Lögberg
-TIMINN, 21. febr.
—VÍSIR, 15. febr.
DULRÆN FRÁSÖGN:
U
Stýrðu í suðvestur"
Business and Professional Cards
PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Viðtalstími 3—5 eftir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih St. Winnipeg PHONE 924 624
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Phone 21101 ESTIMATES L* u irir J. M. INGIMUNDSON
Fasteignasalar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Asphalt Roofs and tnsnlated Siding — Repairs Country Orders Attended To
Phone 927 538 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 204 845
PHONE 722 401
FOR QUICK. RELIABLE
SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selklrk. Man.
Office Hours 2.30 - 6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
GIMLI FUNERAL HOME
51 First Avenue
Ný útfarax-stofa með þeim full-
komnasta útbúnaði, sem völ er
á. annast virðulega um útfarir,
selur líkkistur, minnisvarða og
legsteina.
Alan Couch. Funeral Director
Phone—Business 32
Residence 59
DR. A. V. JOHNSON
Demtist
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephonpe 202 396
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœövngar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur i augna, eyrna, ncf
og hdlssjúkdömum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 923 815
Heimasími 403 794
CANADiAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. D. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
447 Portage Ave.
Branch
Store at
123
TENTH ST.
BRAND9N
Ph. 926 885
CUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALD80N
Your patronage will be appredated
Offlce Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Ofíice Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar.
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Bherbrook Street Selur llkkiatur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. BtofnaO 1894 Simi 27 324 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEO CL1N1C St. Mary’s and Vaughan, Wtnnipeg p'hONE 926 441
Phone 23 996 706 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavillion. General Hospital. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouqueta, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages. Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 PHONE 927 025 1 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Acconntant* 505 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG MANITOBA
Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Solicitors Ben C.Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 560 Canadlan Bank of Commeree Chambers Wlnnlpeg, Man. Pbona 9X3 961
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka flt með reyknum.—Skrifið, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Sínmr: 33 744 — 34 431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227
DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 928 952 WINNIPEG Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.