Lögberg


Lögberg - 27.03.1952, Qupperneq 4

Lögberg - 27.03.1952, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. MARZ, 1952 J.ööbtrg GeflC Ot hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritetjórans: HÐITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Tveggjcs bóka minst Stefán Einarsson: SKÁLDAÞING. 472 blaðsíður Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar, Reykjavík, 1948. Það hefir dregist úr hömlu, að ég mintist allmargra bóka, er mér bárust að gjöf á árinu, sem leið, og framan af þessu ári; á þessu bið ég afsökunar, þótt í nokkrum tilfellum hafi óviðráðanleg atvik valdið drættinum. Um jólaleytið barst mér mikil bók og merk, Skálda- þing, ritgerðasafn um merka rithöfunda eftir dr. Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins háskólann í Baltimore, Maryland. Mér þótti vænt um að eignast þessa bók og geymi hana eins og sjáaldur auga míns. Flestar hafa áminstar ritgerðir áður birzt á prenti, svo sem í Tímariti Þjóðræknisféiagsins, Eimreiðinni, Iðunni og víðar, og munu þó tiltölulega fáum kunnar hér vestra, því útbreiðsla hlutaðeigandi tímarita hér um slóðir hefir jafnan verið að mun takmarkaðri, en átt hefði að vera; það er því enginn smáræðis fengur í því fólginn, að fá nú ritgerðirnar í einni heild og það því fremur, sem bókin er svo vel úr garði gerð að ytra frágangi, að til undantekninga má telja. Innihald bókarinnar er á þessa leið: Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar, Nokkrar athugasemdir um skáldsögu Jóns Thoroddsen, Úr ferðasögu Charles Ed- monds á íslandi 1856, Benedikt Gröndal og Heljarslóð- arorusta, Presturinn á Vökuvöllum eftir Goldsmith og Jón Þorláksson, Alexander Kjelland og Gestur Pálsson, Þorgils gjallandi, Þættir af Einari H. Kvaran — Guð- mundur Magnússon — Jón Trausti, Indriði Einarsson, Frá Guðmundi Friðjónssyni og sögum hans, Jón Sveins- son áttræður, Sigurður Nordal, Guðmundur Finnboga- son sjötugur, Tveir merkismenn, Guðmundur Kamban fimtugur, Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness, Kristmann Guðmundsson og Guðmundur Hagalín. Af efnisyfirlitinu má ljóslega ráða, hve margra ó- líkra grasa gætir í bókinni, þótt hitt sé vitaskuld meira um vert af hve mikilli sálrænni nærgætni þeim er lýst. Við lestur bókarinnar varð mér starsýnast á þá höfunda, sem ég hafði persónulega kynst, svo sem þá Indriða Elinarsson, Guðmund Magnússon, Sigurð Nor- dal, Guðmund Kamban, Guðmund Finnbogason, Einar H. Kvaran, Guðmund Friðjónsson, Halldór Kiljan Lax- ness og Gunnar Gunnarsson; allir þessir merku menn stóðu lifandi fyrir hugskotssjónum mínum, ég þokaðist nær þeim við lesturinn og rifjaðist þá upp í vitund minni eitt og annað, sem ég mundi glögt eftir og mér þótti sérstæðast í dagfari þeirra og skapgerð; þetta á einkum við um Indriða Einarsson, því honum kynt- ist ég allnáið, þótt með okkur væri mikill aldursmunur; fundum okkar bar svo að segja daglega saman í all- mörg ár, og oftast laut samtalið að leikritum og ljóðum. Guðmund Finnbogason muna allir, er áttu því láni að fagna að kynnast honum, og þá ekki hvað sízt, er kviknaði í honum á ræðupalli. Guðmund Friðjónsson man ég bezt frá Þingvallafundinum 1907, er hann hafði Sigurð konung sýr að ræðutexta, en Gunnari Gunnars- syni kyntist ég á Ljótsstöðum í Vopnafirði; mér fanst hann þá ólíkur öðrum sveinum á svipuðu reki, og hann varð jafnframt ólíkur öðrum mönnum, er aldurinn færðist yfir hann, en þá komst hann brátt í röð hinna stærri spámann^, þeirra, er við ritstörf fengust. Góður fengur þykir mér að ritgerð dr. Stefáns um Guðmund Magnússon — Jón Trausta, þennan ram- íslenzka brautryðjanda í íslenzkri skáldsagnagerð, er lézt um aldur fram, en var altaf að vaxa. Góðar bækur verða manni eins og hollir vinir, og ég get fullvissað dr. Stefán Einarsson um það, að með bók hans Skáldaþingi og mér, hefir þegar tekist hin bezta vinátta. ★ ★ ★ ★ Bragi Sigurjónsson: HRAUNKVÍSLAR, ljóð. Akureyri Preniverk Odds Björnssonar, 1951. Þetta er önnur ljóðabók Braga Sigurjónssonar, er hún hvorki fyrirferðarmikil, né heldur lætur hún mikið yfir sér, þó hefir hún engu að síður eitt og annað til síns ágætis, því þar er að finna hreint ekki svo fá góð kvæði, sem gott er að lesa og muna; yfir höfuð eru ljóðin vel kveðin, þótt eigi hafi höfundur náð þeirri silfruðu lýrik, er svipmerkti ljóð föður hans, Sigurjóns Friðjónssonar á Litlu-Laugum. Það stafar engri sérstakri birtu frá ljóðum Braga, heldur minna þau fremur á kaldar hraunkvíslar í sam- ræmi við heiti bókarinnar, þó tærar geti þær að vísu verið og svalandi; höfundur er snortinn geðhrifum þjóðfélagslegra umbóta, og leitast við að verða ádeilu- skáld, þótt eldinn skorti enn sem komið er til að ná fullum tökum á slíkum viðfangsefnum; við þennan tón kveður í ijóðinu „Framsöguræða íhaldsmanhs í fram- færzlunefnd“, en þannig er fyrsta erindið: í bárujárnsskúr, sem braggi nefnist býr hún og krakkarnir fjórir. Þarna er kuldi, þrengsli og raki en þetta skrimtir og tórir, enda prédikar presturinn okkar um píslarvættið í kirkjum, og svo hefir föðurleg fátækrastjórnin fóðrað hópinn á styrkjum. Ekki verður sagt að Bragi Sigurjónsson sé auðugur að fögrum lífsmyndum, þótt sums staðar bregði fyrir nokkurri birtu; þetta dylst engum, er með athygli les fyrsta kvæði bókarinnar, „Hraunkvíslar,“ en í því er þessi vísa: Lengi hafði ég leitað, lengi hafði ég vonað, lengi hafði ég trúað á ljúfra drauma sýn. Líflaus, svartur sandur seildist mér að hjarta, nöpur auðnarnóttin næddi sporin mín. íslenzka þjóðin, engu síður en aðrar þjóðir, þarf á hressandi ljóðum að halda, er styrki hana í örðugri iífsbaráttu um grýtta vegu sundrungar- og upplausnar- afla og greiði göngu hennar á brattans fjöll. A Most Enjoyaöle Gathering More than a hundred members and guests of the Icelandic Can- adian Club enjoyed the delight- ful and unusual program given by the club Moday night in the Lower auditorium of the First Federated church. Walter Larusson, a member of the club’s executive board, gave a vivid and living pre- sentation of his personal im- pression of his visit to Iceland and the Icelandic Community in London last summer. He was impressed with the enchanting farm and coloring of the Ice- landic scenery, which seems to inspire such a large number of Icelanders to take up painting. as a profession or a hobby.” He described some of the outstand- ing works of Einar Jónsson, the sculptor, who visited Winnipeg in 1918, and who created the model for the fine statue of Jón Sigurdson which stands on the grounds of the Manitoba Legi- slature in Winnipeg. In London, he said, a series of Linguaphone records with Icelandic language lessons, have just been com- pleted. A novelty feature of the pro- gram was millinery model show given by 9 members of the Evening Alliance of the First Federated Church. The Skit was an hilarious riot of visual extravaganza and humourous comment (given by Miss Elsie Petursson, decked out in a svelte grey satin gown, and an in- verted silver cake basket for a “chapeau,” a pert spray of flowers blooming on top of it, and a huge pink bow at the side. Other original creations were: a floor-mop turban with flow- ing burnoose; a tall, fluted lamp shade with a cascade of flowers; a “stove pipe” model, complete with “elbows” and velvet in- serts, the model sporting a be- ribboned tin funnel as a hand bag; a modest number was a red hot-water bottle, hugging the head and tied undir the chin with a ribbon, and a smaller replica carried as a hand bag. The remaning models were equally cunning, and with the variety of costumes, furs and accessories gave quite an im- pression of elegance and hearty good humour. The girls received an ovation of thunderous applause. A group of students from the Winnipeg Normal School, (some of them being Icelandic), the girls in gay swirling skirts and peasant blouses, gave a demon- stration of square dances, and later led the various sets as the audience took part in a series of jolly folk dances. The social committee served a buffet lunch. This meeting was unanimously voted as one of the most successful and spontaneously gay social gather- ings we have had. H. D. Merkileg þýðing Jobsbókar Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK í hugum kristinna manna almennt er Biblían, að vonum, fyrst og fremst hið ódauðlega trúarrit, óþrotleg uppspretta lífsins vatns, eilífra sanninda og hinnar dýpstu speki. Hinu hættir mönnum til að sjást yfir, að Ritningin er jafn auðug að bókmenntalegri fegurð og snilld, að skáldlegu hugarflugi og djúpu innsæi. Og fáar eða engar bækar Biblíunnar jafn- ast að bókmenntagildi og snilld við Jobsbók, enda hafa önd- vegisskáld víða um lönd hlaðið hana slíku lofi, að þau hafa vart getað fundið aðdáun sinni hæfan orðabúning. Það er því óneitanlega athyglisvert, að nýkomin er út á vegum ísafoldarprentsmiðjunnar í Reykjavík ný íslenzk þýðing af Jobsbók, og hún í ljóðum, eftir Ásgeir Magnússon kennara frá Ægissíðu; er þetta í fyrsta sinni, að íslenzkt skáld hefir færst í fang það vandaverk að snúa þessari stór- brotnu ljóðsögu á bundið mál. Jafnframt er þó skylt að geta þess, að sálmaskáldið séra Valdimar Briem orti á sínum tíma merkan trúarljóðaflokk út frá Jobsbók (Ljóð úr Jobs- bók, Winnipeg, 1908), og var kostnaðarmaður útgáfunnar sá mæti maður, og einlægi vinur kirkju og kristni, Halldór S- Bardal, fyrrum bóksali í Winnipeg. En hverfum aftur að þýðingu Asgeirs Magnússonar, sem öll er þannig úr garði gerð, að hún ber fagurt vitni þeirri alúð,- sem hann hefir lagt við þetta vandaverk sitt. Hefir hann, eins og helmildaskrá hans ber með sér, kynnt sér hin ágætustu rit um viðfangsefni sitt, erlend og íslenzk, en til grundvallar þýðingu sinni hefir hann lagt þýðingu Jobs- bókar í Endurskoðuðu ensku Biblíuþýðingunni (The Holy Bible, Revised Version, Oxford, 1895), en jafnframt haft nokkra hliðsjón af hebreska textanum. Einnig er prentuð í bókinni, lesandanum til hæðarauka og samanburðar, þýðing prófessors Haralds Níelssonar úr íslenzku Biblíunni frá 1912. Ásgeir fylgir þýðingu sinni úr hlaði með inngangsköfl- um um stöðu Jobsbókar í bókmenntum heimsins, viðfangs- efni hennar, endurgjaldskenninguna, efnisskipun Jobsbókar, aldur hennar og höfund; síðan kemur þýðingin sjálf þvínæst ítarlegar skýringar við Jobsbók, kaflar um ljóðahætti henn- ar og varðveitzlu,'og að síðustu heimildaskrá og lokaorð, auk Jobsbókarþýðingarinnar úr íslenzku Biblíunni, sem fyrr getur. Allar eru skýringar þýðanda, eða „Huganir“, eins og hann nefnir þær, hinar greinabeztu, fróðlegar, og geta því orðið lesandum til mikils skilningsauka, en margt er það í Jobsbók, sem skýringar er þörf, eigi menn að njóta þess til fulls og meta að verðleikum. Að bókmenntagildi og ritsnilld Jobsbókar hefir þegar vikið verið, en henni er að verðugu skipað í flokk mestu meistaraverka heimsbókmenntanna. Eigi skipar hún óæðri sess, þegar litið er á stórbrotið og sígilt viðfangsefni hennar, en það skilgreinir Ásmundur prófessor Guðmundsson ágæt- lega í þessum orðum í hinu prýðilega riti sínu, Inngangs- fræði Gamla testamentisins (Reykjavík, 1933) sem þýðandi hefur tekið upp í inngangskafla sinn um þetta grundvallar- atriði: „Jobsbók er framúrskarandi meistaraverk bæði að efni og formi og trúarreynslu . . . Hún lýsir efasemdum og sálar- stríði útaf raunum rettláts manns og verður af máttug trúar- sókn. Ráðgátan mikla sem barizt er við er þessi: Hvernig fá þjáningar góðs og guðrækins manns samrýmzt því að Guð sé réttlátur?" Við þetta mikla vandamál hafa hugsuðir og heimsþek- ingar allra alda og menningarþjóða verið að glíma, og orðið sú gáta vandráðin. Svo fer Job einnig, þó að honum skíni að síðustu við sjónum bjart ljós nýrrar trúarvissu, þegar glímu hans við Guð sinn lýkur, enda hefir Job þá jafnframt tekist að hrekja að fullu röksemdir vina sinna og rifið stoðirnar undan endurgjaldskenningu þeirra, þeirri kenningu, „að synd sé orsök og undanfari allra þjáninga“; jafnframt verður hann málsvari jákvæðari lífsskoðunar, og eru þeirri hlið málsins gerð glögg skil í eftirfarandi orðum þýðandans: „En jákvætt efni ritsins er einkum þetta: 1. Þjáning getur hent saklausan mann til þess að reyna þrek hans og staðfestu. 2. Það er fávíslegt að líta svo á, að helztu afskifti Drott- ins af heiminum séu þau að umbuna og refsa. 3. Þrátt fyrir fullyrðingu óvinarins um sjálfselsku mannsins, stenzt Job á sinn hátt sína þungu raun og varðveitir guðstrú sína allt til enda. En hina sönnu lausn á viðfangsefninu er að finna í fyllri og æðri þekkingu á þeim Guði, sem er skapari alheim- Sins—á honum sem er höfundur hinnar óendanlegu miklu og flóknu tilveru, sem vér lifum í—tilveru sem er allt í senn: stórbrotin og margbrotin, undursamleg og óskiljanleg mannlegri athugun og mannlegri hugsun.“ Vissulega er það rétt, að Jobsbók er drama í mörgum skilningi, að minnsta kosti er efnið hádramatískt í eðli sínu, en þó er bókin, ef til vill, enn nær því að vera hetjusaga í ljóðum; hitti Prófessor John F. Genung því ágætlega í mark, er hann kallaði Jobsbók „Hetjusögu hins innra lífs“ (The Epic of the Inner Life). Því að þar er, á hinn átakanlegasta og áhrifamesta hátt, lýst hinu harðasta sálarstríði, sögð harmsag%þjáningahlaðinnar og leitandi sálar, er finnur að lokum frið og kemst í'sátt við Guð. Og svipað stríð er háð í sálum hugsandi og sannleiksleitandi manna og kvenna um alla jörð á vorri öld, eigi síður en á dögum Jobs; þessvegna eldist saga hans aldrei; hún er ný með hverri kynslóð. Job hlýtur eigi neina fullnaðar lausn ráðgátu sinnar, en hann hefir eignast nýjan skilning á mikilleik guðdómsins, er svalar leitarþrá anda hans, og í sterkari trúarvissu beygir hann sig í friði og auðmýkt fyrir Guði, eins og fram kemur ótvírætt í lokaerindum meginmáls ljóðsögunnar, er Job segir: „Þú varst mér sögn, en sýn síðar og undrun mín. Því tek ég aftur orð, iðrast og fell á storð, eys á mitt úfið hár ösku . . . og felli tár.“ Og hvað um þýðinguna sjálfa, sem skiftir auðvitað mestu máli í þessu sambandi? Skoðum hana í ljósi tilgangs þýðandans, sem er þessi: „Tilgangur með riti þessu er sá að gera Jobsbók aðgengi- lega íslenzkri alþýðu, ef auðnast mætti. Ritið rekur því stuttlega sögu Jobsbókar og þirtir í ljóðum það, sem í ljóð- um var, og skýrir auk þess vafasamar hendingar. Ritið þræðir Ritningartextann næstum alveg og leitast er við að hafa allt sem sannast, en eigi að síður er þetta ekki vísinda- rit. Það er skáldrit frá hendi höfundar og þá er vel ef það heldur sínu skáldlega gildi í þessari mynd.“ Samanburður við ensku þýðinguna, sem lögð er aðallega til grundvallar, sýnir það, að þessi þýðing Ásgeirs Magnús- sonar fylgir mjög trúlega frumtextanum; jafn vönduð er hún um málfar, og bragarhættirnir, sem eru all fjölbreyttir falla yfirleitt vel að efninu; einkum virðist mér latneska þríhendan njóta sín ágætlega, t. d. í þessum orðum Jobs í XIV kapítula: „Eins og fjall við brak og bresti byltist fram 1 urðarkesti— mylst sem leir . . . við hóf á hesti— Eða klettur hátt úr hlíðum— hrapi fram í bogum víðum— týni stað . . . og leynist lýðum— Eða straumvatn steininn holi, stórfljót jarðarleirinn moli og á haf út ölli skoli: Þannig vonir manna myljast, myrkvast þær og gleymsku hyljast— glatast loks og lýðum dyljast." Nákvæmi, bæði um hugsun og orðalag, og smekkvísi haldast löngum í hendur í þýðingunni, og eru það miklir kostir. Víða eru einnig ágæt tilþrif, svo sem í kaflanum, er Guð svarar Job úr stormviðrinu, eins og sjá má af þessum erindum: Hvað er undir . . . sterkum stuðlum: stoðum jarðar . . . boðum hafsins? Hver . . . skóp lýðum lönd og álfur— lagði hornstein jarðar fornan— meðan stjörnur saman sungu söngva . . . fyrir ævalöngu— meðan sælar sveitir himins sungu lofgerð heimi ungum? Hver skóp hurðir hafsins efldar . . . hafði vald á bárufaldi— þá er brauzt fram brotstjór æstur braut frá jarðar móður skauti, -þá er gaf ég því að klæðum þykkva skýja flóka hlýja, þá er ég fékk því að reifum þunga mökkvabliku dökkva.“— Að öllu samanlögðu á Ásgeir Magnússon því miklar þakkir skilið fyrir þetta vandaða verk sitt, sem verðskuldar athygli og gaumgæfan lestur; ennfremur ber að þakka út- gefandanum það, hve' myndarlega og fallega er frá ritinu gengið um ytri búning. —Sameiningin

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.