Lögberg - 27.03.1952, Síða 5

Lögberg - 27.03.1952, Síða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. MARZ, 1952 ÁtiUeA/HÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ELDSVOÐAR í vetur hefir verið mikið um eldsvoða, fólk hefir brunnið inni og 1 nokkrum tilfellum hafa börn þannig týnt lífi sínu, og er það átakanlegast. Það er ekki að furða þótt mörgum sé orðið það ærið umhugsunarefni hvort ekki sé hægt að gera meira en gert er til að koma í veg fyrir að slíkir sorgaratburðir eigi sér stað. Stjórnarvöld, félagsleg samtök og jafnvel einstaklingar geta haft mikil áhrif með því að brýna fyrir almenningi að gæta allra varúðarreglna gegn eldshættu. Nýlega barst mér bréf í hend- ur varðandi þetta mál, ásamt af- riti af bréfi, sem bréfritarinn sendi Hon. Paul Martin, heil- brigðis- og velferðarmálaráð- herra í Ottawa. Bréfið til mín er svona: Kæra Mrs. Jónsson: Meðlagt bréf skýrir sig sjálft. Það er tími til kominn, að fólk reyni að gera eitthvað til að koma í veg fyrir þessa tíðu elda. Það eru um 4 ár síðan ég fyrst fór að hreyfa við þessu máli með ýmsu móti, en mér hefir orðið lítið ágengt. Ég reyndi að ýta við Fire Commissioners í Al- berta, en þeir virðast sofandi. Ég er að senda 15 afrit af bréf- inu, sem ég sendi þér, til heil- brig^Sis og velferðarmálaráð- herranna í British Columbia, Al- berta, Saskatchewan, Manitoba, Ontario, og fl., en nú vill svo illa til að þessi álukkans gripa- pest dregur allan huga frá þessu. _ Öll kvenfélög ættu að taka þetta mál á stefnuskrá sína, og skrifa C.B.C.-útvarpskerfinu og heilbrigðis- og velferðarmála- ráðherrunum. Ég vildi óska, að þú vildir fjalla um þetta mál í dálki þínum í Lögbergi, og brýna fyrir öllum kvenfélögum, að láta sig þetta velferðarmál miklu skipta. Hugsum okkur hvað for- eldrar líða, sem sjá á bak börn- um sínum á þennán hátt. Vinsamlegast, M. G. Guðlaugson R. R. 2. White Rock, B.C. M. G. Guðlaugson á þakkir skilið fyrir að reyna að vekja athygli almennings á þessu vel- ferðarmáli og þá ekki síður at- hygli þeirra stjórnarformanna, er um þetta mál eiga að sýsla. Ef þeir fengju mörg slík bréf, ------------------------------ myndu þeir taka málið til al- varlegrar íhugunar og meðferð- ar. Hér fer á eftir kafli úr bréfinu til heilbrigðis- og velferðarmála- ráðherrans: „Ég held því fram, að veita ætti almenningi fræðslu um þetta mál í blöðunum, útvarp- inu og með flugritum, er stjórn- in gæfi út. Enn fremur ættu eldsábyrgðarfélög og önnur við- skiptafélög að taka þátt í slíkri uppfræðslu-tilraun. Félög, sem gefa út mánaðartöflur, gætu veitt aðstoð með því að prenta neðan á hverja síðu varúðar- reglur gegn eldshættu. Fólki ætti að vera sagt hvern- ig afstýra eigi eldsvoða og sér- lega hvérnig eigi að varna því, að börn brenni inni. Hér eru nokkrar varúðarreglur: 1. Skiljið börnin aldrei eftir heima einsömul. 2. Sjáið um að eldstæðið og rörin séu í góðu lagi, og rörin falli þétt saman. 3. Sjáið um að ofnspjaldið (damper) sé snúið fyrir og eld- urinn bældur áður en farið er að sofa. 4. Reykið aldrei í rúminu. 5. Látið aldrei föt hanga fyrir ofan eða nálægt ofninum eða eldavélinni, því þau geta dottið eða kviknað í þeim, ef þau eru of nálægt eldinum. Þetta eru aðeins fáeinar var- úðarreglur, en ef kviknar í: — Vertu viðbúinn, fljótur en ró- legur. í hverju húsi ættu að vera að minsta kosti tveir slökkvihólk- ar. Sum aldsábyrgðarfélög lána þá endurgjaldslaust þegar þau taka hús í eldsábyrgð. Þeir ættu að vera þar sem auðvelt er að ná til þeirra. Ef þú hefir salt, þá kastaðu því á eldinn. En fyrst af öllu; komið börnunum út. Ef loft er í húsinu ætti stigi altaf að vera nálægur, sem nær upp í efri gluggana og einnig kaðalstigi fyrir innan gluggana uppi, þá er fljótlegt að brjóta gluggana með stól eða kodda. Þessum reglum og fleiri ætti að útvarpa að minsta kosti þrisvar á viku um vetrarmánuð- ina, þegar eldshættan er mest, bezt væri a§ sá útvarpsliður heyrðist að kvöldfréttunum loknum. Tvisvar á viku á sumr- in. Viku- og dagblöðin ættu að gefa þessu máli rúm einu sinni á viku.“ ÍSLENZKUR FRÓÐLEIKUR Hinir gömlu íslenzku máls- hættir og spakmæli, sem kvenna síðunni hafa borizt víðsvegar að, hafa snert viðkvæma strengi og rifjað upp kærar minningar hjá mörgum. Kona hér í borginni, sem lét mér eftirfylgjandi smá- sögu og málshætti í té, sagði: „Þegar ég las bréf Ingibjargar Johnston frá Keewatin, fór ég einnig í djúp gleymsku minnar og gróf upp ýmislegt, sem ég heyrði á yngri árum; foreldrar mínir kunnu mikið af málshátt- um og virtust jafnan hafa við- eigandi málshátt eða spakmæli á hraðbergi við öll tækifæri, og sama var að segja um tengda- foreldra mína. — Móðir mín, sem nú væri yfir tírætt ef hún væri á lífi, sagði mér þessa smá- sögu, en hún hafði hana eftir ömmu sinni. Gaman var að gömlu íslenzku gátunum; ætli einhver, sem man þær, vildi senda Kvenna- síðunni fáeinar?" Ég kann þessari vinkonu minni þökk fyrir smásöguna og málshættina og öllum þeim, sem þá hafa sent. Þeir eru afar vin- sælir, því í þeim felst margra alda reynsla forfeðranna og samanþjöppuð speki. Gamlar ís- lenzkar gátur og þjóðlegar sagn- ir verða þegnar með þökkum og birtar í þessum dálkum. Gömul sögn. Sagt er að álfkona hafi komið á bæ þar sem fólkið var úti við heyvinnu. Ungbarn svaf 1 vöggu og annað barn á að gizka tveggja ára var nálægt. Hún gekk fljót- lega í burtu, en einhver heyrði hana segja: Tökuin á! Ekki má! Tvævetrungur situr hjá, og segir frá. Kross er undir og ofan á. ☆ Málshættir. Þangað vill auðurinn, sem hann er fyrir. Fæst orð hafa minsta ábyrgð. í upphafinu skýldi endirinn skoða. Kapp er bezt með forsjá: Leiðin milli vina er aldrei löng. Sælla er að gefa en þiggja. Kalt er kattargamanið. Oft bylur hæzt í tómri tunnu. Betri er belgur hjá en barn. Oft má níða sem prýða. Margur fær af litlu lof, og last fyrir ekki parið. Það skartar á einum, sem er skömm á öðrum. Ungur má en gamall skal. Heimskt er heima-alið barn. Lítið er ungs manns gaman. Heimilisböl er þyngra en tár- um taki. • Þröngt mega sáttir sitja. Nær er skinnið en skyrtan. Heilbrigður skilur ei sjúkl- ingsins vein. Sannleikurinn er sagna beztur Margt smátt gerir eitt stórt. Betri er fjörður á milli frænda fen vík á milli vina. Neyðin kennir naktri konu að spinna og lötum manni að vinna Þunnt er móðureyrað. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri. Langt þykir þeim, sem búinn bíður. Oft er biðill seint á ferð. Spyr sá sem ekki veit. Leitið, þá munið þér finna. Ekki batnar alt þó bíði. Læra börn það á bæ er títt. Sitt sýnist hverjum. Viljinn dregur hálft hlass. Barnið vex en brókin ekki. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Sá verður að laumast með landi, sem lekan hefir bát. Margur er knár, þó hann sé smár. Syngur hver mað sínu nefi. Engum er alls varnað. Kornið fyllir mælirinn. Oft kemur skin eftir skúr. Nýir ljáir bíta bezt. Ekki er úti öll nótt enn. Það er drjúgt, sem drýpur. Sá hefir nóg sér nægja lætur. Kemst þó hægt fari. Iðni er auðnu móðir. Það er allt auðþekkt, sem úr koti kemur. í neyð skal nota roð og ugga. Það er tungunni tamast, sem hjartanu er kærast. Sá veldur miklu, sem upphaf- inu veldur. Gott er að sjá fyrir lekanum og setja undir hann. Skamt er milli skers og báru. Hver er sjálfum sér næstur. Sígandi lukka er bezt. Krummi verður ekki hvítur þó hann baði sig. Líður þó langt þyki að bíða. Meira má ef duga skal. Hver vill skara eld að sinni köku. Vín inn, vit út. Nýir vendir sópa vel en sá gamli hreinsar út hornin. Gott er gott að gera og hitta sjálfan sig fyrir. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ö1 er innri maður. Nei er meyjar já. Svo má illu venjast að gott þyki. Ekki er sú músin betri, sem læðist, en sú, sem stekkur. Varast skal þá, er gullhamra slá. Það skal vanda, sem vel á að standa. Hygginn maður athugar sinn gang. Sá, er við spilaborðið situr, veit ei hvað tímanum líður. Kveðjusiðir í ýmsum löndum. Hindúar kasta sér á gólfið, einu sinni fyrir jafningjum sín- um, en tvisvar fyrir yfirmönn- um. — Arabar nudda kinn sinni við kinn gestsins. — Japanar taka af sér skóna, krossleggja handleggina og segja: „Vægðu mér!“ — Birmabúar þefa af and- liti gestsins og hrósa lyktinni af honum. — Á Suðurhafseyjum hella menn vatni yfir höfuðið hvor á öðrum. — Tyrkir kross- leggja handleggina og nálgast gestina með mörgum hneiging- um, sem eru því dýpri sem gesturinn er hærra settur í þjóð- félaginu. Gullbrúðkaup í Argyle Það var bjart í lofti og gleði í hjörtum manna í Argyle-byggð þann 20. nóv. síðastliðinn og all- ir voru klæddir brúðkaupsklæð- um, því allir vegir lágu að sam- komu húsinu á Brú til að heiðra tvenn hjón, sem þá áttu gull- brúðkaup, þau Mr. og Mrs. Sig- urður Pétursson og Mr. og Mrs. Páll Anderson. Stóðu fyrir þessu veglega samsæti börn og ætt- ingjar gullbrúðhjónanna og al- menningur í Brúarbyggð, en þátt tóku í því fólk um alla byggðina. Það var vistlegt og hlýtt og bjart í samkomuhúsinu þennan dag; byggðin skartaði þvi bezta, sem hún átti til. Gullbrúðkaup eru sjaldgæf og fólki þykir sjálfsagt og skylt að gleðjast með þeim sem því tak- marki ná í lífinu. Bæði þessi hjón hafa að mestu átt samleið með fólki hér s.l. 50 ár. Sigurður Pétursson kom til Argyle frá Reykjavík nálægt aldamótum, er hann bróðir hins snjalla rit- höfundar og vísindalega rann- sóknarmanns Dr. Helga Péturs, sem allir bókhneygðir íslend- ingar þekkja. Sigurður er gáfað- ur maður og listrænn. Hann staðnæmdist á Brú er hann fyrst kom hér og þar giftist hann Lilju Jónsdóttur Ólafssonar 1901, er það fólk alþekkt fyrir mannkosti og listræni. Munum við gömlu mennirnir, sem nú erum að verða örvasa, eftir því er þai\ léku í Ævintýri á göngu- för aldamótaárið, og við höfum lifað á því í 50 ár og lifum á því enn eins og öðru andlegu sæl- gæti. Þau hjón voru landnemar í íslenzku byggðinni að Sinclair í Vestur-Manitoba og bjuggu þar nokkur ár. Síðan fluttu þau til Cypress River; þar stundaði Sigurður verzlunarstörf hjá Jónasi Anderson stórkaupmanni og máske fleirum. Hefir hann sinnt ýmsum öðrum störfum, og alllengi hefir hann verið ritari bæjarráðsins, og mun hann hafa leyst sín störf af hendi með trú- mennsku og vandvirkni. Páll Anderson er sonur Andrésar Jóhannessonar og konu hans Valgerðar Jósefs- dóttur Björnssonar frá Vestara- landi í Axarfirði. Var hann al- bróðir J. A. Walterson, en hálf- bróðir Björns Walterson, er báð- ir voru gildir bændur í Argyle. Páll fór að ráði norrænna vík- inga. Laust fyrir aldamótin tók hann pjönkur sínar og fór vest- ur á Kyrrahafsströnd og mun hann hafa staðnæmst í Seattle, og þar mun hann hafa verið er hann kynntist konu sinni Guð- nýju Aðalbjörgu Johnson frá Minneota, fædd á Breiðumýri í Vopnafirði, þar sem ættarrót hennar er. Þau giftust á Strönd- inni 1901; til Argyle komu þau 1902, og í Brúarbyggðinni voru þau þar til fyrir fáum árum að þau létu af búskap og fluttu til Glenboro og sitja þau nú þar í helgum stein.“ Ekki mun Páll hafa safnað gulli og silfri meðan hann var í vesturvíking*, en hann vann það sem gulli var dýrara — konuna, en hún var forkunnar fríð og myndarleg, og er enn. Við aðalborðið í salnum sátu gullbrúðhjónin og umhverfis þau við veizluborðið börn þeirra og barnabörn og nánustu ætt- ingjar, var það fríður hópur. Hr. Conrad Nordman spilaði giftingarsálminn,** og sungnir voru sálmar og ástaljóð. Hr. Hjalti Sveinsson hafði sam- komustjórn með höndum. B. K. Johnson talaði fyrir hönd Brúar- byggðar; B. S. Johnson fyrir hönd Vesturbyggaðar og las hann eúmig skeyti frá G. J. Ole- son í Glenboro, sem ekki gat verið viðstaddur; F. Frederick- son mælti fyrir hönd Glenboro- safnaðar; Mrs. Ella Rask, systir Mrs. Anderson, frá St. Paul, sem var fulltrúi systkina Mrs. P. Anderson, og Mrs. M. Josephson, Brú, sem sat með gullbrúðhjón- unum, mælti nokkur orð; Mrs. B. K. Johnson talaði fyrir hönd kvenfélagsins á Brú; Mrs. Victor Frederickson, dóttir Andersons hjónanna, mælti fyrir munn Andersons fjölskyldunnar, en Harry Johnson fyrir hönd barna- barnanna. Helgi Péturs, sonur Péturssons hjónanna, mælti fyr- ir hönd nánustu ættingja þeirra. Gullbrúðguminn, S. Pétursson, þakkaði fólkinu með ræðu, bæði á ensku og íslenzku. Fjölmargar og verðmætar gjafir féllu báðum brúðhjónun- um í skaut: Rafmagnsklukkur með gullnum bjarma, gullúr og hringir, postulíns tekönnur og peningasjóður og m. fl. frá börn- um og ættingjum, og er það hér of margt upp að telja. Victor Frederickson þakkaði fyrir Andersons hjónin, og hann og dóttir hans Gwen sungu tví- söng (In the Starlight). Diana Nordal söng The loveliest night of the year; móðir hennar spil- aði undir. Gwen Frederickson söng tvo einsöngva (Solos) (I love Thee, and Through the years); Miss F. Oliver lék á hljóð- færið. Gjafir afhentu eftirfylgj- andi: H. Isfeld; Emil Johnson, Mrs. Conrad Nordman; Mrs Johnson; Wayne Johnson; Mary- lin og Sharon Frederickson; Karen Peters og fl. — óskar Josepson tók myndir. Mörg ham- ingjuóskaskeyti bárust gullbrúð- hjónunum, póstspjöld, bréf og símskeyti. Veizlukostur var frá- bær og frammistaða kvenfólks- ins í alla staði hin myndarleg- asta; um 200 manns sátu hóf þetta. Mr. og Mrs. P. Anderson hafa eignast 10 börn, eru 8 á lífi, og eru þau sem hér segir: Þórunn Valgerður, gift S. E. Johnson, Glenboro; Alice Karo- lína, gift hérlendum manni, Winnipeg; Jóhanna Björg, gift Victor Frederickson, Winnipeg; Ella Bentína, ógift í Winnipeg; Albert Jón, kvæntur hérlendri konu í Winnipeg; Jósef, kvæntur Guðrúnu Johnson frá Hólmi í Argylebyggð; Jón Stefán og Marvin, báðir kvæntir hérlend- um konum, eiga heima í Van- couver, B.C. Herbert Andrés og Halldór eru dánir. Börn þeirra Mr. og Mrs. S. Pétursson voru fjögur; dóttur mistu þau fyrir mörgum árum. Á lífi eru þrír synir, Helgi í Winnipeg, Pétur og Sigurður. Þau Péturssons hjónin voru heiðruð með samsæti og gjöfum af vinum þeirra í Cypress River tveimur dögum seinna. Hugheilar hamingjuóskir til gullbrúðhjónanna, barna þeirra og barna-barna. G. J. Oleson Ungur franskur rithöfundur vill ekki bókmenntaverðlaun Segir, að þau svipii skáldin sjálfstæði og geri þau að söluvarningi á uppboði. *Sigurður var líka í vestur- víking og vann þar sína frú. **Andersons hjónin voru leidd til sætis af Mr. og Mrs. Allan Frederickson, Glenboro, Man. Péturssons hjónin leiddu þau Mr. og Mrs. Jónas Anderson, Winnipeg, til sætis. Fyrir missagnir, sem kunna að vera í þessari frásögn, er vel virðingar beðið. G. J. O. Ungur franskur rithöfundur hafnaði í haust Concöurt- verðlaununum, sem eru merkustu bókmenntaverð- laun Frakklands og á borð við James Tait Black-verð- launin á Bretlandi og Pulitzer-verðlaunin í Banda- ríkjunum. Hefir þessi á- kvörðun hins unga rithöf- undar vakið geysilega at- hygli og skáldsaga hans, sem verðlaunuð var, selzt allra bóka mest í París síðustu vikurnar. Rithöfundur þessi heitir Julien Gracq og er fertugur að aldri. Hann gaf út tvær skáldsögur árið 1945 og hefir síðan látið nokkra bæklinga frá sér fara, en með skáldsögunni „Le Rivage des Syrtes“, sem kom út í haust, skipar hann sér í fremstu röð rithöfunda yngri kynslóðarinn- ar á Frakklandi. Meginkostir sögunnar eru sagðir töfrandi mál og frábær stíll, en hún er ekki skemmtileg aflestrar og myndi naumast hafa vakið al- menna athygli, ef að líkum hefði látið. Frú Colette, hin heimsfræga franska skáldkona, beitti sér eihdregið fyrir því, að Julien Gracq fengi Goncourt-verðlaun- in fyrir þessa nýju skáldsögu sína, enda þótt Gracq hefði ekki sent úthlutunarnefndinni bókina og áður farið óvirðingarorðum um bókmenntaverðlaunin í heimalandi sínu og erlendis. En þegar ákvörðunin um veitingu Goncourt-verðlaunanna var gerð heyrinkunn, lýsti Gracq yfir því, að hann veitti þeim ekki við- töku, hann hefði opinberlega fordæmt bókmenntaverðlaun, því að hann teldi þau svipta rit- höfundana sjálfstæði og gera þá að söluvarningi á eins konar upp boði, og væri staðráðinn í að vísa öllum slíkum viðurkenning- um á bug. Blöðin í Frakklandi og annars staðar hafa fjölyrt mikið um þennan óvenjulega atburð. og al- menningur gefið honum slíkan gaum, að salan á skáldsögu Gracq hefir á örstuttum tíma farið upp úr öllu valdi, þó að „Le Rivage des Syrtes“ myndi naumast hafa vakið athygli ann- arra en vandlátustu lesenda, ef þetta hefði ekki til komið. Goncourt-verðlaunin nema fimm þúsund frönkum. Þeim var fyrst úthlutað árið 1903. Hin ár- lega veiting þeirra er gerð heyr- inkunn í desember og þeim ætl- aður §á tilgangur að vera viður- kenning og örvun ungum og efnilegum skáldsagnahöfundum til handa. —Aþbl. Comfortex the new sensation for the modern girl and woman. Call Lilly Matthews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. BLUE CR0SS THE SYMBOL THAT STANDS F0R SECURITY IF You never know when you or some member of your family1 may need hospital care. “Let BLUE CROSS Pay the Hospital Bill” you are not already enrolled, see your local BLUE CROSS representative or flll in and return this coupon today. MANITOBA HOSPITAL SERVICE ASSOCIATION, 116 Edmonton Street, Winnipeg. Please send full details of Blue Cross Plan: Name ------- Address .... Please Print Plainly

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.