Lögberg - 27.03.1952, Síða 6

Lögberg - 27.03.1952, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. MARZ, 1952 LANGT í BURTU frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi Við snúum nú huganum að hinum vinstri handareinkennum, en þau voru flatneskja út frá ánni beint á móti veggnum hinu megin við hana og yfir báðum hvíldi myrkur. Þetta voru aðaieinkennin. Ef nokkuð gat verið skugga- legra en loftið, þá var það þessi veggur, og ef nokkuð gat verið drungalegra en veggurinn, þá var það áin, sem að var fyrir neðan hann. Það vottaði óljóst fyrir brún á byggingu og upp frá henni sást grilla í reykháfa hér og þar og votta fyrir aflöngum gluggamyndum á efri parti byggingarinnar, en neðri partur hennar var dimmur eins og nóttin. Dimm högg, sem ekki er hægt að lýsa, heyrðust með reglubundnu millibili í gegnum snjóþrungið loftið. Það var klukka í nágrenn- inu, sem var að slá tíu. Hún var úti og sökum snjósins, sem á hana hlóðst, hafði hún mist sína eiginlegu hljómfegurð um tíma. Um þetta leyti fór snjókornunum að fækka; tíu snjókorn féllu nú þar, sem tuttugu höfðu áður fallið, svo eitt þar, sem áður féllu tíu. Nokkru seinna sást eitthvað hreyfast niður við ána. Til að sjá, þar sem það bar við umhverfið, gat athugull maður séð að það var lítið fyrir- ferðar; það var allt sem um það var hægt að segja með nokkurri vissu, þó að líklegt þætti, að það mundi vera mannvera; þessi vera færð- ist seint áfram en fyrirhafnarlítið, að því er virtist, því snjórinn, þó að-hann hefði fallið þétt niður, var enn ekki dýpri en tveir þumlungar, og rétt í þessu heyrðist sagt hátt: — „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm.“ Og á milli orðanna færðist þessi vera áfram, svo sem sex til sjö faðma í senn. Það var nú ljóst, að það voru gluggarnir á veggnum sem verið var að telja; og að talan fimm átti við fimmta glugg- ann frá horninu á byggingunni. Hér stansaði þessi vera og minkaði — beygði sig. Svo þaut snjóbolti yfir ár.a í áttina til fimmta gluggans, hann lenti á vegginn spölkorn frá markinu. Þessi athöfn var hugmynd manns, sem að kona var að framkvæma. Enginn maður, sem nokk- urn tíma hafði séð fugl, kanínu eða íkorna í æsku, hefði getað hæft til marks á ófullkomn- ari hátt en hér var gert. Önnur tilraun, og enn önnur, þangað til að veggunnn var orðinn allur blettóttur af snjó; að síðustu hitti einn snjó- boltinn fimmta gluggann. Við dagsbirtu hefði mátt sjá ána líða fram, djúpa, lygna og yfirborðsslétta með jöfnum straumhraða, því þó að hann væri máske örari í einum stað en öðrum þá jöfnuðu hringiðurnar hann. Ekkert svar heyrðist upp á merkið, sem gefið hafði verið, nema fallhraði straumsins, þegar að hann mætti einhverri mótspyrnu, sem að raunamæddur maður hefði kallað stunur, en líisglaður maður hlátur. Glugginn var hæfður á sama hátt og'í fyrra sinnið. Svo heyrðist einhver hreyfing, eins og að gluggi væri opnaður og úr sömu áttinni heyrist málrómur, sem spurði: „Hver er þar?“ Það var karlmannsrödd, sem að talaði, og sem að þessi fyrirbrigði virtust ekki koma á óvart. Byggingin, sem glugginn var á, var her- mannaskáli, þar sem giftingar voru litnar iilu auga, en slíkt samband sem þetta, líklega átt sér stað áður en þetta kveld. „Er það Sargent Troy?“ spurði díllinn i snjónum með skjálfandi rödd. Þessi persóna var svo lík eilitlum skugga niður á jörðinni, en hinn — maðurinn, sem tal- aði, óaðgreinanlegur frá byggingunni, að segja mátti, að byggingin væri að tala við snjóinn. „Já“, var svarað grunsamlega frá gluggan- um. „Hvers konar stúlka ert þú?“ ' „Ó, Frank — þekkurðu mig ekki?“ sagði depillinn. „Konuna þína, Fanny Robin.“ „Fanny!“ sagði veggurinn standandi hissa. „Já“, sagði stúlkan með hálfgerðum and- köfum. f Það var eitthvað í mæli stúlkunnar, sem að sjaldan heyrist í tali eigin, eða giftra kvenna, og í hætti mannsins var líka það að finna, sem sjaldgæft er hjá eiginmönnum. Samtalið hélt áfram. „Hvernig komstu hingað?“ „Ég spurði mig fyrir um gluggann á her- berginu þínu. Fyrirgefðu mér!“ „Ég átti ekki von á þér í kveld. Ég hélt sem sé að þú mundir ekki koma. Það var furða að þú skyldir finna mig hérna. Ég verð í sendi- ferðum á morgun.“ „Þú sagðir mér að koma.“ „Ég sagði, að þú mættir kannske koma.“ „Já, ég meinti, að ég mætti. Þykir þér ekki vænt um að sjá mig, Frank?“ ,(Ó, jú — jú, vissulega.“ „Geturðu komið til mín?“ „Kæra Fanny mín, nei! Það er búið að blása í lúðurinn og herskáladyrnar eru lokaðar, og ég hefi ekki burtfararleyfi. Við erum allir eins og að við \ærum í héraðsfangelsi þangað til á morgun.“ „Þa get ég ekki séð þig fyrr en á morgun!“ sagði hún vonbrigðislega og hálf kjökrandi. „Hvernig komst þú hingað frá Weather- byry?“ „Ég gekk part af leiðinni — og keypti mér keyrslu hinn partinn.“ „Ég er hissa.“ „Já — ég er það líka. En Frank hvenær á það að verða?“ „Hvað?“ „Sem að þú lofaðir.“ „Ég man það ekki í svipinn." „Ó, þú manst. Talaðu ekki svona. Það knúsar mig. Það kemur mér til að segja það, sem að þú ættir að segja sjálfur." „Kærðu þig ekkert um það — segðu það.“ „Ó, verð ég að gjöra það. — Hvenær eigum við að gifta okkur, Frank?“ „Ó, emmitt það. — Nú jæja, þú verður að fá viðeigandi föt fyrst.“ „Ég heíi peninga. Verður það með leyfis- bréfi eða hjónabandslýsingum?“ „Lýsingum, hugsa ég.“ „Og við eigum heima í tveimur kirkju- sóknum.“ „Gjörum við það? Hvað svo?“ „Ég á heima í Sánkti Maríu sókninni, en þú ekki, svo að það verður að lýsa í þeim báðum.“ „Segj’a lögin það?“ „Já. Ó, Frank, þú heldur að ég sé fröm. Ég er hrædd. Gerðu það ekki, elsku Frank — viltu — ég ann þér svo heitt. Og þú hefir svo oft sagt, að þú ætlaðir að giftast mér, og — og — ég ég ég . . . .“ „Farðu ekki að gráta núna! Það erTieimsku- legt, ef að ég lofaðist til að giftast þér, þá er sjálfsagt að gjöra það.“ „Á ég að láta lýsa í söfnuðinum þar sem að ég er, og vilt þú gjöra hið sama í þínum söfnuði?" „Já.“ „Á morgun?“ „Ekki á morgun, við skulum ráða því til lykta seinna.“ „Þú ert búinn að fá leyfi foringjanna?“ „Nei — ekki enn.“ „Ó, hvernig stendur á því. Þú sagðist vera nærri búinn að fá það áður en þú fórst frá Casterbridge.“ „Satt að segja, þá gleymdi ég að biðja um það. Koma þín er svo óvænt.“ „Já — já, það er satt. Það var rangt af mér að gjöra þér ónæði. Ég skal nú fara. Viltu koma og sjá mig á morgun hjá henni frú Twill í Norðurstræti? Mér líkar ekki að koma hingað í hermannaskálann. Það eru ósiðlátar konur hér allt í kring, og ég vil ekki láta fólk halda, að ég sé ein af þeim.“ „Rétt er það. Ég skal koma til þín, kæra mín, á morgun. Góða nótt!“ „Góða nótt, Frank — góða nótt!“ Það heyrðist að glugginn var látinn aftur. Díllinn litli færðist fjær. Þegar að hún fór fram hjá horninu á byggingunni, þá heyrðust hjáróma glettnisköllin: „Hæ, hæ, Sargent — hæ, hæ!“ Og umræður, sem óglöggt heyrðust ásamt hlátur hviðum, sem naumast heyrðust þó fyrir nið árinnar fyrir utan. XII. KAPÍTULI Fyrsta opinbera athöfnin, sem sýndi að Bathsheba hafði sjálf tekið ráðin í sínar hend- ur á yfirstjórninni á búi sínu, var að hún fór daginn eftir á kornmarkaðinn í Casterbridge. í lágu og víðáttumiklu byggingunni, sem upp á síðkastið hafði verið nefnd kornviðskiptahús- ið, var fjöldi manna, sem að stóðu tveir og tveir saman og töluðust við og litu hver á ann- an til þess að gefa meiri áherzlu orðum og at- hugunum sínum. Fjöldi þeirra höfðu skógar- reilar í höndunum, sem að þeir höfðu teglt til, og notuðu þær sumpart til að styðja sig við, en stundum til þess að pota þeim í svín, kindur eða þá í bakið á kunningjunum þegar það sneri að þeim, og til annara þeirra þarfa sem þurfa þótti. Á meðan á samtali þeirra stóð, var þessi, reil eða stafur notaður til ýmsra þarfa og á ýmsan hátt; þeir beygðu hann um herðarnar á sér, beygðu hann í boga á milli handanna, í hlykki með því að stynga honum í gólfið og þrýsta á hann, eða þá að þeir stungu honum undir handlegginn á meðan þeir fóru með hend- ina ofan í sýnispokann, sem að þeir báru korn sitt í og tóku upp handfylli af því til að sýna, sem þeir svo hentu á gólfið, eftir að hafa at- hugað það. Þetta var orðinn vani, sem að hænsni bæjarins voru farin að þekkja og gerðu sér að góðu. Á meðal þessara búralegu jarðeigenda var aðeins ein kona. Hún var laglega og smekklega búin og hreyfðist á meðal þeirra eins og listi- vagn á meðal kerra; hlustaði eftir eins og reyf- arasögu, á eftir prédikun, og þeir fundu til hennar, eins og útrænunnar, sem að lék um andlit þeirra. Það hafði tekið nokkra einbeittni — miklu meiri, heldur en að hún bjóst við til að taka þá stöðu, á meðal þeirra, því að þegar að hún kom inn, þá hafði öllu samtali verið hætt, nálega allir litu til hennar, stóðu svo og störðu. Bathsheba þekkti aðeins tvo eða þrjá af þessum bændum, og hún fór til þeirra. En henm var ljóst, að til þess að geta verið hag- sýn, þá yrði hún að kynna sig; en viðskiptin urðu fram að fara hvort sem að hún*var kynnt viðskiptamönnunum eða ekki; og smátt og smátt óx henni hugur, svo að hún gat svarað fullum hálsi þeim mönnum, sem að hún hafði heyrt getið um. Bathsheba hafði líka með sér sýnispoka smn, og henni lærðist sá viðtekni siður að láta kormð renna úr honum í lófa sér, og halda því á lofti til umtals og álits að venju Casterbridge manna. Það var eitthvað í fari hennar og svip, þeg- ar aö hún var að halda vöru sinni fram og leit einbeittmslega á þann, sem að hún átti við, er sýndi, að í henni byggi, þó að hún væri ekki stór, bæði hugrekki og dirfska. En í augum hennar var mildi — óbrigðul mildi — sem, ef að þau hefðu ekki verið dökk, hefðu sýnst þokukend; en eins og þau voru drógu þau úr svip, sem hefði getað verið hvass, og gjörði hann hreinan. Það var einkennilegt með hana, sem að sjaldgæft er með konur í iullu fjöri og á bezta skeiði, að hún tók aldrei fram í fyrir manni, sem var að tala, fyrri en að hann hafði talað út. Þegar um verðlag á vörum var að ræða, hélt hún sínu fast fram, eins og kaup- mönnum er eðlilegt að gjöra, og vann bug á mótstöðu þeirra, sem að hún átti við, eins og að kveníólk vanalega gjörir. En það var sann- girni í einbeittni hennar, sem að losaði hana við alla þverúð, eins og að verðrögun hennar var íordildarlaus, og átti ekki skylt við smásálar- skap. Bændurnir, sem að hún átti engin viðskipti við, og þeir voru langflestir, voru alltaf að spyrja hvern annan, hver þessi kona væri? Svarið var oftast: — „Frænka Everdene bónda; tók við efri Weatherbury-jörðinni; rak ráðsmanninn og segist nú ætla að gjöra allt sjálf.“ Sá sem talað var til hristi höfuðið. „Já, það er leitt að hún skuli vera svona einþykk“, hélt sögumaðurinn áfram. „En við ættum að vera upp með okkur af að hafa hana hérna — hún flytur líf inn í þessa gömlu bygg- ingu. En hún er svo myndarleg, að það verður víst ekki langt þangað til að einhver krækir 1 hana“. Það væri ókurteist að gefa í skyn, að ný- ungin á þessu verkefni hennar, hefði haft eins mikið aðdráttarafl, eins og fegurð hennar sjálfrar og hreyfingar. Hvað sem því líður þá vakti hún almenna eftirtekt og áhuga, og koma hennar á sölutorgið þennan laugardag til að kaupa og selja, var hvað sem öðru leið, glæsileg sigurför. í sannleika sagt, þá var hrifningin svo áberandi, að henni kom í hug tvisvar eða þnsvar, að ganga um eins og drottning á meðal þessara guða plóganna, eins og hún litla systir hans litla Júpíters, og láta verzlunarstaglið eiga sig. Frá þessu segulmagni, sem að hún átti yfir að ráða til að vekja eftirtekt á sér, var aðeins ein undantekning. Það er eins og að konurnar hafi alls staðar augu í þessum efnum. Bath- sheba, án þess að líta í áttina til hans, var sér þess meðvitandi, að hann var svartur sauður í hópnum. Hún skildi ekkert í því fyrst. Ef að það hefði verið virðingarverður minnihluti, með henni eða á móti, þá hefði það verið eðlilegt, og ef að enginn hefði veitt henni eftirtkt, þá hefði verið öðru máli að gegna — slíkt hafði komið fyrir. Ef að allir, og þessi maður líka, hefðu gert það, þá hefði henni ekki þótt neitt einkennilegt við það — menn höfðu gert það áður. En að einn maður s*kyldi gjöra það, var leyndardómur, sem að hún gat ekki áttað sig á. Henni varð brátt ljóst allmikið í sambandi við útlit þessa manns. Hann var fyrirmannlegur maður með hreinan og áberandi rómverskan andlitssvip. Hann var beinvaxinn og yfirlætis- laus. Ein skapgerð hans var sérstaklega áber- andi — göfugmenska. Hann var fyllilega mið- aldra maður, en á því skeiði er eins og að menn standi í stað hvað aldursmerki snertir, oft í tólf ár eða svo, og á yfirborðinu gjöra konur það líka. Aldur hans var einhvers staðar á milli 35—50 ára, — hann hefði getað verið á báðum þeim aldurstakmörkum eða einhvers staðar þar á milli. Það má segja, að giftir menn um fer- tugs aldur séu ótrauðir og nógu kurteisir, að renna augum til sérstaklega laglegra kvenna, sem á vegi þeirra verða. Það er máske með þá, eins og með menn sem að spila vist að gamni sínu, að þeir eru sér þess meðvitandi, að þeir eru óhultir fyrir öllu því versta, sem að fyrir getur komið — að verða að borga og eru því óvarkárari. Bathsheba var viss um með sjálfri sér, að þessi afskiptalausi maður væri ógiftur. Þegar að kaupin og sölurnar voru um garð gengnar fór Bathsheba undir eins til að hitta Liddy, sem að beið við gula vagninn þeirra, sem að þær höfðu komið í. Hesturinn var settur fyrir og þær fóru af stað með vörur, svo sem sykur, te, léreft og annað það, sem að Bathsheba hafði keypt, vel merkt í vagninum á bak við sig. „Ég hefi komist í gegnum þetta, Liddy, og því er lokið. Ég tek mér það ekki nærri næst, því að þeir venjast mér allir; en í morgun var það eins slæmt og að vera gift — allra augu störðu á mig!“ „Ég vissi, að svo mundi verða“, sagði Liddy. „Karlmennirnir eru sá partur manníélagsins, sem verstur er með það að glápa á mann.“ „En það var einn maður þarna, sem var nógu skynsamur til að eyða ekki tíma sínum í að horfa á mig“, sagði Bathsheba. Þessi upp- lýsing var sett fram á þennan hátt til þess að Liddy gæti ekki ímyndað sér að húsmóður hennar væri neitt ergileg út af því. „Mjög lag- legur maður“, bætti hún við; „djarflegur, um íertugt skyldi ég halda. Veistu nokkur hver hann er?“ Liddy gat ekki hugsað. „Getuðurðu ekki gizkað á það?“ spurði Bathsheba dalítið vonsvikin. „Ég hefi ekki minstu hugmynd um það; svo gerir það heldur ekkert til, þar sem að hann gaf minni gaum að þér, en allir aðrir. En ef að hann hefði gefið þér mein gaum, þá hefði öðru máli verið að gegna“. Það kom einhver mótsetning í huga Bath- shebu, sem að gerði henni órótt innan brjósts, og þær héldu áfram þegjandi. Eftir nokkra stund heyrðu þær að keyrt var hratt á eftir þeim, og hestur, sjáanlega af bezta kyni, vagn og maður, náði þeim og fór undir eins fram hjá. „Þarna er hann!“ sagði Bathsheba. Liddy horfði. „Þetta! — Þetta er Boldwood bóndi — vitaskuld er það hann — maðurinn, sem ‘að þú gast ekki séð um daginn, þegar að hann kom.“ „Ó, Boldwood bóndi“, tautaði Bathsheba og horfði á eftir honum þar sem að hann fór. Boldwood hafði hvorki litið til hægri né vinstri, en haíði augun á veginum og ók fram hjá þeim eins og að hann hefði ekki séð þær. „Hann, er eftirtektarverður maður — finnst þér það ekki?“ spurði Bathsheba. „Ó, jú, mjög svo það. Það kemur öllum saman um það“, svaraði Liddy. „Ég er að hugsa um, hvers vegna að hann sé svona einrænn og afskiptalaus og sýnist vera svo langt í burtu frá öllu því, sem að í kringum hann er.“ „Það er sagt ■— en menn vita það ekki ineð vissu — að hann hafi orðið fyrir sárum von- brigðum þegar að hann var ungur og glaður. Þeir segja, að kona hafi brugðist honum.“ „Fólk segir það nú alltaf — en við vitum mjög vel að það kemur varla fyrir, að konur hryggbrjóti menn, það eru mennirnir sem bregðast okkur. Ég spái, að það sé eðli hans að vera svona dulur.“ „Aðeins eðli hans. — Ég á von á því, ung- frú — ekkert annað. En það er rómantískara að halda, að honum hafi verið misboðið, vesal- ingnum! Máske að honum hafi verið gert það eftir allt. Þú getur reitt þig á, að honum hefir verið gert það. ó, já, ungfrú. Ég finn það á mér, að honum hefir hlotið að vera gert það.“ „Okkur hættir samt við að hugsa illa um fólkið. Mig skyldi ekki furða, þó að það hefði verið dálítið sitt af hvoru, eftir allt — aðeins á milli þeirra tveggja — heldur illrar meðferð- ar og heldur mikillar óframfærni." ,,Ó, mín kæra ungfrú, nei. Ég get ekki hugsað mér, að það sé á milli þeirra tveggja!“ „Það er líklegast.“ „Jæja, ég býst við að það sé. Það er áreið- anlega langlíklegast. Þú getur trúað mér til þess ungfrú, að það er einmitt það, sem að honum gengur.“

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.