Lögberg - 15.05.1952, Side 1

Lögberg - 15.05.1952, Side 1
O Canada we stand on guard for thee íslendingar viljum vér allir vera 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 15. MAI, 1952 NÚMER 20 Tvennar Amerískir verkfræðingar við rannsóknir fylkiskosningar í Rangórvallasýslu Nú hefir verið kunngert, að fylkiskosningar verði haldnar í Saskatchewan þann 11. júní næstkomandi, en í British Columbia daginn eftir. Um allmörg undanfarin ár hafa C.C.F.-sinnar farið með völd í Saskatchewan undir for- ustu Mr. Douglas, sem er harð- snúinn málafylgjumaður og mælskur; hann er uppgjafa- prestur, er um eitt skeið átti sæti á sambandsþingi; flokkur hans komst til valda á troðfullri loforðaskjóðu þar sem hverri einni og einustu stétt innan vé- banda fylkisins var heitið gulli og grænum skógum; nú er það fyrir löngu komið á daginn, að nokkru af þessum fríðindum hafi verið lofað upp í ermina. Mr. Walter Tucker, foringi Liberalflokksins og stjórnarand- stöðunnar, sat einnig um hríð á sambandsþingi og gat sér þar góðan orðstír vegna stefnufestu og þeirra hygginda, sem í hag koma. Aðal kosningaglíman verður háð milli Liberala og C.C.F.- sinna, því eigi er líklegt að íhaldsflokkurinn komi mikið við sögu í Saskatchewan. í British Columbia sat við völd til skamms tíma bræðings- stjórn, samsett af íhaldsmönnum og Liberölum, en forsætisráð- herra hennar var Mr. Byron Johnson; frá því hefir áður verið sagt hér í blaðinu af hvaða á- stæðu samstarfið rofnaði, og þarf því engu þar við að bæta; nú ganga fjórir flokkar til kosn- inga í fylkinu, Liberalar, íhalds- menn, C.C.F.-sinnar og Social Credit flokkur, sem er alveg nýr af nálinni í British Columbia; það er því sýnt, að kjósendur hafi úr nógu að velja, er að kjörborðinu kemur, jafnvel úr of miklu að velja. Mr. Johnson hefir reynst hæf- ur og ábyggilegur stjórnarfor- maður og myndi hag fylkisins bezt borgið með hann í valda- sessi, en því miður er flokkur hans hvergi nærri eins vel sam- ræmdur og vera ætti. Enginn smóræðis hagnaður Nú er svo komið, að kjöti frá Alberta er hrúgað á Winnipeg- markaðinn og selt hér við sama verði og kjöt, sem framleitt er í Manitoba þótt vitað sé, að inn- kaupsverð þess sé drjúgum lægra. Kjöt frá Alberta er keypt í borginni á heildsöluverði í heilum skrokkum á 39 cents pundið til móts við Manitoba- kjöt ,sem er 46 cent pundið; engu að síður er kjötið að vestan selt í smásölu á 92 cent pundið, og verður ekki annað sagt en þeir, sem kjötið flytja inn, fái álitlegan skilding fyrir snúð sinn og snældu. Nýr dómsforseti Sir Arnold McNair, kunnur brezkur lögspekingur, hefir ver- ið kjörinn til þriggja ára forseti alþjóðadómstólsins í Hague í stað Jules Basdevant, er baðst undan endurkosningu; er hann einn af víðkunnustu lögfræðing- um Frakka hniginn nokkuð að aldri. Þessi merki fræðimaður er sonur Gísla Jónssonar frá Háreksstöðum í Jökuldals- heiði og skáldkonunnar kunnu, frú Guðrúnar H. Finnsdóttur frá Geirólfs- stöðum í Skriðdal, og bróð- ursonur Einars P. Jónssonar ritstjóra Lögbergs. — Ritstj. AMERÍSKIR verfræðingar hafa að undanförnu starfað að ýms- um mælingum austur í Rangár- vallasýslu. Eru þessar mælingar þeirra gerðar samkvæmt samningum ríkisstjórnarinnar við varnar- liðið, en það hefir áskilið sér rétt til þess að gera ýmis konar at- huganir á staðháttum hér á landi, sem gætu komið þeim að gagni við varnir landsins. Verkfræðingarnir hafa meðal annars gert mælingar á Hellu- vaðssandi á Rangárvöllum og á ströndinni framan við Þykkva- Fréttir fró Sumar- búðum Bandalags lúterskra kvenna Eins og undanfarin ár ríkir mikill áhugi hjá stjórnarnefnd Sunrise Lulheran Camp fyrir að undirbúa fyrir sumarstarfið. — Byggingarnefndin er enn að verki, á þessu vori er ákveðið að ljúka við minningarskálann, að fullgera lestrarsalinn og kap- elluna. Einnig er í ráði að reisa eina bygginguna ennþá, er það hin ellefta bygging, er bygð hef- ir verið á staðnum. Aðalumsjón á öllu þessu byggingarstarfi hef- ir verið og er í höndum Sveins Pálmasonar, byggingameistara. Nýjum og auknum útbúnaði á leikvelli sumarbúðanna hefir verið komið fyrir á þessu vori, bæði fyrir yngri og eldri ungl- inga undir umsjón þeirra Dr. Eyjólfs Johnson, Selkirk, og Dr. Frank Scribner, Gimli. — Tré hafa verið gróðursett og önnur spor tekin til að fegra staðinn. Starfsskrá fyrir sumarið mun verða birt bráðlega. Sunnudaga- skólakennarar hafa þar sinn ár- lega fund. Fimm hópar unglinga undir leiðsögn hæfra leiðtoga dvelja þar átta daga hver. Ungl- ingafélög tilheyrandi American Lutheran Church halda þar sitt ársþing, er stendur yfir 1 fimm daga, búist er við um 70 erind- rekum. — Útiskemtun fyrir blinda fólkið verður haldin þar í júní, búist er við um 300 manns. Hin árlega útiskemtun Sunnu- dagaskóla Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg er ákveðin í Sunrise Camp á þessu sumri. Veitið athygli frekari upp- lýsingum viðvíkjandi sumar- starfinu. I. J. Ó. Dr. Helgi Johnson bæinn. Ennfremur hafa verið gerðar mælingar á mýrasvæði á milli Ægissíðu og Lindarbæs. Dr. Helgi Johnson er fyrirliði verkfræðinganna. Hann er sonur Gísla Jónssonar, ritstjóra í Win- nipeg og er forseti jarðfræði- deildar við Rutgers-háskólann í New Jersey. Eftir því sem blaðinu er frek- ast kunnugt, liggja ekki fyrir neinar ákvarðanir um fram- kvæmdir þar eystra. En ef þær skyldu koma til mála, verða þær fyrst of fremst lagðar fyrir ríkisstjórnina til samþyktar. —Mbl., 16. apríl Fyrirlestrarferð til Árborgar, Geysis- byggðar og Riverton Finnbogi Guðmundsson flytur fyrirlestur í lútersku kirkjunni í Árborg sunnudagskvöldið 251 maí kl. 8.30. Kvöldið eftir, mánudaginn 26. maí, talar hann í samkomuhúsi Geysisbyggðar, en þriðjudags- kvöldið 27. maí í lútersku kirkj- unni í Riverton, á báðum stöð- um kl. 8.30. Hann mun tala bæði á íslenzku og ensku og væntir þess, að jafnt ungir sem gamlir sæki sam- komurnar. Athugað verður um önnur skemmtiatriði og þau þá nánar auglýst síðar. Þess skal getið, að hinn til- tekni tími er ekki sumartími. Kartöfluverð Kartöflur setjast nú við hærra verði í Winnipeg en dæmi hafa áður verið til á síðastliðnum tuttugu árum; gamlar kartöflur eru nú seldar á sjö cents pundið, en innfluttar, nýjar kartöflur á tíu cents pundið; í fyrra voru kartöflur um þetta leyti árs í nálega helmingi lægra verði. Kartöflubirgðir eru langtum minni en í fyrra, þó engar líkur séu á að um þurð verði að ræða. PUPPY LOVE My love, when he is at my side Is like a river deep and wide. No thought could ever be so bold As take him from my inner fold. And I survived each childhood toy Until today, this living joy Of rolling fur coal black and wild, Immediately stole my child. The old, old wisdom, now I know A mother’s heart must ever grow. When shadows of the night release Their darkness, I am ill at ease Until I hear the earth resound His homing steps upon the ground. Yet I cannot accept the dark Unless I hear a friendly bark. FREDA BJORN 2 menn drukkna er vélbóturinn Veiga ferst Hann fékk á sig brot, sem hálffyllti hann Það slys varð við Vest- mannaeyjar s.l. laugardag í suðvestan stormi, að vél- báturinn Veiga fórst skammt fyrir vestan Eyjarnar á venjulegum netamiðum og með bátnum 2 ungir menn. Hafði Veiga farið í róður á laugardagsnótt, eins og fleiri bátar, en um hádegi á laugardag gerði hvassa suðvestan átt með snörpum byljum. Varð Veiga fyrir mörgúm miklum sjóum og tók einn skipverja út, Pál Þór- ormsson. Skömmu síðar reið yfir bátinn brotsjór, sem braut hann svo, að annað var ekki sýnt, en að hann myndi sökkva. Braust þá formaður bátsins niður í hásetaklefa til þess að senda út neyðarkall. Gúmmíbátur var bundinn ofan á stjórnklefa bátsins og náðu bátsverjar honum, blésu hann upp og settu á flot. Síðan stukku þeir hver af öðrum í sjóinn með björgunarbelti. Komust allir i gúmmíbátinn nema Gestur Jó- hannesson vélstjóri, sem drukkn- aði. Vélbáturinn Frigg, sem var nærstaddur, heyrði neyðarkall Veigu. Kom hann brátt á vett- vang og tókst að bjarga þeim bátsverjum, er í gúmmíbátnum voru. Þegar brotsjórinn reið yfir Veigu hálffyllti bátinn og braut mikið ofanþilja. Þykir það mjög vasklega gert af formanni, að komast niður til þess að senda út neyðarkallið, sem varð þeim bátsverjum, er í gúmmí- bátnum voru, til lífs. Mennirnir, sem fórust, voru aðkomumenn: Páll Þórormsson, 26 ára gamall, ættaður frá Fá- skrúðsfirði. Hann á aldraða for- eldra á lífi. Gestur Jóhannesson, 23 ára, var frá Þistilfirði, kvænt- ur og átti eitt barn. —VISIR, 15. apríl Silfurbrúðkaup Á mánudaginn 5. maí var þeim Mr. og Mrs. Barney Skagfjord, Selkirk, Man., haldin veizla í Lutheran Hall í tilefni af 25 ára hjúskaparafmæli þeirra. Mrs. S. Goodman og Mrs. S. Stephanson tóku á móti gestum, en Mrs. W. P. Thorsteinsson, systir silfurbrúðarinnar, leiddi heiðursgestina til sætis; Mr. Ted Frances var samkomustjóri; séra Sigurður (Ólafsson og Mrs. Ólafsson ávörpuðu heiðursgest- ina og þeim voru afhentar fagr- ar og verðmætar gjafir. Að lok- inni skemtiskrá var stíginn dans. Ný kjördæmaskipun Eins og þegar er vitað verður nokkur breyting á kjördæma- skipun landsins áður en næstu sambandskosningar fara fram; líkur standa til að Selkirk og Souris-kjördæmin í Manitoba verði lögð niður. Saskatchewan mun og tapa tveimut, ef ekki þremur þingsætum, og nú er mikið um það rætt, að Carleton- kjördæmið í Ontario hverfi úr sögunni; núverandi þingmaður þess er George Drew leiðtogi íhaldsflokksins og foringi stjórn- arandstöðunnar í þinginu. ÞÓRA FRÆNKA Eftir Einar P. Jónsson Beinkröm var mitt bernskunesti blítt þó væri að mér hlúð; \ ég fann ylinn um mig streyma útfrá sperrulegg og súð. Brjósk var meira en bein í fótum, bilaðar líka taugarnar, líkt og væri eg í ætt við Ivar þann, sem beinlaus var. Vorið angan yls og blóma inn um lagði gluggann minn; ég var einn og inni hneptur æðrulaus með tár á kinn. Gesti bar að garði mínum, glaður virtist hver um sig. Gullinlokkuð glæsikona gekk í bæ og kysti mig. „Litli frændi, lof sé guði, líf í þínum augum skín; að þú verðir heilbrigð hetja, heitust sú, er bænin mín. Þú að gengir gæfuvegi góðar dísir höfðu spáð. Þér mun færa þrótt í beinin þorskalýsi og drottins náð.“ „Ég hef himinn höndum tekið, horfi fram á gæfustig; þó er eins og óljós kvíði annað veifið grípi mig. Öræfin hafa hug minn töfrað, hér í nánd ég reisi bú. Ég er dóttir dala þröngra, draumavídda sonur þú.“ ------------- Þóra frænka kom að kveðja — kveðja mig í hinzta sinn. ökend móða augun deyfði, einhver slikjuroði um kinn, sama tignin yfir enni — örmum sínum vafði mig: „Mér er að verða meinað lífsins, má nú ekki kyssa þig.“ ------☆------ Gustur haustsins gluggann lamdi, gestur mikinn fór í hlað. Orðafár og angurblíður að mér rétti pappírsblað. Þar var í öllum aðaldráttum ævisaga Þóru skráð. Hún var sigld á hafið mikla — hvítadauða varð að bráð. . -------------☆—------ Áratugum eftir þetta, er ég gisti landið mitt augun fyltust æskutárum, einn ég kraup við leiðið þitt; mintist eins og áður fyrri að þú vísu kysir helzt; fann hve inst í konukossi kraftaverka lækning felst. Sjúkraflugvélin fButti tvö systkin frú Deildartungu Annað stórslasaðist, hitt fárveikt í gærdag flutti sjúkraflugvél- in tvö systkin frá Deildartungu í Borgarfirði í sjúkrahús hér í Reykjavík. — Annað barnanna hafði stórslasast en hitt veikzt snögglega. Björn Pálsson var á leið vest- an frá Búðardal með veika konu, er honum barst skeyti um að fara strax að Stóra-Kroppi í Borgarfirði til að sækja litla telpu frá Deildartungu, er mjög væri veik af lungnabólgu. Var Björn beðinn að hafa súrefnis- tæki meðferðis. Að venju brá Björn strax við. Var lagður af stað upp að Stóra- Kroppi um líkt leyti, og komið var með konuna frá Búðardal í sjúkrahúsið. Björn bjó vel um barnið í flugvélinni, en með var hingað móðir þess. Flugvélin var komin langleið- ina til Reykjavíkur, er Birni barst enn skeyti um að koma þegar í stað aftur að Stóra- Kroppi. Þar var læknirinn með eldra barn Deildartunguhjón- anna. Hafði það orðið undir traktor heima við bæ og höfuð- kúpubrotnað. Björn kom með þetta slasaða barn milli klukkan 8 og 9 í gær- kvöldi á Reykjavíkurflugvöll. Var það 9 ára drengur og var hann enn í óviti. Hjúkrunarkona frá Kleppjárnsreykjum var með. Svo sem kunnugt er, hefir Slysavarnafélagið fyrir nokkru keypt hlut í flugvél Björns og er hún sameign þeirra. Um klukkan 11 í gærkveldi var drengurinn að komast til meðvitundar, en litla systir hans var allþungt haldin. — Bæði liggja þau í Landspítalanum. Það er mikill styrkur fyrir sjúkraflugið, hve flugumferðar- stjórnin á Reykjavíkurflugvelli gerir allt sem í hennar valdi stendur til að flýta fyrir ferðum sjúkraflugvélarinnar. Kom það enn vel í ljós í gærdag. # —Mbl. 16. apríl

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.