Lögberg - 15.05.1952, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN, 15. MAÍ, 1952
LANGT í BURTU
frá
Heimsku Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
Z&JkMá* J. J. BILDFELL þýddi J J
„Tuttugu og þrjár mínútur og hálfa, síðan
að þú losaðir fyrsta lagðinn. Þetta er í fyrsta
skipti, sem að ég hefi séð kind klippta á styttri
tíma en þrjátíu mínútum.“
Ærin, hrein og gljáandi, reis upp úr reifinu,
eins og Aphrodite úr öldum hafsins — hrædd
í fyrstu út af missi klæða sinna, sem að lágu
í hrúgu á gólfinu í einu samhengi og innri
faldur þeirra aðeins sýnilegur, sem að augu
mannanna hafa aldrei áður litið, hvítur eins og
snjór, og sem að ekki hin minstu lýti eða blett-
ur var á.
„Cain Bell!“
„Já, herra Oak, ég er hérna!“
Cain kom hlaupandi með tjörupottinn.
B. E. var þrykkt á nýklipptu ána og hún hljóp
ofan af pallinum og í hóp nýklipptu ánna fyrir
utan. Svo kom Mary Ann, tíndi saman lausu
lagðana, lét þá innan í reifið, braut það saman
og fór með þrjú og hálft pund af óspiltum
varma handa einhverri óþekktri persónu langt
í burtu, sem þó aldrei naut hinna fullkomnustu
þæignda ullarinnar eins og hún var nú, ný
og óflekkuð — áður en hin lífrænu efni hennar
eyddust og þornuðu svo eftir að hún var þveg-
in — sem gjörðu hana eins og að hún var nú,
jafn efnisríkari, en hún er, í öllum ullarfatn-
aði, og að rjóminn er efnisríkari undanrenn-
ingu og vatni.
En miskunnarlausar kringumstæður gátu
ekki séð ánægju Gabríels í friði þennan dag.
Það var búið að klippa hrútana, gömlu ærnar
og tvævetru ærnar, og mennirnir voru byrjaðir
að klippa veturgamla féð, þegar að vonir Oaks
um að Bathsheba mundi vera mikið lengur
hjá þeim brugðust, því að Boldwood bóndi
kom allt í einu til þeirra. Það virtist enginn
hafa tekið eftir honum fyrr en hann kom fyrir
hornið á byggingunni, en það var enginn efi á,
að hann var nú þar konnnn. Baldwood bar á
sér mannfélagsblæ, sem að honum einum til-
heyrði, og sem að hver og einn er nærri hon-
um kom fann til; og samræðurnar sem Bath-
sheba hafði haldið uppi þögnuðu nú alveg.
Boldwood gekk þangað sem að Bathsheba stóð
og heilsaði henni, og h'ún tók kveðju hans
eðlilega og blátt áfram. Boldwood talaði til
hennar í lágum rómi, og hún ósjálfrátt stillti
málróm sinn í sama tón og jafnvel orð hennar
báru keim af hans. Það var fjarri henni að
láta á sér skilja, að það væri nokkurt leyni-
samband þeirra á milli, en á áhrifatímabili
ævi sinnar sveigjast að þeim, sem sterkari er,
ekki aðeins í málfæri, sem er auðheyrt dag-
lega, heldur í hljómblæ og skapfyndni, þegar
áhrifin eru nógu sterk.
Gabríel heyrði ekki um hvað þau voru
að tala, og metnaður hans leyfði honum ekki
að færa sig nær þeim, þó að hann gæti ekki
látið sér vera það óviðkomandi. Afleiðingin af
samtalinu varð sú, að Boldwood tók í hendina
á Bathshebu til þess að hjálpa henni til að stíga
yiir bil á milli borða í gólfinu og leiða hana
út í júnísólskinið fyrir utan. Þau stóðu þar hjá
fénu, sem búið var að klippa og fóru aftur að
tala saman. Um fénað? Sjáanlega ekki. Gabríel
hugsaði sem svo, og það ekki út í hött, að
þegar rólegt samtal, um hvaða efni sem er, fer
íram í augsýn annara, þá megi merkja á andliti
þeirra, sem saman ræða? um hvað þeir séu að
tala. Bathsheba stóð og horfði eins og utan við
sig á strá, sem lá við fætur henni, er benti á,
að í huga hennar var minna af aðfinnslum en
kvenlegum eiasemdum. Hún roðnaði við og
við. Gabríel hélt áfram að klippa, nauðugur
og hryggur. Svo skildi Bathsheba við Bold-
wood, en hann hélt áfram að ganga fram og
til baka í fimmtán mínútur; þá kom hún til
baka í reiðíötunum nýju, fögru og grænu, sem
féllu að mitti hennar eins og hýðið að appel-
síu, og Bob litli Coggan með henni og teymdi
brúnu hryssuna hennar. Boldwood fór og sótti
sinn eigin hest, sem bundmn hafði verið við
tré þar skammt frá.
Oak gat ekki tekið augun af þeim, og hon-
um varð það á að særa ána í nárann, sem að
hann va? að klippa. Ærin braust um. Bathsheba
leit til hans og sá blóðið:
„Ó, Gabríel!“ hrópaði hún í skörpum á-
vítunarróm. „Þú, sem ert svo vandfýsinn við
aðra — sjáðu, hvað þú hefir sjálfur gjört!“
Fyrir ókunnuga meinti þessi ákæra Bath-
shebu ekki mikið, en fyrir Oak, sem vissi að
ástæðan fyrir þessu óhappi var henni ljós —
nefnilega, að hún sjálf var ástæðan — að hún
sjálf hafði sært hann, sem var að klippa ána, á
enn viðkvæmari stað, sári, sem að ásamt með-
vitundinni um hans eigin óverðleika í saman-
burði við hennar og Boldwoods verðleika, var
ekki líklegt tiLað gróa fljótt. En hið drengilega
áform hans með að viðurkenna, að um ástar-
samband við hana væri ekki lengur að tala eða
hugsa, hjálpaði honum til að bera harm sinn
í hljóði.
„Flöskuna!“ kallaði hann í sínum vana-
lega rómi.
Cain Ball kom halupandi með hana, sárið
var smurt og rúningnum haldið áfram.
Boldwood snaraði Bathshebu léttilega í
söðulinn, og áður en þau fóru yrti hún aftur
á Oak með sama myndugleikanum og ertnis
kurteisinni:
„Ég er að fara til að sjá „Leicesters“-ærnar
hjá honum hr. Boldwood. Taktu plássið mitt
á meðan, Gabríel, og sjáðu um að fólkið haldi
sig vel að vinnunni.“
Þau sneru hestunum út á veginn og huríu.
Þetta djúpa og einlæga vinfengi Boldwoods
varð brátt að brennandi áhugamáli allra þeirra,
sem þekktu hann; en eftir að vera búinn að
vera einbúi í mörg ár, þá var þessi breyting
á högum hans svo áberandi mótsögn, að hún
líktist helzt dauða St. John Longs úr tæringu,
þegar sannað var að veiki hans væri aldeilis
ekkert saknæm.
„Þetta er fyrirboði giftmgar," sagði Temp-
erance Miller og horfði á eftir þeim eins lengi
og að hún sá til þeirra.
„Ég spái, að það verði útfallið,“ sagði
Coggan og hélt áfram að vinna án þess að
lita upp.
„Jæja, það er betra að giftast með heilum
huga, heldur en vera bundinn,” sagði Laban
Tall.
Henry Fray leit vandræðalega í kringum
sig og sagði: „Ég get ekki séð hvers vegna að
kona á að vera að leita sér að maka, þegar að
hún er nógu athafnadjörf til að geta rutt sér
sjálf veg og þarf ekki að fá sér heimili, því það
er ekki annað en að sitja í vegi fyrir annari
konu. En látum það vera, þó að það sé aumkv-
unarvert að hann og hún skuli vera að vekja
óróa á tveimur heimilum."
Eins og vanalegt er með ákveðna skap-
gerð, þá vakti Bathsheba andúð eða gagnrýni
hjá mönnum eins og Henry Fray. Aðal galli
hennar var, að vera of ákveðin í mótbárum
sínum, en ekki nógu opinská í því, sem að henni
var geðþekkt. Við komumst að raun um, að
það er ekki ylmurinn, sem að líkaminn dregur
að sér,heldur sá, sem út frá honum fer, sem
að gefur fólki lit þann, sem það þekkist af, og
á sama hátt, er fólk auðkennt af því, er því mis-
líkar og andstöðu þess, þar sem að góðhugur
þess er ekki tekinn minnstu vitund til greina.
Henry Fray hélt áfram að tala í íéttara
skapi: „Ég ympraði einu sinni á því við hana
hvað mér bjó í huga í sambandi við ýmislegt
eins ákveðið og að reyndur veraldarmaður
dyrfist að gjöra við svo framgjarna manneskju.
Þið vitið allir, félagar, hvaða mann að ég hefi
að geyma, og hvernig að afl orða minna
streymir þegar að metnaður minn sýður af
íyrirlitningu.“
„Við gjörum það, við gjörum það, Henry.“
„Svo ég sagði: Húsfrú Everdene, það eru
auð pláss, og það eru velgefnir menn og viljugir;
en illviljinn — nei, ekki illviljinn — ég sagði
ekki illviljinn — heldur þorparaskapur mót-
partsins (ég meinti kvenfólksins) lokar þá úti.“
„Það var ekki of frekt að orði komist við
hana?“
„Sæmilega framsett.“
„Já, og ég hefði sagt það, þó að dauðinn og
sáluhjálpin þín hefðu lagt sínar hendur á mig
fyrir það. Þannig er skap mitt, þegar að ég
hefi skap.“
Sannur maður og stoltur eins og satan.“
„Þið skiljið hve ráðkænt þetta í rauninni
var. Það var í sambandi við umsjónarmanns-
stöðuna, en ég sagði það ekki með nógu berum
orðum til þess að hún gæti skilið hvað það var,
sem að ég meinti, svo ég gat látið það í ljós
með sterkari orðum. Svo spakvitur var ég! . . .
En hvað um það, látum hana giftast, og hún
gjörir það. Það er máske kominn tími til þess.
Ég held, að Boldwood bóndi hafi kysst hana
á bak við stóra bakkann, þegar að við vorum
að baða féð um daginn — það gjöri ég.“
„Hvaða lýgi!“ sagði Gabríel.
„Hvernig veiztu það, félagi Oak?“ spurði
Henry Fray auðmjúkur.
„Ég veit það vegna þess, að hún sagði mér
írá öllu, sem þeim fór á milli,“ sagði Oak með
farisea tilfinningu um að hann væri ekki í tölu
hinna rúningsmannanna að því er þetta snerti.
„Þú átt rétt á að trúa því,“ sagði Henry
firtinn; „fullkominn rétt, en það er ekki ómögu-
legt, að ég sjái dálítið fram í tímann, eða nógu
langt til þess að geta gegnt umsjónarmanns-
embætti, þó það sé nú ekki mikils virði —
en dálítið þó. En hvað sem um það er, þá' lít ég
í kringum mig í lífinu með jafnaðargeði. Skiljið
þið mig, félagar? Orð mín, þó ég reyni að hafa
þau eins ljós og mér er uunt, geta oft verið
torskilin fyrir suma hér.“
,,Ó, já, Henry, við skiljum þig.“
„Einkennileg gömul tuska, góðir menn, —
sem hrakin er úr einum stað í annan, eins og
að ég væri einskis virði, og dálítið ringlaður í
tilbót. En ég Veit mínu viti, ha, og jafnvel mínu
mikla viti! Og það mætti líka bera það saman
við vitsmuni viss fjárhirðis. En, nei w ónei!“
„Einkenileg gömul tuska, segir þú!“ tók
ölbruggarinn fram í nöldurslega. „Sannleikur-
inn er sá, að það er ekki einu sinni þess virði,
að minnast a aldur þinn — það er aldeilis
enginn aldur. Þú hefir helminginn af tönnum
þínum enn, og hverslags aldurstakmark er
það á meðan að svo er? Var ég ekki margþreytt-
ur hjónabandsmaður áður en að þú komst úr
reiíum? Það er ekki mikils virði að vera sextíu
ára, þegar að fólk, sem komið er á níræðis-
aldur, er allt í kring.“
Það var ófrávíkjanleg regla í Weatherþury,
að láta smá misklíð falla niður þegar að milda
þuriti úr ölbruggaranum.
„Ekki mikils virði! Vissulega,“ sagði Jan
Coggan. „Maltari, við vitum að þú ert undur-
samlegur gamall hermaður, og á móti því getur
enginn borið.“
„Enginn,“ sagði Joseph Poorgrass. „Þú ert
sjaldgæít gamalt fyrirbrigði, maltari, og við
virðum þig allir fyrir það.“
„Já, og þegar að ég var ungur og vitsmunir
mínir í mestum blóma, þá var ég vel látinn af
mörgum, sem að þekktu mig,“ sagði maltarinn.
„Óefað varstu það — já, óefað.“
Bogni, gráhærði, gamli maðurinn var á-
nægður og svo virtist Henry Fray vera líka.
Til þess að ánægjan og samlyndið héldist tók
Mary Ann til máls, sem með sinn útitekna and-
litsblæ og í hrjúfum hlífðarklæðum leit út eins
og dauf og gömul olíumynd — svipaði sérstak-
lega til eins af uppdráttum Nikulásar Pousins:
„Veit nokkur um skakkan eða lamaðan eða ann-
an ílokksmann, sem að mundi hæfa vesalingn-
um mér?“ spurði Mary Ann. „Eftir fullkomnum
manni get ég ekki vonast á mínum aldri. Ef
að ég gæti íengið að vita um einhvern slíkan,
þá gerði það mér meira gott en brauð og öl.“
Coggan svaraði á viðeigandi hátt. Oak hélt
áfram að klippa og sagði ekki orð. Hann var
órólegur og þungt í skapi. Bathsheba hafði
sýnt honum tiltrú með því að setja hann um-
sjónarmann yfir búinu, einkanlega þó búfénu,
sem var því svo ómissandi. Hann sóttist ekki
eftir þeirn stöðu eins mikið og bújörðinni: í
sambandi við hana sjálía, sem að hann unni
og var óbundin öðrum. Hugmynd hans um
hana virtist vera óljós og reikandi. Ávítanirn-
ar, sem hann lét yfir hana ganga, virtist hon-
um nú að hefðu verið yfirsjón og óhæfa. Langt
frá því að vera að dufla við Boldwood, hafði
hún verið að manga til við sjálfan hann með
glettni sinni við annan. Með sjálfum sér var
hann sannfærður um, að samkvæmt eftirvænt-
ingu hinna hægfara og þekkingarminni félaga
hans, að hún um síðir mundi taka eiginorðs
tilboði hr. Boldwoods og giftast honum. Gabríel
haíði á þessu tímabili ævi sinnar vaxið upp
úr hinni meðfæddu hneigð allra ungra krist-
jnna manna, að hætta að lesa í ritningunni, og
las oft mikið í henni og hann sagði við sjálfan
sig: „Sú kona er bitrari en dauðinn, hvers hjarta
er snörur og net!“ Þetta var meira eins og
andvarp — löður stormsins. Hann dáði Bath-
shebu þrátt fyrir allt.
„Við vinnufólkið eigum að fá konunglega
veiziu í kveld,1*" sagði Cain Ball og með því
stefndi hann umtalinu í nýjan farveg. „Ég sá,
að verið var að búa til stórkostlega búðinga
í morgun í mjólkurfötum — stykki aí fitu, eins
stór og þumalfingurinn á þér, hr. Oak; ég hefi
aldrei á ævi minni séð eins stór stykki af
fitu — þau voru aldrei vön að vera stærri en
hesta-baun. Og þar var stór svartur leirbrúsi
á borði og fæturnar á honum stóðu út, en ég
vissi ekki hvað í honum var.“
„Og þar voru tveir mælar af suðu-eplum
í epla-pie“, sagði Mary Ann.
„Ég vona, að ég geti gert því öllu góð skil,“
sagði Joseph Pootgrass í ánægjulegri smjatt-
ándi eftirvæntingu. „Já, matur og drykkur
veitir gleði og ánægju og eykur styrk þeirra,
sem máttlitlir eru, ef svo má að orði komast.
Guðspjall líkamans án einhvers gefur til kynna
að við erum dauðans matur, ef að ég má svo
segja.“
XXIII. KAPÍTULI
Langt borð var sett upp fyrir rúnings-
veizluna á grasflötinni við hliðina á húsinu,
annar endi þess náði inn um matsalsgluggann
á húsinu og dálítið inn í salinn. Ungfrú Ever-
dene sat við þann endann á borðinu, sem náði
inn í húsið og réð þannig yfir veizluhaldinu,
án þess að vera á meðal karlmannanna.
Bathsheba var óvenjulega hrífandi, kinn-
roði hennar og rósrauðar varirnar skáru fagur-
lega af við hárið, sem var dökkt og bylgjótt.
Hún virtist vera að vonast eftir aðstoð, en sætið
við hinn endann á borðinu var skilið eftir autt,
samkvæmt ósk hennar, þangað til að máltíð
hófst, en þá bað hún Gabríel að taka sætið og
taka að sér skyldur þær, sem því fylgdu, og
gerði hann það umsvifalaust.
Rétt í þessu kom Boldwood inn um hliðið
á húsagarðinum og gekk yfir flötina og til
gluggans, þar sem Bathsheba sat. Hann bað
velvirðingar á seinlæti sínu. Það var auðséð að
hann var þar kominn samkvæmt fyrirfram
gerðri ráðstöfun.
„Gabríel,“ sagði Bathsheba, „viltu gjöra svo
vel og færa þig og gefa hr. Boldwood sætið?“
Oak stóð upp og fór steinþegjandi til síns
fyrra sætis.
Hefðarbóndinn var glæsilega búinn, í nýj-
um frakka og hvítu vesti, sem stakk allmjög
í stúf við hinn vanalega látlausa gráa búning
hans. Hann var í góðu skapi og óvanalega mál-
hreyfur. Bathsheba var það líka, sérstaklega
eftir að hann kom, þó að koma Pennyways,
fyrrverandi umsjónarmanns hennar, sem kom
óboðinn, en hafði verið rekinn úr vistinni fyrir
þjófnað, væri henni ekki sem geðþekkust fyrst
i stað.
Eftir að máltíðinni var lokið, tók Coggan
upp hjá sjálfum sér að skemmta með ljóði:
Ég hefi tapað kærustunni, ég kæri mig ekki
um það.
Ég hefi tapað kærustunni, ég kæri mig ekki
um það.
Ég fæ mér aðra fljótt,
fagra með auknum þrótt.
Ég hefi tapað kærustunni, ég kæri mig ekki
um það.
Eftir að þessari tækifærisstöku var lokið,
horfðu allir þögulir niður á diska sína, sem
átti að gefa til kynna, að þetta framtak, eins
og verk viðurkenndra skálda, sem hafin eru yfir
gagnrýni blaðanna, væri sjálfsögð ánægja, sem
ekki þurfti viðurkenningar lófaklappsins við.
„Nú, hr. Poorgrass, þú syngur næst!“ sagði
Coggan.
„Ég er nú nærri því orðinn ölvaður og
svo hefi ég aldrei gáfaður verið,“ sagði Joseph
og lét sem minnst á sér bera.
„Heimska, þú sýnir aldrei svo mikið van-
þakklæti, Joseph — aldrei!“ sagði Coggan og
lét sem að hann tæki tregðu Josephs nærri sér.
„Húsmóðirin starir á þig eins og að hún vildi
segja — syngdu undir eins, Joseph Poorgrass!“
„Satt, hún gerir það; jæja, ég verð að þola
það! — Veitið þér mér eftirtekt, félagar, og
sjáið hvort blóðhitinn ógnar mér um of.“
„Nei, kinnroði þinn er eðlilegur,“ sagði
Coggan.
„Ég reyni alltaf að varna blóðinu frá
að stíga til kinnanna, þegar að fögur konuaugu
stara á mig,“ sagði Joseph hikandi; „en ef svo
er, að þau geri það, þá verður það svo að vera.“
„Nú, nú, Joseph, kvæðið,“ sagði Bathsheba.
„Ég veit ekki hvað skal segja. Það verður
að vera ófullkominn samsetningur frá sjálf-
um mér.“
„Ágætt, ágætt!“ sögðu allir.
Með þessari fullvissu hóf Poorgrass upp
röddina og fór með nokkrar lauslegar, en þó
tilfinninganæmar hugsanir, upphafsorð og
annað í viðbót, sem að hann lagði aðal áherzl-
una á. Honum tókst þetta svo vel, að hann
íærðist í aukana eftir nokkrar falskar tilraunir:
„Ég sáði því ....
Ég sáði ....
Ég sáði sæði kærleikans,
á vortíðinni ungu.
í apríl, maí og sólríkum júní,
þegar að smáfuglarnir sungu.
„Þetta er vel sagt án undirbúnings,“ sagði
Coggan, þegar að Joseph hafði lokið við erind-
ið. „Þegar smáfuglarnir sungu, er falleg setn-
íng. Já, og það var gott, sem að þú sagðir um
,sæði kærleikans* og vel farið með það, þó að
kærleikurinn sé erfiður ljár í þúfu, þegar að
róddin er gengin úr skorðum. Næsta erindi,
hr. Poorgrass."
Á meðan að á seinna erindinu stóð, henti
Robert litla Coggan sú skyssa, sem að margir
unglingar gera sig seka í; þegar að eldra fólkið
er sérátaklega alvarlegt — sem sé að reyna að
byrgja hláturinn niðri í sér með því að troða
horninu á borðdúknum upp í sig, en eftir dá-
litla stund brast kátínan út um nefið á honum.
Joseph varð þess var og þagnaði undir eins
blóðrauður í framan af móðguninni. Coggan
löðrungaði Robert tafarlaust.