Lögberg - 15.05.1952, Side 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. MAÍ, 1952
Sýning í Reykjavík um 200
ára þróun íslenzks iðnaðar
Úr borg og bygð
COOK BOOK
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
P a n t a n i r, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Sími 36 603
Miss Ruíh Bárdal,
5 — 54 Donald St.
Sími 929 037
☆
Veiiið aihygli!
Miðvikudaginn 21. þ. m. efnir
Kvenfélag Sambandssafnaðar í
Winnipeg til kaffidrykkju í sam-
komusal k*rkjunnar, kl. 2—5
e. h. og aftur kl. 8 að kvöldinu.
Meðal annars, sem verður til
skemtunar, flytur frú Marja
Björnson erindi um ísland, á
ensku eftir miðdaginn og á ís-
lenzku að kvöldinu. Sýnir hún
þar einnig mikið af íslenzkum
munum., handavinnu af ýmsu
tæi, sem gerðir eru á íslandi, eru
það meðal annars handsaumaðir
dúkar og hekluverk ýmiskonar,
einnig fáséðir munir gerðir úr
silfri. Ýmislegt fleira verður þar
til skemtunar og fróðleiks. —
Agóðinn af þessari samkomu
rennur í Hallveigarstaðasjóð.
Fimtudaginn þ. 1. þessa mán-
aðar lézt við Amaranth í Mani-
toba Sveinn Friðbjörnsson, ætt-
aður frá Syðrahóli í Glæsibæjar-
sókn. Hann lætur eftir sig ekkju,
börn og fleiri ættingja. Hann var
jarðsunginn þ. 6. s. m. í Beck-
ville grafreit af síra S. S. Christ-
opherson að viðstöddum fjölda
manns.
☆
Ársþing Bandalags lúterskra
kvenna verður haldið á Gimli
dagana 6., 7. og 8. júní næstkom-
andi; þarf ekki að efa að það
verði fjölsótt, því mörg og mikil-
væg mál liggja fyrir til umræðu
og úrslita. Dagskrá þingsins
verður birt í næsta blaði.
☆
Mrs. A. Blöndal dvaldi nýlega
nokkra daga á Gimli í heimsókn
til dóttur sinnar og tengdasonar,
Dr. og Mrs. George Johnson.
☆
Fishermen’s Festival verður
haldið í Gimli Pavilion á sunnu-
daginn þann 18. þessa mánaðar.
Séra Haraldur S. Sigmar flytur
guðsþjónustu, en auk þess flytja
ræður Campbell forsætisráð-
herra, Dr. S. A. Thompson,
fylkisþingmaður og Barney
Egilsson bæjarstjóri á Gimli;
einnig flytur Dr. RúnóKur Mar-
teinsson ávarp og bæn; allri
athöfninni verður útvarpað yfir
C. K. Y. og stendur yfir frá
kl. 2 e. h. til kl. 3.30 e. h.
Að lokinni útvarpsathöfn fer
fram skrúðganga fiskimanna.
☆
Á laugardaginn var, 10. maí,
voru gefin saman af séra Valdi-
mar J. Eylands þau Brian
Thorgrimsson og Dorothy Jean
Quirt, bæði til heimilis í Win-
nipeg. Brian, sem er starfsmaður
hjá Columbia Press Ltd., er
sonur séra Adams heitins Thor-
grimssonar og Sigrúnar konu
hans.
Lögberg flytur þessum ungu
hjónum innilegar hamingju-
óskir.
☆
Þó fjársöfnun sé ekki lokið
fyrir Siglunes-sjúkrahúsið, þá er
þegar byrjað að reisa það. Það
verður í Ashern.
☆
Mrs. W. F. Davidson wishes to
announce the second annual
display of the dancing class con-
ducted on Saturday afternoons
from September to May in the
First Federated Church Audi-
torium, to be held on Thursday
and Friday nights the 15th and
16th of May in the church audi-
torium.
The Women’s Organizations
of the Gimli Lutheran Church
invite you to a Tulip Tea to be
held in the Beaver Room of the
Hudson Baý Store on May 15th
2—5.30 p.m.
Receivers will be Mrs. Doris
Johnson, Mrs. F. E. Scribner,
Mrs. Pickering and Mrs. Sigmar.
Pourers will be, Mrs. Eylands,
Mrs. Martin, R.C.A.F., Gimli,
Mrs. Smozerski, Mrs. Barney
Egilson, Mrs. Ludlow, Mrs. V.
Jónasson, Mrs. Blondal, Mrs.
Jónas Sigurdson, Mrs. S. Ólafs-
son, Selkirk, Mrs. J. M. White,
Mrs. Zimmerman, Mrs. Grey,
Mrs. Grettir Jóhannsson, Miss
Inga Bjarnason.
☆
Kvenfélag Sambandssafnaðar
hefir ákveðið að efna til kveðju-
samsætis í tilefni af burtför Mr.
og Mrs. P. S. Pálsson frá Winni-
peg í mánaðarlokin.
Félagið vill bjóða öllum vin-
um þeirra hjóna að taka þátt í
samsætinu og biður þá sem ætla
að nota sér þetta tækifæri til
að heiðra og kveðja þau, að
síma til einhverrar af stjórnar-
nefndarkonunum ekki seinna
en sunnudaginn 25. þ. m.
Þær eru:
Miss Guðbjörg Sigurðsson
933 668
Mrs. J. F. Kristjánsson 38 247
Mrs. S. Sigurðsson 725 217
Mrs. B. E. Johnson 87 987
Mrs. S. B. Stefánsson 30 023
Miss M. Pétursson 721 724
Samkvæmið verður haldið í
Samkomusal safnaðarins mið-
vikudagskvöldið 28. þ. m. kl. 8.30.
☆
Þjóðræknisdeildin „Frón“ til-
kynnir hér með að ákveðið hefir
verið að loka bókasafni deild-
arinnar 28. maí n.k. Eins og allir
vita, hefir aðsókn að safninu
minkað mikið, síðan veðrið fór
að batna. Deildin biður því alla,
sem bækur hafa að láni frá bóka-
safninu, að skila þeim í síðasta
lagi miðvikudaginn þann 28.
maí.
Fyrir hönd deildarinn „Frón“
J. Johnson, bókavörður
☆
Dánarfregn
Þann 5. maí s.l. lézt á spítala
í Regina Mrs. Guðrún Tennant
frá Arcola, Sask. 43 ára að aldri,
eftir stutta legu. Hún var kenn-
ari í Wynyard og grendinni í
níu ár, og var í Toronto í eitt ár
við Social Service Work áður
en hún giftist V. Tennant frá
Arcola, Sask. og hafa þau búið
þar síðan. Auk.eiginmanns henn-
ar syrgja hana tevir stjúpsynir,
Frank og Merle í Arcola, tvær
stjúpdætur, Donna í Arcola og
Mrs. Wes. Jefferson í Van-
couver, B.C., faðir St. Johnson,
og systir Mrs. S. Stephanson í
Winnipegois, Man., og tveir
bræður, Haraldur og Kjartan,
Wynyard, Sask.
Jarðarförin fór fram 7. maí frá
St. Andrews United Church,
Arcola, Sask.
☆
ÁRDÍS —
Þær konur, er haft hafa síð-
asta hefti „Árdísar“ með hönd-
um til útsölu (1951) og ekki hafa
gert full skil, eru vinsamlega
beðnar að gera það sem allra
fyrst. Yfirskoðun bókanna verð-
ur gerð um 31. maí, fyrir þing
Bandalags Lút. Kvenna, er hald-
ið verður að Gimli, Man., dag-
ana 6., 7. og 8. júní.
Einnig er óskað eftir að ævi-
minningar, auglýsingar eða
hvað annað fyrir næstu útgáfu
ritsins (1952) verði komið til
B. S. Benson, Columbia Press
Winnipeg, eða til mín, 680
Banning St., fyrir 30. júní, þetta
innifelur kvenfélags auglýsingar
og nöfn embættiskvenna þeirra.
Vinsamlegast,
I. Gillies
☆
Dr. W. H. G. Gibbs, er mörg-
um íslendingum var að góðu
kunnur frá því að hann stund-
aði lækningar í Selkirk, lézt í
Vancouver 26. apríl, 79 ára að
aldri.
Rotary klúbburinn í Selkirk
hefir valið Miss Velmu Skag-
fjord sem fulltrúa félagsins á
ungmennamóti, sem haldið verð-
ur í Ottawa 19.—22. maí og kall-
að er “Adventures in Citizen-
ship”. Rotary félög um alt land-
ið senda fulltrúa á þetta mót og
greiða allan ferðakostnað. Þykir
það mikill heiður fyrir þá, er
valdir eru til að sækja mótið.
Velma er dóttir Mr. og Mrs.
Barney Skagfjord, 542 Manitoba
Ave., Selkirk.
☆
Mrs. Emily Howard frá
Redding, California, kom á bíl
til bæjarins á sunnudaginn;
með henni voru tyeir bræður
hennar, Oswald og Barney-Ey-
ford, sá fyrri frá Edmonton, en
hinn frá Hay River, North West
Territories. Þau munu heim-
sækja frændfólk og vini að
Vogar, M^n. og verða þar í viku.
Á heimleiðinni ætlar Mr*. Ho-
ward að heimsækja systurson
sinn, Harold Eyford í Vancouver.
☆
Thordís Augusta Jónasson og
Jóhann Ingiberg Einarsson voru
gefin saman í hjónaband á
heimili foreldra brúðarinnar,
Mr. og Mrs. Jón Jónasson, Árnes,
Man., 19. apríl s.l. Séra Harald
S. Sigmar gifti. Heimili ungu
hjónanna verður að Árnesi.
☆
Mrs. Kenneth Thorlaksson og
dóttir hennar, Carla, fóru flug-
leiðis til Englands á miðviku-
daginn í þessari viku; Maður
hennar, Dr. Thorlakson stundar
þar framhaldsnám í læknis-
fræði, hann er sonur Dr. og Mrs.
P. H. T. Thorlakson, en hún er
dóttir Mrs. G. Olson.
☆
Munið eftir Tulip Tea, sem
Kvenfélag Gimli-safnaðar held-
ur í dag — fimtudag — í Beaver
salnum í Hudson Bay verzlun-
inni frá kl. 2 til 5.30.
☆
Skólastúlkur á Gimli, sem
stundað hafa saumanámskeið,
höfðu sýningu á saumaskap
sínum 2. maí s.l. Extension Ser-
vice sendi Miss Beverley Scur-
field til að dæma um saumana
og hlaut Miss Lorraine Lárusson
hæztu verðlaún, sem veitt eru
fyrir saumaskap — fjólubláa
borðann. Kennarar voru: Miss
Joey Thordarson, Miss Green-
berg og Miss Thorsteinsson.
☆
W. J. Lindal dómari og Mrs.
Lindal, Mr. og Mrs. Einar P.
Jónsson fóru til Argyle um
helgina og ferðuðust um íslenzku
byggðirnar þar í erindum fjár-
söfnunarnefndarinnar fyrir ís-
lenzku deildina við háskólann
að tilmælum fjársöfnunarnefnd-
arinnar í þessum fögru bygðar-
lögum.
☆
— ÞAKKARORÐ —
Má ég biðja Lögberg að flytja
öllum þeim vinum mínum, sem
hafa sent mér heillaóskir í sam-
bandi við þann heiður, sem mér
hlotnaðist með því að vera
sæmdur Riddarakrossi hinnar
íslenzku Fálkaorðu af forseta
íslands 23. janúar 1952, og svo
öllum þeim, sem stóðu að sam-
sæti, er haldið var í Blaine 19.
apríl s.l.
Einnig vil ég tilkynna Islend-
ingum á Ströndinni og öllum
öðrum, sem kynnu að hafa
kringumstæður á að vera staddir
í Blaine 27. júlí í sumar, á þjóð-
minningarhátíð okkar Stranda-
búa, að ræðumaður dagsins
verður Prófessor Finnbogi Guð-
mundsson. Vonar nefndin að
koma Próf. Finnboga verði hon-
um ánægjuleg, og mun nefndin
gera alt, sem í hennar valdi
stendur, til þess að svo megi
verða.
Við hlökkum til 27. júní 1952.
Andrew Danielson
/ ☆
Mrs. G. J. Oleson frá Glen-
boro kom til borgarinnar á
sunnudaginn og dvelur ásamt
manni sínum hjá syni þeirra og
tengdadóttur, Dr. og Mrs.
Tryggva J. Oleson.
Þjóðræknisþings samkoma
FRÓN hefir ákveðið að efna
til skemtisamkomu í G.T.-húsinu
á mánudagskvöldið 2. júní n.k.
Eins og kunnugt er verður
Þjóðræknisþingið haldið í Win-
nipeg dagana 2.—4. júní, og er
það ætlun okkar að gera þessa
samkomu svo úr garði að hún
verði deildinni til sóma og þing-
gestum og borgarbúum til
ánægju.
Takið eftir auglýsingum, sem
birtast í næstu blöðum.
H. Thorgrímsson,
ritari Fróns
☆
Björn Jónsson læknir, sem
gegnt hefir héraðslæknisembætti
undanfarin ár í Baldur, Man.,
er nú í þann veginn að flytja til
Benito, Man. og taka þar við
læknisstörfum. — Hann hefir
reynzt dugandi og ágætur lækn-
ir og sjá Baldurbúar mikið eftir
honum og byggðin þar umhverf-
is. Björn læknir var staddur í
borginni á þriðjudaginn; næsta
sunnudag kveðja þau hjónin
Baldur og takast á hendur stutta
skemtiferð til Chicago, en þar á
Björn systir.
☆
Mr. og Mrs. G. Martin, sem
dvalið hafa í Winnipeg í ár eru
nú flutt aftur til Gimli.
☆
Mrs. Jónína Tucker frá Van-
couver dvelur um þessar mund-
ir í borginni og er hjá Mr. og
Mrs. Ágúst Sædal, Suite 5,
Elsinore Apts. Hún kom hingað
frá Quebec, en þar á sonur
hennar heima. Hún fer norður
að Gimli á föstudaginn í heim-
sókn til kunningja þar, en leggur
af stað heimleiðis á mánudaginn.
☆
Talsvert af íslenzkum bókum
er til sölu með mjög vægu verði
hjá undirrituðum; bækurnar eru
í góðu bandi og margar verð-
miklar.
Fundur utanríkismálaráðherr-
anna í Kaupmannahöfn, sem
lauk á sunnudaginn, gerði sam-
þykkl, þar að lúiandi
Fundur hinn norrænu utan-
ríkismálaráðherra í Kaup-
mannahöfn, sem lauk á
sunnudaginn, féllst á tillög-
una um stofnun Norðurlanda
ráðs; og er nú ákveðið, að
hún skuli lögð fyrir þing
Danmerkur, Islands, Noregs
og Svíþjóðar á þessu ári,
fyrir Alþingi þó ekki fyrr
en í haust, og Norðurlanda-
ráðið því næst stofnað,
svo framarlega að þingin
samþykki.
Norðurlandaráðið á sem kunn-
ugt er aðeins að vera ráðgefandi
stofnun, skipað 53 þingmönnum,
16 frá Danmörku, 16 frá Noregi,
16 frá Svíþjóð og 5 frá íslandi,
svo og tveimur ráðherrum frá
hverju þessara landa, tilnefnd-
um af stjórn hvers um sig. Eiga
ráðherrarnir þó ekki að hafa at-
kvæðisrétt í ráðinu, heldur að-
eins málfrelsi og tillögurétt í
umræðum þess.
Önnur mál fundarins
Auk stofnunar Norðurlanda-
ráðsins ræddi fundur utanríkis-
málaráðherranna, sem setinn var
af Sigurði Nordal sendiherra
fyrir hönd Islands, ferðafrelsi
rússneskra sendiherra og sendi-
ráðsstarfsmanna í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð, en engin sam
þykkt var gerð um það mál.
Þá ræddi fundurinn og mörg
mál, sem ráðherrafundur Ev-
rópuráðsins í París 19.—20. marz
mun taka til umræðu. Ennfrem-
ur var rætt um framlag Norður-
landa til margvíslegrar alþjóð-
legrar mannúðarstarfsemi.
Þá voru og ræddar vissar til-
Haldin vegna 200 ára afmælis
Innréiiinganna. — Opnuð á af-
mæli Reykjavíkur
íslenzk iðnaðarsýning verð-
ur haldin hér í Reykjavík
seinni partinn í sumar. Á
hún að fjalla um þróun ís-
lenzks iðnaðar í 200 ár eða
frá því að Skúli Magnússon
stofnaði Innréttingarnar,
enda er hún haldin af 200
ára afmæli þeirra.
Sýninguna á að opna á af-
mælisdegi Reykjavíkur, 18.
ágúst. Verður hún haldin í iðn-
skólabyggingunni nýju, en gólf-
flötur hennar er um 6000 fer-
metrar, og mun engin íslenzk
sýning hafa haft stærra svæði
til umráða.
Nefnd hefir verið skipuð til
að hafa á hendi stjórn sýningar-
innar, og eiga sæti í henni þessir
menn: Frá Félagi íslenzkra iðn-
rekenda Sveinn Guðmundsson,
sem er formaður nefndarinnar,
og Sveinn Valfells, frá Lands-
sambandi iðnaðarmanná Guð-
björn Guðmundsson, ritari
nefndarinnar, og Axel Kristjáns-
son, frá SIS Harry Frederiksen,
frá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna Ólafur Þórðarson og frá
Reykjavíkurbæ Helgi Hallgríms
son.
Nefndin ræddi við blaðamenn
í gær og skýrði frá því, að í
fyrstu hefði verið ætlunin að
reisa sérstakan sýningarskála,
en það hefði strandað á féleysi.
Síðan kom til tals að nota iðn-
skólabygginguna fyrir sýning-
una, en á því voru þau vand-
kvæði, að með þeim framlögum,
400 þús. kr. frá bænum og 1
millj. kr. frá ríki, sem ákveðin
voru til hennar á þessu ári, yrði
hún ekki komin svo langt að
lögur um aukna samvinnu með
efnahagssamvinnustofnun Ev-
rópu og Evrópuráðsins; og loks
var rætt um siglingar frá Norð-
urlöndum um Súezskurð eftir
að samningurinn við Súezskurð-
arfélagið um rekstur hans er út
rúnninn; en um það mál munu
Norðurlönd standa saman.
—Alþbl., 19. marz
verða nothæf í tæka tíð. Var svo
um sinn, að nefndin hélt sig
verða að fresta sýningunni. En
nú hafa bær og ríki ákveðið að
leggja fram til viðbótar á þessu
ári 1,5 millj. kr. til byggingar-
innar upp í væntanleg framlög
síðar, svo að sýninguna verði
hægt að hafa þar.
—Alþbl., 10. apríl
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
GuðSþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ens'ku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Sameiginleg guðsþjónusia
Sameiginleg guðsþjónusta
verður haldin fyrir alla meðlimi
og vini Fyrsta lúterska safnaðar
á sunnudagskvöldið kemur, 18.
maí, kl. 7. Guðsþjónustan fer að
sjálfsögðu fram á ensku. Veit-
ingar verða framreiddar í fund-
arsal kirkjunnar að afstaðinni
messugjörð.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 18. maí:
Sunnudagaskóli kl. 10 árd.
Ensk messa kl. 11 árd.
Umtalsefni:
Kveðja lil fiskimanna
Ensk messa kl. 7 síðd.
Hið eldra kvenfélag safnaðar-
ins býður öllum messugestum til
kaffidrykkju í samkomuhúsi
safnaðarins að messu afstaðinni.
Meðlimir hins Yngra kvenfélags
safnaðarins eru þar heiðursgestir
í tilefni af 10 ára afmæli félags-
ins.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
Hinfs on Use of Herbicides
on
Malfing Barley
When broad-leafed weeds are prevalent in barley
fields, they should be treated with 2,4-D. The treatment
should start when the barley has reached the three-leaf
stage or when the leaves are about 6 inches long. This
crop may also be treated until the early shot-blade
(boot) stage.
Suggested amounts of 2,4-D Acid per acre to use as
spray on barley:
Ounces Acid per
Acre—Barley
3V2 to 7
3 to 5
5 to 10
4 to 8
5 to 10
4 to 8
Type of Weed and
Reaclion fo 2.4-D
Formulalion
Amine
Ester
Amine
Ester
Amine
Ester
Annual Weeds
(Susceptible)
Annual Weeds
(Intermediate)
Perennial Weeds
(Top Growth Control)
(Information taken from Manitoba Department of
Agriculture Fields Crop Recommendations, 1952)
For further information write to
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE
206 Grain Exchange Building, Winnipeg.
Twelfth in series of advertisements. Clip for Scrap Book.
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-312
Daníel Halldórsson,
Hnajjsa, Man.
Tillaga um stofnun Norðurlandaráðs
verður lögð fyrir þing Norðurlanda