Lögberg - 22.05.1952, Page 1
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 22. MAÍ, 1952
NÚMER 21
Prófín yið Manitobahóskófonn
Síðastliðna viku voru birt úr-
slit vorprófanna við Manitoba-
háskólann og hefir að sjálfsögðu
allur fjöldi námsfólksins beðið
eftir þeim með talsverðri eftir-
væntingu.
Á þessu vori luku 1,128 prófi
og eru það 98 færri en í fyrra.
Margt af þessu námsfólki er af
íslenzkum stofni, en því miður
er ekki ávalt hægt að vita af
nafninu hvort svo sé, einkanlega
ef móðirin er íslenzk en faðir-
inn af öðru þjóðerni; þess vegna
væri blaðinu þægð í að fá upp-
lýsingar um það námsfólk af
íslenzkum stofni, sem ekki er til-
greint á þessum lista:
Docior of Philosophy
Ingólfur Gilbert Árnason, B.A.,
Manitoba, 1926: M.A., Manitoba
1929. Major: Animal Ecology.
Minor: Zolology. Thesis: “A
Survey of the Entomostraca of
Manitoba and a study of Feed-
ing of Lake Winnipeg Ciscoes.”
(As at October 4, 1951)
Bachelor of Social Work
Margaret Evelyn Goodman B.A
Claire Margaret Lillington, B.A.
Second Lieuienants in the
Canadian Army
Erlingur Kári Eggertson —
Royal Canadian Infantry Corps.
John Frederick Stefánsson —
Royal Canadian Infantry Corps.
Law Socieiy Examinaiions
FIRST YEAR:
David Carl Bjarnason, Honors
SECOND YEAR:
Erlingur Kári Eggertson —
Honors.
Arthur Kristján Olson.
THIRD YEAR:
Leifur Júlíus Hallgrimson —
Honors.
Gunnar Örn Eggerson —
Honors.
MINNINGARORÐ:
Merkur íslendingur
í heimsókn
Hingað til borgar kom í heim-
sókn um helgina merkur íslend-
ingur, Skúli Hrútford, prófessor
í landbúnaðarvísindum við há-
skólann í Minnesota, en við þá
mentastofnun útskrifaðist hann
sem Bachelor of Science 1937.
Skúli prófessor er fæddur í
borginni Duluth í Minnesota-
ríkinu og voru foreldrar hans
þau Leifur Hrútfjörð, ættaður
úr Hrútafirði og Solveig Björns-
dóttir, ættuð af Akureyri; þótt
eigi hafi Skúli átt mikil mök
við Islendinga svo mörgum árum
skiptir, mælir hann þó vel á ís-
lenzka tungu; hann er kvæntur
maður, kona hans er af amerísk-
um ættum og eiga þau fjögur
börn; heimili þeirra er í St. Paul.
Skúli prófessor kom hingað
norður til að flytja erindi í þeim
félagsskap,- sem Manitoba In-
jstitute of Agrologists nefnist.
Master of Aris
Betty Jane McKenty (daughter
of Mrs. Inga Tergesen McKenty
and Dr. Kenty) B.A. (Hons.)
Manitoba, 1951. Major: English.
Minor: English Thesis: “The
Critical Attitudes of W. H.
Auden.”
Master of Science
Baldur Rósmundur Stefáns-
son, B.S.A., Manitoba, 1950.
Major: Plant Breeding. Minor:
Statistics. Thesis: “The Inheri-
tance of reaction to Loose Smut
in the Segregating Generations
of Certain Barley Hybrids.”
Doclor of Medicine
James Jóhannesson Morrow
Margaret Avis Olson
Daniel Peter Snidal
Stephen Charles Thorson.
Bachelor of Science
in Medicine
Stephan Charles Thorson.
Bachelor of Science
(Honors Course)
Carl Thorsteinson.
Bachelor of Educalion
Guðmundur Eric Bjornson B.A.
Bachelor of Pedagogy
(General Course)
Gudrun Margaret Sigurdson,
B.A.
Paul Adalgeir Sigurdson, B.A.
Bachelor of Arts
(General Course)
Wilhelmina Jónsson Mabb—
University Silver Medal —
Joan Oddny Asgeirson
Alan Leo Johnson
Joyce Ásta Johnson
Paul Adalgeir Sigurdson
Margaret Sigvaldson
Gilbert John Frederick
Stefánsson
Nora Jean Thorvaldson.
Bachelor of Science
(General Course)
Arthur Allan Árnason
Bachelor of Science
in Pharmacy
Swen Johan Tergesen
Bachelor of Interior Design
Pauline Linda Hallson
Einar Tómasson
Þann 24. apríl síðastliðinn
lézt á Almenna sjúkrahúsinu í
Portage la Prairie Einar Tómas-
son (Thompson), fæddur að
Auðsholti í Biskupstungum 13.
október 1868. Foreldrar hans
voru Tómas Guðbrandsson í
Auðsholti og Guðrún Einars-
dóttir, ættuð af Seltjarnarnesi.
Einar kvæntist í júlímánuði
1898 Guðnýju Þorsteinsdóttur úr
Grindavík, en foreldrar hennar
voru þau Þorsteinn Þorkelsson
og Ragnhildur Sigurðardóttir.
Þau Einar og Guðný fluttust
til Canada aldamótaárið og
stofnuðu þegar heimili að Big
Point-bygð við Manitobavatn;
eftir skamma dvöl þar lá leið
þeirra til Narrowsbygðar og
þar bjuggu þau í fjögur ár; það-
an fluttu þau búferlum til West-
bourne og ráku þar við miklum
dugnaði búskap í þrjátíu og sjö
ár; nutu þau mikilla vinsælda í
héraði, enda búin þeim mann-
dygðum, er íslendinga mest
máttu prýða; er heilsu þeirra
hjóna tók að hnigna, fluttu þau
til sonar síns í Beaver-pósthér-
aði, og þar hjálpaðist alt að því
að gera hinum þreytta landnema
sólsetursárin unaðsleg og fögur.
Einar þjáðist af sjóndepru
nokkur síðustu æviárin og varð
að lokum alblindur; ég kyntist
Einari Tómassyni á mínum
fyrstu árum í þessu landi og
tókst brátt með okkur styrk vin-
átta. Einar var ekki eitt í dag
og annað á morgun; hann var
fylginn sér í lífsskoðunum, en
engu að síður manna mildastu?1
í dómum; hann unni íslandi hug-
ástum, og er hann leit inn á
skrifstofu mína, sem hann jafn-
aðarlegast gerði, er hann var
staddur í bænum, spurði hann
mig ávalt fyrst að því, hvað nú
væri nýjast í fréttum að heiman;
hann hafði yndi af góðum bók-
um, og braut vel til mergjar
sérkenni þeirra og meginkosti.
Einar var hverjum manni hátt-
prúðari og óbrigðull vinur vina
sinna; hann var lagður til hvíld-
ar í Westbournebygð, en þar
átti hann flest handtökin í kjör-
landi sínu; enskur prestur jarð-
söng landnemann úr Biskups-
tungum hinn 28. apríl að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Hinn látni lætur eftir sig auk
ekkju sinnar tvo sonu, Kristinn
og Tómas, sem búsettir eru að
Beaver, eina dóttur, Sigríði í
Einar Tómasson
Winnipeg og fósturdóttur, Ólafíu
Bergman.
Með Einari Tómassyni er
genginn grafarveg sannur dreng-
skaparmaður, er eigi vildi vita
vamm sitt í neinu.
—E. P. J.
Vinsamleg ummæli
Vikublaðið “Decorah-Posten,”
sem út er gefið í Decorah, Iowa,
og er útbreiddasta blað Norð-
manna vestan hafs, flutti þann
8. maí all-ítarlega og einkar vin-
samlega umsögn um fyrirlestur
þann um ísland, sem dr. Richard
Beck prófessor flutti á fundi
“Symra’Vfélagsins þar í borg
laugardagskvöldið 3. maí.
Jafnframt því sem blaðið dró
athygli að megindráttum í fyrir-
lestrinum, fór það um hann þeim
orðum, að það hefði verið sam-
róma álit fundarmanna, að hann
hefði verið óvenjulega fræðandi
og hrífandi í senn.
í heimsókn til
Vestur-íslendinga
Hingað til borgar kom á þriðju
dagskvöldið í stutta heimsókn
séra Friðrik A. Friðriksson pró-
fastur á Húsavík, sem hér er
vinmargur frá þeim tíma, er
hann var búsettur í Wynyard,
Sask., þar sem hann hafði með
höndum prestsþjónustu fyrir
Sambandskirkjufélagið. — Séra
Friðrik er ágætur kennimaður
og prúðmenni í umgengni; hann
mun ferðast eitthvað út um
bygðir íslendinga hér vestra, og
heimsækja að minsta kosti hin
fyrri sóknarbörn sín í Wynyard
og grend.
Lögberg býður séra Friðrik
innilega velkominn á þessar
slóðir.
Meiri fatnaður í heiminum en
fyrir styrjöldina
Dr. Tryggvi J. Oleson
Hlýtur yiðurkenn-
ingu fró íslandi
í fyrri viku barst Dr. Tryggva
J. Oleson sú frétt frá ritara
Mentamálaráðs í Reykjavík, að
honum hefði verið veittur þrjú
þúsund króna styrkur úr þeim
sjóði, er mentamálaráð hefir til
úthlutunar, til bókfræðilegra
rannsókna; er frétt þessi vinum
Tryggva mikið fagnaðarefni, því
hann er lærdómsmaður mikill
og líklegur til aukins frama
með líðandi árum; hann hefir
frá æsku lagt mikla rækt við ís-
lenzka tungu og bókmenningu
íslenzku þjóðarinnar.
Frú Jóhanna
Cooney sjötug
í tilefni af því, að frú Jóhanna
Cooney átti 70 ára afmæli, héldu
sonur hennar og tengdadóttir,
Mr. og Mrs. Albyn Cooney, 564.
Chalmers Street, móttökufagn-
að á heimili sínu á laugardags-
kveldið; um 30 manns sóttu
samsæti þetta, þar á meðal fólk
frá Selkirk. Til máls tók Mrs. A.
S. Bardal og Mr. Guðmundur
Bjarnason afhenti heiðursgest-
inum peningagjöf frá stúkunni
Skuld, en í þeim félagsskap hef-
ir hún verið í yfir 40 ár. Frú
Jóhanna hefir búið í Winnipeg
síðan hún kom frá íslandi 1902.
Annar sonur þeirra Coonéy-
hjóna er George, er býr einnig
hér í bænum. Þau eiga fjögur
barnabörn.
Auk ofangreindrar gjafar bár-
ust afmælisbarninu fleiri góðar
gjafir. Frú Jóhanna Cooney
biður blaðið að flytja vinum
sínum og vandamönnum inni-
legt þakklæti fyrir gjafirnar og
hinn hlýja hug í garð þeirra
hjóna, er þetta samsæti bar vott
um.
Fyrirlestrarferð til
Árborgar, Geysis-
byggðar og Riverton
Finnbogi Guðmundsson flyfur
fyrirlestur í lútersku kirkjunni
í Árborg sunnudagskvöldið 25.
maí kl. 8.30.
Kvöldið eftir, mánudaginn 26.
maí, talar hann í samkomuhúsi
Geysisbyggðar, en þriðjudags-
kvöldið 27. maí í lútersku kirkj-
unni í Riverton, á báðum stöð-
um kl. 8.30.
Hann mun tala bæði á íslenzku
og ensku og væntir þess, að jafnt
ungir sem gamlir sæki sam-
komurnar.
Gert er ráð fyrir að í Árborg
og Geysi skemmti nokkur börn
og unglingar með söng.
Þess skal getið, að hinn til-
tekni tími er ekki sumartími.
Þó fá margir minni klaeðnað
en þá
Fatnaður og fataefni var
ríkulegra 1950 en fyrir stríð-
ið. Þrátt fyrir þetta voru
tveir þriðju hlutar mann-
kynsins verr fataðir en fyrir
stríð. Matvæla- og landbún-
aðarstofnun S. Þ., FAO,
hefir látið fara fram athug-
un á klæðaburði 80 ríkja og
niðurstaðan varð síður en
svo ánægjuleg.
Samanburður fyrir og
eflir stríð
Meðaltalsnotkunin af baðmull,
ull og gervisilki til fatnaðar var
3,8 kg. á mann árið 1950, en töl-
ur þessar gilda ekki fyrir öll
lönd. Austurhvel jarðar, sem
hefir 70% af íbúum jarðarinnar,
ef Evrópa, Ástralía og Nýja-
Sjáland eru ekki talin með, not-
ar minna af fatnaði en fyrir
styrjöldina. Árið 1938 notuðu
þessi lönd aðeins 36% af öllum
fatnaði heimsins, e'h árið 1950
hafði talan lækkað niður í 30%.
Þeir 10 af hundraði af íbúum
jarðarinnar, sem efnaðastir voru
keyptu 40% af öllum fatnaði,
sem framleiddur var 1950. Hlut-
fallstalan nam aðeins 30% á ár-
unum fyrir síðustu heimsstyrj-
öldina.
Margt kemur til
Nú er að vísu ósanngjarnt að
leita efnahagslegra orsaka fyrir
hinni ójöfnu skiptingu fatnaðar
milli hinna ýmsu íbúa heimsins.
Loftslagið hefir einnig mikið að
segja. Verulegur hluti af þeim
70%, sem minnst nota af fatn-
aði, búa í heitum löndum, þar
sem engum er kalt þótt ekki sé
gengið í öðru en mittisskýlum,
og þar sem ekki er vani að nota
annan klæðnað. Þó fer klæðnað-
ur mannsins oft eftir þjóðfélags-
stöðu hans. 1 Indlandi má t. d.
sjá menn, sem einungis eru
klæddir til að skýla nekt sinni,
og einnig má sjá þar fullklædda
menn.
Ný kenning um
fund Ameríku
Ný kenning um fund Ameríku
Sett fram af Thor Heyerdahl
Norðmaðurinn Thor Heyer-
dahl, sem gat sér heimsfrægð
fyrir Kon Tiki leiðangurinn á
Kyrrahafi, hefir nú ritað nýja
bók um hina ævintýralegu sjó-
ferð þeirra félaga og kenningar
sínar um Inkana í Perú. Hér er
um að ræða 1000 blaðsíðna verk,
sem einkum er ætlað vísinda-
mönnum.
Bókin er enn ekki komin út,
en Morgunbladet í Noregi herm-
ir að þar setji Heyerdahl m. a.
fram þá kenningu að Mið-
Evrópumenn hafi fundið „Vín-
land“ mörg hundruð árum á
undan Leifi heppna.
Ekki er getið um, með hvaða
rökum Heyerdahl telur sig geta
kollvarpað ríkjandi skoðunum
um þetta efni, en tekið er fram,
að bókin sé árangur margra ára
rannsókna á sviði fornleifafræði,
grasafræði, þjóðkynjafræði,
mannfræði, landafræði, haffræði
og málfræði.
Bókin er væntanleg á mark-
aðinn á næstunni.
—Mbl. 16. apríl
Skýrsla landbúnaðar-
stofnunarinnar
FAO hefir nýlega sent frá sér
niðurstöðurnar af rannsókn
þessari í skýrslu. í henni segir
meðal annars í ályktunarorðum:
„Notkun baðmullar um heim
allan er ennþá minni en fyrir
styrjöldina og minnkandi notk-
un er eingöngu í Asíu. Gervi-
silki er æ meira notað og ullar-
notkunin fer vaxandi. Mesta
sala á ullarfatnaði er í Banda-
ríkjunum.
Fyrsta Sumarmót
Fróns,
2. júní 1952
Flestir íslendingar hér vestra
kannast við íslendingamót
Fróns, sem efnt hefir verið til
í sambandi við þjóðræknis-
þingin, sem haldin hafa verið í
febrúarmánuði ár hvert í síðast-
liðin 32 ár.
Nú hefir sú breyting orðið á,
að þingið verður haldið í júní-
mánuði — en ekki í febrúar
eins og verið hefir undanfarið,
og hefir það, eins og gefur að
skilja, sett nokkurn rugling í
spilið.
Til þess samt að dragast ekki
aftur úr tímanum hefir Frón á-
kveðið að stnfna til skemtisam-
komu í sambandi við þetta vor-
þing og nefnum við þá samkomu
Fyrsta Sumarmól Fróns. Vonast
er til að þetta sumarmót verði í
alla staði eins myndarlegt og
íslendingamótin hafa verið til
þessa.
Skemtiskráin verður auglýst í
næsta blaði, en óhætt er að geta
þess, að séra Valdimar J. Ey-
lands verður aðalræðumaður og
að Mrs. Pearl Johnson syngur
íslenzka söngva. Þá mega það
heita stór tíðindi og góð, að okk-
ur hefir tekizt að fá ágætan
kvæðamann frá Nýja-íslandi til
þess að kveða rímur og ætti það
að verða mikið nýnæmi fyrir
alla þá, sem unna þessari sér-
kennilegu og þjóðlegu list.
Takið vel eftir auglýsingunni
í næsta blaði.
H. Thorgrímsson,
ritari Fróns
Sjötugur:
í dag, fimtudaginn 22. maí, á
einn hinna mætustu og kunn-
ustu íslendinga vestan hafs
sjötugsafmæli og er sá Guðni
Júlíus Oleson lögregludómari og
verkfærakaupmaður í Glenboro.
Hann er fæddur á Gimli 22.
maí 1882, en fluttist ungur til
Argylebygðar og hefir um langt
skeið verið lífið og sálin í mann-
félagssamtökum þessara fögru
búsældarbygða; hann er maður
ágætlega ritfær á enska tungu
og íslenzka og hefir viðað að
sér veigamiklum og haldgóðum
fróðleik; hann er manna íslenzk-
astur í háttsemi og skapgerð og
hefir lagt sig í líma um viðgang
íslenzkra þjóðræknismála vestan
hafs.
Ritstjóri þessa blaðs mintist
Guðna Júlíusar all-ýtarlega á
sextíu og fimm ára afmæli hans
og hefir því í rauninni engu
öðru við að bæta en því, að
flytja honum hugheilar árnaðar-
óskir í tilefni af áminstum
merkisáfanga í ævi hans og
þakka honum langvarandi vin-
áttu og ágætt samstarf.
L