Lögberg - 22.05.1952, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. MAÍ, 1952
Kristmdómurinn og menningin
SÉRSTÆTT og viðurlitamikið
framlag til þeirra umræðna,
sem ávallt hljóta að rísa út af
menningarmálum, er hinn and-
kristni áróður, sem ber jafnan
h e i ð i ú n sannfæringarkeim í
munnum túlkenda sinna og virð-
ist líta á trúleysið sem skynsam-
legasta lífsviðhorfið.
I slíkri rökleiðslu ganga menn
út frá því, að aðeins það, sem
skynsemin megnar að skilja eða
sannreyna sé raunverulegt og
eigi sér nokkurn stað í tilverunni
og komast þannig að lokum eftir
lengri eða skemmri krókaleiðum
að þeirri niðurstöðu, sem raunar
er forsenda fyrir þessu öllu sam-
an, að opinberunin og guðshug-
myndin séu ekkert annað en hel-
ber hugarburður og hindurvitni.
Slíkar skynsemiskenningar
ætti engin ástæða að vera til að
taka alvarlega, nú á þeim tímum
þ e g a r náttúruvísindin h a f a
megnað að ryðja þekkingu okk-
ar rúm lengst út í fjarvíddir ó-
endanleikans, ýmist niður í brot
hins örsmáa atoms eða út í ó-
rafjarlægðir himingeimsins, en
hafa þá jafnframt fundið sín eig-
in takmörk og ófullkomleika þar
fyrir.
Hið svokallaða vísindalega trú
leysi tilheyrir ekki nútímanum,
heldur er það leifar af trúarhug-
myndum 17. og 18. aldarinnar.
Það er álíka dautt og horfið á
vorum tímum sem heimsmynd-
unarfræði Thales eða guðssönn-
un bróður Anselms er úrelt í dag.
—Ýmsir af hinum svonefndu
„umbótamönnum“ í menningar-
málum, sem fyrirfinna má í
hverju landi og hjá flestum þjóð-
um, stritast einatt árangurslítið
við að endurvekja trúleysishug-
myndina til lífs á nýjan leik.
Með tilraunum sínum eru þeir
menningu vorri aðeins til ó-
þurftar og ama.
Þungamiðja kristindómsins
liggur í sannri trú og ríkum kær-
leik.
Pascal segir: „L’esprit a son
ordre qui est par principe et dem
onstration; le cæaur en a un
autre.—Jésus Christ, Saint Paul
ont l’ordre de la charité, non de
l'esprit car ils voulaient échauf-
fer, non instruire.“ Sem fagnað-
arboðskapur og lífstrú hefur
kristindómurinn markað djúp og
varanleg spor í sögu hins vest-
ræna heims. Aftur á móti hafa
m a r g a r heimspekikenningar
brugðizt hvað snertir þetta atr-
iði. Hinn vestræni húmánismi,
réttvísin, mannúðin, persónu-
frelsið, manngildishugtakið og
friðurinn — allar þessar hugsjón
ir eiga að meira eða minna rót
sína að rekja til kristinrómsins.
En er ekkert lengur fólgið í
fagnaðarboðskapnum, sem við
getum í dag látið okkur að kenn-
ingu verða?
Tvær heimsstyrjaldir hafa
herjað á menningu vora með
fárra áratugu hléi, og stjórnspek
ingar heimsins vinna nú dag og
nótt til að varna því, að svo fari
einnig í þriðja sinn, en ekkert
virðist þó sennilegra. Sú styrj-
öld myndi skilyrðislaust binda
inn) smár og máttvana, berst nú
crvæntingarfulri baráttu við þá
Móra og Skottur, er háþróuð
tækni hans hefur vakið upp og
hann má nú vart lengur hemja.
Trúarþörf þeirri, sem menn
hafa fundið á öllum öldum, þeg-
ar þeir stóðu andspænis dauðan-
um eða sárum þjáningum, eykst
jafnan ásmegin, þegar raunir líf-
sins bjóða ekki aðeins einstakl-
ingum byrginn, heldur og heil-
um þjóðum og heimsmenning-
unni allri, svo sem nú í dag.
Hvar á maðurinn að leita sálu
sinni friðar, hvar á hann að finna
þá hugsjón, er hann getur lifað
fyrir og dáið fyrir, hugsjón, er
vísi honum veginn út úr hinum
margvíslegu ógöngum tilverunn-
ar? Hvar á hann að leita þeirra
hugmynda, er geri honum fært
að endurnýja trúna á manngildi
sitt, auki og styrki samheldnis og
frelsistrú æskunnar um heim all-
an, treysti rofnuð fjölskyldu-
bönd, s a m e i n i lýðræðislegt
stjórnarfar og skipulagningu
efnahagslífsins, hafi taumhald á
tækniþróun í hernaðarmálum og
efli frið og farsæld í viðri ver-
öld?
Hverja lausn þessa alls bendir
pósitivisminn og frjálshyggja nú
tímans á? Það er ekki úr vegi að
gefa því nokkurn gaum, svo
mjög sem þessar spurningar og
aðrar þeim líkar krefjast nú
svars.
Getum við í góðri trú sett allar
vonir okkar á hið góða, sem felst
í manneðlinu, eða getum við
e. t. v. fundið lausn þessara mála
með því að leysa okkur undan
böndum þeim, sem samvizkan
bindur hverjum manni? Það virð
ist þó varla vera, því að ef menn
skeyta engu um samvizkuna í
breytni sinni og gerðum, þá
verður að h e m j a framferði
þeirra með ytri valdbeitingu og
kúgun svo þjóðfélagið fái staðizt.
En finnum við þá lausnina í
þróun hinna tæknilegu og efna-
hagslegu þátta mannlífsins?
Nei, það getur enginn sam-
þykkt, sem virt hefur fyrir sér
gang þeirra mála undanfarinn
aldarhelming. Framfarirnar á
því sviði hafa miklu fremur safn-
að glóðum elds og ósáttfýsi að
höfði mannskepnunnar en þrosk
að hana til friðsamlegrar sam-
búðar.
En leyfist okkur þá sem ör-
þrifaráð að setja traust okkar á
skynsemi og velvild fjöldans?
Það hefur áður verið reynt í
sögunni og árangurinn varð
blind foringjatrú og r æ k i 1 e g
kistulagning þeirra hugsjóna, er
fjöldinn hafði í orðni kveðnu
fyigt.
Að öllu þessu athuguðu er
sannarlega erfitt að sjá hvernig
skynsemistrúin getur bent á
nokkra viðunandi lausn á vanda
málum þeim, sem við eigum í
glímu við nú um miðja 20. öld-
ina.
Aftur á móti má hæglega sjá
hve hún ryður brautina á mörg-
um sviðum fyrir blindri foringja
dýrkun, og fullnægir á þann hátt
trúarþörf fólksins, — boðar hina
efnishyggjukenndu trúarkenn-
enda á tilveru vestrænnar menn-
ingar.
Homo technicus (tæknimaður-ingu kommúnismans.
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business TraintngImmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AV 4, WlNNIPEG
Sú trú lofar öryggi og hugarró
gegn því að maðurinn láti af
hendi frelsi sitt og ákvörðunar-
rétt um eigin hag, og þykist á
þann máta leysa öll vandamál,
sem upp kunna að koma, með
öllu og eliíflega.
Hinn sanni kristindómur er
aftur á móti ekkert slíkt kynja-
lyf. Þar sem menning Vestur-
landa er gegnsýrð anda kristin-
dómsins, h 1 ý t u r endurnýjun
hennar og viðhald að spretta upp
af kristinni trú, fremur nokkru
öðru.
Ef við afneituðum eða létum
af trú okkar, mundi þess skammt
að híða að við misstum alla sið-
ferðilega fótfestu og yrðum að
bráð einræðis og ofbeldisöflum
þeim, sem einatt herja á, annað
hvort í einni svipan eða með þró-
un, sem leiddi í sömu átt.
Þannig eigum við nú um
tvennt að velja, á aðra höndina
eru mannúðar og siðferðiskenn-
ingar kristinnar kirkju jafnt í
þjóðfélags sem meningarmálum
en á hina hönd kúgunar og ein-
ræðiskenningar kommúnismans
svo sem hann reynist í' fram-
kvæmd.
Þetta viðhorf skilja nú æ
fleiri, en einhverjir þeir fyrstu,
sem gerðu sér það ljóst voru ein-
mitt leiðtogar og forvígismenn
hinnar kommúnistisku t r ú a r.
Við þurfum ekki að fara lengra
aftur en til ársins 1848 til þess að
sjá afstöðu þeirra Marx og Eng-
els til trúarbragðanna. Æ síðan
hefur kristindómurinn verið
einn af höfuðóvinum kommúnis-
mans og staðið honum fyrir þrif-
um, enda ber framferði stjórn-
valda Sovétríkjanna í garð kirkj
unnar þess glöggan vott. En hvað
sem þessu líður, þá ættu menn að
gefa meiri gaum að því hvaða
afstöðu kristindómurinn hefur
tekið til ýmissa þeirra mestu
vandamála, sem mannkynið á
við að etja í dag og reyna hver og
einn að vinna að lausn þeirra í
anda hans.
— LESB. MBL.
MINNINGARORÐ:
JÓNÁTÁN
Fæddur 24. nóv. 1862
Jónatan heitinn var fæddur
að Hámundarstöðum í Vopna-
firði í Norður-Múlasýslu á Is-
landi 24. nóv. 1862. Foreldrar
hans voru þau hjónin Árni Thor-
grímsson og Þórunn Illugadótt-
ir. Þegar Jónatan var aðeins 7
ára gamall dó faðir hans. Nokkru
seinna giftist móðir hans Guð-
Imundi nokkrum Þórðarsyni þar
úr sveitinni. Ekki löngu seinna
eða árið 1878 voru Ameríku-
ferðir byrjaðar og fór þá öll
fjölskyldan vestur um haf að
leita gæfunnar. Þá var Jónatan
16 ára. Kom fjölskyldan fyrst
til Ontario, Canada, og hélt til
þar svo sem svaraði einu ári, en
ífærði sig þá lengra inn í landið
til nýlendunnar í Norður
Dakota. Land hafði þá verið
tekið allmikið og ekki úr svo
miklu að velja. Land var samt
numið að sið frumherja svo sem
þrjár og hálfa enska mílu suð-
vestur af þar sem nú stendur
kirkja Vídalínssafnaðar. Hér var
lagst þungt á árarnar við bú-
skapinn; og synir fimm brutu
moldina sér til lífs og sínum.
Ellefu árum eftir komu sína
til þessarar byggðar festi Jón-
atan sér konu. Var hún Ingi-
björg Bjarnadóttir frá Dala-
sýslu á íslandi. Áður hafði Jón-
atan fest sér land mílu og hálfa
norður af kirkjunni, svo hin
ungu hjón stofnuðu heimili sitt
á búgarði brúðgumans árið 1889,
og þarna voru allir kapitular
þeirra samlífs og starfslífs
skráðir. Já, og þarna var líka
kvatt hinztu kveðjum, þegar
ævidagurinn leið.
Ekki var um auðugan garð að
gresja þarna, enda þótt í Rauð-
arárdal væri. En Jónatan var
sem hreinn léttur á fæti. Skokk-
aði hann oft suður til Farm-
samstæðubúskapar nærri Fargo
borg og vann þar til þess að
auka inntektir sínar. Vegalengd
þessi er sem svarar 160 mílur
enskar og samsvarar því er
menn heima fóru langarleiðir í
verstöðvar sér og sínum til
bjargræðis. Latari gerist nú fót-
urinn hjá þriðju kynslóðinni í
þessu landi, enda notar hún
fleygari farartæki. En þetta á-
framhald Jónatans er gott sýn-
ishorn af elju og framtakssemi
frumbyggjans, sem lætur aldrei
veiðina sleppa fram hjá sér
heldur grípur hana meðan ef til
vill aðrir sitja sveltandi hjá.
Þannig óx og blómgaðist bú-
skapur Jónatans og konu hans.
Samstilltur vilji var sífellt að
vinna sigur. Auður hlóðst aldrei
að þeim hjónum, en ágæt börn
og heimilisánægja voru þeirra
laun. Þeim varð þrettán barna
auðið. Eru tíu þeirra á lífi, en
þrjú látin: Árni, dó 16 ára 1905,
Pauline, dóttir þeirra, 1910 og
Nanna hjúkrunarkona 1944. Á
lífi eru þessi:
ÁRNÁSON
- Dáinn 24. nóv. 1951
Jónatan Árnason
Halldór Valdimar, býr á ætt-
aróðalinu; Mrs. Robert Broad-
foot, Winnipeg; Mrs. Wm. Frid-
finnson, Winnipeg; Mrs. Walter
A. Mýrdal, Fargo, N.D.; Mrs.
Þórður Olson, Vita, Man.; Mrs.
Karl Magnússon, Edinburg,
N.D.; Mrs. Frank E. Scheving,
Walhalla, N.D.; Mrs. Henry B.
Eggert, Fargo, N.D.; Mrs. James
W. Bishop, Mapleton, N.D.; Mrs.
Sigurður Kristjánson, Moun-
tain, N.D.
Allir bræður Jónatans og syst-
ir Sigríður á Islandi eru nú dáin.
Konu sína misti hann árið 1938.
Höfðu þau þá sezt í skjól aftan-
roðans á heimili sonar síns og
tengdadóttur. Þar var ljúft að
minnast liðins dags og bíða ró-
legur kveldsins. Þar var að þeim
hlúð svo sem bezt mátti vera.
Og þangað komu börnin og ást-
vinahópurinn eins oft of mögu-
legt var. Þannig var gaman að
sjá kvöldið koma. Jónatan kunni
að meta og njóta slíks, því til
hins síðasta var hann maður,
sem reyndi að gleðjast við skin
dagsins og láta ekki skuggana
blinda sér sýn. Það var til hins
síðasta uppbyggjandi að mæta
öldungnum unga, óbeygðum,
með bros á vör eftir iðjusamt
líf og ómetanlegt starf í þarfir
kirkju sinnar, byggðarýanar og
kynslóðarinnar ungu, sem hann,
sem frumbyggi, ruddi brautina
fyrir.
„En allir dagar eiga kveld.“
Svo var og um vin vorn Jón-
atan. En kveldið varð honum
Ijúft og velkomið í hjúkrandi
höndum ástvinanna. Og svo
ljúkum vér vísunni: „og allar
nætur eiga morgna.“ Jafnvel
hinsta nóttin á sinn eilífa dag.
Móti honum gekk Jónatan glað-
ur og sáttur við Guð og menn.
Jarðarför hans fór fram að
fjölmenni vina og aðstandenda
viðstöddum frá Vídalín kirkju
þann 27. nóvember 1951. Báru
sex tengdasynir kistu öldungs-
ins til grafar, en sr. E. H.
Fáfnis flutti kveðjumálin hinztu.
Friður og hvíld eru beztu laun
vegfarandans.
E. H. Fáfnis
BÆKUR og HÖFUNDAR:
Landnóma Vestur-íslendinga
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar fyrir árið 1952. 58. ár.
120 bls. Winnipeg, Canada.
Nýlega hefir mér borizt í
hendur síðasti árgangurihn þessa
vinsæla og fróðlega rits. Ég vil
í stuttu máli tjá útgefendum
þess og ritstjóra þakkir mínar
fyrir hið merkilega menningar-
starf, er innt hefir verið af hendi
í tæpa svo mannsaldra með út-
gáfu þessa rits, sem með vissum
hætti mætti kalla Landnámu
Vestur-Islandinga.
Þegar Ólafur S. Thorgeirsson
prentari í Winnipeg hóf útgáfu
almanaksins árið 1895, hefir
hann aumast gert ráð fyrir, að
það mundi eignast jafn langa
sögu og merkilega og raun hefir
á orðið, þótt hitt sé fullvíst, að
þegar frá upphafi muni hafa
vakað fyrir honum, að það hefði
eitthvað meira að flytja en að-
eins tímatal og dægradvöl fyrir
landa vestan hafs. Hann mun
snemma háfa fengið áhuga á
því að safna fróðleik um land-
námssögu íslendinga í Vestur-
heimi, og hann verður fyrstur
manna til þess að fá þess háttar
þætti skráða og tekur þá til birt-
ingar í almanaki sínu. I fimmta
árgangi almanaksins, árið 1899,
birtist sá fyrsti af þessum þátt-
um, er Ólafur nefndi „Safn til
landnámssögu íslendinga 1 Vest-
urheimi.“ Var það þáttur úr
landnámssögu Nýja-íslands. Áð-
ur hafði hann byrjað í alman-
akinu annan þátt, er hann
nefndi „Helztu viðburðir og
mannalát meðal Islendinga í
Vesturheimi." Þessir . þættir
hvorir tveggja urðu að föstum
lið í almanakinu og aðaluppi-
staða þess, meðan Ólafur lifði,
en hann var ritstjóri þess yfir
fjörutíu ár eða allt til æviloka.
Ólafur dó 19. febrúar 1937, 72
ára að aldri.
Synir Ólafs, Geir og Ólafur,
tóku við útgáfu almanaksins
eftir fráfall Ólafs og sáu um rit-
stjórn þess fá ár. Síðar réðu
þeir dr. Richard Beck ritstjóra,
og hefir hann gegnt ritstjórn
þess nú um tólf ára skeið.
Ekki varð nein breyting á efni
ritsins við fráfall Ólafs. Þeir
þættir, er orkað höfðu drýgst til
þess að skapa því vinsældir
beggja megin hafsins, landnáms-
söguþættirnir, héldu áfram að
birtast eftir því sem efni vannst
til, og þátturinn um helztu við-
burði meðal landa vestra hefir
færzt í aukana eftir því, sem
árin liðu. Hins er ekki að dylj-
ast, að eftir meira en hálfrar
aldar skrif og eftirgrennslanir,
er efni í landnámssöguna mikið
til þurrðar gengið, og jafnframt
eru þeir menn, er bezt þekktu
til, Íandnemarnir sjálfir og sam-
tíð þeirra, nú flestir orpnir
moldu. Þá er og þess að geta, að
nú um tólf ára skeið hefir staðið
yfir ritun Sögu íslendinga í
Vesturheimi, og eru komin út
fjögur stór bindi. Það er því
margt, sem veldur, að nokkur
hin síðustu ár hefir verið minna
um hina eiginlegu landnáms-
söguþætti, en meira af greinum
um einstaka menn, lífs og liðna,
og frásögur ýmissa atburða úr
landnámssögunni, sem minna
var um hirt áður, þótt frásagn-
arverðir séu.
Almanakið hefst að þessu
sinni á grein eftir ritstjórann
um aldarafmæli þjóðfundarins
1851. Þá er viðauki við sögu-
ágrip íslendinga í Hólabyggð í
Manitoba, eftir G. J. Oleson, en
hann er einn þeirra manna, er
drjúgan skerf hafa lagt til land-
námssögunnar á undanförnum
árum. Þá eru endurminningar
eftir séra Sigurð Christophers-
son frá fyrri dögum vestra. Laus
blöð úr gamalli minnisbók, heit-
ir þáttur eftir séra Sigurð Ólafs-
son, er skýrir frá fyrstu dvalar-
árum hans vestan hafs upp úr
aldamótunum. Þá er Minning
mætra landnámshjóna, eftir
Kristínu S. Benedictson. Fjallar
Richard Beck
sú grein um Hallgrím Friðriks-
son frá Borgargerði í Skagafirði
og konu hans, Önnu Péturs-
dóttur, er einnig er skagfirzkrar
ættar, og fylgir sýnishorn af
kveðskap Hallgríms. Þá er minn-
ingargrein um Gíslínu Gísla-
dóttur Olsen, eftir G. J. Qleson.
Guttormur skáld Guttormsson á
þar grein, er hann kallar, Við
nefndin, og er það frásögn færð
í gamanstíl af sönnum atburði
frá fyrri árum. Hefnd íslend-
ingsins heitir smásaga frá land-
namsarum eftir Eyjólf S. Guð-
mundsson. Drættir úr sögu
Tántallon-byggðar nefnist grein
eftir ritstjórann. Að lokum eru
svo þeir tveir þættir, er enn
haldast óbreyttir, Helztu við-
burðir meðal Islendinga í Vest-
urheimi, í annálsformi, og tekur
yfir þrettán blaðsíður, og Manna
lát, þar er getið um 150 Vestur-
Islendinga, er látizt hafa á árinu
og gerð grein fyrir aldri þeirra,
ætterni og æviatriðum eftir því,
sem hægt er í örfáum línum. Eru
þessir þættir saman teknir af
ritstjóranum og hafa að geyma
margvíslegan fróðleik.
Eins og sjá má af þessu stutta
yfirliti heldur almanakið enn í
horfi um efnisval, þótt nokkuð
sé breytt með því að landnáms-
söguþættirnir hafa að mestu
niður fallið í sinni upprunalegu
mynd.
Það.er engum vafa bundið, að
Ólafur S. Thorgeirsson hefir
unnið vestur-íslenzkri ættvísi og
sagnfræði ómetanlegt gagn með
söfnun og prentun landnáms-
þáttanna, svo að langt ber af því,
er aðrir einstaklingar hafa lagt
til þeirra mála. Hitt er líka full-
víst, að fáir eða engir eru til
þess færari að halda við fornum
vinsældum þessa merkilega rits
en núverandi ritstjóri þess. Á-
hugi Richards prófessors um ís-
lenzkar menntir og afköst hans
í þágu þjóðernismála og bók-
mennta íslendinga austan hafs
og vestan er víðkunnur, og þó
engum fullkunnugt öðrum en
þeim, er vel þekkja til. I því
efni hefir prófessor Richard
unnið margfalt umfangsmeira og
merkilegra starf en okkur hér
heima er almennt kunnugt, en
hvorki er tími né vettvangur til
að gera því nokkur viðunandi
skil að þessu sinni.
Að lokum vil ég þakka útgef-
endum og ritstjóra almanaksins
fyrir þrautseigju þeirra og áhuga
um útgáfu þess. Ég vænti þess,
að enn um langt skeið verði þar
að finna margt það úr nútíð og
fortíð þjóðarþrotsins íslenzka
vestan hafsins, sem annars hefði
fallið í fyrnsku, — glatazt og
gleymzt íslenzkri ættvísi og
sögu sjálfra þeirra, meðan tím-
inn ekki blandar blóði þeirra og
sögu til fullnustu saman við
þjóðmúginn mikla í fósturland-
inu vestan hafs.
Indriði Indriðason
—Alþbl., 18. apríl