Lögberg - 06.06.1952, Síða 6

Lögberg - 06.06.1952, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚNÍ, 1952 LANGT f BURTU frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi I * „En þú veist, að þeir hugsa þannig.“ „Nei — það er að segja — ég heli að vísu heyrt Liddy segja, að þeir gjöri það, en . . . .“ hún þagnaði. Ósigur — þar var innihaldið í þessu gætna og blátt áfram svari hennar — ósigur, án þess að hún sjálf vissi af því. Meining í veikri og endalausri setningu, hefir aldrei verið ljósari, en í þessari. Sergeant Tray brosti í kampinn og máske djöfullinn hafi líka gjört það úr fylgsni sínu í Tophet, því á þeirri stundu voru t örlög einnar persónu ráðin. Málrómur Bath- shebu og svipur báru órækt vitni um að fræ- korninu, sem átti að lyfta allri byggingunni, hafði verið sáð: eftir þetta var það aðeins tíma- og þróunarspursmál. „Þarna kom sannleikurinn í ljós!“ sagði hermaðurinn; „segðu mér ekki, að ung stúlka geti notið almennrar aðdáunar, án þess að vita af því. Ó, jæja, ungfrú Everdene, þú ert — fynrgefðu bersögli mína — þú ert skaðræðis- manneskja fyrir karlmennina.“ „Hvernig stendur á því?“ spurði Bathsheba og setti upp stór augu. „Ó, það er enginn efi á því. Það má hengja mig, eins fyrir heila kind, eins og lamb (gamalt máltæki, sem að ekki er mikils virði, en dugir fyrir algengan hermann), svo að ég ætla að tala hispurslaust og án nokkurrar vonar um fyrirgefningu. Ég skal segja þér, ungfrú Ever- dene, hvers vegna að fegurð þín getur gjört meira illt en gott í heiminum“. — Tray horfði út yfir engið, eins og að hann væri að hugsa sig um. „Það er máske einn algengur maður, sem að meðaltali fellir ástarhug til algengrar konu. Hún getur gifst honum, svo að hann verði ánægður og þau geta lifað saman ánægju- legu lífi. En eftir konu eins og þú ert sækjast alltaf hundruð manna — augu þín töfra tuga á tuga ofan af mönnum, sem til þín mæna von- lausir, því að þú getur ekki gifst nema einum þeirra. Segjum, að tuttugu af hinum, sem þú hefir hafnað, reyni að drekkja vonbrigðum sínum í vínnautn; aðrir tuttugu missa alveg móðinn — alla viðleitni og þrá til að verða sjálfbjarga menn, nema þrána til þín; enn þá aðrir tuttugu, og ég máske á meðal þeirra — tilfinningamennirir verða alltaf á hælunum á þér — dragast þangað, sem að þeir geta séð þig og lenda út í alls konar óhæfu. Mennirnir eru svoddan makalausir aulabárðar! Hinir, sem eftir eru, reyna máske að komast yfir ástar- sorg sína, sem að sumum þeirra tekst ef til vill að meira eða minna leyti, en öðrum ekki. En hryggðin fylgir öllum þessum mönnum; en hún fylgir ekki aðeins þessum níutíu og níu mönn- um, heldur einnig níutíu og níu konum, sem að þeir hefðu máske gifst, ef þeir hefðu þig aldrei augum litið. Þetta er mín skoðun. Það er þess vegna að ég segi, að kona, sem er eins töfrandi eins og þú ert, ungfrú Everdene, er naumast blessun fyrir karlmannastéttina.“ Svipur Sergeantsins, sem var myndarlegur að vallarsýn, var eins alvarlegur og harður, eins og á John Nox í viðtali hans við drottn- inguna á Englandi. Þegar að Everdene svaraði engu, spUrði hann: „Lest þú frönsku?" Nei; ég byrjaði á því að komast fram úr sögunum, en þá dó faðir minn,“ sagði hún blátt áfram. „Ég gjöri það, þegar ég hef tækifæri til þess, sem ekki hefir verið oft upp á síðkastið (móðir mín var frá París) — og það er franskur málsháttur, sem segir: „Qui aime bien chaté bien“ — „Ástin hefir helgandi áhrif á þann, sem elskar vel.“ Skilurðu mig?“ ,,Ó!“ sagði hún og rödd hennar, sem vana- lega var ákveðin og styrk, var nú dálítið ó- styrk; „Ef að þú aðeins gætir barist eins veg- lega og þú getur talað, þá væru sverðssárin leikur í höndunum á þér!“ Vesalings Bathsheba var ekki fyrr búin að sleppa orðinu, en að hún sá, að hún hafði ekki gætt að sér og viðurkent meira, en að hún ætlaði sér, og reyndi þess vegna að bæta úr því með því að segja: „Láttu þér samt sem áður ekki koma til hugar að mér sé nokkur ánægja að því, sem að þú ert að segja mér.“ „Nei, ég veit að þér er það ekki — ég veit það ofurvel,“ sagði Tray með eins mikilli út- vortis áherzlu og hann gat, og það brá hryggð- arsvip fyrir á andliti hans; „þegar að fjöldi manna er reiðubúinn að tala til þín með við- kvæmni og aðdáun, sem að þú átt skilið, án þess að bæta þar við aðvörunum, sem þú þarfnast, þá er það auðskilið að ég, fátækur, óheflaður maður, sem hefi blandað saman hrósi *og lasti um þig, geti verið þér til mikillar á- nægju. Þó að ég sé máske heimskur, þá er ég 'ekki svo síngjarn, að láta mér detta slíkt í hug!“ „Ó, ég held að þú sért sjálfsþóttafullur samt sem áður,“ sagði Bathsheba hikandi og leit til hliðar á reyrstrá, sem að hún var að íitla við með hendinni, því að hún var orðin óróleg út af þessari aðferð hermannsins, ekki sökum þess, að hún væri með öllu óvænt, held- ur hvað hún var ákveðin og yfirdrifin. „Ég mundi ekki gangast við, við neinn annan — og ég gjöri það heldur ekki beinlínis við þig. Samt sem áður er það mögulegt, að það hafi verið snertur af síngirni í tilgátu minni um kveldið. Ég vissi, að það sem ég sagði um aðdáun mína á þér væri máske stað- hæíing, sem að þú værir svo vön við, að hún væri með öllu áhrifalaus, en ég þóttist sann- færður um, að góðvild þín mundi varna "ffér frá að dómí'eila óaðgætni orða minna eins harð- lega og þú hefir gjört — hugsa illt um mig og særa mig í morgun, þegar ég var að hjálpa til að koma heyi þínu undir þak.“ Jæja, þú þarft ekki að hugsa meira um það. Þú meintir máske ekki að sýna mér ó- kurteisi með því að segja mér meiningu þína — ég trúi satt að segja, að þú hafir ekki gjört það,“ sagði þessi skýra kona í allri einlægni. „Ég er þér þakklát fyrir hjálpina. En — en mundu eítir að tala ekki við mig aftur í sama anda, eða í nokkrum öðrum anda, nema, að ég tali til þín að fyrra bragði.“ „Ó, ungfrú Bathsheba! Það er harður dómur!“ „Nei, hann er það ekki. — Því er hann harður?“ „Þú vilt ekki tala við mig — ég verð hér ekki lengi. Ég fer bráðum til baka í vesældar- tómleikann við heræfmgarnar — og það er eins líklegt að herdeild okkar verði send í burtu áður en langt um líður. En þrátt fyrir það neitar þú mér um þá litlu ánægju, sem mér getur veizt í hinu tilkomulitla lífi mínu. Jæja, máske að veglyndið sé ekki áberandi dyggð á meðal kvenfólksins.“ „Hve nær ferðu héðan?“ spurði Bathsheba með nokkrum áhuga. „Eftir mánuð.“ „Hvaða ánægju getur þú haft af að tala við mig?“ „Þarít þú að spyrja að því, ungfrú Ever- dene? — Þú veizt ofurvel ástæðuna fyrir mót- gjörð minni.“ „Ef að þér er heimskulegt smáræði af þeirri tegund svo mikils virði, þá er mér sama um það,“ sagði hún hikandi og óákveðin. „En orð frá mér getur ekki verið þér mikils virði? Þú heldur það bara — ég held, að það séu tóm látalæti.“ „Þetta er ranglæti — en ég endurtek það ekki. Ég er of þakklátur fyrir slíkan vinskapar- vott, hvað sem að hann kostar, til þess að iðrast út af framsetningu hans. Mér þykir vænt um það, ungfrú Everdene. Þú getur haldið, að mað- ur sé heimskur, sem þráir aðeins orð — aðeins góðan daginn. Og hann er það máske — ég veit það ekki. En þú hefir aldrei verið maður, sem horft hefir á konu, og sú kona varst þú sjálf.“ „Nú, jæja.“ „Þú veist því ekkert um hvernig sú eld- raun er — og hamingjan forði þér frá því að þurfa að reyna hana!“ „Heimska, flaðrari! Hvernig er hún? Mér þætti gaman að vita það.“ „Hún er í stuttu máli sú, að geta ekki hugsað ,heyrt eða litið nema í eina átt, og ekki í hana án kvalar.“ „Ó, Sergeant, það dugir ekki — þetta er allt saman uppgerð!“ sagði Bathsheba óákveðið. „Orð þín eru of eldþrungin til að geta verið sönn.“ „Sannarlega ekki — það veit heiður her- mannsins!“ „Hvernig stendur á því? — Ég spyr aðeins að gamni mínu.“ „Það stendur svo á því, að þú ert ringluð og að ég er ringlaður líka.“ „Þú lítur út fyrir að vera það.“ „Ég er það í raun og sannleika.“ „Þú sást mig ekki fyrr en hérna um kveldið!" „Það gjörir ekkert til. Skrugguljósið vinn- ur verk sitt á augnablikinu — ég unni þér þá undir eins — og ég elska þig nú.“ Bathsheba horfði einkennilega á hann — virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Það er ómögulegt, og það getur ekki verið satt,“ sagði hún hikandi. „Það er engin slík skynditilfinning til í fólki. Ég hlusta ekki á þig lengur. Herra minn, ég vildi að ég vissi hvað tímanum líður — ég verð að fara — ég er búin að eyða of miklum tíma hér nú þegar!“ Sergeantinn leit á úr sitt og sagði henni hvað tímanum. leið. „Hvað þá, hefir þú ekki úr, ungfrú?“ spurði hann. „Ég hefi ekki úr eins og stendur — en ég er í þann veginn að fá mér nýtt úr.“ Nei, þú skalt fá eitt gefins — það skalt þú fá. Að gjöf, ungfrú Everdene — að gjöf.“ Áður en henni kom til hugar hvað Tray meinti með þessu, var hann búinn að leggja gullúr mikið í lófá hennar. „Það er óvanalega gott úr fyrir mann eins og mig til að bera,“ sagði hann. „Þetta úr á sögu. Ýttu á bakið á takkann og opnaðu bakið á því.“ Hún gerði það. „Hvað sérðu?“ „Kórónu og einkunnarorð: — Litla kórónu með fjórum broddum og neðan undir Credit Amor rebus — ástin laðast eftir kringum- stæðunum.“ „Það eru einkunnarorð jarlsins frá Severen. Síðasti jarlinn í þeirri ætt átti það, en föður mínum, sem var læknir, var gefið það til notk- unar þangað til að ég kæmist til lögaldurs, en þá átti hann að afhenda mér það. — Það er allur sá arfur, sem að mér hlotnaðist. Úrið hefir reglubundið athafnir konunglegra höfð- ingja á sinni tíð — ríkuleg samkvæmi, konung- legar sendiferðir, glæsileg ferðalög og lávarða- legan svefn. Nú er það þín eign.“ „En Sergeant Tray, ég get ekki veitt þessu viðtöku — mér er það ómögulegt!“ sagði hún alveg hissa. „Gullúr! Hvað ertu að gjöra? Vertu ekki að þessari hræsni!“ Sergeant Tray hopaði undan á hæli til þess að komast hjá að taka aftur gjöf sína, sem að hún rétti að honum ákveðið og fór á eftir honum með. „Eigðu það — gjörðu það fyrir mig, ungfrú Everdene — eigðu það!“ sagði þessi ákafi af- vegaleiddi maður. „Meðvitundin um að vita, að það er í þinni eign er tíu sinnum meira virði, en úrið sjálft til mín. Almennara úr dugir mér alveg eins vel, og ánægjan af að vita hvers hjarta að gamla úrið mitt hvílir við — jæja, ég skal ekki tala um það. Það er í virðingar- verðari höndum, en það hefir nokkru sinni áður verið.“ „En ég segi þér alveg satt, að ég get ekki tekið á móti því!“ sagði hún í standandi vand- ræðum. „Hvernig getur þér dottið þetta í hug, ef þú annars meinar það, að gefa mér úrið hans föður þíns, sem að er dáinn, og svo kost- bært! Þú ættir ekki að vera svona kærulaus, ég segi þér það satt, Sergeant Tray!“ „Ég unni föður mínum mikið; en ég ann þér enn meir, þess vegja gjöri ég þetta,“ sagði Sergeantinn með svo eðlilegum málhreim, að auðheyrt var, að þetta var ekki allt leikur fyrir honum nú. Fegurð hennar hafði hann fyrst í stað hrósað af glettni, en tign hennar hafði smátt og smátt leitt hann til alvörunnar, og þó að alvara hans væri minni en hún hélt, þá var hún máske meiri, en hann sjálfur gerði sér grein fyrir. Bathsheba var altekin óróa og óvissu, og hún sagði hálfhikandi og í efablöndnum róm: „Getur það verið? Ó, hvernig getur það verið, að þér þyki vænt um mig eftir svo stutta við- kynningu! Þín kynning af mér hefir verið svo lítil, að það er aldeilis ekki víst að ég sé í raun og veru eins aðdáanleg og að þú heldur. — Gjörðu svo vel að taka við því. Ó, gjörðu það! Ég get ekki og vil ekki veita því viðtöku. Trúðu mér, þú ert alltof veglyndur. Ég hefi aldrei gjört þér hinn minnsta greiða, og hví skyldir þú þá sýna mér slíka velvild?" Fláræðissvar var komið fram á varir her- mannsins, en hann stillti sig og leit á hana með rólegu augnaráði. Sannleikyrinn var sá, að þar sem hún stóð þarna með lífsfjörið svell- andi í hverri æð, ólgangi blóð og heiðhuga eins og himininn — þá bar hin heillandi fegurð hennar svo órækan vitt um sannleiksgildi feg- urðar og aðdáunar orða hans, að hann fyrir- várð sig fyrir að hafa látið þau út úr sér í meiningarlaus skjalli eins og venja hans var. Hann sagði eins og í leiðslu: „Ó, hvers vegna?“ og horfði stöðugt á hana. „Verkafólk mitt sér mig vera að elta þig hérna um engið og það er eflaust að hugsa um hvernig á því standi — það er óhæfa!" hélt hún áfram, án þess að veita eftirtekt viður- kenningunni, sem að hún gerði. „Ég ætlaðist ekki beinlínis til þess í byrjun, að þú tækir á móti því, því að það er eini vott- urinn, sem að ég á eða hef um hinn aðalborna uppruna minn,“ sagði hann; „en ég óska þess af heilum hug nú, án nokkurrar yfirhylmingar. Eigðu það. Neitaðu mér ekki um ánægjuna, sem að ég hefi af að vita, að þú berð það til minningar um mig. En þú ert of fögur, jafnvel til þess að kæra þig um, að vera vingjarleg eins og aðrir eru.“ „Nei, nei! Segðu það ekki! Ég hefi ástæðu, sem að ég get ekki skýrt frá, til að vera varkár.“ „Látum það þá svo vera,“ sagði hann og tók við úrinu aftur. „Ég verð nú að skilja við þig. Viltu tala við mig í þessar fáu vikur, sem að ég verð hér?“ „Auðvitað vil ég það. En ég ,veit það samt ekki. Ó, því komst þú til að gjöra mér allt þetta ónæði?“ Máske að ég hafi lent í minni eigin gildru. Slíkt hefir komið fyrir. Jæja, má ég vinna við heyskapinn hjá þér?“ spurði hann. „Já, ég býst við því, ef að þér er nokkur ánægja í því.“ „Unfrú Everdene, ég þakka þér fyrir.“ Nei, nei!“ „Vertu sæl!“ Sergeantinn hneigði sig um leið og að hann bar hendina upp að húfunni, sem að hallaðist út í vangann á höfðmu á honum og fór út til íólksins, sem var við heyvinnuna. Bathsheba gat ekki með nokkru móti litið framan í vinnufólk sitt eins og ástóð. Hún hafði ákafan hjartaslátt og var í æstu skapi og nálega kjökrandi, svo að hún sneri heim- leiðis og tautaði við sjálfa sig: „Ó, hvað hefi ég gjört! Hvað meinar þetta! Ég vildi, að ég vissi, hvað mikið af þessu er satt!“ XXVII. KAPÍTULI Bíflugurnar í Weatherbury voru seinar til að hópa sig þetta ár. Þetta var seinnipartinn í júní og daginn eftir samtalið við Tray á engj- unum, að Bathsheba stóð í garðinum við hús og horfði á bíflugnahóp sveima í loftinu og var að geta sér til hvar þær mundu setjast. Það var ekki aðeins að þær væru seinar á sér þetta ár heldur voru þær líka styggar og óþæg- ar. Stundum settust þær í gegnum alla árs- tíðina á lægstu viðarrunnana — eins og t.- d. lægstu kúrínu-runnana eða á grindurnar 1 kringum epplatrén; næsta ár tóku þær sig sam- an um að hópa sig efst á hæstu eplatrjánum eða á trönum og buðu þar öllum byrginn, sem að ekki komu með stiga eða annan útbúnað til að ná þeim. Þannig stóð nú á. Bathsheba stóð, skyggndi höndum fyrir augu sér og horfði á á mökkinn rísa og bera við bláan himininn, unz að flugurnar settust í eitt af óaðgengileg- ustu trjánum, sem nefnd hafa verið. Fyrir- burði þessum svipaði til þess, sem sagt er um myndun jarðarinnar eða heimsins á löngu, löngu liðinni tíð. Bíflugurnar höfðu liðið í gegnum loftið eins og í dreifðu en þó mynd- heilu skýi, sem þykknaði og drógst saman í óljósan mökk, er leið að trjánum og settist ’á lim þeirra og þykknaði alltaf, unz að limið, sem að áður var grænt sýndist nú svart. Fólkið allt var önnum kafið við heyvinnu, og jafnvel Liddy hafði farið að heiman til að hjálpa til við heyskapinn. — Bathsheba réði við sig, að koma bíflugunum inn í bú sín; ef hún gæti. Hún undirbjó búin með jurtum og hunangi, og kom svo með stiga, bursta og' krók, sjálf var hún vel útbúin með leður- hanzka á höndum og með stóran stráhatt á höiðinu með slöri eða blæju yfir, sem einu sinni hafði verið græn, en var nú orðin upp- lituð — hún var komm upp í tólftu tröppu í stiganum þegar að hún heyrði málróm, sem var farinn að hafa einkennilega æsandi áhrif á hana, svo sem tíu faðma frá sér. „Ungfrú Everdene! Láttu mig hjálpa þér, þú ættir ekki að reyna að gjöra þetta ein.“ Tray var að opna hliðið á garðmum. Bathsheba henti frá sér burstanum, krókn- um og tómu bíflugnabúi, dró pylsið að sér um öklana með hendinni í mesta fáti og íikraði sig ofan stigann. Þegar að hún kom ofan á jafnsléttu, var Tray þar kominn. Hann beygði sig og tók upp bíflugnabúið. „Ég var heppinn að koma rétt núa,“ sagði hann. Eftir að hún kom fyrir sig orði, sagði hún: „Hvað þá? Ætlar þú að koma þeim inn fyrir mig?“ Hún sagði þetta í málróm, sem var dá- lítið óstöðugur hjá stúlku, sem að eðlisfari var einbeitt og hugrökk, þó að hann hefði hins vegar getað virzt hugrakkur hjá þeirri, sem að hugdeig var. „Ætla ég!“ sagði Tray. „Það er enginn efi á, að ég ætla að gjöra það. Þú ert blómleg í dag!“ Tray henti frá sér göngustafnum og steig með fótinn upp í stigann. „Þú verður að setja á þig blæjuna og hanzk- ana, annars stinga flugurnar þig allan.“ ,,Ó, já, ég verð að gera það; viltu vera svo góð að sýna mér hvernig að ég á að gjöra það rétt?“ „Og þú verður að hafa hattinn með stóru börðunum á höfðinu, því að það eru engin börð á húfunni þinni, til að halda blæjunni frá höfðinu.“ „Barðastóra hattinn líka, já, sjálfsagt.11

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.