Lögberg - 06.06.1952, Page 7
íjÖGBERG, FIMTUDAGUnN. 6. JÚNÍ, 1952
7
Við hvað á að miða verðleika listamannsins?
Aldrei annaðeins aflamagn borizt á land
í Vestmannaeyjum og á þessari vertíð
FYRIR skömmu fór Vísir á stúf-
ana við nokkra menn og
grennslaðist eftir, hvaða atriði
þeir teldu að helzt bæri að taka
tillit til við úthlutun launa eða
viðurkenningar t i 1 listamanna
okkar og rithöfunda. Enda þótt
ég hafi ekki verið aðspurð, kom
mér í hug að segja í nokkru í
eftirfarandi línum álit mitt um
þetta efni.
Það er þá fyrst, að ég tel, að
þeim, sem eiga að ráða úthlutun
slíkra launa, sé allmikill vandi á
höndum. S t a r f i ð gerir hvor-
tveggja kröfur til þeirra um per-
sónulega óhlutdrægni og menn-
ingarlegt víðsýni. Sjálfir mega
þeir sízt af öllu vera bundnir á
klafa sérstefnu — pólitískrar eða
trúarlegrar, heldur hafa komizt
örlítið ofar — upp á það þrep í
þekkingu og þroska, sem gefur
þeim góða yfirsýn. Þeir þurfa
bera gott skyn í bókmenntir og
listir frá listrænu sjónarmiði séð,
og ekki aðeins það, heldur þurfa
þeir einnig að eiga djúpstœða til-
finningu og skarpa skyggni fyrir
öllum jákvœðum boðskap, sem
einstaklingurinn flytur í gegnum
list sína. Þeir þurfa að átta sig
á því til fulls, að list án einhvers
boðskapar eða túlkunar er sem
andvana lík eða skrautleg flík á
engra herðum.
Frómt frá sagt, hefi ég aldrei
getað áttað mig á kenningunni
er hrópar: listin fyrir listina!
Enda efast ég um að í raunveru-
leikum hafi hún nokkurntíma
getað staðist. Hafa ekki allir
miklir listamenn einmitt verið
miklir af því, að þeir hafa haft
einhvern boðskap að flytja, ein-
hver sannindi að opinbera, eitt-
hvað líf að túlka? Og ekki ein-
ungis þetta, heldur hefir líka hin
jákvæða hlið verka þeirra verið
— þegar alls var gætt — þeirra
sterkasta hlið.
Nú lít ég ekki svo á, að til þess
að eitthvert skáldverk t. d. sé
jákvætt, þurfi það umfram allt
að vera laust við alla dökka fleti,
djúpristur og róttækni. Þvert á
móti. Margar bækur, sem að yfir-
gnæfandi meirihluta lýsa hinni
dekkri hlið lífsins, þ. e. mannleg-
um ófullkomleika og lágstæði —
menningarlegu og efnalegu •— og
allskonar örðugleikum hg bar-
áttu, þær geta oft verið hvað
jákvæðastar — fyrir lesandann.
Að mínum dómi er bókin já-
kvæð, ef hún hefir að einhverju
leyti dýpkað skilning minn á
lífinu og mikilvægi þess, á mark-
miðum þess og möguleikum, ef
hún hefir aukið samúð mína með
mönnum og trú á bjart lífstak-
mark framundan þeim til handa
— „trúna á tilgang lífsins og
tryggðina við skylduverk,“ ef
henni hefir tekist að gera mig
örlítið skilningsbetri, sannari,
bjartsýnni, öruggari, andlega
sterkari og auðugri, vitrari og
betri — eitthvað af þessu — eða
allt — að einhverjum litlum mun
þá er bókin jákvœð. Auðvitað er
öllum ljóst, að til þess að skáld-
verk nái tilgangi sínum er ekki
mikilvægt efni eitt nóg. Andi
verksins þarf að ná að holdgast
á viðeigandi hátt, efnið þarf að
hafa mótast í deiglu skáldlegs
innsæis og listar. Og það er ein-
mitt þetta, sem hefir tekist í sum-
um kvæðum Jónasar, Matthíasar,
Einars Benediktssonar og Huldu,
COPINHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
beztu smásögum Einars Kvarans,
Jóns Trausta og Guðm. Friðjóns-
sonar, svo að eitthvað og ein-
hverjir séu nefndir sem dæmi.
Það er líka athyglisvert að já-
kvætt innihald, klætt viðeigandi
búningi nær dýpri og varanlegri
tökum á fólkinu, vinnur meira á
þegar frá líður og stendur nær
hjörtum mannanna en hið nei-
kvæða, þótt jafnmikil listtækni
sé í það lagt og það virðist ætla
að flæða yfir fyrst í stað; því að
hið jákvæða er jákvætt fyrst og
fremst af því að það finnur ein-
hvern hljómgrunn í því upp-
runalegasta, óspilltasta, sannasta
og bezta í sálum mannanna.
Þess vegna urðu verk Andersens,
Topelíusar, Tolstojs, Björnsons,
Ibsens og Lagerlöf svo útbreidd
og ástfólgin bæði í þeirra heima-
landi og annars staðar, — og þess
vegna hefir það nær eingöngu
fallið í skaut hinna jákvœðu bók-
mennta að verða klassiskar.
En hvert það skáldrit, sem
dregur lífið víðast hvar niður í
sora-mennsku og auðvirðileika,
vonleysi og tilgangsleysi, sem
Skipstjórinn sem er orðinn
leiður á að segja frá þessu
ævintýri
17YRIR skömmu var hér í
* Reykjavík einn nafntogaðasti
skipstjóri norska verzlunarflot-
ans, sem hver siglingaþjóð á. —
Þ'essi maður er Nicolai Fr. Lind-
ter, er var á stríðsárunum skip-
stjóri á 9.500 rúmlesta skipi sem
Lidvard heitir. — Var hann skip-
stjóri á þessu skipi er franska
Vichy-stjórnin lagði hald á það í
Dakarhöfn, við fall Frakklands,
í júnímánuði 1940. En hinum
norska skipstjóra tókst að kom-
ast þaðan undan í skjóli myrk-
urs, gegnum kafbátagirðingar og
fram hjá fjallbyssum herskipa
og strandvirkja. Er þessi dáð-
ríka framganga Lindter skip-
stjóra og manna hans, talin vera
ein merkilegasta sjóferðasaga
heimsstyr j aldarinnar.
Kvikmynduð í skipinu
Slíkar hetjudáðir gleymast er
frá líður. En norskt kvikmynda-
fyrirtæki hefur látið gera kvik-
mynd um þennan flóta frá Dak-
ar og koma fram í þeirri mynd
fjölmargir yfirmanna á Lidvard
m. a. er hinn frægi skipstjóri og
yfirvélstjórinn, Smördal að
nafni. Myndin er að mestu tekin
um borð í skipinu sjálfu og í
Dakar og reynt eftir fremsta
megni að lýsa því sem þar gerð-
ist, á sem allra líkastan hátt.
Vill ekki um œvintýrið tala
Þegar Lindter skipstjóri var
hér um daginn, kom hann á veg-
um eigenda skipsins Turkis, sem
strandaði við Sandgerði. — Hann
bjó hér að Hótel Borg og er ég
náði af honum tali, vildi hann
ekki um flótann fræga ræða. Það
er búið að gera svo mikið veður
út af þessu, að það er að bera í
bakkafullan lækinn að ég fari að
segja frá þessu. Og ef satt skal
segja, þá er ég orðinn leiður á að
segja þessu sögu.
Nú er Lindter skipstjóri 75 ára
og hefur ekki á sjó komið frá því
á árinu 1942. Þá 68 ára að aldri
var hann lagður í sjúkrahús. Er
hann hafði hlotið bata, gerðist
hann eftirlitsmaður hjá Banda-
ríkjaher. Hann kom heim til Nor
egs strax að stríðinu loknu.
Eitt 26 skipa
Uh atburðina í Dakar er það
að segja, að skipið hafði komið
þangað í maímánuði 1940, en þá
höfðu Þjóðverjar lagt undir sig
Noreg. Skipið átti, strax og það
hafði losað farminn, að sigla til
enska nýlendubæjarins F r e e-
town. Meðan skipið beið afferm-
hlær að mannfyrirlitningu, ör-
vænisstefnu, óvild, öfund og hat-
ri, en ekki skilningi, samúð og
drengskap, í einu orði sagt sem
leggst ávallt meira á sveif með
hinu lægra eðli mannsins en
hinu ,sem tilheyrir hinum göf-
ugri þáttum þess, það er nei-
kvætt í mínum augum, af hve
glæsilegri list, sem það væri
skrifað. Snilld hins ytra búnings
myndi þá aðeins gera það hættu-
legra eins og eitraður drykkur
getur orðið ó k u n n u m meiri
freistari, ef hann hefir fagran
vínlit og stendur í kristalsstaupi.
Ég tel því fráleitt að mæla skáld-
verk og aðra listræna sköpun
eingöngu á mælikvarða hinnar
listrænu tækni, ef svo mætti
segja. Stiku siðmenningar og
annarra s a n n r a lífsverðmæta
verður ekki síður eða öllu frem-
ur að leggja á slíkt. Því að í raun
og veru er þeð ekki listin, sem á
að drottna — heldur þjóna —
þjóna lífinu, — enda er listin þá
fyrst göfug — og sönn.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir.
— VÍSIR, 19 apríl
ingar, sigruðu Þjóðverjar
Frakka og Vichy-stjórnin fékk
fyrirskipun um að leggja hald á
öll skip Bandamanna í Dakar-
höfn, en þar voru þá 26 skip þ. a.
m. níu norsk og tvö dönsk.
Flótti virtist óhugsandi
Til þess að koma í veg fyrir
hugsanlega flóttatilraun, voru
þýðingarmiklir vélahlutar teknir
úr skipi Lindter skipstjóra. Eitt
hinna herteknu skipa, belgiskt
hafði reynt að komast undan, en
skrúfan festist í kafbátanetinu
og skutu þá herskip Vichystjórn-
arinnar á það og eyðilögðu það
sð mestUjEftir að þessar varúðar
ráð stafanir höfðu verið gerðar,
og allir nema tveir björgunarbát-
anna teknir af skipinu, virtust
öll sund lokuð.
Yfirvélstjórinn fann ráðið
Skipshöfnin á Lindgard hafði
ekki gefið upp vonina um vel-
heppnaðan flótta. Það var eink-
um yfirvélstjórinn Smördal, sem
að þessu vann. Honum tókst að
safna að sér járnarrusli með það
fyrir augum að smíða varahluti
i stað þeirra er teknir höfðu ver-
ið. Að átta mánuðum liðnum
hafði Smördal og samverkamenn
hans lókið við þessa smíði og nú
var Lindter skipstjóra skýrt frá
því og fyrirkomulag flóttatilraun
arinnar skipulagt.
Er skemmst frá því að segja,
að skipstjórinn fór til fundar við
hafnaryfirvöldin og sagði þeim,
að hina brottnumdu vélahluti
yrði hann að fá ella myndi vélin
verða fyrir skemmdum á því að.
vera svo lengi óhreyfð. Á þetta
var fallizt og farið með vélahlut-
ina um b o r ð. Norðmennirnir
tóku vel á móti hinum frönsku
hafnarvörðum og veittu þeim
vel. Á meðan voru hinir réttu
vélahlutir settir við og vélin hit-
uð upp og látin ganga. Að því
loknu og er Frakkarnir fóru í
land, voru þeim afhentir véla-
hlutirnir sem Smördal yfirvél-
stjóri hafði smíðað. Því veittu
embætismenn Dakarhafnar ekki
athygli.
Nú var aðeins að bíða hins
rétta tækifæris. — Hinn 27. júlí
var flóttinn ákveðinn. Þann dag
komu hafnarverðir um borð í
skipið, öllum á óvart og þá virt-
ist úti um flóttatilraunina. En
þeir fóru ekki niður í vélarúmið,
heldur í björgunarbátana tvo
sem eftir voru og tóku nú úr
þeim allar árarnar. — Þessa nótt
fór flótinn frá Dakar fram.
Nokkru eftir miðnætti var vél
skipsins sett í gang. — Eldsneyt-
ið voru 40 tonn af olíu úr ljósavél
skipsins. Skipið seig hægt út úr
hinni myrkvuðu höfn, komst
klakklaust yfir kafbátanetið og
skytturnar við strandvirkin, um
borð í orustuskipinu Richelieu
og fleiri herskipa, virtust sofa á
verðinum. Flótinn hafði tekizt
út úr höfninni. Næsta morgun
varð Vichystjórnar-varðbátur á
vegi skipsins. Hann tók umsvifa-
laust að skjðta á skipið. Nú
reyndfi á vél þess og Smördal vél-
stjóri lét vélina vinna með 110
til 160 snúninga hraða. Siglt var
í kráku stigum, unz varðbáturinn
var kominn úr augsýn, en kúlur
hans höfðu ekki hæft skipið.
Nokkru síðar kom brezkur tund-
urspillir til móts við Lidvard og
fylgdi skipinu til Freetownhafn-
ar, en þegar skipin mættust, skál
uðu Norðmennirnir í kampavíni,
fyrir hinum vel heppnaða flótta
írá Dakar. Var skipið síðan í
þjónustu Bandamanna til stríðs-
loka,'og er nú í stöðugum ferð-
um. G. A.
— MBL. 20. marz
íslendingur fer
til Rómar á
vegum F. A. O.
Verður starfsmaður fiskideildar
stofnunarinnar
HILMAR KRISTJANSSON,
fiskifræðingur, er farinn til
tveggja ára dvalar suður til
Italíu.
Fer Hilmar þangað á vegum
fiskideildar Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (F. A. O.)
I fiskideildinni starfa 25 sér-
fræðingar frá ýmsum þjóðum, en
Hilmar er fyrsti Islendingurinn,
sem starfar innan vébanda henn-
ar.
Hlutverk fiskideildarinnar er
það, að safna og miðla upplýs-
íngum um allt er lýtur að fiski-
rækt, fiskdreifingu.
Það eru fyrrverandi forstöðu-
menn fiskiðnfræðingastofnana
Kanada og Danmerkur, sem
veita fiskideildinni forstoðu, en
síðan hafa þeir ráðið til sín sér-
fræðinga frá þeim þjóðum, sem
hvað fremst standa á sviði fisk-
veiða og fiskiðnaðar.
Hilmar Kristjánsson starfar í
fiskiðnaðardeildinni í aðalstöðv-
um F. A. O. í Róm, en starf fisk-
iðnaðardeildarinnar er einkum
fólgið í því, að safna vitneskju
um aðferðir og útbúnað við
fiskveiðar og fiskiðnað. 1 öðru
lagi gefur deildin út tvenn tíma-
rit, sem flytja stutt ágrip af öll-
um nýjungum sem kunnar eru
og skrifað hefir verið um í bók-
um og tímaritum úr flestum
löndum heims. Eru þetta mjög
hagnýt rit fyrir alla þá, sem fást
við útvegsmál í einhverri mynd.
í11 þriðja lagi annast deildin
beina tæknilega aðstoð og leið-
beiningar til þeirra þjóða, sem
óska þess. Sendir hún þá sérfræð
inga út af örkinni til þess að
stofnsetja eða efla fiskiveiðar í
þessum löndum. En fiskveiðar
og fiskiðnaður er sumstaðar enn
á mjög svo frumstæðu stigi og
ennþá notast við aldagömul tæki
og aðferðir. Einkum á þetta við
um Austurlandabúa, svo og íbúa
Afríku og Suður-Ameríku.
Hilmar flyt.ur með konu og
börn til Rómar, en konan og börn
in eru aðeins ófarin.
— VÍSIR, 11. apríl
Maður frá Dakota var að lýsa
því, hve bóndabæirnir væru
stórir þar.
— Já, ég veit um bónda nokk-
urn, sem býr á stórum búgarði
í Dakota, sagði hann. — og einu
sinni sendi hann nýgift hjón, til
að mjólka kýrnar, út á stekkinn,
en börnin þeirra komu til baka
með mjólkina, því að foreldrar
þeirra voru orðin of gömul til
þess að ferðast svo langa leið.
☆
— Áttu nokkrar sígarettur?
— Já, þakka þér fyrir, nóg af
þeim!
Sextíu og sex bátar stunduðu
veiðar þaðan og 40 manns unnu
við Vinnslustöðina.
Frá fréttaritara AB
Vestmannaeyjum, 7. maí
Vetrarvertíðinni 1 Vest-
mannaeyjum er nú senn að
ljúka. Einstök er þessi ver-
tíð um tvennt. Aldrei hefir
annað eins aflamagn borizt
á land og gæftir hafa verið
alveg óvenjulegar. Sá bátur,
sem farið hefir flesta róðra,
er Meta, en hún hóf róðra
9. janúar og hafði alls farið í
99 róðra nú 7. maí. Alls
stunduðu 66 bátar veiðar
héðan í vetur og var fiskað
á línu, þorskanet, botnvörpu
og dragnót. Flestir stunduðu
bátarnir línu- og netaveiðar
eða botnvörpu- og netaveið-
ar. Nokkrir stunduðu ein-
göngu botnvörpuveiðar og
allmargir minnstu bátarnir
dragnótaveiðar eingöngu.
Afli var frekar lélegur bæði
í botnvörpu og dragnót, svo
aflamagnið fékkst að lang-
mestu leyti í netin og á
línuna.
Aðallega eru það fjórir aðilar,
sem annast verkun aflans þegar
í land kémur. Vinnslustöðin og
ísfélagið reka bæði hraðfrysti-
hús og söltun. Fiskiðjan, sem er
nýtt fyrirtæki, rekur söltun, og
Hraðfrystistöðin hraðfrystingu.
Langstærst þessara fyrirtækja
er vinnslustöðin eða eins og
fyrirtækið heitir réttu nafni
„Vinnslu- og sölumiðstöð fisk-
framleiðenda."
Vinnslusiöðin
Tíðindamanni AB þótti rétt
að afla sér nokkurra upplýsinga
um reksturinn hjá þessu stór-
fyrirtæki, bæði vegna hinnar
aflasælu vertíðar og svo hins, að
í Vinnslustöðinni hafa farið
fram ýmsar endurbætur að
undanförnu, sem allar miða að
því að auka afkastamöguleik-
ana, vanda vöruna og gera vist-
legra fyrir verkafólkið, sem við
framleiðsluna vinnur.
Vinnslustöðin er samvinnu-
félag og eiga meðlimir félagsins
40 báta. Félagið var stofnað árið
1947, en framkvæmdastjóri er
Jóhann Sigfússon. Keypt var
hraðfrystihús inni við Friðar-
höfn og hefir það verið stækkað
mikið og endurbætt og auk
þess verið fellt inn í það stórt
hús, er Kína hét. Til gamans má
geta þess hér, að Haukur Björns
son hafði nokkuð með þetta hús
að gera á árunum, þegar komm-
arnir voru með hugann allan
austur í Kína; og þannig stendur
á nafninu. Afköst hraðfrysti-
hússins eru nú 26 tonn af fryst-
um flökum á dag. Færibanda-
kerfi hraðfrystihússins er 600
metrar á lengd og eitt hið full-
komnasta hérlendis; og algert
einsdæmi mun það í þessu húsi,
að kerfið er tvöfalt, þannig að
hægt er að vinna tvær tegundir
af fiski samtímis.
Stórhýsi mikið hefir Vinnslu-
stöðin reist rétt ofan við Friðar-
hafnarbryggjuna. Hús þetta er
að grunnfleti rúmir 1800 fer-
metrar og tvær hæðir. Er þetta
hin vandaðasta bygging úr stein-
steypu. Þarna fer fram aðgerð á
fiski og söltun.
Þá hefir Vinnslustöðin rekið
umfangsmikla matsölu fyrir
verkafólk og sjómenn bæði nú
í vetur og undanfarið; alls möt-
uðust í matstofunni 120 manns
í vetur.
Til aprílloka hafði Vinnslu-
stöðin tekið á móti ca. 12000
tonnum af fiski og verkað hann
þannig að ca. 4000 tonn voru
hraðfryst, en ca. 8000 tonn voru
söltuð. Lifrin er öll brædd hjá
Lifrarsamlaginu, en það bræðir
alla lifur hér í Eyjum. Saltað
hefir verið í 2500 tunnur af
hrognum, en frystir 3000 kassar.
í aprílmánuði unnu 400 manns
hjá fyrirtækinu og voru útborg-
uð vinnulaun í þeim mánuði um
2 milljónir króna. Þetta eru ein-
gongu vínnulaun til þeirra, sem
vinna við aflann í landi. Mest
aflamagn hjá einum bát til apríl-
loka mun vera 635 tonn miðað
við slægðan fisk með haus.
Eins og að líkum lætur, er
mikið um að vera þar sem svona
margt fólk vinnur og mikið er
að gera. Fólkið er á öllum aldri,
allt frá strákum og stelpum inn-
an við fermingu upp 1 konur og
karla um sjötugt, en flest er
fólkið á bezta skeiði, og það er
ekki allt úr Vestmannaeyjum.
Mikill fjöldi er hingað og þang-
að af landinu, blómarós úr Ör-
æfunum, gamall maður norðan
af Ströndum, bóndi úr Árnes-
sýslu, skíðakappi frá Siglufirði
og svona mætti lengi telja. Á
síðkvöldum, þegar mikið er að
gera má sja skrifstofumenn,
kennara, iðnaðarmenn og fleiri
komna í aðgerð. Já, jafnvel lög-
regluþjónarnir koma ekki ó-
sjaldan í aðgerðina. Flest er nú
Jiagnýtt úr fiskinum, jafnvel
gallið, og ekki er það óalgengt
að sjá smástráka í slorhrúgun-
um við að tína gall eða sitjandi
upp á hausahrúgu við að kinna
eða gella.
Vinnslustöðin er þegar orðin
stórfyrirtæki, og þá vantar enn-
þá meiri hús. Fyrirhugað mun
vera að tengja aðgerðar- og sölt-
unarhúsið hraðfrystihúsinu og
koma þannig öllum deildunum
í samband við færibandakerfið
svo allt geti gengið sem greið-
legast. Aðstaðan við Friðarhöfn-
ina er ágæt, aðeins breidd
bryggjunnar, sem er ein sú
lengsta á landinu, er milli húss-
ins og bátanna. Væntanlega kem
ur sá tími innan skamms að fisk-
urinn geti farið á flutningsband-
ið upp úr bátunum og haldið á-
fram á því unz hann er full-
unninn.
—Alþbl., 9. maí
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Traininglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AV WINNIFKG
Heljan í sjómannamyndinni — Flóttinn
fró Dakar — í Reykjavík