Lögberg


Lögberg - 26.06.1952, Qupperneq 4

Lögberg - 26.06.1952, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚNÍ, 1952 Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The •'lvögberg’’ is printed and published by The Oolumbia Press Dtd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Ofíice Department, Ottawa Þjóðræknissamfök Vesfur-íslendinga og framtáðin Ræða flull á ársþingi Þjóðræknisfélagsins 4. júní 1952 efiir DR. P. H. T. THORLAKSON Herra forseti, heiðruðu þingfulltrúar og gestir: Þjóðræknisfélag íslendinga heldur á þessu ári 33. ársþing sitt. Mega þeir, sem tekið hafa virkan þátt í starfsemi félagsins, vissulega vera hreyknir yfir gerð- um þess. í 33 ár hefur stjórnin árlega efnt til 3 daga þings, þar sem menn hafa komið saman til að starfa að málum félagsins og skemmta sér og allir haft bæði gagn og gleði af. Félagið hefur á liðnum árum átt þess kost að fagna og hafa ofan af fyrir ýmsum ágætum gestum frá íslandi eða meginlandi Ameríku. Þá hefur félagið fengið valda menn frá íslandi til að heimsækja hinar ýmsu íslendingabyggðir. Það hefur og starfrækt íslenzkuskóla í bæjum og byggðum og gefið út íslenzkt barnablað, styrkt íslenzkt listafólk og starfrækt ís- lenzkt bókasafn. Loks hefur það séð um útgáfu tímarits. Félagið hefur frá upphafi haft hug á því, að stofn- að verði fast kennaraembætti í íslenzkri tungu og bók- menntum við Manitobaháskóla. Forsetar félagsins og stjórnarfulltrúar, einnig óbreyttir félagar, hafa lagt máli þessu lið og síðustu ársþing gert framgang þess að einu af höfuðmálum sínum. , Ásamt íslenzku kirkjunum og vikublöðunum hefur Þjóðræknisfélagið átt verulegan þátt í að varðveita náið samband við frændur vora á íslandi. Félagið getur því litið með velþóknun á það starf, sem þegar er að baki. En hvað um framtíðina? Hvernig fáum vér haslað starfsemi vorri og áhugamálum víðari völl og náð til æ fleiri íslendinga? Hvað um oss, sem erum íslenzkir að eins að nokkru leyti, en sá hópur fer nú stöðugt stækk- andi? Er íslendingum hagræði í að eiga mörg félög eða háir það þeim? Er tími til kominn að fylkja liði á nýjan leik, svo að vér fáum skipað oss þéttara og sótt markvissara fram að lausn þeirra verkefna, er við blasa? Eiga fáeinir menn að bera ábyrgð á og standa straum af útgáfu íslenzku blaðanna, eða kemur þar til kasta allra jafnt? Nú hefur íslenzkudeildin verið stofnuð við Mani- tobaháskóla og kennari verið ráðinn. Hverjar leiðir opnast við það, og hversu fáum vér bezt tryggt fram- gang hennar og aflað henni styrks og skilnings meðal vor? Er félagið fært að laga sig að nýjum aðstæðum og þeirri þróun, sem er að verða í hópi Vestur-íslendinga? Reyndin hefur sýnt, að það hefur skilið hlutverk sitt og óhætt muni að treysta því hér eftir sem hingað til. Það var á þingi Þjóðræknisfélagsins fyrir 16 árum, að ungur maður, jafnfimur í íslenzku og ensku, kvaddi sér hljóðs og lagði til, að stofnuð yrði deild eða félag, þar sem allt færi fram á ensku. Varð þá til The Ice- landic Canadian Club. Hefur hann látið margt gott af sér leiða, gefið út tímarit í samfleytt tíu ár, haldið kvöld- skóla, látið prenta fyrirlestra í samvinnu við Þjóðrækn- isfélagið, er þar voru fluttir, þ. e. í bókinni Iceland’s Thousand Years, aflað fjár til að styrkja efnilega lista- menn til framhaldsnáms og stutt að stofnun kennara- stóls í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla. Er mál til komið, að enn yngri kynslóð kveðji sér hljóðs? Ættu þeir, sem voru ungir í gær, að draga sig í hlé, og gefa hinum, sem yngri eru, tækifæri til að láta að sér kveða? Ég á ekki við, að vér förum að slaka á í neinu, heldur að vér veitum hinum yngri stuðning vorn og þá um leið d hinum nýja íslenzkukennara. Ef vér rennum augunum yfir félagatal Þjóðræknis- félagsins, sjáum vér, að þar eru bændur, fiskimenn, kaupmenn, kennarar, smiðir, prestar, læknar, rithöf- undar, skáld, læknar, hjúkrunarkonur, iðnaðarmenn og menn og konur úr ýmsum öðrum starfsgreinum, þar á meðal stærsti flokkurinn, eiginkonur og mæður. Allur þessi fjöldi áhugamála og viðfangsefna ætti að vera örvandi og tryggja, að mörg sjónarmið komi fram, þegar lögð verða á ráðin um framtíðina. Af fjöl- breyttum áhugamálum og hæfileikum spretta nýjar hugmyndir, hugsjónir og framtak. En af einingu og þol- gæði skerum vér upp styrk, staðfestu og framkvæmdir. Eitt er nauðsynlegt hverju farsælu félagi, en það eru sameiginleg áhugamál og sönn félagsskaparbönd. Þetta hvorttveggja bætir og bindur. En í flestum fé- lögum eru einnig upplausnaröfl, sem lama og jafnvel buga áhugasömustu og dyggustu starfsmennina. Lítum nú á þau öfl, sem smám saman, en þó stöð- ugt, skipta þjóðarbroti voru í smærri einingar. Hin helztu þeirra eru eðlileg og óumflýjanleg og sum hver fólgin í þeim kostum íslendinga, að þeir eru fljótir að laga sig eftir nýjum aðstæöum og gerast góðir og fram- takssamir borgarar á ókunnum stigum í framandi landi. Margt af því, sem gert hefur oss örðugast fyrir um öflug félagssamtök, er þannig fremur sprottið af kost- um vorum en ókostum. Vér skulum athuga augljósustu atriðin: 1. FámennL Islenzka þjóðar- brotið er lítið, ef til vill allra þjóðarbrota minnst í Kanada og Bandaríkjunum. Ef frá eru teknar þrjár eða fjórar helztu byggðirnar, má svo segja, að ís- lendingar hafi dreifzt um öll fylki Norður-Ameríku. 2. Alvinna. Eðlilegt er, að menn verji jafnan miklum tíma með samverkamönnum og starfs- bræðrum, hverrar þjóðar sem þeir eru, og deili geði við þá og áhugamálum. Nánustu sam- starfsmenn vorir og viðskipta- menn eru ekki ætíð íslenzkir. 3. Fjarlægðir. Kemur þar ekki aðeins til greina víðátta megin- landsins, heldur og fjarlægðir innan bæja og byggðarlaga. Oftast er það svo, þó að undan- tekningar séu til, að grannar vorir eru ekki íslenzkir. 4. Hjónabönd. í sumum ís- lendingabyggðum er svo komið, að 80 af hverjum 100 hjóna- böndum eru blönduð, það er annað hvort brúðhjónanna er ekki íslenzkt. Þetta er að vísu engin nýjung, því að vér stönd- um hér á gömlum merg, allt aftur á víkingaöld. Vér munum eftir Höskuldi Dala-Kollssyni, er flutti heim með sér Melkorku hina fögru, er síðar reyndist vera írsk konungsdóttir. Virðist svo sem oss sé það ættgengt sumum að leggja ást við írskar konur. Erfiðleikarnir eru margir og miklir, og menn greinir á um leiðir, en hjá erfiðleikum verð- ur ekki komizt, ef takast á að varðveita lifandi áhuga á ís- lenzkum efnum hér vestra. Vilji íslenzka þjóðarbrotið komast klakklaust í gegn, verður það að laga sig að breyttum aðstæð- um og ætla sér af. Ef vér athugum, hvað orðið hefur um börn sumra beztu for- vígis- og styrktarmanna Þjóð- ræknisfélagsins, sjáum vér, að þau eru mörg komin út í iðu hérlends þjóðlífs og að mestu úr öllu daglegu samneyti við ís- lenzkt fólk. Áhugamálin er af öðrum toga spunnin en íslenzk- leift eftir sig, hafa aldrei hlotið þá athygli, sem þær eru verðar, í hinum enskumælandi heimi. Nú var íslenzka töluð á hálfu Englandi í tíð Knúts konungs ríka, og má því ásaka oss um, að vér metum ekki forfeður vora sem skyldi. Fáir enskumælandi menn nú á dögum gera sér grein fyrir því, að þó nokkrir hinna íslenzku landnámsmanna komu frá Bretlandseyjum. Ef vér auk þess lítum á hinar fornu bókmenntir sjálfra þeirra vegna, sem gögn til skilnings á norrænni goðafræði og heimild- ir um elzta fund Norður-Ame- ríku, ennfremur helztu íslend- inga sögurnar, hver snilldarverk þær eru, finnum vér æ full- komnari ástæðu til að fagna stofnun kennaraembættis í ís- lenzku við Manitobaháskóla." Dufferin lávarður sagði í hinni eftirminnilegu ' heimsókn sinni til Gimli, 14. september 1877 ......„og munið það, að með komu yðar hingað, hafið þér lent á meðal þjóðflokks, sem er í senn góðviljaður og skyldur yður, og þótt þér gerizt nú brezkir og þegnar Viktoríu drottningar, er ekki með því sagt, að þér þurfið að gleyma ævagömlum þjóðháttum og hin- um glæsilegu sögum forfeðr- anna. Þvert á móti, treysti ég því, að þér munuð alla tíð halda áfram að unna hinum heillandi bókmenntum þjóðar yðar, svo að börn yðar megi um kynslóðir fram læra um það í fornsögum yðar, að kostgæfni, atorka, hreysti, staðfesta og þrautseigja hafa ætíð verið einkenni hins íslenzka ættstofns." Þegar Tweedsmuir lávarður heimsótti Gimli í september árið 1936, sagði hann ýmislegt, er ætti að tala alveg sérstaklega til oss: „Þér hafið í fyllsta skilningi gerzt góðir Kanadamenn og tek- ið yðar þátt í lífi og baráttu þessarar nýju þjóðar, en um leið, og er mér það sérstakt gleðiefni, aldrei gleymt arfinum frá heimalandi yðar. Þannig um, og eins er um vini þeirra. [Skal skapa sterka þjóð — með Mörg þeirra hafa reynzt hinir ÞV1" að takast fúslega á herðar nýtustu þegnar, hvert í sinum verkahring. Þau eru foreldrum sínum, sjálfum sér og þeirri sveit, er þau koma úr, til sóma. Þau hafa vegna foreldra sinna nokkurn áhuga, að vísu oft ó- ljósan, á íslenzkum málum. Og segar fram líða stundir, hjaðnar hann einnig. Til eru menn, sem segja, að við þessu verði ekki gert, bezt sé að láta það eiga sig og hver tilraun til að spyrna á móti sé unnin fyrir gíg. Þeir fullyrða, að börnunum sé fyrir beztu að taka í öllu upp ameríska eða tanadíska lífsháttu og láta held- ur sérkenni sín. Þeir mikla fyrir sér erfiðleikana og leggja til, að vér gefumst upp skilyrðislaust og hættum allri baráttu. Þeim virðist gagnslaus hver tilraun til að örva eða vekja aftur áhuga íslenzkri sögu og íslenzkum menntum. « Þessi eru ráð þeirra manna, sem vilja, að vér gleymum því og vanrækjum, sem einna mest hefur orðið til að móta oss í 1000 ár. Hvert mundi vera svarið við þessum uppgjafarröddum? Það er ekki á mínu færi að svara þeim sem skyldi. Það er stund um erfitt að lýsa nákvæmlega tilfinningum sínum í-máli, þar sem svo margt kemur til greina. Réttu syirin geta vafizt fyrir oss. Vér verðum að leita að leið- um — og það gaumgæfilega — finna síðan svörin og taka loks til óspilltra málanna. Eins og ástatt er, getum vér sótt upplyftingu og hvatningu (því að vér þörfnumst hvors tveggja) í hugsanir og orð frægra manna. Pilcher biskup í Ástralíu, sem þýtt hefur Passíu- sálmana á ensku, segir meðal annars: „Hinar miklu íslenzku bók- menntir, sem eru merkasti arfur, sem norrænar þjoðir hafa skyldur gagnvart hinu viðtekna landi og sýna því þegnskap, en leggja Kanada jafnframt til þann menningararf, er þér fluttuð með yður að heiman. Fyrir sextíu árum minntist Dufferin lávarður á þá ást, sem þér hefðuð á íslenzkri menningu. Sú menning er mikil, enda hef- ur hún skapað einhverjar göf- ugustu bókmenntir, sem samd ar hafa verið af dauðlegum mönnum. Langt í fjarska á af- skekktri eyju, íslandi, sem um- leikið er ægilegum sjóum, þró aðist mannlíf, sem að harðfengi og karlmennsku á vart sinn líka, Og þér hafið samið miklar bók- menntir. í mínum augum eru íslendingasögurnar meðal höf- uðverka mannsandans. Mig langar að fara nokkrum orðum um tvo meginþætti í lífs- skoðun yðar, eins og þeir koma fram í sögunum, því að ég vona, að andi þeirra fyrnist aldrei . . . Maður rekst á þá alls staðar í sögunum. Hinir fornu Islending- ar voru ekki aðeins miklir her- menn og ævintýramenn, heldur einnig skarpir málafylgjumenn og miklir lagamenn. Nú, á vorri tíð, þegar við sjálft liggur víða um heim, að allt fari í lögleysu, virðist mér hér um höfuðkost að ræða. Annað atriðið í lífsskoðun sagnanna er þó sýnu veigar- meira. Eins og það kemur mér fyrir sjónir, er það sú trú, að fylgja beri sannleikanum og réttlætinu vegna þeirra sjálfra, öldungis án þess að ætlast til nokkurra launa í staðinn. At- hugið, hvernig hinir fornu Is- lendingar litu á þetta .... Það var betra að falla með Óðni en lifa við skömm. „Sú er hjn eina sanna og mannsæmandi lífsskoðun .... Þannig litu forfeður yðar á það. Slík er kenning kristindómsins. Hún ein getur verið salt mann- legs lífs, styrkur þess og fjör- gjafi.“ Það er því engin tilviljun, að Bretar skuli vera sú erlend þjóð, er mesta stund leggur á íslenzk fræði. Haustið 1950 var ráðinn sérstakur íslenzkukennari að Edinborgarháskóla, en íslenzka er nú kennd við marga brezka háskóla, svo sem háskólana í London, Oxford, Leeds (þar sem eru hvorki meira né minna en þrír kennarar, er kennt geta ís- lenzku), Manchester, Hull, Aberystwyth og víðar. Það er ljóst, hvaða leið oss ber að fara, að oss ber að stuðla að því eftir megni að skapa þessa nýju þjóð, að rækja skyldur vorar sem borgarar þessa lands, hafa fullt vald á „móðurmáli" þess, sem er enska. Kunna, þótt eigi sé til hlítar, hið annað opin- bera mál landsins, frönsku. En er ekki hollt að nema staðar öðru hverju og líta um öxl? Og hvað kemur í ljós við athugun, vantar ekki eitthvað á myndina? Er þá fyrst málið. Margir í þessu landi hneigjast til að sætta sig fullkomlega við að kunna að- eins eitt tungumál. Vís vegur til menntunar og víðsýnis, skiln- ings og umburðarlyndis er að afla sér af fúsum vilja og kost- gæfni þekkingar á öðrum þjóð- um og þeim tungumálum, sem þær hafa tjáð á tilfinningar sín- ar og hugsanir. Hver menntaður maður ætti að geta talað að minnsta kosti tvö tungumál, hvort - sem þau eru enska, franska, úkrainska, þýzka, rúss- neska, spænska eða íslenzka. Opinber tungumál eru tvö hér í landi og munu svo verða um alla framtíð. 1 Sviss eru þrjú eða fjögur opinber mál og Sviss- lendingar einhver mesta gæfu- og framfaraþjóð í veröldinni. Oss hættir til að líta á þennan mála- fjölda sem þjóðernislegt vanda- mál, enda er það svo. En vér megum ekki ávallt einblína á ókostina. Flestir Kanadamenn líta á það frá því sjónarmiði, að það torveldi frjáls viðskipti og félagslegt samneyti. Flestir af oss sjá ekki hið menningarlega gildi og öll tækifærin. Allir franskir Kanadamenn (vér ættum að hætta að kveða svo að orði) ættu að læra að tala annað mál. Þeir mundu eðlilega kjósa ensku. Aðrir Kan- adamenn skyldu hvattir til að lesa og tala annað mál. Allur þorrinn mundi velja frönsku. Það gæti þó eins vel verið eitt- hvert annað lifandi tungumál. Það mundi víkka sjóndeildar- hring hans. Málanám og kunn- átta í öðrum málum draga ekki úr hæfni manns til að tala sitt eigið mál. Sannleikurinn er sá, að það mundi einungis gera hon- um hægara um vik að rita og tala ensku. Oss verður oft hugs- að til granna vorra sunnan landamæranna, sem eigi þeirri „blessun“ að fagna að hafa að- eins eitt opinbert mál. Vér ætt- um að gera greinarmun á sann- kölluðum blessunum og einskær- um hagræðum. Það er hlutverk vort að finna viðunandi lausn á þessu tveggja tungna vanda- máli, láta þar hvorki skeika að sköpuðu né breikka enn bilið með því að draga skynsamlega lausn á langinn. Ég tel skaða unninn með því að gera málanám, hvort sem þar er um íslenzku, frönsku eða eitt- hvert annað mál að ræða, að til- finningamáli eða þjóðræknis- skyldu. íslenzk tunga er ágæt af sjálfri sér, höfuðmál meðal Norðurlandamála og sígild vegna bókmennta sinna. Að tala og lesa íslenzku er andlegur ávinn- ingur. Það er hvöt til að hafa vald á nýju tæki og kanna með því nýja stigu sjálfum sér til fróð- leiks og yndisauka fremur en maður sé þar einungis að rækja jjóðræknisskyldu eða gerast „góður íslendingur“. Ég legg að- eins til, að örlítið verði breytt um orðalag og áherzlur og leit- að nýrra aðferða við að fá unga fólkið til að bæta íslenzkunni á námsskrá sína, sem þegar er of- hlaðin fyrir. Fátt ætti að vera hinum yngri meiri hvöt til að kynna sér ís- lenzka sögu, tungu og bókmennt- ir en sú staðreynd, að háskól- inn hefur tekið íslenzk fræði á kennsluskrá sína og með námi þeirra öðlast þeir þekkingu og skilning á merkilegri fortíð, sem þeir eiga fyrst heima á íslandi í 1000 ár og síðan hér vestra um 80 ár. Ýmislegt fleira kemur að sjálf- sögðu til greina og getur orðið til að örva, ég nefni aðeins námsstyrk við Háskóla íslands í Reykjavík, því að ég veit, að uppi er ráðagerð um slíkan styrk. Þessu næst vildi ég minnast á verkefni, er Þjóðræknisfélagið ætti að láta til sín taka, og það er að halda úti íslenzku viku- blaði og styrkja það á þann hátt, sem það á skilið. Ég hef áður gert nokkra grein fyrir skoðun- um mínum á þessum efnum og fjölyrði því ekki um þær hér. Tvö íslenzk vikublöð hafa ver- ið gefin hér út um langt árabil og það reynzt kleift vegna stuðn- ings fáeinna einstaklinga og sér- stakrar fjárveitingar íslenzku ríkisstjórnarínnar. Áskrifta- gjöldin hafa numið 25% kostn- aðarins, auglýsingar um 50%. Mér virðist sem Þjóðræknisfé- lagið hljóti að miklu leyti að standa eða falla með íslenzku blaði. Þar veitir hvort annað sem hönd hendi eða fótur fæti. Ég get ekki ímyndað mér, að félagið lifði lengi, eftir að blöð- in væru úr sögunni. Þetta er augljóst mál, og það mundi koma sér vel, ef Þjóðræknisfélagið skipaði nefnd til að athuga, hvernig bezt yrði tryggð útgáfa íslenzks vikublaðs, blaðs, sem megnaði að halda málum vorum gangandi, hvort sem það yrði málgagn félagsins eins eða það hefði víðara svigrúm. í 20 ár eða lengur hef ég lesið íslenzku vikublöðin, sumt af þeim upphátt, og með því reynt að halda í, þó að ekki væri nema framburðinn, og heyrið þið nú árangurinn af því. Ég ætla að drepa á enn eitt atriði, er vert væri að rannsaka á þessu stigi: Ættu hinir ýmsu aðilar, sem vinna að íslenzkum áhugamálum, að sameinast og mynda ein allsherjar samtök. Færi vel á, að fulltrúar nokkurra helztu félaganna kæmu saman og ræddu um, hvernig bezt yrði komið á nánari samvinnu í þeim málum, er alla varða. Hin ein- stöku félög mundu halda sér eftir sem áður, en aðeins betri árangur nást, þegar þau öll væru samtaka. Aðalfélagið gæti heitið: Félag íslendinga í Norður- Ameríku, The Icelandic Society of North America. Ný samtök sem þessi, með víðan verkahring, bæði meðal íslenzku- og enskumælandi manna og kvenna, yrðu vís til að tengja frekari vináttubönd ungu kynslóðarinnar heima á íslandi og frænda þeirra hérna megin hafsins. Ég nefni eitt at- riði af mörgum, er stuðla mætti að og ég hafði nokkur kynni af, er ég var á íslandi 1948: íslend- ingar hafa mikinn hug á skóg- rækt, en í þeim efnum eigum vér marga áhugamenn. Þarna mætti koma á samvinnu, er af kynni síðan að spretta margt gott. Vér getum litið á þessi mál frá enn öðru sjónarmiði. Sú staðreynd, að ísland, í fyrsta lagi telst til Sameinuðu þjóð- anna og er meðlimur í Atlants- hafsbandalaginu og ennfremur í þjóðbraut og einn helzti við- komustaður á flugleíðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku, hefur beint athygli æ fleiri manna hér vestra að ættlandi voru, þeirri þjóð, er byggir það, sögu hennar og sérstöðu. Vér vitum það af reynslu, að hug- myndir Ameríkumanna um ís- land og Islendinga eru oft æði óljósar, enda misjafnar heim- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.