Lögberg - 26.06.1952, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚNÍ, 1952
5
vwvvvw*
Það er ekki hægt að tilgreina
neinar reglur, sem hæfi öllum
til bóta. Það er svo misjafnt sem
menn hafa vanist, eða hvað þeim
fellur, um hitastig í svefnher-
bergjum, gerð rúmfatanna, loft
IWCNNA ræstingu eða þessháttar. Flestir
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Roberi Coughtan:
HVERNIG MÁ RÁÐA BÓT Á SVEFNLEYSI MANNA?
Svefnþörfin virðist fylgjast með sveiflunum á líkamshilanum
Svefnleysið hefir aldrei orðið'
neinum að bana. En það er
þreytandi eins og blóðleysi og
óþægilegt eins og að hafa fótinn
í gibsumbúðum. Og það er nú
svo einkennilegt, að svefnleysi
er sjálft undirrót svefnleysis.
Sá sem er svefnlaus að jafnaði
gengur að hvílu sinni áhyggju-
fullur og vakir næstu klukku-
tímana, einmitt af því að hann
er hræddur um að svo muni
fara.
Enginn veit í raun og veru
hvað svefn er, né heldur hvað
orsakar hann og hvers vegna
hans er þörf. En svefninum má
lýsa.
Þegar maðurinn hefir hvílzt
stutta stund (ef til vill 30 mín.)
rennur á hann dvali — hann er
milli svefns og vöku. Honum
finnst hann „fljóta“ eða vera
laus við líkamann. Ef vel geng-
ur hverfa allar skynjanir og
maðurinn líður inn fyrir landa-
mæri vitundarleysisins. Þarna
er aðeins um nokkrar sekúndur
að ræða, en jafnskjótt verður sú
breyting á, að orkusveiflur heil-
ans (örsmáar raföldur) flytja
upptök sín um set, frá hnakkan-
um og fram í höfuðið. Dr. Mary
Brazier við aðalspítalann í
Massachusett uppgötvaði þessa
breytingu síðastliðið ár. Engin
skýring er þó enn fengin á því,
hvers vegna hún fer fram. Það
var mikill sigur að uppgötva
þetta, því að hingað til hefir það
háð þeim, sem fengust við rann-
sóknir á svefninum að þeir vissu
ekki nákvæmlega hvar var
markalínan milli svefns og vöku.
Einkenni svefns
Þegar orkusveiflur heilans
hafa breytt um upptök er Svefn-
inn kominn og honum fylgir dul-
arfull breyting. Sá sem sefur
andar hægt. Augun ranghvolf-
ast. Fingur hans kólna en tærn-
ar hitna. Skynjanir hverfa. Blóð-
ið hverfur ekki á burtu frá heil-
anum, eins og almennt er álitið,
en blóðþrýstingur lækkar hratt
og verður minnstur um það bil
þrem klukkustundum eftir að
svefn hefst. Starfsemi hjartans
hægist, en örfast aftur og nær
hámarki eftir 2 eða 3 klukku-
tíma, hægist svo aftur og er
minnst hér um bil 4 klukku-
stundum síðar.
Líkamshitinn lækkar um 1 til
1% gráðu á Fahrenheit. Maður-
inn liggur fyrst kyrr, en brátt
fer hann að hreyfa sig — hann
hreyfir handlegg eða fót, síðan
byltir hann sér alla vega. Þegar
hann vaknar um morguninn get-
ur hann sagt í fullri einlægni, að
hann hafi „sofið eins og steinn.“
En sá, sem athugar hann, að
hann hefir hreyft sig marsinnis
— frá 20 sinnum allt að 60 sinn-
um. Það er hægt að „sofa eins og
steinn," en aðeins þegar menn
hafa verið svæfðir eða þeir eru
dauðadrukknir, eða andlega van-
heilir.
Eftir skamma stund fer svefn-
inn aftur að breytast og fer það
eftir því, hversu lengi maðurinn
þarf að sofa venjulega. Svefn-
inn verður léttari, vitund gerir
vart við sig, dofnar og vaknar á
ný. Orkusveiflur heilans flytjast
um set — maðurinn er vakandi.
Hann geispar ef til vill og andar
þá að sér súrefni, þar með
minnkar kolsýra sú er safnast
hafði fyrir í líkama hails, við
langvarandi hreyfingarleysi í
svefninum.
Þetta er þá eðlilegur svefn,
sem endurnýjar og endurnærir,
— hann er þrá og takmark hins
svefnlausa. Hvers vegna er oft
svo erfitt að fá að njóta hans?
/
Aðeins maðurinn þekkir
svefnleysi
Yfirleitt má segja, að svefn-
leysi sé það verð sem maðurinn
borgar fyrir það að vera orðinn
maður. Anamaðkar, froskar,
birnir og jafnvel apar, þurfa ekki
að glíma við svefnleysi og ung-
börn sjaldan. Þessi lægri lífs-
form skortir þá vitsmuni, sem
hafa svefnleysi í för með sér —
sökum þess að heilabörkur
þeirra er ekki eins háþroskaður
og hjá fullorðnum manni.
Þegar frá eru taldar ýmis-
legar líkamlegar orsakir, svo
sem veikindi eða einhverjar
truflanir á starfsfærum líkam-
ans, er orsök svefnleysis oftast
eins og hin sama — áhyggjur —
með öllum sínum orsökum og
afleiðingum. — Oftast eru það
og áhyggjur eða kvíði, sem or-
saka martröð eða næturhræðslu
hjá börnum, og tíðust orsök er
þetta til þess að menn ganga í
svefni og tala upp úr svefni.
Lækmngin er því auðsæ: Hún
er sú að varpa af sér áhyggjun-
um, sérstaklega undir háttatím-
ann.
En það er hægara sagt en
gjört. Þeir sem af svefnleysi
þjást, andvarpa nótt eftir nótt:
„Það vildi ég, að ég gæti hætt
að hugsa.“ — Til eru þó ráð, sem
reyna má að nota.
Ráð við svefnleysi
Það er þá fyrst að beina huga
sínum viljandi á burtu frá því
sem áleitið er, hugsuninni um
einkamál sín og viðfangsefni.
Snúa hugsuninni frá vandkvæð-
um sínum í ástamálum, til dæm-
is, að hugsa heldur um eitthvað
sem fjarlægt er og óviðkomandi,
svo sem blóm eða fugla. Jafn-
framt verða menn að slaka á
öllum vöðvum, afmagna sig.
Þetta er þó ekki hægt að gjöra
til fullnustu, enda ekki nauðsyn-
legt. (Vitanlegt er að menn geta
sofnað við akstur og örþreyttir
hermenn sofna jafnvel á gangi).
En sá sem er svefnlaus verður
að afmagna sig eftir beztu getu
og sérstaklega verður hann að
lina alla vöðva á höfði, hálsi og
brjósti. Ástæðan er sú, að mikll
hluti af heilanum helgast bend-
ingum til þessara vöðva og frá
þeim. Næst augnvöðvunum
verður að hafa mesta gát á vöðv-
um þeim, er stjórna málinu. —
Hæfileikinn til að hugsa er ná-
tengdur þæfileikanum til að
tala. Það er því nær ómögulegt
að viðhalda samhangandi hugs-
un, án þess að starfsemi fari
fram í raddvöðvunum. (Hún er
örsmá að vísu en þó mælanleg).
Þar af leiðir, að ef linaðir eru
starfsvöðvar málfærisins, hindr-
ar það hugsunina og hún verður
að gefast upp. Bezta ráðið til
þess, er að láta neðri kjálkann
hanga niður máttlausan og láta
allt andlitið verða sljótt og mátt-
laust, eins og sinnulaust.
Þarf aefingu
Tómur hugur og magnvana
líkami eru því þjónar svefnsins.
Þetta fæst með æfingu og þó
ekki auðveldlega. Sumir hafa
þurft að stunda það af kostgæfni
langa hríð. Því til stuðnings má
nota friðandi lyf og getur þetta
verið gagnlegt bæði fyrir þá,
sem sofa slitrótt og eins fyrir þá,
sem eru svefnlausir.
sofa betur einir. Þegar fólki er
ráðið frá því að liggja á vinstri
hliðnni eða „hjartahliðinni," þá
er það eins og hver önnur bá-
bilja, því að hjartað er hér um
bil í miðjum bolnum ofan til og
oft veltir sofandi maður sér á
vinstri hlið. Hafi maðurinn eðli-
lega meltingu getur það verið
gott fyrir hann að fá sér væna
májtíð rétt áður en hann fer að
sofa og sumum þykir jafnvel
gott að fá sér bolla af góðu kaffi
undir svefninn, — það örvar
meltingarstarfsemina. Ef mönn-
um finnst þeir hafi gagn af að
fá sér bita, lauga sig og hlusta
á hljómlist svo sem 15 mín. áður
en þeir ganga til náða, þá er
rétt að reyna það.
Konur sofa oft beiur
Konum veitist auðveldara
MINNINGARORÐ
Guðrún Björg Johnson
F. 26. apríl, 1887 — D. 10. febrúar. 1952
en
að
körlum að fá nægan svefn,
nokkru leyti sökum þess að þær
eiga við færri vandamál að
stríða. — Einnig er það þeim til
hjálpar að þær viðhafa alls kon-
ar undirbúning undir svefninn,
þær bera smyrsl á andlit sín,
bursta hár sitt og dunda við
ýmiskonar snyrtingu. Þetta leið-
ir hugann að svefni og hvíld og
hefir sín áhrif. Umhugsunin um
rúmið hefir svipuð áhrif og ætti
fólk því ekki að lesa í rúminu —
allra sízt glæpasögur.
Gott er að temja sér að fara í
rúmið á vissum tíma, einnig að
hafa fótaferð á vissum tíma. Það
má alveg eins vera: Seint í rúm-
ið og seint á fætur, eins og hitt.
En aðeins að því sé fylgt eftir.
Astæðan er sú að ölluíh hentar
ekki sami svefntími. Læknar
hafa um áraskeið verið að at-
huga þetta, þeir hafa séð að lík-
amshitinn hækkar ýmist eða
lækkar á hverjum sólarhring.
Mismunurinn getur verið eitt
stig, eða dálítið meira og þegar
líkamshitinn lækkar er það
hentugt að fara að sofa. Og með
því að koma á viSsum háttatíma
geta menn komið því á að lík-
amshitinn lækki á vissum tíma.
Eftir margra mánaða lasleika,
andaðist Guðrún Björg Johnson,
kona Páls S. Johnson, í Baldur,
Manitoba, 10. febrúnar, 1952. Og
þó að umgetning um andlát
hennar hafi birzt í blöðunum,
hefir engin æfiminning um hana
komið á prent. Þessi örfáu
minningarorð eiga, þess vegna,
að bæta það upp, þó að vitað
sé að þau verði engan veginn
fullnægjandi né geri henni þau
skil sem vera ætti.
Guðrún sál. var dóttir Jó-
hanns Jónssonar og Gróu Eiríks-
dóttur, seinni konu hans, og var
hún ein af fimm systkinum alls,
en af þeim eru nú tvö dáin og
þrír bræður eftir. Þeir eru: —
Tryggvi, Kári og Jóhann. Syst-
ir hennar, Una, dó árið 1934.
Hún var gift Kristjáni Skardal.
Tvo hálfbræður misti hún, Jón
og Þorstein, af fyrra hjónabandi
móður hennar, og tvær hálf-
systur, dætur föður hennar af
fyrra hjónabandi. Önnur þeirra
var Gunnlaug, gift Jóni Stefáni
Björnssyni, og hin var Þorbjörg,
sem dó fyrir mörgum árum, árið
1890.
Faðir Guðrúnar var ættaður
frá Suður-Þingeyjarsýslu, en
móðir hennar var ættuð frá
Jökuldal. Jóhann, faðir Guðrún-
ar, kom vestur um haf árið 1880
með dætrum sínum tveimur.
Hann vann um skeið í Winni-
peg en fluttist síðan til Baldur-
bygðar og bjó þar á landi norð-
vestur af Baldur til dauðadags.
Gróa, móðir Guðrúnar, fluttist
vestur um haf einu ári seinna,
og settist að á landi, sem maður
Sveiflur líkamshilans
Þessar sveiflur í líkamshitan-
um eru ólíkar með mönnum. Hjá
sumum mönnum hækkar líkams
hitinn jafnskjótt og þeir vakna
og þeir spretta upp þegar og
fram úr rúminu. Það eru „morg-
unmennirnir." Líkamshiti þeirra
hækkar smátt og smátt og á há-
degi eru þeir „í essinu sínu.“
Skömmu síðar fer líkamshiti
þeirra að lækka og þeir eru þá
ekki eins fullir af fjöri. Líkams-
hitinn smá lækkar og snemma
að kvöldi tekur þá að syfja.
„Kvöldmaðurinn“ er öðru vísi.
Líkamshiti hans nær ekki há-
marki fyrr en síðdegis. Þá er
hann „upp á sitt bezta.“ Á
morgnana er hann daufur, treg-
ur til að fara á fætur og stund'
um önugur. Þegar morgunmað-
urinn er orðinn syfjaður, er
kvöldmaðurinn glaðvakandi og
vinnur hvað bezt. Dr. Kleit-
mann, lífeðlisfræðingur, hefir
um 30 ára skeið kynnt sér svefn-
inn og segir að eðlilegur svefn-
tími manna fari eftir líkamshita
seirra, hvenær hann sé lægstur.
Það er orðtak hans að „líkams-
íitinn hafi eyðilagt fleiri hjóna-
bönd en skaphitinn.“
víst er um það að þreyta getur
verið svo mikil að hún standi
mönnum fyrir svefni. Dr. Keit-
mann hefir með rannsóknum
sínum komizt að því að vinnu-
fjör manna er minnst eftir
svefninn og á það vitað, hvern-
ig svo sem þeir eru að öðru
leyti. Það er því ekki ástæða
til að halda að svefninn hreinsi
burt eitur. Menn geta sofnað þó
þeir séu óþreyttir — ef þeir að-
eins afmagna sig nægilega. En
„holl þreyta“ getur verið stuða
ingur að því.
Svefnlyf ættu menn ekki að
nota — ekki nema læknirinn
skipi svo fyrir. Þau geta orðið
að vana og er þá oft illt að venja
sig af þeim.
réttarland í Saskatchewanfylki,
langt frá járnbraut en kom brátt
aftur og settist að í Baldurbygð,
og að undanteknum þremur ár-
um hefir hann búið þar síðan.
Um þriggja ára skeið bjó hann
og Guðrún norðvestur af Sel-
kirk. En frá árinu 1919 bjuggu
þau á landi sínu átta mílur norð-
vestur af Baldur. Þar ólust upþ
börn þeirra og þar búa synir
þeirra nú, en þeir hafa bætt við
sig nokkru landi síðan.
Guðrún sál. og Páll eignuðust
þrjú börn, tvo syni og eina
dóttur. Dóttir þeirra, Aurora
Laufey útskrifaðist í hjúkrunar-
fræði við General Hospital í
Winnipeg, en skömmu seinna
lagðist hún í banvænni veiki og
dó stuttu síðar, árið 1936. Hún
var hin myndarlegasta og mikil
hæfileika kona og sótti marga
mannkosti móður sinnar. For-
eldrar hennar tóku það mjög
nærri sér þegar þessi unga, fríða
og hæfileika stúlka dó. Bræð-
urnir eru: Herman Aðalsteinn
og Elmer Marino. Barnabörnin
eru alls sex.
Guðrún Björg hafði ekki náð
háum aldrei eftir því sem vér
mælum aldur. Hún var aðeins
sextíu og fjögra ára. En hún var
búin að þjást lengi. af þeirri
veiki, sem varð henni að lokum
að bana. Hún dó 10. s.l febrúar
mánuð. Jarðarförin fór fram
þann 15 s. m. og var Guðrún
lögð til hvíldar í umhverfi og
meðal margra vina, sem hún
hafði lengi þekt. Nú eru allar
gátur ráðnar, og hún hvílir í
friði til eilífðar.
Hér í þessurh heimi býr hver
okkar ekki nema örfá ár. Aldur
jafnvel hinna elztu manna, er
ekki nema eins og augnablik í
eilífðinni. Á þeim stutta tíma
ættum vér öll, eins og hún vildi,
að geta lifað í friði hver við ann-
an, og hver leitað öðrum hins
hæsta og bezta, sem þessi heim-
ur getur veitt. En það gera menn
oftast ekki. Það sá hún og skyldi
og tók því oft sárt.
Minnig hennar lifir í þessari
hugsun um kærleika til mann-
anna og í þeirri hugsun hlýtur
hún blessun Guðs.
Kveðjuathöfn fór fram í Bald-
febrúar.
Guðrún Björg Johnson
hennar hafði numið, en hann
hafði komið vestur nokkru fyr.
Þau áttu tvo syni, eins og áður
er getið, Jón og Þorstein. Hinn
síðarnefndi dó í Winnipeg 1910,
en Jón dó 1911.
Stuttu eftir að Gróa kom til
þessa lands misti hún mann
sinn, og þá nokkru seinna
giftist hún Jóhanni Jóns-
syni, sem var ekkjumaður. Þau
bjuggu góðu búi í grend við
Baldur, en þó urðu kjör þeirra
oft þröng og erfiðleikar eftir því,
eins og landnemarnir urðu flest-
ir að venjast. Þau eignuðust
fimm börn, eins og áður er nefnt,
tvær dætur og þrjá syni.
Guðrún Björg ólst upp í Bald-
ur bygðinni og varð snemma að
taka á sig byrðar landnámsár-
anna, en lærði frá móður sinni
þolinmæði og ástundunarsemi,
sem urðu henni oft stoð og
stytta er erfiðleikar þrengdu
að, og ekki sízt er tregleiki
manna gerði vart við sig að sjá
eða viðurkenna hina betri leið
framfara eða framtakssemi í
anda kærleika og mannúðar
Foreldrar Guðrúnar voru víð-
sýn í anda og skilningsgóð
flestu. En þau urðu oft að vinna
baki brotnu eins og gerðist til
að sjá um sig og sína og gafst U1^ febrúar. Séra Philip M.
Pétursson flutti kveðjuorðin.
Mrs. Elma Gíslason söng lag,
Vinnu skal haga eflir
líkamshita
Dr. Kleitmann heldur því
fram að menn vinni bezt meðan
líkamshitinn sé hár og veiti þá
bezt þreytunni viðnám. Sé því
bezt að haga vinnu sinn eftir
því.
Því hefir verið haldið fram, að
þreyta skapaði eitur í blóðinu,
sem lamaði heilann og væri
nauðsyn á svefninum, til að
hreinsa þetta úr líkamanum.
Hins vegar hefir enginn fundið
þetta eitur í blóðstraumnum. En
Svefnþörf minnkar árlega
Maður, sem þjáist af sveifn-
leysi, ætti að reyna þau ráð, sem
hér er bent á. Og með nægilegri
viðleitni ættu þau að koma hon-
um að gagni. — Það er almennt
álitið, að oflítill svefn sé eyði-
legging, andleg og líkamleg. En
það er því nær vissa að svo er
ekki. Reynslan sýnir að langvar-
andi svefnleysi hefir engin
greinileg áhrif á lífræðilega
starfsemi líkamans. — Menn
geta starfað vel um hríð við and-
lega og líkamlega vinnu, þó að
þeir sofi lítið, en þegar lengi
þarf að starfa segir þreytan til
sín.
Ekki er hægt að segja til um
það hversu lengi menn þurfi að
sofa. Það fer eftir aldri, heilsu
og því hvert starfið er. Rann-
sóknir sýna að svefnþörfin
minnkar árlega frá barnæsku til
elli. Fimmtugur stærðfræðingur
þarf þó að líkindum meiri svefn
en 25 ára gamall maður, sem
vinnur erfiðisvinnu. Ef Pétri
líður vel eftir þriggja tíma svefn,
þá þarf hann ekki meira að sofa.
Ef Páll er miður sín eftir átta
tíma svefn, þá þarf hann að lík-
indum meiri svefn.
Maður, sem sefur illa getur þó
ætíð hvílzt, hann getur varpað
af sér áhyggjum og látið líða
úr sér og getur starfað þrátt fyr-
ir lítinn svefn. Honum líður ef
til vill ekki vel. En það eitt hefir
svefnleysið í för með sér.
—VISIR
þeim því lítið tækifæri til að
njóta bóka eða annarar fræðslu
að eins miklu leyti og þau hefðu
æskt. En þó var furða hvað þau
gátu áorkað á þeirri braut sér til
upplyftingar og skemtúnar. En
Guðrún ólst upp við þann anda,
sem á heimilinu ríkti, að leita
altaf fram, að leita hins bezta
og fullkomnasta og fegursta, að
lifa í voninni um að alt færðist
inn á betri veg og að mannkynið
í hinum víðara heimi lærði með
tímanum að lifa í friði, og það
viðurkpndi ekki aðeins rétt
hvors annars en líka þarfir allra
til að þroskast sálarlega auk
hins efnalega. Með því hlyti að
vaxa skilningur, umburðarlyndi
og kærleikur, sem aldrei getur
verið of mikið af í þessum heimi.
í októbermánuði árið 1909
giftist Guðrún eftirlifandi manni
sínum, Páli S. Johnson. Hann
var fæddur á Kirkjubæ, vestan
megin við Winnipegvatn, 17.
október 1883. Hann hafði alist
þar upp og fór snemma að vinna
fyrir sér við landbúnað og fisk-
veiðar. Hann fékk snemma að
kenna á frosthörkum vetrarins
úti á vatninu og vetrarbyljum.
Árið 1911 tók Páll sér heimilis
sem var uppáhaldssöngur hinnar
látnu, “Whispering Hope”. Jarð-
sett var í grafreit Baldur bygðar.
Það er bæn allra, sem þektu
hina framliðnu, að blessun Guðs
megi hvíla yfir minningu henn-
ar, þessarar góðu og heiðarlegu
konu.
—Ónefndur
COOK BOOK
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Ruth BárdaL
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sími 929 037
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK