Lögberg - 10.07.1952, Blaðsíða 7
i-OGBERG, FIMTUDAGIWN. 10. JÚLÍ, 1952
7
Æviferill skjaldbökunnar
Vísindamenn segja að um 300
tegundir af skjaldbökum séu til.
Þær skiptast aðallega í þrjá
flokka, landskjaldbökur, vatna-
skjaldbökur og sæskjaldbökur.
Munurinn á þeim er geysimikill.
Landskjaldbökur eru yfirleitt
litlar, 8—14 þumlunga á lengd
og eru með klær á hverjum
fæti. Sumar vatnaskjaldbökur
eru mikið stærri, en sæskjald-
bökurnar eru langstærstar og
geta orðið risavaxnar. Þær eru
með hreyfa eða bægsli.
Einna stærstar eru skjaldbök-
ur þær, sem hafast við hjá
Galapagoseyjum. Þær geta orðið
um 8 fet á lengd og þær stærstu
vega allt að 1500 pund. Kjötið
af mörgum skjaldbökum þykir
hið mesta lostæti og eins egg
þeirra, því að þær verpa eggjum,
en ala ekki unga. Landskjald-
bökur verpa 6—10 eggjum í senn
einu sinni á ári, en vegna þess
að miklu meiri vanhöld verða
á afkvæmum sæskjaldbakanna,
verpa þær 90—150 eggjum í senn
þrisvar eða fjórum sinnum á ári.
Flestar alætur og rándýr, bæði
á sjó og landi, sækjast mjög eftir
skjaldbökueggjum og maðurinn
er þar ekki barnanna beztur.
Einkum sækist hann eftir eggj-
um sæskjaldböku, því að í þeim
er fituefni og úr því er unnin
hin tærasta og bezta olía, notuð
til þess að smyrja hin fíngerð-
ustu mælitæki, svo sem úr.
Skjaldbaka dregur nafn sitt af
því, að hún er með skel á bak-
inu og getur skriðið inn í hana
og falið sig þar, ef hún verður
hrædd. Á kviðnum er önnur
skel, sem fellur alveg að hinni
þegar skjaldbakan hefir dregið
inn fætur og haus, svo að hún
er þarna í lokuðu og öruggu
hylki. Bakskelin er samansett af
13 skeljum og mörgum rand-
skeljum, sem allar vaxa með
aldrinum og má á þeim sjá hvað
skjaldbaka ner gömul, líkt og
telja má aldur kinda á hornrák-
unum. Djúp rák markar hvern
vetur, en á sumrum eru „horna-
hlaup“ á skjaldbökunni eins og
kindum. Skeljar af mörgum
skjaldbökum eru eftirsóttar og
eru smíðaðir úr þeim alls konar
gripir. Það er hægt að gljáfægja
þær og þær eru með alla vega
fallegum mislitum rákum. Eru
þær því notaðar í fína hár-
kamba og skrautgripaskrín og
einnig til þess að smella inn í
skrautleg húsgögn.
Skjaldbökur eiga langan feril
að baki sér. Af þeim hafa fund-
ist steingjörvingar, sem eru að
minnsta kosti 175 milljón ára
gamlir. Austur í Indlandi fannst
steingjörvingur af hinni lang-
stærstu landskjaldböku, sem
sögur fara af. Skelin á henni
hefir verið 7 fet á lengd og 3 fet
á hæð. Af þeim steingjörving-
um, sem fundizt hafa, má sjá,
að skjaldbökur hafa verið út-
breiddar um allan heim nema
pólhéruðin aftur í grárri forn-
öld. Enn í dag eru þær til í öll-
um löndum þar sem ekki koma
harðir vetur. Víða er margs
konar hjátrú í sambandi við
þessar einkennilegu skepnur.
Þannig héldu margar Asíuþjóð-
ir fyrrum, að jörðin hvíldi á bak-
inu á afar stórri skjaldböku.
----☆-----
Hér á Islandi hafa skjaldbök-
ur aldrei verið til, nema ein og
ein, sem flutt hefir verið hingað
til gamans. Þess vegna þekkja
menn hér ekki lifnaðarháttu
þeirra. Vér skulum því rekja í
stuttu máli æviferil einnar
skjaldböku og veljum til þess þá
tegund landskjaldböku, sem
nefndist „terrapane carolina.“
Það er einhverntíma á björt-
um vormorgni. Nóttin hefir ver-
ið köld, en nú er sólin komin
upp og skín glatt og geislar
hennar lífga allt og verma. Undir
laufhrúgu úti í skógi hefir
skjaldbakan valið sér náttstað.
Hún finnur nú hvernig ylur sól-
arinnar læsist í gegn um lauf-
hrúguna og jafnframt færist þá
líf í hana. Hún fer að kvika og
brátt skríður hún upp úr lauf-
bingnum.
Kuldinn er versti óvinur henn-
ar eins og allra skriðdýra. Hún
er með „köldu blóði“ og líkams-
hiti hennar lækkar því og hækk-
ar eftir því hvert hitastig er úti.
Hún á ekki því láni að fagna,
eins og önnur spendýr og fugl-
ar, að blóð hennar sé heitt og
haldi stöðugt sama hitastigi.
kuldinn lamar hana og gerir
hana stirða og lítt færa um að
hreyfa sig. En eftir að hún hefir
látið sólina skína á sig um stund,
færist líf í hana. Hún fer að
skima í kring um sig og sér þar
nokkra sveppi. Þar getur hún
fengið sér morgunverð. Hún
skríður að sveppunum og nartar
í þá. Engar tennur hefir hún og
getur því ekki tuggið. En brún-
irnar á skoltum hennar eru úr
hörðu beini og hárhvassar, og
neðri skolturinn fellur nákvæm-
lega upp í efri skoltinn. Skolt-
arnir eru því eins og skæri og
þannig klippir hún matinn ofan
í sig og gleypir hvern bita. Svo
sér hún máske nokkra ána-
maðke vera að skríða rétt hjá
sér. Þá þættir hún við sveppana
og ræðst á maðkana, því að þeir
eru sælgæti í hennar munni.
Nú gerist hún þyrst, því að
skjaldbökur þurfa að drekka
mikið. Hún fer því þangað sem
hún veit af polli, skríður út í
hann, teygir fram álkuna og
opnar ginið svo að vatnið geti
runnið niður í kokið. Hún drekk-
ur ekki eins og aðrar skepnur,
en það má sjá á því hvernig
hálsinn á henni belgist út hvað
eftir annað, að hún er að kyngja.
Þegar þessu er lokið skreiðist
hún upp úr vatninu aftur. Og
nú er eins og eitthvað nýstár-
legt hvarfli að henni. Einhvers
staðar í meðvitund hennar bólar
á því, að nú sé ástarævintýrið,
sem að hún lenti í hið fyrra
sumar, að bera ávöxt. Hún hafði
þá verið ein á rölti að leita sér
fæðu. Þá mætti hún allt í einu
bjarteygum og fallegum „herra“.
Hann slóst í för með henni dá-
litla stund. Svo fór hann allt í
einu að bíta í kollinn á henni
og lappirnar til þess að fá hana
til að staðnæmast. Og svo gerð-
ist ævintýrið og að því loknu
skildu þau og sáust aldrei
framar.
Allan veturinn hafði hún leg-
ið í dvala. Hún hafði um haustið
grafið sér híði undir trjárótum,
grafið svo djúpt að frostið næði
henni ekki. Þarna hafði hún svo
lagst til vetrarsvefns. Um leið
hættu öll líffæri hennar að
starfa og þarna lá hún grafkyrr
í sex mánuði, meðan snjór og
hjarn þakti landið. Einskis mat-
ar neytti hún allan þennan tíma,
hún hreyfði sig ekki og það var
engu líkara en hún væri dauð.
Vorregnið seitlaði í gegn um
lauf og mold og niður til henn-
ar, og þegar sólin fór að skína
og varminn náði til hennar, þá
vaknaði hún og brölti með erf-
iðismunum upp úr gröf sinni.
Allan þennan tíma, sem hún lá
í dvala, höfðu eggin í kviði henn-
ar ekki þroskast neitt. En þegar
hún var komin á stjá tók hún
rækilega til matar síns og þá
fóru eggin að vaxa óðfluga og
voru brátt fullþroskuð. Og nú
er svo komið, að hún finnur að
hún verður að losa sig við þau.
Eftir nokkra leit velur hún
staðinn milli róta á hárri ösp.
Þar er gott að grafa og á þennan
blett skín sólin nokkra stund úr
degi. Hún fer að grafa og grefur
með afturlöppunum til skiptis
og kas-tar moldinni aftur fyrir
sig. Þetta er mikið erfiði og
reynir á þolinmæðina, því að
holan þarf helzt að vera svo
djúp, sem lappirnar ná — eða
um tvo þumlunga. — Að lokum
er hún ánægð með verk sitt og
nú byrjar hún að verpa. Eggin
koma eitt og eitt með nokkurra
mínútna millibili. í hvert skipti
sparkar hún egginu með aftur-
löppinni lengra fram í holuna,
svo að nægilegt rúm sé fyrir það
næsta. Þegar öll eggin eru kom-
in, sjö að tölu, snýr hún við
blaðinu um moldarvinnuna og
skóflar nú allri moldarhrúgunni
ofan á eggin með afturlöppun-
um. Ekki hefir henni komið til
hugar að líta á eggin. En þegar
holan er orðin full rís hún á
fætur og treður moldina sem
vandlegast til þess að sem minnst
beri á hreiðrinu. Og þegar þVí
er lokið labbar hún burt, því að
hún hefir nú rækt allar móður-
skyldur sínar.
Nú liggja eggin þarna og eru
auðveld bráð fyrir þefdýr, birni,
hunda og aðrar skepnur, sem
sækjast eftir þeim. Það er því
slembilukka ef úr þeim koma
nýjar skjaldbökur.
Ef móðirin verður seint fyrir
að verpa, eða grefur eggin ekki
nógu djúpt í jörð, er hætta á, að
vetrarfróstið nái þeim og það
verði fúlegg. En vegna þess að
þessi skjaldbaka varp svo.tíman-
lega, þá verða ungarnir skriðnir
úr eggjunum áður en vetur
kemur. Það er mikið undir tíðar-
farinu komið hve fljótt eggin
klekjast. út. Ef hitar eru, þá má
búast við að egg orpin í júní,
klekjist út í september. En
klekjist þau ekki út áður en
kuldar byrja, þá verða þau að
liggja í jörðinni allan veturinn
og ungarnir skríða þá ekki úr
þeim fyrr en vorsólin fer næst
að verma jörðina.
Egg þessarar skjaldböku eru
ofurlítið ílöng, rúmur þumlung-
ur á lengd og 3/4 þumlungur á
þykkt. Utan um þau er seig húð,
sem hægt er að teygja en illt að
rífa á meðan hún er ný. En þeg-
ar eggin fara að unga verður
húðin veikari og seinast rífa
ungarnir hana með klónum. En
þegar þeir eru lausir úr þessari
prísund, byrjar annað erfiði
miklu þyngra, að komast í ^egn
um þykkt moldarlag upp á yfir-
borðið. Og þessir litlu angar,
sem ekki eru stærri um sig en
tveggj eyringur, byrja að klóra
og klóra. Við skulum setja svo
að þeir komist upp úr gröfinni.
Sá fyrsti klöngrast yfir strá
og sprek til þess að leita sér
skýlis þar sem hann geti í ró og
næði áttað sig á þessum undar-
lega heimi, sem hann er kom-
inn í. Þarna heldur hann svo
kyrru fyrir nokkra daga. Neðan
á kviðskelinni miðri er eins og
ofurlítil tala eða nafli. í þessari
tölu eru enn leyfar af eggja-
rauðunni og á þessari næringu
lifir skjaldbakan litla fyrstu
dagana. En svo harðnar naflinn
og úr honum er ekki meira að
hafa og þá verður skjaldbakan
litla að leita sér ætis.
Fyrsta fæðan, sem hún nær í,
eru sennilega ánamaðkar. En
þegar hún stækkar fer hún að
éta ber og blöð, sérstaklega
smára. Máske finnur hún litla
sveppa, eða þá dauða mús, allt
er jafngott, því að skjaldbakan
er alæta.
Náttúran hefir skotið henni
því í brjóst, að hún sé sífellt í
hættu og þess vegna er hún í
felum fyrstu árin. En þegar hún
er orðin fimm ára er hún um
fimm þumlunga löng og er orðin
kynþroska. Og þá hefst sama
sagan aftur.
—Lesb. Mbl.
Til fróðleiks og skemmtunar
í Ijóðum og lausu móli
Vísur eftir Sigurð á Þaravöllum
I næstsíðasta blaði, á 2. síðu
þess, eru tvær vísur eftir Sigurð
Jónsson á Þaravöllum. Er mér
tjáð af kunnugum, að síðari vís-
an sé ekki alveg rétt, muni eiga
að vera þannig:
Þó hér skyggi útsýn á,
oft og sárt til finni,
mín ég fögur fagna’ að sjá
fjöll, í eilífðinni.
Mörgum mun hafa þótt Sig-
urður allkynlegur í ýmsum hátt-
um. Hann mun þó hafa verið all-
vel greindur og fljótur að svara
fyrir sig. Líklega hafa ekki marg-
ir vitað að hann var hagmælt-
ur, eins og þær vísur bera með
sér, sem hér koma fyrir almenn-
ingssjónir.
Þessa vísu gerði Sigurður um
formann sinn, er hann var út-
gerðarmaður hjá Einari Einars-
syni í Garðhúsum í Grindavík:
Mjög er fýrug formannslund,
frægð ber dýra og háa.
Þorgeir stýrir húna-hund
hafs um mýri bláa.
Þessar tvær vísur gerði Sig-
urður er hann var á tófuveiðum
með Finni á Síðumúlaveggjum:
Þó mér ferðin finnist rýr
fjalls, í breiða, salnum,
kem ég enn með átta dýr
onaf Kjarardalnum.
Oní Síðu flýtum ferð,
fjarri öllum kvíða,
kœran núna kveð ég enn
Kjarardalinn fríða.
Það mun hafa komið fyrir, að
Sigurð dreymdi, að hann gerði
vísur í svefni. Eitt sinn dreymdi
hann, að hann væri staddur hjá
Kristleifi frænda sínum og vini
á Stóra-Kroppi. Þykir honum
sem hann sé kominn út á hlað
og vera að kveðja. Um leið og
hann lítur yfir hina breiðu byggð
og blómlegu lendur, sér hann
hinn mannvænlega .barnahóp
Kristleifs, verður honum þá á
munni þessi vísa:
Hér er fagurt, bjart um bú,
blómin mörg uppalin.
Klökkur í anda kveð ég nú
kæra Reykholtsdalinn.
Þessa vísu kvað Sigurður við
Guðrúnu á Fögruvöllum, sem
Stofnað til kúabús
í Egilsstaðaþorpi
Frá fréttaritara Timans
á Héraði.
íbúar í Egilsstaðaþorpi hafa
myndað með sér samtök um
ræktun lands. Hafa verið teknir
tíu hektarar til ræktunar. Tutt-
ugu manns standa að þessum
samtökum, en fyrirhugað er að
koma sér upp kúm á næstunni
og er hafin bygging á tuttugu
kúa fjósi í því skyni.
—TÍMINN, 13. júní
þá var búin að vera blind í mörg
ár:
'Þó um stund hér sýnist svart
og sorgarél aðdregin,
þú mátt vita, að verður bjart
á veginum hinum megin.
Sú saga er sögð, að Sigurdór
Sigurðsson hafi eitt sinn skrifað
fyrripart vísu á farseðil á Fagra-
nesinu, er Sigríkur Sigríksson
var stýrimaður:
Keypti ég fyrir krónur tvær
kulda og slagvatns-fýlu.
Þessa vísu á Sigríkur að hafa
botnað:
Frekt er logið, fyrir þær
fórstu á tólftu mílu.
Þegar þessi vísa barst til eyrna
Sigurðar, gerði hann þessa vísu:
í Sigríks þanka sífellt býr
sama lista-myndin.
Jafnan glaður skilnings-skýr,
skáldmœltur og fyndinn.
Sigurður mun ekki hafa verið
neinn sérstakur prestavinur, en
hann var áreiðanlega trúrækinn
maður, eins og eftirfarandi vísur
benda eindregið til:
Dulda jafnan hef ég hlíf
og horfi af björtu geði.
Því er allt mitt langa líf
lukka og sífeld gleði.
Vel því uni, von er há,
verndar klæddur skýlu,
treysti góða aflið á,
en enga presta-grýlu.
Alls staðar finnast valin vöð,
varmi, og sífelld blíða.
Ef við treystum einn á Guð
engu þarf að kvíða.
Minn lífsglaður geng ég reit
en gatnamótum feginn,
því ég treysti, vona og veit
velferð hinum megin.
Hér er margt, sem glœður geð,
gleðin Ijómar hærri.
Allt hið bjarta blasir við,
böl er hvergi nærri.
Þessar vísur mun Sigurður
hafa gert eftir að hann var orð-
inn 75 ára:
Ég er orðinn elli-hár
af ýmsum þrautum sorfinn.
Mín eru björtu æsku-ár
öll fyrir löngu horfin.
Við mér blasir birta og vor,
bezt það gleður sinni.
Ég á aðeins örfá spor
eftir á lifsbraut minni.
Sigurður mun hafa haft ein-
hver kynni af dulrænum fyrir-
brigðum, og ef til vill hafa búið
með honum einhverjir slíkir
hæfileikar, þótt ýmsum þætti
hann fremur hrjúfur „ákomu“
við fyrstu kynni a. m. k. Eitt
sinn var hann að koma heim frá
næsta bæ í myrkri, fannst hon-
um þá ljósgeisli fylgja sér alla
leið, svo að vel sást til. Þá gerði
Sigurður þessa vísu:
Alls staðar finn ég yl og skjól,
alla frí við harma.
Þó að kvöldi og sígi sól
sé ég alltaf bjarma.
Þessar vísur kvað Sigurður í
banalegunni:
Lengur ekki orða bindst,
einn hvar ligg á dýnu.
Óðum styttist að mér finnst
að endadœgri mínu.
Þrátt fyrir það er hann lífs-
glaður og ákveðinn:
Ennþá ber ég enga sút,
eymd og þraut þó pínir.
Óðum finnst þó fjari út
fjör og kraftar mínir.
Mitt er œvi komið kvöld,
kennir á mörgu hörðu.
Beinagrindin ber og köld
bráðum leggst í jörðu.
Tvœr formannavísur
Eftirfarandi tvær vísur eru um
Guðmund Gunnarsson á Steins-
stöðum, en eftir vin hans og
æskufélaga Halldór Ólafsson,
föður Sumarliða og þeirra
bræðra:
Gunnars niður Guðmundar
gjörir liðugt stýra,
ölduriði alvanur,
auðnan styður dýra.
Vinnur dáð — vafin sið
varast bráðan amann,
man ég enn er ungir við
undum báðir saman.
■—AKRANES
Tíu íslenzkir togarar á Grænlands-
miðum, en nokkrir við Bjarnarey
Aðrir veiða á heimamiðum í salt
og fyrir frysiihúsin
Tíu íslenzkir togarar hafa að
idanförnu stundað veiðar við
rænland, og af fréttum, sem
jrizt hafa frá þeim, hefir veiðin
Eirleitt gengið vel. Tveir fyrstu
igaranna eru nú á heimleið frá
rænlandi, en það eru Júní og
lliði. Auk þeirra 10 togara, sem
unda veiðar við Grænland,
afa nokkrir togarar verið á
eiðum við Bjarnarey og á
vítahafsmiðum; bæjartogar-
rnir Jón Baldvinsson og Skúli
lagnússon, svo og Jón forseti.
Togararnir, sem eru á Græn-
landsmiðum auk Júní og Elliða,
sem nú eru á heimleið, eru
þessir: Neptunus, Marz, Aust-
firðingur, Sólborg, Pétur Hall-
dórsson, Þorsteinn Ingólfsson,
Fylkir og Ólafur Jóhannesson.
Af togurunum, sem stunda
veiðar við Bjarnaey, er einn á
heimleið, það er Jón Baldvins-
son, og er hann með fullfermi
eða 300 lestir af saltfiski og 30—
40 smálestir af mjöli.
Allir aðrir togarar eru á heima
miðum og veiða í salt eða fyrir
frystihús.
—A.B., 12. júní
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
f
Commence Your Business Traimnglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21804
695 SARGENT AV \ wTNNIPKG