Lögberg - 18.09.1952, Side 1
Phone 74-6643
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 74-6643
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
65. ÁRGANGUR ’ WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952 NÚMER 38
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands,
8. SEPTEMBER ________________
Fundur utanríkisráðherra Dan
merkur, íslands, Noregs og Sví-
•þjóðar var haldinn í Reykjavík
á miðvikudag og fimmtudag s.l.
og voru þar aðallega rædd ýmis
mál, sem verða til umræðu á
allsherjarþingi saméinuðu þjóð-
anna í haust. Samkomulag varð
um að styðja framboð Dana til
öryggisráðsins, talið nauðsynlegt
að gera virkar ráðstafanir til
þess að koma störfum allsherjar-
þingsins af á hæfilegum tíma, á-
litin brýn nauðsyn að leysa
vandamálin um upptöku nýrra
ríkja í sameinuðu þjóðirnar og
vandlega íhuga aðstoð til landa,
sem skammt eru á veg komnar í
efnahagsmálum. Einnig voru á
fundinum rædd ýmis mál í sam-
bandi við stofnun Norðurlanda-
ráðs, og ákveðið að leggja til við
þingnefndir hvers lands um sig,
að þær reyndu að koma því til
leiðar, að fyrsti fundur ráðsins
yrði haldinn í Kaupmannahöfn
í byrjun ársins 1953.
Ráðherrarnir ferðuðust um
Rangárvallasýslu í boði utan-
ríkisráðuneytisins og síðari fund-
ardaginn snæddu þeir hádegis-
verð á Bessastöðum í boði for-
setahjónanna.
☆
Nokkur síldveiði er sunnan-
lands og hefir nú verið saltað í
rúmlega 16.000 tunnur upp í
sölusamninga. Síldarútvegsnefnd
vinnur að öflun markaða fyrir
Faxasiid og hafa verið seldar um
1500 lestir til Póllands og Finnar
hafa fallist á að taka Faxasíld
upp í það sem vantaði á að full-
nægt væri fyrirframgerðum
samningum um kaup á Norður-
landssíld, en þar er um að ræða
hér um bil 30.000 tunnur. Þá
hafa verið seldar 25.000 tunnur
til Syíþjóðar, fáist innflutnings-
leyfi, og myndi hægt að selja
þangað meira.
☆
Togarar, sem voru á síldveið-
um í sumar, eru að búast á ís-
fiskveiðar, og nokkrir þeirra,
sem veitt hafa í salt við Græn-
land fara að veiða þar í ís og
leggja upp afla sinn hér til fryst-
ingar og herzlu. Allmargir togar-
ar eru í hreinsun eða viðgerð
eftir sumarið. Tveir selja í Þýzka
landi næstu dagana.
Framkvæmdir við nýju Sogs-
virkjunina ganga samkvæmt á-
ætlun. Sprengingum lauk að
mestu í júnímánuði og hefir síð-
an aðallega verið unnið að
bygginga- og steypuvinnu.
Steyptur hefir verið helmingur
stöðvarhússins og lokið er að
steypa botninn í jarðgöngunum
miklu, sem eru um 600 metra
löng. Eftir áramótin verður hægt
að byrja á uppsetningu fyrri
túrbínunnar. Loks hefir verið
unnið að stíflugerð í sumar og
lýkur aðalverkinu eftir rúman
mánuð. 1 vetur verður haldið á-
fram að steypa innan í jarðgöng-
in og unnið að frágangi og upp-
setningu véla. Vonir standa til
þess að tvær vélasamstæður
verði tilbúnar til raforkufram-
leiðslu næsta sumar, og er ráð-
gert að tveir til þrír mánuðir líði
á milli þess að þær verði teknar
í notkun. Hvor vélasamstæða
framleiðir 15.500 kílóvött. Hin
þriðja verður sett upp seinna,
er henta þykir. — Mikið af orku
þeirri, sem pýja stöðin framleið-
ir á að ganga til áburðarverk-
smiðjunnar, en smíði hennar
hófst í vor og hefir gengið vel.
Upphaflega var svo ráð fyrir
gert, að áburðarverksmiðjan
gæti hafið framleiðslu seinni
hluta næsta árs, en stálverkfall-
ið í Bandaríkjunum tefur eitt-
hvað afgreiðslu véla, en hverju
það munar, verður þó ekki sagt
að svo stöddu. — Aðalhús verk-
smiðjunnar er vatnsefnisverk-
smiðjan og er gólfflöturinn þar
2000 fermetrar. Hús þetta er full-
steypt. Ennfremur er búið að
steypa upp annað verksmiðju-
hús, og undirstöður áburðar-
blöndunarhússins. Þá er og lokið
smíði verkstæðis og geymslu-
húss og bráðlega verður byrjað
á skrifstofuhúsinu. Loks hefir
verið grafið fyrir grunnum
vatnsefnis- og köfnunarefnis-
geyma og langt er komið að
steypa aðalfrárennsliskerfi verk-
smiðjunnar.
Vélsmiðjan Héðinn hefir smíð-
að diesel-hreyfil, hinn fyrsta sem
gerður hefir verið hér á landi.
Hreyfill þessi er 12 til 15 hest-
afla og hentugur til ljósa- og
súgþurrkunar í sveitum og í
Framhald á bls. 4
Merkur íslendingur fallinn í val
Síðastliðinn sunnudag lézt á
Deer Lodge hermannaspítalan-
um hér í borg Baldur H. Olson
læknir, fæddur í Winnipeg 2.
apríl 1888. Hann lauk stúdents-
prófi við Wesley College 1911,
en útskrifaðist í læknisfræði af
Manitobaháskólanum 1915. For-
eldrar hans voru þau Haraldur
Olson heilbrigðisfulltrúi í þess-
ari borg og frú Hansína Olson,
sem nú dvelur á heimili aldraða
fólksins Betel á Gimli.
Baldur læknir kvæntist 16.
apríl 1916 eftirlifandi ekkju
sinni Sigríði Jónsdóttur (Thor-
geirsson) glæsilegri ágætiskonu,
er urn langt skeið heillaði hugi
samferðasveitar sinnar með
tærri og hreimfagurri rödd
sinni; auk ekkjunnar lætur
Baldur eftir sig fjögur mann-
vænleg börn, tvo sonu og tvær
dætur.
Baldur læknir var gáfumaður,
skáldmætlur og söngvinn, þótt
hitt væri meira um vert hvílíkur
Dr. Baldur H. Olson
mannkostamaður hann var, og
hve prúðmenskan jafnan auð-
kendi dagfar hans.
Baldur læknir á það inni hjá
íslenzka mannfélaginu vestan
hafs, að minningu hans verði
haldið á lofti.
Útför þessa ágætismanns fór
fram frá fyrstu lútersku kirkju
í gær. Séra Valdimar J. Eylands
flutti hin hinztu kveðjumál.
Richard H. Tallman
Kjörinn í
ábyrgðarstöðu
Þessi ungi dugnaðar og áhuga-
maður lauk í sumar Actuary
prófi og hefir verið kjörinn
Fellow of the Society of Actu-
aries í Bandaríkjunum; hann
er búsettur í Minneapolis og
starfar þar í þjónustu North-
western National lífsábyrgðar-
félagsins.
Mr. Tallman hlaut gagnfræða-
mentun í Wynyard, en útskrif-
aðist í stærðfræði sem sérgrein
af háskóla Saskatshewanfylkis
og hlaut Govérnor General’s
medalíuna fyrir frábæra ástund-
un og námshæfileika; faðir
hans er fyrir löngu látinn, en
móðir hans, frú Ágústa J. Tall-
man, er hin kunna ágætiskona,
er nú veitir forustu elliheimilinu
Betel á Gimli. Bræður hans
tveir eru einnig útskrifaðir af
háskólanum í Saskatchewan,
Gordon er Civil Engeneer, er
starfar við raforkukerfi Ontario
fylkis, en Stanley er Research
Engineer í þjónustu Massey
Harris félagsins í Toronto. Syst-
ir þessara bræðra, Lillian (Mrs.
Eric A. Stephens) er útskrifuð 1
hússtjórnarfræði af Saskat-
chewan-háskóla.
Ungur Sslendingur stofnar leikhús í Vancouver
Hundrað og sextíu skip taka
um þessar mundir þátt í flota-
æfingum í Norðursjónum; eru
það Atlantshafsbandalagsþjóð-
irnar, er að æfingunum standa.
Rússar eru óðir og uppvægir
yfir þessu tiltæki þeirra.
Fyrir tveim árum leituðu tveir
ungú menn árangurslaust eftir
atvinnu í Vancouver sem leikar-
ar, en síðan hefir þeim auðnast
að stofna sitt eigið leikhús og
setja á svið mörg fræg leikrit;
þeir hafa sjálfir leikhússtjórn-
ina með höndum og leika einnig
ýms hlutverkin. Leikhús þeirra
er kallað Toiem Theaire og er
eina leikhúsið, sem starfrækt er
árið í kring í British Columbia;
aðeins eitt annað samskonar
leikhús er starfsrækt alla tíma
árs í Canada — í Kingston, Ont.
Totem leikhúsið hefir náð fá-
dæma vinsældum þótt aðgöngu-
miðar séu seldir á hærra verði
en aðgangur að kvikmyndahús-
Unum; aðsóknin er yfir 2000
manns á viku.
Þetta framtak þykir ganga
kraftaverki næst og er ýtarlega
skýrt frá því í september-útgáfu
Mayfair tímaritsins, og frá hin-
um ungu mönnum er hlut eiga
að máli, en þeir heita Thor
Arngrim og Siuari Baker, 25 og
23 ára að aldri, og er sá fyrr-
nenfdi af íslenzkum ættum.
Thor Arngrim er kjörsonur
þeirra Stefáns og Margrétar
Arngrímsson, sem lengi bjuggu
við Mozart, en nú eiga heima í
Vancouver.
Hann fluttist til British Colum
bia þegar hann var 14 ára og
hætti skólagöngu 15 ára með
það í huga að gerast leikari.
Hann fékk stundum atvinnu hjá
i*nferðaleikfélögum og einnig
við útvarpið. Þeir félagar kynnt-
ust við leikæfingar í Little
Theatre og fóru þá að skegg-
ræða um að stofna sitt eigið
leikhús og settu markið hátt;
þeir stefndu ekki að neinu á
borð við Little Theatre — held-
ur að ráða launaða leikendur,
starfrækja leikhúsið árið.í kring
og setja á svið fræg Broadway
leikrit, en fyrir þau verður að
borga há ritlaun.
Allir, sem þeir ráðguðust við,
töldu þessa hugmynd draumóra
eina, og að þeir myndu aldrei
fá nokkurn mann til að leggja
fé í fyrirtækið, því slíkt leikhús
gæti ekki borið sig í Canada.
Eftir sex mánuði tókst þeim
samt að finna mann, sem hljóp
undir bagga með þeim og lánaði
þeim $6.000; var hann einnig Is-
lendingur, Valdi Grimson bóndi
frá Saskatchewan, er Thor
hafði áður þekkt þar, en hann
hafði nú látið af störfum og
fluttst til British Columbia.
Hann lét samt þá félaga skilja
að þetta fé væri ekki gjöf og ef
fyrirtækið heppnaðist ekki yrðu
þeir að sætta sig við að vinna
skulðina af sér.
En Totem leikhúsið er nú
orðið að virkileika, þar hafa
verið sett á svið leikrit eins og
Pygmalion eftir Shaw, The Man
Who Came io Dinner; Romance
of íhe Willow Paiiern: A Sireet-
Skrúðhús helgað minningu
Dr. Rögnvalds Péturssonar
Við guðsþjónustu í Sambands-
kirkjunni hér í borg síðastliðið
sunnudagskvöld, var skrúðhús
drkjunnar formlega helgað
minningu Dr. Rögnvalds Péturs
sonar og afhent söfnuðinum.
Ritstjóri þessa blaðs, er gjarnan
lefði viljað vera viðstaddur at-
höfnina, en átti þess eigi kost,
skoðaði skrúðhúsið seinna, sem
er stílhreint og um alt hið vand-
aðasta.
Dr. Rögnvaldur var vitur
maður og mikilhæfur, er verð-
skuldaði að íslenzka mannfélag-
ið héldi minningu hans á lofti.
Ritstjóri Lögbergs átti stutt
viðtal við séra Philip M. Péturs-
son um athöfnina og eru þau
orð, sem hér fara á eftir bygð
á þeim upplýsingum, er hann lét
í té. \
Kvenfélagskonur safnaðarins
höfðu annast um alla fjársöfn-
un varðandi útbúnað skrúðhúss-
ins og flutti Miss Guðbjörg Sig-
urðsson forseti félagsins nokkur
ávarpsorð fyrir hönd þess.
Forseti safnaðarins, H. F.
Skaptason, þakkaði kvenfélag-
laginu frábæran dugnað í þessu
sambandi við framgang máls-
ins. Séra Philip flutti ræðu um
lífsviðhorf Dr. Rögnvalds og
baráttu hans á vettvangi trú-
Úr Keflavíkurbréfi
Séra Eiríkur Brynjólfsson á
Útskálum lét af störfum sem
prestur í Útskálasókn nú á miðju
sumri, eftir nær 25 ára þjónustu.
Hann fer til íslenzks safnaðar í
Vancouver og hefir hann ákveð-
ið að starfa þar um tveggja ára
skeið. öruggt má telja að þar
fái landarnir ötulan forustu-
mann í félagsmálum sínum og
góðan mann og íslending, sem
treysta mun þjóðræknisböndin
milli þjóðarbrotsins vestra og
heimaþj óðarinnar.
Söfnuðir séra Eiríks kvöddu
hann virðulega, voru. honum og
fjölskyldu hans haldin vegleg
samsæti í öllum * úi 31 y og
færðar gjafir, bæði frá söfnuð-
unum í heild, ýmsum félögum,
gömlum fermingarbörnum og
einstaklingum. Það er vandi að
vera prestur í stórri sókn og
njóta vaxandi vinsælda, en þeim
vanda var séra Eiríkur vaxinn,
enda þótt hann léti sig ekki ein-
göngu skipta málefni kirkjunn-
ar, heldur væri upphafsmaður
og driffjöður fjölmargra félags-
og menningarmála í sínum sókn-
um, en á þeim sviðum er oft
hætt við árekstrum; en séra Ei-
ríki tókst alltaf að sigrast á
örðugleikunum og svo þegar allt
var komið í kring, fannst öll-
um að einmitt svona hefði þetta
eða hitt átt að vera.
Allar beztu óskir fylgja séra
Eiríki til starfa á þeim nýja
stað, sem hann hefir nú valið.
Þar á ísland góðan fulltrúa, sem
ekki liggur á liði sínu til að
verða tengiliður í hinu van-
rækta samstarfi við Vestur- ís-
lendinga.
Liggi leið hans aftur að Is-
landsströndum verður hann boð
inn jafn innilega velkominn eins
og hann nú var kvaddur, því
alls staðar er þörf góðra manna
og verkefni óþrjótandi.
—Mbl., 5. ágúst
car Named Desire og mörg fleiri
fræg leikrit, og hefir meðferð
þeirra hlotið lof leikritadómara
og almennings. Þekkt kona í
Vancouver, lögfræðingur, sótti
Totem þegar leikið var The
Glass Menagerie eftir Ten-
nessee Williams; hún varð stór-
hrifin: „Ég trúi þessu ekki!“
hrópaði hún, „ég sá þetta leikið
í New York og Totem gerir það
betur, leikurinn er eðlilegri.“
Margir þekktir leikarar starfa
við Totem leikhúsið og er ekki
ólíklegt að fordæmi þeirra fé-
laga verði til að eila leiklistina
í Canada og er það vel.
Ánægjulegt er til þess að vita,
að einnig á þessum vettvangi
eru íslendingar að ryðja sér til
rúms og leggja um leið fram
skerf til canadiskrar menningar.
Á heimleíð
Forseta Þjóðræknisfélagsins,
séra Valdimar J. Eylands,
barst nýlega bréf frá uug-
frú Ingibjörgu Pálmadóttur,
(rektors, Hannessonar), þar
sem hún talar fyrir munn
sjálfrar sín, og Helgu Ing-
ólfsdóttur stallsystur sinnar.
Bréfið er skrifað í New
York, 9. þ. m.
Dr. Rögnvaldur Pélursson
málafrelsis.
Eftir að kirkjugestip höfðu
skoðað skrúðhúsið, var öllum
boðið til kaffidrykkju í kjallara-
sal kirkjunnar.
1 skrúðhúsinu er í fagurri um-
gjörð málverk af Dr. Rögnvaldi
eftir E. Marion Halldórsson, son
Magnúsar læknis Halldórssonar,
er hann gaf söfnuðinum til
minningar um föður sinn; enn-
fremur prýðir skrúðhúsið fag-
urt málverk af Þingvöllum eftir
Friðrik Sveinsson.
Páll S. Pálsson
sjötugur
í gær, hinn 17. þ. m., átti Páll
S. Pálsson skáld sjötugs afmæli;
hann var fæddur í Reykjavík,
en telur sig Borgfirðing því
hann fluttist ungur að Norður-
Reykjum í Borgarfirði hinum
meiri og ólst þar upp. Páll hefir
gefið út tvær frumsamdar ljóða-
bækur, en hefir auk þess birt
fjölda kvæða í Lögbergi og
Heimskringlu og Tímariti Þjóð-
ræknisfélagsins. Páll er traust-
ur íslendingur, sem mikið hefir
látið til sín taka um íslenzk
mannfélagsmál; hann er kvænt-
ur ágætri konu, Ólínu Egils-
dóttur frá Bakka í Borgarfirði
í Norður-Múlasýslu.
Lögberg flytur afmælisbarn-
inu hugheilar árnaðaróskir.
„Kæri sr. Valdimar;
Langt er liðið síðan við stúlk-
ur kvöddum Winnipeg, og fólk
það sem gerði okkur dvölina
bar ógleynv>r>iecfa Érr yeit. að
við munum oft minnast land-
anna í vestri með hlýju og
þakklætishug, jafnvel með undr-
un og aðdáun fyrir þjóðrækni
þessa fólks, er margt hefir aldrei
augum litið gamla Frón, en í
barnæsku heyrt sér eldri menn
tala með angurblíðri þrá, og ef
til vill söknuði um það land,
sem ekki gat veitt' þeim þann
aðbúnað sem á varð kosið. Hjá
mörgum hafa þessar minningar
klæðst Ijóma ævintýra, og fjar-
lægst raunveruleikann, en hvað
um það? ísland hefir enn að
geyma töfra fagurblárra fjalla,
og leikandi lækja, sem í ærslum
sínum steypast niður grösugar
ilíðar, og hver veit hvað búa
cann í klettum og fossum, ekki
ætla ég að sverja fyrir að slíkt
sé hjátrú ein.
Við höfum nú náð síðasta á-
::anganum á landleiðinni, og
æjum hér í New York til að
safna þrótti og kröftum sem sjó-
l'erðin mun krefjast af okkur.
Siglum við 18. eða 19., en að
vanda geta þeir ekki sagt fyrir
víst hvenær það verður. Til Min-
neapolis komum við heilu og
löldnu, og dvöldum þar um
tveggja vikna skeið, nutum síð-
ustu samverustundanna með
vinum okkar og kunningjum,
sem við höfum eignast hér, og
nú kvatt hinzta sinni. Mikið verk
beið okkar þar að pakka, henda
og senda burt eigur okkar, sem
margfaldast hafa á þessum
tveimur árum, og vil ég ekki
segja, að það hafi gengið með
öllu slysalaust, og ekki er enn
séð fyrir endann á^ví. Á leið-
inni til New York stönzuðum
við daglangt við Niagara foss-
ana, eitt stórkostlegasta furðu-
verk móður Náttúru, en eyði-
lagt með borg þeirri er við þá
stendur, sem er bæði ljót og
leiðinleg, og íbúarnir fylltir
viðurstyggilegri gróðafýkn. Senn
hverfum við heim til húsa og
haga með fjársjóð dýrmætra
endurminninga. Við Helga biðj-
um að heilsa öllum, sem greiddu
veg okkar.
Kveðjur,
—Ingibjörg