Lögberg - 18.09.1952, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952
3
Eyfirzkur klæðskeri ver milljónum til líknarstarfa
ÞAÐ var einn sólheitan sumar-
dag í síðustu viku, að. við Vignir
Guðmundsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins á Akureyri,
lögðum leið okbar út Kræklinga-
hliðina utan við bæinn, og var
förinni heitið að elliheimilinu í
Syðri Skjaldarvík. Vegurinn
beygir frá aðalbrautinni, er ligg-
ur upp á hálsinn ,rétt við þing-
hús sveitarinnar, nefnt Kuðung-
urinn í daglegu tali, og á snotr-
um vegvísi í króknum má lesa:
Dagverðareyrarvegur, en hann
liggur áfram niður að síldafverk-
smiðjunni á ströndinni.
Elliheimilið í Skjaldarvík
stendur í vinalegum hvammi,
drjúgan spöl frá sjónum, er
klettakambar skera frá fjöru-
borði. Húsin eru hulin að önd-
verðu af hávöxnum reytinrjám,
svo aðeins sést á hreinleg, vel
máluð þökin, er skjóta burstun-
um upp á milli hríslanna.
Þarna standa hlið við hlið bæ-
irnir tveir, ytri og syðri Skjald-
arvík, eign Stefáns Jónssonar,
fyrrum klæðskera á Akureyri,
og þarna stendur múrað í stein
og járn ævistarf það, er hann hóf
ekki fyrr en á miðjum aldri, en
er þó svo afburða veglegt,—elli-
heimili fyrir 70 vistmenn.
★
— Ég er fæddur að Vindheim-
um á Þelamörk í Hörgárdal, seg-
ir Stefán þegar við höfðum hitt
hann að máli í trjág^rðinum, þar
sem gamla fólkið sat í smáhóp-
um og sólaði sig. Þar ólst ég upp
til ellefu ára aldurs, fluttist síð-
an að öðrum bæ í nágrenninu og
þaðan hélt ég til Akureyrar árið
1903, tvítugur að aldri. Á Akur-
eyri hóf ég nám sem læringur í
skraddaraiðn hjá þýzkum klæð-
skera, sem þar starfaði þá, Beb-
enze að nafni, og dvaldist við
námið í þrjú ár. Saumaði ég síð-
an hjá ýmsum, mest þó hér á
Akureyri allt fram til ársins 1923
að ég setti á stofn mína eigin
saumastofu og reisti hús yfir
hana, það stendur beint á móti
gömlu símastöðinni við Hafnar-
stræti 77, þrílyft steinhús og loft
að auki.
Forsaga framkvæmdanna í
Skjaldarvík
— Hver voru tildrögin að því
að þér kom til hugar að hefja
byggingu og búskap í Skjaldar-
vík, og loks að reisa þar elliheim-
ili af eigin rammleik?
Svo stóð á, að við tveir bræð-
urnir keyptum sína jörðina hvor
ytri og syðri Skjaldarvík um ár-
ið 1930. Bróðir minn fluttist
nokkru síðar alfarinn til Akur-
eyrar og ég tók við báðum jörð-
unum. Þ e 11 a voru tvö kot,
hörmulega illa hýst og léleg til
búskapar. Byggði ég Skjaldar-
vík upp á næstu árum, ræsti
fram og ræktaði jörðina. Hafði
ég ráðsmann, sem stjórnaði bú-
inu fyrir mig og hafði hann eft-
irlit með framkvæmdunum.
Nú er túnið orðið 1000 hestar,
20 nautgripir eru í fjósi en 40
kindum fargaði ég í fyrra, þar
sem mér fannst það ekki borga
sig að reka hér fjárbúskap. Ann-
ars hefi ég ekki verið heppinn
með kýrnar, þær.drápust þrjár
hjá mér í fjósi í fyrra.
Þrátt fyrir að búið er nú orðið
þetta stórt, nægir það þó engan
veginn til þess að standa undir
þörfum hælisins, mikið vantar á
C0PENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
Á elliheimilinu í Skjaldarvík
hvílasi öldungar að afloknu
dagsverki
að svo sé, en auðvitað er mikil
búbót að því, og rekstur heimilis-
ins allur miklu ódýrari en ella.
Reisulegi heimili byggi
— Og hvenær réðist þú svo í
höfuðframkvæmdirnar sjálfar?
— Það var á stríðsárunum.
Árið 1941 hóf ég að byggja álm-
una, sem, gengur suður úr íbúð-
arhúsinu. Hún rúmar um 40 vist-
menp á tveimur hæðum. Við þá
byggingu var lokið miðsumars
1943, en hún var ekki vígð fyrr
en um haustið, á afmæli móður
minnar, 31. október, 1943. Það
var stór stund og ánægjulegt að
geta veitt gamla fólkinu viðtöku
í fyrsta sinn og þá var stórum
áfanga náð.
En þar kom, að heimilið varð
of lítið og ég gat ekki fullnægt
þeirri eftirspurn, sem var eftir
vist á hælinu. Réðist ég því í
að byggja aðra svipaða álmu
austur frá bænum og hefur hún
nú verið í notkun á annað ár.
Þar rúmast um 30 manns ef tví-
sett er á herbergin, en auk þéss
er þar stór matsalur, (6 x 17 m)
bókasafn o. fl.
Stefán segir okkur, að nú séu
um 60 vistmenn á hælinu, en þar
sé rúm fyrir nokkru fleiri, þar
sem þjónustufólk verður líka að
búa í sjálfu hælinu. Þar starfa
12—14 stúlkur, auk ráðsmanna
og vinnumanna, er sjá um bú-
reksturinn. Vistfólkið er viðsveg
ar að af landinu, en flest er þó
frá Akureyri, Eyjafjarðarsýslu
og Þingeyjarsýslum, eins og
gefur að skilja. Elzti vistmaður-
inn er Þorbjörg Hjaltadóttir frá
Hellu í Steingrímsfirði, hún er
97 ára að aldri. Flest er fólkið
á níræðisaldri, en sumt allmiklu
yngra.
Vistkostnaðurinn á hælinu er
ótrúlega lár, aðeins 23 krónur á
dag, og sýnir það hve rekstur
hælisins er einkar vel af hendi
leystur og hver ráðdeildarsemi
ríkir um alla starfsemi.
Fórnfúsí slarf
Stefán lét af saumaskap á
Akureyri 1944 og fluttist þá al-
farinn út í Skjaldarvík og hefur
hann síðan veitt hælinu einn for-
stöðu. Hann hefur annazt um
allt reikningshald þess, aðdrætti
og stjórn alla, en auk þess hefur
hann iðulega gengið í hjúkrunar
konustað, þegar lasleiki hefur
þjáð vistmennina, vakað yfir
þeim hálfar og heilar nætur og
oftlega lagt dag við nótt, við um-
önnum og stjórn heimilisins.
— Það er erfitt að fá fólk til
slíkra starfa, segir Stefán og auk
þess spara ég mér vökumann,
eða konu með því að gegna starfi
hans. Svo er það líka, að gamla
fólkinu er kærara, að einhver
annist það í veikindum þess, sem
þgkkir það vel og kann góð skil
á högum þess, svo ég tali nú ekki
um, þegar að aldurtilinn nálgast.
Hér er líka enginn læknir, þar
sem svo stutt er til Akureyrar ef
eitthvað bjátar á.
Mér þykir gamla fólkið una
sér vel hér í Skjaldarýík, þó að
fjarri ættingjunum sé, en það
fær margt heimsóknir á sunnu-
dögum frá vinum og vanda-
mönnum. Það er til mikils þaga
fyrir okkur, sem heimilið rekum,
að hafa ekki ennþá eignast bíl
til þess að notast við í aðdráttar-
ferðir og fólksflutninga. Þetta
kemur þó allt smám saman.
Og við sjáum, að það eru orð
að sönnu, því einmitt í þessu er
drepið á dyr og Stefán kvaddur
út á hlað; súgþurrkunartæki
voru rétt í þessu að koma frá vél
smiðju á Akujreyri og skulu þau
látin tafarlaust í hlöðuna. Þvotta
vélasamstæða er einnig væntan-
leg, innan skamms og hún léttir
miklu erfiði af stúlkunum, er
allan þvott hafa annazt til þessa.
Þannig eykst hin reisulega elli
heimilisbygging smám saman af
vinnuvélum og öðrum þægind-
um; þar er allt þrifalegt um að
litast, allt þvegið og fágað og
gangarnir anda næstum því af
hreinlæti og sápuþvotti.
En svarið við þeirri spurningu
hvers vegna Stefán réðst í að
byggja þetta stóra elliheimili,
hið ema utan Reykjavíkur, velt-
ist þó enn fyrir okkur. Stefán
vill sem fæst segja, en skýrir þó
frá því, að þegar hann hafi
byggt upp jörðina að mestu taldi
hann það ekki svara kostnaði að
leigja hana vandalausum, held-
ur réðst í að bæta þar við og
koma upp elliheimilinu.
Og þegar við innum hann enn
frekar eftir ástæðunni til þess
rausnarverks svarar hann ósköp
hæglátlega að raunar „hafi það
vakað fyrir sér að gera eitthvað
gagn með þessu, leggja fram
krafta sína til þess að verða öðr-
um að liði ef hann mætti. Svo
fengi hann líka þannig eitthvað
til að hugsa um—þótt sér fynd-
ist hann ekki hafa gegnt neinni
raunverulegri vinnu síðan hann
lagði frá sér nálina.“
Milljóna virði
Við fórum að velta því fyrir
okkur hvers virði það væri raun-
verulega á heimsins mælikvarða
í beinhörðum peningum sem
hann ræddi svo hógværlega um
og vildi svo lítið úr gera.
Nýja byggingin, sem fullgerð
var í fyrra var áætlað að mundi
kosta um hálfa milljón króna,
en hún er ekki þriðjungur allra
þeirra húsa sem Stefán hefur
■reist í Skjaldarvík, og er þá verð-
mæti jarðarinnar ótalið.
Til alls þessa hefur hann hlot-
ið í gjafir og styrki tæpar 100
þús. krónur og er það allt og
sumt. Hitt hefur hann lagt fram
af eigin rammleik, en sýslan og
bærinn hafa gengið í ábyrgð fyr-
ir lánum þeim, er hvíla á ný-
byggingunni. S k a 11 a borgar
hann að fullu og útsvar án nokk-
urs frádráttar, en samtals nem-
ur árlegur ríkisstyrkur til elli-
heimilisins og vistmanna þess
allra 4000 kr. Af þessu sést hvað
greinilegast, hvert framleg Stef-
áns sjálfs hefur verið og má það
furðu sæta, að hann skuli geta
risið undir slíku, sem raun ber
þó svo glæsilegt vitni um. Rekst-
urinn er hallalaus, segir hann,
enda nægir hinn mánaðarlegi
ellistyrkur hverjum vistmanni
svo að segja til þess að greiða
hin lágu hælisgjöld.
☆
Við höfum nú gengið um elli-
heimilið í fylgd með Stefáni, lit-
ið inn í setustofuna, herbergi
vistmannanna og bókasafnið, og
spjallað við gamla fólkið. Á
slíkri freð hlýtur þeirri hugsun
að skjóta wpp, hvernig einn mað-
ur hafi getað komið öllum þess-
um byggingum upp, reist þær og
rekið af eigin efnum. Reisuleg
húsin bera það skýrlega með sér,
að það hefur ekki verið neitt
aukvisaverk, sem hér hefur ver-
ið unnið, og það hefur ekki verið
í eiginhagsmunaskyni gert, held-
ur af einlægri hjálpfýsi og ríkri
förnarlund.
1 rauninni er það engu líkara
en gömlu ævintýri, að maður í
þeirri atvinnu, sem til þessa hef-
ur aldrei þótt gefa gull í mund,
skuli hafa bolmagn til þess að
reisa elliheimili fyrir sjö tugi
vistmanna, án þess að hljóta
nema óverulegustu aðstoð hins
opinbera við verkið. Slíkt er
sannarlega óvenjulegt á þessum
síðustu og verstu styrkja og upp-
bótatímum, og það ætti að geta
sýnt fram á að ríkishjálp og rík-
isaðstoð er ekki til allra fram-
kvæmda bráðnauðsynleg. Bygg-
ingarnar á vesturströnd Eyja-
fjarðar eru eitt veglegasta dæm-
ið um hverju einstaklingsfram-
takið fær áorkað til þjóðnytja ef
hugur og hönd fylgjast að„ og
betur fyndust fleiri dæmi slíks.
Stefán Jónsson, bóndi í Skjald-
arvík hlýtur að vera hugsjóna-
maður og hann er í hópi hinna
fáu hamingjusömu manna, sem
hafa séð hugsjón sína rætast.
Yfir starfi hans og framkvæmd-
um hefur alla tíð hvílt sú hóg-
værð og það lítillæti, sem maður
kennir fyrst í fari hans og fram-
komu.
Brjóst hans prýða ekki ver-
aldleg heiðursmerki en hann hef-
ur með hjartprýði sinni, veg-
lyndi og fórnarlund reist sér
þann varða í hvamminum í
Skjaldarvík, er slíkum vegtyll-
um öllum er dýrari.
G. G. S.
— MBL. 10. ágúst
By
Dr. F. J. Greaney,
Director,
Line Elevators Farm Service,
Winnipeg Manitoba.
THE CARE OF
FARM-STORED GRAIN
The farmers in Western
Canada are faced with the
problem of storing a consider-
able portion of the 1952 crop on
the farm, probably for long
periods. Is your granary ready
for the safe storage of this
year’s crop?
Facing Facts — As yet, the
only practical means of insur-
ing the keeping quality of grain
is to store it at a sufficiently
low moisture content to pre-
vent spoiling. The fact is that
uniformly dry grain (13 per cent
moisture or lower for wheat,
oats, barley and rye; and 10 per
cent moisture or lower for flax)
will not spoil, providing it is
stored in a clean weatherproof,
well - ventilated granary. Bin
your grain as dry as possible.
Preparing thal Granary. Here
are some practical suggestions
from Dr. H. E. Gray, Head,
Stored Product Insect Investiga-
tions, Ottawa. (1) A granary
with a wooden floor above the
ground is best for farm storage.
(2) If the granary floor is of
concrete, cover it with moisture-
proof paper. (3) Repair leaky
roofs, windows, and doors to ex-
clude rain and snow. (4) Clean
walls a n d floor thoroughly.
Sprinkle a little hydrated lime
over the floor and sweep it
about to fill all cracks. (5) If
insects or mites were present
last year, coat the inside walls
with whitewash containing one-
quarter of a pound of lye per
gallon. (6) fill the granary to
the plate only. Ample space be-
tween the grain surface and the
roof must be provided for venti-
lation. (7) Open bins or piles are
risky. If at all possible, place
on well-drained ground on two
or three feet of thoroughly dry
straw. Piles should be uniform
cones.
If you have to store “tough”
or green weed-infested grain,
put it in small bins. Examine it
frequently, and market it as
soon as possible. If trouble de-
velops, consult your local eleva-
tor Agent, or write to Officer-
in-Charge, Stored Product In-
sect Investigations, Canada De-
partment of Agriculture, Winni-
peg or Ottawa.
Handhæg ritvél
Vér getum útyegað yður rit-
vél, sem þér getið haldið á,
með letri yðar eigin tungu.
Samið um greiðslur
THOMAS & COMPANY
88 Adelaide Street West, Toronto
Dr. P. H.T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, WTinnipeg
PHONE 92-6441
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Si. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDS0N
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Sérfrœðingar i öllu, seni að
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræf5ingur I augna. eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusfmi 92-3851
Heimasími 40-3794
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Maiihews. 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Accountant
505 Confederation Life Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barrisiers - Solicilors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT Rlk. Sírni 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin. Maniioba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Kaupið Lögberg
Business and Professional Cards