Lögberg - 18.09.1952, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952
Lögberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEÖ, MANITOBA
Utanáskrlft rltstjörans: »
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Um daginn og veginn
Nefnd norskra þingmanna ferðaðist í sumar um
hin norðlægustu héruð Noregs í því augnamiði að kynn-
ast persónulega afkomu og ræktunarskilyrðum þar
nyrðra og leggja síðar fyrir þing tillögur til úrbóta á
vettvangi landbúnaðarins þar um slóðir; nefndin hefir
enn eigi birt álitsskjal sitt í heilu lagi, en svo mikið er
þegar vitað, að það fékk henni undrunar hve mikið
hefði þegar unnist á, einkum í Finnmörk; einn nefndar-
manna, Reidar Carlsen, kvaðst naumast hafa ætlað að
trúa sínum eigin augum, er hann varð þess vísari, að
í ýmissum tilfellum hefði heyfengur bænda numið sex
þúsund og tvö hundruð pundum af ekru; taldi þing-
maðurinn þetta ganga kraftaverki næst og mjög hafa
styrkt trú sína á gróðurmagn norðursins jafnvel þó
komið væri norður fyrir íshafsbaug.
Á síðasta þingi ákváðu norsk stjórnarvöld, að veita
hinum norðlægu fylkjum ríflega fjárhagsaðstoð, því
þau höfðu orðið harla sárt leikin af völdum síðasta
stríðs, svo sem Finnmörk bar einna ábærilegast
vitni um.
Svo var ástandið í Finnmörk ömurlegt um haustið
1944, er Þjóðverjar á undanhaldi sínu fóru eldi um
landið, og fjögur þúsund og fimm hundruð bændabýli
höfðu verið jöfnuð við jörðu og svo að segja öllum bú-
peningi rutt úr vegi; fólk alt varð að flytja til Suður-
Noregs meðan á þessu endemum stóð.
Eigi hafði ánauðarokinu fyr verið létt af norsku
þjóðinni, en hinir harðsnúnu Finnmerkingar tóku að
leita til sinna fyrri stöðva og hófu á breiðum grundvelli
lofsvert viðreisnarstarf; nú er búið að endurreisa fullan
helming þeirra búgarða, er djöfladans Nazista lagði í
rústir.
Trúin á landið hefir þegar flutt fjöll í Noregi og því
ætti hún þá ekki að geta gert það víðar?
☆ ☆ ☆
Hvað verður um næstu kynslóðina ef æska dags-
ins í dag dregur fram lífið án þess að hafa svo að segja
nokkra minnstu vitneskju um þá hamingju, sem upp-
eldi á góðum heimilum veitir? Þessi spurning hlýtur að
vakna í vitund alvarlega hugsandi manna og kvenna
eins og viðhorfinu nú hagar til í mannheimi.
Barnaverndarfélaginu brezka, sem í rauninni
starfar á alþjóðavettvangi telst svo til, að um þessar
mundir séu í Vestur-Þýzkalandi freklega fimm miljónir
umkomulausra barna, sem flest séu synir og dætur
flóttafólks úr þrælakvíum rússneskra kommúnista;
foreldrarnir standa uppi ráðþrota enn, sem komið er
veiklaðir vegna óhæfilegrar aðbúðar á sál og líkama
og geta ekki veitt börnum sínum umsjá; þau verða þar
af leiðandi, að svo miklu leyti, sem auðið má verða, að
bjargast við af alþjóðalíknarsamtökum, sem enn eru
eigi nándar nærri fullnægjandi og verða það ekki fyrst
um sinn; börn þessi fara að mestu á mis við þann kær-
leiksyl, er ástúð góðra foreldra veitir.
Er nokkuð það til í veröldinni, sem getur verið um-
komulausara en umkomulaust barn?
Líknarmálin varða alla menn jafnt hvar sem þeir
eru búsettir á hnettinum og mikil sælukend er því jafn-
an samfara, að láta eitthvað af höndum rakna við þá,
sem höllustum fæti standa í lífsbaráttunni, og nær
þetta þá eigi hvað sízt til blessaðra umkomulausu barn-
anna.
íslendingar eru yfir höfuð góðhjartaðir menn, og
þá væri vel, ef þeir sendu nokkurar fégjafir, eða hlý og
hreinleg barnaföt til The Save the Childrens Fund,
(Manitoba Committee) Civic Auditorium, Winnipeg,
Manitoba.
Margt smátt gerir eitt stórt.
☆ ☆ ☆
Eins og áður var vikið að hér í blaðinu, var for-
sætisráðherrann, Louis St. Laurent, nýlega á ferðalagi
um Vesturlandið og flutti ræður í ýmissum hinna helztu
borga; hér í borg flutti hann ræðu í Canadian Club, er
einkum laut að afkomuskilyrðum þjóðarinnar og þeirri
skattbyrði, er þjóðin af óhjákvæmilegum ástæðum nú
byggi við; hann lagði meðal annars ríka áherzlu á það,
að öryggis síns vegna heima fyrir og skuldbindinga
sinna við önnur lýðfrjáls lönd, yrði eigi hjá því komist
að greiða þunga skatta, þótt það yrði jafnan að vera
gert með hliðsjón af því hvernig til hagaði um gjaldþol
þjóðarinnar, því öllu mætti ofbjóða.
í lok fyrri viku var forsætisráðherra aðalræðu-
maður á sextugsafmæli þeirra mannfélagssamtaka, er
ganga undir nafninu Canadian Club, en til þeirra var
stofnað í borginni Hamilton í Ontariofylkinu, og í til-
efni af þeim atburði flutti hann ræðu sína; ræðan laut
að mestu að mannúðarmálum og þeim skyldum, sem
á herðum Canadabúa hvíldu, varðandi aðstoð við þær
þjóðir, er sakir vankunnáttu eða af völdum óviðráðan-
legra náttúruafla, væru þess eigi umkomnar, að sjá sér
farborða.
EGGERT STEFÁNSSON:
í heimi fegurðarinnar
Ferðast um jrœga staði hins jorna menningarlands
Hvað hefir maður að gera við
fegurðina á hnetti þar sem alltaf
ér ófriður og barist er með
heift og hatri, yfir stórum og
jafnvel litlum málefnum? —
Stórum kannske í dag — en
gleymdum á morgun. — í stór-
um og í litlum þjóðfélögum, sem
svo ekki heyrast né sjást — þeg-
ar út fyrir landsteinana er kom-
ið — og engin áhrif hafa á ná-
grannana nema ef þeir eru ill-
gjarnir og vilja oss illt eitt, •—
upplausn, samheldni og þjóðar-
einingar — sem svo glatað getur
frelsi okkar — heiðri og virðingu
okkar sjálfra •— og annarra. •—
Hvað hefir fegurðin að gera •—
í heimi áhyggjunnar? — Jafnvel
svo þungri sem bardagi fyrir
daglegu brauði. — Við dýrtíð —
við hækkandi verðbólgu og pen-
ingahrun. — Allt þetta ömur-
lega» líf hinnar stritandi samtíð-
ar — full kvíða og óstyrks — er
hún lítur á framtíðina — og
hryllingu er hún lítur til baka —
á tvær styrjaldir á stuttum
mannsaldri.--------
Á þessum óaldar tímum sýnist
fegurðin vera væskill, sem
traðkað er á og enginn hefir tíma
til að líta við — nú, eða hvað þá
heldur leika sér við. — ,,Það er
ekkert gaman að guðspjöllunum
— því enginn er í þeim bardag-
inn“ — hugsa flestir — og lit-
laus hringiðan heldur áfram að
snúast um sjálfa sig — þar til
næsta hyldýpið gleypir hana.
Heimurinn getur verið þakk-
látur — að þrátt fyrir allt, hafa
einhverjir haft tíma til að iíta
upp úr hinni gráu hringiðu er
sogar þá áfram — og hafa upp-
götvað fegurðina — hafa séð, að
sólin skín — að himininn er oft
heiður og blár og tær ----hafa
kastað af sér áhyggjunum — og
hvílst og hugsað.-------
Fegurðin hefir þá haft stund
til að smjúga kyrrlát inn í hug-
arfylgsni mannanna — fyllt sál
mannsins þakklæti — yfir friði
og hvíld, sem fegurðin færir —
og einhverjir hafa stöðvað — og
snúið baki við hringiðunni —
fundið ný verðmæti — byggt
nýja jörð — hér — í sambandi
við þessa síútstreymandi sterku
strauma — er fegurðin geislar.
Heiftin kólnar — hátíð dvín —
í heimi fegurðarinnar — og hug-
ur mannsins sefast — og þá fyrst
skapast menningin, er skýlir oss
frá hinu óarga villidýri, er ryðst
áfram — til að ná sér í bráð. —
Lítum við því á hið fagra í líf-
inu — og dveljum við fegurðina
— þá byggjum við upp menn-
inguna og verðum siðuð þjóð.
í landinu þaðan sem ég skrifa
er stutt til fegurðarinnar. Hún
er hér allt í kringum mig —
bæði landfræðileg — og svo eins
í minnismerkjum hinnar miklu
menningar er hér sést dreifð yfir
allt landið........Menningin
liggur í mörgum lögum yfir
landinu . . . . frá grískum forn-
aldaráhrifum — er þeir byggðu
sírendur landsins — og svo
Etruskanna — dularfullar -forn-
aldarleifar — þjóðflokksins sem
hvarf en lifir í þessum menjum
sínum sem eru dreifðar um fjöll
og hæðir ítalíu — og svo Róm-
verjanna er sýnast nálægt manni
og svo Miðaldirnar — og hið and-
lega eldgos þeirra — Renesans-
sinn — þessi glæsilega upp-
reisn — og endurreisn hinnar
sameiginlega löngu þroska-
brautar snilldarinnar .... Allt
er þetta rist inn í jörðu ítalíu.
--------- •
Ég verð að fara yfir Rubicone
— það vill segja, ég verð að
velja. — Á ég að fara upp til
fjalla, sem gnæfa hér yfir mér
— upp að jöklum — og hinna
fögru fjallabæja hinna Venetisku
Alpa — eða á ég að fara til hafs-
ins úr þessari sjóðandi hita-
bylgju, sem geisað hefir í Ev-
rópu í júlí-mánuði?
Ég vel hafið. Hið kyrra bjarta
Adriahaf, sem býður hita þjök-
uðum bæjarbúum opinn arm
sinn, og vaggar þeim varlega í
svölum barmi sínum, er geislar
í sólinni.
Til Rimini er nokkra stunda
ferðalag. — En þá kemur maður
að mjallhvítri strönd — og á
þessari sjö kílómetra strand-
lengju við Rimini eru 6 þúsund
hótel og Pensionöt — sem gleypa
hópana, er flýta sér til strand-
arinnar — þessa hitabylgjudaga
í júlí og ágúst . ... Á leiðinni
hef ég farið — án þess að vita
það — yfir ána þar sem Cesar
valdi via Emilia til Fano •— og
þaðan via Flaminia til Róma-
borgar — og skráði veraldar-
sögu — en , nú er Rubicone
gleymt lítið fljót — sem einungis
þekkist í málshættinum.
Þessi skíandi hvíta sandströnd
er nú full af fólki er þýtur frá
stórborgunum til að svala sér
í tærum bylgjum hafsins. Það er
grunnt við ströndina — og maður
getur vaðið út 200 metra og
nær það þó manni ekki nema í
mitti. — Sandurinn er mjúkur
— ekki steinvala á botninum er
særir fótinn, þetta er því indæl
baðströnd, og miljónir ítala og
útlendinga heimsækja hana ár-
lega.
Fyrir 70—80 árum síðan var
ekkert baðlíf í Evrópu sem tal-
andi er um, það verður fyrst
móðins í byrjun aldarinnar.
Áður fóru menn til hafsins, til
að njóta hins tæra lofts •— og
stemmingar hafsins — njóta á-
hrifa hins þunga, volduga. Kraft-
ar þess — og sogandi andvarpa
— er minntu á mannssálina. —
Nú í æði líkamsþjálfunar og
íþrótta •— styrkir maður mest
bolinn.
Of mikil sólböð og sjávarselta
geta' stundum gert manni slæm-
an grikk.
Gleðin mín aftur að synda
eins og í „Órag“ forðum — lét
mig gleyma allri varúð gagn-
vart sól og seltu . . . . Ég verð
allur eitt eldstykki, húðin gló-
andi rauð — 40 stiga sótthiti —
sem þó hverfur fljótt. — Og þá
hefir maður fengið nóg í bráð
aí sólinni — og bíður -nokkra
daga. Þar til maður er fær um
aftur að mæta Neptun og glíma
við hann .... En dásamleg er
viðureign manns við hann í blíðu
og stríðu.
En nú fæ ég tíma til að líta
upp og sjá hvar ég er.....
Ég uppgötva fljótt að hér er
ég á eldgömlum fornsögulegum
slóðum. Á slóðum sem troðin
hafði verið áður en Róm var
til......Það grípur mann ein-
hver hátíðleiki — yfir að vera á
slóðum þar sem þjóðir hafa
gengið yfir — í þúsundir ára . . .
Ganga þar sem saga þeirra
gerðist — líta á verk þeirra —
er geyma þessa sögu og sem sýna
manni líf þeirra og lifnaðarhætti
— bardaga þeirra og orsakir —
ástríður og hatur — hið ólgandi
líf er geisti yfir þessa staði. —
Skapandi fegurð glæsilega —
eða ógnandi eyðileggingu og
hrun. Nútímamaðurinn verður
ekki eins einmana með áhyggj-
ur sínar og stríð sitt. Við tilver-
una — er hann skoðar þetta.
Hann sér hér — að ekkert er
nýtt .... I fögrum dölum og á
hátindum fjalla — sér hann
verksummerki þessarra sífelldu
uppbyggingar og eyðileggingu
er manninum fylgir.
En þessi niður þjóðflokkanna
sem farnir eru, titrar í þeim
fögru verkum, sem þeir sköpuðu
og eftir þá liggja. 1 hinum unaðs-
legu töfralundum, sem alls stað-
ar eru hér í nágrenninu, hvíslar
niðurinn að nútímanum sögu
•sína — er alltaf endurtekur sig.
— Hér endurspeglast hinn góði
ásetningur, er mennirnir hafa á
öllum tímum — þó hann sjáist
einungis í brotnum vasa — eða
hruninni súlu, og föllnum höll-
um og borgarmúrum.
Eiginlega vilja þjóðir alltaj
lifa við frið og hið fagra —
byggja upp — fremur en eyði-
leggja — þó svo að sagan sýnist
kenna manni annað. — —
Hin klassiska fornöld sýnir
manni þennan góða ásetning —
í verkum sínum — og manns-
andans hátindar gnæfa til him-
ins í snilld sinni strax við byrj-
un menningarinnar. — Rústirn-
ar eru svo gátan. Til að komast
til Urbino, fæðingarborgar
Raffaellos — er liggur á hæðun-
um í hinu frjósama Treita-hér-
aði, Manche — 34 km. frá haf-
inu — þurfum við að fara með
járnbrautinni til Rimini, til
Pesaro, stoppa þar og taka svo
„rútuna“ til Urbino.
Ég kannast eitthvað við Pes-
aro, en man ekki strax hvað
það er — fyrr en svo í brautinni.
Allt í einu man ég það — og
verð glaður að þurfa að stoppa
í þessari litlu borg. — Svaninn
frá Pesaro hef ég svo oft heyrt
nefndan — og svo oft heyrt. Það
er fæðingarborg konungs óper-
ana í byrjun 19. aldar. — Gioae-
chimos Rossini. Hinn glaði og
sólbjarti söngsvanur Pesaros. •—
Heimurinn þekkir hann og fæð-
ingarborg hans hefir mikið að
þakka honum. Því hann hefir
sannarlega gert garðinn frægan.
Hún hefir einnig heiðrað hann
lifandi og látinn. — Götur heita
eftir honum. Húsið þar sem
hann fæddist er nú safn er
geymir frægð hans heima og er-
lendis. Tónlistarskólinn, sem
hann gaf tvær milljónir Lira þá
til að byrja — ber nafn hans.
Conservatoria de Musica G.
Rossini — og er eitt hið bezta á
ítalíu. — Fræg tónskáld hafa
kennt þar — Mascagni, Zanelli
og Landoni, hinn síðastnefndi
samdi óperu sína við sögu Selmu
Lagerlöf, „Caralieve di Eketo“,
meðan hann var forstjóri Tón-
listarskólans í Pesaro. Minnis-
merki mikið er reist við Tónlist-
arskólann og einnig er mjög
skrautleg ópera í Pesaro er ber
nafn Rossinis. Svo héðan úr þess-
um litla bæ hér við hafið — kom
svo þetta annað frægasta óperu-
tónskáld ítala á 19. öld.
Borgin hefir síðan um hans
daga verið mikill músik staður.
Árlega í hinni fögru óperu eru
uppfærðar óperur hans af beztu
söngkröftum ítala og koma á-
heyrendur alls staðar frá Evrópu
til þessara Rossinis-hátíða í
Pesaro — þarna- geymd milli
sinna fögru hæða er þessi litli
bær, mikil og voldug tónlista-
uppsprettulind.
En Pesaro er einnig annað og
meira. Pesaro er eldgömul borg.
Sagnritarar telja, að það megi
rekja sögu hennar 500 ár áður
en Róm byggðist. — Grikkir
kalla hana Pisaurion — og svo
seinna Rómverjarnir — Pisarum.
Frægir vísindamenn og skáld og
listamenn hafa alltaf verið þar —
og hún er eins og svo margir
litlir bæir á ítalíu — heimkynni
snilldar og menningar, sem
auðga heiminn — þó hún berist
ekki mikið á. —
Fréttir fró íslandi
Framhald af bls. 1
htla báta. Ekki er ráðið, hvort
vélsmiðjan byrjar framleiðslu á
hreyfli þessum.
☆
Forseti íslands, herra Ásgeir
Asgeirsson, opnaði í gær Iðn-
sýninguna 1952, sem haldin er í
iðnskólahúsinu nýja á Skóla-
vörðuhæð í Reykjavík. Sýningin
er haldin til þess að minnast
tveggja alda afmælis „innrétt-
inga“ Skúla Magnússonar fyrsta
verksmiðjureksturs á Islandi, og
jafnframt til að sýna hvar ís-
lenzkur iðnaður er á vegi stadd-
ur í dag, en hann hefir tekið stór-
felldum framförum síðustu árin.
Á þriðja hundrað fyrirtæki og
einstaklingar sýna þarna fjölda
muna á fimm hæðum hússins, í
herbergjum, göngum og anddyri
á hverri hæð. Sérstök deild er
fyrir innréttingar Skúla fógeta
og má þar m. a. sjá eftirlíkingar
af framleiðsluvörum þeirra og
líkön af húsunum. Á fyrstu hæð
er sýningardeild, sem nefnist
Iðnaðurinn í dag og eru þar
ymsar almennar upplýsingar í
línuritum og myndum, og á
næstu hæð fyrir ofan er önnur
deild, sem heitir Framtíð íslands
og iðnaðurinn og er þar leitast
við að sýna, hve óþrjótandi verk-
efni bíði íslenzks iðnaðar, af nógu
sé að taka bæði um hráefni og
orku. — Mikill fjöldi manna
skoðaði sýninguna í gær, enda
margt að sjá og sumt sýnt í
fyrsta skipti. Sýningin verður
opin daglega, þar til seint í næsta
mánuði.
☆
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda var haldinn á Laugarvatni
um helgina, sem leið, og voru
þar ýmsar ályktanir gerðar um
málefni landbúnaðarins og
bændastéttarinnar. Ákveðið var
að segja ekki upp verðlagsgrund-
velli landbúnaðarvöru á þessu
óri, þótt fundurinn teldi að leið-
rétta þyrfti hann, t. d. með til-
liti til hækkunar á kaupi bænda.
Mælt var eindregið með því að
halda áfram sölu kindakjöts á
erlendan markað, ekki sízt þar
sem vænta mætti aukinnar fram-
leiðslu, — og sakir sívaxandi ó-
ánægju með milliliðakostnað og
aðra sölumeðferð kjöts vildi
fundurinn láta hefja undirbún-
ing að því að dreifing og sala
kjöts færi fram með hliðstæðum
hætti og dreifing og sala mjólk-
ur. Fundurinn vænti þess, að lög-
fest verði sú viljayfirlýsing Al-
þingis að helmingur mótvirðis-
sjóðsins renni til landbúnaðarins,
og taldi að tryggja yrði landbún-
aðinum stóraukið lánsfé svo
fljótt sem unnt er. Loks skoraði
fundurinn á stjórn Stéttarsam-
bands bænda að vinna að því að
framlag ríkisins til nýræktar og
til að byggja heygeymslur og á-
burðarhús hækki stórlega, þar eð
þjóðarnauðsyn sé að jarðrækt og
búpeningseign landsmanna auk-
ist til stórra muna í næstu fram-
tíð.
☆
I vor kaus bæjarráð Reykja-
víkur nefnd manna til að hrinda
í framkvæmd tillögum um með-
ferð áfengissjúklinga og stofn-
anir fyrir þá ög var þá jafnframt
ákveðið að auglýsa eftir jörð,
þar sem hafa mætti drykkju-
mannaheimili. Nefndin hefir
unnið að þessu máli í sumar- og
Eggert Stejánsson
—VÍSIR, 13. ágúst
Framhald á bls. 5
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FRÉYJUGATA 34 . REYKJAVÍK