Lögberg - 18.09.1952, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952
Úr borg og bygð
— BOÐSBRÉF —
Kvenfélagið .„Eining“, Lund-
ar, Man., hefir sína árlegu haust-
samkomu í Lundar Community
Hall, sunnudaginn 21. septem-
ber 1952. Byrjar kl. 1.30 e. h.
Öllum fslendingum 60 ára og
eldri, sem heima eiga í Lundar-
bygðinni, norður með Manitoba-
vatni og á Oak Point, er vinsam-
lega boðið að koma og hlusta á
alíslenzka skemtiskrá, drekka
kaffi og skrafa saman; fylgdar-
mönnum, sem sumir þurfa að
hafa, er einnig vinsamlega boðið
og öllum þeim sem áður hafa
sótt þessi haustboð og hafa tæki-
færi að koma.
Við vonum að sjá sem flest af
gamla fólkinu þennan dag.
Fyrir hönd Kvenfél. „Eining“
Vinsamlegast,
Björg Björnsson
forseti
Rannveig Guðmundsson
skrifari
☆
— GIFTING —
Margaret Emily , einkadóttir
Mr. og Mrs. Óskar J. Thorgils-
son, Lundar, og Leonard Sigfús
Danielson, eldri sonur Mr. og
Mrs. Harold Danielson, Lundar,
voru gefin saman í hjónaband
að heimili brúðarinnar 9. ágúst
síðastliðinn; séra J. Erickson
gifti. Svaramenn brúðhjónanna
voru: Miss Gay Sigurdson og
Raymond Danielson. Að lokinni
hjónavígslunni var setin fjöl-
menn veizla í samkomuhúsi
byggðarinnar; Mr. Joe Peterson
frá Vancouver var samkomu-
stjóri. Mrs. Rúna Hallson frá
Vogar mælti fyrir minni brúð-
arinnar, en Mr. Skúli Böðvars-
son frá Geysi fyrir minni brúð-
gumans. Mrs. Hólmfríður Dani-
elson frá Winnipeg tók einnig
til máls; Mr. Sigurður Hólm
flutti frumsamið kvæði. Brúð-
kaupssöngvana sungu Miss
Georgina Sullivan og Dorothy
Thorgilson, en Miss Irene Gutt-
ormsson og Miss Ellen Thorgil-
son voru við hljóðfærið, enn-
fremur söng Mr. Arnor Thorgil-
son.
Heimili ungu hjónanna verð-
ur að Lundar.
☆
Þrettán ára stúlka, Dawn
Barrieau, Kenora, Ont., hlaut
nýverið við annars bekkjar
próf, Toronto Conservatory of
Music, hæzta vitnisburð þessar-
ar merku stofnunar allra kepp-
enda á sama reki í Ontariofylk-
inu fyrir sönghæfni og frábæra
þjálfun söngraddar sinnar; —
stúlka þessi er íslenzk í móður-
ætt, en móðir hennar er Þóra,
dóttir þeirra Mr. og Mrs. Eggert
Johnson, 939 Ingersoll Street hér
í borg.
Ansgar Lutheran Church
presents famous Danish Tonefilm
“I Have Loved
and Lived '
starring celebrated Danish singers
Axel Schotz and Edith Oldrup
FBIDAY, SEPTEMBER 26, at 8 p.m.
at Eagles HaU, Dagmar & William
Aduits: $1.00
Chlldren: .40
Reserve Early
Phone 42-9492
Mr. T. M. Sigurgeirson frá
Prince Rupert kom til borgar-
innar á mánudaginn. Hann seg-
ir góða líðan íslendinga í Prince
Rupert. Hann mun heimsækja
ættingja sína og vini í Hecla
áður en hann heldur vestur
aftur.
☆
Mrs. Sylvia Allan frá Calgary
hefir dvalið hér í borg undan-
farinn hálfsmánaðartíma í heim-
sókn til foreldra sinna þeirra
Mr. og Mrs. Eggert Johnson, 939
Ingersoll Street.
☆
The Dorcas Siciety of The
First Lutheran Church will hold
their annual Theatre Night at
the Uptown Theatre Wednesday
September 24th, 1952 at 8.30 p.m.
Door prizes will be given to
lucky ticket holders.
Admission: Fifty Cents.
Tickets niay be purchased
from any member of the Society.
☆
Mrs. Ingibjörg Johnson frá
Oak Point, Man., var stödd í
borginni í vikunni, sem leið.
☆
Þau Mr. og Mrs. John John
son, Vogar, Man., voru stödd í
borginni í fyrri viku ásamt son-
um sínum tveim.
☆
Mr. Th. Bergman frá Van-
couver, B.C., sem dvalið hefir
hér um slóðir síðan snemma
sumars, hélt heimleiðis um miðja
fyrri viku.
☆
Séra Harald S. Sigmar frá
Gimli var staddur í borginni
síðastliðinn föstudag.
☆
Stúkan SKULD heldur næsta
fund sinn á mánudagskvöldið
þann 22. þ. m. í Goodtelplara
húsinu kl. 8.
Þetta verður fyrsti fundurinn
eftir sumarfríið og þess því að
vænta, að hann verði sem allra
fjölsóttastur.
☆
Síðastliðinn mánudagsmorgun
lézt á St. Boniface berklaveikis-
hælinu Miss Björg Jóhanna
Björnson, 26 ára að aldri, góð
stúlka og vel gefin, dóttir Jakobs
Björnssonar bónda við Árborg.
Auk föður síns lætur hún eftir
sig einn albróður, Baldur, sem
býr í grend við Árborg, og tvö
hálfsystkini, Sveinbjörn og Ingi-
björgu, sem heima eiga í grend
við Árborg.
Útförin fór fram í dag, fimtu-
dag, kl. 2 e. h. frá lútersku kirkj-
unni í Árborg. Séra Sigurður
Ólafsson jarðsöng.
☆
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
Iag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
P a n t a n i r, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Rulh BárdaL
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sírni 929 037
I.O.D.E. Annual Tea
The Jon Sigurdson Chapter,
I. O.D.E. will hold its annual
Thanksgiving Tea and sale of
home cooking on Saturday after-
noon, Sept. 27, from 2.30 to 5.00,
at the T. EATON Co. Assembly
Hall.
A special attraction at the tea
will be the playing of lovely
new Icelandic recordings, both
old favorites songs and new
compositions..
General conveners are Mrs. G.
Gottfred and Mrs. W. S. Jónas-
son. Othérs in charge will be:
teatable conveners, Mrs. G.
Gunlaugson, Mrs. S. Gillis and
Mrs. H. F. Danielson; home
cooking, Mrs. P. J. Sivertson and
Mrs. J. F. Kristjanson; Novelty
sales, Miss Vala Jonasson and
Mrs. E. W. Perry.
Receiving with the regent,
Mrs. B. S. Benson will be, Mrs.
J. A. Argue, Provincial president
and Mrs. Irlam, Municipal vic.
regent.
The chapter cordially invites
all its good friends and support-
ers to attend and enjoy the good
fellowship of getting together
once again at the opening of the
fall season, in the pleasant sur-
roundings so courtously supplied
by the T. EATON Company.
☆
Undirritaður óskar eftir að
komast í samband við afkom-
endur Bergmanns Bergssonar
frá Galtarholti, Borgarhrepp,
Mýrasýslu..
Davíð Jónsson,
Lindargötu 47
Reykjavík, Iceland
☆
The Womens Associaton of
the First Lutheran Church,
Victor St., will meet in the
church parlors Tuesday, Sept.
23rd, at 2.30 p.m.
DANISH MUSICAL FILM
Eagles Hall, Sept. 26
The social committee of the
Ansgar Lutheran Church has
been successful in securing the
already famous Danish tone-
film “I HAVE LOVED AND
LIVED”, depicting the life of
the beloved Danish composer
C. E. F. Weyse. Many of his
well-known songs will be rend-
ered by the celebrated Danish
singers Axel Schötz and Edith
Oldrup who are starring in the
film. The background is the
beautiful Danish landscape with
which the story is connected.
This rare film will be shown
one nighl only, on Friday, Sept.
26, at 8 p.m., in the Eagles Hall,
Dagmar and William.
Tickets at $1.00 for adults and
40 cents for children may be
hand at the entrance, or better,
reserve them early by phoning
42-9492.
☆
— DÁN ARFREGN —
Þann 5. september síðastliðinn
andaðist í Foam Lake Sveinn
Ólafsson, fæddur á Hóli í Höfða-
hverfi á Islanói 17. ágúst 1869.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Ólafur Jónsson og Guðrún Ste-
fánsdóttir ljósmóðir, er lengst
bjuggu búi sínu á Blómsturvöll-
um í Kræklingahlíð í Eyjafirði.
Til Canada fluttist Sveinn á-
samt konu sinni og tveimur son-
um, Jóhanni og Baldri; í Canada
eignuðust þau þriðja djenginn,
Joseph, sem nú hefir trúnaðar-
stöðu hjá John A. Roblings &
Sons Company í Trenton 2, New
J ersey.
Sveinn og kona hans, Guðrún,
bjuggu á heimilisréttarlandi
sínu 13 mílur suðvestur af
Leslie, Sask., frá árinu 1906 til
1948, en þá brugðu þau búi og
fluttust til Foam Lake ásamt
Jóhanni syni sínum.
Mormónar að hefja myndatöku á öllum
íslenzkum kirkjubókum
Rætt við Henry E. Christiansen,
sem unnið hefir að undirbúningi
myndatökunnar hér
1 gær hafði tíðindamaður
blaðsins tal af Henry E.
Christiansen, sem dvelur hér
á landi um þessar mundir,
og vinnur að undirbúningi
að myndatöku á íslenzkum
kirkjubókum og' skjölum,
er varða ættfræði. Christi-
ansen er frá Utah í Banda-
ríkjunum og Mormónatrúar,
en þeir, er játa þá trú, eru
miklir áhugamenn um ætt-
fræði, enda liður í trú þeirra
að heiðra minningu for-
feðra sinna. Christiansen er
ættfræðingur og hefir unnið
að undirbúningi myndatöku
sem þessarar í fleiri löndum
Norður-Evrópu. Fær þjóð-
skjalasafnið hér eitt eintak
af filmunum.
Free
Winter Storage
Send your outboard motor in now and have
it ready for Spring.
Free Esíimate on repairs
Specialists on . . .
Johnson - Evinrude & Elto Service
Breen Motors Ltd.
WINNIPEG
Phone 92-7734
Eins og í flestum fylkjum
Bandaríkjanna, þá er megnið af
íbúum Utah af Norðurálfuætt-
um og er því hafinn undirbún-
ingur að myndatöku á ættar-
skrám í Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Danmörku, Þýzkalandi,
Hollandi og Englandi.
Myndatöku lokið í Noregi
Christiansen sagði, að mynda-
töku væri nú lokið í Noregi, en
myndirnir eru teknar á 35 milli-
metra mikro-filmu, einnig er
myndatökunni lokið í Finnlandi.
í Noregi voru teknar myndir af
12 milj. blaðsíðum og hefir það
verið ærið verk, en í Finnlandi
voru teknar myndir af 20 milj.
blaðsíðum. 1 Danmörku er und-
irbúningi að myndatökunni lok-
ið og verða þar teknar myndir
af 16 milj. blaðsíðum.
770 þúsund blaðsíður
myndaðar hér
Christiansen sagði, að hér
mundu verða myndaðar 770
þúsund blaðsíður í kirkjubókum
og öðrum ritum, sem varða ætt-
fræði. Hefir hann nú nær lokið
öllum undirbúningi að mynda-
tökunni og mun halda héðan um
næstu helgi. Eftir mánaðartíma
munu svo myndatökumenn
koma hingað og hefja verk sitt
við myndatökuna.
Tekin verða um 50—60
þúsund fet
Áætlað er að við myndatök-
una hér þurfi um 5—6000 rúllur
af filmum, en í hverri rúllu eru
100 fet og fara því 50—60 þús-
und fet af filmu í myndatökuna,
en hana munu annast tveir til
þrír menn.
Þjóðskjalasafnið fær einlak
af filmunni
Þegar myndatökunni er lokið,
verður þjóðskjalasafninu gefið
eintak af filmunni til umráða
og eignar og kemur það safninu
að fullum notum, þar sem það
á tæki, sem verður að nota við
lestur af filmunni. í þeim lönd-
um Norður-Evrópu, sem mynda-
taka á ætjarskrám hefir farið
fram á vegum Mormóna, hefir
eitt eintak verið skilið eftir á við
komandi stöðum. Og fari svo, að
filman eyðileggist einhverra or
saka vegna, munu söfn viðkom-
andi landa eiga kost á öðru ein-
taki, sem geymt verður í Utah.
Þakklátur þjóðskjalaverði
Mormónar hafa þessar ættar-
skrármyndir sínar til sýnis á
safni í Saltvatnsborg í Utah, og
sagði Christiansen, að þangað
kæmu daglega frá tvö og upp í
fjögur hundruð manns, sem öfl-
uðu §ér þekkingár á ættingjum
sínum, með aðstoð myndarinn-
ar og væri öllum frjáls aðgang-
ur, Mormónum sem öðrum.
Christiansen bað blaðið sér-
staklega að geta þess, að^ hann
væri mjög þakklátur þjóðskjala-
verði, Barða Guðmundssyni,
fyrir mikla og góða aðstoð og
hjálpsemi í hvívetna.
—TÍMINN, 12. ágúst
Mr. Bert Clark og kona hans
(fyrrum Klara Oddson, dóttir
Thorsteins heitins Oddsonar
fasteignasala) er dvalið hafa hér
hjá Dr. Kristjáni Austman og
konu hans, systur Mrs. Clark,
undanfarnar vikur í kynnisför
sinni til að hitta vini og ættingja,
lögðu af stað til Los Angeles bíl-
leiðis þriðjudaginn var. Kom orð
frá þeim á fimtudaginn, að þau
hefðu náð heim heil á húfi og
mikið endurhrest eftir förina.
☆
Mr. J. Ragnar Johnson frá
Wapha, Man., kom til borgar-
innar á mánudaginn og dvelur
hér fram í vikulokin.
☆
Frú Henríetta Johnson frá
Gimli dvelur í borginni þessa
dagana.
' ☆
Donna Mac Thorgeirson, 18
ára gömul dóttir Mr. og Mrs.
Joseph Thorgeirsson, 124 Smith-
field Ave., lézt á St. Boniface
spítalanum 8. sept. s.l. Jarðar-
förin fór fram frá Morduc Bros.
útfararstofu. Séra Valdimar J.
Eylands jarðsöng.
☆
Miðaldra kona, sem vön er
innanhússtörfum og matreiðslu,
óskast til að veita forstöðu
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆ '
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 21. sept.
Enskar messur kl. 11 árd. og
kl. 7 síðd.
Sunnudagaskóli kl. 12.
Við morgunguðsþjónustuna
prédikar Rev. Martin Ruccius,
trúboði U.L.C.A. í Liberia í
heimili utan Winnipegborgar
sem allra fyrst; þrír í heimili,
húsbóndinn' og tvö börn; þess
er vænst, að konan taki að sér
þessa stöðu að minsta kosti ár-
langt. Lágmarkskaup auk fæðis
og húsnæðis, 45 dollarar á mán-
uði. — Upplýsingar hjá Keystone
Fisheries Limited, 4. hæð Scott
Block. Sími 925 227.
☆
Given to the Sunrise Lutheran
Camp
in loving memory of our very
dear friend Dr. Baldur H. Olson
with whome we have enjoyed
warm friendship for more than
half a Century; we shall always
cherish his noble characteristics.
$10.00.
B. J. Lifman and Family
Árborg, Man.
☆
Síðastliðinn laugardag lét líf
sitt í bílslysi við Fort Garry,
skamt frá Selkirk, Norman
Elíasson 37 ára að aldri til heim-
ilis að 238 East Kildonan; var
hann að reyna að ýta af stað
flutningabíl sínum, er slysið bar
að af völdum áreksturs.
Mr. Elíasson lætur eftir sig
konu og þrjú börn, aldnurhnigna
foreldra Mr. og Mrs. Thorsteinn
Elíasson, og fjórar systur og tvo
bræður.
Afríku.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Drykkjumaðurinn: — Það er
ég viss um að þetta líf er alger-
lega tilgangslaust og þegar því
er lokið, hverfum við aftur að
eilífu út í auðnina og tómið.
Hvað ætli sjáist t. d. eftir mig,
þegar ég er dauður?
Ráðskonan: — Tómar flöskur.
☆
Húseigandinn: — Ég skal taka
það fram, að það er ekki venja
að kvejnfólk heimsæki leigjend-
urna eftir klukkan 11 á kvöldin.
Leigjandinn: — En mega karl-
menn koma í heimsókn?
Húseigandinn: — Að sjálf-
SÖÉjjðu.
Leigjandinn: — Þá tek ég her-
berigið á leigu fyrir hönd unn-
ustu minnar.
— Ráðnlng gáfnanna —
(Sjá bls. 5)
1. BJÖRN
2. HELGI
3. TORFI
4. KETILL
5. GRÍMUR
6. HJÖRTUR
7. ÓFEIGUR
8. PÁLL.
MÁRKETING
MALTING BARLEY
The Canadian Wheat Board is the sole purchaser of
malting barley from the producer. The grain elevator
organizations act as agents for the Board in receiving
the grain and paying the grower. The grower has two
options in disposing of his malting barley.
1. He may sell up to the quota, as established by
the Wheat Board for that delivery point; in which case
he will receive the initial payment on the basis of the
grade agreed upon by the farmer and the elevator
agent. Interim, if any, and final payment is made by
the Wheat Board later in the crop year.
2. He may ship a carload over and above the
established acreage quota. In this case the usual prac-
tice is to start delivery of the quota and have the
elevator operator submit a representative sample to his
head office. This office in turn submits samples to the
various maltsters and exporters. If one of the agrees to
accept a carload and pay the malting premium, head
office then secures from the Wheat Board a permit for
the grower to deliver and ship the carload. The grower
receives the initial payment, according to the Grain
Inspector’s grade, basis Port Arthur-Fort William, plus
the malting premium, less freight, handling and inspec-
tion charges, etc. He in turn will receive the same
interim and final payments as in the first method.
In both cases the total payment is the average price,
less handling charges, based on the selling price secured
by the Wheat Board for that particular grade through-
out the crop year.
Twenty-first in series of advertisements.
Clip for scrap book.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD-321