Lögberg - 25.09.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.09.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952 5 VVVWVVWWVWWVWWV'VVWVV'VVW AHLGA/ViAL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON AMETHYST-STEINAR Lengi hefir fólk trúað því að náttúra fylgdi steinum, sérstak- lega gimsteinum; einn af þeim steinum er hinn fjólublái eða vínrauði amethyst-steinn, og hafa myndast um hann ýmsar sagnir. Ein er sú, að vínguðinn Bachus hafi reiðst við gyðjuna Díönnu og hafi þá heitið því, að láta tígrisdýrin, sem beitt var fyrir vagn hans, rífa í sig þá fyrstu mannveru, sem yrði á vegi hans, og fyrir því óláni varð fögur mey, Amethyst að nafni, en hún var á leið til musteris þess, er helgað var Díönnu. Þeg- ar að tígrisdýrin réðust á hana, ákallaði hún gyðjuna og bað hana um vernd; Díanna breytti henni þá í hvítan stein og forðaði henni þannig frá verra hlut- skipti. Þegar Bachus sá þetta krafta- verk iðraðist hann grimmdar sinnar og helti vínberjalög sem, dreypifórn yfir meyjarstein- gervinginn og litaði þannig steininn með hinum rauðbláa amethyst-lit vínberjanna. — Síðan fylgdi sú trú þessum steini, að hann verndaði þá, sem bæru hann frá illum áhrif- um áfengra drykkja. Ennfrem- ur var því trúað að honum fylgdi sú náttúra, að þeir sem bæru hann svæfu vært. Amethyst- steinninn er helgaður Sankti Valentinus og þeim, sem fæddir eru í febrúar. — Amethyst- steinar eru mjög fallegir, dýr- ustu tegundir þeirra finnast á Indlandi, Armeníu og Arabíu. ☆ ☆ ☆ TUTTUGU OG NÍU KONUR Á ÞINGI Mrs. Ellen Fairclough, er eina konan, sem nú á sæti í Sam- bandsþinginu í Ottawa; hún var frambjóðandi Progressive-Con- servative flokksins í Hamilton, Ont. Hún er síður en svo hrifin af því að vera þar ein síns liðs; henni finnst að minnsta kosti 10 prósent hinna 262 þingsæta ættu að vera í höndum kvenna. Nýlega var hér á ferð Mrs. Tyyne Leive Larrson þingmaður frá Finnlandi. Á löggjafarþingi, Finnlands sitja 200 fulltrúar, og eru 29 þeirra konur. Finnland veitti konum atkvæðis- og kjör- gengisréttindi árið 1906, og hafa þrjár konur átt sæti í ráðuneyt- inu; Mrs. Larrson er fyrrverandi ráðherra almennra velferðar- mála á Finnlandi. — Mrs. Fair- clough átti tal við hana og lét Mrs. Larrson í ljósi undrun sína yfir því að ekki skyldu vera fleiri en ein kona í canadíska löggjafarþinginu. — Mrs. Fair- clough hyggur að ein aðalástæð- an fyrir því sé sú hugmynd, að þær konur, sem sækji um kosn- ingu, séu aðallega frambjóðend- ur kvenna og að þær skipti sér ekki af öðrum málum en þeim, sem sérstaklega snerti kven- þjóðina. Þessi hugsunarháttur finnst henni lýsa vanþroska og litlum skilningi á þessum málum! Mrs. Eleanor Roosevelt segir frá því í ævisögu sinni, að „Ted frænda“, Theodore Roosevelt forseta, hafi verið boðið í gift ingarveizlu þeirra Franklins D. Roosevelts og hennar. Þá fór það svo, að gestirnir þyrptust í kringum forsetann til að hlusta á hann segja sögur; en ungu brúðhjónin gleymdust og stóðu ein sér úti í horni. — Theodore Roosevelt forseti vildi láta bera á sér og tók þá ekki ávalt tillit til annara, enda er haft eftir ein- um syni'hans: „Pabbi vill alstaðar vera mið- depillinn. Ef hann fer í brúð- kaupsveizlu vill hann helzt vera brúðguminn, og ef hann er við jarðarför vill hann helzt vera hinn framliðni.“ ☆ ☆ ☆ „HÆTTU NÚ ÞESSUM SPURNINGUM* Ég hefi oft undrað mig á því, hve óþolinmóðir foreldrar eru óft og einatt gagnvart spurning- um barnanna, sérstaklega þeim, sem sprottnar eru af einskærri fróðleiksfýsn og löngun til þess að skilja. „Hættu nú þessum spurning- um.“ „Góði, þegiðu nú einhvern tíma,“ og setningar þessu líkar, heyrast alltof oft gf vörum upp- alandans, þess sem fengið hefir í hendur hið mikilvægasta hlut- verk, sem mannlegum verum verður yfirleitt trúað fyrir. Það er eflaust, að mjög spurul börn geta verið bösna þreyt- andi með hinum ótrúlega fjölda spurninga af ýmiss konar tagi, sem þau láta klingja í tíma og ótíma. En þeir, sem fyrir spurn- ingunum verða, ættu ávallt að hafa það hugfast, að slíkt er ekki óþægð, börnin spyrja af því að þau vilja skilja, og miklar spurn- ar benda oft á að í litla kollin- um kunni að búa skýr hugsun og mikil greind. Með því að vísa á bug, kannske ónotalega meira að segja, spurningum fróðleiks- þyrsts barns, eru þroskamögu- leikar þess heftir og því um leið gert mikið tjón. En það þarf sannarlega þolin- mæði oft og einatt. Samt sem áður er ekki hægt að sjá, að það, að sýna slíka þolinmæði, sé ann- að en heilög skylda foreldranna og allra þeirra, er við uppeldi fást og láta sig varða þessi mál. Oft getur verið erfitt að svara spurningum barnanna og stund- um er það ekki hægt, en þá þarf að segja þeim að þessari spurn- ingu sé ekki hægt að greiða úr núna, og jafnframt að það eigi sannarlega að fá að vita þetta allt saman, þegar það verði svo- lítið stærra og skilningsbetra. „Hættu nú þessum spurning- um,‘ og: „Góði, þegiðu nú ein- hvern tíma,“ ætti aldrei að heyr- ast, en aftur á móti hlýleg og einföld svör við hverri spurn- ingu og hverju vandamáli, og vafaatriði, sem smeygja sér inn í litlu kollana, svo að segja dag- lega og á öllum aldri. —DAGUR ☆ ☆ ☆ (Úr bréfi) — Mér þótti vænt um að sjá málshættina; þeir eru gamlir vinir. Nafnagáturnar voru góð- ar — smellnar — ekki veit ég hvort þetta er íslenzkt orð! — Skemmtilegar þykja mér æsku- minningar, bæði frá Islandi og héðan; ég held að margir gætu skrifað þær, ef þeir vildu aðeins leggja þær á sig. — ☆ ☆ ☆ KAFLI ÚR BRÉFI Vinsamlegt bréf frá M. í Dakoladalnum dagsett 7. sept., nýlega móttekið, en bréf með 142 málsháttum, sent áður, hefir ekki komið til skila. —Ritstj. Málakona í Reykjavík: Ræðum jafnskjótt snarað yfir á þrjú önnur tungumól MIÐSTJÓRNARFUNDUR alþjóðasamvinnusambandsins, sem haldinn var í hátíðasal Háskólans um síðustu helgi, hafði yfir sér heimsborgaralegan brag. Bæði var það að þar voru mættir um 50 fulltrúar frá 18 mismunandi löndum og svo hitt, að það var í fyrsta skipti hér á landi, sem ræðum þeim, er fluttar voru, var þegar í stað snarað yfir á þrjú önnur tungumál. Annaðist það hópur túlka, sem alvanir eru að snar- þýða milli fjölmargra tungu- mála. Lærði fjölda tungumála á unga aldri Fyrir túlkum þessum er kona n o k k u r, Marie Ginsberg að nafni. í samtal við hana kom í ljós, að þetta er geysimikil mála- kona. Hún er nú á miðjum aldri, pólsk er hún að ætt, en hefur fengið bandarískan ríkisborgara- rétt. Hún skýrir svo frá, að þegar hún var á ungra aldri hafi Pól- land verið hluti af Rússlandi. Því hafi hún af sjálfu sér lært bæði pólsku og rússnesku. Þegar hún var 5 ára, byrjaði hún að læra frönsku, sjö ára þýzku, níu ára ensku og 11 ára ítölsku. Túlkunin er nú umfangsmikil — Hvenær byrjuð þér að túlka á alþjóðaráðstefnum? — Ég starfaði sem túlkur hjá Þjóðabandalaginu öll þau ár sem það var starfandi frá 1920 iil 1940. Þá var starfið ekki eins flókið og nú. Þá voru aðeins tvö mál, franska og enska, sem giltu sem alþjóðamál á hverjum vett- vangi. Eftir stríðið hefur þetta orðið miklu umfangsmeira.—Það h ó f s t með réttarhöldunum í Nurenberg.—Þar voru notað 3 tungumál. Á fundum S.Þ. eru notuð fimm tungumál, þ. e. franska, enska, spænska, rússn- eska og kínverska. Fulltrúar gáiu valið milli iungumála Túlkarnir þýða ræður þær, sem fluttar eru, jafnóðum og þær eru fluttar. 1 hátíðasal há- skólans var komið fyrir miklu neti af rafmagnsleiðslum til heynarstól. Hafði hver fulltrúi sitt heynarstól, og gat hann heyrt ræðuna, hvort sem hann vildi á rússnesku, frönsku, ensku eða þýzku. Málahæfileikar meðfæddir Aftast í salnum sátu túlkarnir, þrjár konur og einn karlmaður. Þau kváðust öll kunna að minnsta kosti fjögur tungumál, reiprennandi og ein þ e i r r a kvaðst nú vera að læra spænsku, því að mikil þörf væri jafnan fyrir spænskumælandi túlka. Þegar þær lærðu mál, kváðu þær það vitanlega mikils virði að dveljast í heimalandi tung- unnar um tíma, en þó væri það ekki nauðsynlegt. En þær voru sammála um að bezt væri, að byrja ungur málanám og svo væri enginn va|i á því að mála- hælileikar væru mikið með- fæddir. Þreytandi starf — Er starfið ekki ðrfitt? spyrj um vér. — Það er frekar auðvelt starf þegar menn hafa fengið kunn- áttu og æfingu, en þó þreytandi. Það reynir mjög á eftirtektar- gáfu, snerpu og viðbragðsflýti. Á fundum S.Þ. eru vaktir oftast ekki lengri en tveir til þrír tím- ar. Hér höfum við ekki starfað 1 vöktum, enda reynir þessi ráð- stefna, sem haldin er á íslandi, ekki eins á taugarnar. Tungumála- „verksmiðja" í fjórum kössum — Hvaðan koma tækin, sem við þetta hafa verið notuð? Marie Ginsberg verður fyrir svörum: — Þannig er mál með verti, að ég stofnaði í Svisslandi, fyrir- tæki, sem tekur að sér túlkun á hverskonar alþjóðaráðstefnum. Hafa mörg alþjóðafélög þegið aðstoð mína og oftast er það svo, sem betur fer, að þeir sem einu sinni skipta við mig hafa komið aftur og ég þannig eignast góða viðskiptavini. En ráðstefnurnar eru haldnar á ýmsum stöðum og því hef ég gengið frá tækjunum sem til þarf, í sérstökum ferðakössum. Þegar þarf að þýða milli fjög- urra tungumála eins og hér, hef ég meðferðis fjóra kassa sem vega samtals 250 kg. Ef svo þarf að bæta við tungumálum, þá þarf einn kassa fyrir hvert við- bótartungumál. Margir þökkuðu vel unnið siarf Túlkunin að þessu sínni gekk alveg snurðulaust- eins og endra nær áður og að ráðstefnUnni lok inni komu margir fultrúarnir að máli við Marie Ginsberg til þess að þakka henni sérstaklega fyrir það, hve hún hefði rækt starfa sinn vel af hendi. — MBL. 13. ágúst „Hér í Norður-Dakota voru óskapa þurkar í vor, svo útlit fyrir uppskeru var heldur aumt, en svo sendi Guð rigningu, sem að bjargaði öllu, og hefði mátt Guðmundi fró Miðdal boðið að halda listsýningu í Finnlandi Slærsta einstaklingssýning lendings erlendis ÍS-‘ Guðmundi Einarssyni frá Miðdal hefir verið boðið til Finnlands að sýna þar lista- verk eftir sig. En auk þessa hefir Guðmundi verið boðið að sýna á sex stöðum öðrum á meginlandi Evrópu. Orsökin til þess að Guðmundi var boðið að halda þessa sýn- ingu mun vera sú, að hann var annar þeirra íslendinga, sem tóku þátt í Ólympíulistasýning- unni. Sendi Guðmundur högg- mynd, er hann nefndi „hinn eilífa Ólympíueld“, mynd af konu með kyndil í* hendi. Hlaut hún heiðurssess á sýningunni og blasti við sjónum gesta strax og inn kom úr aðaldyrunum. Var hún lýst upp með ljóskösturum frá öllum hliðum og vakti mikla athygli. Gagnrýnendur fóru við- urkenningarorðum um myndina og einn hinn þekktasti úr þeirra hópi, Sarikivi, taldi mynd Guð- mundar ásamt verkum finnska listamannsins Wainö Aaltonen beztu höggmyndir Norðurlanda listamanna, þeirra, er þarna sýndu. Flestar þjóðir heims, þær er tóku þátt í Ólympíuleikunum sjálfum, sendu listaverk á ólym- písku listsýninguna, en hún er sú fyrsta, þar sem ekki eru veitt verðlaun eða viðurkenning fyrir listaverkin. Svo mikið barst af listaverkum á þessa sýningu, að ekki var unnt að sýna nærri allt sem sent var. Aðeins tveir ís- lenzkir listamenn sendu verk á Ólympíusýninguna, og var hinn Ásgeir Bjarnþórsson listmálari, er sendi tvö olíumálverk. Sýningin, sem var í listahöll Helsingforsborgar, var mjög vel sótt, einkum er á leið leikana og var mikið um hana skrifað, bæði í Finnlandi og öðrum löndum. Nú hefir Guðmundi frá Mið- dal verið boðið að hafa yfirlits- sýningu á listaverkum sínum í sömu húsakynnum og Ólympíu sýningin var, og hefir Guð- mundur sent þangað 112 olíu- málverk, 28 höggmyndir og nokkrar radieringar. Er þetta stærsta einkasýning, sem héðan hefir farið á erlenda grund. Sýningin verður fyrsta sýn- ingin á hinu komandi sýningar- tímabili og stendur til að hún verði opnuð 6. sept. n. k. Hún verður í öllum sýningarsölum hússins og verður opin til sept- emberloka. Finnar bera allan kostnað af sýningunni. Guðmundi frá Miðdal hefir verið boðið að sýna í sex borg- um á meginlandi Evrópu og standa yfir samningar eða samn- ingaumleitanir í þessu efni. Fór Guðmundur sjálfur utan fyrir helgina og verður viðstaddur opnun sýningarinnar í Helsing- fors. —VISIR, 26. ágúst Florence Polson, G. C. Cartwright Exchonge Vows First Lutheran church, Victor street, was the scene of a candle- light ceremony September 12 at 7. p.m. when Rev. V. J. Eylands united in marriage Florence Archibelle Polson and George Cyril Cartwright. Mrs. Eric Is- feld presided at the organ and soloist was Mrs. Lincoln John- son. The bride is the daughter of Mr. and Mrs. S. G. Polson, Van- couver, B.C., and the niece of Mrs. A. G. Polson, Winnipeg. The bridegroom is the only son of Mr. and Mrs. S. Cartwright of Winnipeg. The bride, given in marriage by her cousin, R. Wyatt Polson of Langruth, Man., was preceded up the aisle by her cousins Sue and Paulina Goodman as brides- maids and Mrs. George Forsey as matron of honor. The bride chose a period gown of FKpnch brocaded satin, the moulded bodice edged with seed pearls. The sleeves were lily pointed and the bouffant skirt ended in a train. The full length lace edged veil was held by a Queen Anne headdress and the bride carried Johanna Hill roses and white sweet peas. The groomsman was Archie McMullen. The guests were ushered by Ernest Wheeler and J. Konrad Polson. the Grain Evchange Curling Following a reception held at club Mr. and. Mrs. C. Cartwright left on a motor trip south. They will reside at the Royal Oak court. The bridegroom is a 1950 graduate in Mechanial En- gineering of the University of Manitoba. Maður nokkur fékk verðlaun fyrir það, hve hann hefði keyrt gætilega og aldrei lent í bílslysi. Hann hélt upp á daginn, en um nóttina, var hann tekinn fastur fyrir að hafa verið drukkinn við akstur! TIME PROVES THAT . In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training Immediutely! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE., WINNIPEG PHONE 74-3411 lofa hann, sem alt gott gefur, en er of oft gleymt. Uppskera var víða betri en í meðallagi og fóður yfirdrifið. Nú hefir haust- ið verið yndislegt og menn að mestu búnir að koma fyrir öllu korni. Erum nú að fá næga bleytu, sem kemur að haldi næsta ár.“ — “S NÝTT EAL-TIT E " t 1 vi LOK Heldur ndlingatóba ki , \ þínu fersku

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.